Tíminn - 13.01.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.01.1940, Blaðsíða 3
5. blað TÍMIiVIV, lawgardagjiiii 13. janwar 1940 19 DÆGRADVÖIi Krossgáta 1. 1 3 4 <5 4 7 M 9 7 7777, /V/ /O 1 II /4 7//, U - 1 'V 'fr m n 19 /f m// //7/ 20 1 4/ m 21 J 2. m 7V d Zb ii 31 Jí m m JO Jl m J2 J3 ■V// 1 J é. i J7 jy Lárétt: Lóðrétt: 1. Úth&ldslaus. 1. Fornafn (eftir framburði). 7. Drakk. 2. Enskt fornafn. 8. Innibyrgja. 3. íslenzkur leikari. 9. Þaðan er Jón. 4. Útbreiðslutséki. 10. Koma fyrir. 5. Sarga. 12. Skref. 6. Eyða. 13. Gefa frá sér dimmt hljóð. 7. Uppejör. 14. Frá (danska). 9. Eind. - 16. Fornar jurtaleifar. 10. Hrotti. 17. Kaupfélag. 11. Gælunafn á landi. 18. Eldstæði. 12. Er háður. 19. Samtenging. 13. Gefur frá sér relðihljóð. 20. Heimskingi. 14. Framhleypni. 21. Vatnsstillir. 15. Persónan sem hlut á að máll, 22. Spánskur dýrlingur. 17. Eyland I Ameríku. 24. Tala loðið. 18. Úrgangur. 26. Skógur. 20. Leita að ilm. 27. Stærðfræðimerki. 21. Lífláta (enska). 28. Myndatæki. 22. Pálmategund. 29. Öldungur. 23. Sölustaður. 30. Of lítið. 25. Tóftarbrot (enska). 31. Borg í Suður-Ameríku. 27. Setja í samstæður. 32. Loftferð. 29. Sniðugt. 33. Ungviði. 30. Galdranorn. 34. íslenzk sveit. 32. Peningshús. 35. Stykkja. 33. Klaufaleg tilraun. 36. Fat. 34. Lélegt veitingahús. 37 Sjóntæki. 35. Leðja (enska). 38. Ásigkomulags. 37. Frumhlaup. Lausavísur. Hin siðustu sumur hafa varðmenn verið við Héraðsvötn í Skagafirði, vegna mæðiveikinnar, til þess að hindra það, að sauðfé komist yfir vötnin og sýkin berist með því austur á bóginn. Stefán Vagnsson bóndi að Hjaltastöðum í Blönduhlíð er maður vel hagorður. Hann hefir ort á þessa leið um veðurblíðuna í sumar og ár- angurinn af störfum varðmannanna: í sumar þótti hitinn hár, heyþurrk ei nam bresta. Og mannfjölgunin er í ár alveg með því bezta. Svona er þetta sveitum i, sízt það dyljast kunni. Þó ber máske mest á þvl meðfram varðlínunni. Tekur Tíminn þó ekki ábyrgð á því, nema eitthvað kunni að vera orðum aukið í vísum Stefáns. er. Við förum yfir Flókadalsá, sem rennur úr einu vatni í ann- að og komum fyrst að Stóru- Reykjum. Við túngarðinn standa krakkar, nýkomnir ofan úr hlíð- um, berfættir og berjabláir um varirnar, því að svo létt hefir haustið verið, að berin eru ekki frosin enn. Og eklci vilja þeir kannast við að kalt sé um fætur, og er þetta þó fjórði dagur nóv- embermánaðar. Heita vatnið á Reykjum mældist mér 55°, og kemur það upp nokkuð fyrir neðan bæinn. Ekki gat ég gert mér ljósa grein fyrir, hve jarðhitinn myndi víð- áttumikill þar, því blautlent var þar allt í kring og hefir því mikla þörf fyrir framræzlu. Svo vel getur þar leynzt meiri ylur en manni sýnist í fljótu bragði. — Ekki er um annað að tala,, en að þiggja góðgerðir hjá Arnbjörgu og Ásmundi og góða stund sátum við þar inni. Hlýtt og notalegt var þar, en hart er að þurfa að kynda eld til upphitunar og búa svona nálægt hlýjunni. Næsti heiti staðurinn er Barð, prestsetrið í Fljótum. Þar er vatnið 65.5° og jarðylur í laut- um. Þar er sundlaug upphlaðin. Presturinn var í húsvitjunar- ferð, svo ekki hittum við hann. Barð