Tíminn - 21.10.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.10.1939, Blaðsíða 3
122. blað TÍMIM, lawgardaginn 21. okt. 1993 487 A N N A L L Dánardægm*. Sigurður Jónsson bóndi á Útnyrðingsstöðum á Völlum í Fljótsdalshéraði lézt í Landa- kotssjúkrahúsi í Reykjavík þann 10. október, 65 ára að aldri. Hann var hinn mesti at- orkumaður, vinsæll og vel met- inn af öllum, sem þekktu hann. Sigurður var ekkjumaður; kona hans var Anna Jónsdóttir, syst- ir Þorsteins M. Jónssonar bóka- útgefanda á Akureyri. Þau hjón láta eftir sig þrjú börn, Þor- stein, sem stundar nám við há- skólann hér og Guðlaugu og Sig- ríði heima. Afmæli. Árni Einarsson bóndi í Múla- koti í Fljótshlíð átti 65 ára af- mæli 12. októ- ber. Hann er fæddur i Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum 12. október 1874, sonur Einars bónda þar Ól- afssonar, er bjó á ýmsum stöð- um í Hvol- hreppi og vlðar, og konu hans, Kristínar And- résdóttur. En móðir Árna í Múlakoti, og kona Einars, var Katrín, dóttir Sæmundar bónda á Sámsstöðum í Fljótshlíð, er síðast bjó í Stóru-Mörk, Árna- sonar bónda i Hamragörðum og Syðstu-Mörk, en kona Árna í Hamragörðum var Þórhildur Björnsdóttir frá Miðbæli undir Eyjafjöllum. Árni í Múlakoti ólst upp í Stóru-Mörk, en þar bjuggu foreldrarnir allan sinn búskap frá ’70. Vorið ’03 byrjaði Árni búskap í Múlakoti og gekk að eiga Þórunni Ólafsdóttur, er þar bjó ekkja með fjórum ung- um börnum sínum. Hún and- aðist fyrir fáum árum. Hefir Árni því nú búið í Múlakoti í meira en hálfan fjórða áratug. B Æ K U R Sögur eftir Þóri Bergsson. 236 bls. Verð kr. 10 í bandi. Einn íslenzkur smásagnahöf- undur, sem notið hefir mikils álits undanfarin ár, hefir nefnt sig Þóri Bergsson. Raunverulega heitir hann Þorsteinn Jónsson og er bankastarfsmaður. Sögur hans hafa þótt sérlega vel gerð- ar .En einnig hefir hann ort tals- vert af vel gerðum kvæðum. Nú í haust kom út ný bók eftir Þóri Bergsson, smásagnasafn, er ber hið yfirlætislausa nafn, Sög- ur. Þessar sögur eru alls 22, sumar mjög stuttar, og bera yfir- leitt öll hin gömlu einkenni, er verið hafa á sögum Þóris Bergs- sonar. Enda hafa ýmsar þeirra áður birzt í blöðum og tímarit- um eða verið lesnar upp í út- varpið. Manni eru í minni sögur eins og Brosið og Slys í Giljareit- um. Allir, sem áður hafa kynnzt skáldskap Þóris Bergssonar, fagna þessari nýju bók hans. Og vænta nýrrar bókar að fáum ár- um liðnum. Til þessa hafa íslendingar haft fáum mönnum á að skipa sem skrifað hafa góðar og vel gerðar smásögur, þótt margir hafi til þess reynt, svo vert er að halda á lofti nafni þelrra fáu, sem vel geTa. Almanak hlns íslenzka Þjóðvinafélags, 96 bls. Verð 2 krónur. Almanak Þjóðvinafélagsins um 1940 er komið út fyrir nokkru. Það er með sama sniði og fyrri almanök þess. Að þessu sinni eru greinarnar í því um stórmenni heimsins um Píus páfa XII. og danska sðlisfræði- prófessorinn Niels Bohr. Aðrar greinar í því eru: Um vitamin eftir Gunnlaug Claessen, Um al- manakið eftir Þorkel Þorkelsson, íslendingar í Vesturheimi eftir Þorstein Þorsteinsson, Úr hag- skýrslum íslands eftir Þorstein Þorsteinsson og Þjóðvinafélagið 