Tíminn - 05.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Simi 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
23. árg.
Reykjavík, þriðjudagiiin 5. sept. 1939
102. blað
Ný heímsstyrjöld var haíín
á sunnudagínn
Bretar og Frakkar sögðu Þjóðverjum stríð
á hendur eftír að fullreynt var, að þeír
myndu ekkí hætta styrjoldinní í Póllandí
Hversvegna afstýrðu
Rússar ekkí styrj-
öldínní?
Nýja „línan“ frá Al-
pjóðasambandi kornrn-
únista til kommúnista-
flokkanna
Samkvæmt frásögn enska
blaðsins „News Chronicle“ hefir
Alþjóðasamband kommúnista
sent kommúnistaflokkunum í
hinum ýmsu löndum nýjar fyr-
irskipanir og er aðalefni þeirra
á þessa leið:
1. Stjórn Sovét-Rússlands hef-
ir ákveöið, að kominn sé hent-
ugur timi til að hverfa frá
þeirri stefnu fyrri ára, að kom-
múnistaflokkarnir gangist fyrir
kosningasamvinnu og samfylk-
ingu við ýmsa borgaralega
flokka.
2. Þótt bandalag Sovét-Rúss-
lands, Englands og Frakklands
hefði getað eyðilagt Berliriar-
Rómar-öxulinn, var það ekki
samrýmanlegt óskum rússnesku
stjórnarinnar, þar sem það
myndi tvímælalaust hafa styrkt
auðvaldsríkin og sennilega
veikt kommúnismann.
3. Stjórn Sovét-Rússlands hef-
ir þess vegna ákveðið að vera
hlutlaus í styrjöld, en bíða eftir
tækifæri til að skerast í leikinn,
þegar hin stórveldin í Evrópu
eru orðin svo örmagna af styrj-
öldinni, að skapazt hafa æskileg
skilyrði fyrir þjóðfélagsbyltingu.
4. Þýzk-rússneski samningur-
inn veikir öxulríkin, því að hann
sýnir að andkommúnistiska
bandalagið hefir verið áróðurs-
brella, en byggist ekki á raun-
verulegum ásetningi þeirra.
5. Ein helzta orsök þess, að
samningur Rússa og Breta mis-
heppnaðist, var andstaða Pól-
lands, Rúmeníu og Eystrasalts-
landanna, sem vildu ekki leyfa
Rússum að fara með her yfir
lönd þeirra, og vildu ekki þiggja
af þeim aðra aðstoð en þá, að
þeir lánuðu flugvélar og her-
gögn. —
„News Chronicle“, sem birtir
þessa fregn, er það enska stór-
blaðið, sem verið hefir vingjarn-
legast í garð Rússa og hefir líka
haft betri sambönd við valdhaf-
ana þar en önnur ensk blöð.
(Framh. á 4. síðul
Árásarflugvél verSur ekki skotin niöur
af loftvarnabyssu meö ööru móti en
því, aö flugvélin fljúgi í veg fyrir skot-
iö eins og sýnt er á myndinni. Kunn-
áttu þeirra, sem stjórna loftvarnabyss-
um> er fólgin í því, að þeir geti reiknað
sem nákvœmast út,hvert flugvélin muni
vera komin á þeirri stundu, sem skotiö
kemst i sömu hœö og liún.
Stórveldastyrjöld er nú
hafin í Evrópu. England og
Frakkland sögðu Þjóðverj-
um stríð á hendur síðastl.
sunnudag og nokkru síðar
gáfu Ástralía og Nýja-Sjá-
land samskonar tilkynn-
ingu.
Seinustu atburðir eTu í stuttu
máli þessir:
Snemma á sunnudagsmorgun
fór enski sendiherrann í Berlín
á fund þýzku stjórnarinnar, þar
sem hún hafði enn engu svarað
þeirri kröfu Breta og Frakka, að
draga þýzka herinn úr Póllandi.
Krafðist hann i nafni ensku
stjórnarinnar að svar yrði kom-
ið fyrir kl. 11 árdegis sama
dag.
Klukkan 11 var ekkert svar
komið. Chamberlain flutti þá
ræðu frá heimili sinu, þar sem
hann lýsti því yfir, að styrjöld
við Þýzkaland væri hafin. Um
líkt leyti var þýzku stjórninni
afhent stríðsyfirlýsingin af
sendiherrafulltrúa Breta í Ber-
lín.
