Tíminn - 21.10.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.10.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAB: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. i RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: | EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Ltndargötu 1 D. Slml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, laugardagiim 21. okt. 1939 122. bla» Hefmlld S.Í.S. til ráðNtofnn- Nýja póiska stjórmn A víðavangi ar á gjaldeyristekjum siniiin Aðrír framleiðendur njóta svipaðra hlunn- índa og þessi heimild S.LS. veitir bændastéttinni Et S.Í.S. yrði svipt pess- ari heimild myndi pjóð- in tapa 4 millj. kr. í er- lendum veltufjárlánum og eriiðleikar við vöru- Hinir fyrri stjórnendur Pól- lands setja nú flestir í haldi í Rúmeníu. Meðal þeirra er Mos- cicki forseti, Ryds-Smigly yfir- hershöfðingi og Beck utanríkis- ráðherra. Fyrir tilmæli rúm- ensku stjórnarinnar og sökum þess, að þeim verður að svo stöddu ekki sleppt úr haldi, hafa þeir afsalað sér þeim ábyrgðar- störfum í þágu pólska ríkisins, er þeir gengdu áður. íhaldsblöðin hafa undan- farið haldið uppi stöðugum árásum á innflutnings- og gjaldeyrisnefnd fyrir þá ráð- stöfun, að veita S. í. S. und- anþágu til að ráðstafa nokkrum hluta þess erlenda gjaldeyris, er það fær fyrir útflutningsvörur sínar. í til- efni af því hefir Tíminn snúið sér til viðskiptamála- ráðherra og beðið hann að skýra frá ástæðum þeim, sem þessi ákvörðun inn- flutnings- og gjaldeyris- nefndar byggist á. Fer frásögn viðskiptamála- ráðherrans hér á eftir: „Heimild þessi var veitt S. í. S. ágreiningslaust í fyrsta sinn í marzmánuði 1935, og er þá framlengt það fyrirkomulag á gjaldeyrisviðskiptum Sam- bandsins, sem verið hafði und- anfarin ár. Heimild þessi hefir síðan verið endurnýjuð árlega, m. a. með’ samþykki þeirra full- trúa, sem í neíndinni hafa átt sæti af hálfu bankanna, en einn af fulltrúum fjármálaráðherra í nefndinni mun hafa lýst yfir því, að hann væri mótfallinn því, að veita slíka heimild. Það er rétt að taka það fram strax, að í reyndinni hefir þessi heimild verið notuð þannig, að S. í. S. hefir ekki haft til eigin nota nema hluta af gjaldeyri þeim, sem til hefir fallið fyrir útflutningsvöi<ur þess. Árið 1938 námu útflutningsvörur S. í. S. 11.649 milj. kr. Af þeirri upphæð ráðstafaði S. í. S. sam- kvæmt heimildinni, án milli- göngu bankanna, 5.178 milj. kr. eða mun minna en helmingi alls þess gjaldeyris, sem fengizt hefir fyrir útflutningsvörurnar. Ástæður þær, sem legið hafa til þess, að S. í. S. hefir verið veitt þessi heimild, eru aðallega þær, sem hér greinir: 1. Síðan S. í. S. hóf verzlunar- starfsemi, hefir það haft banka- lán erlendis. Hafa þessi lán siðustu árin orðið um 4 milj. kr., og mikill hluti þeirra veittur án bankaábyrgða eða annarra trygginga héðan að heiman. S. í. S. hefir því aflað sér lána erlendis, sem álitið var, að myndi varla standa, ef tekinn væri af því rétturinn til þess að lofa afurðum sínum til greiðslu lánanna. Færi svo, myndi þjóð- in tapa við það um 4 milj. kr. í veltufjárlánum, og eru ekki miklar likur til, að aðrar stofn- anir hér á landi gætu aukið lán sín, er því næmi. 2. Mikill hlutl félagsmanna í S. í. S. eru framleiðendur, bændur og smáútgerðarmenn. Þeir fá lán í félögunum út á af- urðir sínar. Félögin fá svo aft- ur lán hjá S. í. S., en það notar hin erlendu lán sín til vöru- kaupa handa þeim. Þegar þess er svo gætt, að langsamlega mestur hluti af vörum þeim, sem S. í. S. flytur inn fyrir fé- lögin, eru allra brýnustu nauð- synjavörur, og þar af stór hluti beinlínis til framleiðslunnar, þá verður það að teljast sann- gjarnt, að þessar nauðsynjar séu greiddar með gjaldeyris- vörum S. í. S. (Sbr. þær heim- ildir, sem aðrir framleiðendur hafa til þess að greiða sínar eigin nauðsynjar af gjaldeyris- tekjum sínum). 