Tíminn - 16.09.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.09.1939, Blaðsíða 2
426 TÍMIM, laugardagfim 16. sept. 1939 107. MaO ‘gíminn Laugarduiginn 16. sept. Aðvörun tíl Árna frá Múla í seinasta þriðjudagsblaði Tímans var vakin athygli á því, að kaupmannablöðin hefðu engu svarað hinni rökföstu grein Jón- asar Jónssonar um verzlunar- málin, en í þess stað héldu þau uppi órökstuddum ádeilum á Framsóknarflokkinn fyrir af- stöðu hans í þeim málum og bæru honum rógburð og rangs- leitni á brýn, án þess að færa nokkur rök því til stuðnings. Það var á það bent, að slík málfærsla væri augljóst ein- kenni vonds málstaðar. Þessi hógværa og rökstudda áminning hefir komið mjög við kaun Árna frá Múla, sem er stjórnmálaritstjóri kaupmanna- blaðsins Vísis. Ræðst hann í til- efni af þessu með mikilli heipt á Framsóknarflokkinn og for- ráðamenn hans. Mun langt síð- an að öllu fleirum fúkyrðum hef- ir verið safnað saman í eina blaðagrein. í raun og veru er þessi grein Árna ekki svara verð, því hún áréttar það eins greinilega og verða má, sem haldið var fram hér í blaðinu: Málalið kaup- mannanna getur ekki rætt um verzlunarmálin með rökum og grípur því til þess örþrifaráðs að ausa andstæðingana auri ósann- inda og illyrða. Ekkert er gleggra einkenni vonds málstaðar. En fyrst þessi grein Árna er gerð að umtalsefni, þykir rétt að svara einu atriði í henni, enda þótt það hafi verið gert oft áður. Hann segir, að Framsóknarmenn hafi ekki lengur treyst sér til að stjórna landinu, þeir hafi verið búnir að sigla öllu í strand og þess vegna komið knékrjúpandi til Sjálfstæðisflokksins og beðið hann ásjár. Þetta er eins rangt og verða má. Framsóknarmenn treystu sér vel til að stjórna landinu og sjá málum þjóðarinnar betur farborða en aðrir flokkar hefðu gert. En sökum hinna óvenju- legu ytri örðugleika töldu þeir æskilegra, ef komist yrði hjá hörðum átökum milli flokkanna meðan verið væri að leysa tor- veldustu viðfangsefnin og styrj- aldarhættan væri jafn nálæg og nú hefir raun á orðið. Þess vegna gengust þeir fyrir samstarfi flokkanna og vildu reyna að freista þess, hvort þeir gætu ekki komið sér saman um úr- lausnirnar. Slíkt myndi losa þjóðina við miklar og hættuleg- ar innbyrðisdeilur á viðsjár- verðum trmum. Það var þetta sjónarmið eitt, sem var þess valdandi að Fram- sóknarflokkurinn gekkst fyrir myndun þjóðstjórnarinnar. Þar sem Árni hefir gefið til- efni til að þetta mál yrði rakið, þykir rétt að benda honum á aðra staðreynd. Það var annar flokkur, sem hvorki treysti sér til þátttöku í kosningum eða til að stjórna landinu einsamall. Það var Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta var greinilega játað af formanni Sjálfstæðisflokksins í útvarpsumræðum 23. maí síð- astl. Hann sagði fullum fetum að vegna afstöðu hans í gengis- málinu myndi Sjálfstæðisflokk- urinn hafa haft lakari kosn- ingaaðstöðu síðastl. vor en 1937 eða m. ö. o. hann hefði tapað í kosningunum. Hann sagði einn- ig „að viðfangsefnin væru það örðug, að það væri alls ekki líklegt að nokkur einn flokkur gæti valdið þeim.