Tíminn - 14.09.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.09.1939, Blaðsíða 2
422 TÍMIM, ffmmtndagiim 14. sept. 1939 106. blað ‘gíminn Fimtudaainn 14. sept. HjúHéðínsogStalíns eíga bágt Hversu illa, sem mönnum kann að vera við kommúnistapiltana, sem rita Þjóðviljann, og mislíka tilraunir þeirra til að sundra þjóðinni á hinum alvarlegu tím- um, verður að taka tillit til þess að þeir eiga ákaflega bágt og bágindi valda oft taugaæsingi, sem annars myndi ekki gera vart við sig. Það er vissulega enginn sæld- arkjör að gera það hvorttveggja í senn, að látast berjast fyrir þeim málum, sem kommúnistar þykjast hafa á oddinum, og þjóna Héðni og Stalin. Það er ekkert gaman að þykj- ast vera á móti háum launum og hafa svo Héðinn fyrir for- mann innlendu flokksdeildar- innar. Það er ekkert spaug að skammast yfir „luxus“-íbúðum, einkabifreiðum og eyðsluferða- lögum og afsaka jafnhliða fram- ferði Héðins í þessum efnum. Það er ekkert öfundsvert að þykjast vera á móti okri og dýr- tið og verða jafnframt að bera blak af olíuokri Héðins. Það er alveg gamanlaust, að telja sig andvíga fjárbröskur- unum og að útlendingar hag- nýti auðlindir landsins, en þurfa síðan að fylgja Héðni í því, að óþekktum og umboðslausum er- lendum fjárbrallsmönnum verði veitt heimild til að braska með fjármál landsins og leyft nær skilyrðislaust að hagnýta órann- sökuð námuverðmæti á Vest- fjörðum. Þannig mætti lengi telja. Nær allsstaðar, þar sem kommúnist- ar ætla að látast fylgja fram réttu máli, stendur flokksforingi þeirra eins og hauslaus draugur á veginum og veifar þeim með höfðinu að hörfa til baka. En öllu ver eru þeir þó leikn- ir af sjálfum höfuðpaurnum og yfirmanni allra kommúnista- flokka, sem er rússneski einvald- inn Stalin. Það er vissulega ekkert á- nægjuleg tilhugsun að vera í mörg ár búinn að skamma þýzka nazismann og telja hann erki- óvin mannkynsins, en verða síðan fyrirvaralaust að leggja blessun sína yfir faðmlög Hitl- ers og Stalins. Það eru sannarlega óskemmti- leg örlög, að hafa talið Stalin helzta forsvarsmann friðarins og þurfa síðan að verja þann verknað hans, að hafa hrundið af stað Evrópustyrjöld, sem hann gat hæglega afstýrt. Það er vissulega óþægilegt hlutverk, að hafa talið Stalin bezta vin og verndara smáþjóð- anna og þurfa síðan að verja hann, þegar hann heldur að sér höndum og virðist horfa á það með stakri velþóknun, hversu grimmilega pólska þjóðin er leikin af hinu þýzka ofurefli. Þanníg mætti einnig telja lengi. Það er því ekkert undar- legt, þótt menn, sem vilja lát- ast fylgja góðum málum, en hafa svo húsbændur sína líkt og óviðráðanlegar torfærur á veginum, missi stundum jafn- vægið á skapsmununum, æsist meira en góðu hófi gegnir og finni reiði sinni útrás í lygum og skömmum um andstæðing- ana. Menn geta að vísu sagt, að þetta sé þeim sjálfskaparvíti, þar sem þeim sé hægur vandi að losa sig við yfirráð Héðins og Stalins. En þess verður að gæta, að undirlægjuhátturinn virðist svo runninn þeim í merg og blóð, að þeir geti ekki losað sig úr vistinni, a. m. k. ekki frá Stal- in. Hefðu þeir kjark og mann- dóm til þess myndu þeir hafa gert það á dögunum, þegar Stal- in gerði hinn illræmda vináttu- samning við nazismann. Það er þetta manndómsleysi þeirra, sem gerir þá aumkunar- verða. Til þessa vesaldóms þeirra ber mönnum að taka tillit í dóm- um sínum um þá. Það á að for- dæma verk þeirra og æsingatil- raunir