3. S. í. S. sendir mestan hluta þeirra vara, sem það útvegar félögunum, beint frá útlöndum, og fyrir það verða vörurnar ódýrari, heldur en ef þær væru fluttar um Reykjavík. Fé- lögin, sem skipta við S. í. S. eru milli 50 og 60 og starfa kring- um allt land. Með því að hafa umráð yfir hluta af gjaldeyri sínum, hefir S. í. S. getað greitt meginhluta þessara vara í út- löndum og sent félögunum farmskjöl yfir þær beint til á- kvörðunarstaðar. Ef það hins vegar missti umráðarétt yfir gjaldeyrinum, myndi það verða flulninga kaupfélag- anna út á landi aukast stórkostle&ra að senda þessi vöruskírteini til bankanna, og yrði það mun erf- iðara í framkvæmd, þar sem að- ilar eru svo fjölmargir og dreifðir. Slíkt fyrirkomulag myndi því sennilega verða til þess, að S. í. S. yrði að fara að flytja miklu meira af vörum hingað til Reykjavíkur en nú er, og afgreiða þær héðan, en það myndi gera verðið úti um land hærra, einkum þegar um þungavöru er að ræða. Þegar metið er, hvort eðlilegt sé, að S. í. S. fái heimild til þess að greiða innfluttar vörur með þessu móti, er einnig nauðsyn- legt að veita eftirfarandi at- hygli: 1. Að íslenzkir togaraútgerð- armenn hafa, samkvæmt reglu- gerð um gjaldeyrisverzlun o. fl., heimild til þess að greiða af andvirði ísfisks nauðsynlegar greiðslur i þarfir útgerðarinnar í erlendum höfnum, þar með taldar greiðslur fyrir veiðarfæri og þær aðrar nauðsynj avörur framleiðslunnar, er þeir kaupa þar. Á árinu 1938 var þessi heimild notuð þannig, að í Bretlandi var varið á þennan hátt 2,026 milj. kr. af 2,273 milj. kr., sem togaraeigendur fengu fyrir fiskinn, að frádregnum sölukostnaði. í Þýzkalandi voru notaðar 317 þús. kr. af 1,245,800 kr„ sem togaraeigendur fengu þar fyrir fisk sinn, sömuleiðis að frádregnum sölukostnaði. Samkvæmt þessari heimild voru því á árinu 1938 greiddar kr. 2,59 milj. 2. Samkvæmt heimild gjald- (Framh. á 4. síðu) Til þess að pólska ríkið skuli samt ekki formlega líða undir lok hefir ný pólsk stjórn verið sett á laggirnar í París. Hefir hún verið viðurkennd af Frakk- landi, Bretlandi og Bandaríkj- unum sem hin löglega stjórn Póllands, enda hefir skipan hennar farið á allan hátt fram með löglegum hætti. Ef slík stjórn væri ekki starfandi myndi það teljast einskonar viður- kenning af hálfu Pólverja á yf- irráðum Rússa og Þjóðverja í Póllandi. Eins og sakir standa getur hin nýja stjórn lítils stuðnings not- ið frá heimalandinu, en hún hefir eigi að síður góð sambönd við ýmsa menn þar. Allir Pól- verjar, sem búsettir eru erlend- is, veita henni nær óskiptan stuðning, en i Bandaríkjunum einum eru nokkrar miljónir Pólverja búsettir. í Frakklandi er einnig mikið af Pólverjum, og er nú unnið að því, að mynda þar sérstakan pólskan her. Hinn nýi forseti Póllands er Wladyslovv Raszkiewicz. Hann stundaði upphaflega mála- færslustörf í Minsk, en gekk í pólska herinn á styrjaldarárun- um og var náinn samstarfsmað- ur Pilsudski. M. a. gerði Pilskud- ski hann að yfirmanni pólsku hersveitanna í Hvíta-Rússlandi. Eftir endurheimt sjálfstæðisins tók hann talsverðan þátt í stjórnmálum og var nokkurum sinnum innanríkisráðherra. — Hann