Tíminn - 16.11.1939, Qupperneq 3

Tíminn - 16.11.1939, Qupperneq 3
133. blað TÍMINN, fimiutadagiim 16. nóv. 1939 531 ÐEIMILIÐ Sokkariiir okkar. Hvað á að hafa á fæturna í vetur, ef ekki flytjast neinir erlendir sokkar? Ég get búizt við að þetta mál sé mörgum á- hyggjuefni, þeim sem vanir eru að ganga í útlendum silkisokk- um, og eru orðnir þeim svo vanir, að þeim finnst ógerning- ur án þeirra að lifa. En er nú þetta mál eins al- varlegt og manni sýnist í fyrstu? Það eru ekki mjög mörg ár síð- an tízkan breyttist þannig á þessu landi, að það þótti óhæfa að láta sjá sig í íslenzkum ull- arsokkum, að minnsta kosti fyr- ir kvenfólkið. Útlendu sokkarn- ir hafa aðallega orðið móðins og almennt notaðir síðan síð- ustu styrjöld lyktaði. Áður voru þeir aðeins sjaldgæfir, og not- aðir við hátíðlegt tækifæri. En það get ég sagt ungu stúlkun- urn til hughreystingar, að þá voru fínar, ungar stúlkur á landi hér, engu síður en nú. En þær kunnu allflestar að taka of- an af ull, og ennfremur að taka hnökrana innan úr henni, sem er undirstaðan undir þvi að geta eignazt gott band í sokka. Sokk- ar úr heimaunnu, góðu þelbandi stinga engan í fæturna, og séu þeir vel vandaðir, geta þeir verið full boðlegir hverri íslenzkri konu. Meðan við getum fram- leitt okkar þelgóðu ull, sem er á íslenzka fénu, þurfum við ekki að óttast sokkaleysi. Hent- ugra mun þá að breyta eitthvað til með starfsaðferðir og vinnu- brögð. Fjöldi af karlmönnum gengur enn í íslenzkum sokkum, þó mörgum þyki þeir dónalegir, og hafa horfið til þeirra útlendu. Ekki er það þó vegna þess, að karlmenn séu yfirleitt minna tildursgjarnir en konur, síður en svo. En karlmannaklæðnaði er þannig varið, að minna ber á því, hvernig sokkarnir líta út, sem þeir nota, en þeir sem kon- ur hafa á fótum sínum við stutta kjóla. Ég hefi átt þess kost um síð- ustu árin, að kynnast enskum aðalsmönnum og hafa þá á heimili mínu. Hafa það verið bæði konur og karlar. Allt það fólk hefir notað eingöngu ull- arsokka. En ég verð að játa það, að þeir sokkar hafa verið mýkri og fallegri yfirleitt, en ég hefi séð íslenzka sokka. En það býst ég við, að sé fyrir okkar hroð- virkni og kunnáttuleysi. Úr ís- lenzku ullinni megi vinna jafn góða sokka ef eins vel væri til þeirra vandað. Má sjá þess dæmi af einstökum hlutum, sem gerðir hafa verið úr íslenzkri uil. J. S. L. Sveinn Gunnarsson (Framh. a/ 2. siðuj vildi útlent tóbaksfirma fá að setja tóbaksauglýsingar á Turn- inn og bauð ríflega borgun fyrir. En Sveinn vildi ekki heyra það nefnt, sagði að sér þætti vænt um Turninn, og vildi því ekki láta pára hann út með auglýs- ingum! Merkur embættismaður hér í Reykjavík kynntist Sveini vel og þótti mikið til hans koma. Sagði þessi maður einu sinni við mig, að hann hefði engum manni kynnzt, sem betur myndi treyst- andi til að bjarga sér, undir hvaða kringumstæðum sem væri. Sveinn var manna greiðvikn- astur og hjálpfús. Nutu hjálpar hans skyldmenni hans og margir aðrir, meðan honum entist aldur. Fyrir nokkrum árum flutti Sveinn sig norður á Sauðárkrók og bjó þar með dóttur sinni síð- ustu árin. Ég held, að enginn maður., er kynntist Sveini vel, minnist hans öðru vísi en með hlýleika. Æfi- ferill hans var talsvert tilbreyt- ingarríkari en algengt var um samtíöarmenn hans í bænda- stétt. Hann var síglaður og bjartsýnn. í ferðasögu, sem hann skrifaði á efri árum, farast hon- um svo orð: „Á síðari árum hafa framfar- ir aukizt mjög, sakir batnandi stjórnarfars og aukinnar mennt- unar. En menntunin gerir fólk