Tíminn - 09.11.1939, Side 1

Tíminn - 09.11.1939, Side 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. 23. árg. Rcykjavík, flmuitudagmn 9. nóv. 1939 \ RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR; EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 130. Mað Alþingi Ríkisreíkningurínn 1937 Eysteinn Jónsson hrekur iírrur Jóns Pálmasonar Mynd þessi er af þýzkrí hervagnadeild á leið til vesturvígstöðvanna. Fyrirætlanir Itala Ætla þeir að snúast gegn Þjóðverjum og ICiíss- iini eða eru þetr að undirbúa nýja friðarsókn? Ríkisreikningurinn fyrir árið 1937 var til fyrstu um- ræðu í neðri deild í fyrra- dag. Urðu allmiklar umræð- ur milli Eysteins Jónssonar og Jóns Pálmasonar, en Jón hefir verið einn hinna þing- kjörnu endurskoðunar- manna reikningsins. Hefir Jón látið talsvert á sér bera í þessu starfi, en það kom greinilega fram í umræðun- um, að sú viðleitni hefir ver- ið meira af vilja en mætti. Þingkjörnir endurskoðendur reikninga, auk Jóns, voru Jör- undur Brynjólfsson alþm. og Sigurjón Ólafsson alþm. Hefir Jón gert einsamall mjög margar athugasemdir. Ein athugasemd- in hefir vakið talsverða athygli. Jón fullyrðir að gjöld ríkisspít- alanna og spítalabúanna hafi hækkað um 179 þús. kr. á árinu 1937 og rekstrarhallinn aukizt um 120 þús. kr., og spyr hann, hvort „ósjálfráð öfl eða eitthvað annað hafi verið að verki“. Hin raunverulega niðurstaða var sú, að gjöldin höfðu hækkað um 104 þús. kr„ og rekstrai'hallinn auk- izt um 90 þús. kr. Ástæðan fyrir skekkju Jóns mun m. a. fólgin í því, að hann hefir fellt eina stofnun alveg niður úr niður- stöðutölunum fyrir fyrra árið. Stjórn ríkisspitalanna hefir nú höfðað mál gegn Jóni fyrir að- dróttun þá, sem felst í athuga- semdinni. Á þingfundi á þriðjudaginn voru þetta helztu athugasemdir Jóns: Reikningar ríkisins væru of seint tilbúnir til endurskoðunar og afgreiðslu eins og sjá mætti á því, að ríkisreikningurinn frá 1937 væri nú til meðferðar. Ekki væri hægt að sjá alla meðferð á ríkisfénu á sjálfu rík- isbókhaldinu og væru reiknings- skilin á margan máta óglogg og ófullnægjandi. Ýmsar ríkisstofnanir ættu Aðalfundur F, U. F. í Reykjavík Félagíð verður 10 ára í vetur Félag ungra Framsóknar- manna í Reykjavík hélt aðal- fund sinn síðastliðið þriðju- dagskvöld. Fundurinn var vel sóttur og bættust við nokkrir nýir félagar. í fundinum fór fram stjórn- arkosning. Formaður var kos- inn Jóhannes Helgason og með- stjórnendur Gerður Jónasdótt- ir, Valgerður Tryggvadóttir, Gunnlaugur Pétursson og Jón Emil Guðjónsson. í fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykja- vík hlutu kosningu: Björn Guðmundsson, Guðmundur V. Hjálmarsson, Jóhannes Helga- son, Jón Emil Guðjónsson, Jón Helgason, Kjartan Guðjónsson, Ólafur Jóhannesson, Þórarinn Þórarinsson. Fyrstu varamenn voru kosnir Egill Bjarnason og Gunnar Eggertsson og Valdimar Jóhannsson. Ný lög fyrir félagið voru sam- þykkt á fundinum. Félagið verður 10 ára í vetur og mun þess verða hátíðlega minnst. miklar skuldir útistandandi við áramót og skulduðu sjálf mikið erlendis. Slíkt mætti ekki eiga sér stað. Til þess að bæta úr þessum ágöllum og koma í veg fyrir