var forseti pólska þings- ins 1930—35, en það er önnur mesta tignarstaða landsins. Ef ríkisforsetinn deyr skyndilega gegnir þingforsetinn störfum hans til bráðabirgða. Núverandi þingforseti er fangi Rússa og féll forsetatignin þvi í hlut Raszkiewicz. A. KROSSQÖTUM Snorragarðurinn í Reykholti. — Ullarverksmiðja Sláturfélags Suðurlands. — Slátrunin í haust. — Slátrunin á Akureyri. — Reykingarhús S. í. F. Innan fárra daga mun verða byrjað að vinna að framræslu lands þess, sem fyrirhugað er að leggja til Snorragarðs í Reykholti. Á að ljúka því verki í haust byggingu er lokið fyrir nokkru og er henni þannig farið, að byggt var ofan á suðurhluta verksmiðjubyggingarinn- ar, svo að sá hluti er nú jafnhár norð- urfjártölu þessa árs, þó fátt eitt af dilkum. Hins vegar mun talsvert verða slátrað enn af fullorðnu fé. Þó mun það verða nokkru færra í ár en í fyrra. Bjarní áLaugarvatni iimmtugur eða vetur. Garðsstæðið er alls um þrír hektarar að stærð. Framræsla þess verður alldýr og er kostnaðurinn við hana áætlaður 5—6 þúsund krónur. — Verður mjög vandað til framræslunn- urendanum. Verður væntanlega hafin starfræksla i hinum nýja hluta verk- smiðjuhússins áður en langt um líður. Eins og kunnugt er, hefir ullarverk- smiðjan Framtíðin framleitt lopa, band Haustslátrun hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga á Akureyri er lokið og var alls 16250 kindum slátrað. Þar af voru 15618 dilkar, sem höfðu 14,9 kg. kjöts Bjarni Bjarnason alþingis- maður og skólastjóri á Laug- arvatni verður fimmtugur næst- komandi mánudag. í tilefni af afmæli hans ritar Jónas Jóns- son grein um hann og ýms störf hans á öðrum stað hér í blaðinu. ar, enda mjög mikilvægt fyrir skóg- gróður, að landið sé vel ræst fram. Ræsin verða bæði timburræsi og skóg- viðarræsi og grafin djúpt og þétt. Á síðasta héraðsþingi sínu hétu borg- firzkir ungmennafélagar að vinna 100 dagsverk endurgjaldslaust við Snorra- garð. Mun í ráði, að þessi 100 dagsverk, sem ungmennafélagarnir í héraðinu hafa heitið að gefa, verði lögð til fram- ræslunnar. Ennfremur hefir skólastjór- inn í Reykholti flutt þeim, sem hafa undirbúning framræslunnar með hönd- um, þau tíðindi, að nemendur í Reyk- holti hafl einnig heitið 100 gjafadags- verkum. Auk framræslunnar mun í ráði, að gera í haust þær breytingar á akbrautinni heim að Reykholti, sem nauðsynlegar eru vegna garðsins. t t t Sláturfélag Suðurlands á sem kunn- ugt er og starfrækir ullarverksmiðjuna Framtíðin við Frakkastig. í sumar réð- ist félagið i það að auka og bæta mikið húsakost verksmiðjunnar, en sú á- kvörðun hafði verið endanlega sam- þykkt á aðalfundi Sláturfélagsins í júnímánuði í vor. Þessari viðbótar- og prjónles og hefir verið fyrirhugað að færa þá starfsemi mjög í aukana í sambandi við nýbygginguna, ef styrj- öldin hindrar ekki útvegun aukins véla- kosts. Markaður ætti að vera nægur fyrir stórum aukna framleiðslu bands og prjónless, ekki sízt eins og málum er nú farið. t t t Samkvæmt upplýsingum frá for- manni kjötverðlagsnefndar, var um síðastliðna helgi búið að slátra á öllu landinu 351 þúsund dilkum, 4200 geld- kindum og 5000 mylkum ám. Kjötið af dilkunum var alls 4600 smálestir að þyngd. Hefir því meðalþungi dilka- kroppa á öllu landinu reynzt 14,25 kg. í fyrra var alls slátrað 351 þúsund dilkum, en 7 þúsund geldkindum og 13000 mylkum ám. Af þelm 351 þúsund dilkum, sem slátrað var í fyrra, feng- ust 4900 smálestir kjöts og hafði hver dilkur samkvæmt því tæplega 14 kgr. þungan