Tíminn - 09.09.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.09.1939, Blaðsíða 3
104. blatS TÍMIIVIV, lawgardatSinn 9. sept. 1939 415 B Æ K U R Skógrræktarritið. Áisrit Skógræktarfélags ís- lands er nýlega komið, vönduð bók yfir hundrað blaðsíður að stærð. Megingreinin í því er um nauðsyn nýrra laga um meðferð íslenzkra skóga, rituð af Hákoni Bjarnason skógræktarstjóra og Einari E. Sæmundsen. Hún hefst á ítarlegri frásögn um skógalög- gjöf í helztu skógarlöndum Norðurálfunni og eru sérstaklega skýrð lagaákvæði þau, sem gilda í þessu í Noregi. í næsta kafla er vikið að meðferð íslendinga á skóginum hér fyrr á öldum. Er þar, auk almennra lýsinga á því hvernig skógarnir voru beittir og höggnir gegndarlaust, tilgreind ýms átakanleg dæmi um skammsýni manna og ágengni í þessum sökum. Þá er lýst við- leitninni til að vernda hinar síð- ustu skógarleifar. Voru hin fyrstu lög um þetta sett á þing- inu 1893, þar sem sýslunefndum var veitt heimild til samþykkta um friðlýsingu á kjarri og mel- gresi. Rangæingar notuðu sér fyrstir þetta lagaákvæði og Barðstrendingar fóru sömu leið nokkrum árum seinna, en ekki hafa fleiri sýslufélög hagnýtt sér ákvæðin. Ferill þessarar við- leitni, að forða skógarleifunum frá eyðileggingu er síðan rakinn áfram allt fram á síðustu ár. Er með greininni skrá um allar skógargirðingar í landinu, hve- nær þeim var komið upp, lengd og áætlaða stærð skóglendis innan þeirra. Einnig yfirlit um fjárútlát ríkisins til skógræktar- innar. í lok greinarinnar er vikið að íslenzkri löggjöf um skóga og gerð nokkur grein fyrir nauð- syn á að endurbæta þau. Eru loks færðar fram þær ástæður, sem liggja því til grundvallar að koma verður í veg fyrir, að skóg- arnir gangi til þui’ðar og stuðla þvert á móti að þvi að þeir dafni. Þessara ástæðna á fyrst og fremst að taka tillit við samn- ingu skógalöggjafar. Hinn þekkti Jóti, C. E. Flens- borg, skrifar hvetjandi gi'ein um skóg- og trjárækt á Jótlands- heiðum og framtíðarhorfur ís- lenzkrar skógræktar. Bendir hann á, að sennilega sjáist hvergi í heiminum betur en hér, hve mikils sé um vert að varð- veita skóggróðurinn og hve rnikla eyðileggingu það hafi í för með sér, þegar skógurinn þverr í fjallahlíðum landsins. Lýsir hann því síðan, hvernig sú eyði- legging á sér stað. Af öðrum greinum má nefna greinar Hákonar Bjarnason urn skógarnytjar, starfsemi Skóg- ræktarfélagsins og sitkagreni. HEIMILIÐ Saftgerð án sykurs. Vegna þess hve lítið er um sykur í bænum eins og stendur, hefir kaupfélagið snúið sér til frú Guðbjargar Birkis og fengið eftirfarandi upplýsingar og lát- ið Tímanum í té: Sultun án sykurs: Nú sem stendur er sykurekla í bænum, en þar sem aðal sultu- tíminn stendur yfir og fólk hef- ir mikiö af berjum og fleira, sem það þarf að sulta, þá verð- ur að nota þær aðferðir, sem ekki krefjast sykurs. Saftir má vel geyma án syk- urs. Þá er sykurinn látinn í um leið og saftin er notuð. Flöskur, sem saft er látin i, er betra að hita áður en látið er í þær. Það má gera í heitum bak- araofni. Tappa, sem notaðir eru í saftflöskur, verður að sjóða í sódavatni áður. Tómatar eru svo ódýrir nú, að sjálfsagt er að hagnýta þá eins mikið og unnt er. Soðin rabarbarsaft án sykurs: Rabarbarinn er þveginn og skorinn í litla bita. Þeir eru látn- ir í pott ásamt litlu af vatni og soðnir, þar til þeir eru komnir í mauk. Þá er saftin síuð frá, hituð og soðin í nokkrar mín- útur, því næst er henni hellt í hreinar heitar flöskur, tappinn látinn strax í og lakkað yfir. Þessa saft má svo nota í súpur eða út á mjólkurgrauta og láta þá sykur í hana um leið og hún er notuð. Berjasaft án sykurs: Þessa aðferð má nota við