Tíminn - 05.09.1939, Blaðsíða 2
406
TÍmNlV, Itrigjiidagiim 5. sept. 1939
102. blatl
Það hanstar að
Eflír Pál Zóphóníasson
Jarðhitamálið
i Biskupstiingu
Eftír Þorsteín Sigurdsson
‘gímiwt
Priðjudaginn 5. sept.
Svo hafa forlög fært
þeímdóm aðhöndum‘
Tvær mestu menningarþjóðir
heimsins, Englendingar og Þjóð-
verjar, hafa nú forustu í and-
stæðum þjóðfylkingum, um hinn
gífurlegasta hildarleik, sem
mannkynið hefir nokkurntíma
þekkt. Fyrir minnstu þjóð
heimsins, sem horfir á þennan
ægilega atburð norðan frá heim-
skautsbaug, er þetta voðamál
enn viðkvæmara, af því að báð-
ar þessar þjóðir eru nákomnir
frændur okkar íslendinga. Við
höfum öldum saman haft mikil
og oftast góð skipti og mjög
margháttuð við þessar þjóðir.
Við og allir aðrir, sem til þekkja,
finna að þessar tvær ágætu
þjóðir hefðu átt önnur og betri
örlög skilið en að berjast í mörg
ár með stórkostlegum fórnum
alls þess, sem mannkyninu er
dýrmætast, og með hinni mestu
þekkingu, sem til er í heiminum.
Englendingar og Þjóðverjar
finna í raun og veru, að ótal
þræðir binda þá saman, eins og
Kjartan og Bolli voru tengdir,
þó að grimm örlög leiði þá út á
vígvöllinn. Enska og þýzka þjóð-
in finna til gagnkvæmrar virð-
ingar og viðurkenningar. Báðar
þjóðirnar vildu fyrst og fremst
lifa í friði hver við aðra. En for-
lögin hafa fært þeim þennan
dóm að höndum. Móti vilja sín-
um og móti öllum tegundum
mannlegra hagsmuna, verða þær
að vera forustuþjóðir í mestu
eyðileggingarstyrjöld, er mann-
kynið hefir þekkt. Harmsaga
Kjartans og Bolla endurtekur
sig í skiptum þessara merkilegu
þjóða.
Það skiptir miklu fyrir alla
ísiendinga, að við skiljum frá
upphafi eðli þessa sorgarleiks.
Hann mun ekki færa mannkyn-
inu neina hamingju, ekkert
nema sorgir og böl. Styrjöldin
verður ný Laxdæla í heimsút-
gáfu.
Eitt er bezt fyrir okkur íslend-
inga að skilja strax. Enginn
fögnuður fylgir sorgarleik. Út-
varpið mun hvern dag flytja
fréttirnar frá London, Berlín og
París, eins og hver stórþjóð lýsir
sinum málavöxtum. Hver maður
í landinu getur fylgt þáttum
hildarleiksins dag frá degi, æs-
inga- og gremjulaust. Jafnvel
þær miklu þjóðir, sem standa að
styrjöldinni, bera ekki haturshug
1 brjósti hver til annarar. En þær
víta að forlögin hafa fært þeim
dóm að höndum og þær hlýða
þessu ósýnilega heljarafli, sem
knýr þær til þeirra athafna og
þeirra lífskjara, sem þær óska
sízt eftir.
Á hálfri annari öld hefir ís-
lenzka þjóðin lifað tvær heims-
styrjaldir, Napóleonsstríðin og
heimsófriðinn mikla. í hinni
fyrri styrjöld var þjóðin nálega
dauð úr hungri og harðrétti, eft-
ir hin ægilegu Skaftárgos og
hina miskunnarlausu verzlunar-
kúgun. Jafnvel danski landstjór-
inn reyndi að auðgast verzlunar-
lega á þjóð, sem hann átti að
stýra föðurlega, en var að deyja
úr sulti. Ágætur íslandsvinur í
Englandi hljóp þá undir bagga
og fékk Englendinga til að leyfa
hingað siglingar, þó að danski
konungurinn væri í stríði við
England.
