Tíminn - 07.12.1939, Page 2
566
TÍMIM, fimmtiidagfim 7. des. 1939
142. blað
Mýjar tölnr
Eftir Eystein Jónsson vidskiptamálaráðherra
Undanfarið hafa menn séð í
blöðum fréttir um að togararn-
ir íslenzku hafa selt afla sinn
erlendis fyrir upphæðir, sem
mönnum hafa vaxið í augum,
miðað við það, sem tíðkaðist
fyrir stríð og menn tala sín á
milli um sölu á öðrum afurðum
fyrir tiltölulega háar upphæðir
í íslenzkum krónum. Menn
heyrast tala um það, að senni-
lega verði útflutningsverðmætið
á milli 70—80 miljónir króna og
verzlunarjöfnuðurinn muni því
hagstæðari en áður.
Allt má þetta til sanns veg-
ar færast í sjálfu sér, en þó er
í þessum viðræðum öllum fólgin
sú hætta, að hinar háu tölur,
sem nú þarf að fara að nota,
villi mönnum sýn, gexi menn of
bjartsýna og jafnvel and-
varalausa. í andrúmslofti hinna
háu talna, er ákaflega hætt við
að sú útþenslustefna geti átt
upptök sín og þróazt, er hættu-
leg geti reynzt á þessum tím-
um. Það er ákaflega áriðandi,
að láta þetta ekki koma fyrir
og er sérstök ástæða til þess að
benda á þetta einmitt nú.
Þess er þá fyrst að geta í
þessu sambandi, að gengi ísl.
krónu hefir nú breytzt um 32%,
miðað við gullgildi og dollargildi
síðan í fyrra um sama leyti árs.
Mun því nærri láta að draga
beri 24%—25% frá útflutnings-
verðmæti íslenzkra vara og inn-
fluttu verðmæti erlendra vara
til þess að tölur þær, sem við
nú reiknum með verði sambæri-
legar tölum undanfarinna ára.
Gengisbreytingarnar verða þá
einnig auðvitað til þess að
fleiri íslenzkar krónur þarf til
greiðslu hinna svokölluðu
„duldu greiðslna“ og þarf verzl-
unarjöfnuður því nú að vera
mun hagstæðari að krónu tali
en áður, til þess að sama niður-
staða fáist í viðskiptum við út-
lönd.
Hér við bætist svo það, að all-
ar erlendar vörur hafa nú stór-
hækkað í verði og ýmsir kostn-
aðarliðir við siglingar marg-
faldazt, og er það alveg ó-
kunnugt mál hvers vænta má
um hlutfalið á milli afurða-
verðs okkar í framtíðinni og
verðs á þeim nauðsynjum, sem
við komumst ekki hjá að kaupa.
Það kann að vísu að fara svo,
að viðskiptaniðurstaða þessa árs
verði eitthvað hagstæðari en
búast mátti við framan af ári,
vegna þess hve fiskafli var rýr
og síldveiði í sjálfu sér léleg.
En það stafar þá af því, ekki
sízt, að þegar stríðið brauzt út,
áttum við nokkrar vörubirgðir
óseldar í landinu. Við getum
hins vegar alls ekki reiknað það
sem hreinan ávinning, sem ó-
hætt sé að „lifa hátt á“, þar
sem við verðum auðvitað að
reikna með tapi á vörubirgðum
okkar, þegar verðfallið kemur
á sínum tíma og þá ekki síður
vegna hins, að söluandvirði
þessara afurða er bókstaflega
það eina, sem við höfum handa
á milli til þess að kaupa nú að
ings aukins landnáms í sveit-
unum. Inn á þessa braut þarf
að beina því fjármagni, sem
notað verður til að ráða bót á
atvinnuleysinu.
