Tíminn - 12.09.1939, Blaðsíða 2
TÍMINIV, þriðpdaginn 12. sept. 1939
418
105. blað
Hafa þeir engu gleymt
og ekkert lært?
‘©ímtnn
Þriðjudaf/inn 12. sept.
Eínkenní vonds
málstaðar
Það er öruggt einkenni um
vondan málstað, þegar menn
ræða málin með hávaða og
illyrðum, en forðast eins og heit-
an eld að færa nokkur rök máli
sínu til stuðnings.
Þeir, sem hafa fylgzt með
hinu nýja blaði kaupmanna-
stéttarinnar, „Frjáls verzlun“,
hafa því ekki komizt hjá þeirri
ályktun, að blaðið þjóni mjög
slæmum málstað.
Góð sönnun um þetta er for-
ustugreinin í ágústblaðinu.
Nefnist hún: Á vegamótum. Þar
er hafður hinn versti orðsöfn-
uður um róg þann og ranglæti,
sem Framsóknarflokkurinn beiti
kaupmannastéttina, og lýst með
miklum fjálgleik þeim hlunnind-
um, sem innflutningshöftin veiti
kaupfélögunum. Hitt er vand-
lega forðazt, að reyna að til-
greina eina einustu sönnun full-
yrðingum þessum til staðfest-
ingar.
Þess er skemmst að minnast,
að Jónas Jónsson, , formaður
Framsóknarflokksins, ritaði á
síðastliðnu vori ítarlega grein
hér í blaðið um þessi mál. Þar
voru teknar til athugunar þær
fullyrðingar kaupmannablað-
anna, að innflutningshörtunum
væri misbeitt S. í. S. og kaupfé-
lögum í vil. Allar þessar fullyrð-
ingar voru hraktar lið fyrir lið
og færðar óyggjandi tölur því
til sönnunar. Jafnframt var það
sýnt með skýrum rökum, að enn
skorti talsvert á það, að kaupfé-
lögin nytu sama réttar og kaup-
mennirnir, þar sem þau fengu
t. d. miklu minna af vefnaðar-
vörum og byggingarefni en
þeim réttilega bæri. Það væri
því síður en svo ástæða til þess
fyrir kaupmennina að reyna að
telja fólki trú um, að hlutur
þeirra væri fyrir borð borinn í
þessum efnum.
Þótt kaupmennirnir hafi yfir
nægum blaðakosti að ráða, hef-
ir ekki af þeirra hálfu verið gerð
nein tilraun til að hnekkja rök-
semdafærslu Jónasar Jónsson-
ar eða yfirleitt neitt gert í þá
átt að ræða þessi mál með rök-
um. En í þess stað er „Frjáls
verzlun“ látin halda áfram hin-
um órökstuddu og stóryrtu full-
yrðingum um róginn gegn kaup-
mannastéttinni, um ranglætið,
sem kaupmannastéttin sé beitt
o. s. frv.
Trúir því nokkur, að slíkum
málflutningi myndi vera beitt
ef málstaður kaupmannanna
væri góður? Trúir því nokkur,
að rithöfundar „Frjálsrar verzl-
unar“ myndu láta grein Jón-
asar Jónssonar ósvarað, ef þeir
gætu hnekkt einhverju af rök-
semdum hans? Trúir því nokk-
ur, að þeir myndi láta það ógert
að nefna einhver dæmi um mis-
beitingu haftanna kaupfélögum
í vil, ef þeir á annað borð gætu
það? Trúir því nokkur, að þeir
myndu ekki nefna einhver á-
kveðin dæmi um það, að Tíminn
hefði farið með róg um kaup-
mannastéttina, ef þeir gætu
það? Trúir því nokkur, að þeir
myndu láta ógert að færa rök
máli sínu til stuðnings, ef þeir
hefðu einhver? •
Nei, því trúir áreiðanlega eng-
inn maður.
Kaupmennirnir mega því vera
þess fullvissir, að þeir græða
ekki neitt á málflutningi
„Frjálsrar verzlunar". Þeir
menn, sem bera öðrum á brýn
rógburð og ranglæti, en geta ekki
fært nein rök því til stuðnings,
hljóta sjálfir rógberanafnið
og verða til smánar þeirri stétt,
sem getur verið þekkt fyrir að
hafa þá í þjónustu sinni og virð-
ist ekki geta lagt þeim betri
vopn i hendurnar.
