Tíminn - 21.09.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Rcykjavík, fimmtudagiim 21. sept. 1939 109. bla» Er hreindýrastoíninn íslenzki að líða undir lok? Rannsóknarleíðangur Helga Valtýssonar tA, v/ • t J JÍ-‘J+y N ' $y Hér sjást fótgönguliðssveitir ganga fylktu liSi yfir Rauða torgið í Moskva. Myndin er tekin í þann mund, er Rússar voru að hervœðast og búa sig undir hernám Austur-Póllands. Sinn í hvoru horni eru Hitler og Stálin, sem nú eru aS skipta á milli sín pólska herfanginu. Pólland í inoliiin Að tilhlutun ríkisstjórn- arinnar framkvæmdi Helgi Valtýsson kennari á Akur- eyri athugun í sumar á hin- um íslenzka hreindýra- stofni. Tókst honum að gera næsta nákvæma ágizkun um fjölda hreindýranna. Leiddi þessi rannsókn Helga í ljós, að hreindýrastofninn er orðinn mjög fáliðaður og hríðfækkar ár frá ári, þrátt fyrir sæmilega viðkomu. Hlýtur drápi að vera um að kenna, því að vetur hafa verið mildir. í rannsóknarleiðangri þessum tóku þátt, auk Helga, þeir Eð- varð Sigurgeirsson ljósmyndari og Friðrik bóndi Stefánsson á Hóli í Fljótsdal, sem var fylgdar- maður og þaulkunnugur á þeim slóðum, þar sem hreindýrin eru enn við líði. Hreindýr af þeim stofni, sem 1787 var fluttur til landsins og látinn laus í Múlasýslum, hafa til þessa dags haldið sig á öræf- unum norður af Vatnajökli austanverðum. Frá veturnóttum til sumarmála halda þau sig á Vesturöræfum, milli Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og þegar harðnar að leita þau oft- lega út á Fljótsdalsheiði og stundum niður í byggð í Jökul- dal og Hróarstungu. í lok maí- mánaðar bera hreinkýrnar, tíð- ast í hlíðarslökkum vestan Snæ- fells og niður til Jökulsár. Eftir burðinn, oft með kálfana fárra daga gamla, synda þær vestur yfir Jökulsá, en þangað eru tarf- arnir komnir áður, og þar halda hreindýrin sig að sumar- laginu í Sauðafelli og Kringils- árrana, milli Jökulsár og Kring- ilsár, sem er hið versta vatns- fall síðan 1934, að við eldsum- brotin í Vatnajökli hljóp í hana vatn, er áður féll eftir farvegi Sauöár. Um veturnætur hvarfla hreindýrin aftur yfir ána. í sumar, er rannsóknin fór fram, voru hreindýrin öll í Kringilsárrana. Eftir því, sem næst varð komizt, voru þar allt að 40 fullorðnir tarfar, 40 kýr og 20—25 kálfar. Virtust sum * Islenzku skákmenn- írnír auka hróður lands síns íslenzku skákmennirnir fimm, Baldur Möller, Ásmundur Ás- geirsson, Jón Guðmundsson, Einar Þorvaldsson og Guðmund- ur Arnlaugsson, sem tóku af ís- lands hálfu þátt í skákkeppn- inni í Buenos Aires, hafa nú sigrað i öðrum flokki á mót- inu. Jafnframt hafa þeir unn- ið bikar, sem forseti Argentínu gaf til þess að keppa um í þess- um flokki. Auk íslendinga kepptu um bikar þenna Paraguymenn, Bolivíumenn, írar, Norðmenn, Perúmenn, Kanadamenn, Ecua- dormenn, Uruguaymenn, Búlg- arar og Guatemalamenn. Af 40 tefldum skákum unnu íslendingar 25 skákir, gerðu 6 jafntefli og töpuðu 9 skákum. Vinningar íslendinganna skiptast þannig, að Baldur Möll- er fékk 3 x/2 í 9 skákum, Ásmund- ur Ásgeirsson 5y2 í 9 skákum, (Framh. á 4. síðu) 15 vetra eða eldri, en hreindýr verða 14—16 vetra gömul. — Hreinkýrnar virðast ekki taka kálfi fyrr en þær eru fullþroska, 3—5 