Tíminn - 16.09.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.09.1939, Blaðsíða 3
107. blafS TÓllTVIVÍ, langardagiim 16. sept. 1939 427 B Æ K U R A N N A L L Vaka. Þriðja hefti annars árgangs Vöku er komið út. í því eru helztu greinar um þegnskylduvinnuna eftir Valdi- mar Jóhannsson ritstjóra, um Roosevelt Bandaríkjaforseta eft- ir Skúla Þórðarson, um mennta- skóla í sveit eftir Unndór Jóns- son, um málfrelsi eftir Ásgeir Ásgeirsson, fjallagöngufrásögn eftir Jóhannes Óla kennara, grein, er nefnist Öfugstreymi, eftir Magnús H. Gíslason frá Eyhildarholti, um íslenzku prest- ana eftir séra Björn O. Björns- son á Höskuldsstöðum og um móðurmálið eftir Guðmund Gíslason skólastjóra á Reykjum í Hrútafirði. En auk þessa eru þýddar greinar og ýmsar smá- greinar. Saga er eftir Pétur Benteins- son frá Grafardal. Þrjú kvæði birtast í Vöku að þessu sinni. Hið fyrsta eftir Jak- ob Thorarensen, fagnaðarljóð við heimkomu Gunnars Gunn- arssonar; hin eftir Loft Guð- mundsson kennara í Vest- mannaeyjum og Davíð Jónsson hreppstjóra á Kroppi í Eyja- firði. Vaka er enn sem fyrr vönduð að ytra frágangi. Mun hún í því efni taka fram öllum íslenzkum tímaritum. Ekki er þetta þó með öllu misbrestalaust. Illa stingur í augu að við hlið fornlegrar til- vitnunar undir forsíðumynd stendur til annarra handar: Nr. 3, sem mun eiga að tákna 3. hefti, en til hinnar handar: Fot. V. Sigurgeirsson, sem á að vera til fróðleiks um það, að Vigfús Sigurgeirsson hafi tekið mynd- ina. Ekki mun þó orð skorta til þess að segja þetta á íslenzku máli. Á óvandaðra riti myndu sennilega fáir hneyklast á þess- um tveim smekkleysum, en á tímariti því íslendinga, sem í vandaðastan búnað er klætt, fer þetta hvort tveggja mjög illa. Jar ðhilamáli ð í Biskupstungum (Framh. af 2. síðu) Að öllu athuguðu, er nú of seint að kippa þessum kaupum til baka, sem um er rætt, og „innbyrða“ eignina aftur. — Hreppurinn hefir ekki fjármagn til að kaupa þær framkvæmdir, sem þarna hafa verið gerðar, greiða skaðabætur, ef til vill málskostnað o. fl., sem af því hlytist. — Og undarlegt er það, ef að framkvæmdir og fram- leiðsla eins og á Syðri-Reykj- um, og sem nú er að byrja á Stóra-Fljóti, getur ekki orðið „til margháttaðrar atvinnu, Tcnnismót. Að undanförnu hafa staðið yf- ir innanfélagsmót í tennis hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Nú er í ráði, svo framarlega sem veðrátta ekki hamlar, að Tennis- og badmintonfélag ís- lands og K. R. efni til almenns tennismóts. Víst er, að þátttaka myndi verða mikil, ef úr mót- inu gæti orðið, en þátttakendur sennilega ekki úr öðrum félög- um en þessum tveim. Þýzkalaudsför ísl. kiiattspyrmimaima Knattspyrnumennirnir úr Val og Víking, sem fóru til Þýzka- lands í ágústmánuði, voru með- al farþega með Brúarfossi, er hann kom í fyrrakvöld. Þeir kepptu tvo leiki í för sinni, annan í Essen og töpuðu þar með 4:2, hinn í Bremen, töpuðu þar með 2:1. Hin þýzku knattspyrnulið, er þeir öttu kappi við, munu hafa verið mjög sterk og meðal ann- ars haft’á að skipa mönnum,sem keppa í landliði Þjóðverja, hafa verið í því áður eða eru í þann veginn að fá inntöku í það. Má telja, að knattspyrnumennirnir hafi staðið sig vonum betur í þessari utanför og orðið til sóma. þæginda og menningar“ í sveit- inni. — Biskupstungnamenn hafa ekki legið á liði sínu að leggja fé til menningarmála eftir því, sem getan hefir leyft. Á s. 1. 