Tíminn - 12.10.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.10.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐVR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJT. Símar 3948 og 3720. 23. árK. Rcykjavík, fimmtiidagiim 12. okt. 1939 118. Mað Attaugim á viiBEisBsiskily rdcaies Náttúrufræðírannsóknarnefndin hefir ráðið þrjá menn til rannsóknarferða í þessu skyni N áttúruf ræðirannsókna- nefnd ríkisins er að láta framkvæma yfirgripsmiklar og ítarlegar rannsóknir á möguleikum þjóðarinnar til eldsneytisöflunar í landinu sjálfu, ef verðbólga eða sigl- ingateppa hindrar kola- kaup. Þrír menn, Sigurlinni Péturs- son, Jóhannes Áskelsson jarð- fræðingur og dr. Sveinn Þórð- arson kennari á Akureyri, eru nú í ferðalagi út á landi og sinna þessum rannsóknum. Er þaö ætlunin að reyna að finna í grennd við hvert þorp eða kauptún landsins þann hentug- asta stað, sem völ er á til elds- neytisöflunar. Að svo miklu leyti, sem þetta mál hefir enn verið gaumgæft, virðist ein- sýnt, að fyrst og fremst verði að byggja á mótekju. Á athugunum þeim, sem þessir sendimenn náttúrufræði- rannsóknanefndarinnar gera, verða síðan byggðar áætlanir um kostnað við eldsneytisöfl- unina, sem mjög er mismun- andi eftir aðstöðunni, legu mó- landanna, mómagni, mógæðum o. s. frv. Rannsóknarstofa at- vinnudeildar háskólans mun rannsaka hitagildi sýnishorna, er tekin verða. Hefir hún þegar byrjað á slíkri athugun á hita- gildi allmargra sýnishorna, sem hún er búin að fá, þar á meðal sýnshorna, er tekin hafa verið í grennd við Reykjavík, á Álfta- nesi og í Mosfellssveit. Alsökun ensku stjórnarínnar Enski ilugstjórínn, sem strauk irá Rauiarhöin, verður sendur hingad aitur Rannsóknunum á mólöndum þeim, er kauptún eiga kost á til mótekju, er þannig hagað í stói-um dráttum, að Sigurlinni Pétursson mun athuga mó- vinnsluskilyrðin á Vestfjörðum. Fór hann vestur með Esju fyr- ir mánaðamótin síðustu og hóf rannsóknir sínar í Patreks- firði, ferðaðist síðan norður um og heldur síðan suður Strandir. Áður hafði Sigurlinni byrjað á samskonar athugunum í grennd við Reykjavík og Hafn- arfjörð og rannsakað mótekju- skilyrðin fyrir þorpin við Húna- flóa, Sauðárkrók og Húsavík. Þegar hann kemur úr Vest- fjarðaför sinni mun han-n Ijúka rannsóknunum hér í grennd- inni og leysa af hendi athug- anir fyrir sjóþorpin á Suður- nesjum, austan fjalls og á Vest- urlandi, að svo miklu leyti, sem þær hafa ekki verið fram- kvæmdar þar áður. Jóhannes Áskelsson hefir leyst starf þetta af höndum á Aust- fjörðum. Fór hann í leiðangur sinn með Esju, nú laust eftir mánaðamótin, og hóf rann- sóknir sínar á Seyðisfirði og hélt þaðan suður um. Var hann í fyrradag staddur í Hornafirði. Sveinn Þórðarson hefir hinna sömu daga innt af hendi sömu verkefni norðan lands. Byrjaði hann mórannsóknir sínar við Hofsós, en hélt þaðan áfram til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Dalvíkur og er nú að rannsaka móvinnsluskilyrðin í Eyjafirði. Svo sem að líkum lætur, er árangur af þessum athugunum enn ekki fenginn, þar eð heild- arrannsóknum er ekki lokið og að mestu eftir að afla vitneskju um hitagildið og gera áætlanir um kostnað við móttökuna, þurrkun og flutning. Möguleíkar fyrir út- flutníng rauðþörunga Frásögn Þórðar Þor- bjarnarsonar fiskiðn- fræðings Tvö siðastliðin sumur hefir, fyrir atbeina Fiskifélags íslands, verið unnið að tilraunum og at- hugunum á möguleikum.sem hér eru til að afla og verka rauðþör- unga til útflutnings. Hefir dr. Þórður Þorbjarnarson