kropp að meðaltali. Hafa því dilkarnir reynzt talsvert betri til frá- lags í haust heldur en í fyrra, þótt þeir hafi sums staðar reynzt rýrari nú en- þá. Eitthvað mun enn bætast við slát- að meðaltali. Er það hálfu öðru pundi meira heldur en í fyrra. Þyngsti dilk- urinn, sem slátrað var, var frá Engi- dal í Bárðardal og vóg kroppurinn af honum 25 kg. t t t TÍÖindamaður Tímans hefir átt tal við Þorvald Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra niðursuðuverksmiöju Sölusambands íslenzkra fiskframleið- enda, og leitað upplýsinga um hið nýja reykingarhús, sem reist hefir verið í porti verksmiðjubyggingarlnnar og á vegum fyrirtækisins. Reykingarhúsið hefir verið byggt nú síðustu vikur. Er ætlunin að reykja þarna síld. Verður Faxaflóasild notuð til þess. Er hún tekin ný í verksmiðjuna, flökuð og sett í reykofnana. Ofnarnir eru af nýrri gerð og er ekki hægt að segja með vissu um, hve mikið verður hægt að reykja þarna af síldarflökum, fyrr en reynsla er fengin um þá. Starfræksla reykingarhússins er um það bil að hefjast. Hin reyktu síldarflök verða að mestu flutt út og verða þau seld til Vesturheims. Svipuð reykingarhús (Framh. á 4. síðu) Sikorski Forsætis- og hermálaráðherra er Wladyslaw Sikorski. Hann er 58 ára, fæddur í Galisíu, sem laut þá Austurríki. Hann lærði vatnsvirkjafræði við háskólann í Limberg. Þegar Pilsudski stofn- setti pólsku hersveitirnar í sam- ráði við Austurríkismenn, gekk Sikorski fljótlega í lið með hon- um. í styrjöldinni við Rússa 1921 gengdi Sikorski hershöfð- ingjastörfum og gat sér mikinn orðstír. Weigand, franski hers- höfðinginn, hjálpaði þá til við skipulagningu pólska hersins. Urðu þeir Sikorski nánir sam- starfsmenn og hafa verið mikl- ir vinir síðan. Nokkru síðar varð Sikorski formaður herforingja- ráðsins, forsætisráðherra fyrstu fjóra mánuði ársins 1923 og her- málaráöherra árin 1924 og 1935. Þeim Pilsudski kom mjög illa saman á þessum árum og vildi sitt hvor í hernaðarmálum. Sikorski vatð andstæðingur Pil- sudski, þegar hann gerði bylt- ingu 1926, og rak Pilsudski hann því úr þjónustu pólska hersins. Sikorski fór þá til Frakklands og dvaldi þar í einskonar útlegð. Ritaði hann þar bækur um styrjöldina við kommúnista og sambúð Frakka og Pólverj a. Rit- aði Foch formála annarrar bók- arinnar, en Petain hinnar, og sýnir það vinsældir hans meðal helztu hershöfðingja Frakka. Á þessum árum birti Sikorski oft greinar í pólskum blöðum, þar sem hann gagnrýndi pólsku (Framh. á 4. siðu) Aðrar fréttir. Stærsti atburður þessarar viku er tvímælalaust samning- ur, sem undirritaður var í An- kara síðastliðinn fimmtudag, um gagnkvæma aðstoð Breta, Frakka og Tyrkja. Samkvæmt honum lofa Bretar og Frakkar Tyrkjum hjálp, ef á þá er ráð- izt, en Tyrkir lofa hinum þjóð- unum hjálp, ef þær lenda í styrjöld í Miðjarðarhafi eða þurfa að koma Grikkjum og Rúmenum til hjálpar. Samn- ingurinn gildir í 15 ár. Hann er talinn mikill stj órnmálasiguT fyrir Breta og Frakka, því að fullvíst er talið, að Þjóðverjar hafi reynt að fá milligönguRússa til að hindra þetta samkomu- lag, en Rússum tókst það ekki, enda settu þeir jafnframt fram kröfur á hendur Tyrkjum, sem þeir vildu ekki fallast á. Bæ'ði tyrkneska stjórnin og rússneska stjórnin hafa lýst yfir því, að þær vilji eins og áður varðveita góða sambúð milli landanna. Enskir og franskir hernaðar- sérfræðingar ræða nú við tyrk- nesku herstjórnina í Ankara. Finnsku samningamennirnir fara aftur til Moskva nú um helgina. Líklegt