Tíminn - 07.09.1939, Síða 4

Tíminn - 07.09.1939, Síða 4
412 TÍMIM, limmtndagiim 7. sept. 1939 103. blað Yfír landamærin 1. Kommúnistablaðið veit ekki með hvaða móti því tekst bezt að breiða yfir vináttusamning Hitlers.og Stalins og draga athyglina frá því, að hann sé valdur að hinu nýbyrjaða Evrópustríði. Seinustu dagana hefir þessi viðleitni blaðsins helzt beinzt að því, að gera kröfur um þvingunarráðstafanir gegn Þjóðverjum þeim, sem dvelja hér á landi, og síðan æpir það til lesendanna: Þið getið séð á þessu, hvort ég er ekki á móti nazismanum! En sennilega munu þeir ekki verða margir, sem blekkjast af þessum látum blaðsins, meðan það ver samninginn, sem komið hefir morðtólum nazismans í gang, og dásamar harðstjórana í Moskva, sem senda nazistunum hráefni til þess að þeir geti haldið loftárásunum og blóð- baðinu áfram. x-y. Forðagæzlan (Framh. af 3. síöu) ef fénaður er sjálffær, sem kall- að er, en hinn miðar við afurða- þol eða afurðagetu. Það sýnist þó í rauninni augljóst mál, að hyggilegra sé t. d. að hafa tvær kýr, sem mjólka 3000 1. hver, en þrjár, sem ekki mjólka meira en 2000 1. hver. Mjólkurmagn er sama í báðum tilfellum, en þrjár kýrnar þurfa auðvitað þriðjungi meira til eigin lífs. En þarna er oft rangt að farið. Kýrnar eru máske fóðraðar svo, að ekki sjái á þeim, og þykir þá allt í lagi, sem má gott telja hjá öðru verra, en afurðafóðrið, sem skepnan þyrfti, vantar að miklu leyti og arðurinn því lítill móts við það, sem vera mætti. Frh. Forðagæzlumaður. Frá styrjjöldinní (Framh. af 1. síöu) þýzku landamærin á nokkrum stöðum á milli Rín og Mosel. Segja útvarpsstöðvar í Sviss og Luxemburg, að hann sæki í átt- ina til Saarbrlicken, sem er skammt frá landamærunum, og séu ákafar orustur á þessum slóðum. Þýzkar útvarpsstöðvar segja hinsvegar að allt sé með kyrrum kjörum við landamærin. Enskar flugvélar flugu í þriðja sinn yfir Þýzkaland í fyrrakvöld og vörpuðu niður bréfum, án þess að verða fyrir árásum þýzkra flugvéla. Þýzkar flugvélar gerðu til- raunir til árása á enskar borgir í gærmorgun, en voru hraktar til baka i tæka tíð. Ensk herskip hafa sökkt tveim þýzkum skipum, öðru 4600 smál. og hinu 6000 smál. Var annað við Brazilíustrendur og hitt á leiðinni til Hollands. Englend- ingar björguðu báðum skips- höfnunum áður en skipunum var sökkt. Þjóðverjar hafa sökkt 2600 smál. ensku skipi og bjarg- aði norskt skip áhöfninni. Lettneskt skip hefir rekizt á tundurdufl skammt frá Kaup- mannahöfn og sokkið, en Dan- ir hafa lagt tundurduflum á þessum slóðum. Það er upplýst, að það var ensk flugvél, sem varpaði sprengjum yfir Esbjerg. Enska stjórnin hefir beðið afsökunar og sagt, að um misgáning hafi verið að ræða. tTR BÆMJM Tónlistarfélagið fÍNkluíð. mun innan skamms tíma byrja vetr- arstarfsemi sína og verða hinir fyrstu hljómleikar þess í Gamla Bíó í kvöld. Mun þá Ungverjinn Emil Telmányi, sem er heimsfrægur listamaður, leika á fiðlu við undirleik konu sinnar. Tel- mányi hefir áður komið hingað til lands og haldið hljómleika. Einnig mun Hljómsveit Reykjavíkur njóta að- stoðar hans við næstu tónleika sina. Tónlistarfélagið hefir samið við karla- kórinn Káta félaga um aðstoð við flutning kórverka í vetur. Að mestu leyti hefir verið ákveðið, hvernig haga skuli vetrarstarfsemi félagsins og er meðal annars fyrirhugað, að í febrúar- mánuði verði tónleikar, þar sem ein- göngu