Skúli Guðmundsson hefir ný-
lega lagt fram á Alþingi mjög
eftirtektarverða tillögu. Undan-
farin ár hafa kaupstaðirnir not-
ið þeirra hlunninda, að allir
landsmenn hafa hjálpað þeim
til að koma upp orkuverum. Hin
auknu þægindi, sem þetta hefir
veitt kaupstöðunum, hefir vit-
anlega sín áhrif á fólksflutn-
ingana. Það virðist ekki nema
sanngjarnt, að kaupstaðirnir
endurgjaldi þessa aðstoð, og
leggi síðar sinn skerf til þess að
dreifbýlið geti notið ljóss og yls
raforkunnar. í þessa átt stefnir
tillaga Skúla Guðmundssonar
og ætti hún að geta orðið tals-
vert þýðingarmikill þáttur í
fjármagnsmálum dreifbýlisins.
Það verður jafnan hlutverk
bankanna, jafnvel öllu meira en
ríkisins, að ráða rás fjármagns-
ins. Með breyttri stefnu stóru
bankanna myndi þeir vafalaust
geta veitt sveitunum miklu
meira lið en þeir gera. Hér skal
aðeins drepið á eitt atriði. Það
er kunnara en frá þurfi að
segja, að bankarnir lána
mönnum verulegt fé, sem ekki
fer til annars en persónulegrar
eyðslu. Það eru hinir svonefndu
eyðsluvíxlar. Menn selja víxla
til að geta keypt sér rándýr
húsgögn, farið í skemmtiferðir,
lifað dýrara lífi en fjárhagsleg
geta þeirra leyfir. Með því einu
að hætta þessari lánastarfsemi
gætu bankarnir losað verulegt
fjármagn, sem gæti bætt að
nokkru það misrétti, er sveit-
irnar verða fyrir í þessum mál-
um.
Það á að stöðva fólksstraum-
inn til kaupstaðanna. Fólkinu
á að fjölga í sveitunum. Þar er
mest óhagnýttra lífsskilyrða.
En þetta verður því að eins gert,
að fjármagninu verði veitt
þangað meira en verið hefir til
þessa, og að hætt verði að nota
það til að halda uppi óhófslífi
og nauðsynjalausum fram-
kvæmdum í kaupstöðunum, eins
og t. d. hinum dýru skrauthýsa-
byggingum.
nýju nauðsynjar framleiðsl-
unnar fyrir næsta ár og að hver
eyrir, sem til fellur, verður að
notast einmitt til þess.
Þótt ekki verði mikið fleira
fram dregið hér að sinni, vænti
ég að það verði talið tímabært
að vara menn við því að bera
tölur þær, sem nú eru notaðar
í viðskiptum, saman við það,
sem verið hefir eða draga álykt-
anir af þeim án vandlegrar í-
hugunar.
Sú hætta vofir yfir, að menn
telji alla vegi færa, bara af því
að útflutningsverðmætið eykst
að krónutali. Sú hætta vofir
einnig yfir, að menn hneigist
til nýrra framkvæmda, sem í
augnablikinu virðast gróðavæn-
legar, i þeirri trú, að verðlag
það, sem nú er, standi til lang-
frama. Þessi hætta er mikil og
mér er sagt, að í síðasta ófriði
hafi þessi hugsunarháttur og
þær framkvæmdir, sem af hon-
um leiddu, orðið mörgum ein-
staklingum aö fótakefli og þá
vitanlega einnig orðið heildinni
til tjóns.
Ég geri ráð fyrir, að það hljóti
að vera til góðs, ef þeir, sem
ríkir eru af reynslunni frá síð-
asta ófriði, létu til sín heyra um
þessi mál.
Það virðist augljóst mál, að
þau fyrirtæki, sem nú yrðu
stofnuð með miklum stofn-
kostnaði, brátt margföldum við
það, sem eðlilegt getur tal-
izt, yrðu mylnusteinar um háls
eigendum, þegar verðlag færist
á ný á eðlilegri grundvöll. Al-
veg það sama er að segja um
byggingar og tækjakaup. Af-
koma okkar á ófriðarárum
byggist ekki hvað sízt á því, að
við höfum vit fyrir okkur í
þessum efnum — frestum öllum
kaupum, sem beðið geta og
leggjum ekki i aðrar fram-
kvæmdir, sem erlent efni þarf
til, en þær, sem alveg eru óum-
flýjanlegar — hvorki smáar né
stórar — hvorki ríki eða ein-
staklingar.
