Tíminn - 16.11.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR:
GlSLI GUÐMUNDSSON (á,bm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÖRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
23. árg. I Reykjavík, fimmtudaglim 16. nóv. 1939
Hvernig hefir skozka
holdaféð reynzt?
Kynblendíngarnir eru vænni og
kjötbetrí, en mörminni
Mynd þessi var tekin af Georg Bretakonungi og Chamberlain forsœtisráð-
herra nokkrum dögum áöur en styrjöldin hófst, enda eru þeir auðsjáan-
lega í bezta skapi.
Rússar herða tauga-
stríðíð gegn Finnum
Árið 1932 voru 25 kindur
af skozku fjárkyni, svo-
nefndu Boarder Leicester-
kyni, fluttar hingað til
lands í því skyni að nota
hrúta af þessum fjárstofni
handa íslenzkum ám í von
um vænni dilka og betra
kjöt. Voru þessar kindur alls.
25,18 ær og 7 hrútar.
Flestar þessara kinda voru
fluttar að Halldórsstöðum í
Laxárdal í Suður-Þingeyjar-
sýslu og hafa siðan að mestu
verið þar í umsjá Hallgríms
bónda Þorbergssonar. Þó var
sinn hrúturinn sendur á hvorn
stað, að Hólum í Hjaltadal og
Hvanneyri.
Kindur þær, sem komu að
Halldórsstöðum í fyrstunni voru
því 18 ær og 5 hrútar. Voru
skozkir hrútar lánaðir á ýmsa
bæi í sýslunni, þeim er gera
vildu tilraun um einblendings-
rækt. Sumir þessara hrúta dráp-
ust úr lungnapest. Nú hefir dá-
lítill fjárstofn af þessu enska
kyni verið fluttur að Bjarna-
stöðum í Bárðardal og eru þar
nú 7 ær.
Tíðindamaður Tímans hefir
átt símtal við Hallgrím Þor-
V I |) i » g :
Fulltrúar Sjálfstæðis
ilokksíns meðmæltír
frumv. um hlutarút-
gerðarfélog
Nokkur ný píngmál
Undanfarna daga hafa litlar
umræður verið í deildum og
flest málin, sem verið hafa á
dagskrá, afgreidd umræðulaust.
Síðan þingið kom saman, hafa
nefndir unnið að athugun
ýmsra mála og eru nokkur
nefndarálit komin fram. M. a.
hefir sjávarútvegsnefnd neðri
deildar skilað áliti um frv. til
laga um hlutaútgerðarfélög,
sem þrír Framsóknarmenn
fluttu á vetrarþinginu. Fulltrú-
:ar Framsóknarflokksins og
;Sjálfstæðisflokksins mæla með
frumvarpinu, en Finnur Jónsson
mun vera andvígur því.
Þessi frv. hafa verið lögð
fram:
Gísli Sveinsson, Thor Thors,
Jón Pálmason og Garðar Þor-
steinsson flytja frv. um afnám
17. greinar jarðræktarlaganna.
Þingmenn Rangæinga, Árnes-
inga, Borgfirðínga og Gull-
bringu- og Kjósarsýslu flytja
frv. um heimild fyrir Sláturfé-
lag Suðurlands til að innkalla
hlutabréf sín. í greinargerðinni
segir, að allmikil brögð séu að
því, að bréf þau, sem gefin eru
út fyrir eign þeirri, sem mönn-
um safnast í stofnsjóði félags-
ins, glatist. Félagið ætli því að
breyta þessu þannig, að i stað
þess að gefa út bréf fyrir stofn-
fjáreigninni, verði eign félags-
manna í stofnsjóði færð inn í
bækur, en bréfin innkölluð með
ákveðnum fyrirvara. Er frv.
flutt til að auðvelda þessa
breytingu.
Skúli Guðmundsson flytur
frv. um að niður falli löggilding
verzlunarstaðar viðReykjatanga.
Gæti heimild þeirra laga orðið
Reykjaskóla til óhagræðis,
„enda er ekki fyrirsjáanleg
þörf fyrir verzlunarrekstur á
þessum stað“, segir í greinar-
gerðinni.
bergsson nýlega og fer hér á
eftir frásögn hans um reynslu
þá, sem fengin er af einblend-
ingsræktinni:
— Yfirleitt hefir reyndin
orðið sú, að einblendingsdilk-
arnir reynast betur heldur en
hreinkynja íslenzkir dilkar.