“ Eru báðar þessar yfirlýsingar flokksfor- ingjans réttar og drengilegar og lausar við þann strákslega hroka, sem einkenna skrif Árna frá Múla. En hvers vegna treystist Sjálf- stæðisflokkurinn ekki til að stjórna landinu einn og gerði ráð fyrir að tapa í kosningum? Vegna ágreinings í flokknum, sem gerði hann raunverulega stefnulausan og hafði gert hann að hálfgerðu viðundri í nokkur ár. Annars vegar var sjónarmið framleiðendanna í flokknum, hins vegar sjónarmið heildsal- anna. Þetta tvennt var ósam- rýmanlegt og vegna þess að flokkurinn var enn tvinnaður saman af þessum andstæðu Víðhori æskunnar Jarðtaitamálið i Itiskupslungiiin Eftír Þorsteín Sígfurðsson Það er æsing og kvíði í hinni lífsglöðu borg, París. Eitthvað skyggir á hinn hversdagslega léttleika og glaðværð. í augum margra má lesa áhyggjur og ótta. — Þetta er í marz 1938. Hitler hefir nýlega tekið Austur- ríki og bætt því við Þýzkaland. Allra augu mæna nú til Tékko- slóvakíu. Mun ekki Hitler líka ráðast á hana. Þá hljóta Eng- lendingar og Frakkar einnig að skerast í leikinn. -----í háskólahverfi Parísar öflum var ómögulegt fyrir hann að taka nokkra sameiginlega af- stöðu til viðfangsefnanna, þeg- ar til alvörunnar kom. Sannað- ist þetta bezt í gengismálinu í vetur, þegar þingflokkurinn klofnaði í tvennt og „áttmenn- ingarnir“ fylgdu heildsölunum að málum, enda þótt Árni játaði í grein sinni í fyrradag „að gjaldeyririnn hafi verið fallinn“! Þetta kom einnig fram í afstöð- unni til myndunar þjóðstjórn- arinnar, þar sem sömu „átt- menningarnir“ reyndu að hindra hana í lengstu lög. Þótt meginhluti Sjálfstæðis- flokksins veldi í vor þá hyggi- legu stefnu, að kjósa frekar að styðja málefni framleiðendanna og taka upp samvinnu við aðra flokka um helztu úrlausnarefn- in, fer því samt fjarri, að hin „órólega deild“, sem barðist með hnúum og hnefum gegn gengis- lækkuninni og stjórnarsamvinn- unnni, hafi sætt sig við þau málalok. Hún vill enn gera hags- muni heildsalanna hið ráðandi sjónarmið flokksins. Um það vitnar gxein Árna frá Múla bezt og þær hótanir hans og sumra annarra skriffinna kaupmanna- blaðanna,að þjóðstjórninni muni farnast illa, ef Eysteinn Jóns- son verði ekki látinn fara úr henni, og öðrum svipuðum kröf- um vissrar stéttar fullnægt. í fullri einlægni skal þessu fólki sagt, að meginhluti þjóðarinn- ar og þá jafnframt meginhluti Sjálfstæðisflokksins óskar þess samstarfs flokkanna, sem nú er, og að meira sé metið sjónarmið framleiðendanna en heildsal- anna. Þeim friðarspillum, sem reyna að torvelda eða eyðileggja stjórnarsamvinnuna, mun því illa farnast, þar sem það er jafn- framt ljóst að þeim stjórnar ekkert annað en ósvífnir einka- hagsmunir eins og þegar þeir börðust gegn gengislækkuninni í vor, enda þótt þeir viður- kenndu, að „gjaldeyririnn væri fallinn"! Fyrir Árna frá Múla og nán- ustu sálufélaga hans væri í alla staði hyggilegast að taka þessa aðvörun til greina. safnast saman æskulýður frá nálega öllum löndum heims. Hann setur sinn sérstaka svip á þetta dásamlega fallega borg- arhverfi. Hér ríkir jafnan fyrst og fremst bjartsýni og áhyggju- leysi. Hér fæðast glæstir fram- tíðardraumar djarfhuga og heil- brigðrar æsku. En einnig hingað virðast skuggar stríðshættunnar hafa náð. Tákn öryggisleysisins birt- ast nú í fasi hinna ungu manna og kvenna. Kvíðvænleg spurn- ing gerir vart við sig: Á æskan hér að tvístrast innan skamms? Ungu mennirnir til að berjast á vígvellinum. Stúlkurnar til að syrgja heima eða verða óbeinir þátttakendur á bak við víglín- urnar. Hér í háskólahverfinu ber mest á Frökkum og Englending- um. Þeir búast eigi sízt við kalli landvarnarskyldunnar. Kvöld eitt, þegar ófriðarblikan er svörtust, halda æskumenn þess- ara tveggja landa sameiginlegan fund til að ræða hið alvarlega viðhorf