Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1939næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Tíminn - 14.09.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.09.1939, Blaðsíða 3
106. blað TÍMIM, fimmtndagmn 14. sept. 1939 423 B Æ K U R A N N A L L 160 fiskréttir. — Ný matreiðslubók. Ný matreiðslubók hefir komið í bókabúðir þessa dagana, gefin út á vegum ísafoldarprent- smiðju. Höfundur hennar er Helga Sigurðardóttir. Bókin fjallar um meðferð og matreiðslu fisks og fiskiafurða og eru alls í henni uppskriftir að 160 fiskréttum. í formála bókarinnar víkur Helga að því, hve fiskát sé mik- ill þáttur í matarhæfi íslenzku þjóðarinnar. Fiskur er hér víða hafður til miðdegisverðar 4—6 sinnum i viku, en í flestum öðr- um löndum er fiskjar ekki neytt nema 2—3 í mánuði hverjum. Hún víkur og að því, hve harð- fiskurinn hafi fyrr á tímum átt mikinn þátt í að viðhalda heilsu þjóðarinnar og „ég tel ekki rétt“, segir hún, ,,að hin gamla og góða matreiðsla og aðgerð fiskjarins, sem er sérkennileg fyrir okkar þjóð, falli í gleymsk- unnar dá.“ Efni bókarinnar er mjög skipulega raðað niður. Fjallar fyrsti kafli hennar um síldar- rétti og eru þar uppskriftir að átján réttum alls. Hingað til hafa íslendingar neytt mjög lít- ils af síld. Má vera að vankunn- átta um matreiðslu síldar hafi miklu ráðið um það, hversu lít- ils hún hefir verið metin hér á landi sem fæðutegund allt til þessa. Heiga hefir tekið þetta mál þeim tökum, að nú ætti slíku ekki lengur að vera um að kenna. Næsti kafli er um matreiðslu þorsks, síðar koma uppskriftir að réttum úr hrognum, gellum, ýsu, saltfiski, heilagfiski og rauðsprettu, steinbít, rauðmaga, ufsa og áli, lax og silungi, skötu, hval og sel, hákarli o. s. frv. Þar eru einnig leiðbeiningar um hagnýtingu soðinna fiskleifa, nokkrar gamlar mataruppskrift- ir, sem snerta harðfisk, siginn fisk, kútmaga, roð og fleira, svo er að sjá að bók þessi geri því efni góð skil, sem hún fjallar um. Helga Sigurðardóttir er kunn matreiðslukona og hefir áður gefið út margar bækur, er varða hliðstæð efni. Meðal þess er bók um matreiðslu grænmetis, bók um bökun og almennt leiðbein- ingarit, er nefnist: Lærðu að matbúa. Helga hefir og gefið sig mjög að næringarefnafræði og dvalið erlendis til náms í þeim efnum. Slík þekking er að sjálf- sögðu ákaflega þýðingarmikil þeim, sem matreiðslukennslu hafa með höndum. Hefir Helga einnig í þeim efnum getað á traustum grunni byggt. Páll Zóphóníasson: Slysfarir. Á mánudaginn vildi það slys til, að Gunnlaugur Guðmunds- son frá Melum í Trékyllisvík, er verið hefir tollvörður í Djúpavík í sumar, féll af hestbaki og hlaut allmikil meiðsl af byltunni. Hann var fluttur á Hólmavík tii læknisaðgerðar. Gunnlaugur hefir undanfarin ár verið toll- þjónn í Hafnarfirði. Miðvikudaginn í síðastliðinni viku bar það slys að í Höfn í Hornafirði, að haglabyssa sprakk i höndum pilts, sem var að skjóta úr henni til marks. Lentu brot úr byssulásnum í andlit piltsins, svo að hann hlaut af mikinn áverka og enn- isskelin brotnaði. Piltur þesi er sextán ára, Ólafur Sigurðsson að nafni. Hann er nú á bata- vegi. Hjóuaböud. í Prestsbakkakirkju voru á sunnudaginn gefin saman í