Tíminn - 09.09.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.09.1939, Blaðsíða 4
416 104. hlað TtMlM, laMgarðagiiin 9. sept. 1939 Yfir landamæría 1. Kommúnistar segja, að J. J. sé illa við að menn geti orðið langskólagengn- ir. Fremur er þetta líkt öíugmælum. Allir helztu leiðtogar kommúnista i Reykjavík hafa gefizt upp við háskóla- nám, sennilega fyrir skort á greind og elju. J. J. hefir aftur á móti unnið meira en allir kommúnistar í landinu að bæta menntaskólann í Reykjavík, koma á fót menntaskóla á Akureyri og byggingu yfir háskóla íslands. 2. Kommúnistablaðið ráðleggur pólsku stjórninni 1 gær að koma á lýðræði í landinu. Hvers vegna gefur það ekki Stalin samskonar heilræði? 3. Kommúnistablaðið segir í gær, þegar það er að reyna að afsaka samn- ing Rússa við Þjóðverja, sem kom styrjöldinni af stað: „Englandi og Frakklandi stóð eftir þýzk-rússneska sáttmálann sem áður, opið að gera traust varnarbandalag við Sovétríkin, því í ekki-árásarsáttmálanum var ekk- ert, sem hindraði slíkt". í kommún- istablaðinu 25. f. m. er skýrt frá því, að 4. gr. sáttmálans sé svohljóðandi: „Hvorugur samningsaðili má tala þátt í neinu ríkjasambandi, er beint eða óbeint er stefnt gegn öðrum aðilanum." Geta menn nokkuð markað málafærslu kommúnistablaðsins á þessu tvennu, sem birzt hefir í blaðinu með hálfs- mánaðar millibili. 4. Kommúnistablaðið hefir sérstaka kvennasíðu í gær og er aðaltilgangur hennar sá, að reyna að æsa kvenfólkið gegn ríkisstjórninni! Þar segir m. a.: „Það mætti líka benda á, að svo vitað sé, hefir ekki verið gerð ein einasta ráðstöfun til að verja fólkið í bæjum á íslandi gegn gaseitrun, sprengjuárás né öðrum þeim ógnum, sem styrjöld leiðir nú yfir þjóðirnar." Er þetta lítið dæmi af mörgum, sem sýnir hversu langt kommúnistablaðið gengur í til- raunum sínum til lýðæsinga. 5. Kommúnistablaðið birtir í fyrradag langt ávarp, sem það eignar kommún- istaflokknum í Berlín, en hann er löngu hættur að vera til. í þessu ávarpi segir, að „ekki-árásarsamningurinn milli So- vétstjórnarinnar og Hitlersstjórnarinn- ar sé sigur fyrir friðarstefnu Sovét- stjórnarinnar". Þýzkur verkalýður er nú þegar farinn að færa þessum „sigri friðarstefnu Sovétríkjanna" blóðfómir sínar, svo þess vegna er það meira en ótrúlegt, að nokkur þýzkur verkamað- ur muni rita undir þetta plagg. Sann- leikurinn mun líka sá, að þetta er heimaframleiðsla Alþjóðasambands kommúnista í Moskva, sem það hefir dreift út til kommúnistaflokkanna í þeim tilgangi að reyna að réttlæta samning Stalins við þýzka nazismann. Er það ný sönnun fyrir undirlægju- hætti íslenzku kommúnistanna við Moskvavaldið, hversu hátíðlega þeir taka þessari heimaframleiðslu Alþjóða- sambandsins og látast trúa því, að hún sé verk þýzkra kommúnista! x+y. Fímm pýzk skíp (Framh. af 1. siðu) og fleira, og Hamm, sem er stærst, 5800 smálestir brúttó, er var á leið til Ástralíu með ýmsar þýzkar iðnaðarvörur og stykkja- vörur, glervörur, vefnaðarvörur, kemiskar vörur og fleira. Saman- lögð brúttó smálestatala þessara þýzku skipa er 17.500. Nettó eru þau 10907 smálestir að stærð. Loks liggur norska vöruflutn- ingaskipið Sirehei einnig á ytri höfninni, en það hefir eingöngu járngrýti innan borðs og var á leið til Englands frá Nýfundna- landi. tJR BÆMM Fiðluhljómleikar Telmányis í Gamla Bíó í fyrrakvöld vöktu al- mennan fögnuð og óblandna hrifningu allra áheyrenda, enda er hann einn hinn allra snjallasti erlendra hljóm- listarmanna, er hingað hafa komið, og heimsfrægur listamaður. Frú Telmá- nyi lék undir fiðluleik manns síns. — Munu þeir, sem í Gamla Bíó voru á fimmtudagskvöldið, vera Tónlistarfé- laginu þakklátir fyrir að hafa átt