vetra gamlar; þarf þar um leita lífeðlilegra skýringa og sennilega stafar það af of miklum fjölda tarfa. Öll voru dýrin mjög þroskavænleg og báru vott um kynfestu og engin hnignunarmerki á þeim að sjá. Eigi sáu þeir félagar hreindýrin nærast á öðru en jökulpunti og stýfðu þau aðeins öxin ofan af. Þetta mun eina hreindýra- hjörðin, sem nú er til og vekur það furðu, hve fá dýrin eru, ekki sízt þar sem viðkoman virðist þolanleg. Vitað er með vissu, að dýrunum hefir fækkað á þessum slóðum hin seinustu ár og það til muna. Mun hrein- dýradrápi helzt um að kenna, enda lengi legið sá grunur á, að það viðgengizt á þessum slóðum, um það leyti árs, sem dýrin halda sig í grennd við byggð. Á öræfunum milli Axarfjarð- ar og Mývatnssveitar hefir um alllangt skeið verið lítíll hópur hreindýra og einkum haldið sig við Hágöng. Fyrir fimmtán ár- um voru þau 10—12, en fjölgaði allört, enda ákjósanlegt hag- lendi fyrir hreindýr á þessum slóðum, og voru þau fyrir tveim árum orðin 40—50. Þá hurfu þau skyndilega og hafa ekki sézt síð- an og nú er þar ekkert hreindýr. Bersýnilega þarf að taka dug- lega í taumana um aðbúnað að hreindýrastofninum áður en svo er komið um hjöxðina, er enn lifir á Vesturöræfum og Brúar- öræfum, sem dýrin við Hágöng. Verður nú að sporna við því, að haldið verði áfram að ganga á hreindýrastofninn, áður en slíkar aðgerðir exu um seinan. Eðlilegt er, að nokkuð skarði í hreindýrahjarðirnar er harðir vetur koma og jarðbönn eru til langframa, en í svo vægum vetr- um, sem nú hafa verið um skeiö, getur hreindýrum ekki verið hætta búin af tíðarfarinu. Ríkið og Flugmálafélag íslands eiga í sameiningu landflugvélina TF-Sux. Hún hefir nú verið starfrækt eitt ár, einkum til ýmissa rannsókna um mögu- leika til flugsamgangna hér. Á þessu eina ári hefir flugvélin flogið 42000 kílómetra vegalengd og hafa 3600 kíló- metrar af því flugi verið í þágu síld- arleitar. Flugferðirnar hafa alls verið 498, þar af 16 áætlunarflug til Horna- fjarðar og 6 í sjúkraerindum. Flugvél- inni hefir verið lent á 26 stöðum víðs- vegar um land, í byggð og óbyggð, án þess að um neinar umbætur á lend- ingarskilyrðum hafi verið að ræða. 260 manns hafa tekið sér far með flugvél- inni og 683 kilógrömm pósts hafa verið flutt með henni. Þótt tekizt hafi að nota þessa flugvél til landflugs og lenda víðsvegar á landinu, án þess að neinn undirbúningur undir það hafi farið fram, er ósannað og ólíklegt, að unnt sé að nota stórar flugvélar og lenda á þeim nema til reglulegrar flug- vallagerðar komi eða að minnsta kosti lagfæringar á lendingarstöðum. i r r Um helgina er leið hófst aðalslátur- tíðin víðast, sumstaðar þó nokkru fyrr, annarstaðar litlu eftir hana. Sumstað- ar er hún um það bil að hefjast nú. Áður en haustslátrunin hófst, var bú- ið að slátra rösklega 13 þús. dilkum og 437 geldkindum. Að meðaltali hafa Tílraunír um notkun síldarolíu tilínnlends íðnaðar í atvinnudeild háskólans hef- ir um alllangt skeið verið unn- ið að ýmsum tilraunum um hreinsun og herðingu síldarolíu, svo að nothæf verði til innlends iðnaðar. Þessar tilraunir hafa meðal annars beinzt að því að hreinsa og herða síldarolíuna, þannig að hún verði nothæf