Um hádegi hófst fundur í
enska þinginu og flutti Cham-
berlain þar ræðu. í báðum þess-
um ræðum sínum lýsti hann yf-
ir því, að Hitler bæri einn sök á
styrjöldinni og kvaðst vona, að
hann lifði það, að sjá Hitlers-
stefnuna upprætta, svo að Ev-
rópuþjóðirnar gætu aftur notið
friðar og frelsis. Ennfremur
töluðu Greenvood og Churchill
og mæltu á sömu leið. Þing-
heimur hyllti þessa menn ákaft,
einkum Chamberlain.
Kl. fimm flutti Bretakonung-
ur ávarp, sem var útvarpað til
allra brezkra landa.
Brennisteinsverksmiðjan nýja við
Námaskarð brann til ösku á laugar-
dagskvöldið síðastliðið. Var þá vinnsla
nýhafin, en húsið hefir verið í smíðum
í vor og sumar eins og áður hefir verið
frá sagt hér 1 blaðinu. Hafði óhreinsuð-
um brennisteini verið safnað í birgða-
skemmu í sumar. Eldurinn kom upp í
hinum hreinsaða brennisteinssalla eftir
að vinnu var lokið á laugardag og er
sjálfsíkveikja talin orsök brunans.
Ekki voru menn fjarvistum frá verk-
smiðjunni nema eina klukkustund, en
ógerlegt reyndist að slökkva eldinn,
enda óhægt um vatnsöflun á þessum
slóðum.
r r r
Útlit er til að á þessu ári fáist
meiri kartöfluuppskera heldur en
nokkru sinni áður. Að svo stöddu verð-
ur að sjálfsögðu ekki á giskað, hve
mikil hún verður, en ætla má, að hún
nálgist það, að uppfylla þörf lands-
manna. Kartöfluupskeran í fyrra haust
nam 60—70 þúsund, en þá mun vanta
um 50 þúsund tunnur til þess, að
neyzlu- og útsæðisþörf væri sæmilega
fyllt. Eins og nú er ástatt, er augljóst,
að ekki verður hægt að treysta á inn-
flutning kartafla og hefir ráðuneytið
snúið sér til Búnaðarfélags íslands og
óskað eftir, að það ynni að þvi að nægi-
legt útsæðismagn yrði til í landinu
næsta vor. Samkvæmt upplýsingum,
sem Steingrímur Steinþórsson hefir
gefið Tímanum, skrifaði Búnaðarfélag-
ið öllum formönnum hreppabúnaðarfé-
Frakkar gáfu þýzku stjórninni
frest til aS svara kröfu sinni til
kl. 5 síðdegis. Þegar ekkert svar
var komið þá, tilkynnti franski
sendiherrann í Berlín, að Frakk-
land hefði sagt Þýzkalandi stríð
á hendur.
SÁTTATILRAUN MUSSOLINI.
Það er nú upplýst, að Musso-
lini hafi á seinustu stundu reynt
að koma á sættum og lagt til að
kölluð yrði saman fimmvelda-
ráðstefna (Ítalía, Pólland, Bret-
land, Frakkland og Þýzkaland)
til að ráða þessu máli til lykta.
Bretar og Frakkar féllust á til-
lögu hans gegn því skilyrði, að
Þjóðverjar kölluðu heim her sinn
í Póllandi. Hitler vildi ekki fall-
ast á það og hafnaði því mála-
miðlun Mussolini.
Vegna þessarar sáttatilraunar
Mussolini drógu Bretar og
Frakkar það, að segja Þjóðverj-
um stríð á hendur á laugardag-
inn.
AFSTAÐA SAMVELDIS-
LANDA OG BANDALAGS-
RÍKJA BRETLANDS.
í gær lýstu Ástralía og Nýja
Sjáland yfir því, að þau segðu
Þjóðverjum stríð á hendur.
í Kanada hefir herinn verið
aukinn stórkostlega, án þess að
þurft hafi að efna til herskyldu.
Allir stjórnmálaflokkar þar
hafa lýst yfir því, að Kanada
muni láta það sama ganga yfir
sig og Bretland. Kanadiska
þingið kemur saman í vikunni
og verða þar teknar nánari á-
kvarðanir.