að verðleikum, en sýna þeim jafnhliða þann skilning og (Framh. á 3. siSu) Sjóðabréf til Vestur-I’slendin ÖRN ARNARSON. Þetta kvæ'ði varð þannig til, að i fyrra, er samtímis bar að ferð Guttorms Guttormssonar, norður og austur um land, til átthaga sinna, og ferð ríkisarfahjónanna norður til Akureyrar, lá Örn Arnarson hættu- lega veikur á sjúkrahúsi í Hafnarfirði. Vinur hans, Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi, heimsótti hann þá, eitt sinn sem oftar, og lét orð falla á þá leið, að ólíku ötulli væru blöðin að tína til hið smávægilegasta í ferð ríkisarfahjónanna en að greina frá aðalatriðum í ferð hins heimboðna fulltrúa þjóðbræðra okkar vestanhafs. Skáldið svaraði þessu engu, en sendi Guttormi kvæðið, — og líklega nafnlaust — er hann kom suður litlu síðar, ferðbúinn heim. Það mun hafa verið ritað með hvíldum, upp við dogg þegar af bráði. Örn Arnarson hefir ekki staðið á gatnamótum um dagana, enda var það af hendingu í sumar, að tilvera þessa kvæðis barst í samtal okkar Kjartans um nýafstaöinn Vestmannadag, en Kjartan er manna skyggn- astur á skáldskap, og sjóðminnugur. Pannst mér svo til um það, sem hann hafði yfir úr kvæðinu, að ég gekk á fund Arnar Arnarsonar, og kom þar máli okkar, að hann vildi tileinka birtingu kvæðisins 1. Vestmanna- degi á íslandi, enda yrði þá, að bón minni, kvæðið birt samtímis hér heima og í báðum vestur-íslenzku blöð- unum. Þar kemur það, að öllu sjálfráðu, þessa dagana, 13. og 14. september. Þarfleysa væri það mér, sem öðrum, að fjölyrða um þetta kvæði, því að það mun sjálft tala, löngu eftir að gleymd væru slík skrif öll. En af því að ég veit hvergi jafn fagurt fram settan skilning beztu manna hér- lendis á meginorsök vesturferðanna og hvernig gera beri upp alla reikninga þeirra, get ég ekki orða bundizt um að fagna því, hvílíkur síeflandi kvæðið er nýauknu sambandi okkar við Vestur-íslendinga, og í senn leiðarljós þeim, sem enn hafa ekki áttað sig á öllum staðreyndum, sem að þessum málum lúta. Reykjavík, 12. september 1939. Sigfús Halldórs frá Höfnum. Landiiemar. Nú hvílir sá vestur hjá vötnum, í vígðum og friðuðum reit, sem austur í heimalandshögum við harðrétti barnsskónum sleit. Svo langt er frá vöggu að leiði hjá landnemans framgjörnu sveit. En skammt er úr ösku í eldinn, og óviss hver hamingjuleit. Mig langar — þótt velti á litlu hvar landnemar hvíla í fold — að færa þeim fífil og sóley, sem fæddust í íslenzkri mold. Það grær yfir allar grafir, svo gleymist hver sefur þar. En lengi mun sjá fyrir leiðum landa á Sandy Bar. Sárt var að silja heima. Það var svo algengt hér áður að óttast hvert komandi vor, og sjálfgert, ef seint tæki fram úr, að sálast úr skyrbjúg og hor. Þá fréttist til frænda og granna, sem flutzt höfðu vestur um haf. í landinu þar var það leikur að lifa veturinn af. í torfbæjum öreiga æska spann óskanna gullna þráð og orti sér æfintýri, sem aldrei var sagt né skráð. í bjarma frá blaktandi týru sást blómskrúðug framtíðarströnd. Með hendur á hlummi og orfi vann hugurinn ríki og lönd. Með bréfunum bárust fregnir um beitilönd víð og frjó, um sumar, er sveik ei í tryggðum, um sáðlönd og hávaxinn skóg. En klökkvi var stundum í kveðjum. Hver kannast ei við þann hreim? Sárt var að sitja heima, en sárara að komast ei heim. Austur um haf. Þú siglir úr Vesturvegi, að vitja þíns ættarlands, með forvitni ferðalangsins og feginleik útlagans. Því