fiskiðn- fræðingur sinnt þessum tilraun- um fyrir Fiskifélagsins hönd. Fréttamaður Tímans hefir náð tali af Þórði og innt hann eftir þessum nýungum. Frásögn Þórðar var á þessa leið: — Fjörugróður sá, sem hér er um að ræða, eru fjörugrös og sjókræða. Sjávarjurtir þessar vaxa neðarlega í fjörunum, allt þaðan, sem f jöruborð er um smá- straumsútfiri, og svo langt út sem sjór þverr, þegar útfall er mest. Einkum mun mikið um þær sunnan lands og suðvestan. Söfnun og verkun fjörugrasa er í sumum öðrum löndum allþýð- ingarmikil atvinnugrein, einkum á írlandi, í Bandaríkjunum og í Frakklandi, þar sem ársfram- leiðslan nemur þúsundum smá- lesta af verkuðum fjörugrösum. Fjörugrösin eru notuð á marg- breytilegan hátt, en einkum þó til iðnaðar, bæði lyfjagerðar og vefnaðar. En einnig eru þau höfð til matar. Árið 1935 var á vegum Fiski- félagsins, og að tilhlutun ríkis- stjórnarinnar, gerð tilraun um að nytja þenna fjörugróður. ;— Voru sýnishorn send á erlendan markað, en varan þótti ekki út- gengileg. Féllu tilraunir þessar þar með niður um sinn. í fyrra sumar hvarf Fiskifé- lagið að nýrri rannsókn á ís- lenzkum rauðþörungum. Benti hún ótvirætt til, að þeir væru lítið lakari en erlend fjörugrös, ef unnt væri að verka þá sóma- samlega. í sumar var Sigurður Eyjólfs- son kennari við Ölfusárbrú ráð- inn til þess að afla rauðþörunga og sjá um verkun þeirra. Voru (Framli. á 4. síðu) UppcLráttur þessi sýnir legu Álandseyja. Finnar og Svíar komu sér saman um víggirðingu þeirra á síðastliðnu vori, en ýms stórveldi þurjtu að samþykkja slíka ráðstöfun, og neitaði Sovét-Rússland um samþykki. Þeir, sem ráða yfir Álandseyjum, geta hindrað allar siglingar inn í botneska flóann, sem er milli Sviþjóðar og Finnlands, en að honum liggur um helmingurinn af strand- lengju landanna, Svíþjóðar og Finnlands. Frá Álandseyjum er einnig stutt til loftárása á Stokkhólm og aðrar helztu borgir Svíþjóðar. Er því full ástœða til þess, að Svíar óttist þá tilhugsun, að Rússar nái ítökum á Álandseyjum. íbúar Álandseyja eru sœnskir. ViOlm iisiOiib' Fiiiiisi Þeir njóta óskertrar samúðar um allan heim Um allan heim er viðskiptum Rússa og Finna veitt óskipt at- hygli, en samningaviðræðurn- ar í Moskva hófust í gær. Enn hefir ekki frétzt neitt á- xeiðanlegt um kröfur Rússa, en talið líklegt, að þeir munu krefjast þess að mega hafa flota- og flughafnir á Hog- landseyjum í finnska flóanum, á Álandseyjum og suðvestur- odda Finnlands. Allar fréttir frá Finnlandi benda til þess, að Finnar séu samhuga og alráðnir í því, að verjast ofbeldiskröfum rúss- nesku einræðisherranna með vopnum, ef þörf krefur. Erlendir fregnritarar lýsa þeim atburðum með mikilli hrifningu, þegar Paasikivi, er sendur var sem umboðsmaður finnsku stjórnarinnar til Moskva, var kvaddur á járn- brautarstöðinni í Helsingfors og síðar við finnsku landamærin. Á báðum stöðum hafði mikill mannfjöldi safnazt saman til að árna honum heilla og var finnski frelsissöngurinn sung- inn, þegar hann lagði af stað. Paasikivi flutti ræðu á báðum A. Mýrdalsfréttir. Gjöf frá Vestur-íslendingum. — Rannsókn á einangrunar- flögum. — Frá stórstúkunni. — Svo sem kunnugt er hefir tíðarfar í Mýrdal í sumar stungið mjög í stúf við það, er annars staðar hefir verið í nokkru færra í Hólmi en venjulega. Allar afurðir eru fluttar til Reykja- víkur jafnóðum og hefir kaupfélagið um möguleika á að nota vikur af Reykjanesskaga til einangrunar við hitalagnir innan bæjar. Mun sá vikur stöðunum. Sagði hann, að Finn- ai