Tíminn - 12.09.1939, Blaðsíða 4
420
TflirVX. 12. sept. 1939
105. lilað
Yfir landamærin
1. Það hefir að vonum vakið litla at-
hygli, en samt er það eftirtektarvert,
að annað kommúnistablaðið, „Nýtt
land“, hefir ekki komið út seinasta
hálfan mánuðinn, enda þótt tvö blöð
af því hefðu átt að koma út á þessum
tíma, Ástæðan til þess mun sú, að rit-
stjóri blaðsins mun ekki í fyrstu hafa
viljað taka sömu afstöðu til þýzk-rúss-
neska samningsins og stjórn kommún-
istaflokksins og gerði sig jafnvel beran
að þeirri dirfsku, að segja í seinasta
blaðinu, sem út kom, að erfitt væri að
sjá hver gróði samningurinn væri fyrir
sósíalisma Vestur-Evrópu. Fyrir þetta
hefir blað hans verið sett í bann, en
sagt er, að það verði leyst úr því um
næstu helgi. Verður þá fróðlegt að sjá,
hvort tekizt hefir að koma ritstjóran-
um á „rétta" línu, hvort hann verður
að gefa svipaða yfirlýsingu um „línu-
villu“ og ísleifur Högnason og Gunnar
Jóhannsson forðum eða hvort hann
verður látinn hverfa frá störfum sökum
þessa misskilnings á óskeikulleika
Stalins!
2. Kommúnistablaðið herðir æsing-
artilraunir sínar gegn stríðsráðstöfun-
um ríkisstjórnarinnar. T. d. segir í for-
ystugrein blaðsins á sunnudaginn, að
umtal stjórnarinnar um að eitt skuli
yfir alla ganga „sé falsháttur einn til
að koma fram ennþá meira níðings-
verki" og „fagurgali til að gera sér til
hægari verka, að troða þúsundir manna
undir“. Er þarflaust að svara slíkum
fáryrðum sérstaklega, því að dómgreind
almennings er áreiðanlega það mikil,
að þau svara sér bezt sjálf og lýsa svo
vel tilgangi kommúnista að hann
þarfnast engra skýringa.
x+y.
Síldveiðarnar í sumar
(Framh. af 1. síðu)
nam samanlagt yfir 7000 mál-
um bræðslusíldar og tunnum
saltsíldar.
93 mótorskip voru að síldveið-
um í sumar. Voru 19 þeirra frá
Akureyri, 14 úr Vestmannaeyj-
um, 12 úr ísafirði, 9 úr Siglufirði,
9 úr Reykjavík, 8 frá Akranesi,
4 úr Neskaupstað í Norðfirði, 2
úr Njarðvíkum, 2 Hafnarfirði,
2 frá Hjalteyri, 2 úr Hólmavík og
1 frá Þingeyri, Stykkishólmi,
Reyðarfirði, Sandgerði, Rauðu-
vík, Hnífsdal, Suðureyri við Súg-
andafjörð, Fáskrúðfirði, Eski-
firði og Gerðum. Af þessum
skipum varð Dagný úr Siglufirði
aflahæst, fékk 9204 mál bræðslu-
síldar og 1891 tunnu saltsíld-
ar. Næst henni að fengsæld
varð Súlan frá Akureyri, er fékk
6889 mál bræðslusíldar og 2184
tunnur saltsildar. Þriðja mótor-
skipið að aflasæld varð Garðar
úr Vestmannaeyjum, sem fékk
5862 mál bræðslusíldar og 2499
tunnur saltsíldar. 19 mótorskip
önnur fengu yfir 5000 mál og
tunnur síldar samanlagt.
68 vélbátar voru saman tveir
um nót. 14 þeirra voru úr Vest--
mannaeyjum, 10 úr Neskaupstað
í Norðfirði, 8 úr Ólafsfirði, 8 úr
Dalvik, 6 frá Hrísey, 4 úr Fá-
skrúðsfirði, 4 úr Keflavík, 2 úr
Seyðisfiröi, 2 úr Garði, 2 úr Eski-
firði, 2 frá Árskógssandi, 2 úr
Húsavík, 2 úr Njarðvíkum, 1 úr
Sandgerði og 1 úr Siglufirði. Af
vélbátum þessum eru aflahæst-
ir Gulltoppur og Hafaldan úr
Vestmannaeyjum, hafa fengið
4326 mál bræðslusíldár og 1006
tunnur saltsíldar. Næstir eru
Barði og Vísir úr Húsavík, sem
hafa fengið 3427 mál bræðslu-
<JR BÆNUM
Breytingar á
strætisvagnaf erðum
í því skyni að spara bensín standa
nú fyrir dyrum. Verður bæði fækkað
ferðum og einstakir vagnar látnir
hætta að ganga á þeim leiðum, sem
hafa verið starfræktar að undanförnu.