víðsýnna, hugsunarháttinn mannúðlegri og fegurri en áður var. Og svo er að sjá, sem fátækt sé að hverfa með þjóð vorri, því að nú er svo komið, að hrepps- þyngsli eru lítil orðin upp til sveita og i flestum héruðum. — Svona hefir menningin sigrazt á ómennsku og menntunarleysi gamla tímans. Skólarnir hafa kveikt ljósið og lýst þjóðinni út úr myrkri fáfræðinnar." Það getur vel verið, að mörg- um þyki hér kenna of mikillar bjartsýni. En þetta var engin uppgerð. Sveinn var óvanalega bjartsýnn, eins og títt er um þá, sem kjarkmenn eru. Jón Árnason. Fiskiíélag íslands og fyrirkomulag pess (Framli. aj 2. síðu) rætt um að samband þeirra fengi umráð yfir nokkurum hluta ritsins, til birtingar á sín- um greinum. — Eftir því, sem málið var betur rætt, virtist okkur á því mikil vandkvæði að skipta Ægi þannig milli tveggja félaga. Lyktaði málinu á þá leið, að fiskiþingið vísaði því til stjórnar féiagsins til úrslita. Ég býst við að flestir telji nú- verandi rit sambandsins bera þess vott, að ógerlegt hefði ver- dvöldu hér og gerði þeim dvöl- ina ánægjulega. Hinar venju- legu skálaræður voru allt af hlýlegar og stundum andríkar. Einstöku sinnum var jafnvel talað um hið nýfengna lán eins og sameiningarband milli sam- bandsþjóðanna, án þess að nán- ar væri talað um lánskjörin og allan aðdraganda málsins. XIV. Meðan gestirnir dvöldu hér, ritaði ég grein um hið norræna viðhorf íslendinga, sem ég lét heita „Eftir norræna heim- sókn“, og túlkaði þar i stuttu máli hinar aldagömlu frelsis- kröfur íslendinga. Lét ég i ljós sérstaka gleði yfir hinum nor- rænu heimsóknum, ekki sízt manna eins og Staunings for- sætisráðherra Dana, sem bæði hefði á margan hátt verið vin- samlegur í skiptum við íslend- ing, auk þess sem hann myndi skilja vel frelsis- og sjálfstæð- isbaráttu okkar, þar sem hann hefði varið æfi sinni til að berjast fyrir rétti og gengi fá- tækustu stéttarinnar i sínu eig- in landi. í persónulegu viðtali, sem við áttum saman eftri ósk hans, hreyfði hann tilvonandi meðferð sambandsmálsins. Ég dró ekki dul á við hann, að saga Norðurlanda sýndi, að Dönum væri ekki hent forusta fyrir öðrum þjóðum, þó að þeir kynnu manna bezt að búa um sig í sínu eigin landi. Ég lét enn- fremur, í ljós, að sagan sýndi, að íslendingar og Danir gætu ekki orðið verulega góðir nábú- ar, nema báðir fyndu, að þeir væru fullfrjálsir og jafn frjáls- ir. Var Stauning í þetta sinn, sem endranær, manna prúðast- ur og hógværastur í framkomu. En af því, sem á undan var gengið, í afmælisræðu hans 1. desember í fyrra, renndi ég grun í, að honum væru kærari aðrar skoðanir um sambúð Dana og íslendinga. Hinir merku gestir hurfu nú hver af öðrum heim til átthag- anna og létu yfirleitt vel af ferðum sinum, en beztar þóttu íslendingum orðræður Christ- mas Möller. Vel má vera, þar sem hann er mjög góður kunn- ingi Staunings, hafi hann vilj- að meta sjálfstæðisvilja ís- lendinga, og þá ekki sízt þeirra, sem kalla mátti næsta honum í skoðunum. En eftir heimkom- una bar Christmas Möller ís- lendingum mjög vel söguna, og var svo vinsamlegur að benda íslendingum á, að ef þeir vildu segja upp sambandssáttmálan- um, þá væri hin háa hlutfalls- tala ekki hættulaus málstað ís- lendinga. Var honum hugstætt, að honum og flokki hans hafði reynzt ókleyft að ná miklu lægri hlutfallstölu i sambandi við breytingu á stjórnarskrá Dana. Voru orðræður hans um framtíðar samband landanna byggðar á skilningi og góðum rökum. Þegar Stauning kom í nánd við Danmörku, er helzt að sjá, eins og komið