verðá flutt íslenzk tónverk. Óp- erettu ætlar félagið að sýna í vetur, Brosandi land, eftir tónskáldið Lehar. Haraldur Björnson og von Urbantsch- itsch undirbúa þá óperettusýningu. Er þess vænzt, að hún geti hafizt í febrú- Opnum í dag fískbúð á Sólvallagötu 9. Eng- ínn sími fyrst um sinn. — Komið og kaupið. Jón & Steíngrímur. Fjallagröi. Við seljum í heildsölu ágæt, hreinsuð f jallagrös Samband ísl.samvínnuíélaga GAML BÍÓ**°"“—°’ Ástmey ræningjans Gullfalleg og hrífandi stórmynd, eftir óperu Puc- cinis „The girl of the gol- den West“. Aðalhlutverk leikur og syngur: JEANETTE MC DONALD og NELSON EDDY. r—NÝJA Bíó—o—— Víctoría mikla Englands- drottníng Söguleg stórmynd, sem er mikilfengleg lýsing á hinni löngu og viðburða- ríku stjórnaræfi Viktoríu drottningar, og jafnframt lýsir hún einhverri aðdá- ■. unarverðustu ástarsögu j veraldarinnar. | armánuði. Verðlækkun á tómötum. Nú þessa dagana hefir verið auglýst talsverð verðlækkun á tómötum. Eru þeir nú ódýrir, enda mikið keyptir dag- lega. Sími 1080. Höfum tíl sölu nokkur tonn af Ellilaun. Umsóknum um ellilaun á þessu ári sé skilað Tvö erlend skip hafa enn leitað hafnar hér í Reykja- vík. Er annað þýzkt vöruflutningaskip og var í förum til Ástralíu með marg- víslegan varning. Um það leyti, sem styrjöldin brauzt út var skipinu siglt af leið, beint norður um haf og kom það hingað í gær eftir átta daga ferð. Hitt skipið er einnig vöruflutningaskip og er norskt. Það hefir meðferðis járn- málm, sem það skyldi flytja frá Ný- fundnalandi til Englands. Bræðslusíldarverðið hefir verið hækkað samkvæmt á- kvörðun stjórnar síldarverksmiðjanna og verður það hér eftir kr. 8.20 fyrir hvert mál síldar. Áður var það kr. 6.70 hvert mál. Ástæðan til þessarar verð- hækkunar, er hækkandi verðlag á af- urðum þeim, er úr bræðslusíldinni fást, síldarmjöli og lýsi. Akstur einkabifreiða (Framh. af 1. síðu) hennar sé sýnd. Bifreiðinni skal einnig fylgja bók, sem af- greiöslumaður sá, er afhendir benzínið, skal skrifa i, hvenær hann afhendir benzinið • og hversu mikið. Þá eru í reglugerðinni ákvæði, sem takmarka meiri sölu til þessara bifreiða í einu, en geym- ir þeirra getur tekið, og bann við því, að tæma hann á annan hátt en með eðlilegri eyðsiu. Reglugerðin öðlast þegar gildi. í greinargerð, sem fylgir reglu- gerðinni, segir að benzinbirgðir þær, sem nú eru í landinu, ættu að nægja fram í febrúar, miðaö við venjulega notkun. Einkabifreiðarnar eru taldar um 520. Á víðavangi. (Framh. af 1. siðu) mestu flutningana hefir haft og verið brautryðjandinn á þessari leið, en ekki verði haldið áfram að styðja hinn aðilann til ó- þarfrar og óréttmætrar sam- keppni. Dvöl HafiS þér tekiS þátt í verSlaunasamkeppni Dvalar? Vita nágrann- ar yðar um að í Dvöl er stærsta og merkasta safn af úrvalssögum, sem til til á íslenzku? Eigið þér Dvöl alla í bókaskápnum yðar? En lestrarfélagið? Eignist Dvöl! — Adr.: Dvöl, Reykjavík. sérlega odýrn skepnnfóðri. Þarf að takast fyrir mánaðamótín sept. — okt. •lón & Steingriiiiur Sími 1240. Anglýiing varðamli framkvæmd bráðablrgðareglu- gerðar, dags. 1. sept. 1939 um sölu og dreifing á nokkrum vörutegundum. 