Hins vegar er mikið undir því
komið, að gernýta öll þau fram-
leiðslutæki, sem fyrir eru 1 land-
inu og komið getur væntanlega
til mála að auka afköst vissra
framleiðslutækja, t. d. frysti-
húsa, ef stofnkostnaður er mjög
lítill í hlutfalli við afkastaaukn-
ingu og útlit verður gott um sölu
afurðanna. Allt verður þó að
gerast með hinni mestu að-
gæzlu í því efni.
En umfram allt verðum við
að varast að láta hinar háu
tölur glepja okkur sýn, venja
okkur við að reikna með þeim,
en festa ekki trú á því„ að þær
standi til frambúðar.
Bráðlega ætlum við að end-
urheimta sjálfstæði vort að
fullu. Ekki ætti það að draga úr
viðleitni okkar til þess að sjá
fjárhag þjóðarinnar borgið á
þessum hættulegu timum. Ekki
ísaljarðardjúpsvegur
Hvar á hann að líg-gja?
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að mikið hefir verið
unnið að vegabótum hér á landi
á síðari árum. Þörfin á því hefir
heldur aldrei verið deiluatriði,
og hagræði manna af góðum
samgöngum verður ekki tölum
talið. Önnur hlið málsins er sú,
að nýlagning og viðhald veganna
er geysilega kostnaðarsamt, og
hinar auknu fjárhagsbyrðar,
sem óhjákvæmilega leiða af
vegagerðunum, hljóta að hvíla
tiltölulega jafnt á öllum þegn-
um þjóðfélagsins, alveg án tillits
til landshluta eða héraða. Þess
vegna er það réttlætiskrafa, að
allir landsmenn njóti veganna
svo jafnt, sem auðið er. Það er
auðskilið að vísu, að á meðan
vegageröum er skammt á veg
komið, mælir öll skynsemi með
því, að láta nágrenni bæjanna
og þéttbýlustu sveitirnar njóta
veganna fyrst, en láta afskekkt
héruð búa á hakanum, með því
að lítið gagn er í vegarspottum
hér og þar og án sambands við
aðal bifreiðavegakerfi landsins.
Frá þessu sjónarmiði hafa
Vestfirðir ekki getað gert há-
værar kröfur um vegi fram á
síðustu ár, þar sem þeir hefðu
orðið einangraðir frá vegakexfi
landsins. En nú er komið annað
upp á teningnum að því leyti,
að vegum er nú komið í suður-
hluta Strandasýslu og Barða-
strandarsýslu. Er þá ekki eftir
nema spölur vestur að ísafjarð-
ardjúp, ef litið er á gagnsemi
þess vegar. í sambandi við góð-
an flóabát, er annaðist samgöng-
ur við Djúp, yrði hann mjög
stórt skref í þá átt, að koma
vestfirzkum byggðum í bílvega-
kerfi landsins. Vestfirðir hafa
árum saman lagt meira af mörk-
um til vegagerða en þeir hafa
borið úr býtum í bættum sam-
göngum. Þess hafa aðrir lands-
hlutar notið. Þess vegna eiga
Vestfirðingar nú fyllstu heimt-
ingu á því, að þessi vegur gangi
fyrir öllum öðrum.
II.
Ef ekki veldur stórvægileg
röskun á fjárhag þjóðarinnar,
má hiklaust ætla, að ekki þurfi
lengi að bíða þess, að umrædd-
ur vegur verði lagður,
En þegar til nánari ákvarðana
kemur er um tvær leiðiT að
velja. Annars vegar framleng-
ingu Hólmavíkurvegar vestur
Steingrímsfjarðarheiði, eða í
öðru lagi vestur Þorskafjarðar-
heiði í framhaldi af Kinnar-
staðavegi.