ýmsar aukagreiðslur taldi Jón heppilegast, að hafa allar út- borganir fyrir ríkið og ríkis- stofnanirnar á einum stað og láta f j ármálaráðuneytið eitt hafa eftirlit með öllum útgjöld- um ríkissjóðs. Eysteinn Jónsson viðskipta- málaráðherra svaraði þessum athugasemdum hans mjög ítar- lega og fer hér á eftir stuttur útdráttur úr svörum hans: Það er rangt, að það sé ríkis- bókhaldinu að. kenna, hversu seint Alþing fær ríkisreikning- ana til afgreiðslu. Ríkisreikn- ingnum 1937 hefði verið full- lokið fyrir meira en ári síðan og stór • hluti hans var vitanlega fullbúinn til endurskoðunar miklu fyr. Hinsvegar unnu hinir þingkjörnu endurskoðendur að- allega aðendurskoðuninniáþessu ári. Þetta seinlæti með endur- skoðunina stafaði m. a. af því, að Alþingi kysi endurskoðend- urna ekki fyr en seint og síðar meir og væri t. d. ekki enn búið að kjósa endurskoðendur ríkis- reikningsins 1938. Taldi ræðu- maður það rétt, að hraða þyrfti þessum málum betur en venja hefði verið til þessa. Sú athugasemd Jóns, að ekki mætti sjá meðferð alls ríkisfjár- ins á sjálfu ríkisbókhaldinu og reikningsskilin væri óglögg, staf- aði bersýnilega af ónógri þekk- ingu hans á þessum málum. Það mætti sjá af mörgum athuga- semdum hans, að hann hefði hvorki nægilegt yfirlit um ýms fyrirkomulagsatriði eða næga bókhaldsþekkingu. Afleiðingin af þessu yrði sú, að hann gerðist miklu tortryggnari en ella og þættist alltaf vera að sjá ein- hverjar misfellur, enda þótt í nýkomnu tölublaði Ægis er yfirlit um fiskafla íslenzkra fiskiskipa framan af haustinu, allt til loka októbermán- aðar. Víðast hvar, þar sem þorskveiðar hafa verið stundaðar í haust, hefir afl- azt dável. Við ísafjarðardjúp hefir aflazt vel, sérstaklega við Djúpmynni. í Bolungarvík hefir vertíðin, það sem af er hausti, verið óvenjulega fengsœl. Voru hlutir háseta þar orðnir um 300 krónur seint 1 siðastliðnum mánuði. Annars staðar við Djúp er útlit sœmi- legt. Má segja, að alls staðar á Vest- fjörðum hafi þorskafli verið sæmilegur í haust. Undir Jökli hefir vel aflazt og sömuleiðis sunnan lands, að því leyti, sem þorskveiðar hafa verið stundaðar þar. — Nokkrir togarar voru að ís- fisksveiðum í síðastliðnum mánuði, en útkoman af þeim veiðiförum mun 6- hagstæð, þar eð söluskilyrði eru slæm í Englandi, en hver togari þarf að selja fyrir 2700—3000 sterlingspund í hverri ferð, svo reksturinn beri sig. Dragnótaveiðin hefir verið óvenjulega ör í haust og munu þær veiðar gefa af sér stórlega auklð útflutningsverðmæti á þessu ári. t t I Samkvæmt skýrslum Fiskifélagsins, var fiskafli á öllu landinu i lok októ- bermánaðar talinn vera rösklega 37.022 smálestir, miðað við fullverkaðan fisk. Eru það litlu meiri fiskbirgðir en í fyrra haust um sama leyti, og mun meira en árin 1937 -og 1936. Meginhluti þessara fiskbirgða, yfir 26 þúsund smá. hverjum manni með nægri þekkingu og yfirliti, ætti að geta verið fullkomlega Ijóst, að allt væri með felldu. Ráðherra nefndi nokkur dæmi þessu til sönnunar. í einni at- hugasemd sinni héldi Jón því fram, að 135 þús. kr. framlag ríkisins til Fiskimálanefndar væri ekki fært til tekna á reikn- ingi nefndarinar. Þetta stafaði