Það gerir skrif þeirra heldur
ekki neitt trúlegri né áhrifa-
meiri, þótt þau séu endurprent-
uð í Vísi og Morgunblaðinu, sök-
um þess að þessi blöð hafa aug-
lýsingaótta af kaupmönnunum.
Kaupmennirnir ættu að gera
sér það ljóst, að þeir bæta ekki
aðstöðu sína með slíkri blaðaút-
gáfu. Ef þeir geta ekki stutt þau
mál, sem þeir ætla að berjast
fyrir, með rökum, er þeim betra
I.
Það eru nú liðin meir en 500
ár síðan íslenzka þjóðin lenti
undir stjórn Dana í Kaup-
mannahöfn. Síðustu 65 árin hef-
ir verið meira og minna slakað
á þessum dönsku stjórnartaum-
um. Síðustu 20 árin hafa Danir
farið með fá mál fyrir íslend-
inga. Reynslan af þessari löngu
sambúð er sú, að saga íslands
ber þess ótvírætt vitni, að því
minna sem Danir blanda sér í
málefni íslendinga, því betur
líöur íslendingum.
Danir eru fyrir margra hluta
sakir merkileg þjóð, vel gefin,
'vel mennt og starfsöm. Mjög
fáar þjóðir hafa komizt lengra
en þeir í að prýða land sitt og
nota gæði þess með elju og
framsýni. En um leið og komið
er út fyrir landsteinana og Dan-
ir fá aðstöðu til að ráða yfir
öðrum þjóðum, verður allt ann-
að uppi á teningnum. Svíþjóð
brauzt undan Danaveldi með
blóðugri baráttu. Noregur og ís-
land lágu í dái og voru stjórnar-
farslega vanrækt og yfirgefin
alla þá stund, sem danskir yfir-
menn áttu að stjórna þessum
löndum. Hertogadæmin gerðu
fyrir sitt leyti uppreisn móti
Dönum og mikill meirihluti
fólksins í þeim bygðum hefir
endanlega ákveðið að tilheyra
öðru ríki. Jafnvel í Færeyjum
hefir stjórn Dana ekki tekizt að
búa svo að íbúunum, að fólkinu
finnist stjórnarfar Dana vera
sér að skapi.
Saga íslenzkra og danskra
samskipta er sú, að íslendingum
hefir hnignað því meir, sem
Danir hafa náð yfirráðum ís-
lenzkra mála, og farið þvi meira
að hafa ekkert blað, því að blað,
sem ræðir málin einungis með
rakalausum upphrópunum og
illyrðum eins oð „Frjáls verzl-
un“, er verra en ekkert, því að
það er augljóst einkenni vonds
málstaðar.
Þær hótanir „Frjálsrar verzl-
unar“, að núverandi stjórnar-
samvinnu skuli spillt, ef þessu
og þessum einkahagsmunum
vissrar stéttar verður ekki full-
nægt, mun heldur ekki bæta að-
stöðu umbjóðenda hennar. Þeir,
sem ætla að nota erfiðleika og
samstarfsþörf yfirstandandi
tima til að tryggja sér bættan
hag á kostnað annarra, geta
átt það víst að hljóta harðan á-
fellisdóm meginþorra þjóðar-
innar.
Eitt af þeim gæðum, sem land
vort hefir að bjóða, er hinn
þroskamikli sæþörungaþróður
við strendur lands vors. Þessi
gróður er eigi eins bundinn við
breytilegt veðráttufar sem
jurtir þær, sem á landi vaxa. Hér
er það sjávarhitinn, sem mestu
veldur, en hann er minni breyt-
ingum háður en loftslagið.
Allar jurtir hafa dvalartíma
(vöxturinn hættir), en þessi
tími er mismunandijangur eftir
veðurfari. Sæþörungar hafa
stytztan dvalartima, þeir halda
sínum lit og útliti allan ársins
hring.
Það er talið, að strandlína
lands vors sé um 600 km. Á mikl-
um hluta strandlengjunnar vex
sæþörungur úr á 40 metra dýpi.