ísland var ætíð þitt draumland, frá æsku í huga þér brennt. Nú rís það úr draumahafsdjúpi. — En draumur og vaka er tvennt. Af bökkum blikandi vatna, frá bylgjandi hveititeig og þykkvumörk þrekinna stofna bar þráin þig engilfleyg. — Svo birtast þér brimsorfnar strendur og byggð, sem er hrjóstrug og strjál, og f jöllin, sem földuðu hvítu langt fram yfir sumarmál. Já, snivinn er Snæfellsjökull og snjóþungt um Grímsvötn enn. Til fardaga hjamið hylur að hálfu land — og menn. En leynzt getur annað undir, þótt yfirborðið sé hrjúft, og bak við ísinn er ylur og eldur, sé grafið djúpt. Og víst er því valt að treysta, sem vonirnar hafa spáð, því reynzt getur sjónarsviptir það sárast og lengst var þráð. En sjá muntu torgleymdar sýnir, er sól yfir héruð skín; og engan, sem fegurð unni, sveik íslenzk f jallasýn. Yelkomiim. Svo komdu sæll, vestræni vinur, og velkominn hingað þú skalt. Þig viðmótið ætti að verma, ef veðurfarið er svalt. Við heilsum þér flestir í hljóði frá hreysum í sveit og borg. Það er ekki íslenzkur siður að æpa í gleði né sorg. En nóg er samt skjalað og skrafað af skrumandi, háværri stétt, sem kveðst vilja leiðbeina lýðnum, svo lærist hvað satt er og rétt; og til þess er lýgin svo langorð og lastmælgin gjallandi há og ósvífnin hrakyrt og hraðmælsk og hræsnin svo grátklökk að sjá. í svip þeirra, seintekna bóndans, hins sagnfáa verkamanns og sjómannsins svarakalda, býr saga og framtíð vors lands. Sá þöguli fjöldi er þjóðin. — Þungstreym og vatnsmegn á, þótt hátt beri jakahrönglið hún hryður því út á sjá. Hver æskir sér fegurri fjarða og fríðara byggðarlags? Er hvolfþak á snæfjallaháborg ei hrukku- og blettalaust? I blámóðu blágrýtishöllin rís bursthá og veggjatraust. Það hillir upp útnes og eyjar sem æskunnar vonadraum; það kliðar í laufi og limi, það Ijómar á tjarnir og straum; og særinn er fljótandi silfur, og svellið á tindunum gull. — Öll sveitin í titrandi tíbrá af töfrum og dásemdum full. Því nú er sumar í sveitum og sólskin um dal og f jörð og loftið er ylheitt og áfengt af angan úr gróandi jörð. Þá rifjast upp sónarsagan, er sögðu oss skáldin fyr, um gullöld og glæsimennsku og gæfu við hvers manns dyr. Önnnr saga. Sólstöður. Nú skulum við líta á landið í ljósflóði sólstöðudags. En ísland á annað gervi og annað viðmót en það, sem skín af skartbúnum hlíðum og skráð er á gróandi blað. Það á hafþök frá Horni til Gerpis, það á holfrera um nes og vík, það á frostgljáðan fannkingjuskrúða, sem er fagur, en minnir á lík. Og svo er til önnur saga, sorgleg og endalaus, um öreigans vonlausu varnir í vök, sem að honum fraus; um lemstraðar listamannsgáfur, sem lyftu sér aldrei á flug; um skáld, sem var tunguskorið. Hver skilur þess orðlausa hug? Það er beiskt, það er sárt, það er blóðugt. Hver brosir, sem athugar það, hve allsleysi, sultur og seyra, gat sorfið þjóðinni að? Því hlær okkur hugur í brjósti, er hyllum við landnemans þor, sem í uppreisn mót arfgengu basli steig útlagans þungu spor. Djiípir ern fslandsálar. Sé talið að við höfum tapað — að tekið sé þjóðinni blóð — því fimmtungur fáliðaðs kynstofns sé falinn með annarri þjóð, þá ber þess að geta, sem græddist; það gaf okkar metnaði flug að fylgjast með landnemans framsókn, að frétta um væringjans dug. Þeir sýndu það svart á hvítu, með sönnun, er stendur gild, að ætt vor stóð engum að baki í atgervi, drengskap og snilld. Og kraftaskáld Klettafjalla