hafi yfir hann sú ánægja, sem ungir menn finna til eftir vel heppnaða veiðiferð. Hann beið ekki þess aö stíga fæti á ættland sitt, heldur gaf ið fyrir Ægi að hýsa fram- leiðslu aðstandenda þess. Ég get endað þessi orð mín með þeirri ósk, að sambandið megi verða farmönnum lyfti- stöng til frama og nýrra dáða. Hefi ég og mikla trú á, að svo verði, þar eð hér er um áhuga- sama og yfirleitt mannaða stétt að ræða. Líklega verður að offra nokk- urum línum á grímumennina, sem á eftir lötra. Annar þeirra nefnir sig íslenzkan sjómann. Það var heppileg undirskrift. Eftir greinarkorninu að dæma gat hann jafn vel verið dansk- ur, norskur eða enskur sjómað- ur. Erlendir menn hefðu varla talað af meiri ókunnugleik um þessi mál. Mannvera þessi staðhæfir, að nefnd fiskiþingsins setji það á oddinn, að annað hvort verði Fiskifélagið eða fiskimála- nefnd aö leggjast niður. Þá seg- ir hann, að stéttarfélag, sem saman stendur af fiskimönnum og útgerðarmönnum, eigi að taka við af Fiskifélaginu. Siðan ákallar mannskepnan fiski- þingið, ætli það að fara eftir því, sem boðað hefir verið í grein minni í Ægi, að „gera hreint borð“ og leggja Fiski- félagið niður, eða láta það ekki kenna sig við fiskimenn lands- ins úr því. „Niður er félagið lagt“,segir manntetrið, „með því fyrirkomulagi, sem Kr. J. bend- ir á“. — í skott greinarómynd sinni bætir hann dylgjum um að kaupa eigi sjómenn í Fiski- íélagiö með loforðum um styrk af fjárveiting þeirri, er Fiski- málanefnd hefir nú til ráðstöf- unar. Ég hefi grun um að piltur þessi sé ekki jafn illgjarn og hann virðist vera. Flaustur hans og takmörkuð dómgreind verð- ur honum að fótakefli. Nú mætti spyrja mannrýjuna hvort hann telji að áhrif fiski- mannanna muni minnka við það, að þeim er boðið að hafa þar félagsmenn fyrir hverja einustu fiskifleytu landsins ofan við 2 rúmlestir? Og ætlar hann nokkrum heilvita manni að festa trúnað á jafn lúalegar dylgjur og þær, að verið sé að gera stétt ir manna að verzlunarvöru, þótt stefnt sé að því, að fá þeim í hendur yfirráð fjárveitingar, sem ætlað er að styðja og skapa nýbreytni í hagnýtingu fiskiaf urða, styrkja fiskimenn lands- ins til að koma sér upp góðum fiskibátum og fleira, sem mönn um kann að hugkvæmast í þessu efni og þörf kann að vera fyrir á hverjum tíma? Trúir hann því sjálfur og ætlar hann mönnum að trúa því, að það sé banatil- ræði við Fiskifélagið, að ætla að safna öllum útgerðarmönn- um og fulltrúum skipverja á öll- um fiskifleytum landsins undir stórblöðum Kaupmannahafnar skýrslu um ferðina í talsíma- sambandi frá skipinu, ‘þegar hann var farinn að nálgast land. Gaf hann þar ótvírætt í skyn, að hann hefði farið til íslands til að þreifa á íslend- ingum í sjálfstæðismálinu. Gaf hann íslendingum góðan vitn- isburð. Sagði, sem satt er, að íslendingai' virtu Dani mikils og vildu eiga við þá góða frænd- semi. í sambandsmálinu lýsti hann yfir, að það væri sinn ein- dregni vilji, að halda samband- ínu við. Hann virtist þess full- viss, að íslendingar vildu það sama. Þingflokkarnir hefðu enga ákvörðun tekið um málið. Lét hann vel yfir öllum, sem hann hefði rætt við nema þeim, sem þetta ritar. Taldi hann, að mér nægði ekki minna en fullt frelsi íslendinga. Síðar var hon- um bent á, að þetta orð væri miður heppilegt og taldi hann sig þá hafa viljað segja, að ég stefndi að fullum skilnaði þjóð- anna. Munurinn á þessum tveim hugtökum er víst ekki ýkja mik- ill. En Stauning lét sér að von- um vel líka, þó að hann teldi einn mann á landinu vera með