krækiber, bláber og ribsber. Ber- in eru pressuð í berjapressu eða söxuð í söxunarvél og látin standa þannig í 24 klukkustund- ir. Þá er hratið síað frá. Saftin er hituð og soðin í 3—5 mínútur og síðan er henni hellt heitri á hreinar flöskur, tapparnir látn- ir strax í og flöskurnar lakk- aðar. Það má einnig láta Beta- mon í þessa saft en þá þarf ekki aö sjóða saftina, aðeins að hita hana allt að suðu, láta síðan 1 matskeið af Betamon í 1 lítra af saft. Því næst er saftin látiri i flöskur, tappinn látinn í og lakkað yfir. Ber í vatni. Krækiber eða bláber, sem Sitkagrenið er sú útlenda trjá- tegund, sem líklegust er til að ná vænlegum þroska hér á landi. Einnig skrifar Guðmundur Mar- teinsson hvatningargrein um myndun félagsskapar, er stefni að því að klæða landið skógi. um þessum stórgripum og um 700 þús. fjár. Skyldi landið þola slíka beit. Já, í strjálbýlum sveit- um og grösugum.en alls ekki þar, sem þéttbýlla og landþrengra er. Þar hljóta lönd víða að ganga úr sér, þótt menn taki ekki svo mjög eftir þvi frá ári til árs. Ég mun nú síðar gera þessari hlið málsins betri skil, en vil bregða upp nokkrum dæmum um búskaparlag manna. Á ónafngreindu koti býr rosk- inn bóndi. Sumarið 1937 er hey- aflinn um 200 hestar. Fyrningar um 50 hestar. Áhöfnin er hvorki meira né minna en 20 stórgripir og 250 kindur. Og það voru ekki til hús handa öllum fénaðinum. Skyldi ekki hafa verið hægt að telja stráin, sem fóru ofan í hverja skepnu. Á öðru koti er miðaldra bóndi. Þetta sama sumar heyjar hann 400 hesta. Engar fyrningar en 16 eða 18 stórgi'ipir og 300 fjár á að ala á þessu um veturinn. Á enn einum bæ var talið gott að ætla 10 hestburði heys handa 100 sauðum. Vorið 1937 misti bóndi vestan- lands 60 kindur úr hor. Veturinn 1935—1936 var snjó- þungur víða um Norðurland. Þá voru 50 útigönguhross á bæ ein- um. Var þeim lítið sem ekkert gefið allan veturinn. Þegar fór að líða fram á urðu menn að fara út á hverjum morgni til þess að reisa hrossin við í hag- anum. „Það drápust ekki nema tvö eða þrjú“ sagði einn heima- manna við mig og glotti hróðug- lega um leið. Vorið 1928 stóðu 8 kindarhaus- ar út úr sandöldu undir klappar- hrygg rétt við götuna úr Selvogi í Þorlákshöfn. Kindurnar voru svo horaðar að þær gátu ekki forðað sér undan sandfokinu. Þau eru ekki af verri endanum dæmin þessi! Svona má lengi telja, en þetta er nóg í bili. Hvernig lízt mönnum á slíkt búskaparlag og lýst hefir verið í dæmum þessum? Er það líklegt að við getum látið búskap borga sig hér á landi meðan að dæmi lík þessum má finna í flestum sveitum landsins? Hvað líður dýraverndunarlög- um landsins? Eru þau dauður bókstafur? Hvar er nú mannúð sú, sem lýsir sér t. d. í fuglafrið- unarlögunum, þar sem m. a. er algerlega bannað að drepa álftir og gæsir töluverðan hluta úr ári, enda þótt þessir fuglar geti spillt högum í afrétti og byggð og étið upp grös, er nægja myndu þús- undum dilka á ári hverju? Það er hörmulegt að vita til þess, að víða um land er gróður- landið nítt og fénaður sveltur meir en dæmi munu vera til, nema kannske meðal hirðingja- þjóða. Það er raunalegt, að sjá hve skóglendi er víða gereyði- lagt með beit, jafnvel þar sem þess er engin þörf. Og það er enginn vafi á að búskaparlag okkar þarf að breytast mjög frá því, sem nú er. Þess vegna mun ég síðar gera örtröðinni betri skil undir eins og mér vinnst tími til í vetur, í þeirri von að það megi verða til þess, að menn fari að hugsa mál þetta nánar. Hákon Bjarnason. Mest og bezt fyrir krónuna, með því að nota þvotta- duftið Pcrla geyma á í vatni verða að vera heil og góð, en ekki kramin. Berin eru skoluð með köldu vatni. Þeim er síðan þjappað nokkuð