matarfeiti. Trausti Ólafsson, forstöðumað- ur atvinnudeildarinnar, hefir skýrt Tímanum svo frá, að með þeim tækjum, sem fyrir hendi eru á tilraunastofu atvinnu- deildarinnar, hafi tekizt að leysa þetta viðfangsefni þannig, að ekki verður að svo komnu ann- að séð en síldarolían sé vel hæf til smjörlíkisvinnslu. Enn er þó eftir að gera tilraunir um þessa nýtingu síldarolíunnar til að leiöa í ljós geymsluþol smjörlík- isins. Til þess að hreinsa og (Framh. á 4. síðu) arslátrun, sem átt hefir sér stað hér. Veldur því að snemma var byrjað að slátra og óvenjulega mörg skip á sild- veiðum sköpuðu mikinn kjötmarkað norðan lands. Sennilega verður fé ekki jafn vænt til frálags nú sem í fyrra. Dilkar, sem slátrað hefir verið á Akur- eyri siðastliðna viku, hafa haft 13 kg. kroppsþunga, í Seyðisfirði hafa dilkar, slátraðir í sömu viku, haft rösklega 13 kg. kropp og í Siglufirði hefir meðal kroppþyngd sláturdilkanna verið tæp- lega 13 kg. í sömu viku. t t r Merkingar loðdýra fara fram að venju í haust og verða allir refir merkt- ir svo sem verið hefir. Að þeim lokn- um verða sýningar. Merkingar hefjast um mánaðamótin næstkomandi og verður þeim væntanlega lokið upp úr miðjum mánuðinum, en sýningarnar verða í nóvembermánuði. í fyrra voru refasýningar átta, en verða nú fjór- tán, ef allir þiggja þær, sem gefinn hefir verið þeirra kostur. Seinasta sýn- ingin verður haldin í Reykjavík 4. des- embermánaðar. Hinar verða haldnar á tímabilinu 3. nóvembermánaðar til 22. sama mánaðar og á eftirgreindum stöð- um: í Borgarnesi 3. nóv., Hólmavík 5. nóv., Salthólmavík 7. nóv., Kópaskeri 7. nóv., Búaðardal 9. nóv., Akureyri 10. nóv., Sauðárkróki 11. nóv., Stykkishólmi 11. nóv., Blönduósi 13. nóv., Reykjavík 15. og 16. nóv., við Ölfusárbrú 17. nóv. Pólska ríkið, Rzeczpospolita Polska, eins og það heitir austur þar, er nú að kalla hrunið í rústir og þurrkað út, í þeirri mynd, sem það hefir verið í tvo áratugi. Allar varnir þrjátíu milljóna þjóðar hafa á þrem vikum verið brotnar á bak aftur af tveim stórveldum, nágrönn- unum í austri og vestri. Pólverj- ar hafa fyrr átt vopnaviðskipti við þessa granna sína. Þar hefir lengst af verið erjusamt, allt frá því hinir slafnesku kynflokkar', sem Pólverjar eru út af komnir, brutust inn í landið og hröktu Germanina brott og settust að á sléttunum við Vistula. Fjórum sinnum áður hafa Þjóðverjar og Rússar deilt landinu á milli sín á fyrri öldum. Hart mun verða að Pólverjum búið á næstunni, eins og alla jafna er um þjóðir, sem lotið hafa i lægra haldi í grimmum ó- friði. En Pólverjar eTu undirok- un vanir og sjálfir hafa þeir ver- ið harðleiknir í viðskiptum, þég- ar þeir hafa því við komið. Árið verður fyrir blárefi einvörðungu; sömu- leiðis sýningin á Hvammstanga seinni daginn. t r r Hvalveiðunum er nú lokið að þessu sinni og eru skipin komin til Reykja- víkur og verða hér í vetrarlagi. Alls veiddust í sumar 130 hvalir og hefir ekkert veiözt síðan síðast var skýrt frá afla skipanna hér í blaðinu, hinn 12. september. í fyrra veiddust 147 hvalir, en veiðar byrjuðu mánuði síðar nú en þá. Starfsfólk hvalveiðastöðvarinnar er nú flest komið heim til sín, en enn er þó verið að ganga frá ýmsu við