hugsa ýmsir sér sem sam- komustað fyrir þá Vesturfljóta- Uienn og vilja gjarnan sameina þar fundarstað og skóla, sund- kennsluna o. fl. Virðist það og þggja beint við. En aðrir vilja hafa samkomustaðinn í kaup- staðarkrílinu Haganesvíkinni, á mölinni og í kuldanum, og eru þegar byrjaðar einhverjar framkvæmdir í þá átt, því mið- ur, — eða svo hlýtur aðkomu- uiaðurinn að hugsa og lítinn hietnað virðast þeir menn eiga fyrir hönd sveitar sinnar, sem vilja samkomustað hennar í kaupstaðnum, á öðrum enda sveitarinnar. En vonandi bjarg- ar ungmennafélagið þessu máli í 'rétta — og hlýja — höfn. Frá Barði héldum við að Ökr- um. Nafnið eitt geymir sína sögu um til hvers landið þar hefir verið notað. Heita vatnið þar er rúm 60 stlg — en vatns- magnið lítið. En það sem Akr- ar hafa við sig, er hinn víðáttu mikli jarðylur og þess vegna hafa forfeðurnir valið ökrum sínum þann stað öðrum frem- ur. Bjarni bóndi sagði okkur að hitasvæðið myndi vera 10—12 dagsláttur ummáls. Aldrei ligg- ur þar snjór lengi í einu. En blautt var þarna víða og þarf gagngerðrar framræslu áður en það verður tekið til rækturiar. Til mikillar blessunar gæti slíkt land sem þetta orðið fyrir sveit- ina, ef farið væri rétt að og því sýnd sú vandvirkni, sem við á. Víst mun yfirleitt vera litið um kartöflurækt eða annarra matjurta þarna í Fljótum og notkun þessara gæða því lítil á heimilum þar. Þó eru þar menn, sem láta sér detta í hug fram- leiðslu matjurta með markað á Siglufirði fyrir auga. Hitt á auðvitað að koma fyrst: Að framleiða nóg fyrir heimili sveitarinnar, en fyrst þar á eftir að fara að framleiða handa öðrum. En gamla setn- ingin um að .vera sjálfum sér nógur, er ekki fyrsta boðorðið nú á dögum. „Mér líkar ekki þetta búskaparlag, sem nú er,“ sagði Kristinn á Skriðulandi við mig á Hólum; „að selja allt í burtu og svo að kaupa allt að.“ Gömlu mennirnir mega muna aðra öld. Vonandi verður Fljóta- mönnum heita landið til gæfu. Það var orðið dimmt, þegar við Hermann komum heim að Mói um kvöldið. Hermann er ekki Fljótamaður, ekki einu Ungur dugnaðarmaður Þáð heyrist oft nú á dögum meðal yngri kynslóðarinnar, að það séu lítil tækifæri fyrir ungt, fátækt fólk að komast 'áfram á þessum síðustu tímum og að það hafi verið miklu léttara fyrir 30 —40 árum. Okkur, sem þekkjum bæði þessi tímabil af eigin reynslu, finnst þetta öfugmæli. Næstum alltaf eru tækifærin fyrir duglegt fólk, þótt fátækt sé„ „að komast til manns," eins og það er oft kallað — sé það duglegt, hafi viljaþrek og sýni sparnað og sjálfsafneitun. En okkur, sem eldri erum, finnst þetta upptalda, a. m. k. sumt af því, vera sjaldgæfara nú meöal ungs fólks heldur en í okkar ungdæmi. Þó eru um þetta framantalda ennþá mörg ánægjuleg dæmi. Einu af þeim kynntist ég af tilviljun núna um jólin. Óskar Sveinsson heitir 23ja ára gamall Siglfirðingur. Þegar hann hafði numið trésmíði héima þar á Siglufirði og tekið sveinsbréf í iðn sinni fór hann utan til Svíþjóðar. Það var að áliðnu sumri 1938. Farið kost- aði hann 40 kr. og ferðakostnað- ur upp aftur nú rétt fyrir jólin 36 kr. En farareyririnn þegar haldið var að heiman