hjónaband fimm brúðhjónaefni og má það teljast mjög fátíður atburður, að svo mörg brúðhjón séu gefin saman hinn sama dag í sömu kirkju. Síra Jón Guðna- son framkvæmdi athöfnina. Brúðhjónin voru: Ingigerður Eyjólfsdóttir og Jón Kristjáns- son á Kjörseyri, Kristín Hann- esdóttir og Lárus Sigfússon á Kolbeinsá, Ingiríður Daníels- dóttir og Karl Hannesson á Kollsá, Guðbjörg Ólafsdóttir og Ólafur Stefánsson á Kolbeinsá og Hanna Hannesdóttir og Guð- mundur Sigfússon á Kolbeinsá. Dílkaslátur fæst á morgun og framvegis. Send heim, ef tekin eru þrjú eða fleiri í senn. Sláturfélagið Sími 1249. Innheimtumenn! Vinnið ötullega að innheimtu og útbreiðslu Timans í ykkar sveit. Svarið fljótt bréfum frá nnheimtu blaðsins í Reykjavík, jg gerið skil til hennar svo fljótt sem möguleikar leyfa. Tíminn er ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. Réttlrnar Fyrstu leitarmennirnir fara af stað í dag. í næstu og næst- næstu viku verða afréttirnar og heimalöndin smöluð og féð rek- ið til rétta. Meira en hálfri mil- jón sauðfjár verður réttað næsta hálfan mánuðinn. Féð, sem í sumar hefir notið frelsisins í fjöllunum íslenzku, verður þá svipt því að meira eða minna leyti og um leið er það lika kom- ið meira og öðruvísi en áður í ábyrgð eigandanna en meðan það var á afréttunum. Þeir beta meira ábyrgð á líðan þess úr því. Flesta unga sveitamenn lang- ar i réttirnar. Mörgum þykir réttadagurinn hátíðisdagur. Mikið er komið undir því fyrir fjáreigendur, að vel smalist til réttanna. Bæði er það, að menn þurfa að ná fé sínu, til þess að geta valið úr því slátur- féð, og eins er hitt, að það fé, sem eftir verður á afréttum næst stundum ekki síðar og líðan þess að vetrinum, áður en sultutinn sverfur það að þvi, að það drepst, ætti að vera hverjum manni næg hvöt til þess að leggja sig fram í göngunum og skilja ekki eftir. En þó að afréttirnar smalist vel, þá er ekki þar með sagt að vel heimtist. Mjög víða á land- inu er smölun heimalandanna að fyrstu rétt meira og minna vanrækt, og því vill það víða vera svo, að milli bæja niðri í byggðinni flækist féð frameftir hausti og vetri og kemst ekki í hendur eigenda sinna, fyrr en seint og síðar meir. Þetta er ó- siður, sem þarf að leggjast niður. Menn þurfa að leggja sig fram um það, að láta smölun á heimalöndunum til fyrstu réttar verða sem allra bezta, svo að hver og einn fjáreigandi fái sem mest af fé sínu þá strax. Á þetta vildi ég minna alla bændur nú þegar smalamennskurnar standa fyrir dyrum. Oft mætir féð ýmsu misjöfnu í fjárraginu að haustinu. Úr ýmsu því má draga ef athygli og hugulsemi er til staðar. Eins og eðlilegt er, þá þurfa smalarnir og fjárrekstxarmennirnir að vera vel hundaðir, og oft eru þeir það líka. En hundana má ekki mis- nota. Það á að hverfa, að í sláturhúsunum þurfi að höggva af svo og svo marga hækla vegna hundsbita. Það, að þess hefir þurft til þessa, er blettur á gangnamönnunum og fjár- rekstrarmönnunum.