þjóða sinna. Sá, er þetta ritar, átti þess kost að hlusta á þær umræður, er þarna fóru fram. Með þunga og alvöru ræða þessir samherjar hið ískyggilega útlit. Þeir deila um, hvaða leiðir séu heppilegastar til úrlausnar, en virðast þó sammála um það, er mestu máli skiptir: Við æskj- um eigi stríðs. Friðinn þráum við fyrst og fremst. Vissulega skilj- um við, hversu stríðið er and- stætt allri menningu og þróun. En samt sem áður: Við munum eigi hika að ganga til orustu, ef á lönd okkar verður ráðizt beint eða óbeint. Ef Hitler tekur Tékkoslóvakíu, þá kemur röðin síðar að okkur. Svo mæltu þessir æskumenn stríðshættulandanna. Slík var afstaða þeirra til hins alvarlega viðhorfs. Hér voru ekki nein venjuleg dægurmál á ferðinni. Ef til vill var það spurningin um líf og dauða. Ef til vill urðu þessir æskumenn mjög skjót- lega að hverfa úr hinum skemmtilega jafnaldrahópi — hverfa af glæsilegri námsbraut, kveðja ættingja og vini og halda út í hinn villta hildarleik, þar sem flest siðræn lögmál verða að víkja og hinar persónulegu óskir hljóta að fölna, — þar sem þeir gátu vænzt þess, að verða matur stríðsvélanna eða koma heim aftur lamaðir á líkama og sál. Nú er liðið meira en ár síðan þessir atburðir gerðust. Tékko- slóvakía var ekki tekin í þetta sinn, heldur síðar — með þeim hætti, sem öllum mun kunnugt. En það virðist ekki úr vegi, að minnast þessa nú — eigi sízt fyr- ix hina yngri kynslóð þessa lands. Gjarnan má hún bera saman viöhorf sitt og jafnaldr- anna suður í löndum. Um langt skeið hefir striðshættan vofað yfir þeim eins og dimmt ský. Hún hefir verið eins og ljótur draum- ur, sem helzt átti aldrei að ræt- ast. En nú hefir ófriðurinn brot- izt út. Nú grípa styrjaldarógn- irnar inn í hina eðlilegu lífs- og framsóknarbaráttu íbúa stríðs- landanna. Hinn ljóti draumur hefir orðið að veruleika. Við íslendingar væntum þess, að héx verði aldrei vettvangur stríðsbaráttunnar. Við vonum, að auk hlutleysis okkar, verði lega landsins og fjarlægð okkar hin bezta vörn. íslenzka æskan þarf ekki að búa sig undir hernaðar- lega starfsemi. Hún getur fagn- að því að vera alin upp til að leysa önnur verkefni. Vagga hennar er í landi mikilla mögu- leika. Það verða næstu kynslóð- um nægjanleg verkefni að hag- nýta þá. Enginn ætti að þurfa að kvarta um verkefnaskort. Sérstakt viðhorf hefir nú skapazt vegna hinnar nýbyrjuðu styrjaldar. Þótt við séum hlut- lausir, mun hún hafa mikil á- hrif á viöskiptalíf okkar — og um leið menningu okkar og at- vinnuhætti. — í mörgu hljótum við að breyta um lifnaðarhætti. Við verðum að læra betur en áð- ur að nota það, sem ísland sjálft hefir að bjóða. Einnig munum við þurfa að breyta atvinnu- háttum okkar að verulegu leyti. Hvört tveggja hlýtur að kosta mikið starf —• miklar fórnir þjóðfélagsþegnanna. Þannig munu hin ytri áhrif stríðsins reyna mjög á þegnskap fólksins í landinu. — En styrjaldirnar hafa líka sín sálrænu áhrif. í þeim birtist á hinn ægilegasta hátt vanmátt- ur þjóðanna í að koma sambúð- arháttum sínum í viðunanlegt horf. Þær eru tákn þess, hve mannkynið er ennþá skammt komið á þroskabraut sinni. Þær skapa tíðum svartsýni og festuleysi og minnka trúna á möguleika einstak- linganna til að skapa sér far- sælt rpenningarlíf. Slíku fylg- ir stundum hneigð einstakling- anna til að varpa frá sér ábyrgð- inni yfir á þjóðfélagsheildina. — Vel getur þessara áhrifa að ein- hverju leyti orðið vart í íslenzku