frelsi þess. Honum var þetta þvi minna áhyggjueíni, þar sem hann þóttist þess fullviss, að samflokksmenn. mínir hefðu miklu betra hjartalag heldur en ég í þessu merkilega máli. Sveinn Björnsson sendiherra dvaldi í Reykjavík um þessar mundir. Hann var enn óhepp- inn, að því leyti, að hann hélt útvarpsræðu í Reykjavík um (Framli. á 4. siöu) rnerki þess, og gefa þeim annan og fyllri rétt en svonefndum á- hugafélögum? Mér finnst réttast að láta manngreyið melta þessar spurn- ingar, áður en gengið er fastar að honum. Þá er það „æfifélaginn". Það er leitt, að annar eins „sóma- maður“ skuli ekki þora að reka ásjónu sína undan ábreiðu ábyrgðarmanns Víkingsins. Rit- háttur hans vitnar um innræt- ið, því „glöggt má af máli þekkja manninn hver helzt hann er‘. Það hefir verið sagt, að skríll væri til í öllum stéttum, og sann- ast það átakanlega hér, er tæp- ir 100 æfifélagar Fiskifélagsins mega ekki vera óhultir fyrir þessháttar vanmetaskepnum. Piltur þessi leyfir sér að bera fram dólgsleg ámæli til Fiski- þings, Fiskifélagsins, stjórnar þess og umráðamanna Ægis og erindreka félagsins. Hann tel- ur það Fiskifélaginu til vanvirðu, er tillögur eru gerðar um stór- um aukið valdssvið félagsins, og ber sér á brjóst biðjandi þess, að Ægir hýsi aldrei slíkar grein- ar. Ekki kemur til mála að ég fari að svara svigurmælum þeim, sem hann réttir að mér og mun ég aldrei þurfa á vottorði hans að halda um hæfni mína til nefndarstarfa á Fiskiþingi, né starfa í þágu Fiskifélagsins. Hann segir erindreka félagsins vera iðnáðarmenn. Einn þeirra er þó skipstjóri, tveir þeirra hafa ekkert handverk lært. Ókunn- ugum til athugunar má geta þess, að þessir trúnaðarmenn félagsins starfa sinn i hvorum landsfjórðungi, og því ekki að undra þótt mönnum suður á landi sé lítt kunnugt um verk þeirra. En það er í samræmi við anda. greinarinnar, er persóna þessi telur eftir laun, sem ekki nema þriðjung af venjulegum þurftarlaunum og dylgir um slælega unnin verk, sem hún hefir engin skilyrði til að meta. Til marks um áhuga þessarar mannskepnu fyrir eflingu Fsiki- félagsins er það, að hann biður þess heitt að Fiskimálasjóður verði aldrei afhentur félaginu. Hann vill ekki að félagið eflist. Það eru æfifélagarnir, sem lang- flestir koma aldrei á fund í fé- laginu og vita ekkert hvaö þar fer fram, sem hann ber fyrir brjósti. Fiskimannastéttinni er ekki lítill íengur i slikum mál- svörum! Endilega heldur per- sóna þessi, að Fiskifélagið verði flokkspólitískt sé gert ráð fyrir að útgerðarmenn og skipverjar fiskibáta landsins fái þar jafn- an rétt til þátttöku þannig, að hvorugur hafi þar yfirhönd. Allir aðrir hljóta þó að sjá, að mun meiri hætta er þó undir núverandi fyrirkomulagi, að Fiskifélagið veröi hernumið af einum stjórnmálaflokki, er hending ein ræður hversu marg- ir gerast félagsmenn og koma á fund til fulltrúakosninga. Að öðru leyti mun það heilvita mönnum kunnugt, að bæði út- gerðarmenn og skipverjar skipt- ast hvor um sig í hina ýmsu stjórnmálaflokka landsins, og er því útilokað að nokkur einn stjórnmálafiokkur gæti, frem- ur hér eftir en hingað til, til- einkað sér Fiskifélagið né þing þess, þótt fyrirhugaðar breyt- ingar kæmust fram. í lok samsetnings síns er höf. orðinn svo ringlaður, að hann ákallar Fiskifélagið um að birta aldrei greinar, sem miða að því að sundra félaginu, og mega það teljast holl heilræði frá hendi hans. Verður það að teljast vottur vaxandi sjálfsþekkingar, því neðan við grein sína bætir hann tveimur línum um að hann hafi ekki