1. gr. Ef svo stendur á, að smásöluverzlun hefir eigi fyrirliggjandi einhverja af vörutegundum þeim, sem taldar eru- í 1. gr. bráðabirgðareglugerðar, dags. 1. sept. 1939, handa föstum viðskiptamanni sínum, en hann getur eigi fengið vöruna keypta hjá öðrum vegna ákvæða 3. gr. bráðabirgðareglu- gerðar um sölu og dreifing á nokkrum nauðsynja- vörum, gefur smásöluverzlunin kaupanda vottorð um það, að hann sé venjulegur viðskiptamaður hennar, og lætur þess jafnframt getið, að hann hafi eigi þá vörutegund fyrirliggjandi, sem óskað er eftir. Kaupandi getur þá fengið vöru þessa keypta hjá öðrum gegn afhendingu þessa vottorðs. Gildir þetta vottorð aðeins fyrir eina úttekt, og lætur smásöluverzlun sú, er afhendir vöruna það fylgja söluskýrslu sinni. 2. gr. Ákvæði þessi öðlast þegar gildi. í ríkisstjórn íslands, 5. sept. 1939. Eysteiim Jónsson. Ólafur Tliors. Jakob MöIIer. Hermann Jónasson. Ávarp forsætisráð- hingað á skrifstofuna fyrir lok þessa mán~ aöar. Eyðublöð fyrir umsóknir í ofangreinda átt fást hér á skrifstofunni, og einnig í Good- templarahúsinu, þar sem umsækjendum, þeim, er þess óska, verður veitt aðstoð til að fylla út eyðublöðin frá kl. 2—5 e. h. hvern virkan dag. Nýir umsækjendur verða að láta fæðingar- vottorð fylgja umsókn sinni. Borgarstjórínn í Reykjavík, 5. september 1939 Pétur Halldorssoii. Örorkubætur. Umsóknum um örorkubætur á þessu ári sé skilað hingað á skrifstofuna fyrir lok þessa mánaöar. Eyðublöð fyrir umsóknir í ofangreinda átt fást hér á skrifstofunni, og einnig í Good- templarahúsinu, þar sem umsækjendum, þeim er þess óska, verður veitt aðstoð til að fylla út eyðublöðin frá kl. 2—5 hvern virkan dag. Nýir umsækjendur um örorkubætur verða að láta fœöingarvottorð svo og vottorö héraös- lœknis um heilsufar sitt, fylgja umsókn sinni. En þeir umsækjendur, sem lögðu fram vott- orð héraðslæknis um heilsufar sitt með um- sóknum sínum 1938, eiga að láta héraðslækni athuga heilsufar sitt nú. Allir umsækjendur verða sjálfir að borga kostnað þann, sem læknisskoðunin kann að hafa í för með sér. herra 226 William McLeocL Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 227 (Framh. af 1. síðu) Borgarstjórínn í Reykjavík, 5. september 1939 . með áratugunum. Hann og Oakland höfðu öðru hvoru tekið höndum sam- an um ýmislegt smávegis, en oftast bar Mosley lítið úr býtum. Mosley stóð í dyrunum að kofa sínum og horfði á reiðmennina nálgast. Hann var lítill vexti, með frammjótt, slægð- arlegt andlit. Það var síður en svo að hann byði mennina velkomna, þegar hann komst að raun um að þeir höfðu í hyggju að láta sér dveljast. Oakland þótti það samt alls ekki mið- ur, hann hafði ánægju af því að troða öðrum um tær. — Okkur er ekki fagnað, Ed, fremur en við værum rándýr, sagði Clem háðs- lega. — En hér erum við komnir og hér verðum við fyrst um sinn. Að svo mæltu steig Clem af baki, en fór mjög varlega með særða fótinn. Mosley horfði á, er hann kom haltr- andi heim að kofanum og spurði: — Hvað er að þér? — Það beit mig úlfur. — Úlfur? — Heyrðir þú ekki til mín, sagði Clem. — Ef þú hefir ánægju af að vita það, þá ætla ég að hengja bjórinn af honum á hlöðugaflinn minn einhvern daginn. Taktu við klárnum mínum, Jess! Flamigan og Mosley fóru með hestana og Flamigan sagði, á leiðinni, frá því sem skeð hafði. — Clem ber sig engu betur en froskur á steikarpönnu, sagði Mosley. Flamigan hló. — Þú hefðir átt að heyra til hans áðan, þegar lokan slapp frá spariorðasafninu hans. Þá var hann í essinu sínu. Svona okkar á milli sagt, Jess, þá get ég með ólíkt meiri þolin- mæði vitað af kúlu í lærinu