í fyrstu var nokkuð á annað hundrað krónur. í Gautaborg komst hann brátt að reitingsatvinnu í iðn- grein sinni. En ætlun hans var að komast inn á einn helzta Vegur ylir Síglu- Sjarðarskarð (Framh. af 2. siSu) Þegar fréttin um framgöngu kommúnista og Finns Jónsson- ar barst til Siglufjarðar, þótti tíðindum sæta, að svo lítilfjör- legur hugsunarháttur væri til á Alþingi, eins og þar hafði kom- ið fram. Þá gerðist það, að dug- legur útgerðarmaður á Siglu- firði, sem var svo framsýnn, að selja ekki sild sína í verksmiðj- una á Siglufirði, heldur láta vinna úr henni, bauðst til að gefa í veg yfir Siglufj arðar- skarð 50 aura af hverju máli, ef aðrir útgerðarmenn, sem eins stóð á fyrir og ef síldarbræðsla rikisins gæfi 25 aura af hverju máli, sem unnið var úr á Siglu- firði. Með þessu framlagi kæmu 90 þús. kr. í veginn yfir Siglufjarð- arskarð strax nú í sumar, eða helmingurinn af þeirri fjárhæð, sem þurfti til að gera erfiðasta kaflann. Hér er myndarlega af stað farið. Sá útgerðarmaður, sem sýnir þessa rausn, sér áreiðan- lega, að það er mikilsvert fyrir alla Siglfirðinga, að þessi vegur verði byggður. Nú reynir á hina útgerðarniennina og síðan á stjórn verksmiðjanna og Al- þingi í vetur. Engu skal spáð um þau málalok. En hitt vil ég fullyrða, að hvorki kommúnist- um né Finni Jónssyni mun hér eftir takast nema stuttá stund að halda verksmiðjubænum í því ófremdarástandi, sem leiðir af vegleysinu. Éngar líkur eru til, að veru- leg byggingarvinna verði hér á landi í sumar. Það verða marg- ar hendur til í vor og sumar, sem myndu fagna þvi að mega brjóta leið að verksmiðjum rik- isins yfir blágrýtið hjá Siglu- firði og eyðimörkina á Mel- rakkasléttu. J. J. byggingaskólann í Gautaborg. Gerði hann til þess árangurs- lausar tilraunir fram að jólum í fyxra. Upp úr jólunum var efnt til skíðamóts í Gautaborg og sóttu það margir ágætis skíða- menn víðsvegar úr Svíþjóð og allmargir Norðmenn, sem boðið var á mótið. Þar á meðal var Reidar Anderson, áður gullmed- alíuhafi á Olympiuleikunum. í 10 km. skíðakappgöngu urðu tveir Svíar fyrstir að markinu, Norðmaður sá 4., en íslending- urinn Óskar Sveinsson — eini íslendingurinn, sem vitað er að hafi keppt á skíðamótum er- lendis — varð 3. í röðinni og fékk 3. verðlaun. Þá tóku nú Svíarnir heldur betur eftir íslendingnum og fögnuðu honum innilega. Aðal- húsameistari byggingaskólans, sem Óskar hafði verið að reyna að fá inngöngu í,kom nú til hans og bað hann að stökkva fyrir sig á skíðabrautinni. En þar hafði Óskar rétt áður orðið sá 15. í röðinni að ofan, þegar keppt var til verðlauna. Hafði hann hálffallið i öðru stökkinu og lækkað við það. En nú, þegar hann stökk fyrir húsameist- arann heppnaðist stökkið ágæt- lega og varð 37 m. langt. Að skíðamótinu loknu kallaði húsameistarinn á Óskar og bauð honum atvinnu á teiknistofu, er hann hafði umráð yfir og að- gang að byggingaskólanum. Vann nú Óskar þarna í náms- grein sinni — einkum teikning- um — á daginn í hér um bil ár, en stundaði nám í bygginga- skólanum á kvöldin. Kaupið nægði fyrir nauðsynlegum út- gjöldum. En vegna stríðsráð- stafana Svía