Þeir gleyma, að sauðkindin er lifandi og á sömu kröfu á því og við menn- irnir að vera ekki misþyrmt af þeim, er ber að gæta hennar. Á hverju hausti segja fleiri eða færri marblettir til um það, að einhver hefir tekið ógætilega í ullina á dilknum. Vegna þeirra er oft ekki mögulegt að senda Hjú Héðins og Stalíns eíga bágt (Framh. af 2. síðuj aá meðaumkvun, sem lítilsigld og illa leikin hjú verðskulda. Þess ætti hins vegar að mega vænta, að verkamenn og aðrir aeir, sem hingað til hafa látizt ginnast til að taka þátt í dans- inum kringum Héðinn og Stal- in séu búnir að reyna nógu mikið til þess að sjá, að enginn, sem vill sjálfum sér eða öðrum vel, á þar heima, og lofuðu því piltunum við Þjóðviljann að dansa einum það, sem eftir væri. skrokkinn frosinn til Englands, heldur verður að salta kjötið. Marblettirnir kosta því oft eig- andann 6—8 aura lægra verð fyrir hvert kg. af kjötinu og þess utan bakar það kindinni meiri eða minni kvalir. Ef allir minntust þess, þegar þeir væru í fjárragi og fjárdrætti, þá er víst að marblettirnir minnkuðu. Þetta vildi ég biðja menn að festa sér nú í minni í haust. Mönnum er nú að verða ljóst, að nauðsyn ber til þess að reyna að láta samgöngur fjárins að haustinu verða sem minnstar. Þetta kemur bæði af því, að menn vilja reyna að forðast að féð smitist af einhverri fjárpest í réttunum af fé frá öðrum bæj- um, en líka kemur þetta af því, að við réttastöðurnar og rekst- urinn, leggur féð af, og dilk- arnir flæmast undan mæðrum sínum, en þetta gerir kjötið verri vöru og lækkar það í verði. Vegna þessa hefir leitarsvæð- um hér og þar verið breytt, rekstur á útréttafé minnkaður og fleira, sem allt miðar að því að láta haustþvælinginn á fénu verða sem minnstan. Alveg er sérstök ástæða til að brýna þetta atriði fyrir mönnum á mæðiveiki- og garnaveikisvæð- unum. Þar þurfa menn að gera sem öruggastar ráðstafanir til þess að varna samgangna milli fjár, sem sjúkt er eða grunað um að vera sjúkt og hins, sem er frískt. Dæmi sýna, að með varasemi hvað fjársamgöngur snertir, hefir mörgum einstakl- ingum tekizt að verja sitt fé sýkingu, og þar með halda af því fullum arði, þótt nágranna- féð hafi veikzt og hlotizt af því afurðamissir. Forstöðumenn mæðiveikivarn- anna, sem líká hafa nú með höndum varnir gegn útbreiðslu garnaveikinnar, hafa gefið út regLur, sem gilda á hinum sýktu eða grunuðu svæðum, svo og svæðum, sem að þeim liggja, og þurfa menn vel að kynna sér þær og styðja að framkvæmd þeirra. Eftir leitirnar fara fjáreig- endur að velja lífféð. Mega þeir þá ekki gleyma því að taka til- lit til þess, hvernig líflömbin eru ættuð. Hafi þeir gleymt eða trassað að merkja lömbin í vor, svo þeir af merkjunum geti séð hvernig hvert lamb er ættað, þá þurfa þeir að reyna að haga smölun þannig í haust í heima- landi, að þeir fái tækifæri til að sjá sem flestar ærnar með sínum lömbum, svo þeir geti áttað sig á undan hverri hvert lamb er, og að minnsta kosti tekið tillit til þess við val á- setnings lambanna. Mjög miklu skiptir það fyrir bændur að reka sláturlömbin hægt til sláturstaðar. Það er mál manna, að lömbin léttist á rekstrinum, en ég er þess full- viss, að það fer fyrst og fremst eftir því, hvernig þau eru rekin. Af Efri-Jökuldal, en þaðan mun einna lengst að reka á slátur- stað, eru þeir sem skynsamleg- ast reka, viku á leiðinni til slát- urstaðar, og þeir vilja halda því frma, að með þeim rekstri leggi lömbin ekki mikið af. Annarsstaðar