þar kvað sín Hávamál, sem aldalangt munu óma í íslendinga sál. Og lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarnir fluttu um sæ; þeim íslenzku eðliskostum skal aldrei varpað á glæ. Þótt djúpir sé’ íslandsálar mun átthagaþránni stætt. — Það tekur tryggðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt. Kveðjnr. Þú skilur hve annríkt þeir eiga, til innsveita djúpmiðum frá, sem jörðina yrkja og erja, við útsæinn baráttu há. Þar líturðu landher og flota, þótt liti ei vopn þeirra blóð. Sú breiðfylking ein er til bjargar, hún brauðfæðir íslenzka þjóð. Þeir róa með borð fyrir báru, þeir binda og raka og slá, það blikar á árar á unnum, á engjunum glampar á ljá; slíkt kastljós er vinsemdarkveðja til komumanns handan um sjá. þú ber hana léttfleygu ljóði til landa þar vestur frá. Örn Arnarson. Ingólfur Davíðsson: Rannsóknír í garði atvinnudeildar háskól- ans eru gerðar ýmsar tilraunir með garðjurtir í sumar. Einkum eru reyndar varnir gegn jurta- kvillum og þol tegundanna gagnvart þeim athugað. Helztu jurtirnar eru auðvitað kartöfl- ur, rófur og kál; en einnig eru í garðinum sykurbitur, gulrætur, salat, spínat, silfurbeðjur, hör og hampur. Af kartöflum eru nú reyndar 30 tegundir, sjúkdómsþol þeirra, uppskerumagn og gæði rannsakað. Var tekið upp dá- lítið af flestum tegundum snemma í ágúst til athugunar og svo aftur nú að mánuði liðnum. Kemur þá meðal ann- ars í ljós hvoxt tegundirn- ar eru bráðþroska eða síð- vaxnar, en það hefir mikla þýð- ingu. Síðvaxnar tegundir gefa oft bezta uppskeru.þar sem sum- arið er nógu langt eins og til dæmis við sjóinn sunnanlands, en í norðurhéruðum landsins verður að rækta bráðþroska kartöflur víðast hvar. Bæði í ágústbyrjun og nú er rannsakað, hve mikið mjölvi og annað þurefni er í kartöflun- um. Reyndust Gullauga og Ak- urblessun þurefnisríkastar í fyrra. Sumstaðar erlendis hafa á jurtakvillum eftir miklar rannsóknir verið gerðar töflur þannig, að ef eðlis- þyngd kartaflnanna er fundin, má lesa mjölvismagn þeirra á töflunum án efnagreiningar. Þetta er handhæg aðferð, en samkvæmt athugunum dr. Jóns Vestdals i fyrra, virðist hún ekki örugg hér, enda eru vaxtarkjör kartaflanna ekki hin sömu og þar sem töflurnar voru gerðar. Eru því kartöflurnar jafnan efnagreindar jafnframt því að eðlisþyngdin er fundin. Verður síðar skýrt frá niðurstöðunum í ár. Af kartöflukvillum er stöng- ulveiki skæðust í sumar. Sá ég hana mjög víða á ferðum mín- um í sumar. Mun hún alstaðar hafa borizt með útlendu útsæði í fyrstu, einkum með Eyvindar- kartöflum (Kerrs Pink). Veikin er smitandi og hættuleg í geymslu eins og kunnugt er. Nú verða allir að taka frá nægi- legt útsæði í haust. Látið ekki stöngulveikar kartöflur lenda í útsæðinu. Einkenni veikinnar eru oftast glögg. Stöngullinn verður svartur, blautur og linur niður við moldina og blöðin vef j- ast saman. Kartöflurnar verða blautar innan og oft dekkri en venjulega. Allar kartöflur undir sjúku grasi eru smitaðar, þótt lítt eða ekki kunni að sjást á þeim að haustinu. Tiglaveiki er einnig víða. Einkenni hennar er guldílótt eða ljósdílótt, kryppluð blöð. Einkum hefi ég séð hana í Jórvíkurhertoga (Duke of York), Jarðargulli og Favourite í ár. Veikin dregur talsvert úr uppskeru. Athugið það við útsæðisvalið í haust. Kvillahættan, sem jafnan fylgir erlendu útsæði, er nægi- leg ástæða til þess að farið verði að rækta allt útsæði í landinu sjálfu. Stór