Skrokkarnir af þeim hafa reynzt
ívið þyngri og nemur það 2—3
pundum til jafnaðaT. Auk þess
flokkast kjöt af þeim mun bet-
ur, er ávallt í fyrsta flokki.
Gærurnar eru og þyngri. Loks
þykir hið skozk-kynjaða fé öllu
hraustara og vanhaldaminna
heldur en hið hreinkynjaða
þingeyska heimafé. Einnig verð-
ur að gæta þess við samanburð,
að ensku hrútarnir eru venju-
lega notaðir handa lélegri hlut-
anum af ánum, þeim sem fyrir-
hugað er að farga lömbunum
undan. Hinsvegar eru einblend-
ingsdilkarnir mörminni og slát-
ur úr þeim ekki jafn útgengi-
legt sem íslenzkum dilkum.
Alls mun nú búið að selja um
70 skozk-kynjaða hrúta frá
Halldórsstöðum, mest 1 Eyja-
fjörð og Þingeyj arsýslu. Aðal-
lega hafa þetta verið lambhrút-
ar.
Kynblendingar koma á ári
hverju til slátrunar svo hund-
ruðum og þúsundum skiptir,
einkum til Húsavíkur og Akur-
eyrar.
í fyrra lét kjötmatsmaður i
London uppi það álit, að kjöt af
hinum íslenzku einblendings-
dilkum væri mun betra og út-
gengilegra á enskum markaði
heldur en annað íslenzkt dilka-
kjöt.
Af hreinkynja Boarder Lei-
cester-fé eru nú 26 ær settar á
vetur á Halldórsstöðum, 5 lamb-
gimbrar og 5 hrútar. Auk þess
eru, sem áður er sagt, fáeinar
kindur að Bjarnastöðum i Bárð-
ardal. Nokkurs uggs gætir um
Refasýning var haldin hér i Reykja-
vík í gœr, og voru á henni sýnd 173
dýr. Er það svipuð aðsókn og í fyrra,
en þó öllu meiri. Af dýrum þeim, er
sýnd voru, hlutu 33 silfurrefir fyrstu
verðlaun, 36 önnur verðlaun, og 42
þriðju verðlaun. Af blárefum fengu
6 fyrstu verðlaun, 8 önnur verðlaun
og 13 þriðju verðlaun. Auk þessa voru
heiðursverðlaun veitt. Bezt af fullorðn-
um refum var talið dýr, eign Loðdýra-
rœktarfélags Andakilshrepps og hlaut
hann silfurbikar, auk þeirrar viður-
kenningar. Silfurbikar þessi var gefinn
af skinnakaupastofnun i London, fyrir
meðalgöngu Einars Farestveit. Af gren-
lægjum þótti bezt dýr eign hlutafé-
lagsins Silfurfox á Hvammstanga. Bezti
yrðlingur af kvendýrum var eign sama
félags. Bezti yrðlingur, refur, var frá
Saltvík, eign Stefáns Thorarensen. Af-
kvæmasýning var og haldin. Heiðurs-
verðlaun fyrir afkvæmi hlutu refahjón,
eign Loðdýraræktarfélags Andakíls-
hrepps, er sýnd voru með fimm yrð-
lingum. Blárefapar úr loðdýrabúinu í
Álfsnesi var sýnt með tólf afkvæmum,
og hlaut það sérstaka viðurkenningu
fyi'ir frjósemi. Af refasýningu þessari
þótti sýnt, að refastofninn hefir enn
farið batnandi þetta síðasta ár. Voru
dómar um dýrin nú mun strangari en
áður hefir verið. Dómarar voru O. Aur-
dal og H. J. Hólmjárn loðdýraræktar-
ráðunautur. Sýningarstjóri var Tryggvi
Guðmundsson bústjóri á Kleppi.
! t t
Á mánudaginn hófst á vegum Bún-
aðarfélags íslands námskeið fyrir eft-
Áróður Rússa á
Íslandí
Þeir hafa sent hingað
skeyti fyrir 160 pús.kr.
síðan í ársbyrjun 1938
Alþýðublaðið birtir í gær upp-
lýsingar, sem sanna mjög
greinilega hið nána samband
milli íslenzku kommúnistafor-
ingjanna og Alþjóðasambands
kommúnista í Moskva.