12 árum hafa þeir lagt fram úr hreppssjóði og á annan hátt fast að 70 þús. króna. Skyldi þessi nýja aukna fram- leiðsla, í sveitinni, ekki geta stuðlað að því, að hægt verði að halda áfram á þessari braut, og ganga jafnvel feti framar. Menn tala fagurlega um, að j arðhitinn eigi að koma almenn- ingi að notum, en leggja fátt á- kveðið til, hvernig þetta megi verða. Jónas Jónsson hefir sýnt hugkvæmni í því máli og má fleira góðs vænta úr þeirri átt. Þar sem jarðhiti er í nánd við kaupstaði, getur hann komið mörgum að notum. Þegar hita- veitu Reykjavíkur er komið í kring, nýtur rúmlega þriðjung- ur landsmanna jarðhitans á Reykjum i Mosfellssveit. En úti um dreifbýlið er þetta örðugra. Þar verður það allt af takmark- aður fjöldi, sem nýtur hans. Mörgum finnst að nýbyggðin eigi fyrst og fremst að mynd- ast í kringum hina „heitu staði“. Þegar Reykholtshver var seldur, var ekki annað vitað, en að kringum hann mynduðust 4 ný- býli, lítil, snotur samvinnu- áttu fyrir frelsi sitt. Ofbeldis- stefnan, sem í mikillæti sinu hafði haldið að hún væri að hefja sigurgöngu til Vestur-Ev- rópu, hörfaði skyndilega til baka yfir landamæri Póllands". í næstu orustu unnu Pólverj- ar stóra sigra. Tugir þúsunda rússneskra hermanna voru teknir til fanga og pólski her- inn sótti nær hvarvetna fram. Pólverjar gátu þó ekki haldið áfram að berja,st þangað til tak- marki Pilsudskis væri náð. í október 1920 voru friðarsamn- ingarnir undirritaðir. Pólverjar fengu stóran hluta af Hvíta- Rússlandi og Ukrainu, en þó ekki eins mikinn og þeir gerðu kröfu til. Hins vegar urðu þeir aí leggja hugmyndina um Ukra- inu, sem sjálfstætt sambands- ríki Póllands, á hylluna. Pólska ríkið var end- Eðlilegur urreist í sameigin- ótti. legri óþökk Þjóðverja og Rússa. Það þýddi stórfellda skerðingu á ríki beggja. Þetta varð þess valdandi, að aldrei hefir náðst sæmileg sambúð milli Pólverja og þess- ara nábúa þeirra. Um langt skeið átti Pólland i hörðu við- skiptastríði við Þýzkaland. Milli þess og Rússlands hefir ekki ver- ið síður grunnt á því góða. Frá sjónarmiði Rússa og Þjóð- verja hefir sú þróun þó verið ískyggilegust, að Pólland stefndi alltaf meira og meira í þá átt að verða stórveldi. Á fá- um árum'hefir fólksfjöldi þess aukizt úr 27 í 35 milj. í engu öðru landi Evrópu var fólks- fjölgunin jafn mikil. Það vann að því af miklu kappi að koma sér upp öflugum her. Sá ótti, sem yfirgangur þýzka nazism- ans skapaði meðal smáþjóð- anna í Mið-Evrópu, eyddi rígn- um milli þeirra og þjappaði þeim meira saman. í þessum væntanlegu samtökum Mið-Ev- rópu- og Balkanríkjanna var Pólland, sem stærsta og öflug- asta ríkið, langlíklegast til að hafa forystuna. Það fór því ekki fjarri því, að draumur Pilsud- ski um Pólland sem forystuland í öflugu ríkjasambandi, gæti rætzt, þótt það yrði á nokkuð annan hátt en hann hafði ætlað. Rússar hafa heldur ekki gleymt fyrirætlun Pilsudski um sjálfstæði Ukrainu. Ekkert land var hættulegra Rússum í þeim efnum en Pólland, og sú hætta óx í sama hlutfalli og veldi og áhrif Póllands ukust. Þau ummæli „Volkischer Beo- bachter“, að það sé sama, hvort litið sé á Pólland frá Oder eða Dnjepr, hafa því við full rök að styðjast. Öflugt