Þar, sem ströndin er sandorpin,
svo sem á Suður- og Austurlandi,
er lítill sæþörungagróður, en þar
sem grynningar eru fyrir landi
út á hið nefnda dýpi vex sæ-
þörungagróðurinn vel og má
líkja honum við hinar beztu
engjar eða skóga á landi voru.
Eigi er auðið að gera nokkra
áætlun um, hve stórt svæði er
vaxið með sæþörungum við
strendur lands vors, en sé ráð-
gert að sæþörungsbeltið sé um
4 km. breitt að meðaltali, verður
þetta svæði nokkru stærra en
talið er að til sé af ræktanlegu
landi á íslandi. Ef nú í sæþör-
ungagróðrinum væri líkt efnis-
magn og í jurtum þeim, sem á
landi vaxa á sama svæði, er hér
fram, sem þeir hafa meir getað
losnað við handleiðslu Dana.
Á þessu er auðveld og augljós
skýring. Danir eru mesta mynd-
arþjóð, með miklar gáfur og
manndóm til að stýra sínu eigin
landi og að bæta það. En um
leið og þeir koma út fyrir land-
steina Danmerkur kemur í ljós,
að þá skortir skilning á eðli og
þörfum manna í öðrum lönd-
um. Þess vegna verða stjórnar-
athafnir Dana í öðrum lönd-
um, og það eins þær, sem þeir
ætla að verði öðrum til gagns,
nálega ætíð annaðhvort ekki til
gagns en miklu oftar beinlínis
til skaða. Þessi sannindi eru rit-
uð með glöggu letri viðvíkjandi
öllum pólitískum yfirráðum
Dana, þar sem einhver önnur
þjóð hefir átt að vera falin for-
sjá þeirra.
Eitt af því, sem mjög hefir háð
Dönum við stjórn íslenzkra
mála, er vankunnátta þeirra um
íslenzka tungu. í meir en fimm
hundruð ár er ekki vitað, að
neinn konungur eða ráðherra í
Danmörku hafi lesið eða talað
íslenzka tungu. Aðeins einn
danskur maður, sem starfað
hefir að íslandsmálum í Dan-
mörku, hefir numið íslenzka
tungu vel. Það er dr. Knud Ber-
lin, sem um langan -tima var
settur af dönskum forráða-
mönnum til að verja með ein-
hliða röksemdum málfærslu-
mannsins rétt Dana til yfirráða
á íslandi.
II.
Það er einkennilegt, að athuga
afskipti þriggja frjálslyndra
danskra stjórnmálaskörunga af
málum íslendinga. Ég á þar við
Orla Lehmann, I. C. Christen-
sen og Th. Stauning.
Þegar danska þjóðin braut
hlekki einvaldsstjórnarinnar um
um miðja 19. öld, var Orla Le-
mann einn af áhrifamestu leið-
togum Dana. Hann beitti sér ó-
trauður fyrir því, að danska
þjóðin fengi frelsi. En hann var
jafn sannfærður um, að íslend-
ingar skyldu ekki hafa frelsi
nema sem hreppur i Danaveldi.
Hann og samherjar hans áttu
meginþátt í að Danir synjuðu
íslendingum um sjálfstjórn
1851. Jón Sigurðsson varð að
eyða aldarfjórðungi af æfi sinni
eftir þetta í baráttu fyrir heima-
stjórn íslendinga í stað þess að
vera hinn mikli forustumaður
við að endurreisa íslendinga
sem nútímaþjóð. Framfarir ís-
lands byrja 1874, þegar þjóðin
fær nokkurt sjálfsforræði, eins
að ræða um mikið verðmæti, sem
er þess vert að athugað sé um að
hverju gagni komið geti.
NOTKUN SÆÞÖRUNGA
Til fóffurs. Búpeningur vor
hefir frá landnámstíð til þessa
dags sótt mikið fóður í fjöruna.
Annað tveggja af þeim sæþör-
ungum, sem vaxa í fjöruborðinu,
eða af rekþara. Þetta hefir haft
mikla þýðingu á vetrum, einkum
þá, er litla björg er að finna á
landi, en sæþörungar eru ein-
hæft fóður og ef það er aðal-
fóður búpenings, gera oft vart
við sig veikindi, einkum í sauð-
fé, hið svonefnda fjöruskjögur.