Fer frásögn Alþýðublaðsins
hér á eftir:
„Þær upplýsingar, sem Al-
þýðublaðið hefir komizt yfir,
sýna, að síðan í ársbyrjun 1938
hefir hér um bil helmingur allra
þeirra símskeyta, sem hingað
hafa komið frá útlöndum, verið
frá Rússlancji, til Þjóðviljans og
til Kommúnistaflokksins (síðar
Sameiningarflokks alþýðu-soc-
ialistaflokksins)og samtals hafa
Rússar á þessum tveimur árum
varið til þessara skeytasendinga
um 75 þús. gullfrönkum eða um
160 þús. kr.
Árið 1938 komu hingað sím-
skeyti frá útlöndum upp á sam-
tals 292.929 orð, og nam skeyta-
kostnaðurinn 58.158 gullfrönk-
um eða 123.812 íslenzkum krón-
um.
Þar af voru 117.938 orð frá
Rússlandi einu og kostnaðurinn
af sendingu þeirra 44.668 gull-
frankar eða 95.092 íslenzkar
krónur.
Þrjá fyrstu ársfjórðunga yf-
irstandandi árs hafa komið
hingað símskeyti frá útlöndum
upp á samtals 181.635 orð fyrir
40.824 gullfranka eða 86.910 is-
lenzkar kr. Þar af frá Rússlandi
78.302 orð fyrir samtals 29.657
franka eða 63.136 íslenzkar kr.
Meginið af þessum ótrúlegu
skeytasendingum frá Rússlandi
hefir verið til Þjóðviljans, en
nokkuð til Kommúnistaflokks-
ins sjálfs, eða til þeirra manna
innan hans, sem halda uppi
sambandinu við Rússland, en
síðan í fyrrahaust, þegar „sam-
einingin“ við Héðin fór fram og
flokkurinn lýsti því yfir, að
hann væri genginn úr alþjóða-
sambandi kommúnista, hefir því
sambandi verið haldið uppi af
einstökum mönnum á bak við
flokkinn og stjórn hans.
irlitsmenn fóðurbirgðafélaga. Eru slík
námskeið haldin öðru hvoru, en þó ekki
árlega, Að þessu sinni sækja nám-
skeiðið 30—40 manns úr flestum sýsl-
um landsins. Á það að standa yfir í
þrjár vikur. Helztu kennarar á nám-
skeiðínu eru Páll Zóphóníasson, Gunn-
ar Árnason og Halldór Pálsson, en auk
þess eru daglega fluttir fyrirlestrar af
ýmsum öðrum.
t r r
Samkvæmt fregnum frá Akureyri,
hefír starfræksla nýju rafstöðvarinnar
við Laxá í Þingeyjarsýslu truflazt af
völdum kraps, Var það á laugardags-
kvöld, sem aðrennsli að stöðinni stöðv-
aðist af þessum sökum. Var allmikil
snjókoma þar nyrðra á föstudag og
laugardag. Hlóðst krapið í ána ofan
við stíflugarðinn, þar til vatnsþunginn
ruddi því fram í uppistöðulónið og
hindraði vatnsrennsli í leiðslurnar. Á
sunnudag var snúið að því að hreinsa
krapið burt og koma vatnsrennslinu í
eðlilegt horf. Erfitt var þó að komast
með verkamenn austur yfir Vaðlaheiði
því að þungfært var sökum snjóalaga.
Gat stöðin eigi tekið til starfa fyrr en
síðdegis á mánudag. Á meðan Laxár-
stöðin var óstarfhæf, bjargaðist Akur-
eyrarbær við rafmagn frá gömlu stöð-
inni við Glerá.
t t t
í Vestmannaeyjum er til sjóður, sem
ætlaður er til að reisa minnismerki um
drukknaða sjómenn og hrapaða menn
í Vestmannaeyjum og viðhalda því.
Nýlega sótti stjórn sjóðs þessa um það
til bæjarstjórnarinnar 1 Vestmanna-
Finnsku samningamennirnir,
sem verið höfðu í Moskva, komu
til Helsingfors í fyrradag. Var
tekið á móti þeim á járnbraut-
arstöðinni af miklum mann-
fjölda og kom hin sterka ætt-
jarðarást Finna greinilega fram
í þeirn virðulegu móttökum, sem
samningamennirnir fengu.