þétt á hálsvíðar flöskur, en ekki þó svo mikið, að þau kremjist, soðnu, köldu vatni hellt yfir, tappar látnir í og lakkað strax yfir. í vatnið má einnig láta 5 g. af vínsteinssýru í hvern lítra af vatni og leysa sýruna vel upp áður en vatninu er hellt á berin. Þegar svo á að nota berin, þá er vatninu hellt og þau síðan notuð í saft, sultu- tau o. fl. Rabarbara má einnig geyma þannig. Tómatkraftur: Dvöl Hafið þér tekið þátt í verðlaunasamkeppni Dvalar? Vita nágrann- ar yðar um að í Dvöl er stærsta og merkasta safn af úrvalssögum, sem til er á íslenzku? Eigið þér Dvöl alla í bókaskápnum yðar? En lestrarfélagið? M.s. Dronning Alexandríne fer mánudaginn 11. þ. m. kl. 6 síðdegis til Kaupmannahafnar (um Vestmannaeyjar og Thors havn). Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, simi 1540. Bifreiðastöð AJkureyrar. t Tllkynnlns: S r á ríkisstjórniiiiif. Samkvæmt tilkynningu frá brezka aðalkonsúlat- inu, verður krafist upprunaskírteina, og skírteina um hverjir hafi hagsmuna að gæta, vegna allra vara, sem fluttar eru til Stóra-Bretlands eða til umskipunar þaðan frá öllum hlutlausum löndum. Verið er nú að prenta hin nauðsynlegu eyðu- blöð, og verður þessu fyrirkomulagi komið á jafn- skjótt og þau eru tilbúin. Forsætis ráðuneytíð, utanríkismáladeild 6. september 1939. Tilkynning írá húsaleígunefnd tíl fasteígnaeígenda og leígutaka í Reykjavík. Samkvæmt 7. gr. laga um gengisskráningu og ráðstaf- anir í því sambandi, er á tímabilinu frá gildistöku 3 kg. rauðir tómatar. 75 g. salt. Tómatarnir verða helzt að vera rauðir og vel þroskaðir. Þeir eru þurrkaðir og skornir sundur og soðnir í ca. 2—30 mín. með saltinu. Þá er þeim nuddað gegnum sigti og soðnir þar til krafturinn er orðinn nokkuð jafn. Því næst er hann látinn í hálsvíðar flöskur eða glös og bundið strax yfir með perga- mentapappír eða sellofanpappír. Það er gott að skola glösin með Betamon eða einhverjum sótt- hreinsandi vökva svo sem vín- anda eða ediki. Þennan tómat- kraft er mjög hentugt að búa til núna og eiga til vetrarins og nota þá í súpur og sósur. Saft í hlaup: í hlaup eða géle þar-f mikinn sykur, en það má sjóða saftina af berjunum — bæði ribs- og bláberja — og geyma hana nið- ursoðna þar til seinna og láta þá sykur saman við hana og sjóða hlaupið. Pantaðir fai*seðlar til útlanda sækist í dag, annars seldir öðr- um. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. þetta efni, þökk sé honum fyrir það, og er vonandi að hann hafi ekki með öllu fyrir daufum eyr- um talað. En skyldu ekki ein- hverjir, og þá helzt þeir, sem forðagæzlu hafa lengi haft, vilja skrifa um þetta mál svo til leið- beiningar gæti orðið mér og öðr- um, sem nú fyrst hafa þessi störf með höndum. Nokkrir þess- ara manna hafa eflaust búfræði- menntun meira en almennt ger- ist, þ. a. s. skólamenntun. Þeir ættu að láta til sín heyra. Það er skylda þeirra. Guðfræðing- urinn á Reynivöllum hefir skrif- að af þekkingu og áhuga um þessi efni. Vilja búfræðingarn- ir láta sinn hlut eftir liggja? Ég trúi því ekki. Forðagæzlumaður. laganna til 14. maí 1940 óheimilt að hækka leigri eftir hús og aðrar fasteignir frá því, sem goldið og umsam- ið var, þegar lögin tóku gildi. Ennfremur er leigusala óheimilt á þessu tímabili að segja upp húsnæði, nema hann þurfi á því að halda fyrir sjálfan sig eða vanda- menn sína. Ágreining, sem rísa kann út af því, hvort ákvæðum þessum sé fylgt, skal leggja fyrir húsa- leigunefnd. Þá er skylt að leggja fyrir húsaleigunefnd til sam- þykktar alla leigumála, sem gerðir eru eftir að lögin gengu í gildi. Ennfremur ber að láta nefndina meta leigu fyrir ný hús og húsnæði, sem ekki hefir verið leigt áður. Nefndin