íslendingar komu niðurbrotn-
ir, fátækir og lamaðir úr Napó-
leonsstríðunum. En eftir heila
öld hafði þjóðin rétt við. Og sú
styrjöld færði sumum íslending-
um nokkra fjármuni. Einstaka
tílfinningalausir heimskingjar
blessuðu stríðið af því að þeir
töldu sig geta grætt á ógæfu
styrjaldarþjóðanna.
Það er gagnslítið að spá, en
margar líkur benda til að þessi
styrjöld muni ekki færa hlut-
lausum þjóðum neinn auð, miklu
fremúr fátækt og erfiðleika. —
Styrjaldarþjóðirnar kunna nú
áreiðanlega betur tök á því,
heldur en fyrir aldarfjórðungi,
að láta hlutlausar þjóðir ekki
hafa sig að féþúfu. Og satt að
segja eru raunir þeirra nógu
miklar, þó að því sé ekki bætt
við annað ólán, sem að þeim
steðjar.
Þessi styrjöld mun áreiðanlega
reyna mikið á manndóm íslend-
inga og vel mætti það svo fara,
að sú áreynsla yrði þjóðinni engu
óhollari, er fram líða stundir,
heldur en hinn réttlausi og létt-
fengni stríðsgróði.
Þjóðin getur búizt við mikl-
um siglingaerfiðleikum, að hana
vanti árum saman mörg þau
gæði, sem menn eru vanir við að
njóta daglega. Fyrir fáum dög-
um bannaði eitt stórveldi kaffi-
nautn í landinu, nema að því er
snerti herinn. Og þessi tilskipun
var gefin út áður en ófriður og
hafnarbann byrjaði.
Ég hygg, að öll íslenzka þjóðin
eigi að vera við þvi búin að lifa
um nokkur ár að mjög miklu
leyti af gæðum landsins, það
sem þau ná. í öðru lagi verða
allir að búast við, að þeir verði
að vinna fyrir daglegu brauði,
eftir orðum biblíunnar, í sveita
síns andlitis. Og sú breyting
mun að öllu samtöldu gera þjóð-
inni mikið gagn.
Menn verða ennfremur að
vera við því búnir, að miklir
þjóðflutningar verði að gerast í
landinu. í styrjaldarlöndum
flytja menn fólk í miljónatali
úr borgunum út í dreifbýlið. Sú
ráðstöfun er gerð af hernaðar-
ástæðum. Hér á íslandi er ekki
því til að dreifa. En við megum
búast við, að í kaupstöðum og
kauptúnum sé nú miklu fleira
fólk, heldur en þar getur lifað,
og að mikill fjöldi af bæjafólk-
inu verði að flytja í dreifbýlið
til sjávar og sveita og vinna þar
í sveita síns andlitis fyrir dag-
legu brauði.
Allir íslendingar verða að
skilja það, að þetta hlýtur að
verða óumflýjanleg nauðsyn.
Menn ættu að gera sér ljóst, að
það er ekki neitt stórvægilegt
böl. Það má vel vera að þessi
þjóðflutningur, og þessi lífs-
venjubreyting, að iðjulaust fólk
fari að vinna að framleiðslunni,
verði bæði þessum mönnum og
allri þjóðinni til blessunar.
Á hinum fyrstu voðadögum
nýrrar heimsstyrjaldar, er nauð-
synlegt að gæta í öllu hófs og
drengskapar. Mönnum ber að
gæta þess fyrst og fremst í um-
tali og ályktunum um þær
þjóðir, sem nú taka þátt í hinni
mestu og sárustu eldraun, sem
gengið hefir yfir heiminn. Og
þar næst ber öllum íslending-
um að líta á, að erfiðleikar
þeirra, þótt miklir kunni að
verða, eru ekkert í samanburði
við þjáningar styrjaldarþjóð-
anna. Okkur ber að taka á
vandamálum næstu mánaða og
missira í þeim hug, að í sjálfu
sér séu erfiðleikar okkar næsta
litlir, og auk'þess full ástæða til
að halda, að þeir geri þjóðinni
gott, með því að gefa henni á-
stæðu til að sýna manndóm og
persónulegan styrk, við hin ó-
hjákvæmilegu átök við að
bjarga landi og þjóð gegnum
brotsjó yfirstandandi styrjaldar.