þjóðlífi, þótt fjarri sé vígvöll- unum. Við þurfum þess vegna að mæta erfiðleikum stríðsins í fleiru en beinum afleiðingum minnkandi viðskipta. Þeir geta líka orðið einskonar andleg þol- raun fyrir okkar litla þjóðfélag. Margt virðist benda til þess, að þjóðin muni mæta þessu nýja viðhorfi með þreki og raunhæf- um úrræðum. Hér skal sérstak- lega á það bent, hversu hin yngri NIÐURLAG Menn geta svo út frá þessu, hver og einn, gert sínar athug- anir um það, hvað hátt skuli virða þessi jarðargæði til peninga. Fái ríkið innan skamms aðstöðu til að kaupa jarðhitasvæðin, annaðhvort í frjálsri sölu eða með eignar- námi, þá verður að svara þess- ari spurningu: Hvað á jarðhit- inn að kosta? Bjarni Bjarnason skólastjóri segir, að í greinum um þetta mál hafi komið fram lík sjónarmið og almennt áttu sér stað fyrir 10—20 árum. Hvað, sem kann að vera um réttmæti þessarar á- lyktunar hans, þá verður hann þó að játa, að annað mat er á þessum verðmætum nú, pen- ingalega séð, en var fyrir 10—20 árum, eins og ég hefi þegar bent á. Og vill hann halda því fram, kynslóð getur átt mikla hlutdeild í því að þetta megi vel takast. Hún þarf að skilja hið alvarlega viðhorf og breyta samkvæmt því. Ekki er óeðlilegt, þótt það félli einkum í hennar hlut að skapa meiri fjölbreytni í atvinnulífinu. Vafalaust er hægt að finna þar margar nýjar leiðir, ef vilji og atorka fylgjast að. Hún má ekki hika við að breyta lífsvenjum sínum í samræmi við nýjar að- stæður. Oft mun hún líka þurfa að vera kröfuhörð við sjálfa sig um meiri hófsemi. Og síðast en ekki sízt á æskan að skapa og vernda heilbrigða bjartsýni og lífstrú í landinu, svo að skugg- arnir af ógnum heimsstyrjald- arinnar myrkvi ekki þjóðlífið né dragi úr starfsvilja og þori ein- staklinganna. — — — Það skiptir án efa miklu, ef hin yngri kynslóð mætir erfið- leikum næstu ára með miklum dugnaði og festu. Það er ekki nóg, að þeir, sem nú þegar bera hita og þunga dagsins, séu vel á verði. Öll íslenzka þjóðin þarf að vera sameinuð. Þess vegna er það ekki síður skylda þeirra, sem senn eiga að erfa landið, að vera virkir þátttakendur í vörn og sókn okkar litla þjóðfélags. Við þurfum að verjast margvísleg- um ytri hættum, sem átök stór- veldanna kunna að skapa. Fram- sóknin í landinu sjálfu þarf líka að halda áfram. Megi íslenzkri æsku — ásamt þeim, sem eldri eru — auðnast að heyja gunnreifa og farsæla baráttu fyrir því, að þetta hvort tveggja geti vel tekizt. J. E. G. að á Syðri-Reykjum sé sama mat á jarðhitanum nú og þá? Okkur Tungnamönnum finnst að þar hafi gerzt merkilegar framkvæmdir og góðar á skömmum tíma. Fyrir tæpum 4 árum kom hingað austur ungur maður úr Reykjavík, Stefán Árnason að nafni, og var að leita fyrir sér, hvort hann gæti fengið landspildu og dálítinn jarðhita. Hann hafði numið húsgagnasmíði og stundað þá iðn, en vildi nú komast í sam- starf við íslenzka mold. Hann settist að á Syðri-Reykjum og ræktar þar tómata og annan suðrænan gróður, undir gleri á % úr dagsláttu. Allt hefir gengið eins og í sögu hjá honum, og það þannig sögu, sem Halldór Kiljan myndi tæplega segja með sín- um listapenna. — Um líkt leyti byrjaði Grímur bóndi á Syðri-Reykjum gróðrarskála- byggingar og hefir nú myndað hlutafélag um sínar fram- kvæmdir. Þegar félag hans hefir lokið við byggingar ' í sumar, verður komið undir glerþak á þessum stað 4000 m2 lands. í sumar hafa verið fluttir þaðan hátt á 6. hundraö kassar af tó- mötum