þátt í þvi, að þessir óvanalegu gestir komu hingað til lands. Kappleikur í knattspyrnu var háður í gærkvöldi milli starfsmanna í ísafoldarprent- smiðju og í Edduhúsi við Lindargötu. Sigruðu Eddumenn með 2:0. Skólavist á Jakobsberg. Samband samvinnufélaganna sænsku veitir 1—2 ungum, íslenzkum sam- vinnumönnum ókeypis vetrardvöl í skólanum í Jakobsberg í vetur, svo sem var síðastliðið skólaár. Umsóknir um skólavist þessa á að senda skólastjór- anum á Jakobsberg, en afrit sendist til Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Skólinn hefur starfsemi sína 1. nóvem- ber. Kvöldskóli K. F. U. M. Kristilegt félag ungra manna starf- rækir í vetur sem endra nær kvöldskóla og hefst kennsla 1. október. Námsgrein- arnar eru íslenzka, enska, danska, kristin fræði, reikningur og bókfærsla. Ennfremur er stúlkum veitt tilsögn í handavinnu og í framhaldsdeild er kennd þýzka. Kvöldskóli K. F. U. M. hefir starfað í seytján vetur. Skóla- stjóri er nú Sigurður Skúlason magist- er. — Handavinnunámskeið Heimilisiðnaðarfélagsins. Heimilisiðnaðarfélag íslands efnir til handavinnunámskeiða í vetur hér í bænum, líkt og verið hefir að undan- förnu. Námskeiðin standa i tvo mánuði. Eru þau í tvennu lagi, klukkan 2—6 fyrir ungar stúlkur og á kvöldin kl. 8 —10 fyrir húsmæður. Kennslunní verð- ur hagað svipað og undanfarna vetur og gefur Guðrún Pétursdóttir allar fyllri upplýsingar. Fyrsta námskeiðið á að hefjast 6. október. Innbrot hefir verið framið í skóverzlun Þórð- ar Péturssonar í Bankastræti og hnupl- að þar skófatnaði. Verknaður þessi var framinn á föstudagsnóttina. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó hefir sýnt þessa viku enska stórmynd, sem byggist á æfisögu Victoriu miklu Englandsdrottningar. Er myndin mjög vel leikin og fróðleg, þótt ekki sé hún að öilu leytl sögulega rétt. — Gamla Bíó sýnir ameríska mynd, Ástmey ræningjans. Aðalhlutverkin leika Jeanette McDonald og Nelson Eddy. Ber söngur þeirra myndina uppi, en efni hennar er ekki mikilvægt. Frá styrjöldfnni. (Framh. af 1. síðu) flytja enskt herlið frá Englandi til Frakklands. Þjóðverjar flytja stöðugt herlið til vesturlanda- mæranna. Á SJÓNUM virðast Englend- ingar hafa alger yfirráð. Þýzk kaupför leita til hafna í hlut- lausum löndum og virðast sigl- ingar til Þýzkalands fullkom- lega stöðvaðar. ÞJÓÐVERJAR virðast hafa hafið ótakmarkaðan kafbáta- hernað líkt og í heimsstyrjöld- inni. Hafa þýzkir kafbátar þeg- ar grandað þremur enskum kaupförum. Ensk herskip eru að elta kafbátana uppi og þykir víst, að þau hafi a. m. k. sökkt tveimur. Húsmæðradeild Kvcnnaskólans. Vegna forfalla geta 2 stúlkur komist að á fögra mánaða nám- skeiðið, sem hefst 1. október n. k. FORSTÖÐUKONAN. Jarðhítamálið í Bískupstungum Framh. af 2. síðu) ingum, sem hreppurinn kann að byggja þarna í framtíðinni. Eftir eru þá 10y4 sek.l. eða rúm- lega % hlutar hversins. Og það er þetta, sem selt var. Þá hefir því verið mjög á- kveðið haldið fram, að þessi jarðhiti hafi verið seldur fyrir „smánarverð“. Það getur vel verið, að 18 þús. krónur hafi verið of lágt verð fyrir jörðina og hverinn; ég ætla ekki að leggja neinn fullnaðardóm á það. En það mun láta nærri, að jarðhitinn hafi verið seldur fyr- ir 13000—13500 krónur, eða ná- lægt 1300 kr. hver sek.l. Með sama verði ætti jarðhitinn á Syðri-Reykjum að vera 46—52 þús. kr. virði, og jarðhitinn í Laugarási 130 þús. krónur. Þá jörð keypti Grímsneslæknishér- að fyrir 11 þús. kr. fyrir 18 árum, með kúgildum og öllum húsum, og þótti geypiverð. Ég hygg að nærri láti, að hver sek.l. hafi þá verið seldur þar fyrir 60—70 kr. Ef ríkið keypti allan jarð- hita hér í sveitinni, án nokk- urs lands, og