1939 eftir Þorkel Jóhannesson. Bylftingar (Framh. af 2. síðu) þáttahatur, Gyðingaofsóknir og allt þetta, sem heimurinn er nú ráðalaus með, og því samfara hið brjálæðisfyllsta vígbúnaðar- kapphlaup, sem aldir og kyn- slóðir þekkja til. Lengra er sagan ekki komin, Eins og nærri má geta, þykir mörgum unglingum þessi spart- verska einfeldni í lífsvenjum harður kostur. Og að einhverju litlu leyti syndga sumir þeirra í sambandi við litla vindlinga úti í skógi eða í afskekktum geymsluskúrum. Að lokinni skólavist byrja margir aftur að drekka kaffi, nokkrir með tó- bak og einstaka með vín. En bíndindið í tvo vetur skilur eftir varanlegt spor, auk þess sem það hefir kennt unglingunum að þekkja eiturefnalausa til- veru um langa stund. Flestir Laugarvatnsnemendur bera merki um hreinlæti og bindind- isvenjur skólans til æfiloka. Mjög margir kennarar og nemendur myndu hafa lagt fæð á yfirmann sinn fyrir svo strangt aðhald um nautnameð- ul. En svo er ekki á Laugar- vatni. Nemendur treysta Bjarna skólastjóra. Þeir hlýða honum og virða hann, en óttast hann ekki. Þeir trúa því, að skóla- stjóri finni, ef þeir hafi vindl- ing falinn í vestisvasanum, er þeir mæta honum á ganginum. Þeir vita að hann njósnar ekki um hag þeirra, en þeim finnst vond samvizka vera nokkuð opinská um innri mann þeirra, er þeir tala við þennan hús- bónda. en næsti þáttur getur gerzt skyndilega, og gagnvart honum stendur allur heimurinn á önd- inni af angist og kvíða. Þessi virðist mér vera árangur hinna ofsafengnu og blóðugu byltinga, og er ég ekki einn um þá skoðun, þótt fjöldinn kunni að verða mér ósamþykkur. er full af lífi og fjöri. Ég kom eitt sinn í kennslustund til hans í barnaskólanum i Hafnarfirði. Hann kenndi reikning. Töflur voru á nálega öllum veggjum stofunnar, og börnin voru öll önnum kafin við að vinna all- an tímann. Ég herfi hlustað á kennslu í mörgum skólum, og í mörgurn löndum, en aldrei séð svo lifandi og þróttmikla kennslu í reikningi. Bjarni Bjarnason er allt af samur við sig. Hann hefir einfaldar og ó- brotnar en öruggar vinnuað- ferðir að hverju sem hann gengur. En dvölin í skóla Bjarna Bjarnasonar er ekki tómt mein- lætalíf og hörkuvinna. Gleðin á þar líka heima. Stundum er hinn fjölmenni æskumanna- hópur, og skólastjóri með, á fleygiferð á skautum, eftir rennisléttum ís á vatninu. Stundum eru allir i skíðabrekk- unni. Þá er sundið, leikfimin, söngur, ræðufundir og dans. Vinnan, hófsemin og hin frjóa lífsnautn haldast i hendur all- an námstímann. Og þegar nem- endur frá Laugarvatni eru farnir þaðan burtu, þá segja þeir „heim“, er þeir minnast hinna glöðu, reglubundnu námsdvalar á stærsta sveitabæ landsins. Kennaraliðið á Laugarvatni hefir vanizt þessum einföldu siðum og heilbrigðu vinnulagi. Á síðari árum hefir Bjarni skólastjóri verið alllengi á þingi suma vetur. Nemendum og kennurum finnst mikið tap, þegar skólastjórinn er ekki við. En svo fastar eru heimilis- og kennsluvenjur á Laugarvatni, að samkennarar Bjarna skóla- stjóra hafa haldið öllu í skipu- legu horfi, þó að hann hafi verið alllengi fjarverandi um skólatímann. Kennsla Bjarna Bjarnasonar