er til viðtals í bæjarþingstofunni í Hegning- arhúsinu á hverjum mánudegi og miðvikudegi kl. 5—7 síðdegis. Nefndinni sé látið í té samrit eða eftirrit leigusamn- inga, er komið er með til samþykktar. Reykjavík, 6. sept. 1939. IIÚSALEIGUNEFIVD. Forðagæzlan FRAMHALD Skiljanlega kemur hér líka til greina kynferði búfjársins, enda þvi oft kennt um, jafnvel þótt um beina fóðurvöntun sé að ræða. Þó að ég hafi talað um kýrnar í þessu dæmi, sem ég tók, þá er þetta eins með annan fén- að, en það stingur meira í augu, hvað kýrnar snertir, þvi að víða eru haldnar skýrslur um nyt þeirra, sem vonandi verður til þess, að þeim sé gefið eftir nyt- hæð og mjólkurgæðum, en ekki aðeins eitthvað ákveðið hverjum grip, sem því verr, alltof víða hefir átt sér stað til þessa. Hross eru víða — þar sem eitthvaö er af þeim að mun, og sauðfé raun- ar líka sumstaöar — sett á „guð og gaddinn", sem sagt hefir ver- ið, eða ætlað lítið og lélegt fóð- ur, svo mjög sem landbúnaður- inn þarf á vinnu hrossanna að halda. Þetta er voði frá hvaða sjónarhól, sem það er skoðað. Um þetta mál — forðagæzlu eða ásetning og fóðrun — er allt- of hljótt nú á síðari tímum, bæði í blöðum og búfræðiritum vorum. Þó er einn maður, að því er virðist, vel vakandi hvað þetta snertir. Það er séra Halldór á Reynivöllum. Hefir hann ritað í blöðin hvað eftir annað um 232 Williavi McLeod Raine: — Ég legg af stað til Tincup undir eins og ég hefi neytt hádegisverðar, sagði Martin við Peters. — Mér líður prýðilega hérna hjá ykkur, drengir, kaffið er gott, þið eruð beztu félagar og umhverfið er fallegt, en við verðum að hraða okkur til borgarinnar af því að herra Barnett er orðinn mjög áfjáður í að sjá gistihúsið mitt. — Ég vildi að ég mætti fara til borg- arinnar með ykkur, sagði Timmings. — Ég hefi ekki komið til Tincup óralengi. — Ég býst við að Barnett myndi eft- irláta þér sæti sitt i vagninum, Buck, sagði Martin glaðlega. — Eða er það ekki rétt, Webb? Fanginn lyfti augnabrúnunum og virtist lítið eitt undrandi. — Átt þú við mig, spurði hann. — Er nokkur annar Barnett viðstadd- ur, spurði Malloy og glotti. — Taylor er nafn mitt, sagði fanginn. — Mig minnir, að ég hafi sagt það áðuT. Ef þið eruð svo vingj arnlegir í minn garð, að þið viljið nefna mið skírnar- nafni, þá skuluð þið kalla mig Jeb en ekki Webb. Annars er mér algerlega sama hvað þið nefnið mig. — Við munum líka kalla þig það, sem okkur sýnist, þennan stutta tíma þang- að til að þú verður hengdur, sagði Timmings. — Það eina, sem hryggir Flóttamaðurinn frá Texas 229 tekið þátt í ýmsu með þér, og venju- lega gengið með skarðan hlut frá borði, svo að ég er hættur. Oakland leit á hann spurnaraugum. — Við skulum tala um það þegar Ed er kominn af stað. Það er ekki ómögu- legt að þér takist að skipta um skoðun. Þeir töluðu lengi saman. Mosley barðist eins og stór lax á öngli, en að lokum var hann dreginn á þurrt. Clem vissi of mikið um fortið hans og þurfti ekki annað en rétta út hendina, til þess að Mosley yrði dreginn fyrir lög og dóm. Morð er sá glæpur, sem ekki fyrnist. Seint um kvöldið kom ríðandi maður til kofans og barði að dyrum. — Þetta er Brad Dean, sagði Oak- land. — Hleyptu honum inn. Dean var stór og hjólbeinóttur. Hann hafði augu fjárhættuspilarans og var fölur og sviplaus. Hann var með poka, sem hann lagði frá sér úti í horni með mestu varfærni. — Er þetta efnið, spurði Clem. — Já, sagði Dean og leit á Oakland. — Ed sagði að þú hefðir verið skotinn. — Sagði hann ekki lika, að hann hefði forðað sér þegar hávaðinn heyrð- ist? — Nei, það minntist hann ekki á. Hann mætti mér þegar ég var á leið-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.