Hér er að vísu ekki um vanda-
samt val að ræða, en með því
að lausafregnir herma, að í raun
og veru hafi þegar verið tekinn
sá kosturínn, sem miklu er ó-
vænlegri, tel ég nauðsynlegt að
skýra málið nánar.
Ltengd þess vegar, sem lengja
þarf, er í báðum tilfellum mjög
svipuð. Það væri því lítil ástæða
til að gagnrýna þá ráðstöfun,
hver leiðin sem yrði fyrir valinu,
ef ekki væri um aðstöðumun að
ræða. En svo mikill er aðstöðu-
munurinn, að lagningarkostnað-
ur yrði rösklega helmingi meiri,
að áætlun sérfróðra manna, ef
Steingrímsfjarðarheiði yrði val-
in. Það er þess vegna fullkomin
sóun að leggja veginn þar, en
nú munu flestir sammála um,
að þjóðin megi ekki við slíku.
Þetta ætti að vera ærin ástæða
til þess, að Steingrímsfjarðar-
heiði kæmi ekki til greina. En
sagan er ekki nema hálfsögð
enn. Steingrímsfjarðarheiðar-
leiðin yrði um 30 kílómetrum
lengri. Til þess ber að taka mik-
ið tillit. Án efa verður hér að
ræða um fjölfarna braut, og
nemur því það tímatap allra
vegfaranda, hin óþarfa bensín-
eyðsla og vélaslit, sem af þessu
hlýtur að leiða, mjög mikilli
fjárhæð árlega. Það væri langt
um fremur réttlætanlegt, að
velja torlagðari leiðina, ef hún
yrði styttri, en eins og hér horf-
ir við getur það ekki talizt ann-
að en fyllsta óráð og miður
heppileg meðferð almannafjár.
Ennþá rennur ein stoð undir
málstað Þorskafjarðarheiðar.
Með veginum um Steingríms-
fjarðarheiði yrði Steinadals-
heiði felld inn í brautina
Reykjavík—Arngerðareyri. En
hún er í tölu þeirra fjallvega,
er snjóþyngstir eru og stytztan
því að velja syðri leiðina er sá
fjallvegur sniðgenginn með öllu.
Hannes J. Magnússon
Eíðaskóli tuttugu
‘gívninn
Fimmtudtiylnn 7. des.
Fjármagnið
til sveitanna
Einn af þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins, Pétur Ottesen,
flutti á fullveldisdaginn athygl-
isvert erindi í ríkisútvarpið.
Hann benti þar mjög rækilega
á nauðsyn þess, að ekki yrði
aðeins stöðvaður fólksstraumur-
inn úr sveitunum til kaupstað-
anna, heldur yrði hafizt handa
um, að fólk gæti flutt úr kaup-
stöðunum upp í sveitirnar.
í blöðum Sjálfstæðisflokksins
hefir sama sjónarmið komið
fram að undanförnu.
Það er mjög ánægjulegt fyrir
Framsóknarmenn að heyra þess-
ar skoðanir túlkaðar af blöðum
og þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins. Fyllri viðurkenningu
er ekki hægt að veita ýmsum
þeim gerðum Framsóknar-
flokksins, sem mestum ádeilum
hafa sætt áður fyrr.
Hins vegar er það ekki nóg,
að ríkjandi sé fullkominn sam-
hugur um eflingu sveitanna. Sé
slíkum yfirlýsingum ekki fylgt
eftir með athöfnum, verða þær
aldrei meira en orðin tóm.
Það má rekja ýmsar ástæður
til fólksflutninga frá einum
stað til annars. En ástæðan, sem
vafalaust ræður mestu um
fólksflutninga nú á dögum er
sú, að þangað, sem fjármagninu
er einkum beint, leitar fólkið
aðallega. Þýðingarmesta orsök-
in til fólksflutninganna úr
sveitinni til kaupstaðanna, er
tvímælalaust sú, að fjármagn-
inu hefir á undanförnum árum
verið aðallega beint til kaup-
staðanna. Það hefir runnið þar
til ýmsra nytsamra fram-
kvæmda, en einnig til margvís-
legs óþarfa eða verka, sem vel
hefðu mátt bíða. En fjármagnið
til hinna nauðsynjaminni eða
óþörfu framkvæmda hefir vit-
anlega ekki síður stutt að því,
að hæna fólkið til kaupstað-
anna.