V. Bjarni Bjarnason gaf kost á sér til þingsetu, er hann þótt- ist sjá, að það skipti miklu fyrir áhugamál hans, hversu þingið yrði skipað eftir kosn- ingarnar 1934. Sú varð líka raunin á, að kjör háns í Árnes- sýslu varð þýðingarmikill at- burður fyrir byggðir landsins, og allra mest fyrir það hérað, sem hann er fulltrúi fyrir. Á Al- þingi hefir áhrifa hans gætt sérstaklega í tveim efnum, auk vinnu fyrir flokk sinn og kjör- dæmi. Hann hefir átt mikinn Haltfiiknr neyzlu íanaalands. Garnir * Eftir fyrirmælum atvinnumálaráðherra höfum vér tekið að oss að sjá svo um, að jafnan fáist góður salt- fiskur til innanlandsneyzlu með lægsta útflutnings- verði. Eins og' að cmdanförmi eru vel verkaðar garnir úr heimaslátruðu fé keyptar í Garua- stööiimi í Reykjavík. Greiðsla við móttöku. Fiskurinn fæst pakkaður í: 50 kg. pakka nr. 1 og kostar .............. kr. 25.00 50 kg. pakka nr. 2 og kostar ................ — 22.50 50 kg. pakka nr. 3 og kostar ................ — 20.00 25 kg. pakka nr. 1 og kostar ................ — 12.75 25 kg. pakka nr. 2 og kostar ................ — 11.50 25 kg. pakka nr. 3 og kostar ................ — 10.25 Fiskurinn verður seldur og afgreiddur til kaupmanna og kaupfélaga frá H.f. Kveldúlfur , Reykjavík. Verzlun Einars Þorgilssonar, Hafnarfirði. Sölusamband íslenzkra MeðSerð garnanna. Þegar görnin er rakin, er náð í báða endana (slitið frá vinstr- inni og langanum) og gömin rakin tvöföld ofan í ílát með vatni í. Þá cr gorið strokið úr görninni (tvöfaldri, jafnþættri) og hún um leið gerð upp í hespum um eitt fet á lengd og brugðið utan um (eitt bragð), með báðum endunum eða lykkjunni. Síöan er salti nuddað inn í hverja hespu og vel undir bragðið. Þá eru garnirn- ar lagðar niður í lagarhelt ílát og saltað vel í hvert lag. Ef ekki myndast svo mikill pækill, að fljóti yfir lagið, þá verður að láta vel sterkan pækil á garnirnar (24 gráðu). Þegar garnirnar eru sendar, má taka þær úr lagarhelda ílát- inu og senda í kassa. Slitnar garnir. fiskframleíðenda. Garnirnar má helzt ekki slíta. Þær garnir, sem slitna og eru í tvennu eða þrennu lagi, má hirða og láta spottana (2 eða 3) í sömu hespuna. Þær garnir, sem eru slitnar meira en í þrennt, eru þátt í að fjárveitinganefnd væri réttlát i skiptingu ríkis- fjár milli kjördæma. Vetur eftir vetur hefir hann lagt mikla elju í að halda fjárveitingum þings- ins í hófi, og -að' réttur minna- hlutans væri ekki fyrir borð borinn. Auk þess hefir Bjarni Bjarnason átt mikinn þátt í þeirri hreyfingu i Alþingi, að koma meiri reglu á vinnu- brögð þingsins. Manni með hans húsbóndagáfum þótti nóg frelsið, þegar starfsfólk þings- ins fyllti deildarsalina, svo að þingmenn komust þar varla ferða sinna, eða þegar óboðnir gestir af götunni fylltu ganga og lestrarsali Alþingis. Á síð- ustu árum hefir orðið á þessu mikil breyting, þó að eigi jafn- ist reglusemin í þingsölum enn við stjórn Bjarna Bjarnasonar á Laugarvatnsskóla. Bjarni Bjarnason er vanur að rækja manna bezt þing- mannsskyldur sínar við kjós- endur um samstarf og ráða- gerðir. En í vor sem leið sýndist hann bregða vana sinum í þessu efni. Hann