lagt væri til grund- vallar þetta margumrædda „smánarverð", gæti ég trúað, að hann myndi kosta nærri y2 mil- jón króna. Hvað kos.tar jarðhit- inn á öllu landinu með sama verði? Framhald. ENSKAR FLUGVÉLAR hafa gert aðra árás á þýzk herskipa- lægi við Kílarskurðinn og telja Bretar að þrjú þýzk herskip hafi eyðilagzt að meira og minna leyti í þessum árásum. Þá halda Bret- ar áf'ram að varpa flugmiðum yfir Þýzkalarid. Þeir hafa enn ekki orðið fyrir neinu tjóni í þessum flugferðum. SUÐUR-AFRÍKA OG ÍRAK hafa lýst Þýzkalandi stríð á hendur. írak er ekki sambands- ríki Bretlands, en náin sam- vinna hefir verið milli þessara ríkja. í írak eru miklar olíu- námur, sem eru mjög mikils- verðar fyrir Breta. MEÐAL ARABA virðast Eng- lendingar eiga vaxandi fylgi að fagna. FORRÁÐAMENN TÉKKA er- lendis, m. a. Benes fyrv. forseti og Jan Masaryk fyrv, sendiherra í London, hafa lýst fullu fylgi sínu við bandamenn og mynda tékkneskir flóttamenn víða sér- stakar herdeildir. DANIR eru hættir fiskiveiðum í Norðursjó, sökum ótta við tund- urdufl. í gær rakst danskt fiski- skip á tundurdufl skammt frá Esbjerg og sökk það á svip- stundu. Skipshöfninni varð ekki bjargað. 230 William McLeod Raine: inni frá Teatherhead. Ég stanzaði hjá Mumper og keypti fáeina vindilstubba. Þér hefir sést yfir eitthvað smávegis, Clem, eftir því sem ég heyrði þar. — Hvað átt þú við? — Það er í sambandi við piltinn, sem þú hittir á klárnum þínum. Hvers vegna tókst þú hann ekki meðan þú hafðir hann á milli handanna? Eða er svo komið fyrir þér, að þrjú þúsund doll- arar geti ekki vakið neinn áhuga hjá þér? Oakland settist upp í rúminu. — Hvern andskotann áttu við, lags- maður? — Það hefði verið búhnykkur hjá þér að afhenda Walsh þennan Webb Bar- nett og krefjast verðlaunanna, en mér skilst að þú hafir verið á annarri skoð- un. — Barnett! Hver er hann? — Náunginn, sem rændi bankann í Texas. Þar bjóða þeir í hann þrjú þús- und dollara. Vissir þú ekki að þessi vin- ur þinn, hrossaþjófurinn, var Barnett? Það var ómögulegt að sjá á augum Deans hvað honum bjó í huga. Oak- Inad gat sér þess til, að Dean væri að hæða hann, en hann gat ekki vitað það með vissu. — Ég veit það ekki ennþá, sagði Flóttamaðurinn frá Texas 231 hann. — Hvernig veizt þú, að hann er Barnett? — Steve náði honum, en svo tókst honum að sleppa, eftir því sem Owen Martin fulltrúi Steves segir. Nú eru nokkrir löggæzlumenn á hælum hon- um. Oakland bölvaði heitt og innilega. Fyrst hafði hann látið þennan náunga kjafta sig frá þrjú þúsund dollurum, síðan leika á sig og hræða sig að lokum burt með valdi. Það var mjög sennilegt að einhver af sporhundunum næði þessum Barnett og heimtaði launin, þrjú þúsund dollara, sem Clem hafði svo að segja haft í vasanum í nokkrar klukkustundir, ef hann hefði bara vit- að af því. XXV. KAFLI. Taylor dvaldi hjá vinnumönnunum á Quarter Circle XY. Þeir voru sjaldnast allir við í einu. Jörðin sjálf var geysi stór, og auk þess var víðáttumikið svæði leigt af Indíánum. Kúrekarnir urðu því að fara langar leiðir og sumir þeirra voru stundum burtu dögum saman. í hálfan annan dag dvöldu þeir á bænum Owen Martin og aðstoðarmaður hans, Spike Malloy. Þeir settust til borðs með Dug Peters, Buck Timmings og fanganum. NÝJA BÍÓ' ‘*****GAML BÍÓ— Ástmey ræníngjans Gullfalleg og hrífandi stórmynd, eftir óperu Puc- cinis „The girl of the gol- den West“. Aðalhlutverk leikur og syngur: JEANETTE MC DONALD og NELSON EDDY. Víctoría míkla Englands- drottning Söguleg stórmynd, sem er mikilfengleg lýsing á hinni löngu og viðburða- ríku stjórnaræfi Viktoríu ^ drottningar, og jafnframt Í lýsir hún einhverri aðdá- i unarverðustu ástarsögu i