þar sem ekki þarf að reka nema dagleið eða svo, halda menn því fram, að lömbin léttist, og ekki er það sjaldgæft að fram komi súr í saltkjöti af því að fénu hefir verið slátrað þreyttu. Menn ættu því að gæta þess að reka sláturféð hægt, á oft og ha£a dagleiðirnar stuttar. Og svo að lokum baxa þetta: Þegar þið takið sláturféð frá í haust, þá munið að þið getið ekki vænzt þess að fá fóðurbæti keyptan í vetur, þótt þið verðið heylausir, og með þetta í huga, eigið þið að setja alveg sérstak- lega gætilega á heyin í haust. 9. sept. 1939. Rannsóknír á jurtakvillum Framh. af 2. síðu) verður varhuga við, æxlaveikin og bórvöntun. Æxlaveikar rófur og káljurtir fá æxli á ræturnar til stórskemmda. Þetta er bráð- smitandi sveppakvilli. Er veikin skæð í Vestmannaeyjum, en hef- ir einnig orðið vart í Vík í Mýr- dal, Hveragerði og í Reykjavík. Verður að forðast að láta jurta- leifar, mold eða rusl úr sýktum görðum lenda í heilbrigða jörð. Einnig er hættulegt að' flytja t. d. káljurtir að vorinu af sýktu svæðunum í heilbrigða garða, því veikin helzt í moldinni árum saman. Á sjúku svæðunum verð- ur að hafa sáðskipti, eða leggja veiku garðana niður. — Bór- vöntun í rófum lýsir sér með glærum líkt og vatnsósa blett- um inni í rófunum. Síðar geta blettirnir dökknað og rófurnar verða óætar. Veikin stafar frá bórskorti í jarðveginum og hefir hennar víða orðið vart. Ráðið er að bera 15—20 kg. af bóraxi á ha. að vorinu. Á höfrum er ann- ar vöntunarkvilli algengur í sumar, dílaveikin, sem orsakast af manganskorti. Blöðin verða ljósdílótt og öll jurtin rýr. Gamla kenningin um 10 nauðsynleg næringarefni, jurtunum til handa, gildir ekki lengur. Þær þurfa einnig örlítið af ýmsum fleiri efnum t. d. eir, mangani og bór. Ingólfur Davíðsson. SKIPAUTCERÐ RIHISBN S n i §nðin austur um land í hringferð laug- ardaginn 16. þ. m. Vörum sé skilað fyrir hádegi á morgun. Farseðlar óskast sóttir á morg- un. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan f Reykjavfk á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Aknreyrar. Bændur! Munið að hafa ávalt hin ágætu Sjaf nar-júgursmyrsl við hendina. Fást hjá kaupfélög’um og kaupmönnum um land allt. Birgðír í Reykjavík hjá Samband ísl. samvínnufélaga Sími 1080. Áiengisverzlun ríkisins kaupir tómar flöskur og hök- unardropaglös í Nýborg þessa viku til föstudagskvölds. Gott verð. Súputarínur ............ 5.00 Áleggsföt .............. 0.50 Desertdiskar ........... 0.35 Ávaxtadiskar ........... 0.35 Ávaxtaskálar ........... 2.00 Ávaxtastell, 6 m........ 4.50 Smurðsbrauðsdiskar ..... 0.50 Vínglös ................ 0.50 ísglös ................. 1.00 Sitrónupressur ......... 0.75 Veggskildir ............ 1.00 Kartöfluföt með loki.... 2.75 Matskeiðar ............. 0.25 Matgafflar ............. 