hélt einn fulltrúa- fund í sláttarbyrjun og sat annars heima á Laugarvatni. Vel máttu kjósendur hans halda, að hann nyti þar góð- viðrisdaga og sumarblíðu í fé- lagi við marga ágæta gesti, sem leituðu þangað sér til hvíldar og hressingar. En þeir, sem kornu í Laugar- vatn, sáu að skólastjórinn gekk þar ekki um i síðum tilhalds- klæðum, með hendur í vösum og vindling í munnvikinu. Sveitamennskan er honum í blóð borin. Hneigðin til búskap- ar hafði lokkað hann til að koma upp stórbúi í Straumi, meðan hann var skólastjóri í Hafnarfirði. Undanfarin ár hef- ir Bjarni Bjarnason verið að koma upp skólabúi á Laugar- vatni, og myndi hafa eflt það meir, ef fjársýkin hefði ekki nálega gereytt ærstofninum. En að loknu þingi og skóla- störfum í vor, byrjaði Bjarni skólastjóri hörkuvinnu við húsabætur og heyskap, með elju og sóknarvilja hins sístarfandi bónda. Hann tók með piltum sínum gamla bæinn á Laugar- vatni, lækkaði þakið, ummynd- aði gamlar stofur, þiljaði geymsluklefa og gerði þá að sólríkum herbergjum með smekklegum göngum, vatns- leiðslu og nýtízku umbúnaði. Hann iétti ekki fyrr en hann hafði úr bænum og gömlu efni gert mjög prýðilegan nýjan bæ, með 38 rúmum. Þá snéri hann sér að peningshúsunum. Skól- inn hafði fengið með jörðinni frá Böðvari Magnússyni gott fjós fyrir nálega 20 stórgripi og myndarlega hlöðu. Bjarni skólastjóri hefir í sumar stækk- að fjósið og hlöðuna um helm- ing, og gert allt umhverfið þrifalegt og smekklegt með grasklæddum stöllum. Með því að vinna sjálfur dag út og dag inn að þessu verki og með því að beita hagsýni í hvívetna, hafa þessar byggingar iítið aukið skuldir skólans. Að lokn- um þessum byggingarverkum var kominn heyannatími. Skólastjóri sótti fast heyskap- inn og fyllti hinar rúmgóðu hlöður sínar. Var bæði heyjað heima, svo sem unnt var, og haft í seli suður í Ölfusi. Skólastjóri vill fá mikil hey og geta haft margar kýr. Hann vill ekki spara nýmjólkina, hvorki við nemendur eða gesti. Að loknum heyskap kom hirðing garðanna. Kartöfluuppskeran var á fjórða hundrað tunnur. Þá tók við vermihúsabygging. Og þegar henni var lokið komu um 170 ungiingar til vetrardvalar á þessu hraðvaxandi stórbýli. VI. Það er sennilegt að til séu þeir lærdómsmenn hér á landi, sem þyki háttur þessa skólastjóra meir í ætt við fornan stórbúskap, heldur en andlega menningu 20. aldarinnar. En þessi umsvifa- mikli skólastjóri og búmaður, á til enn fleiri hliðar heldur en koma fram í stjórn skólans, eða þegar hann er fremstur í sókn í byggingarvinnu og heyskap. Fyrir skömrnu kom að Laugar- vatni hámenntaður og háttsettur maður frá einni af stórborgum álfunnar. Hann hafði í æsku notið kennslu í beztu og dýr- ustu skólum ættjarðar sinnar, og siðan verið i trúnaðarerindum landsins víða um heim. Hann kom eina dagstund sem gestur ríkistjórnarinnar og dvaldi mest á Laugarvatni. Honum þótti náttúruskilyrðin fyrir skóla og sumargistihús alveg óvenjuleg. Hitt þótti honum þó enn lær- dómsríkara að tala við Bjarna skólastjóra, og sjá og heyra hvernig íslendingar veiti efna- litium piltum og stúlkum náms- (Framh. á 4. síðu) ónýtar. Garnastöðin. - Sími 