búizt við að fá rúm fyrir ritsmíð sína í Ægi. Með því heffr hann gefið sjálfum sér einkunn, sem ekki verður um villzt, og þar með ómerkt efni ritsmíðar sinnar. Ýmsir hafa í min eyru furð- að sig á því, aö ábyrgðarmaður Víkings skuli hafa smekk til að leyfa dulnefnisskúmum að vaða uppi með illyrði og dylgjur um einstaka menn, nefndir og félög, í riti, sem ætlað er að ræða hagsmuna- og menningarmál mannaðrar stéttar. En máls- hátturinn segir að þýðingar- laust sé að deila um smekkinn. Ég vil að lokum láta þess get- ið, að ekki er tilætlunin að lög- festa skipulagsbreytingar á Fiskifélaginu gegn vilja réttra aðilja, þ. e. fiskimanna og út- gerðarmanna og svo fiskideild- anna. Enn er og ekki um fulln- aðartillögur frá nefndinni að ræða. En mér þótti réttara að skýra í höfuðdráttum frá, hvað fyrir okkur vakir, í því skyni að kalla fram umræður um málið. Ég vænti þess, að þeir einstakir menn, félög og fundir, er kunna að taka mál þetta til meðferð- ar, ræði það rólega og öfga- laust og bendi þá á það, sem þeim virðist áfátt í tillögunum, eða bendi á nýjar leiðir í máli þessu. Öll gífuryrði og þjösna- háttur ætti að vera útilokaður í slíku máli, sem þessu. ísafirði, 4. nóv. 1939. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. 12 Margaret Peddler: hugmynd um það. Þetta kostaði þau hvorki meira né minna en tvö þúsund sterlingspunda virði í demöntum. Frú Damerell hafði borið demantsfesti um hálsinn, en þjófurinn losaði hana af hálsi hennar með varfærni, meðan þau dönsuðu saman og frúin var einmitt að hrósa honum fyrir það hvað hann dansaði vel. Damerell-hjónunum hafði orðið töluvert mikið um þetta, einkum vegna þess, að aldrei hafðist upp á festinni. Pilturinn og stúlkan, sem komið höfðu inn úr garðinum, dönsuðu hægt einn hring um danssalinn, en urðu ým- ist fyrir óþyrmilegum olnbogaskotum, eða að tær þeirra fengu að kenna á hælum annarra í þrönginni, svo að pilturinn stanzaði að Iokum. „Guð minn góður, að kalla þetta dans! Þetta er miklu líkara grísk-róm- verskri glímu. Eigum við ekki að hætta þessu? Sjáðu, hérna er indæll staður“, og hann benti á gluggaskot, að hálfu skilið frá danssalnum með þykkum tjöldum. „Við skulum bíða hér unz þessum dansi er lokið“. Stúlkan kinkaði kolli. „Já, það skul- um við gera. Ég er orðin aum af þessum troðningi“. Þau settust í tvo hægindastóla, sem stóðu fast saman í giuggaskotinu. Aft- Laun þess liöna 9 „Ég, — ég kom til þess að sækja blæ- vænginn, sem frú Damerell gleymdi hérna uppi“, sagði hún í flýti. Síðan hraðaði hún sér út úr herberginu og perlurnar voru ennþá faldar í lófa hennar. Hvítir geislar tunglsins stöfuðu í gegn um limkögur trjánna. Við einstöku hús í London eru ör- litlir en mjög dýrmætir og fallegir garðar. Einn slíkur garður var þarna, milli hárra húsanna, og piltur og stúlka voru þar tvö ein á gangi í skuggum trjánna, sem voru svo þétt, að þau byrgðu að mestu fyrir tunglsskinið. Raddir þeirra blönduðust í mildan, hvíslandi klið, sem er einkennandi fyr- ir samtal æskufólks. Einstöku sinnum barst kátur æskuhlátur út í sumarnótt- ina. Þau lifðu í ábyrgðarlausri ham- ingju, voru ástfangin af ástinni og trúðu því að þau væru ástfangin hvort af öðru. Hann var tuttugu og tveggja ára, en hún seytján, og á þeim aldri eT stundum erfitt að gera greinarmun á þessu tvennu. „Við verðum að fara inn“, sagði stúlkan, en á röddinni mátti heyra, að henni þótti það miður. „Frú Damerell gæti þurft á mér að halda til einhvers

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.