J. J.
V.
í ræðu, sem bæjarstjóri síld-
arborgarinnar flutti í árdegis-
veizlu, sem bæjarstjórnin hafði
efnt til, skýrði hann frá því, að
bærinn tvöfaldaðist að íbúatölu
um síldveiðitímann, en fjórfald-
aðist að mannfjölda, ef með
væru taldar áhafnir þeirra
veiðiskipa, sem meiri og minni
skipti ættu við staðinn á síldar-
vertíð. Vakti þessi staðreynd að
vonum athygli aðkomumanna.
Þegar þeir að veizlunni lokinni
gengu í gegnum aðra af hin-
um miklu síldarverksmiðjum
ríkisins og sáu afköst hennar,
veittist þeim auðvelt að skilja,
hversu ástatt mundi hafa verið,
áður en slíkar verksmiðjur komu
til sögunnar, þegar heita mátti
að öll síld væri söltuð, markað-
irnir yfirfylltust, frjáls sam-
keppni var um söluna, og hver
bauð niður fyrir öðrum, þannig,
að mestu veiðiárin kom það fyr-
ir, að menn fengu ekki sem svar-
aði andvirðinu fyrir tunnur og
salt, hvað þá fyrir síld og vinnu.
Þess vegna var með mikilli at-
hygli hlýtt á einkar Ijósa og
smekklega greinargerð Finns
Jónssonar um störf og hlut-
skipti síldarútvegsnefndar, en á
fund þeirrar stofnunar var
gengið þegar heimsókninni í
Óðum líður á sumarið. í dag er
fyrsti sunnudagur eftir höfuð-
dag. Nokkrir bændur eru þegar
hættir heyskap og eiga meiri og
betri hey en þeir hafa átt und-
anfarin ár. Aðrir eru að hætta
heyskap, en flestir halda þó
enn áfram og margir verða við
heyskapinn fram að réttunum.
Hjá mjög miklum hluta bænd-
anna verða meiri hey en venju-
lega og hjá þeim öllum verða
þau sérlega góð. En nokkrir eru
þó þeir bændur, sem ekki koma
til með að eiga sérstaklega mik-
il hey. Það eru þeir, sem eiga
harðlendu túnin og þurfa að
sækja engjaheyskapinn á mýrar.
Þurkarnir í vor og sumar létu
túnin brenna og mýrarnar
spruttu illa. Þessir bændur höfðu
ekki góða sprettu, og þar sem
hvortveggja fer saman á sömu
jörðinni, eins og það gerir all-
víða á Austur- og Norðaustur-
landi, þar verður vart meðal-
heyskapur að vöxtum.
Nú er byrj að stríð. Enginn veit
hve það stendur lengi, en varn-
irnar í ófriði hafa fullkomnazt
eins og drápvopnin, og því er
ekki ástæða til að halda, að
stríðið standi stutt. Margir
bændur muna styrjöldina síð-
ustu, og þá komst hátt verð á
hlutina, og búast nú við því
sama. En það er ákaflega líklegt
að það verði tálvon. Á þetta vil
ég benda nú og biðja menn að
fara nú ekki að fjölga sérstak-
lega fénu í haust, í von um, að
fjárafurðaverö verði mjög hátt
á næstu árum. Enginn veit það.
En líkur benda allar í þá átt, að
svo verði ekki. Hinsvegar eru lík-
ur til þess, ef annars verður hægt
að koma vörum frá landinu, sem
enginn veit nú í stríðsbyrjun-
inni, að sauðfjárafurðaverð í
haust verði sæmilegt, svo menn
þurfi þessvegna ekki að láta vera
að lóga eðlilega af stofni sínum.
Marga alda reynsla hefir sýnt
það hér á landi, að þegar vel
heyjast og útlit er fyrir sæmilegt
afurðaverð, þá er eins og margir
hafi sérstaka löngun til þess að
fjölga. Þetta var t. d. gert haust-
ið 1919. Þá voru um 1/7 meiri hey
í landinu um haustið en í meðal-
ári, og þá var fénu fjölgað, enda
afurðaverð gott. En hvernig fór
veturinn 1919—1920 með bænd-
ur? Og hver var hagnaðurinn,
sem menn höfðu af fjölguninni?