veraldarinnar. Jarðræktin gengur með jötunafli ef notuð er tr aktorolí an Jötunn V. 0. frá Olíuverzlun Islands h.f. Daga og nætur Daga og nætur sigla síld- veiðiskipin og leita að hinum dýrmæta fiski, síldinni. Stund- um finna þau „torfur“, stórar og þéttar. Daga og nætur hugsa menn um, hvernig þeir geti kom- ið sem bezt ár sinni fyrir borð um afkomu sína. Menn leggja að sér á margvís- legan hátt, með líkamlegri vinnu og andlegri áreynslu, allt í þeirri góðu trú og með þeim lofsverða hugsunarhætti, að á- rangurinn megi verða sem glæsi- legastur á allan hátt. Aö sjálf- sögðu gengur þetta allt á ýmsa vegu,stundum heldur illa, stund- um í meðallagi, stundum vel, jafnvei ágætlega. En allur þessi árangur lýtur einu sameigin- legu og sígildu lögmáli, að: „Eigi er minni vandi að gæta fengins fjár, en afla þess“. Og nú kom- um við að kjarna þessa máls. Allt of margir dugnaðar- og drengskaparmenn eyða veruleg- um hluta af árangri áhættu- samrar og erfiðrar atvinnu í nautn áfengra drykkja, sjálfum sér til likams- og sálartjóns, skyldmennum sínum og öðrum vinum til óendanlegs hugarang- urs og sorgar, og allt of oft til varanlegs efnahags- og sálar- tjóns. Er jafnvel ekki dæma- laust, að vitað sé um ennþá hræðilegri afleiðingar hins sí- vaxandi drykkjuskapar meðal þjóðar vorrar. Nú eru alvörutímar. Þér ís- lenzkir sjómenn, sem eruð bjarg- vættur þjóðarinnar á öllum tímum, en þó helzt á hættutím- um, sem þeim, er vér nú lifum á. Einmitt þér, ættuð, vegna karlmennsku yðar og dreng- skapar, að taka upp baráttu gegn hinni ríkjandi tízku, þeirri auvirðilegu en hættulegu tízku, að fínt þyki og virðulegt, að neyta áfengis við meira eða minna hátíðleg tækifæri, bæði í einkalífi og við opinber tæki- færi. Þvílík reginheimska að halda, að menn geti aðeins verið glaðir og skemmt sér vel með því að hafa áfengi um hönd. Allir hugsandi og eftirtökusam- ir menn vita mæta vel, hvers- konar „skemmtanir" það eru og hvernig þær enda, og gaman væri við hentugt tækifæri, að segja frá nokkrum „leikþáttum” á sumum þessara „skemmtana“, og að nefna nöfn sumra helztu „leikendanna". Ef til vill fækkar bráðlega þessum „skemmtunum", þannig að umtalað tækifæri til þess að ræða þær nákvæmar, komi ekki, og væri það bezt og gagnlegast. Umfram allt: ákveðið og sterkt almenningsálit gegn á- fengisnautninni. Þorst. itofnþing Stofnþing óháðs verklýðssambands, Landssambands ís- lenzkra stéttarfélaga, verður sett í Reykjavík 11. nóvember n. k. Til stofnþingsins boðar stjórn Bandalags stéttarfélaganna í umboði eftirtaldra stofnfélaga: Sveinafélags múrara, Reykjavík. Félags járniðnaðarmanna, Rvík. Sveinafélags veggfóðrara, Rvík. Verklýðsfélags Borgarness. Sjómannafélags Akureyrar. Verkamannafél. Hlífar, Hafnarfirði. Verkakvennafél. Brynju, Siglufirði. Sveinafélags skipasmiða, Reykjavík. Félags bifvélavirkja, Reykjavík. A. S. B., Reykjavík. Verklýðsfélags Norðfjarðar. Félags blikksmiða, Reykjavík. Verkmannafél. Þróttar, Siglufirði. Sveinafélags húsgagnasmiða, Rvík. Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Reykjavík. Reykjavík, 7. september 1939. í stjórn Bandalags stéttarfélaganna Ingólfur Einarsson. Hermann Guðmundss. Guðjón Benediktss. Héðinn Valdimarsson. Guðmundur Ó. Guðmundsson. Ólafur H. Guðmundsson. Helgi Sigurðsson. I. s. I. K. R. K. KnaUspyrnukappleikír með hraðkeppnííyrírkomulagí FRAM-VALUR-K. R. - VÍKINGIR verða háðir á fþróttavellinum á 11101*^1111 (suiind.) kl. 2 milli gamalreyndra knatt- spyrniimanna úr öllum félöguiium. Einstök keppni! Góð hlátursstnnd! Allir út á vÖll! Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr þess vegna í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.