óskuðu eftir góðri sambúð við Rússa, en væru fastráðnir í því, að gæta frelsis sins og hlutleysis til hins ítrasta. Finnska stjórnin hefir kvatt mikið varalið til vopna og látið hefja brottfiutning fólks frá stórborgunum. Loftvarnarbyss- um hefir verið komið fyrir á húsþökum í stærstu borgunum og allar nauðsynlegar ráðstaf- anir gerðar til varnar gegn sprengju- og gasárásum. Öllum þessum öryggisráðstöfunum á að vera lokið í kvöld. Finnar eru ekki nema fjórar miljónir, en sennilega getur eng- in þjóð kvatt hlutfallslega eins mikið af æfðum hermönnum til vopna og þeir. Allir finnskir karlmenn, sem orðnir eru 21 árs, hafa orðið að gegna her- þjónustu samfleytt í eitt ár, en hafa síðan orðið að stunda æf- ingar í 40 daga annaðhvort ár þangað til þeir eru 40 ára gamlir. Þeir, sem eru vara-und- irforingjar, þurfa að inna af (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttir. Samningum er lokið milli Rússlands og Lithauen. Fá Rússar svipuð hernaðarleg hlunnindi í Lithauen og þeir hafa fengið í Lettlandi og Est- landi, en í einskonar sárabætur á Lithauen að fá borgina Vilna, sem lá undir Pólland. Rússar eru þegar byrjaðir að senda til Estlands það herlið, sem hafa á bækistöðvar þar. Utanríkismálaráðuneytið ís- lenzka hefir sent blöðunum til- kynningu, varðandi rannsókn þá, er farið hefir fram í Englandi út af hlutleysisbroti enska flug- stjórans, er strauk frá Raufar- höfn. Tilkynningin er svohljóð- andi: „í sambandi við brottför brezku hernaðarflugvélarinnar, sem lenti á Raufarhöfn þann 26. f.m., tilkynnist hérmeð eftirfar- andi: Eftir að af íslands hálfu höfðu verið borin fram í London mót- mæli við brezku ríkisstjórnina út af brottflugi brezkrar hernaðar- flugvélar, sem nauðlent hafði á Raufarhöfn, hefir mál þetta ver- ið tekið til nákvæmrar rann- sóknar í Bretlandi. Rannsóknin leiddi í ljós, að foringi flugvél- arinnar hafði eftir nauðlending- una skuldbundið sig, bæði munn- lega og skriflega, gagnvart ís- lenzkum stjórnarvöldum, til þess að yfirgefa ekki Raufarhöfn án leyfis þeirra. Hefir nú brezka ríkisstjórnin látið í ljós, að sér þyki afar leitt, að hlutleysisbrot- ið skuli hafa verið framið og lýst yfir því, að foringi flugvélarinn- ar muni verða sendur til íslands til kyrrsetningar þar, meðan ó- friðurinn stendur yfir.“ landinu. Magnús Finnbogason bóndi í Reynisdal hefir tjáð Tímanum, að með komu ágústmánaðar hafi brugðið til svo mikilla óþurrka þar eystra, að slíks séu naumast dæmi. Allan ágústmánuð komu aðeins þrír þurrkadagar, sem eigi notuðust, nema að litlu leyti, vegna þess, að stórrigning var dagana á und- an og eftir. Mestur hluti útheysaflans stórskemmdist því og enn liggja úti mörg hundruð hestburðir heys, sem orðið er ónýtt með öllu. Af þessum sökum er heyfengur bænda, er búa um miðbik sýslunnar, i allra lélegasta lagi. Náði óþurrkasvæðið yfir mestan hluta Mýrdalsins, Álftaver, Skaftártungu og að nokkru leyti austustu hreppa sýsl- unnar. Þó bætti nokkuð úr sumstaðar, að há spratt í bezta lagi og gátu þeir, er aðstöðu höfðu til votheysgerðar, nýtt sér það. Síðari hluta júnímánaðar voru að vísu óvenjulegir þurrkar á þessum slóðum og allan júlímánuð kom ekki dropi úr lofti. Drógu þessir þurrkar mjög úr grassprettu, sem mjög leit vel út um framan af vorinu, og hófst slátt- ur þess vegna seinna en ella hefði orðið. — Kartöfluuppskera er ákaf- lega misjöfn; sumstaðar ágæt, en ann- ars staðar, einkum í Vík, hefir spretta í görðum orðið miklum mun lakari en vonir stóðu til, vegna