Suður-Afríka hefir enn ekki
(Framh. á 4. siðu)
laga um miðjan ágústmánuð og benti
þeim rækilega á, hve ískyggilegt væri
útlit í heiminum, og fól þeim að brýna
fyrir mönnum að halda eftir nægu út-
sæði til næsta árs. í öðru lagi hefir
Búnaðarfélagið sent öllum hreppstjór-
um eyðublöð og óskað eftir, að þeir
sendu fyrir miðjan nóvembermánuð
skýrslu um kartöfluuppskeruna. Verður
stranglega gengið eftir því, að skýrslur
verði sendar á réttum tíma og ríður
mikið á að þær séu réttar, því að þær
eiga að leiða í ljós, hve vel landsmenn
séu sjálfbjarga í þessu efni. Einnig
verða menn hvattir til þess að koma
sér upp kartöflugeymslum, annaðhvort
hver út af fyrir sig eða margir í sam-
eíningu.
r r r
Fremur þurrklítið hefir verið sunn-
anlands þrjár síðustu vikurnar. Margir
bændur, þeir er votheysgryfjur hafa,
hafa á þessu tímabili slegið hána á
túnum sínum og ekið henni í gryfjurn-
ar til votheysverkunar. Víða hefir þó
safnazt mikið hey úti, ekki sízt þar,
sem áveitulönd hafa verið til slægna,
eins og víða er austan fjalls. Fyrir og
um síðustu helgi gerði þó dálitla flæsu,
en daufur var þó heyþerrir oftast. Hafa
samt margir bændur náð inn miklu
af heyi því, er þeir áttu og sumir jafn-
vel alhirt. Heyfengur manna er á þess-
um slóðum, svo sem áður hefir verið
frá skýrt í Tímanum, orðinn bæði meiri
að vöxtum en venjulega og að lang-
mestu leyti miklu gæðaríkari en ann-
Styrjöldin
Á uppdrættinum, sem birtist
hér að ofan, sjást landamæri
Póllands merkt með svartri línu.
Brotalínan sýnir landamæri
Þýzkalands fyrir heimsstyrjöld-
ina 1914. Lá.réttu strikin sýna
þá landshluta, þar sem Þjóð-
verjar eru í meirahluta, og sést
á þeim, að Þjóðverjar eru aðeins
í meirahluta í nokkrum héruðum
í pólska ganginum, en þau eru
svo fámenn, að talið er að 90%
íbúanna í pólska ganginum séu
Pólverjar. Hinsvegar sést, að
Pólverjar eru í meirihluta í
nokkrum hluta Austur-Prúss-
lands og þeim hluta Schlesiu,
sem liggur að Þýzkalandi.
Þýzki herinn virðist — eftir
útvarpsfregnum að dæma —
sækja inn í Pólland á a. m. k.
fimm stöðum. Nokkru neðan við
bugðuna, sem er í Weichselfljót-
inu ofarlega í pólsku göngunum,
sækja þýzkar hersveitir bæði að
vestan frá Þýzkalandi og að
austan frá Austur-Prússlandi.
ars er vanalegt. Sumir bændur munu
senn hætta heyskap, en flestir halda
þó áfram enn um hríð og sumir hverj-
ir allt fram til rétta. Mjög mikils er
um vert, að heyfengurinn hefir orðið
svo mikill og góður í sumar, sem raun
er á, þar sem gera má ráð fyrir, að
fóðurbætisgjöf verði af stríðs orsökum
að fella algerlega niður á komandi
vetri. Jafnframt hefir mönnum skap-
azt aðstaða til þess að koma undir sig
fótunum um heyfyrningar, sem þeir
ættu að geta búið að vel og lengi.
r r r
Þrjú af skipum Eimskipafélagsins
hafa um stundarsakir verið kyrrsett er-
lendis vegna ófriðarins og þeirrar
hættu, sem skipum er búin á siglinga-
leiðum af þessum sökum. Þessi skip eru
Brúarfoss, sem í er Kaupmannahöfn,
Dettifoss, sem er í Grimsby, og Selfoss,
sem er í Leith. Hin skipin þrjú eru hér-
lendis, Gullfoss og Goðafoss í Reykja-
vík og Lagarfoss í Fáskrúðsfirði.
r r r
Samkvæmt frásögn nýútkomins árs-
rits Skógræktarfélagsins, hefir ribs
undanfarin ár verið að breiðast mjög
út á Mörkinni í Hallormsstaðaskógi.