hval- veiðastöðina á Suðureyri undir vetur- inn. r r t Gísli Jónsson bóndi á Stóru-Reykjum í Flóa setti í vor niður eina tunnu kart- öfluútsæðis af Rósinni. Hefir hann nú lokið við að taka upp úr þessu garð- landi sínu og reyndist uppskeran tví- tugföld. r r r Þingstúka Reykjavíkur ákvað á sín- um tíma, að gangast fyrir því, að hald- in yrði bindindismálavika í haust. Var Pétur Sigurðsson formaður nefndar þeirrar, er haft hefir undirbúning þess með höndum. Nú er ákveðið, að láta þessa útbreiðslustarfsemi hefjast 5. okt- óbermánaðar. Munu biskup, fræðslu- málastjóri, fjármálaráðherra og skáta- höfðingi þá flytja ávarp í fríkirkjunni. Auk Reglunnar, hafa Kennarasam- (Framh. á 4. síðu) 1923 kúguðu þeir Lithauen, sem ekki treystist að reisa rönd við yfirgangi þeirra, til að láta af höndum borgina Vilna og hér- aðið umhverfis hana. í byrjun októbermánaðar í fyrra, þegar mótstaða og baráttuhugur Tékka var brotinn á bak af erlendu of- urefli og land þeirra var umsetið af fjandmönnum, hótuðu Pól- verjar innrás hers síns, ef þeim væru ekki fengin í hendur landamærahéruð, sem þeir höfðu ágirnd á. Svo undarleg og grátbrosleg eru örlög þeirra, að nú, tæpu ári síðar, standa þeir sjálfir í nákvæmlega sömu spor- um og Tékkarnir, þegar Tess- chen-héruðin voru kúguð af þeim. Þótt samúð tékknesku þjóðarinnar sé sjálfsagt öll með þeim styrjaldaraðilanum, sem berst fyrir málstað Póllands, kann að vera, að þaö hlægi Tékka nú, að sjá hvernig at- burðirnir endurtakast á Pólverj- um sjálfum. En sennilega er þó alvara stríðsins ríkari, jafnvel svo níðangurslegum misgerðum sem Pólland hafði í frammi í fyrra haust. Ráðstjórnin rússneska hefir nú seilzt til hins fyrra hlut- skiptis Pólverja og hyggur mátt sinn mikinn. En viðburðarásin er hröð nú á tímum. Enginn getur vitað, hvort mörg misseri líða, þar til einhver ofbeldisþjóð- in sér sér leik á borði að setja sverðsoddinn fyrir brjóst Rúss- landi aðþrengdu og auðga sinn garð með þegnum þess og lend- um. Síðustu fregnir. Pólskar hersveitir munu halda enn uppi vörnum á þrem stöð- um í landinu, a. m. k., nefnilega i Varsjá, við Kutno og Lemberg. Rússar hafa nú setzt að í Lem- berg, sem er borg í olíuiðnaðar- héruðum Galizíu. Von Brau- chitsch, yfirhershöfðingi Þjóð- verja, er kominn til vesturvíg- stöðvanna og segir hann, að stríðið í Póllnadi sé til lykta leitt. Rússar og Þjóðverjar eru nú að semja sín á milli um endan- lega skiptingu Póllands. Þýzk sendinefnd er komin til Moskva í þessum erindagerðum. Talið er, að Þjóðverjum þyki Rússar ágengir um lönd og hafa rauðu hersveitirnar haldið lengra inn í landið en við var búizt og hefir þýzkt lið sumstaðar orðið að þoka fyrir þeim til að forðast á- rekstur. Adolf Hitler ríkisleiðtogi hélt á þriðjudaginn langa ræðu í Danzig fyrir miklum mann- fjölda. Hann sagðist engar stríðsfyrirætlanir bera í brjósti gegn Bretum og Frökkum. Hann (Framh. á 4. síðu) A víðavangi Seinasta áratugina tvo hefir undravert ræktunarstarf verið innt af höndum héx á landi. Túnin hafa á þessum tíma stækkað um rösklega þriðjung, um þrettán þúsund hektara. Og iað er ekki aðeins, að eftirtekj- an hafi aukizt að sama skapi, heldur hefir hún fyllilega