Með góðri beit og viðeigandi
kjarnfóðri er hægt að koma í veg
fyrir þessi veikindi. Hve mikið
fóður búpeningur vor hefir sótt
í fjöruna eða hve mikið má meta
það verðmæti, er enginn sem
veit, en víst er um það, að það
hefir oft og tíðum bjargað fjölda
fjár frá hungurdauða. Hinsveg-
ar er það, að þegar hafísar leggj-
ast að landinu, þá er allur þara-
gróður hulinn ís og hefir það oft
og tíðum valdið miklum sauð-
fjárfelli, þá eigi var um aðrar
fóðurbirgðir að ræða, einkum í
útsveitum.
Að láta búfé sækja fóður sitt
í fjöruna þegar ástæður leyfa
er aðeins lítil notkun af því
fóðurmagni, sem felst í sæþör-
ungagróðrinum, enda er þessi
notkun miklum misfellum und-
irorpin. Bitfjaran er aðeins á
og framfarir Noregs byrja 1814,
þegar Norðmenn urðu húsbænd-
ur á sínu heimili. Það verður
aldrei mælt eða vegið, hve mik-
ið ólán það var fyrir íslendinga,
að Orla Lehmann og þjóðfrelsis-
menn hans skyldu 1851 ekkiunna
íslendingum frelsis og sjálf-
stæðis, eins og sinni eigin þjóð.
En þar kom enn hið sama fram
og endranær. Daninn skildi ekki
málefni íslendinga.
Nú líður meir en hálf öld. I.
C. Christensen er orðinn mest-
ur valdamaður í Danmörku, og
einna mestur áhrifamaður við að
brjóta niður leifarnar af harð-
stjórn Estrups. I. C. Christensen
kemur með Friðriki VIII. í heim-
sókn til íslands. Friðrik kon-
ungur virðist hafa skilið íslend-
inga betur en flestir aðrir
danskir menn og í ræðu, sem
hann flutti áður en hann hélt
heim til Danmerkur, talaði hann
um „bæði ríkin“, ísland og Dan-
mörku. Sjaldan hafa íslending-
ar fagnað meira nokkurri setn-
ingu, sem erlendur maður hefir
mælt um þeirra mál, heldur en
þessari einföldu setningu af
vörum hins milda konungs. En
þrátt fyrir alla sína frelsisbar-
áttu heima fyrir, greip I. C.
Christensen til sinna ráða og
gerði orð konungs að engu. ís-
land átti ekki að fá að vera ríki
við hlið Danmerkur. ísland átti
að halda áfram að vera hjálenda
í Danmörku. Fáum árum áður,
rétt eftir aldamótin, höfðu Danir
efnt til sýningar í Kaupmanna-
höfn fyrir allar nýlendur sínar.
Þar voru sýnd hlið við hlið
landshættir, atvinna og menn-
ing í „bílöndum Dana“, Vestur-
heimseyjunum, Grænlandi og ís-
landi. íslenzkir stúdentar risu
með mikilli hörku gegn þessari
framkvæmd. Þeim þótti lítill
skilningur koma fram í því hjá
forráðamönnum Dana, að sýna
íslendinga við hlið negra og
eskimóa, þó að þessi sýning gæfi
frá sjónarmiði stór-Dana allgóða
hugmynd um hjálendur Dana.
III.
I. C. Christensen hafði ekki
viljað una skoðun Friðriks VIII.,
aff ríkin væru tvö. En veturinn
1907—08 starfaði í Kaupmanna-
höfn fjölmenn íslenzk-donsk
nefnd að því að gera sambands-
sáttmála milli íslands og Dan-
merkur. Tveir af áhrifamestu
mönnum Dana og íslendinga, I.
C. Christensen og Hannes Haf-
stein, voru formenn, hvor fyrir
sínum nefndarhluta. Eftir lang-
ar viðræður allan veturinn gaf
I. C. Christensen og Danir kost
á því, að sambandssáttmálinn
milli landanna skyldi byrja með
yfirlýsingu um að ísland væri
frjálst land í Danaveldi. ísland
átti að vera frjálst, en það átti
nokkrum stöðum og rekþarinn
er stopull. Mönnum hefir því
hugkvæmst að safna sæþörung-
um, þá er nægð er af þeim og
geyma til vetrarfóðurs; nokkrir
hafa þurrkað sæþörunga og not-
að þá þannig til fóðurs, aðrir
hafa búið til súrþara. Mjög
merkilegar eru tilraunir og at-
huganir Daníels Jónssonar
bónda að Eiði á Langanesi, sem
hefir látið gera súrþara um ára-
tugi með mjög góðum árangri.
Því miður hefir þessu verið allt
of lítill gaumur gefinn.
Á næstliðnum árum hefir ver-
ið stofnað hlutafélag til þess að
vinna fóðurmjöl af sæþörung-
um. Félag þetta nefnist Þang-
mjöl. Það hefir byggt verksmiðju
í Hveragerði í Ölfusi, þar sem
sæþörungarnir eru þurrkaðir við
hverahita, síðan malaðir og gert
af þeim þangmjöl, sem hefir ver-
ið notað til fóðurs. Sæþörungun-
um er safnað við Stokkseyri og
siðan fluttir upp í Ölfus til verk-
smiðjunnar. Hér er um nýtt ís-
lenzkt fóðurefni að ræða, sem
ef vel lánast eru möguleikar til
að framleiða í stórum stíl í
landinu, eigi aðeins til innan-
landsnotkunar, heldur og ef til
vill til útflutnings. Hér er því
mikið verkefni fyrir atvinnu-
deild háskólans og Búnaðarfé-
lag íslands, til að láta gjöra
ítarlegar rannsóknir til þess að
komist verði að raun um hvert
fóðurgildi þetta nýja fóðurefni
hefir, samanborið við önnur
fóðurefni. Það hafa verið gerðar
nokkrar undirbúningstilraunir
um þessi efni, sem bend-a til að
hér sé að ræða um verðmætt
fóðurefni.
Til matar. Það er alkunnugt,
að fyrr á öldum var hér notað
að halda áfram að vera hluti
af danska ríkinu. Aðeins einn af
íslenzku nefndarmönnunum,
Skúli Thoroddsen, reis andvígur
gegn þessari skoðun. Allir hinir
íslendingarnir ætluðu að sætta
sig við þetta takmarkaða frelsi,
af því þeim sýndist ógerningur
að fá forráðamenn Dana til að
viðurkenna fullan rétt íslend-
inga.
Allar líkur voru til, a. m. k.
frá sjónarmiði I. C. Christensen,
að þetta frumvarpyrðisamþykkt.
Hannes Hafstein var glæsileg-
asti stjórnmálamaður á íslandi
eftir daga Jóns Sigurðssonar.
Hann var foringi í sterkum
meirahlutaflokki í Alþingi.
Margir af helztu mönnum í and-
ófsflokknum fylgdu Hafstein í
þessu máli. Almennar kosningar
urðu um tilboð Dana haustið
1908. Beið Hannes Hafstein þar
hinn mesta kosningaósigur, sem
sögur eru um í þingsögu íslend-
inga. Gamlir og rótgrónir þing-
höfðingjar féllu við þessar kosn-
ingar fyrir nýliðum, sem hétu
því að láta Alþingi aldrei sam-
þykkja, að ísland væri hluti af
Danaveldi. Hér var þjóðin sjálf
að verki, bændur, sjómenn,
verkamenn og mikið af verzlun-
arstétt landsins og mennta-
mönnum. Dómur íslenzku .þjóð-
arinnar var alveg ótvíræður.
Hún ætlaði ekki að sætta sig við
minna en orð Friðriks konungs
um að ísland yrði sjálfstætt
ríki.