svæði af sandflæmunum sunnan lands geta örðið að beztu kartöfluökrum og eiga að verða það sem fyrst. En þótt kartöfl- ur þrífist ágætlega í sandi, benda erlendar tilraunir á- kveðið til þess, að bezta útsæðið fáist úr mýrajarðvegi, en ekki úr leirjörð eða sandi. Þarf þetta atriði rannsóknar við hér á landi. Kartöflumyglu hefir orðið vart allvíða síðari hluta ágúst. Myglan kom svo seint, að hún dregur ekki verulega úr vexti kartaflanna, en hætt er við að þær verði vand- geymdari en ella. Eins og venju- lega urðu íslenzkar kartöflur einkum fyrir barðinu á henni, ásamt Rósinni sem er bráðnæm. En Gullauga og bráðþroska út- lendar tegundir virðast einnig talsvert næmar. Aftur á móti standa síðvöxnu tegundirnar al- grænar ennþá. Úðun í júnílok hefir dugað vel til varnar. En margir hirtu ekki um að úða meðan þurkarnir voru og urðu svo of seinir þegar rigna tók og veikin byrjaði. í kaupstöðum og þéttbýli á myglusvæðinu ætti úðun að vera skylda. Mun örugg- ast að ákveðinn maður eða menn á hverjum stað sæi um framkvæmdir fyrir hvern kaup- stað eða sveit, meðan almenn- ingur er að kynnast vörnunum. Hér tókst algerlega að verja kálið fyrir kálmaðkinum. Vökv- un með súblímatvatni 2—3 sinn- um, er egg kálflugunnar sáust, reyndist örugg vörn. Carbókrimp gafst einnig vel og það lyf er ekki nærri því eins eitrað og súblímatið. Hér er mjög veðra- samt, en skýli úr striga var sett um blómkálið og þar reyndar tjörupappaplötur til varnar með góðum árangri. En plöturnar ef- laust handhægar í litlum skjól- góðum görðum. Sumum reyndist þó lítil vörn að þeim, en það er hroðvirkni að kenna; plöturnar hafa verið settar illa á jurtirnar eða mold komist á þær við hreinsun garðanna. Sót, nafta- lín og saltpétur fæla flugurnar nokkuð frá jurtunum, en reynd- ust samt ekki örugg til varnar eingöngu. Við rófur eru þessar varnir of dýrar og eiturvökvun auk þess varasöm eftir að veru- legar rófur fara að myndast. Þarf að flysja slíkar rófur vand- lega, því eitrið getur lent á berk- inum við vökvunina. Hnöttóttar eða flatar rófur, sem mest eru ofanj arðar virðast minnst skemmdar af maðkinum og sum- ar mjög lítið. Hreinsið kál og rófuleifar vandlega úr görðum, brennið þær eða grafið djúpt niður. — Það munu nú 6—8 ár síðan kálflugunnar varð fyrst vart. Útrýming hennar er því miður vonlítið verk. Eina hugs- anlega aðferðin væri að svelta hana. En til þess yrði í nokkur ár að hætta algerlega að rækta rófur, kál, næturfjólu, Lenkaj og önnur krossblóm í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og nálæg héruðum. Einnig yrði t. d. að eyða öllum hjartaarfa úr görðum og túnum og banna allan innflutning á káli og rófum. Gætið þess vand- lega að flytja ekki kálrófur eða önnur krossblóm af sýktu svæð- unum á staði, sem lausir eru við kálmaðkinn. Dýrið hefir að lík- indum flutzt inn með káli eða rófum í fyrstu. Vegna sjúkdóms- hættunnar þyrfti að banna inn- flutning á sumu grænmeti, t. d. gulrótum. Illræmt skemmdar- dýr, gulrótarflugan, getur ann- ars borizt hingað með þeim hve- nær sem er. Allt útsæði erlent ætti að reyna á tilraunastöðum áður en því er dreift út um land- ið. Á væntanlegum útsæðisrækt- arstöðvum hér á landi, þarf að athuga heilbrigði jurtanna 3—4 sinnum á sumri og uppræta það, sem sjúkt kann að vera. Að lokum skulu nefndir tveir káljurtakvillar enn, sem gjalda (Framh. á 3. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.