Framsóknarflokkurinn hefir
jafnan haldið því fram og hag-
að störfum sínum í samræmi
við það, að til þess að stöðva
fólksflóttann úr sveitunum
þyrfti að beina fjármagninu
þangað meira en gert hefir
verið. Með stofnun Búnaðar-
bankans og ýmsum opinberum
framlögum til verklegr a og
menningarlegra umbóta í sveit-
um, hefir verið stigið stórt spor í
þessa átt, en ennþá hefir þó
sveitunum hvergi nærri verið
veittur sá skerfur, sem þeim ber
í þessum efnum.
Ef nokkra alvarlega tilraun á
að gera á næstunni til þess að
framfylgja þeirri sjálfsögðu
stefnu, að auka fólksfjöldann í
sveitunum, verður að stuðla að
því enn meira en áður, að fjár-
magnið beinist þangað. Annars
mun allt hjakka í sama farinu
eða jafnvel halla öllu meira á
ógæfuhlið en áður.
Eitt mesta vandamál sveit-
anna undanfarna áratugi er
hinn mikli fjárflótti þaðan í
aambandi við jarðasölur. Það
er kunnara en frá þurfi að
segja, að margir flytja með
jarðarandvirðið til kaupstað-
anna og eyða því þar. Þetta
mál hefir þó enn ískyggilegri
hlið, þar sem er hin mikla fjár-
magnsþörf, er fylgir hinum sí-
fellt endurteknu jarðakaupum.
Það neitar því vafalaust eng-
inn nú orðið, að eitt veigamesta
atriðið í fjármagsmálum sveit-
anna, er að koma á því fyrir-
komulagi, að ríkið eigi jarðirn-
ar og leigi þær á erfðafestu
gegn sanngjörnu afgjaldi. Slíkt
fyrirkomulag hefir meginkosti
sjálfseignar og útilokar jarða-
braskið, sem er illbærilegur
baggi á hverri nýrri kynslóð.
Með stofnun jarðakaupasjóðs
var stigið rétt spor 1 þessu máli,
en það þarf að gera starfsemi
hans langtum víðtækari.
Hér í blaðinu hefir nokkrum
sinnum verið vikið að því, að
styrjaldarástandið hljóti að
hafa í för með sér aukið at-
vinnuleysi í kaupstöðum. Það
þarf að skapa hinu atvinnulausa
fólki atvinnu og virðist það í
alla staði eðlilegt, að kraftar
þess séu notaðir til undirbún-
Það er einhvernveginn svo, að ,
haustið býr yfir einkennilegum
mætti til að kalla fram gamlar
endurminningar, og þannig er
það nú, að í önn dagsins skýtur
upp í hug mínum tuttugu ára
gamalli endurminningu, og þótt
hún sé í sjálfu sér ekkert
merkileg, þá er það nú samt í
sambandi við hana, sem ég
skrifa þessar línur.
--------Það er dimmt nóvem-
berkvöld haustið 1919. Dagurinn
er löngu horfinn af vetrarloft-
inu, sem er nú hulið þungbún-
um skýjaflókum. Jörð er alhvít
svo að varla sér á dökkan díl,
og umhverfið allt er svo til-
breytingalaust og grátt eins og
mest má verða. Hið eina, sem
rýfur þessa djúpu kvöldkyrrð, er
árniðurinn í gljúfrunum. Hún
getur verið dásamleg og seiðandi
þessi kyrrð á sólbjörtum sumar-
dögum, en í kvöld verkar hún
lamandi á þreyttan og hálf-
áttavilltan ferðamann, sem
þráir það heitast, að sjá eða
heyra einhver merki um
mannabyggð.
Til allrar hamingju var þó
fyrir nokkru farið að halla und-
an fæti ofan af Vestdalsheiði,
því þar er ekkert skemmtilegur
næturstaður að vetrarlagi, en
undarlega seint sóttist ferðin.