0.25 K. Einarsson & Björnss. Bankastræti 11. ikóli í gagnSræðum og hradriiun hefst hjá undirrituðum 1. okt. og starfar til aprílloka. Kennsla verður samsvarandi 1. bekk gagnfræðaskóla og því fullnægjandi til upptöku í 2. bekk gagnfræðaskóla og 2. bekk verzlunarskóla. Legg sérstaka áherzlu á íslenzku, ensku og reikning, einnig hrað- ritun, sem notuð er til hjálpar við annað nám þegar eftir nokkurra vikna kennslu. Próf verður haldið i vor, að loknu námi. Kennslu- gjald er kr. 165.00 fyrir skólaárið. Allar nánari upplýsingar hjá undirrituðum. Heima kl. 12—3 daglega, sími 3703. Helgi Tryggvason, cand, phil. Vinntð ötullega fyrir Tímann. §PEGILLI1V1\ býður nýjum áskrifendum, sem bætast við, það sem eftir er ársins, allan yfirstandandi árgang fyrir hálfvirði — 5 krónur. Áskriftargjaldið fylgi pöntun, utan af landi, en í Reykjavík greiðist það við áskrift gegn afhending þess, sem komið er af árganginum. Tekið er við áskriftum í þessum bóka- og pappírs- verzlunum: Sigfúsar Eymundssonar. ísafoldarprentsmiðju. Bókabúð Austurbæjar. Þór. B. Þorlákssonar. Bókastöð Eimreiðarinnar. Mímir h.f. G. Gamalíelssonar. Pappírsdeild V. B. K. T í M IIV N er víðlesnasta ans’lýsingablaðið! 240 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 237 J hvernig hann hefði getað það. Ég hafði tekið riffilinn hans og hafði alltaf auga með honum, að því er ég hélt. En hver var það, ef hann hefir ekki gert það? — Clem Oakland. — Clem! Var hann þar? — Taylor segir það, og pabbi heldur að það sé ekki ómögulegt. Hann sá hestaför kring um kofann. Svo er þetta með riffilinn, eða hvar hefði Taylor átt að ná í hann? Hann hefir ekki getað rétt út hendina og tekið hann, án þess að einhver fengi honum hann. — Þeir Clem og hann hafa þá setið fyrir mér, er það meiningin? — Nei. Oakland þvingaði hann til að skjóta á þig, en hann reyndi ekki að hæfa þig, heldur reyndi að bjarga þér. Walsh hristi höfuðið efandi. — Þetta getur verið satt, en það er samt ekki sennilegt, eða hvað finnst þér? — En þetta er satt. Hann sagði mér það sjálfur. — Hversvegna skaut hann á mig, þó Clem segði honum að gera það? — Clem og einn af mönnum hans mið- uðu á hann skammbyssum. Steve brosti og var jafn tortrygginn og áður. — Og herra Webb Barnett var þó með ■"riffil i höndunum? sem heitið var þrjú þúsund dollurum fyrir, dauðan eða lifandi. Hvernig gat þá á þvi staðið, að hún var viss um, að hann hefði ekki skotið Steve, sem hafði komið til þess að handtaka hann og draga hann fyrir lög og dóm? Hún vissi það ekki. Það eina, sem hún vissi, var að hún vísaði á bug öll- um líkum gegn honum, hvað snerti þennan síðasta glæp, þegar hún horfði í þessi stöðugu, gráu augu. Hann hlaut að hafa skotið Steve, úr því að líkurn- ar mæltu með því og ekkert kom á móti, nema framburður hans sjálfs óstuddur. Það sagði skynsemin henni. En það var eitthvað, miklu öruggara en skynsem- in, sem sagði henni að það væri ekki satt. Hann hafði sagt það og það var nóg. Það gat verið að hann væri morð- ingi, en hann mundi ekki ljúga að henni. — Þú hefðir ekki átt að tala við þennan mann, ungfrú Molly, sagði Slim. — Hann er varmenni. Þú þarft samt ekkert að óttast hann, við munum gæta þess að hann geri þér ekkert illt. Það fór titringur um hana. Hún mundi aldrei sjá hann áftur, þeir mundu draga hann burt — á höggstokk- inn. Það gat verið, að hann væri var- menni, en hann var samt maðurinn, sem hafði sigrað hennar eigin sál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (14.09.1939)
https://timarit.is/issue/56277

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (14.09.1939)

Aðgerðir: