Tíminn - 21.12.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.12.1939, Blaðsíða 2
590 TÍMUVjy, fimmÉndagfnn 21, des. 1939 148. Mað ‘gíminn Fimmtudaginn 21, des. Tvær úteyjar á Íslandí Á síðasta mannsaldri hefir íslenzka þjóðin gert mörg myndarleg átök í menningar- átt. En einhver stærstu átökin hafa verið framkvæmdir í vega- og húsamálum. Með undraverð- um hraða hafa vegir verið byggðir um svo að segja allt land, og brýr strengdar yfir ótal fallvötn. Á þennan hátt hefir íslenzka þjóðin þokazt saman hraðar en nokkurn mann gat órað fyrir. En þrátt fyrir þessa samein- ingu eru tvær eyjar, ef svo mætti segja, aðskildar frá hinu islenzka meginlandi. Á sumrin er á báðum þessum eyjum einna mest starfslíf á íslandi. Ríkið hefir lagt miljónir króna í að skapa atvinnufyrirtæki á þess- um stöðum. Til þessara eyja streymir fólk þúsundum sam- an snemma sumars og dvelur þar fram undir haust. Á báðum þessum eyjum er hamramt starfslíf eins og í gullnámubæ, þegar vel gengur. Á báðum stöðum er fólkinu þrengt saman sumarlangt og við vinnuna meir en á nokkrum öðrum stað á landinu. Þessar tvær eyjar eru Siglu- fjörður og Raufarhöfn. Siglu- fjörður er á þrjá vegu umluktur háum fjöllum. Raufarhöfn er á þrjá vegu vafin í faðmi þyrk- ingslegrar heiðar. Á báðum stöðunum skortir skilyrði til að gera jörðina undirgefna mönn- unum. En á báðum stöðum eru hin beztu skilyrði til að taka á móti auði hafsins. Enginn sæmilega menntaður maður reisir sér hús eða bæ, svo að ekki megi koma þangað heim venjulegum farartækj- um. Menn, sem byggja hús, telja það sjálfsagfc að leggja veg heim að húsinu, svo að þangað megi komast. Og hver húseigandi telur þessa heim- reið eða tröð að bænum í bygg- ingarkostnaði hins nýja heim- ilis. En það vantar veg heim að Raufarhöfn og Siglufirði. Þess vegna er fólkið á þessum stöð- um einangrað allt sumarið frá öðrum landsmönnum. í Siglu- firði er talið, að á sumrin séu um 12 þúsund manns. Raufar- höfn er í vexti, með verksmiðj- unni. í sumar verður höfnin dýpkuð og reist mikil verk- smiðja. Við hana og aðra síldar- vinnu munu á ókomnum árum vinna mikill fjöldi fólks úr öll- um byggðum landsins. Það kostar ekki nema 20 þús- und krónur að gera akveg yfir næstu óbyggðina að Raufar- höfn. Og ef 150 þús. krónur væru fyrir hendi mætti ljúka við akveginn frá Siglufirði yfir skarðið og niður yfir verstu brekkuna vestan megin. Það væri eðlilegt, að þetta yrði gert í sumar. Og það væri hægt. Verksmiðjurnar gætu gert það undir einu eða öðru formi. Það er á valdi Alþingis og ríkis- stjórnar að leysa þessa þraut. Og þess mætti vænta, að hin frjálslynda íslenzka þjóð gæti hugsað svo hátt að tengja tvö stærstu iðjuver sín við hið byggða land. Það er nú orðið skammt til áramóta. Alþing mun starfa fram að lokum ársins. Ef gæfa væri með gæti Alþing og ríkis- stjórn gefið þessum tveim þýð- ingarmiklu stöðum, Siglufirði og Raufarhöfn, þá nýársgjöf, að innlima þá í landið, láta þessi tvö miklu iðjuver hætta að vera eyjar í hafi hins islenzka mann- heims. Enginn viti borinn hershöfð- ingi sækir fram með her, án þess að geta dregið daglega að sér á auðveldan hátt vistir handa liðsmönnum sínum. En hinn mikli iðjuher á Siglufirði og Raufarhöfn hefir ekki þessa aðstöðu. Landið er lokað á alla vegu. Skip og bátar koma og fara á þessa staði. En þó vantar hið lífræna samband við landið. Á Raufarhöfn verður bersýni- lega hörgull á þeim landbúnað- arafurðum, sem hver bær þarf að fá frá sínu nágrenni. Sein- fært myndi þykja að flytja þær vörur á klyfjahestum yfir Mel- rakkasléttu. Ef Siglufjörður fengi öruggt vegasamband við hinn frjóa og víðlenda Skagafjörð, myndi lífið i þessum íslenzka Klondykebæ gerbreytast. Þá myndu streyma þangað eftir þörfum daglega og oft á dag framleiðsluvörur bænda hvarvetna úr Skagafirði. Þá myndi Siglufjörður og Sigl- firðingar eiga garðalönd og tún í hinni frjóu byggð vestan við fjallið. Gæði hafsins og gæði landsins myndu mætast í starfs- iðu hinnax norðlenzku síldar- borgar. Til er önnur hlið á mál- inu, þótt hún verði ekki rædd hér. Það er ekki að öllu leyti heppilegt, að taka 12 þúsund íslendinga og mikið af því æskumenn, inn í verksmiðjuloft Siglufjarðar heil sumur í senn. Það myndi vera drukkið minna af svartadauða í leiðindastund- um á Siglufirði, ef unnt væri að komast út í fegurð hinnar grænu náttúru í Pljótum og Stíflu, þegar hvíldarstund fæst milli áhlaupanna við síldar- vinnuna. Ég býst við, að ýmsir menn, sem enga hugsun eða vinnu hafa lagt fram við að skapa þessi tvö iðjuver, muni líta með drýldni, þröngsýni og vanþekk- ingu á þessa tillögu. En ef ein- hverjir af þess háttar mönnum teldu mér óviðkomandi að stofna til þessarar eyðslu, vildi ég mega benda á, svo sem mér til afsökunar, að ég stóð við hlið Magnúsar Kristjánssonar og Björns Kristjánssonar á Kópa- skeri í sókn þeirra á Alþingi við að grundvalla síldariðju ís- lendinga í Siglufirði og Raufar- höfn. Ég mun auk þess hafa átt meiri þátt en þeir menn, sem líklegir eru til að leggjast á móti þessari framkvæmd, í að afla fjár í öðru landi til hinnar fyrstu verksmiðju, sem ríkið reisti. Þessi aðstaða mín til málsins mun gera mér ljúft að freista að örfa þá hreyfingu, sem nú er vakin, til að tengja Raufarhöfn og Siglufjörð sum- arlangt við byggðir landsins. Það þurfti á sínum tíma nokkra dirfsku til að leggja út í að koma á fót síldarbræðsl- um á Norðurlandi. Það voru á þeirri tíð margir, sem héldu að þær framkvæmdir væru fjar- stæðar og lögðu hvarvetna bjálka yfir þvera götu. En smátt og smátt sigraði góður málstaður. Nú má telja þá menn í hundruðum, sem fordæmdu hugmyndina um ríkisverk- smiðju fyrirfram, en vilja nú með engu móti missa þær. Hafa auk þess, sumir hverjir, grætt mikið fé á því, að vera ofurliði bornir, og leiddir á betri vegi en þeir þekktu sjálfir. Ríkisverksmiðjurnar hafa lagt fé í ýmislegt, sem minna gagn hefir gert heldur en vegir þeir, sem hér er rætt um. Síldar- þróin fræga, sem Gísli Halldórs- son lét reisa fyrir 270 þús. kr. af stofnfé síldarverksmiðjanna gerir hinum tólf þúsund Sigl- firðingum, sem þar dvelja á sumrin, áreiðanlega minna gagn og minni ánægju heldur en ak- vegur yfir Siglufjarðarskarð. Sumir af viðskiptamönnum verksmiðjanna telja sig eiga fé inni hjá verksmiðjum ríkisins, af því að afurðir verksmiðj- anna hafa hækkað í verði vegna styrjaldarinnar. Þessir menn vilja selja vöru sína til verk- smiðjanna og láta samninginn standa, ef verksmiðjan tapar. Aftur á móti vilja þeir rjúfa samninginn og fá uppbót, þegar verðið hækkar, eins og í haust. Ég hefi á undanförnum árum þrásinnis bent skipaeigendum og sjómönnum á, að þeir ættu að láta vinna úr vörunni og bera tap eða ágóða. Einstaka menn hafa gert þetta, og haft gott af þroska sínum. Fleiri eru hinir, sem ekki hafa viljað eiga sína vöru, og neytt verksmiðjuna til að kaupa. Þessir menn naga sig nú i handarbökin, því að í sum- ar var ávinningur að vera sam- vinnumaður og sýna það í verki í skiptum við verksmiðjurnar. Sennilega hafa fáir eða eng- ir af þeim mönnum, sem nú vilja rifta kaupum við verk- smiðjurnar í von um að fá gróða, sem aðrir hafa lagt í hönd þeim, átt nokkurn veru- legan þátt 1 að koma upp þess- um bjargráðafyrirtækjum. En mér þætti ekki undarlegt, þó að einhverjir þeirra kæmu nú og vildu sýna vitsmuni sína á þann veg, að hindra meðan þeir geta, að Siglufjörður og Raufarhöfn komist i lífrænt samband við önnur héruð á íslandi. En á þetta mun reynt. Og mig grunar, að sú sama gifta, sem efldi til sigurs þá menn, sem stofnsett hafa hin miklu iðju- ver í Siglufirði og Raufarhöfn, muni enn tryggja sigur góðs málefnis. Og þegar búið er að brjóta akveg yfir Siglufjarðar- skarð og öræfin á Melrakka- sléttu, muni menn standa undr- andi yfir, að þjóðin skuli hafa reist iðjuver fyrir miljónir króna á þessum stöðum, en látið B Æ K U R Eivind Berggrav: Háloga- land. — Ásmundur Guð- mundsson og Magnús Jónsson þýddu. Útgef- andi: Prestafélag íslands. 150 bls. Verð kr. 8.00 ib. Þetta er merkileg bók fyrir margra hluta sakir. í stuttum, hröðum dráttum dregur hún upp myndir af margbreytilegu lífi og sérkennilegu fólki. Há- logaland, norðurhluti Noregs, er öfganna land, sólbjarmans land að sumri, en svartnættis að vetri. Sama er að segja um landið sjálft. Trylltur hrikaleiki og töfrandi fegurð. Þessar öfgar náttúrunnar hafa mótað fólk- ið, sem þar býr. í því mætast einnig andstæðurnar. Þó að það sé óbrotið og innræti eins og víkingarnir fornu, skiptist þar stórlyndi og viðkvæmni, karl- mennska og barnsleg blíða. Trú þessa fólks hefir einnig mótazt af eðlisfari þess og lífs- skilyrðum. Það þarf varfærni og nærgætni til þess að vinna traust þess og öðlast fullan skilning á tilfinningum þess og trú. Öllu þessu lýsir bók Berg- grav biskups af miklum næm- leika og kunnugleika. Hann hefir sjálfur unnið meðal þessa fólks, þolað mótlæti með því og notið meðlætis, unnið traust þess og lært að skilja það. Mál og stíll Berggravs biskups er sérkennilegt. Stuttar setning- ar, oft ekki nema brot úr setn- ingu, draga upp skýrar myndir, heila hugsun, sem fæðir af sér fleiri hugsanir í huga lesand- ans. Minnir á mynd, sem dregin er örfáum dráttum, en ber þó sterkan og heilsteyptan svip. Þýðing þeirra prófessoranna hefir tekizt mjög vel, enda hafa þeir kostað kapps um að halda stílblæ höfundarins og náð hon- um, en það er engan veginn vandalaust. Þessi bók bregður skærri birtu yfir trúarlíf Norðurlandabúa, þeirra, er nyrzt byggja, en um leið skipar hún fyllilega sinn sess að bókmenntalegu gildi. Margar ágætar myndir eru í bókinni, en bezt er þó sú heild- armynd, sem bókin sjálf skilur leggjast undir höfuð um mörg ár að gera fært að komast heim að þessum gullnámum. J. J. eftir í huga manns að loknum lestri. Freysteinn Gunnarsson. Paul de Kruif: Bar- áttan gegn dauðanum. Útgefandi: Bókaverzl- unin Mímir. 262 bls. Ferð kr. 9.00 ób. og kr. 11.00 ób. á betri pappír. Þessi bók er nýlega komin út. Höfundurinn er Paul de Kruif, sem allir þeir íslending- ar kannast við, sem lesið hafa Bakteríuveiðar í hinni einkar snjöllu þýðingu Boga Ólafsson- ar. Sú bók var einnig samin af þessum víðkunna ameríska höfundi. Baráttan gegn dauðanum seg- ir frá ýmsum merkustu æfin- týrunum úr sögu læknavísind- anna á síðustu tímum, með þeirri hófsemi, sem efninu og heimsfrægum höfundi sæmir, en jafnframt með þeirri list- fengi í frásagnarhætti, að mað- ur á bágt með að leggja bók- ina frá sér, eftir að byrjað hef- ir verið á lestrinum. Veitir sízt af því á þessum tímum, að menn hvíli hugann við einhver þau afrek, sem dá- samleg mega teljast, og miða að því að styrkja trúna á mann- inn og framtíð hans á þessari jörð. Bók Paul de Kruif, Baráttan gegn dauðanum, er til þessa fallin. Þess vegna má mæla með henni við íslenzka bókakaupend- ur. Jafnframt er hún vottur um þau góðu tíðindi, að tveir ungir og álitlegir starfsmenn hafa bætzt í víngarð íslenzkra bókmennta, en það eru þeir Þórarinn Guðnason og Karl Strand, þýðendur bókarinnar. Þýðingin er bókinni samboðin. En valið á bókinni ber þeim þó ef til vill enn betur vitni. G. M. C. Drayton Thomas: f afturelding annars lífs. Útgefandi: Leiftur. 219 bls. Verð kr. 6.00 ób. og kr. 8.00 bundin. í Gamla Bíó var fyrir stuttu síðan sýnd kvikmynd, sem að m. k. í augum þeirra, er sjaldan sækja þanigað skemmtanir, má teljast óvénjufögur og óvenju merkileg. Efni hennar er tekið eftri sögu E. M. Remarque: Vinirnir. Tvímælalaust er það bezta bók þessa fræga, útlæga skálds. Kvikanyndin er áhrifa- mikil og með snilldarbrag. Þó nær hún hvergi nærri fegurð og snilld bókarinnar sjálfrar — höfundurinn þetta um móður sína: „Fyrir ómótstæðilega innri köllun, yfirgefur hún ættland sitt, Póiland, og ferðast til Par- ísar til að leggja þar stund á háskólaaiám. Þar hefst hún við árum siaman, einmana, og á við erfið k^ör að búa. Hún kynnist manni, sem er jafnokl hennar að gáfum og snilli. Hún giftist honum. Hjú- skaparhamingj a þeirra er ó- venjuleg. Eftir endalausar, torsóttar og oft árangurslausar tilraunir, uppgötva þau leyndardómsfullt frumefni: radium. Uppgötvun þeirra verður ekki aðeins grund- völlur nýrra vísinda heldur og nýrrar líasskoðunar. Hún verður einnig til þess, að mannkyninu bætist rá»5 við ægilegum sjúk- dómi. Um það leyti, sem frægð hjón- anna berst út um víða veröld, verður María lostin þungum harmi. Á snöggu augabragði hrífur dauðinn frá henni hinn óviðjafnanlega lífsförunaut hennar. Þrátt fyrir sorgina og líkam- legar þjáningar, heldur hún al- ein áfram því starfi, sem hafið var, og fullkomnar með miklum ágætum vísindi þau, sem hjónin höfðu átt upptök að og grund- vallað. Öll æfi hennar er óelitið fórn- arstarf. Hún fórnar sjálfri sér og heilsu sinni í þágu særðra manna í ófriðnum mikla. Síðar leiðbeinir hún nemendum sín- um, vísindamönnum framtíðar- innar, sem leita hennar úr öll- um heimsálfum. Hún miðlar þeim af þekkingu sinni og fórn- ar þeim hverri aflögustund. Þegar hún hefir lokið köllun sinni, deyr hún, mædd og þreytt. Hún hafnaði auðæfum og hirti minna en ekkerfc um heiðurs- viðurkenningar." nema á einum stað. Það er með síðustu myndinni, sem sýnd er á tjaldinu. Tveir menn, af fjórum aðal- persónum sögunnar, sjást á gangi. Tveir hversdagslegir menn — á flótta undan lífinu, menn, sem hafa barizt og beðið ósigur. Menn, sem í fáu voru frábrugðnir fjöldanum, nema því, að þeir eru vinir í beztu og fegurstu merkingu þess orðs. Þeir hafa misst það, sem þeir unnu mest, mátu hæst, lifðu fyrir: tvo vini. Annan fyrir kúlu launmorðingja, hinn undir sigð tæringarinnar. Þau eru horfin inn í auðn hins mikla myrkurs, horfin með lífshamingju þeirra, lífsþrótt þeírra, í stuttu máli, með allt, sem var þess vert að lifa fyrir og berjast. Þeir standa einir eftir, með gapandi tóm- leika tilgangsleysisins. Þeir hafa lagt fram alla sina glað- lyndu æskuorku. Stríðið gerði þá gamla fyrir aldur fram. Ltfið sjálft hefir gert þá að flótta- mönnum. En þá birtist áhorf- andanum töfrandi fögur sýn. Við hlið þeirra ganga tvær mannverur — vinir þeirra, hin- ir látnu. Þau eru hulin augum þeirra og skynjun. En þau eru þarna samt, með þeim, við hlið þeirra, glöð, trygglynd eins og fyrr, verndandi, unnandi, full bjartrar ástúðar og umhyggju. Vinir þeirra eins og áður. Meðan ég var að lesa bók enska prestsins, í afturelding annars lífs, hefir þessi mynd staðið mér lifandi fyrir augum. Bók hans, er í tveim hlutum. Fyrri parturinn er frásagnir frá miðilsfundum, þar sem faðir höfundarins lýsir sviðum þeirra heima, sem hann hefir flutzt inn á við andlátið. Útliti þeirra, störfum, er þar fara fram, þró- un lífsins þar, eins og allt þetta kemur honum fyrir sjónir. Seinni hlutinn er frásögur ýmsra annara, látinna vina prestsins og ættingja um lik efni. Allar þessar frásagnir ein- kennir róleg, skynsöm gagn- rýni og athugun, en allar hníga þær í sömu átt og myndin fagra, að sýna mönnunum, að „anda, sem unnast, fær aldrei eilífð að- skilið“. C. Drayton Thomas er víð- kunnur enskur kennimaður og rannsóknarmaður um sálræn efni. Eftir hann hafa komið út allmargar bækur um þau mál, og ritgerðir hans nokkrar ver- ið þýddar í Morgni. (Framh. á 4. síðu) IV. Mér kemur í hug önnur bók um aðra konu, aðra Mariu, Mariu Antoinettu. Báðar komu þær nöfnurnar frá framandi löndum til Frakklands á unga aldrí og báru þar síðan beinin. Báðar sóttu þær þangað mikil örlög, mikinn frama. Báðar urðu þær drottningar, hvor á sína vísu, og hlutu heimsfrægð. En hversu ólíkar voru þær, og hversu misjafnt léku atvikin þær, hin máttugu atvik, og þó illa báðar. Sameiginlegt áttu þær ekkert nema fósturlandið, nafnið, frægðina og kynið. — Það var annars býsna góð hug- mynd hjá Gunnari í ísafold að gefa út þessar tvær æfisögur samtímis, og helzt þurfa menn að lesa þær báðar. Og nærri því er það táknandi fyrir þessar tvær bækur og söguhetjur þeirra, að þýðingin á þessari er vönduð og prýðileg, en til hinn- ar er meira höndum kastað. V. Ég heyri ýmsa hafa orð á þvi, að hin mikla bókaútgáfa í ár, sé ofvaxin landsmönnum. Þeir hafi ekki efni á slíku. Skyldi það vera rétt? Einhvern veginn höfum við íslendingar ráð á þvi að greiða fast að fjórum miljónum króna á ári fyrir á- fengi og tóbak. Ætli við getum þó ekki klofið það, að kaupa nokkur úrvalsritz eða hvar er annars sá mikli bókmenntaá- hugi, sem okkur er tamast að guma af við útlendinga? Ég tel hiklaust, að útgefandi og þýð- andi eigi einróma þakkir skilið fyrir þessa forkunnar góðu bók, og ég vil eggja menn fast á að lesa hana. Það er í senn mikií skemmtun, menningarauki og gagn. Pálmi Hannesson. Pálmi Hannesson Frú Cnrie Æfisaga eftir Eve Curie. íslenzkað hefir Krist- ín Ólafsdóttir, læknir. ísafoldarprentsm. h.f. I. Það vantar ekki, að íslenzkir lesendur hafi nógu úr að velja um þessi jól, því að undanfarn- ar vikur hafa komið út fleiri bækur en dæmi munu til áður. Hitt skiptir þó meira máli, að í þessu bókaflóði hefir skolað hingað miklum fjölda erlendra úrvalsrita, sem bera vott. um vaxandi menningu íslenzkra út- gefenda og væntanlega lesenda líka. Ekki er það í mínu færi að dæma um hver bókin er bezt, en hitt veit ég, að saga frú Maríu Curie, er þar i allra fremstu röð, enda hefir hún far- ið sigurför um flest lönd heims- ins, og hér kvað hún fljúga út. II. María Sklodovska Curie er frægasta vísindakona, sem sög- ur fara af. Hún fæddist í Varsjá 7. nóv. 1867, og þar mætum við henni fyrst í hópi systkina sinna fjögurra, litlum, ljóshærð- um telpuhnokka, sem allt liggur opið fyrir. Yfir æsku hennar falla þungir skuggar fátæktar, ástvinamissis og erlendrar kúg- unar. Hún gengur í menntaskóla og ber langt af skólasystrum sínum, enda þótt hún sé yngst, lýkur stúdentsprófi, hlýtur gull- pening að verðlaunum fyrir námsafrek og gerist heimilis- kennari hjá aðalsfólki langt úti í sveit til þess að geta styrkt systur sína, Bróníu, til læknis- fræðináms í París. Sonur hús- bændanna fellir ástarhug til hinnar fallegu, einbeittu fcennslukonu. Þau trúlofast, en vegna fátæktar hennar gerist faðir piltsins æfur, og hún verð- ur að hröklast burt. En þá taka örlögin þennan móðurlausa ein- stæðing að sér. Systir hennar er gift pólskum lækni í París og nú kemst hún þangað, en allaT óskir hennar hafa staðið til framhaldsnáms við háskólann þar. Hún stritar, sveltur, geng- ur alls á mis, unz hún lýkur prófi í eðlisfræöi, efnafræði.og stærðfræði. Að því búnu hugð- ist hún að hglda heim til Pól- lands og setjast að hjá föður sínum, en áður en til þess kæmi, taka örlögin aftur í taumana. Hún kynnist merkum vísinda- manni, Pierre Curie, og lætur loks tilleiðast að giftast honum árið 1894. Skömmu síðar tekur hún að rannsaka undarleg efni, sem stafa óþekktum geislum. Þau hjónin hjálpast aö, unnast, eru fátæk en hamingjusöm. Hægt og hægt ráðast hinar römmu gátur, því að náttúran leggur ekki leyndardóma sína fyrirhafnarlaust í hendur nokkr- um manni, heldur réttir hún þá fram með semingi, líkt og Gott- skálk biskup Rauðskinnu í Galdra-Lofti. Þau eignast tvær dætur, Iréne og Eve. Pierre Curie verður prófessor í París og hlýtur mikla viðurkenningu fyrir afrek sín. Allt virðist horfa til hagsbóta og frægðar, en þá dynur óhamingjan yfir. Pierre Curie verður undir vagni, og deyr samstundis. Maria stirðn- ar upp við hina ægilegu fregn og verður aldrei söm og áður eftir þetta. En með frábærri at- orku og snilld tekst hún á hend- ur störf manns síns, verður há- skólakennari í París, fyrst allra kvenna, en jafnframt heldur hún áfram rannsóknarstarfi þeirra beggja. Hún finnur hið furðulegasta allra efna, radi- um, verður heimsfræg, hlýtur Nobelsverðlaun fyrst allra kvenna og ekki einu sinni, held- ur tvisvar. Hún gerist braut- ryðjandi um röntgenlækningar í ófriðnum mikla. Að því búnu kemur hún upp stórri rannsókn- arstofnun og stjórnar henni yfirburða vel. Þrátt fyrir allt þetta er hún að öðrum þræði gestur og framandi í fóstur- landi sínu, pólskur einstæðing- ur, ekkja og móðir. Við finnum hana á hátindi frægðar sinnar sitja yfir tækjum sínum og telja — á pólsku. Hún andaðist 4. júlí 1934 með „hrjúfar, hertar hend- ur .... brenndar af radium.“ Banameinið var illkynjað blóð- leysi af völdum hins dularfulla efnis, sem hún sjálf fann, hins dýrmætasta allra efna, sem drepur, og græðir og getur jafn- vel læknað hið ægilega krabba- mein. Þetta er í stuttu máli æfiferill Mariu Curie, hinnar miklu konu, sem sjálfur Ein- stein lýsti á þessa leið: „Af öllu frægu fólki, er Maria Curie hin eina, sem frægðin hefir ekki spillt.“ Eva Curie, dóttir Mariu og Pierre, hefir ritað bókina og gert það af mikilli snilld. Þetta er fyrsta bók hennar og kvað eiga að verða sú síðasta. Til- finningasemi gætir að vísu nokkuð, en frásögnin öll er ylj- uð ást barnsins og lotningu. Hvarvetna er hún þó studd sterkum heimildum, sem ekki verða vefengdar. Fjölda mynda er brugðið upp, frá æskustöðv- unum í Póllandi, stúdentsárun- um í París, hjónabandi og heimilisháttum, fórnarstarfi og frægðarbraut. III. í inngangi bókarinnar segir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.