Við félagarnir vorum búnir
að vera 11 daga á ferðalagi, 10
daga á sjó, vestan af Sauðár-
króki, og þetta var 11. dagur-
ára
inn, og enn sáum við ekki á-
fangastaðinn, en hann var al-
þýðuskólinn á Eiðum, sem hóf
starf sitt þetta haust.
-------Nýjar hæðir — nýj-
ar lægðir — ný vonbrigði. —
Þannig gekk það enn um stund,
en loksins — loksins blasti við
okkur sýn, sem ég mun seint
gleyma, því að hún var mér,
heimaalningnum, eins og ein-
hver opinberun, og ég vil segja,
að ég hafi þarna séð tákn-
ræna mynd af þessari stofnun
og starfi hennar fyrir unga
fólkið.
— Út úr myrkrinu kom mynd-
arleg húsaþyrping með upp-
Ijómuðum gluggum, sem vörp-
uðu birtu sinni út í þetta þung-
búna nóvemberkvöld. Mér hef-
ir aldrei á neinum ókunnum
stað mætt hlýlegri áfangastað-
ur. Þetta var alþýðuskólinn á
Eiðum.
Birtan úr gluggunum lofaði
ekki meira en hún gat efnt.
Inni var bjart og hlýtt, og
þannig lifir endurminningin um
tveggja vetra dvöl í þessum
skóla í hug mínum, þrátt fyrir
allt, og eftir 20 löng og breyti-
leg ár, er ekki laust við að ég
kenni saknaðar, er ég minnist
veru minnar þarna, og ég er
þess fullviss, að ég á þessari
stofnun mikið að þakka, og ef
að það gæti orðið þeim til ein-
hverrar uppörvunar, sem fást
við að ala upp og fræða ungt
fólk í skólum landsins, þá get
ég með sanni sagt, að Ijósið úr
gluggunum á Eiðum lýsir mér
enn þann dag í dag.
Það væri gaman að geta sagt
sögu Eiðaskóla í þessi 20 ár, sem
hann hefir starfað sem alþýðu-
skóli, en til þess brestur mig
bæði tíma og heimildir, en ég
get ekki stillt mig um að rifja
upp örfá afrriði frá þessum
tveimur fyrstu frumbýlingsár-
um hans.
Eins og kunnugt er hafði
starfað þarna bændaskóli um
alllangt skeið, en þrátt fyrir það
mátti þó segja, að lítið af þeim
þægindum og tækjum, sem nú-
tímaskóli krefst, væru þarna
fyrir hendi. Skólahúsið sjálft
var að vísu allstórt og myndar-
legt, en þó fór svo, að undir
eins fyrstu veturna reyndist það
of lítið, svo að búa þurfti um
nemendur bæði í hinu gamla
skólahúsi, sem þó var íbúðarhús
bústjóra, og einnig í húsi Rækt-
unarfélags Austurlands, þar
skammt frá. En allt gekk þetta
þó vel. Ekkert húsnæði var til
fimleikakennslu, heldur ekki til
handavinnukennslu. Miðstöðv-
arhitun var engin í húsinu, og
kom ekki fyrr en nokkrum ár-
um síðar. Skólastofur voru hit-
aðar upp með kolaofnum, en
nemendaherbergi voru flest ofn-
laus og óupphituð svo að varla
var hægt að hafast þar við nema
um nætur. Þó man ég ekki eftir
að við finndum svo mjög til
þessa. Við komum flest hert úr
deiglu sveitalífsins, þar sem
upphituð húsakynni þekktust
ætti það að draga úr því, að
þjóðin sýni þann skilning og það
þol, sem vafalaust þarf til þess
að vel fari eða þá sjálfsafneit-
un, sem nauðsynleg er. Hvað er
það hjá því, sem aðrar þjóðir
verða að leggrja á sig og þola í
sinni sjálfstæðisbaráttu. Um
það skulum við hugsa, ef okkur
finnst eitthvað vanta.