4241. Hilimæ ðnr: Svo sem skýrt var frá hér í blaðinn 10. þ. m., liafa rannsóknir leitt þaö í ljós, að gerilsneyðing (í Stussanovél) rýrir ekki finnanlee/a C-fjörvismayn tnjólk- urinnar. Sýnishorn af sömu mjólk á undan og eftir stassaniseringu sýndu sama C-fjörvismagn eftir gerilsnegð- ingunu og fgrir hana. Lcikfélag Regkjavíkur JÖRÐ í nágrenni við Reykja- vík íil sölu. Epplýsing- ar í síma 2841 kl. 1—2 og eftir kl. 7 daglega. „Brimhljóð“ Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. BRYNJÓLFUR ÞORLÁKSSON stillir og gerir við piano og or- gel. — Sími 4633. llreinar léreftstuskur kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. Tímaritið VAKA er ódýrasta, læsilegasta og vand- aðasta tímarit sem gefið er út hér á landi. Árgangui'inn kostar kr. 5.00. TÍMARITIÐ VAKA Aðalstræti 9. Reykjavík. Vinnið ötullega fgrir Tímann. 304 William McLeod Raine: Það fór hrollur um Molly. Hún leit ekki við. Allar skýjaborgir þeirra voru hrundar til grunna. Webb Barnett leit við. Oakland var svo sem 8—10 fet frá þeim og hann sá undir eins, að ekki var mögulegt að ná i skammbyssuna í jakkavasanum. — Þið bíðið hér eftir mér rétt eins og böx-n í skóginum, hélt Oakland áfram. — Ágætt! Ágætt! Þið komizt ekki áfram án hins gamla og góða vinar ykkar Clem, ha? Opnið þið nú ginin og segið hvað þið séuð glöð yfir þvi að ég skyldi rekast á ykkur í hveitibrauðsdagahug- leiðingum ykkar. — Ég skal gera þér tilboð, sagð'i Bar- nett lágt. — Taktu handjárnin af mér og svo skulum við gera út um þetta. Annar okkar verður kyrr, en hinn fer burtu. Beljakinn hló sigri hrósandi: — Lít ég út fyrir að vera slíkur asni? Ég hefi þegar ákveðið hvor okkar verði eftir og hvor okkar fari burt með stúlk- una. — Nefndu hana ekki í sambandi við þetta, ef þú vilt ekki verða skotinn nið- ur eins og hundur. — Af hverjum, spurði Oakland háðs- lega. — Séi-hver heiðarlegur maður í hér- aðinu rnyndi rísa upp gegn þér, gleymdu Flóttamaðurinn frá Texas 301 — Mér hefir alltaf þótt afar vænt um hann, eiginlega. Ég hefi stundum hugs- að, að ef hann vildi---------- — Og auðvitað vildi hann, greip Barnett fram í. — Það var ekkert „auðvitað". Stúlk- urnar eru allar hrifnar af honum. Hann er indæll. Hvernig gat ég látið hug minn hvarfla tii annars, þegar hann var svo nærri, og það sér i lagi----- Hún þagnaði og leit á hann bros- andi. — Spilling mannshjartans, sagði hann. — En það er meira en ég get skilið' hvernig nokkur kvenmaður, með heilum sönsum, getur litið til mín, þegar Walsh er annars vegar. Það skipti ekki miklu máli hvað þau sögðu. Allt bar að sama brunni, ástinni. Þau töluðu um eitt og annað, þeim var hlátur í hug og dásemd augnabliksins hafði þau á valdi sínun. Þau skildu hvort annars hug í snöggum leiftrum, eins- konar skammstafanir, sem ekki þurfti að fylla út. Molly undraðist þá blíðu, sem gagn- tók hana. Hún hafði ætíð verið dálítið hvöss. Hún hafði sjálf sagt.að hún væri harð'lynd, hjúpuð hai’ðri skel nútíma- konunnar. Mennirnir, sem höfðu laðazt að henni, vegna þess hve hún var snot- ur og vegna þess hvernig hún tók líf-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.