Tanner fjármálaráðherra lét
svo ummælt við blaðamenn
nokkru síðar, að hann gerði sér
vonir um, að samningaumleit-
anir gætu haldið áfram. Hann
sagði, að hvorki Stalin eða Molo-
toff hefðu hreyft hótunum í
eyjum, að fá eins stóran blett og unnt
væri úr svonefndu Stakagerðistúni, í
miðjum Vestmannaeyjabæ, til þess að
reisa þar kapellu fyrir fé sjóðsins, til
minningar um drukknaða og hrapaða
Vestmannaeyinga. Þetta hefir eigi enn
fengið endanlega afgreiðslu, en verður
til lykta ráðið innan skamms.
t r t
Aö undanförnu hefír nokkuð orðið
vart við sjaldséða fugla í Vestmanna-
eyjum, sem þangað hefir hrakið eða
flækzt hafa þangað á annan hátt. Hafa
þar sézt gráþrestir, bláhrafn og fleiri
fáséðlr fuglar. Uglur hefir og orðið
vart við í Eyjum i haust.
r t t
Mjög hart norðanveður geisaði norð-
an lands fyrri hluta þessarar viku. —
Þriðjudagsnótt siðastliðna slitnaði
flutningaskip Kaupfélags Eyfirðinga,
Snæfell, úr festum við bæjarbryggjuna
á Sigiufirði og rak á grunn, Var verið
að skipa fiski til útflutnings í Snæ-
fell og munu 30—40 smálestir hafa
verið komnar í skipið, er það slitnaði
frá bryggjunni. Með morgunflóðinu
losnaði skipið af grunni að nýju og
var reynt að koma því út á fjörðinn,
en varð eigi auðið vegna ofviðris. Rak
það nú upp að bryggjum, sem munu
nokkuð hafa brotnað. í gær tókst að
ná skipinu og reyndist það óskemmt,
enda enginn leki kominn að því. Skips-
höfnin var í skipinu meðan á þessum
hrakningi stóð. Kafari hefir verið feng-
inn frá Akureyri, til þess að athuga
botn skipsins.
samræðunum og ekki sett fram
úrslitakosti.
í sambandi við þessi ummæli
Tanners er vakin athygli á því,
að þótt slíkar hótanir hafi ekki
komið fram í viðræðunum, hafi
viðbúnaður Rússa bent til þess,
að þeir hefðu í huga að láta
vopnin skera úr málum, ef sam-
komulag næðist ekki, og hafi
Finnar því talið sér nauðsyn-
legt að vígbúast.
Þótt Tanner hafi látið þá von
í ljós, að samningaumleitan-
írnar gætu haldið áfram, eru
menn yfirleitt orðnir vonlausir
um friðsamlegt samkomulag.
Veldur því einkum tvennt: í
fyrsta lagi hinn aukni áróður
rússneskra blaða og útvarps
gegn Finnum og í öðru lagi, að
kröfur Rússa á hendur Finnum
ganga miklu lengra en upphaf-
lega var kunnugt. Það er nú
upplýst, að Rússar heimta allt
Kyrjálanesið og auk þess finnsk
landsvæði við íshafið, en þar
eru þær hafnir Finnlands,
sem eru íslausar allt árið, því
finnska flóann og botneska fló-
ann leggur venjulega á vetrum.
Auk þess halda Rússar fast við
kröfu sína um flotastöð við inn-
siglinguna inn I finnska flóann.
Það þykir sennilegt, að Rúss-
ar ætli að hátta vinnubrögðum
sínum þannig, að þreyta Finna
með langvarandi taugastríði.
Hinn stöðugi áróður á smátt
og smátt að brjóta mótstöðu-
þrótt þeirra á bak aftur og hinn
mikli kostnaður, sem fylgir hin-
um auknu landvörnum, á að
lama fjárhagslega getu þeirra.
En fari svo að Finnar láti ekki
undan, þrátt fyrir þessa andlegu
(Framh. á 4. síöu)
Aðrar fréttir.
Samkomulag hefir náðst milli
vinnuveitendasambandsins og
Alþýðusambandsins í Danmörku
um kaupgjald á næsta ári fyrir
vinnugreinar, sem ná til 350
þús. verkamanna. Aðalatriði
samninganna er það, að kaup-
gjaldið hækkar í hlutfalli við
dýrtíðina með vissum millibil-
um. Verkamenn hafa samþykkt
samninginn með 205 þús. atkv.
gegn 60 þús. atkv. og atvinnu
rekendur með 565:37 atkv.
(Framh. á 4. siöu)
(Framli. á 4. síöul
Refasýningin í Reykjavík. — Námskeið á vegum Búnaðarfélagsins. — Raf-
stöðin við Laxá stöðvast. — Minnismerki um drukknaða sjómenn í Eyjum.
— Sjaldséðir fuglar. — Flutningaskipið Snæfell
RITSTJÓRNARSKRIFSTOF UR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA.