af því, að Jón væri ókunnur tvöföldu bókhaldi og gerði þvi ráð fyrir, að þessari upphæð hefði verið skotið undan, þar sem hún kæmi ekki fram á rekstrarreikningi, en væri að- eins færð á efnahagsreikningi, sökum þess, að henni hefði verið varið til eignaaukningar. Þessi reikningsfærsla nefndarinnar væri hárrétt og athugasemd Jóns stafaði ekki af öðru en þekkingarskorti á einföldustu bókhaldsreglum. Svipað mætti segja um athugasemd, er hann gerir við reikning Ferðaskrif- stofu ríkisins. Hann býsnast yf- ir því, að rekstrarhalli stofnun- arinnar er færður eignamegin á efnahagsreikningnum. Þeim, sem væri ókunnir bókhaldi, þætti kannske dálítið kynlegt að færa rekstrarhalla sem eign, en það væri föst venja að jafna eignareikninginn og skulda- (Framh. á 4. síöu) lestir, eru i Sunnlendingafjórðungi. Fiskbirgðirnar skiptast svo á hinar ein- stöku veiðistöðvar, að þær eru mestar í Reykjavík, um 5740 sm'álestir, i Vest- mannaeyjum um 5200 smálestir, um 4445 smálestir í Keflavík og Njarðvík- um, um 3100 smálestir í Hafnarfirði, um 2470 á Akranesi og 2080 smálestir í Sandgerði. í öðrum verstöðvum eru hvergi flskbirgðir, sem nerna yfir 800 smálestum. Við þessa skýrslu um fisk- birgðir í landinu er þó það athugandi, að auk þess sem hér er talið, hefir talsvert af fiski veriö lagt á land úr togurum og ætlað til herzlu og flök- unar. Miðað við slægðan fisk, er það að magni 1195 smálestir af þorski til herzlu, 3421 smálest af ufsa til herzlu og 342 smálestir af ufsa til flökunar. t r t Hæstaréttardómur var í gær upp- kveðinn í máli, er spannst út af björg- unarlaunum, sem Skipaútgerð ríkisins gerði tilkall til vegna enska togarans Lincolnshire, er strandaði í Dýrafirði í októbermánuði árið 1938. Varðskipið Ægir, sem statt var á Seyðisfirði um þessar mundir, fór vestur að ósk vá- tryggjenda togarans og tókst að ná honum á flot. Fór Ægir fyrst með tog- arann til Þingeyrar en nokkrum dögum síðar til Reykjavíkur. Krafðist Skipa- útgerð ríkisins björgunarlauna, er námu 5 þúsundum sterlingspunda. — Þessa upphæð töldu eigendur og vá- tryggjendur togarans alltof háa. í sjó- dómi Reykjavíkur var svo ákveðið, að Skrif ítalskra blaða seinustu dagana hafa vakið mikla at- hygli. Þau hafa hvað eftir annað ráðizt harðlega á Rússland og kommúnismann og sýnt fram á þá hættu, sem heiminum staf- aði af yfirgangi Rússa. Forráða- mönnum Rússa hafa þau valið hin hörðustu orð og talið ó- hugsanlegt að hægt væri að hafa langvarandi samvinnu við þá. Sum þeirra hafa gefið í skyn, að vinátta Þjóðverja og Rússa léki á mjög veikum þræði, og gæti farið út um þúfur, þegax minnst varði. Eitt blaðið hefix sagt, að sök- um hins gerbreytta ástands teldu ítalir sig ekki lengur bundna af samningum við neina þjóð. Tvær tilgátur eru uppi um það, sem veldur þessari afstöðu ítölsku blaðanna. Önnur tilgátan er sú, að ít- alir óttist vaxandi afskipti Rússa af málefnum þjóðanna á Skipaútg. ríkisins skyldi fá 68 þús. ís- lenzkar krónur. Þessum dómsúrskurði áfrýjuðu báðir aðilar. Dómur hæsta- réttar, sem féll í gær, var á þá leið, að í björgunarlaun skyldi greiða 100 þúsund krónur íslenzkar. En auk þess eiga vátryggjendur og