Menn muna og þekkja hvort-
tveggja og ættu að láta það og
önnur lík dæmi verða sér til
varnaðar í haust, þegar þeir fara
að setja á heyin.
Það var mál gamalla manna,
að eftir mikið berjasumar kæmi
mikill snjóavetur. Ekki veit ég
hvort það er rétt. En það getur
alltaf komið mikill snjóavetur,
rikisverksmiðjunni var lokið.
Samkvæmt upplýsingum F. J.
hefir fersksíldarverðið að kalla
má tvöfaldazt síðan síldarút-
vegsnefnd tók til starfa fyrir
fimm árum, samhliða því, að
söltun hefir stóraukizt sakir
nýrra markaða,sem opnazt hafa,
og þá meðfram fyrir störf nefnd-
arinnar. En máli sínu lauk F. J.
með þessum orðum:
„Svíþjóð er langstærsti kaup-
andinn. Hún keypti sl. ár 198
þúsund tunnur, en Ameríka,
Danmörk, Þýzkaland og Pól-
land 30 þús. tunnur hvert.
Svíar eru þannig stærstu
neytendurnir að íslenzkri síld.
Einhver kynni nú að ætla, að
þetta væri vegna þess hve auð-
ugir þeir eru, en það væri rang-
ur skilningur. Allir hafa ráð á
aö neyta hinnar ágætu íslenzku
síldar. Heiltunna af fyrsta
flokks saltsíld kostar venjulega
aðeins 25 kr. við bryggju í
Kaupmannahöfn, þrátt fyrir
alla viðleitni síldarútvegsnefnd-
ar um að hækka síldarverðið.
íslenzka síldin er hvorttveggja,
lostæt og bætiefnarík. Ef efna-
hagur stendur í nokkru sam-
bandi við neyzlu íslenzku síldar-
innar, hefði maður tilhneigingu
til að álykta, að Svíar ættu auð-
sæld sína íslenzku síldinni að
og aldrei mega menn vera var-
búnir gegn honum.
Annars er aðstæður manna til
ásetningsins i haust misjafnar.
Sumir bændur hafa undanfarin
ár stórfækkað fénu. Þeir reyna
vitanlega nú að nota góðu
lambaheyin til að koma stofn-
inum eitthvað í áttina til þess
vanalega, og það því frekar, sem
víst má telja að þeir njóti til
þess aðstoðar eftir mæðiveiki-
lögunum. En sumir þessara
manna mega ekki gleyma því,
að þeir hafa nú fleiri hross á
fóðri en áður. Og þó hagarnir
fóðri þau í góðu vetrunum, þá
gera þeir það ekki í jarðbanna-
vetrunum. Hrossunum þarf allt-
af að ætla sitt fóður, og sé
geymdur afgangur heysins, sem
þeim er ætlað í góðu vetrunum
til hinna hörðu, eru þau eins
trygg hvað ásetning snertir og
aðrar skepnur.
Bændurnir, sem orðið hafa
fyrir fjárfækkuninrii undanfarin
ár, hafa því sérstöðu og er eðli-
legt að þeir fjölgi, en hinir eiga
ekki sérstaklega að hugsa um
að fjölga fé sínu í haust, sem
hafa venjulegan stofn hvað tölu
snertir, en þeir eiga aftur að
nota þá aðstöðu, sem sumarið
hefir gefið þeim til þess að koma
nú fyrir sig fyrningum, að
minnsta kosti ef vetur verður
ekki nema meðalvetur, og vera
öruggir hvað fóðurbirgðir snertir
þó vetur verði harður. Þetta
styðst meðal annars við þá
staðreynd, að síldarmjöl er nú
dýrt — milli 26 og 28 kr. — og
að ekki þarf að ætla að matvara
verði nú til almennt í verzlun-
um til að fóðra á henni eins og
gert var 1919—20. Það ríður því
meira á því, að engir komist í
heyþrot nú en áður, því þótt
vonandi sé, að það heppnist að
sjá um að svo mikið fáist flutt
af matvælum í landið, að mann-
fólkið þurfi ekki að svelta, þá
eru engar líkur fyrir því að
kornvara fáist flutt inn til
skepnufóðurs, og því alveg sér-
stök nauðsyn nú, að engir þurfi
á henni að halda til að bjarga
skepnunum frá felli næsta vor.