þykir, að þjóð- höfðingjafundurinn í Stokk- hólmi og hin mikla samúð með Finnum meðal hinna Norður- landaþjóðanna, hafi bætt samningsaðstöðu þeirra. Þjóð- höfðingjafundurinn lýsti sig eindregið fylgjandi hlutleysi Norðurlanda og lét í ljós þá ósk, „að aðrar þjóðir virtu þennan rétt landanna og neyddi þær Því mun hafa verið hreyft í ýmsum verklýðsfélögum, aðal- lega fyrir tilstilli kommúnista, að sjálfsagt sé að reyna að knýja fram ’kauphækkun við fyrstu hentugleika. Er því haldið fram þessu til stuðnings, að aukin dýrtíð réttlæti kauphækkun. Að sjálfsögðu hækka erlendar vör- ur talsvert í verði, en annar framfærslukostnaður, svo sem húsaleiga og innlendar afurðir, hafa enn ekki hækkað. Hið nýja ástand gerir það nauðsynlegt, að allir spari sem mest erlendan varning og þess vegna ætti verð- hækkun erlendu vörunnar ekki að koma að jafnmikilli sök og ella. Þess verða menn líka að gæta, að styrjaldarástandið leggur auknar byrðar á alla þegna þjóðfélagsins og verka- fólk má ekki frekar skorast und- an sinni hlutdeild en aðrir. * * * Annars gætir þess jafnan allt- of mikið í slíkum umræðum, að menn gera sér ekki ljóst, að kauphækkun í krónutali þýðir oft og tíðum ekki aukna kaup- getu. Það er ómótmælanleg stað- reynd, að í kjölfar allra kaup- hækkana fer meira og minna vaxandi dýrtíð, sem jafnvel gerir stundum betur en að vega á móti kauphækkuninni. Menn gæta þess ekki, að jafnhliða og þeir koma kauphækkunarskrúfunni af stað, fer dýrtíðarhjólið að snúast. Þess vegna er kauphækk- unarkrafan iðulega ekki rétta leiðin til að tryggja verkamann- inum aukna kaupgetu. Hin leið- in er venjulegast miklu giftu- drýgri, að reyna að minnka dýr- tíðina. Það geta verkamenn með þátttöku sinni I kaupfélögunum og t. d. með ræktun matjurta í tómstundum sínum. Ætti verka- mannafélagið Dagsbrún og bæj- arstjórn Reykjavíkur að vinna að þvl í sameiningu, að verka- menn gætu átt kost á brotnu garðlandi og útsæði í vor og mætti vinna að undirbúningi þess í atvinnubótavinnu í haust og vetur. * * * Menn gæta þess heldur ekki nægilega, hvaða afleiðingar kauphækkanir hafa á atvinnu- vegina. í mörgum tilfellum standa þeir svo höllum fæti, að kauphækkun myndi draga úr starfrækslu þeirra og afleiðingin verða aukið atvinnuleysi. Allir verkamenn munu fúslega viður- kenna, að atvinnuleysið sé það mikiö nú, að ekki sé við það bæt- andi. Þess vegna ættu þeir að varast þær ráðstafanir, sem gætu haft jafn misheppnaðar afleiðingar. * * * Hið nýja ástand hefir þó gert þao sjálfsagt, að einni stétt sé veitt kauphækkun. Það eru sjó- mennirnir, sem leggja líf sitt í hættu með því, að sigla í þágu alþjóðar um sjóhernaðarsvæðin. Er rétt í þessu sambandi að vekja athygli á tillögu, sem formaður danska bændaflokksins hefir varpað fram. Er hún á þá leið, að ríkið veiti nokkurt fé til heið- ursgjafa handa aðstandendum þeirra sjómanna, sem farast kunna eða slasast við störf sin í þessum ferðum. Lýsir hún rétt- um skilningi dönsku bænda- stéttarinnar á hinu erfiða starfi sjómannsins. Hér á landi mætti þetta verða til þess, að auka byr þeirrar tillögu, sem formaður Framsóknarflokksins bar fram fyrir nokkru og var á þá leið, að ríkið gerði sitt til að tryggja gömlum og vinnuþreyttum sjó- mönnum hentug starfsskilyrði, þegar þeir gætu ekki lengur stundað vinnuna á sjónum. ekki til neinna ráðstafana, sem spillti friði þeirra“. Þjóðhöfð- ingjarnir og utanríkisráðherr- arnir eru nú farnir heimleiðis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.