Eysteinn Jónsson.
varla í þá daga. Stundum mun
hafa verið þröngt um kol, og
minnist ég nokkurra skemmti-
legra leiðangra, sem við nem-
endur fórum, ýmist inn í Egils-
staðaskóg eftir viði, eða út í
Hjaltastaðaþinghá eftir mó. En
jafnvel þessar eldsóknir langa
vegu voru ánægjulegur þáttur í
skólalífinu. Auðvitað urðum við
að búa við ljós af olíulömpum,
en þrátt fyrir það man ég ekki
eftir nema eintómu sólskini,
nægri birtu og yl, en hér mun
það hafa verið heimilislífið, sem
varð náttúruöflunum yfirsterk-
ara við að setja svip sinn á þessa
litlu nýlendu.
Skólastjórinn, séra Ásmundur
Guðmundsson, bjartur og
drengilegur, gaf sig með lífi og
sál að þessari stofnun á meðan
hann veitti henni forstöðu, enda
má fullyrða að honum hafi vel
tekizt að móta starfið og marka
línurnar fyrir framtíðina og
naut þar bæði mannkosta
sinna og giftu þeirra Birthylt-
inganna, svo og ágæfcra sam-
starfsmanna.
Aðrir kennarar skólans voru:
Benedikt G. M. Blöndal, frú
Sigrún P. Blöndal, Guðgeir Jó-
hannsson og Þórhallur Helga-
son, sem kenndi söng. Þetta var
óvenjugott kennaralið bæði að
menntun og mannkostum, og
ég tel það Eiðaskóla ómetan-
legt happ að hafa farið af stað
með svo valið lið.
Það voru gerðar miklar kröf-
ur til nemenda um nám þessa
vetur, og það var mikið lært,
en þó var annað, sem var meira
III.
Hér hefir stuttlega verið bent
á þær röksemdir, er styðja að
vegalagningu um Þorskáfjarðar-
heiði. Sjónarmið héraða hefi ég
látið órædd. Verði þetta verk
framkvæmt á hinn giftulausa
hátt, sem ráð er fyrir gert, er
augljóst að það muni stórspilla
áliti manna í Barðastrandar-
sýslu og um leið allra annarra,
sem unna réttlæti og hyggileg-
ÍFramh. á 4. síöu)
um vert: Enginn gat verið svo á
Eiðum þessa vetur, án þess að
verða fyrir andlegri vakningu.
Kristileg alvara gerði skóla-
lífið traust og virðulegt, og þó
hvíldi jafnan yfir því frjálsleg-
ur og glaðvær blær. Þrátt fyrir
mikinn lexíulestur var sannar-
lega lifað andlegu lífi. Kennar-
ar og nemendur umgengust
mikið hverjir aðra og flest kvöld
voru skrifstofur sumra þeirra
fullar af nemendum, sem ann-
aðhvort sátu þar við vinnu eða
samræður.
Eiðar hafa frá náttúrunnar
hendi verið „kaldur staður", en
engan kennara hefi ég ennþá
þekkt jafn „brennandi í and-
anum“, sem hinn látna vin
minn og kennara, Benedikt
Blöndal. Það var maður með
stórt og heitt hjarta, gáfaður
og víðsýnn. Það voru undarlega
grimm örlög, að kuldinn skyldi
verða þessum góða og hjarta-
heita manni að aldurtila.
Um alla þessa kennara, svo
og nemendur skólans, á ég að-
eins góðar og hugþekkar endur-
minningar.
Síðan þetta var, hefir Eiða-
skóli tekið miklum breytingum.
Húsakynni hafa verið stækkuð
og bætt. Miðstöðvarhitun,
vatnsleiðsla, raflýsing, leik-
fimihús og ýmsar aðrar endur-
bætur hafa komið smátt og
smátt fyrir velvilja og skilning
ríkisstjórnarinnar. Sporin hafa
legið áfram öll þessi ár. Næstu
sporin eiga aö verða góð sund-
laug og ný húsakynni til mik-
illar og hagnýtrar vinnu-