Ég skrifa þessa grein nú
strax, til þess að hún komist til
bænda sem fyrst, og ég vona að
þeir hugsi um hana. Láti ekki
hinn góða heyskap og von um
hækkað verð næstu ár, vegna
styrjaldar, freista sín til þess að
fjölga og setja á vogun, heldur
noti hinn góða heyfeng í sumar
til þess að setja nú reglulega
varlega á, svo að þeir hafi nóg
hey þótt hart verði, en komist
í fyrningar og tryggi sig með því
gegn misfellum í heyskap eða
hörðum vetri í framtíðinni.
3. sept. 1939.
þakka! Að sjálfsögðu er þetta
þó orðum aukið. En hvað sem
því líður, þá neyta Svíar 700%
meir af íslenzkri síld en t. d.
Danir. Virðist því gild ástæða til
að vekja athygli á því, að aukin
neyzla íslenzkrar síldar í Dan-
mörku mundi ekki aðeins prýða
matborðin, heldur samhliða og á
gagnlegan hátt vinna á móti
hinum minnkandi viðskiptum
Danmerkur og íslands".
Gerðu gestirnir að þessu góð-
an róm.
Meðan dvalizt var á Siglu-
firði, voru blaðamennirnir gest-
ir ríkisverksmiðjanna. Um
kvöldið efndi stjórn verksmiðj-
anna til veglegrar veizlu fyrir
þá í barnaskólanum, ásamt
ýmsu fólki úr byggðarlaginu.
Var þetta eina veizlan af hinum
mörgu, sem erlendu blaðamenn-
irnir sátu, þar sem þeir áttu
þess kost að kynnast hinni ís-
lenzku konu. Sakir skorts á
húsnæði hlutu ekki allir gestir
þarna konu að sessunaut, og
hefði getað leitt til nokkurra
vandræða. En þegar til kom, og
gengið var til Hótel Hvanneyr-
ar og þar stiginn dans, varð ef
til vill enn meira fjörið, sakir
þess, að framboðið var minna
en eftirspurnin eftir hinu fagra
kyni. Að minnsta kosti stóð
þarna einn hinn fjörugastí og
ánægjulegasti dansleikur fram
eftir nótt.
í veizlunni flutti Þormóður
Eyjólfsson ítarlega ræðu um
síldarverksmiðjurnar, síldarút-
veginn, þýðingu hans fyrir þjóð-
Hilmar Stef ánsson, bankastjóri,
ritar í Tímann 13. júlí s. 1. um
söluna á Reykholtshver. Tilefnið
er það, að í vor fékk ég birta I
sama blaði leiðréttingu við bréf-
kafla úr Árnessýslu um sölu
þessarar umræddu eignar og vék
þá með nokkrum orðum að sölu
Grafar í Hrunamannahreppi,
þar sem allmikill jarðhiti hefði
einnig verið seldur. Bankastjór-
anum finnst þetta allmikil
dirfska af mér og bregst styggur
við. — Ég myndi þó ekki hafa
eytt einni stund af þessu bless-
aða sólskinssumri til að svara
þeim persónulegu skeytum, sem
hann beinir til mín, ef ekki væru
ýms önnur atriði í grein hans,
sem ég nenni ekki að láta ósvar-
að. —
Bjarni Bjarnason, skólastjóri
og alþingismaður, ritar einnig
nýlega um jarðhitamálið al-
mennt, en víkur líka að þessari
margumræddu sölú, og nokkrum
atriðum í grein minni, og mun
ég nota tækifærið og svara hon-
um jafnframt.