á Clem, en ef hún væri til dæmis í lærinu á mér sjálfum. Mosley hló líka. — Sama segi ég. Ég gæti jafnvel reynt að vera glaður, þó ég vissi hann í einhverjum örðugleik- um. Clem lá aftur á bak upp í rúmi, þegar þeir komu aftur inn í kofann, en á gólfinu lá brennivínsflaska. — Gefðu mér eitthvað að éta, Jess, skipaði hann. — Þú ferð af stað til borg- arinnar, Ed., og sækir læknir handa mér. Þú þarft ekkert að segja hver hafi meiðst. Ég kæri mig ekkert um að allir geti lesið í Tincup Courier, að einhver skálkur hafi leikið á Clem Oakland og skotið hann. — Já, undir eins og ég hefi fengið eitthvað í svanginn, sagði Flamigan. Oakland varð ygldur á svipinn. — Svö þú ætlar að sitja hér í mak- indum og svelgja sælgæti, meðan ég Pétur IIallilórsson. Þá minntist hann ýmsra til- tölulegra nýrra iðngreina, sem ynni úr íslenzkum hráefnum, sem gæti orðiö þjóðinni mikill styrkur á styrjaldartímum. „Þjóðin verður þó að sjálf- sögðu,“ sagði ráðherrann, „að neita sér um margt, sem áður hefir verið flutt til landsins og talið nauðsynlegt. Má líka á það minna, að við höfum á undan- förnum árum notað margskonar erlendan óþarfa, sem kostað hef- ir mikiö fé, en hefir verið heilsu og velferð þjóðarinnar til ógagns. Við eigum nú að mynda sterk samtök um það, að neita okkur um þennan varning, og munum þá komast að raun um það inn- an skamms, að við söknum ekki neins, en það sé bæði fjármun- um okkar og heilsu til gagns.“ Um störf ríkisstjórnarinnar fórust honum svo orð að lokum: „Það eru margar ráðstafanir, sem gera þarf, og það skiptir miklu máli, að þjóðin starfi að því einhuga að búa sig undir að lifa sem mest af afurðum lands- ins sjálfs, og að því mun kröft- um þjóðarinnar verða einbeitt. í þeim efnum rísa mörg við- fangsefni, sem nokkuð hafa verið rannsökuð og eru mörg til athugunar. Ég fer ekki inn á þessi viðfangsefni hér. Það er unnið að þeim sleitulaust og verður í blöðum og útvarpi rætt um þau mál við þjóðina jafnóð- um og við sjáum hverju fram vindur, undirbúningi lokið og fullnaðarákvarðanir teknar. Við íslendingar þurfum að sýna samheldni í því, og fyrir því mun rikisstjórnin beita sér, — að eitt gangi yfir okkur öll í þessu landi. Og þessvegna skipt- ir það miklu máli, að allir ís- lendingar geri sitt ítrasta til þess að sjá um að lögum og fyrir- mælum, er stjórnin gefur út í þessu og öðru skyni, sé fram- fylgt til hins ítrasta. Ríkisstjórn- in væntir þess, að enginn ís- lendingur sýni þá vöntun á þegnskap, að reyna að safna að sér birgðum af vörum meðan flestir íslendingar kunna að þurfa að neita sér um margt. Það er lítt skiljanlegt, að nokkur íslendingur uni sér vel í slíkum allsnægtum. Við íslendingar getum einnig á þessum tímum glaöst yfir því, að hafa fyrir nokkru lagt nið- ur harðvítugar innlendis deilur og í þess stað hafið samstarf. Það er mikils virði á þeim tím- um, sem nú ganga yfir heim- inn, að þjóðin sé einhuga og samhent. Og því má ekki gleyma, að málgögn flokkanna hafa átt mikinn þátt í því, ekki sízt síð- ustu vikurnar, að styðja að sam- heldni og eindrægni. Ríkis- stjórnin mun gera sér far um að standa í sem nánustu sam- bandi við þjóðina um þær ráð- stafanir, sem gera þarf á þess- um óvenjulegu tímum, og hún telur sig geta vænzt öruggs stuðnings yfirgnæfandi meira- hluta þjóðarinnar í stöxfum sín- um.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.