á viku, auk alls annars grænmetis, sem ræktað er þar í stórum stíl. Þessi glæsilega af- koma á þessum stað hefir ef til vill átt óbeinan þátt í því, sem gerzt hefir með Reykholtshver, sem B. B. segir að hafi verið seldur hollenzkri konu. Það er rétt, að kaupandinn, Þorsteinn Loftsson, er kvæntur hollenzkri konu. Sagt er, að hún hafi fært honum fé í bú, og hefir slíkt aldrei verið talinn ókostur. Og ekki ætti það heldur að vera verra, þó að umrætt fé, séu hol- lenzk gyllini. Ég hygg líka, að B. B. geri þessari myndarlegu og vel menntuðu konu rangt til, þar sem hann gefur í skyn, að hún sé óvenjulega ráðrík um það, sem þarna er gert. Um hitt er ekki getið, að eitt stærsta samvinnufélag landsins, Kaup- félag Reykjavíkur og nágrennis, er meðeigandi í þessu fyrirtæki, jafnvel að hálfu leyti. Svo myndarleg átök hefir þetta unga félag gert í verzlunarmálum höfuðstaðarins, að það getur ekki talizt oftrú, þó að vænzt sé hins bezta af starfsemi þess, einnig á þessum stað, og undir umsjá þess manns, sem árum saman hefir starfað að og kynnt sér þessa ræktun, í því landi, er einna fremst stendur á þessu sviði, meðal Evrópuþjóða. (Framh. á 3. síðu) Óttinii viO Pólland Þeir eru margir, sem hafa glímt við þá gátu, hverjar séu orsakir þýzk-rússneska samn- ingsins og hinnar skyndilegu og óvæntu samvinnu milli Hitlers og Stalins. Sennilega hefir hún ekki verið ráðin betur í fáum orðum en af þýzka blaðinu „Völ- kischer Beobachter“ 30. f. m. Ummæli blaðsins voru á þessa leið: „Þjóðvexjar og Rússar hafa ekki gert neinn venjulegan hlutleysissamning. Enginn ef- ast um, að þessar þjóðir hafi ekki sameiginlegra hagsmuna að gæta í þeim alþjóðlegu átökum, sem nú standa yfir. Viðhorfið til Póllands er hið sama, hvort heldur er séð frá Oder eða Dnjepr. Oss fellur illa, ef stjórn- málamennirnir í London, París og Varsjá mynda sér rangar skoðanir um þau efni“. - Fyrir þá, sem eru ókunnir þessum málum, skal þess getið, að Oderfljótið er í Þýzkalandi og Dnjeprfljótið í Rússlandi. Pólland er meginhluti landsvæð- isins á milli þeirra. Til að skilja þessa ráðningu þýzka blaðsins á orsökum þýzk- rússneska vináttusáttmálans, þarf að líta talsvert til baka. Af stjórnmálamönn- Sjónarmið um fyrri tíma er Bismarcks. tæpast nokkur eins mikið dáður af nú- verandi valdhöfum Þýzkalands og Bismarck. Stefna Bismarcks í utanríkis- málum var m. a. sú, að Þýzka- land ætti að kappkosta að hafa góða samvinnu við Rússland og undiroka Pólverja. Þýzkaland er í hættu, sagði Bismarck, ef Rússland er and- stæðingur þess, því þá hefir það fjandmenn bæði að austan og vestan. í styrjöld getur Þýzka- land ekki barizt á austurvíg- stöðvum og vesturvígstöðvum í einu. Þýzkaland er í hættu, sagði Bismarck, ef Pólland verður end- urreist, enda þótt það fái ekki strax þá hluta hins gamla Pól- lands, sem lagðir voru undir Þýzkaland. Sjálfstætt Pólland yrði stöðugur fjandmaður Þýzkalands og léti sér ekki nægja minna en að heimta aft- ur mynni Vistulafljóts (Weis- chel) og allar borgir og héruð með pólskumælandi fólki í Vest- ur-Prússlandi og Schlesíu. Það er meira að segja haft eftir Bismarck, að hann hafi sagt: Þjarmið að Pólverjum þangað til þeir hafa misst lífs- þróttinn. Ég hefi að vísu samúð með núverandi kjörum þeirra, en ef við eigum að lifa, verða þeir að víkja. Úlfurinn getur ekki gert að því hvernig guð hefir skapað hann. Samkvæmt þessum kenning- um sínum lét hann stórkostlega þrengja