Til eftirlits umferðinni
var á sunnudaginn settur lögreglu-
vörður við brúna á Elliðaánum. Voru
jafnvel bifreiðar gerðar afturreka,
þær er lítilla erinda þóttu fara út úr
bænum.
*
Skip Eimskipafélagsins
hafa nú tekið upp ferðir að nýju. Hin
þrjú skip, er lágu í útlendum höfnum,
meðan verið var að koma stríðsvá-
tryggingunum í lag, eru nú á leið til
íslands.
Kennsla í háskólanum
hefst í næstu viku, 17.—23. septem-
ber. Setningarhátíð verður engin að
þessu sinni. Nýir háskólaborgarar eiga
að gefa sig fram á skrifstofu háskólans
sem bráðast og eigi seinna en 30. sept-
ember. Stúdentar, sem ekki óska skrá-
setningar fyrr en eftir þann dag, fá
ekki inngöngu í háskólann fyrr en
1. febrúar.
Aðalstöðin
hefir leyfi til bifreiðaaksturs i nótt.
Vígslu
hinnar nýju kirkju að Núpi í Dýra-
firði, hefir verið frestað til næstkom-
andi sunnudags.
Leynilegar útvarpsstöðvar.
Nýlega hafa verið fundnar með mið-
unum tvær leynilegar útvarpsstöðvar
hér á landi, önnur í Reykjavík, hin á
Akureyri. Hafa þær báðar verið gerðar
upptækar og eigendur þeirra, Sigurður
Breiðfjörð Finnbogason, Nönnugötu 1
og Þórhallur Pálsson á Akureyri, teknir
til yfirheyrslu. Segjast þeir hafa þessar
útvarpsstöðvar sér til leiks og gamans
og standa í sambandi við alþjóðlegan
félagsskap, er til sé meðal eigenda
slíkra sendistöðva.
Tónleikar.
Emil Telmányi og Páll ísólfsson efna
til tónleika í dómkirkjunni í kvöld og
hefjast þeir klukkan 8.30. Viðfangsefni
þeirra verða eftir Corelli, Pál ísólfsson,
Hándel, Bacli, Mozart, Kreisler, Buxte-
hude.
Tvær nýjar bækur,
Sögur eftir Þóri Bergsson og 160 fisk-
réttir eftir Helgu Sigurðardóttur, eru
nýkomnar út á vegum ísafoldarprent-
smiðju.
Hjúskapur.
Ungfrú Regína Emilsdóttir frá Stuðl-
um í Reyðarfirði og Karl Ferdínand
Thorarensen, katlasmiður í Stálsmiðj-
unni í Reykjavík, voru nýlega gefin
saman á Akureyri af séra Friðrik Rafn-
ar. Heimili ungu hjónanna verður á
Þvervegi 2 í Skerjafirði.
síldar og 1344 tunnur saltsíldar.
Þriðju eru Gísli J. Johnsen og
Veiga úr Vestmannaeyjum, sem
hafa fengið 3370 mál bræðslu-
síldar og 1111 tunnur saltsíldar.
Auk þess eru sex bátasamstæð-
ur með afia, sem nemur yfir 4000
bræðslusíldarmál og saltsíldar-
tunnur.
Loks eru nokkrir bátar þrír
um nót. Eru það þrjár samstæð-
ur, úr Neskaupstað, Húsavík og
Dalvík.
Tólf færeysk skip hafa stund-
að hér síldveiðar og eru sum
nokkuð aflahá, Kyrjasteinur
hæst með 9936 mál bræðslusíld-
ar og dálítinn saltsíldarafla, og
eitt danskt leiguskip.
Mimil Vestfjjarða.
(Framh. af 3. síðu)
heldur kaus að „byggja útnesið",
en hin „góðu héruðin".
Ekki vegna þess, að hér væri
betra að búa, heldur hins, að
þeir gerðu, að tilætlun forsjón-
arinnar, þann hlutann jafn líf-
vænlegan hinum.
Lífsköllunin sú, að gera þyrni-
runna að gróðrarreitum fyrir
loga lífsáhuga og starfs, — loga,
sem vermir, en brennir ekki, —
sú köllun er ekki staðbundin,
hún á engu síður heima í hróstr-
hún á engu síður heima í
hrjóstrinu en frjóseminni, á út-
nesjum en í höfuðborgum.
Heiðruðu héraðsbúar!
Um leið og við í dag minnumst
liðna tínrans, minnumst þess, að
hér í þessu héraði hefir verið
haldið uppi þing- og héraðs-
málafundum í 40 ár, vil ég sem
forseti þessa fundar bera fram
þá ósk fyrir ókomna tímann, að
útnes þetta byggi ávallt, á öllum
tímum, menn, — menn með
heita trú á framtið þessa fagra
lands og kjarnmiklu þjóðar,
menn, sem gera garðinn frægan,
hver á sinni tíð, eins og guðirn-
ir sjálfir hefðu þeim þar hlut-
verk sett, — mundi þá svo geta
farið, að útnes þetta yrði höfuð-
aðsetur sannra mennta og
manndóms, á líkan hátt og „út-
nesið“, er Karli flýði frá, reynd-
ist siðar vaxa upp til að verða
höfuðstaður íslands.
Lengi lifi Vestfirðingar!
Ólafur Ólafsson.
Um sæþörauga.
(Framh. af 2. síöu)
meira hvaða fóðurgildi sæþör-
ungar hafa, eftir því hvort þeir
eru teknir á haustin eða á vorin,
þvi þá er fóðurmagnið minnst.
Þessar norsku rannsóknir eru
annars mjög ítarlegar. Það er
gerð grein fyrir hverjar sæþör-
ungategundir vaxi við strendur
landsins og hve útbreiðsla
þeirra sé mikil á hinum ýmsu
stöðum. Það eru gerðar efna-
greiningar í öllum mánuðum
ársins á hverri einstakri teg-
und. Einnig er rannsakað ná-
kvæmlega efnainnihald sæþör-
unganna, vitamin o. fl„ svo eru
gerðar tilraunir með hvernig sé
hægt að aðgreina þessi efni og
vinna úr þeim nytsama hluti.
Hér er aðeins minnzt á
nokkur atriði viðvíkjandi sæ-
þörungum, sérstaklega hvað við-
víkur fóðurgildi þeirra. Án efa
er hér um mikið verðmæti að
ræða, sem til þessa hefir verið
lítt notað. Nákvæmar rannsókn-
ir á þessu eru því aðkallandi.
Meðal annars hafa Norðmenn
komizt að raun um, að í þaran-
um er allmikið af sykurefnum,
sem síðar má breyta í vínanda
og það eru möguleikar til að
framleiða af honum mörg gagn-
leg efni. Tilgangurinn með þess-
um línum er aðeins að vekja
eftirtekt á verðmæti sæþör-
unganna, ef ske kynni, að það
yrði til þess að hér yrði hafizt
handa með ýmiskonar athugan-
ir og rannsóknir.
234 William McLeod Raine:
Þeim seinkaði samt, því að annar
afturhjólbarðinn á vagninum hafði bil-
að. Þetta var smáskemmd, og loftið
hafði lekið úr slöngunni eftir að þeir
komu til bæjarins. Lögreglumennirnir
gerðu að skemmdinni, en Peters leit
eftir fanganum á meðan.
Dyrnar á íbúðarhúsinu lukust upp,
einhver kom út og nálgaðist hópinn á
hlaðinu.
— Ungfrú Molly ætlar að fara að riða
út, sagði Slim.
Þetta var auðséð. Molly var í reiðföt-
um og með klút bundinn yfir höfuðið.
Taylor hafði orðið hennar var undir
eins og dyrnar opnuðust. Hann þekkti
þessi hröðu, fjörlegu og ákveðnu skref,
sém hann hafði ekki tekið eftir hjá
neinni annarri konu. Hann hefði getað
fallizt á að til væru aðrar konar, sem
hefðu svipað göngulag, en hann hafði
enga aðra séð ennþá. Enda hefðu engri
annarri konu fylgt þessir töfrar, sem
hann varð var við.
Var þetta eitt af duttlungum tilver-
unnar? Molly var eina konan, sem gat
töfrað hann með sínum hrífandi per-
sónuleika. Hann dáðist að hreyfingum
hennar. Höfuðburðurinn var tígulegur
og fagur. í gljáanum á brosi hennar
virtist allur ylur sólarinnar safnaður
saman. Hann fylltist furðulegri eftir-
Flóttamaðurinn frá Texas 235
væntingu, er hann kom auga á hana.