eigendur tog- arans að greiða 5 þúsund króna máls- kostnað fyrir hæstarétti og sjódóml. r t r Blaðamönnum var i gær boðið að kynna sér breytingar og umbætur, er gerðar hafa verið í sundhöllinni. Breyt- ingarnar eru þær, að auðveldað hefir verið að tempra hitann í laugarsal og búningsklefum. Kostar sú breyting, er gera þurfti, um 2000 krónur. Einnig verður vatnið í lauginni haft ofurlítið heitara framvegis heldur en verið hefir. Aðsókn að sundhöllinni hefir verið lakari það, sem af er þessu ári, heldur en í fyrra, og nemur það einum fimmta hluta gesta. Sóttu 120.860 manns sund- höllina fyrstu tíu mánuði þessa árs, en í fyrra komu 152.587 manns í sund- höllina fyrstu tíu mánuði ársins. Eink- um er miklum mun færra kvenfólk, sem í sundhöllina kemur, nú heldur en áður. r r r Búnaðarfélag íslands hefir um langt skeið lagt 800 krónur á ári að mörkum til vinnuhjúaverðlauna handa fólki, sem veitt hefir sömu húsbændum ó- venjulega langa og dygga þjónustu. Er þessi fjárupphæð notuð til þess að (Framh. á 4. síðu) Balkanskaganum. Einkum er taliS, að þessi ótti hafi vaxið eftir ræðu, sem Hitler hélt í byrjun október síðastliðins, en hann gaf þá í skyn, að önn- ur stórveldi en Rússland og Þýzkaland varðaði ekkert um málefni þessara þjóða. ítölsku blöðin svöruðu þessu óbeint og sögðu, að ítalir hefðu mikilla hagsmuna að gæta á Balkan- skaganum og létu engar meiri- háttar breytingar þar sér óvið- komandi. í samræmi við þetta hafa ítalir unnið kappsamlega að því, að vingast við Balkan- þjóðirnar, einkum Júgóslava og Grikki. Þeir tóku einnig sam- komulaginu milli Tyrkja og Bandamanna með mestu ró, enda þótt það beindist fyrst og fremst gegn þeim. Þykir þetta jafnvel benda til þess, að þeir ætli að láta gamlar væringar við Tyrki falla niður og reyna að vingast við þá. Ef það tæk- ist væri sköpuð skilyrði fyrir ítali til miklu nánari samvínnu við Balkanþjóðirnar. Fyrir ítölum vakir, að dómi kunnugra, hlutleysisbandalag Balkanríkjanna undir forystu Tyrkja og ítala. Þetta bandalag myndi að líkindum verða nógu sterkt til að standast yfirgang Rússa, en það myndi einnig verða Þjóðverjum til mikils óhagræðis, þar sem hver einstök Balkanþjóðanna myndi óttast þá minna en áður. Fullvíst þykir, að slík hugmynd muni njóta vel- vilja Bandamanna, þar sem slíkt bandalag myndi áreiðanlega (Framh. á 4. síðu) Aðrar frúttlr. Mikil sprenging varð í gær- kvöldi í hinum fræga bjór- kjallara í Miinchen, þar sem stofnfundur nazistaflokksins var haldinn 1923. Var verið að minnast þess atburðar hátíð- lega og margt háttsettra naz- ista þar saman komið. Hitler var nýlega farinn í burtu, þegar sprengingin varð, en hann hafði flutt þar langa ræðu og harð- orða í garð Breta. Sprengingin varð með þeim hætti, að vítis- vél hafði verið komið fyrir í ofni á hæðinni fyrir ofan og féll kjallaraloftið niður, þegar vélin sprakk. Sex af elztu flokks- mönnum nazista fórust af völd- um sprengingarinnar og 60 menn særðust. í þýzkum frétt- um er sagt að sprengingin hafi orðið af völdum erlendra flugu- manna og er heitið háum verð- launum fyrir að gera uppvíst um þá. Talið er að ætlunin hafi verið að drepa Hitler. Það hefir