kjör Pólverja í þýzkum löndum. Þeir voru reknir af jarðeignum sínum og þýzkir menn látnir koma í staðinn. Pólska málið var bannfært og Helgrima af Pilsudski, frelsishetju Pólverja. öll samtök Pólverja, sem gátu haft pólitíska þýðingu, bönnuð. Pólverjar voru hvergi jafn hart leiknir á þeim tíma og i Þýzka- landi Bismarcks. Af nábúum Þjóðverja að aust- an voru það Pólverjar, en ekki Rússar, sem Bismarck óttaðist. í lok heimsstyrj ald- Stórveldis- arinnar og skömmu draumur e f t i r endurreisn Pilsudskis. hins p ó 1 s k a ríkis h a f ð i frelsishetj a Pólverja, Pilsudski, mjög stór- felldar ráðagerðir í huga. Pilsudski vann að því af miklu kappi að skapa sterkan pólskan her og miðaði svo vel áfram, aö í ársbyrjun 1920 hafði hann um 600 þús. manns undir vopnum. í stórri ræðu, sem hann flutti í Lublin 11. janúar 1920, lét hann svo ummælt, að sú úrslitastund væri að hefjast, þegar ráða ætti því til lykta, hvoTt Pólland ætti að tilheyra stórveldunum eða vera í tölu smáríkjanna, sem döfnuðu aðeins í skjóli hinna stóru. Markmið Pilsudski var eins greinilegt og verða mátti. Hann vildi leggja stóran hluta Hvíta- Rússlands undir Pólverja. Hann vildi að Lithauen yrði hluti Pól- lands, en nyti sjálfstjórnar. Hann vildi, að Ukraina yrði sjálfstæð og yrði síðan banda- lagsríki Pólverja, ásamt Est- landi, Lettlandi og Finnlandi. Þetta nýja ríkjasamband, sem yrði undir forystu Póllands, átti að verða nógu öflugt til að geta boðið hinum forna fjanda, Rússlandi, byxginn. Til þess að koma þessari hug- mynd í framkvæmd gerði Pil- sudski einskonar fóstbræðralag við ukrainisku sjálfstæðishetj- una Petljura, sem hafði stökkt Þjóðverjum úr landi og stofnað lýðveldi, en varð síðan að hopa fyrir hersveitum kommúnista. Rússum var vel Ijóst að hverju Pilsudski stefndi. í árslok 1919 lýsti Trotski yfir því, að Pól- verjar væru höfuðféndur Sovét- Rússlands og rauði herinn myndi því byrja sókn gegn þeim. Pilsudski varð fyrri til að hefja sóknina. Hann réðist inn í Ukrainu og náði höfuðborginni, Kiew, á vald sitt. En um líkt leyti réðist rauði herinn, undir forystu Tuhatchevskis þess, sem Stalin lét nýlega drepa, inn í Pólland og stefndi til Varsjá. Varð Pilsudski því að hætta sókn sinni í Ukrainu og um skeið leit út fyrir að Varsjá myndi þá og þegar falla í hendur Rússum. í viðtali við franskan blaða- mann lét Lenin svo ummælt, að þegar rauði herinn hefði tekið Varsjá, myndi Pólland verða gert að einu ríkinu i Sovétríkja- sambandinu. Allra augu mændu þá til Var- sjá engu síður en nú. Flestar spár hnigu í þá átt, að næðu Rússar Póllandi á vald sitt, myndi það hafa þau áhrif, að kommúnisminn fengi svo mik- inn byr í seglin, að hann sigraði í Þýzkalandi. Sókn Rússa til Varsjá var sókn kommúnismans til Vestur-Evrópu. En Varsjá féll ekki. Með ótrú- legum hetjuskap tókst Pólverj- um að verja borgina og hrekja rússneska herinn á flótta. Þetta gerðist í ágústmánuði 1920. — „Þessi atburður“, skrifaði Win- ston Churchill nokkrum árum síðar, „hafði svipuð áhrif og Marneorustan, sem háð hafði verið fyrir réttum sex árum. Varsjá var bjargað líkt og París. Pólland átti að lifa eins og Frakkland, en ekki að tortímast. Evrópa átti ekki frekar að verða kommúnismanum en þýzku heimsveldisstefnunni að bráð. Hugrekki pólsku þjóðarinnar hafði ekki bugazt í aldalangri undirokun og þjóðin reis með allri sinni orku til úrslitabar- \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.