Þessi ljómi ástarinnar var vitanlega
undarlegur, næstum hlægilegur, en
þetta var samt veruleiki og virtist líf-
inu eðlilegt, rétt eins og að draga and-
ann. Þannig voru tilfinningar Taylors,
er Molly nálgaðist.
Molly vissi ekki að fanginn var þarna,
fyrr en hún var rétt komin að þeim.
Þetta var auðséð, hún nam allt í einu
staðar, starði undrandi á Taylor og roð-
inn hljóp fram í kinnar henni.
Fanginn staröi á móti, eins og hungr-
aður, eins og hann vildi fylla sig forða
af endurminningum, sem nægðu hon-
um í hinni skuggalegu framtíð. Hann
kom þó brátt til sjálfs sín aftur, mundi
að þau voru ekki tvö ein og þessi for-
vitnu augu, sem á þeim hvíldu, gátu
séð of mikið.
— Hvernig hefir Steve Walsh það,
spurði hann rámri rödd, sem hann tæp-
ast þekkti sjálfur sem sína eigin.
— Honum er að batna.
— Talaðu ekki við ungfrú Molly, lags-
maður, skipaði Slim.
Molly leit ekki við kúrekanum.
— Gerðu svo vel, sagði hún skærri
röddu.
— Ég skaut hann ekki. Ég .hefi óskað
eftir tækifæri til að segja þé.r það. Ég
reyndi að bjarga honum.
Nú hlakka ég tU að fá kaffi-
sopa með Freyjukaffibætis-
dufti, því þá veit ég að kaff-
ið hressir mig
Hafið þér athugað það, að
Freyju-kaffibætisduft inni-
GAML BÍÓ—
Ástmey
ræningjans
Gullfalleg og hrífandi
stórmynd, eftir óperu Puc-
cinis „The girl of the gol-
den West“.
Aðalhlutverk leikur og
syngur:
JEANETTE MC DONALD
og
NELSON EDDY.
NÝJA BÍÓ'4
Víctoría míkla
Englands-
drottníng
Söguleg stórmynd, sem
er mikilfengleg lýsing á
hinni löngu og viðburða-
ríku stjórnaræfi Viktoríu
drottningar, og jafnframt
lýsir hún einhverri aðdá-
unarverðustu ástarsögu
veraldarinnar.
Gula bandið
©r bezta og ódýrasta smjörlíkið.
t heildsöln hjá
heldur ekkert vatn, og er
því 15% ódýrara en kaffi-
bætir í stöngum
REYNIÐ FREYJU-DUFT
Áhril þýzk-rússneska
sáttmálans
(Framh. af 1. síðu)
tóku í sama streng og sögðu að
Bretar, en ekki Rússar, væru
erkifjendur Japana. í tilefni af
þessu vakti það því mikla at-
hygli, þegar eitt helzta blað
Japana, Kokumin Shimbun, birti
þá frétt, að Molotoff hefði lagt
þá tillögu fyrir sendiherra Jap-
ana í Moskva, að Rússar og
Japanir gerðu hlutleysissamn-
ing. Tóku japönsku blöðin þetta
óstinnt upp og sögðu að samn-
ingar milli Rússa og Japana
kæmi ekki til mála, enda virðast
Japanir andstætt óskum Þjóð-
verja og Rússa ætla að semja
við Breta. Er lítill vafi á því, að
samvinna við Breta yrði Jap-
önum giftudrýgri en samvinna
við Þjóðverja, og eins og sakir
standa munu Bretar ekki hafna
samvinnu við Japani.
Því fer mjög fjarri — eins og
kommúnistar utan Rússlands
halda fram —- að þýzk-rússneski
samningurinn hafi verið áfall
fyrir Japani, þar sem hann hefir
svipt Chiang Kai Shek hjálp
Breta og veitt Japönum tæki-
færi til að taka upp hagkvæmari
utanríkisstefnu. Samningur
.Þjóðverja og Rússa hefir heldur
ekki haft þann tilgang að veikja
Japani. Vonir beggja voru þær,
að þeim tækist að espa Japani
til að eyðileggja veldi Breta í
Austurálfu, sem er rússneska
kommúnismanum og þýzka naz-
ismanum jafnmikill þyrnir í
í augum. En flest bendir til að
þessar vonir hafi misheppnast.
Frá styrjöldinni
(Framh. af 1. síðu)
verjar flytja bæði mikið af her-
liði og flugvélum til vígstöðv-
anna þar. Frönskum flugvélum
hefir heppnast að ná þýðingar-
miklum Ijósmyndum af Sieg-
friedlínunni.