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Síxni 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
133. blað
A viðavangi
Jóhann Sæmundsson læknir
hefir nýlega flutt í útvarpið tvo
athyglisverða fyrirlestra um
næringargildi og verðlag ýmissa
fæðutegunda. M. a. komst hann
að þeirri niðurstöðu að bræð-
ingurinn, lýsi og tólg til helm-
inga, væri bætiefnaríkasta og
ódýrasta viðbitið. Með því að
neyta bræðings fengist t. d. 53
næringareiningar fyrir eyri, en
með neyzlu smjörlíkis fengjust
34 næringareiningar fyrir eyri.
Er það þjóðinni vissulega til
hreinnar vanvirðu, að bezta og
ódýrasta viðbitið skuli sama og
ekkert notað meðan flutt eru
inn hráefni í smjörlíki fyrir tugi
þúsunda kr. Ætti það að vera
verkefni húsmæðranna í land-
inu að bæta úr þessu. Með því
spara þær bæði útgjöld heim-
ilanna og þjóðarinnar í heild,
jafnhliða því, sem heimilisfólk-
inu er tryggt betra fæði.
* * *
Fyrir Alþing hefir verið lagt
frumvarp um breytingu á lög-
um um rithöfundarétt og prent-
frelsi. Er það flutt að undirlagi
Bandalags ísl. listamanna og er
tilgangur þess, að tryggja þess-
um félagsskap inngöngu í Al-
þjóðasamband rithöfunda
(Bernarsambandið). Hér skal
enginn dómur á það lagður,
hvort þátttaka í Bernarsam-
bandinu myndi verða íslenzk-
um listamönnum til hagsbóta,
en ekki hafa verið tilgreind
nein dæmi, sem benda til þess
að þeir hafi beðið tjón af því
að vera utan sambandsins. Hins-
vegar myndi þetta frumvarp, ef
samþykkt yrði, torvelda þýðing-
ar á íslenzku úr erlendu máli,
því bókaútgefendur hér myndu
þurfa að greiða hinum erlendu
höfundum verulegt fé fyrir að
mega gefa út rit þeirra. Sama
máli gegnir vitanlega um þýð-
ingar blaðagreina. Ríkisútvarp-
ið myndi einnig þurfa að borga
fyrir leyfi til að mega útvarpa
erlendum tónlögum, þar sem
samþykktir Bernarsambandsins
ná einnig til tónverka. Þegar
þetta er athugað hlýtur mönnum
að verða Ijóst, að bókmenntum
og tónmennt þjóðarinnar gæti
orðið býsna vafasamur hagur
af samþykkt þessa frumvarps
og ættu þingmenn að kynna
sér þessi atriði til hlítar áður
en málið fer lengra.
* * *
Fjórir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins í neðri deild flytja frv.
um afnám 17. gr. jarðræktar-
laganna. Eins og formaður
Búnaðarfélags íslands hefir ný-
lega skýrt frá hér í blaðinu er
nefnd, sem búnaðarþingið kaus,
að athuga þessi mál. Virðist í
alla staði eðlilegast að búnaðar-
félagsskapurinn fái í friði að
leita að lausn þessa viðkvæma
deilumáls og reynt sé að forð-
ast deilur á meðan. Það er næg-
ur tími til þess að gera þetta
mál aftur að pólitísku deilu-
máli, ef búnaðarfélagsskapnum
misheppnast að ná samkomu-
lagi um það. Virðist hér koma
fram nákvæmlega sama við-
leitnin og hjá Sigurði Kristjáns-
syni, þegar hann bar fram frv.
um að afnema skattaundan-
þágu samvinnufélaganna, sem
íhaldsmönnum datt þó ekki í
hug að hrófla við á stjórnarár-
um sínum 1924—27. Það er við-
leitnin til að spilla samstarfi
flokkanna, koma af stað deilum
milli þeirra, sem tefja og tor-
velda afgreiðslu sjálfra dægur-
málanna. Það er eins og þess-
um mönnum skiljist ekki, að
samstarf flokkanna byggist á
því, að þeir haldi sérstefnumál-
um sínum, sem mest til hliðar,
en beiti sér aðallega að lausn
dægurmálanna, sem hæglega
ætti að geta náðst samkomulag
um. Meðan þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins skilja ekki þetta ein-
faldasta undirstöðuatriði flokka-
samvinnu á styrj aldartímum er
engin furða þótt blöð þeirra séu
alltaf öðru hvoru að ympra á
friðslitum og kosningum.