Nú liðu tíu ár. Heimsstyrjöld-
inni var að verða lokið á þann
hátt að sýnilegt var að Dönum
stæði til boða að endurheimta
danska hlutann af Slésvik, sam-
kvæmt þjóðerniskröfum. Fram-
sýnir menn í Danmörku sáu, að
ekki var hentugt fyrir Dani við
samningaborðið um norðurhlið
Slésvíkur, að hægt væri að
benda á ísland, þar sem Danir
hefðu ekki viðurkennt rétt minni
þjóðar til fullkomins sjálfstæð-
is. Þetta varð til þess, að snemma
um vorið 1918 kom I. C. Christ-
ensen með þrjá aðra merka,
danska þjóðmálaleiðtoga og
bauð íslendingum það, sem hann
hafði neitað þeim um, þegar
hann var hér í fylgd með Frið-
riki konungi VIII. Nú skyldi ís-
land vera frjálst og fullvalda
ríki við hlið Danmerkur. En um
næsta aldarfjórðungs skeið
skyldu Danir fara með utanrík-
ismál íslendinga Danir skyldu
hafa fullan þegnrétt á íslandi
og íslendingar í Danmörku.
Danir skyldu auk þess hafa
jafnrétti við íslendinga í ís-
lenzkri landhelgi. Danir skyldu
verja íslenzku landhelgina.
Hæstiréttur Dana skyldi fyrst
um sinn vera æðsti dómstóll í
íslenzkum málum..
íslendingum var ekki geðfellt
mikið af sölum til matar. Söl-
unum var safnað, þau þvegin
og þurrkuð og geymd til vetrar-
forða. Sölin gengu kaupum og
sölum upp um allar sveitir. Að
notkun sölva hafi verið rétt-
mæt benda hinar nýju norsku
rannsóknir á, þær segja að í söl-
unum sé mikið af vitaminum t.
d. af C-vitaminum hálfu meira
heldur en í sítrónum. Sæþör-
ungar eru mikið notaðir til mat-
ar bæði í Japan, Kína og víðar.
Önnur notkun sæþörunga hef-
ir verið til áburðar, það hefir
verið brennd af þeim aska, sem
joð hefir verið unnið af o. fl. o. fl.
Um þetta verður eigi talað nán-
ar að sinni.
RANNSÓKNIR
Á SÆÞÖRUNGUM.
Innlendar rannsóknir. Dr.
phil. Helgi Jónsson hefir rann-
sakað sæþörunga við strendur
landsins. Til þessara rannsókna
fékk hann styrk frá Carlsberg-
Fondet í Kaupmannahöfn og
Alþingi. Um þetta hefir hann
skrifað doktorsritgérð: Om Al-
gevegetationen ved Islands Kys-
ter, 1910. Þá hefir hann og skrif-
að um sæþörunga í Búnaðarrit-
ið 1918. Þessar ritgerðir segja
mest um útbreiðslu sæþörunga
og hverjar tegundir vaxi hér við
land. Þá hefir Ásgeir Torfason
rannsakað efnainnihald sæþör-
unga, en þessar rannsóknir eru
fáar og eigi nægilega víðtækar
eftir nútíma kröfum, svo að þær
hafi mikið gildi. Nýjar efna-
rannsóknir eru því nauðsynlegar
til þess að fá fulla vissu um nær-
ingar- og fóðurgildi sæþörunga.
í sambandi við það er nauðsyn-
legt að rannsaka vitamin-inni-
hald og önnur efni, sem sæþör-
að semja um þessi sameigin-
legu mál. En I. C. Christensen
hafði ekki gerbreytzt á tíu ár-
um. Hann stóð enn í sporum
Orla Lehmann frá mi'ðri 19. öld,
eftir því sem kringumstæður
leyfðu. Alveg sérstaklega voru
íslendingar mótfallnir sameig-
inlegum þegnrétti við Dani og að
gefa Dönum fullan rétt til aö
nota landhelgi íslands. En bæði
þessi atriði voru föst skilyrði fyr-
ir því að fullveldi íslands yrði
viðurkennt. Leiðtogar íslendinga
unnu til að viðurkenna þessa ó-
eðlilegu hagsmunaaðstöðu er-
lendrar þjóðar í aldarfjórðung
til að fá endanlega viðurkennt
að þjóðin væri frjáls.