Rússar hervæðast af miklu
kappi við landamæri Póllands
og Rúmeníu. Hefir það vakið
mikla athygli og styrkt þann
grun, að Rússar hafi gert leyni-
samning við Þjóðverja um að
þeir taki aftur þau héruð, sem
þeir misstu til Pólverja og Rúm-
ena eftir heimsstyrjöldina.
Rúmenar grafa skotgrafir af
miklu kappi við rússnesku
landamærin.
Kanada hefir sagt Þýzkalandi
stríð á hendur. Hafa þá 8 lönd
sagt Þjóðverjum stríð á hendur.
Enska herstjórnin hefir gefið
út þá fyrirskipun, að miða skuli
allar styrjaldarráðstafanir við
Samband ísl.samvinnufélaga
Sími 1080.
2 nýjar bæknr
Þórir Bergsson: Sögur
Helga Sigurðardóttir: 160 fiskréttir
Þórir Bergsson hefir birt eftir sig nokkrar sögur á undanförn ■
um árum í íslenzkum tímaritum. Hafa sögur þessar vakið mikla
athygli, enda er hann alveg tvímælalaust einn af okkar beztu
rithöfundum, og margar af þeim sögum, er hér birtast, listaverk.
Helga Sigurðardóttir hefir áður gefið út nokkrar bækur 03
samið fjölda greina til leiðbeiningar húsmæðrum. Má þar nefnn:
„Lærið að matbúa--, „Bökun í heimahúsum“, „150 jurtaréttir" 0.
fl. Helga hefir mörg undanfarin ár kennt matreiðslu í skólum og
á námskeiðum og hefir því ágæta þekkingu á þessum málum.
Fást í bókaverzlunum.
Bókaverzl 1111 I saf oldarpreittsmiðjia
Sími 4527.
2O°|0 3O°|0 45°|0
O S T A R
frá Mjólkursamlagi Eyfirdinga
alltaf fyrirliggjandi
í heildsölu.
Samband ísl.samvínnuíélaga
Sími 1080.
Lítil athugasemd.
í blaðinu „Tíminn“ 29. ágúst
segir: „.... núverandi nafn á
landssamtökum samvinnufélag-
anna: „Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga", var ákveðið að
Sauðárkróki á aðalfundi sam-
bandsins 1910“. — Fundur til
undirbúnings stofnunar sam-
bands kaupfélaga landsins var
haldinn í Reykjavík (ártalið
man ég ekki). Var fundurinn í
húsi Búnaðarfélags íslands
(vesturherberginu). Þar var Sig-
urður á Yzta-Felli fundarstjóri.
Á þeim fundi var Björn í Graf-
arholti f. h. Sláturfélags Suð-
urlands.
Þá er ákveðið hafði verið að
stofna sambandið, óskaði fund-
arstjóri eftir tillögum um nafn
þess. Komu fram ýmsar: Sam-
bandskaupfélag, Kaupfélaga-
samband, 0. fl. Gekk þá Björn
í Grafarholti að töflunni, er á
veggnum hékk, og ritaði á hana:
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga, skammstafað: S. í. S. —
Sigurður 0. fl. kváðust fella sig
bezt við það nafn, og man ég
ekki betur en að það væri þá
þegar samþykkt.
Fundarmaður.
það, að styrjöldin muni a. m. k.
standa í þrjú ár.
Sannazt hefir að þýzkar stríðs-
flugvélar hafi flogið yfir Hol-
land og enskar stríðsflugvélar
yfir Belgíu.
Umil Telinanyi
Og
Páll Isólfsson
Tónleikar
í Dómkírkjunni
í kvöld kl. 8y2.
Vifffangsefni eftir: Corelli, Pál
ísólfsson, Hándel, Bach, Mozart,
Kreisler, Buxtehude.
Aðgöngumiðar fást í Bóka-
verzlun Sigf. Eymundssonar,
Hljóðfæraverzl. Sigríðar Helga-
dóttur og Hljóðfærahúsinu og
við innganginn.
KENNARI, sem stundað hefir
framhaldsnám erlendis, kennir
ensku og almennar námsgrein-
ar. Uppl. síma 5311.
Kopar
keyptur í Landssmiðjunni.
Oddiellowhúsíð
s e 1 u r:
EINSTAKAR
MÁLTÍÐIR.
MÁNAÐARFÆÐI.
VIKUFÆÐI.
— Spyrjiff um verff.