tvö- faldazt. Árlegur töðufengur landsmanna er nú 600—700 þús- undum hestburðum meiri en hann var í lok heimsstyrjaldar- innar og fyrstu árin eftir hana. * 4= * Ræktunarmenningin er samt ekki runnin íslendingum í blóð- ið, fjarri fer því. íslenzkir bænd- ur eru heldur ekki svo til aldir upp í plógfarinu, líkt og sagt hefir verið um stéttarbræður þeirra í nágrannalöndunum. Þeir hafa öllu fremur vanizt því á unga aldxi að halda fénaði til beitar og nytja hina óræktuðu jörð. * * * Athugull bóndi, sem ferðazt hefir víða um land, segist hafa veitt því athygli, hve misjafn- lega hafi verið vandað til rækt- unarstarfsins og hvernig það skiptist eftir héruðum. Náttúr- lega má finna dæmi umhyggju- samlegrar jarðvinnslu í hverri sveit og sömuleiðis dæmi um hroðvirkni. En heildarsvipurinn er samt nokkuð skýr. Þessi bóndi telur sig hafa séð þess vitni, að nýræktin sé verr af hendi leyst og jarðabæturn- ar yfirleitt lakar unnar í þeim byggðarlögum, þar sem bændur hafa reist búskap sinn mest á útiganginum. Hann hefir varp- að fram þeirri spurningu, hvort áhrif rányrkjunnar á þá, sem hana hafa stundað, endurspegl- ist hér í ræktunarstörfum þeirra. Þessi spurning er nokkuð íhug- unarverð. * * * Aðrar ástæður væri hægt að finna fyrir því, að jarðabæturn- ar eru yfirleitt lakar unnar í einu héraði en öðru, sem sé að einstakir trúnaðarmenn Bún- aðarfélagsins, sem mæla jarðar- bæturnar, hafi í þessum efnum skapað minna aðhald um vand- virkni og óaðfinnanlegan frá- gang heldur en aðrir. — Þar sem jarðvinnslumenn fara bæ frá bæ með dráttarvél eða hestverkfæri gætir og að sjálfsögðu mikið á- hrifa þeirra um vinnubrögð öll. Og vel má j arðvinnslunni vera borgið i þessu efni, þar sem sam- an fer, að slíkir plægingarmenn hafi fullan skilning á þýðingu starfsins og gæti í því nægrar nákvæmni og mælingamennirn- ir skapa nauðsynlegt og réttlátt aðhald um úttektina. * * * Að sama skapi og góð vinnsla er skilyrði þess, að jarðræktin komi að tilætluðum notum, krefst nýræktin nægs áburðar. Hverjum manni er betra að brjóta minna land og geta full- nægt áburðarþörf þess, heldur en að vinna í einu svo stór svæði, að hann verði að svelta það hvað áburð snertir. Ræktun, sem býr við ónógan áburð, hlýtur ávallt að gefast fremur illa, en hins vegar nýtur landið þess um margra ára skeið, ef vel hefir verið í það borið, þegar það var brotið til ræktunar. (Framh. á 4. síðu) Nýja Esja kemur á morgun Hin nýja Esja er væntanleg til Reykjavikur kl. átta í fyrra- málið. Hún hefir, sem kunnugt er, verið smíðuð í skipasmíða- stöðinni í Álaborg og hefir kost- að rösklega hálfa aðra millj. kr. Hið nýja skip er 210 feta langt í sjólínu, 35 fet að breidd og 20 y2 fet að dýpt. Það er um 1350 smá- lestir brúttó að stærð og getur gengið 15 mílur á klukkustund. dilkakropparnir verið 12 kílógrömm að þyngd. Geldkindurnar hafa 25 kg. kropp til jafnaðar. Þetta er mesta sum- og á Hvammstanga 21. og 22. nóv. Síð- ari sýningin í Reykjavik, 4. desember, Á. ICI?/OSSC3-ÖTTT3iÆ Flugstarfsemin. — Haustslátrunin. — Refasýningar og refamerkingar. — Hvalveiðunum lokið. — Tvítugföld kartöfluuppskera. — Bindindismálavika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.