langvarandi þurrka fyrri hluta sumars. — Sauð- fjárslátrun hefir staðið yfir I Vik og Hólmi og í heild slátrað með mesta móti vegna hins rýra heyfengs, þó 4—5 bifreiðar í förum daglega. Dilkar munu vera í vænna lagi. — Mikill fjöldi fólks flytur úr sveitum þar eystra til Reykjavíkur um þessar mundir, bæði fólk, sem dvalið hefir þar í atvinnuleit um sumartímann, og stúlkur að austan, sem ráðast ætla til vetrarvistar í Reykjavík. Efalaust mætti útvega mörgum unglingum vetrarvistir eystra, en svo er sem enginn vilji við því líta. t t t Vestur-íslenzku hjónin, Kristján Jónsson bónda í Sveinatungu Jónsson- ar, og Guðrún Davíðsdóttir bónda í Fornahvammi Bjarnasonar, hafa gefið Norðurárdalshreppi allgott bókasafn og peningaupphæð, er nemur 500 dol- urum. í þakklætisskyni fyrir þessa góðu gjöf hafa hreppsbúar sent þeim málverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í hrauninu hjá Hreðavatni er sýnir Hvassafell og Brók og Baulu lengra inn í dalnum. t t t Trausti Ólafsson, forstjóri rannsókn- arstofu atvinnudeildar háskólans, vinn- ur um þessar mundir að rannsókn á hitaeinangrunargildi ýmissa einangr- unarefna, sem hér eru notuð við húsa- byggingar. Hefir hann til dæmis at- hugaö einangrimargildi það, sem vik- urplötur hafa, bæði úr hvítum vikri af Snæfellsnesi og svörtum vikri úr Grindavíkurhrauni. Samkvæmt ábend- ingu Trausta munu forráðamenn Reykjavíkurbæjar nú vera að athuga þó heldur lakari til hitaeinangrunar en ljósi vikurinn af Snæfellsnesi, en á- stæða til að ætla að ódýrra yrði að afla hans. Einnig hefir Trausti athugað hvert hitaeinangrunargildi flögur, sem gerðar eru úr svokallaðri froðusteypu, hafi; eru þær bæði úr sementi og sandi eða sementi einvörðungu. Loks mun hann innan skamms rannsaka, hve haldgott reiðingstorf er til hitaein- angrunar. t t r Tímanum hefir borizt frá stórstúk- unni greinargerð um starfsemi henn- ar árið 1938, samkvæmt skýrslum'em- bættismanna á stórstúkuþinginu í sumar. Þessar skýrslur hafa að geyma margvíslegan og þýðingarmikinn fróð- leik um margt það, er áfengismál snert- ir, áfengisneyzlu þjóðarinnar, afleiðing- ar áfengisnautnar o.s.frv., auk þeirrar vitneskju, sem þar er að fá um stúku- starfsemina og útbreiðslu þeirra. Með- limir 1 stúkunum 1. febrúar 1939 voru 9403. Hefir þeim því fjölgað verulega frá því, er var áður. í skýrslu Felix Guðmundssonar, stórgæzlumanns, er yfirlit um áfengislagabrot í Reykja- vik árið 1938. Á því ári gerðu 665 manns sig seka um ölvun á almanna- færi og 618 manns verið settir í varð- hald vegna ölvunar, 39 menn hafa ekið bifreið drukknir, upp komst um 3 smyglara, 17 leynivínsala og 1 brugg- ara, 788 sinnum var lögreglan kvödd (Framh. á 4. siðu) 160 þús. brezkir hermenn eru komnir til Frakklands. Mikil hergögn hafa verið flutt með hernum eins og t. d. 25 þús. v é 1 k n ú i n herflutningatæki (skriðdrekar, brynvarðar bif- reiðar o. fl.). Síðan styrjöldin hófst eru Bretar búnir að gera upptækar 465 þús. smál. af hernaðar- bannvöru, sem átti að fara til Þýzkalands. Rússneska stjórnin hefir til- kynnt sendiherra Tékkóslóvak- íu í Moskva, að nærveru hans þar væri ekki óskað lengur. Má telja þetta óbeina viðurkenn- ingu Rússa á innlimun Tékkó- slóvakíu í þýzka ríkið. Tilkynnt hefir verið, að þing- kosningar eigi að fara fram í þeim hlutum Póllands, sem Rússar hafa lagt undir sig. Jafnframt hefir verið tilkynnt, hvað hið nýkosna þing eigi að samþykk j a! Haldið er áfram af miklu kappi. burtflutningum Þjóð- verja frá Eystrasaltslöndum. Margt