íslendingar sýndu í verki, að
þeir vildu vera húsbændur á sínu
heimili. Árið eftir að sambands-
sáttmálinn var undirritaður,
stofnuðu þeir sinn eiginn hæsta-
rétt. Litlu síðar byrjuðu íslend-
ingar að eignast gæzluskip og
vopnaða varðbáta til að verja
landhelgina, þannig að engin ó-
þægindi væru nú að því fyrir
íslendinga, þó að Danir hættu
að láta gæzluskip sitt koma til
landsins. Þegar verzlunarerfið-
leikar fóru að aukast milli þjóð-
anna eftir 1920, byrjuðu íslend-
ingar að hafa samningamenn
frá íslandi við alla samninga
um viðskipti, sem gerðir voru við
aðrar þjóðir. Danskir sendiherr-
ar og ræðismenn hafa verið til
aðstoðar við þessi störf, og jafn-
an komið vel fram. En enginn
danskur sendiherra utan ís-
lands skilur íslenzku. Af skiljan-
legum ástæðum geta þeir þess
vegna ekki haft kunnugleika á
málum þeim, sem samið er um í
verzlunarskiptum þjóðanna. ís-
lendingum er þess vegna ljóst,
að þeir verða að gæta sjálfir
sinna utanríkismála, þar sem
þeir hafa mest skipti við aðrar
þjóðir, því að engir aðrir sinna
með nokkrum kunnugleika
vandamálum þeirra í öðrum
löndum.
IV.
Th. Stauning dvaldi í sumar-
leyfi sínu á íslandi nú í ár. Þeg-
ar hann kom til Danmerkur,
átti hann viðtal við stjórnarblað
sitt. Lét hann vel af för sinni.
Taldi sig hafa mætt hlýleik og
gestrisni hjá íslendingum. Síð-
an lét hann falla nokkur orð,
sem bentu í þá átt, að hann
hefði verið að leita hófanna við
stjórnmálamenn á íslandi,
hvort þeir hyggðu að nota upp-
sagnarákvæði sáttmálans frá
1918. Hann gaf í skyn, að ís-
lendingar létu sér hægt í þess-
um málum. Þingflokkarnir
hefðu ekki tekið afstöðu í þess-
um efnum. Helzt var svo að
skilja á þessu viðtali, að sá, sem
þetta ritar, væri eini íslending-
(Framh. á 3. síðu)
ungar hafa að geyma. í sam-
bandi við efnagreiningarnar
þurfa svo að standa fóðurtil-
raunir í þessum efnum, en þörf
er á áframhaldandi tilraunum,
svo full þekking fáist á hvert
fóðurgildi sæþörungarnir hafa,
bæði nýir, sem súrþari eða sem
þangmjöl.
Norskar rannsóknir. Við Nor-
egs strendur vex mikið af sæ-
þörungum. Notkun þeirra hefir
verið á líkan hátt og hér, þó
hefir þar verið brennt mikið af
sæþörungum til ösku og unnið
úr henni joð og fleiri efni. Sum
árin hefir verðmæti þaraösk-
unnar að undanförnu verið
meira en 1 miljón króna. Nú er
þessari framleiðslu hætt vegna
þess að ódýrara er að vinna joð
úr öðrum efnum, svo sem af sölt-
um þeim, sem liggja með chile-
saltpétri eða við olíunámur í
Rússlandi og Japan. Nýlega hafa
Norðmenn hafizt handa með að
gjöra ítarlegar rannsóknir á sæ-
þörungum og láta rannsaka all-
ítarlega hver efni í þeim væru
og hver not mætti af þeim hafa.
Þessar rannsóknif byrjuðu árið
1935 og hafa tveir verkfræðing-
ar unnið að þeim síðan með að-
stoð rannsóknarstofanna. Hér
verður eigi fjölyrt um árangur
þessara rannsókna, en aðeins
bent á, að í ljós hefir komið, að
efnainnihald sæþörunga er
næsta mismunandi eftir árstíð-
um. Sæþörungar eru ríkastir af
efnum á sumrum og fram á
haust. Það hefir þess vegna
mikla þýðingu, að sæþörungar,
sem ætlaðir eru til fóðurs, séu
teknir á þeim tíma, þegar nær-
ingargildi þeirra er mest. Getur
það munað nær helmingi eða
(Framh. á 4. síðu)
Sig. Sigurðsgon Syrv. búnaðarmálaslj.
Um sæþörunga