vakið nokkra at- hygli, að Wilhelmina Hollands- (Framh. á 4. síðu) A víðavangi í enskum fréttum Moskvaút- varpsins síðastliðið föstudags- kvöld, var íslands getið á mjög furðulegan hátt. Inn í áróður þess fyrir kröfum Rússa á hend- ur Finnum, vax skotið þeirri fregn, að tillögur Rússa fengju ákveðinn stuðning íslenzkra blaða (The Russian proposals to Finland get a strong support in the Icelandic press). Mun öllum hér heima koma þessi fregn nokkuð á óvart, en auð- velt er þó að rekja tildrög henn- ar. fslenzka kommúnistablaðið hefir öðru hvoru verið að birta rússnesk óhróðursskeyti um Finnland og einhverjum af leiguþjónum Rússa hér hefir þótt sjálfsagt að tilkynna yfir- boðurunum þessa húsbónda- hollustu. Til þess að gera hlut íslenzkra kommúnista sem allra glæsilegastan hefir þótt rétt að hafa fréttina á þá leið, að öll íslenzku blöðin styddu kröfur Rússa! Rússar, sem hvar- vetna hafa orðið varir hinnar fyllstu andúðar gegn atferli síns við Finna, hefir þótt þetta svo mikilsvert, að þeir hafa lát- ið útvarpa fréttinni á ensku, enda þótt þeir telji íslendinga áreiðanlega ekki mikils virði þar fyrir utan. * * * íslendingar hafa áður feng- ið nokkuð svipaða reynslu af fréttaburði íslenzkra kommún- ista erlendis um íslenzk mál- efni. Nokkru eftir að enska flugvélin strauk frá Raufarhöfn gerði rússneska útvarpið hlut- leysi íslands að umtalsefni á svipaðan hátt og kommúnista- blaðið hér heima. Þá má einn- ig minna á fölsun þá á ummæl- um forsætisráðherra, sem kom- múnistar beittu á síðastliðnu vori, þegar þýzka herskipið „Emden“ kom hingað, og þeir símuðu út um allan heim. Einn- ig má minna á enska tímarits- grein, sem Einar Olgeirsson skrifaði fyrir nokkrum árum, þar sem því var hiklaust haldið fram, að ísland væri ofurselt enska auðvaldinu. Ein sönnun Einars var sú, að enska auð- valdið hefði m. a. tryggt að- stöðu sina með því, að gera á- hrifamesta mann verkamanna- flokksins að lepp enska olíu- hringsins! * * * Það mætti merkilegt heita, ef þjóðin væri ekki búin að fá nóg af þessum fréttaflutningi kommúnista, sem stefnir að því að skaða sjálfstæði henn- ar og álit, og er fyrst og fremst tilorðinn til að þóknast erlendu stórveldi, sem virðist langt frá því að vera vinsamlegt íslend- ingum. Einna lengst hafa þó kommúnistar gengið í þessum svívirðingum, þegar þeir bera það á íslenzku þjóðina, að hún afneiti rétti. Finna til að ráða sínu eigin landi og þá jafnframt rétti íslendinga til að ráða hér á landi. Ef slíkur fréttaflutning- ur og sá hugsunarháttur, sem að baki honum liggur, er ekki nægi- (Framh. á 4. síðu) Rítstjórar Þjóðvilj- ans dæmdir í 2100 króna sekt Dómur hefir nú verið kveðinn upp í undirrétti í málum þeim, sem viðskiptamálaráðherra, for- sætisráðherra og félagsmála- ráðherra höfðuðu gegn ritstjór- um Þjóðviljans fyrir rógburð blaðsins um kolabirgðir ráð- herranna. Ummælin voru dæmd ómerk og ritstjórarnir dæmdir samtals í 2100 kr. sekt. A. KROSSGÖTUM Dágóð aflabrögð í haust. — Fiskbirgðir í landinu. — Skipaútgerð ríkisins dæmd 100 þús. króna björgunarlaun. — Frá sundhöllinni. — Vinnuhjúa- verðiaun.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.