Vex það sjálfsáið, en eins og kunnugt
er, sáir það sér sjálft hér á landi, þar
sem það á við sæmileg lífsskilyrði að
búa. Ribsið í Hallormsstaðaskógi hefir
myndað fallegan undirgróður í skjóli
við bjarkirnar og virðist landnám þess
standa þar traustum fótum. Eftir er að
vita, hve vítt það verður.
í Póllandi
Er ætlunin að afkróa pólska her-
inn, sem er neðar i ganginum.
Segja Þjóðverjar að hersveitir
þeirra, sem sækja að vestan, séu
þegar komnir austur yfir Weich-
selfljót, og nálgist óðum her-
sveitirnar frá Austur-Prússlandi,
sem sæki á móti þeim. Nokkru
sunnar sækir þýzki herinn fram
í áttina til borgarinnar Lodz,sem
sýnd er á uppdrættinum.Lodz er
allstór iðnaðarborg og eru það
einkum miklar bómullar- og
ullarverksmiðjur. Pólverjar telja
sig hafa stöðvað Þjóðverja þar.
Hörðustu orusturnar hafa orð-
ið í Efri-Schlesiu. Sækja Þjóð-
verjar þar fram að norðvestan í
áttina til Kattovitz og hafa tek-
ið litla borg, sem er 15 km. frá
landamærunum. Pólverjar telja
að þeim hafi heppnast gagn-
árásir á þessum stöðum og á
tveim stöðum hafi pólsku ridd-
araliði tekizt að brjótast yfir
þýzku landamærin.
Að sunnan sækja svo Þjóðverj-
ar frá Slovakíu i áttina til Tes-
chen og Krakau, og telja þeir að
sér miði þar vel áfram.
Þjóðverjar halda áfram stöð-
ugum loftárásum á pólskar borg-
ir og eru byrjaðir að flytja her-
menn í flugvélum inn yfir varn-
arlínur Pólverja og sleppa þeim
þar niður í fallhlífum. Reynir
þetta lið síðan að eyðileggja vegi
og járnbrautir Pólverja og tor-
velda þannig aðflutninga til
hersins. Pólverjar telja sig þeg-
ar hafa skotið niður mikið af
þýzkum flugvélum.
Líklegt þykir að Pólverjar
muni ekki leggja neitt kapp á,
að verja pólska ganginn, því
hann hefir litla hernaðarlega
þýðingu eftir að Þjóðverjar hafa
lokað sjóleiðinni. Auk þessa eru
þar góðir vegir og því auðveld
framsókn fyrir bifreiðasveitir
Þjóðverja. Þykir sennilegast, að
pólsku hersveitirnar muni hörfa
fljótlega alla leið yfir hin gömlu
landamæri Þýzkalands (sjá
brotalínuna) og taka sér stöðu,
þar sem ýmsar náttúruhindran-
ir, mýrar, vötn og skógar, hjálpa
til að torvelda sókn Þjóðverja.
Hinsvegar munu Pólverjar
leggja allt kapp á að verja Efri-
Schlesíu í lengstu lög, sökum
hinna miklu kolanáma og iðn-
aðar þar. Einnig stafar þeim
mikil hætta af sókninni frá
Slovakíu, þar sem hún stefnir
inn í mitt landið, þar sem þeir
hafa mikið af hergagnaiðnaði
sínum.
ÁRÁS Á ESBJERG.
Mikla athygli hefir það vakið,
að óþekkt flugvél varpaði tveim
sprengjum á danska bæinn Es-
A víðavangi
Aldrei reynir meir á þroska
manna og þegnskap en þá er
mikinn vanda ber að höndum.
Og nú er mikill vandi á höndum,
þótt hverfandi sé fyrir þær þjóð-
ir, sem utan við styrjöldina
standa, í samanburði við hinar,
sem sjálfar verða að fórna lífi og
limum í hinum ægilega hildar-
leik. Kröfurnar, sem gjörðar eru
til þegna í hlutlausum löndum og
þá einnig hér á íslandi, eru fyrst
og fremst þær, að þeir sýni
drengilega stillingu, hófsemi í
dómum, og hlýðni við þær ráð-
stafanir, sem stjórnarvöld setja
til almenningsheilla.