Það, sem einkennir skrif þess-
ara ágætu manna, er hve mjög
þeir virðast ókunnir málavöxt-
um. Þess vegna mun ég reyna að
upplýsa málið í öllum aðalatrið-
um, svo að bæði þessir menn og
aðrir, sem fylgzt hafa með því,
sem um það hefir verið skrifað,
geti betur átað sig á því, sem
þarna hefir gerzt.
Ég verð þá fyrst að endurtaka
það, sem ég hefi áður sagt frá,
að Jón Halldórsson gaf Biskups-
tungnahreppi Stóra-Fljót ásamt
Reykholtshver og eyðijörðinni
Litla-Fljót, eftir sinn dag. Ég
hélt að allir hlytu að sjá, að þeg-
ar einhver verðmæti eru gefin á
þenna hátt, þá er gefandinn
eigandi eignarinnar meðan hann
lifir, hefir umráðarétt og afnot,
nema annað sé tekið fram.
Biskupstungnahreppur hefir því
aldrei eignazt þessar jarðir og
gat ekki fyrr en að Jóni Hall-
dórssyni látnum. Hreppnum var
heldur ekki gefin eignin sér-
staklega til sinna þarfa, heldur
til sjóðstofnunar, og skyldu
jarðirnar vera höfuðstóllinn, en
nokkrum hluta afgjaldsins varið
í vissu augnamiði, samkvæmt á-
kvæðum gjafabréfsins. Samt
spyr H. St.: „Hvar er eignar-
rétturinn í þessu máli? Hver gat
selt annarr en eigandinn?“ Og
undir þetta tekur B. B. Ég get
þá líka endurtekið það, sem ég
sagði frá í fyrri grein minni, að
það var eigandinn, Jón Halldórs-
son, eða fjárráðamaður hans,
sem seldi þessa umræddu eign.
Svo segir H. St., að ég vitni í
ina og sölu afurðanna til hinna
ýmsu landa. Vakti það atriði
ræðunnar ekki sízt eftirtekt, að
hin mikla landbúnaðarþjóð,
Hollendingar, telja sér hag í
kaupum á íslenzku síldarmjöli
til gripafóðurs, og kaupa nú
stórt hlutfall af íslenzkri síldar-
mj ölsf ramleiðslu.
Gengið var til náða í Drottn-
ingunni þegar liðið var á nótt,
en kl. 6 sama morgun skyldi ris-
ið úr rekkju. Var varðskipið
Ægir þá lagzt að Drottninguni,
en hann skyldi flytja blaða-
mannahópinn til Sauðárkróks.
Þegar ferðazt var um Skaga-
fjörð á norðurleið, var veður
þungbúið, skyggni takmarkað en
rausnarviðtökur á Víðivöllum,
þar sem neytt var árdegisverð-
ar og heimilaður aðgangur í
hvern krók og kima þessa forna
bæjar, sem teljast verður í
fremstu röð þess, er átti sér stað
um stærri sveitabýli, eins og þau
hafa verið lengst af hér á landi,
var hið helzta,sem gestirnir nutu
að þessu sinni í hinni fögru
byggð. Að því þó ógleymdu, að
tveir dönsku gestanna fengu
með sama hætti að skoða bæinn
Ytri-Kot á Norðurárdal, en
hann verður að teljast algengt
sýnishorn hinna fátæklegri af-
dalabæja, og gaf því hina
gleggstu hugmynd um híbýla-
háttu fólks, er á við slík kjör að
búa.
En nú var siglt inn Skaga-
fjörð í fegursta veðri og glaða-
sólskini. Voru bifreiðarnar til-
búnar þar sem lagt var að hinu
málinu og reyni að þvo hendur
mínar. Ég þurfti ekki að viðhafa
neinn handaþvott i þessu máli
persónulega og gerði ekki, en
leiðrétti aðeins- ranga og vill-
andi frásögn samsýslunga míns.
Það er líka rangt hjá H. St., að
ég hafi sagt, að fyrst að Búnað-
arbankinn hafi selt Gröf „þá sé
nú ekki mikið við því að segja
þó hin dýrmæta eign Biskups-
tungnahrepps, Stóra-Fljót með
Reykholtshver, hafi verið seld“.