Pólland er hættulegur keppinautur fyrir Þýzkaland og erfiður þröskuld- ur í valda- og viðskiptasókn þess austur á bóginn. Öflugt Pólland er sömuleiðis hættuleg- ur keppinautur fyrir Sovét- Rússland og slæmur farartálmi fyrir áleitni þess í vesturátt. Þess vegna var það hagur þessara landa beggja, að Pól- landi yrði rutt úr vegi áður en það fengi skilyrði til að eflast meira og ef til vill verða for- Mest og bezt fyrir krónuna, með því að nota þvotta- duftið Perla Hraðferðír B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Blfrelðastöð Aknreyrar. Verðlag á kartöflum. Lágmarkssöluverð á kartöflum til verzlana. er ákveðið: 15. sept. til 31. okt. kr. 22.00 pr. ÍOO kg. Innkaupsverð Grænmetisverzlunar ríkisins má vera allt að þremur krónum lægra, eða kr. 19.00 hver 100 kg. Smásöluverð (við sölu í lausri vigt), má ekki fara fram úr 40%, miðað við hið ákveðna söluverð til verzlana. Heimilt er þó verzlunum er af einhverjum ástæðum kaupa kartöflur hærra verði en hinu ákveðna lágmarksverði, að haga smásöluálagningu sinni þannig, að hún sé allt að 40% af inn- kaupsverðinu. Hið setta verðlag er miðað við góða og ógallaða vöru. Verðlagsneind Grænmetisverzlunar ríkisins. Auglýsing Undir aðrar kornvörur, sem taldar eru í 1. gr. reglugerðar um sölu og úthlutun á nokkrum matvörutegundum, teljast þess- ar kornvörutegundir: œuc... Hrísmjöl, Semuliugrjón, Bygggrjón, Maunag'r j óu, Maisenamjöl, og ber því að krefja skömmtunarseðils fyrir þessum kornvöru- tegundum. Kartöflnr. Á tímabilinu 20. september til 31. október kaupum vér vel verkaðar og flokkaðar kartöflur á kr. 19.00 pr. 100 kg. í góðum umbúðum, afhentar við vöruhús vort í Reykjavík. Þeir sem kunna að vilja selja oss kartöflur samkvæmt þessu, eru beðnir að tilkynna það sem fyrst, og afla sér upplýsinga um reglur þær, er gilda um verkun, flokkun og afhendingu kartafl- anna. Grænmetisverzlun ríkisins. í ríkisstjórn íslands, 14. sept. 1939. Eysteinn Jónsson. Ólafur Tkors. Jakob Möllcr. Ilermann Jónasson. An^lýiin^ byggð. Þetta breyttist seinna, í það minnsta í bili. Margur harmar það, að sá undirbúningur, sem ríkið hefir látið framkvæma til stofnunar samvinnubyggðar, skuli hafa verið gerður á einum lakasta bletti Suðurlands. Hvernig stóð á því, að enginn mundi þá eftir „heitum stað“, með góðum ræktunarskilyrðum? Þó að ég, að dómi Hilmars ystuland í bandalagi smáríkj- anna í Mið-Evrópu. Þessir sameiginlegu hagsmun- ir Þýzkalands og Rússlands virð- ast sennilegasta skýringin á þýzk-rússneska sáttmálanum. Það er hinn sameiginlegi ótti og fjandskapur gegn Póllandi, sem hefir sameinað hina gömlu fénd- ur. Hitt er eftir að sjá, hversu lengi vináttan varir og hversu sammála þeir verða um skipt- ingu herfangsins, ef til kemur. Máske eiga líka vígvellirnir við Varsjá eftir að verða svipaður legstaður fyrir hina sameinuðu sókn nazismans og kommúnism- ans og þeir urðu fyrir sókn kommúnismans til Vestur-Evr- ópu 1920. Þ. Þ. Kaupeiidur Tímans. Gjalddagi Tímans var 1. júní sl. Margir hafa enn ekki gert nein skil til blaðs- ins fyrir yfirstandandi árg. Væri æskilegt að kaupend- ur greiddu blaðið hið fyrsta, annaðhvort í póstá- vísun beint til innheimt- unnar í Reykjavík eða til innheimtumanna blaðsins, sem eru í nær öllum hrepp- um og kaupstöðum. Þeir kaupendur, sem ekki greiða yfirstandandi á r g a n g blaðsins, mega búast við að hætt verði að senda þeim blaðið um næstu áramót. Stefánssonar bankastjóra, hafi lagt til þessa máls „skvaldurs- leg“ og „óviturleg" orð, þá má þó ef til vill svo verða, að þær umræður, sem hafa orðið um málið, veki vitra menn og fram- sýna til frekari umhugsunar um jarðhitamálið almennt, og er þá betur farið en heima setið. Þorsteinn Sigurðsson. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlim Sigurðar Ólafssonar. Símar 1369 og 1933. um lokun sölubúda laugfardagínn 16. september 1939. Samkvæmt heimild í lögum ur. 37, 12. júní 1939, er Itérmeð ákveðið að laugardaginn 16. sept. 1939 skuli öllum sölubúðum á landinu lokað að undanskyldum mjólk og brauða- búðum. Brot gegn þessum ákvæðum varða sektum allt að 10,000 krónum. í rikisstjórn tslands 14. sept. 1939. Eysteínn Jónsson Ólafur Thors Jakob Möller Hermann Jónasson. 244 William McLeod Raine: þetta, Molly, sagði Steve. Þú getur ekk- ert bætt með því. — Nei, sagöi hún og gretti sig, en virtist annars hugar. Koss hennar var stuttur og hún virtist vera með hugann langt í burtu. Steve hálf sá eftir að hafa beðið um kossinn. Hugur Molly dvaldi samt ekki ein- göngu við Taylor, er hún reið upp til hæðanna. Hún hugsaði meira um Steve. Hann var svo — svo vænn. Nei, þetta var ómögulegt orð yfir það sem hún átti við. Hann var svo afar góður vinur. Hann var svo skilningsgóður. Hann hafði jafnvel ekki látið hana skilja, að hún væri draumlyndur kjáni. Einhvern- tíma ætlaði hún að launa honum þús- undfalt hve hann hefði verið góður. Steve var svo mannlegur og laus við allan heilagleika, og þó fannst henni að hún verða fyrir einhverium göfugum á- hrifum í nærveru hans. Lífið, já aðeins þetta að lifa, það, var dásamlegt. Það söng gleðisöng í æðum manns, ef mað- ur aðeins opnaði augun fyrir fegurð- inni. Hún vissi að Steve myndi hæða hana ef hún segði honum þetta. Slíkt fyndist honum barnaskapur, hann lifði eftir reynslunni, en ekki eftir spakmæl- um eða neinu slíku. En þetta var nú svona samt. Tilfinningar hennar til Taylors voru Flóttamaðurinn frá Texas 241 — Hvað um það, sagði Molly óþolin- móð. Hún vildi ekki hugsa eða ræða um þau atriði, sem ekki studdu sögu hennar. — Hann hafði tækifæri til að drepa þig alltaf á meðan Dug var að sækja hjálpina. Hvers vegna gerði hann það ekki, ef hann vildi ólmur ryðja þér úr vegi? — Ég veit það ekki. Hann gerði á- reiðanlega það, sem hann gat, fyrir mig þá. Ég segi heldur ekki að hann hafi skotið mig, Molly. Ég sé ekki hvernig hann hefði átt að geta það. En ég á bágt með að trúa þeirri sögu, að Clem hafi þvingað hann til að skjóta á mig. — En því trúi ég, sagði Molly blátt á- fram. — Hann sagði mér þetta sjálfur fyrir fáeinum mínútum og ég efa ekki að það sé satt. .— Þú talaðir við hann, sagði Walsh og horfði á hana brúnum augunum. — Aðeins í eina mínútu. Herra Mar- tin er að leggja af stað til Tincup með hann og þeir fara af stað undir eins og búið er að gera við rifinn hjólbarða á vagninum. Steve! Ég kenni í brjósti um hann. Steve hélt áfram að horfa á Molly og brosti, í senn glaðlega og háðslega. Hann hæddist ekki að henni, heldur að sjálfum sér. Persónuleiki hennar bar það með sér, að einhverntfma yrði hún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.