af því fólki, sem er flutt heim til Þýzkalands, eru ekki þýzkir þegnar, en af þýzk- um ættum. Full skýring hefir ekki fengizt enn á þessum flutningum. A víðavangi Það hefir fyrir nokkru verið gert að umræðuefni í Timanum, hve skeytingarlausir íslending- ar eru um hirðingu og meðferð á vélurn og verkfærum. Sú tilhneiging er því undarlegri, sem bændur og aðrir framleið- endur eiga meira undir því nú á dögum, að vélar þeiiTa séu í hinu bezta lagi og hægt að af- kasta með þeim sem mestu, þó að framhjá hinu sé gengið, hvi- lík fjársóun vanhirðan er fyrir einstaklingana og þjóðarheild- ina. * * * Nú, þegar líður að veturnótt- um, er ekki fjarri lagi að bera iá spurningu upp við hvern ein- stakan bónda, hvort sláttuvélin eða rakstrarvélin hans standi enn úti á túni eða jafnvel úti á engjum og bíði þar vetrarins. Eða hvort hann sé í tölu þeirra, sem haft hafi þá hirðusemi og hyggindi til að bera að koma þeim á svo góðan geymslustað sem kostur var á, undir eins og notkun þeirra var lokið að sinni. En þótt hér séu nefndar hinar stóru og dýru heyvinnuvélar, þá er þó einnig sjálfsagður hlutur að hirða líka vel um verðminni muni. Skóflur og gafflar eiga ekki að liggja vetrarlangt úti um hvippinn og hvappinn eða reiðingar, klyfberar og beizli, að liggja dögum saman í reiðuleysi í hlaðvarpanum. Og hefir hey- yfirbreiðslum og reipum verið komið á þurran og góðan stað til vetrargeymslu? * * * Eitt af þvi, sem menn bera kvíðboga fyrir, er að eldsneytis- skortur kunni að verða hér á landi á næstu misserum, ef ó- gerlegt reynist að halda uppi siglingum. Jafnvel þótt menn séu éigi svo svartsýnir að spá slíku afdráttarlaust, þá er þó ávallt hyggilegt að vera viðbúið öllu því, sem að kann að bera. Menn eiga þess vegna að leggja sig alla fram um að vera við hinu versta búnir, svo sem hægt er, úr því sem komið er. Á hverju ári mun ónýtast meira eða minna af eldsneyti, sem þó hefir verið lögð vinna í að afla, vegna þess, að því er ekki sinnt að koma þessu eldsneyti í ör- uggan geysmlustað, áður en haustrigningar koma eða vetr- arveðrátta gengur í garð. Að sjálfsögðu valda þessu oftar margháttaðar annir fremur en trassaskapur. Það er einkum alltítt, að mónum sé ekki komið heim í tæka tíð, svo að hann skemmist eða eýðilegst. En einnig á þetta sér stað um skán. Oft veldur þetta vandræðum og óþægindum og jafnvel kostnaði, ef kaúpa þarf kol í staðinn, og ávallt leiðinlegt að vita það ó- nýtast, sem kostað hefir tals- vert erfiði. En í ár, þegar enginn getur um það fullyrt nema að þjóðin kunni að eiga við elds- neytisvandræði að búa, þegar frám á líður, er það beinlínis ófyrirgefanlegt, ef einhverjir verða uppiskroppa fyrr en skyldl fyrir handvömm og skeytingar- leysi um að koma mó eða skán í hús, meðan tími var til. * * * Um mikinn hluta íslands eru hin ákj ósanlegustu skilyrði til kartöfluræktar. Þótt áraskipti séu að vísu að kartöflusprett- unni er dágóð uppskera alveg árviss. Eins og nú standa sakir og verið hefir undanfarin ár, er verðlag á kartöflum svo hátt að ræktun þeirra borgar sig ekki síður en aðrar greinar jarð- yrkju. Til þessa hafa þó íslend- ingar, jafnhliða því að verja nokkrum milljónum króna í ó- arðbæra atvinnubótavinnu, ekki ræktað nálægt því svo mikið af kartöflum, sem þeir hafa þurft til eigin þarfa. Þó hefir kart- öfluneyzlan verið lítil. Nú fara þeir tímar í hönd, að íslenzka þjóðin verður að afla að mestu sinna matfanga sjálf eða svelta (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.