Þessi orð hefi ég hvorki hugsað
eða skrifað. Það, að ég minntist
á sölu Grafar, var fyrst og
fremst bending til þehra
manna, sem telja sig kjörna til
að vera á verði um þessi jarð-
hitamál, að líta í kring um sig,
og athuga hvað gerzt hefir á
þessu sviði annarstaðar. En út
af þessu skrifar H. St. alllangt
mál um Grafarsöluna, og byrjaT
á þekkingarleysi mínu á starf-
semi Búnaðarbankans og
kreppulánasjóðs og gerir sér
mikið far um að skrá gáfnafar
mitt með lágu „gengi“ og suma
þætti skapgerðar minnar líka.
Ég skal játa, að þekking mín á
bankamálum er ekki mikil, en
ofurlitla þekkingarskímu held
ég að eg hafi um þessar stofn-
anir, í og með af því, að ég hefi
„guðað á glugga“ hjá þeim báð-
um, eins og fleiri góðir menn.
H. St. finnst t. d. mesti aula-
háttur, að ég skuli eigna bank-
anum sölu Grafar. En það var
nú svona, að mér voru ekki svo
kunnug viðskipti fyrra eiganda
Grafar við Búnaðarbankann, að
ég vissi hvort að Kreppulána-
sjóður eða t. d. veðdeildin hefði
jörðina að veði, en hvorttveggja
gat verið. Svo var líka annað.
Búnaðarbankinn auglýsti jörð-
ina til sölu og kreppulánasjóð-
ur ekki nefndur á nafn, enda er
sjóðurinn í umsjá bankans að
öllu leyti. Bankinn fylgdi því
þarna gömlu reglunni „að sér
eignar smali fé, þótt enga eigi
hann kindina“. Ég tók undir það,
svo að jafnt er á komið.
En það, sem H. St. telur að
sanni einna bezt skilnings- og
þekkingarleysi mitt á þessu máli,
er, að ég skuli benda á Gröf,
sem verðmæta eign, vegna jarð-
hitans, og hliðstæða við Stóra-
Fljót. — Frá því að ég man
fyrst, hefir allt af verið talinn
mikill jarðhiti i Gröf og það
verður ekki annað séð, en að
H. St. hafi líka álitið að svo
væri, þegar hann sendi frá sér
auglýsingu um sölu jarðarinn-
ar s. 1. vetur. í auglýsingunni
stendur þessi setning: Mikill
(Framh. á 4. síðu)
nýja hafnarmannvirki, og nú
ekið stanzlaust að Reynistað;
einu hinu glæsilegasta höfuð-
bóli á öllu landinu. Var þar
snæddur ríkmannlegur, íslenzk-
ur hádegisverður, og náði gleð-
skapur feröafélaganna hvergi
hærra í allri ferðinni en ein-
mitt á þessum stað. Verður ekki
með réttu haldið fram, að hall-
að hafi verið á íslenzka bænda-
stétt með þeim kynnum, sem
hinir erlendu gestir fengu af
viðkynningunni við þau sveita-
heimili, sem heimsótt voru, og
nú hefir verið getið, svo rausn-
arlegar, yfirlætislausar og alúð-
legar voru viðtökurnar að Víði-
völlum og Reynistað!
Gestirnir spurðu um áhöfnina
á Reynistað, en um stærð jarð-
arinnar var þeim gefin hug-
mynd með því, að skýrt var frá,
að væri haldið lengstu leið eft-
ir beinni línu sem dregin yrði
milli endimarka jarðarinnar,
mundi sú leið vart farin á
skemmri tíma en 5 klst. laus-
ríðandi.
Var þetta eins og að eiga jóla-
mat óetinn, að fá nú að ferðast
um Skagafjörð í öðru eins sól-
skini og annarri eins veðurfeg-
urð. Enda var sungið „Skín við
sólu Skagafjörður" á sjónar-
hólnum áður en lagt var á
Vatnsskarð.
Húnavatnssýslurnar höfðu
tekið svo vel við okkur á norður-
leið, að þær áttu örðugt með að
bæta þar nokkuru við. Og þó
var nú enn tilkomumeira að líta
út á flóann sakir hins ótölulega
Guðbrandur Magnússon:
Blaðamannaheimsóknin