* * *
Eitt fyrirlitlegasta athæfið,
sem einstöku mönnum hættir til,
þegar stríð ber að höndum, er
„hamstran“, þ. e. uppkaup á
nauðsynjavörum, sem líkur eru
til að skortur kunni að verða á.
Allar þjóðir gæta varhugar við
slíku athæfi og leggja við sektir.
En verri en sektirnar mættu vera
þau álitsspjöll, sem slíkur verkn-
aður hlýtur að baka þeim, sem
staðnir verða að hamstri.
* * *
Meðan verið er að koma á al-
mennri skömmtun nokkurra
helztu nauðsynjavara, hefir hér
verið gefin út reglugerð um að
enginn megi kaupa af þessum
vörum meir en vikuforða. Þegar
hin almenna skömmtun hefst,
verður rannsakað um birgðir
manna og ávísunum eigi úthlut-
að meðan þær endast. Er þetta
sjálfsögð varnarráðstöfun heild-
arinnar gagnvart hamstri, og
þeim mun sjálfsagðari sem gjald
eyrisörðugleikarnir hafa leitt til
þess, að ekki hefir verið unnt að
flytja til landsins lífsnauðsynjar
nema eftir hendi.
* * *
Enginn veit hvað framtíðin ber
í skauti. Enginn veit hve ógnar-
öld sú kann að standa lengi, sem
nú er hafin. Enginn veit hvort
skipum verður fært um höfin til
aðdrátta á lífsnauðsynjum. Þess-
vegna þarf að skipta réttlátlega
því sem til er á hverjum tíma af
brýnustu lífsnauðsynjum. En
vöruskortur landa stafar ekki
eins og menn kynnu að halda
einvörðungu af fátækt eða fyr-
irhyggjuleysi. T. d. var Osló syk-
urlaus í gær, sú ríka borg. Sykur-
skortur hefir alllengi gert vart
við sig á markaðnum, ef til vill
sakir óvenjulegrar eftirspurnar.
* *
Á ófriðartímum þarf að spara
allt og hagnýta allt. Menn eiga
að spara kol, bæði með hliðsjón
á yfirvofandi skorti og þá jafn-
framt af ótta við það verðlag,
sem á kolum kynni að verða,
þegar forði sá er eyddur, sem nú
er til í landinu. Menn eiga ekki
að kynda meðan tíðarfar leyfir.
Nota rafmagn í stað kola, þar
sem það er til. Taka upp moð-
suðu til þess að spara eldsneyti,
og jafnvel til þess að spara raf-
magn hér í Reykjavík, svo meira
verði af því til upphitunar.
* * *
Feitmeti ættum við að geta séð
okkur fyrir sjálfir, og setja
metnað í að losa okkur við
smjörlíkið, en efnið i það hefir
verið sótt til annara landa. Stór-
auka þarf smjörframleiðslu,
spara mör.svo að úr honum verði
gerð tólg, en bræðingur úr tólg
og hrossafeiti og tólg og þorska-
lýsi er fyrirtaks viðbiti. Þá þarf
almenningur að taka upp síldar-
át í langtum stærri stíl en verið
hefir, en síldin er feit og holl
fæða, sem m. a. sparar feitmeti.
Loks eru fjallagrösin búsilag,
sem fyrirfinnst í landinu sjálfu
og ekki þarf að sækja til annarra
landa.
bjerg síðdegis í gær og olli önn-
ur sprengjan talsverðu tjóni og
varð einni konu að bana. Þýzka
stjórnin hefir neitað að flugvél-
in hafi getað verið þýzk.
Frá Esbjerg flytja Danir mest
af landbúnaðarvörum þeim, sem
þeir selja Bretum.
A KROSSGÖTTJM
Brennisteinsverksmiðjan í Námaskarði brennur. — Útlit um kartöfluupp-
skeru. — Heyskapurinn sunnanlands. — Þrjú Eimskipafélagsskip kyrsett.
— Ribs í Hallormsstaðaskógi.