stöðvaðist í haust mest allur byggingariðnaður þar í landi, og meðal annars stöðv- aðist nú fyrir jólin þessi stofn- un, sem Óskar vann við. Þegar húsameistarinn sagði honum upp vinnunni, seinustum allra, þá bauð hann íslendinginn vel- kominn fyrstan manna strax og stofnunin tæki til starfa aftur. Bæði húsameistarinn og skóla- stjóri byggingaskólans afhentu svo Óskari að skilnaði góð skrif- leg meðmæli. Sá, er þessar línur ritar, þekk- ir Óskar Sveinsson litið, en mér geðjast að kjarki hans, dugnaði og viljaþreki og góð meðmæli eru það með honum nú á þessum yfirstandandi eiturnautnanna tímum, að hann notar hvorki tóbak né áfengi. Mér finnst að það sé rétt, að geta um svona dæmi af ungum mönnum öðrum æskumönnum til uppörvunar. Einnig eru þau mótmæli gegn þeim þröngsýnu mönnum, sem halda á móti þvi, að ungt fólk fari utan. Það er líka fagnaðarefni fyrir íslend- inga almennt, þegar einhver úr okkar hópi getur sér göðan orð- stír meðal erlendra fjölmenn- ari þjóða. Og alltaf er það líka karlmannlegt að brjóta sér sína eigin braut sjálfur og það ekki sízt nú á þessari ölmusanna og styrkjanna öld. V. G. H.f. Eimskipafélag Islands Aðalfundur. Aðalfundur hlutafélgsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík laugardaginn 8. júní 1940 og hefst kl. 1 e. h. DAGSKRÁs 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1939 og efnahagsreikning með at- hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2.. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félags- ins í Reykjavík, dagana 5. og 6. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 10. janúar 1940. Stjórnin* * 96 Margaret Pedler: Laun þess liöna 93 sinni Skagfirðingur, heldur fæddur og upp alinn við Arnar- fjörð og var á Bíldudal um alda- mótin. Kvöldinu eyddum við með því að rabba um æskuslóð- ir hans, þegar útgerð Péturs Thorsteinssens stóð með mest- um blóma og Þorsteinn Erlings- son gaf út Arnfirðing og safnaði vestfirzkum þjóðsögum. Síðar fluttist Hermann norður á Hofsós og kynntist þar einni skagfirzkri og bjó sín fyrstu bú- skaparár í Málmey og undi sér þar vel. Næsta morgun, sem var sunnudagsmorgun, héldum við svo áfram yfirferð okkar um hina heitu staði, en fórum um Austur-FIjótin þennan dag. Við fórum fyrst á bíl út undir III- ugastaði, en gengum þaðan að Lambanesreykjum, sem eru austan við Miklavatn. Liggja þeir í allmiklum bratta og er (Framh. á 4. siöu.) þeim hefði verið nokkur hagur að því. Til allrar hamingju hafði Elizabet fund- ið náð fyrir augum Söru, og hún var farin að telja hana eina af fjölskyld- unni, áður en þrír dagar voru liðnir frá komu hennar til Brownleaves. „Á ég að segja honum, að þér séuð heima, ungfrú?“ „En ég hefi aldrei séð dr. Suther- land,“ svaraði Elizabet hikandi. „Nei, ungfrú, auðvitað ekki, þvi að hann hefir verið í sumarleyfi síðan að þér komuð hingað. Á meðan hefir ein- hver kandáti verið fyrir hann, og það er sagt, að hann hafi verið ákaflega lélegur." Elizabet var að því komin að hlæja, en tókst að stilla sig. „Kandidat átt þú við, Sara mín.“ „Já, ungfrú, það var nú einmitt það, sem ég sagði,“ svaraði Sara ofboð ró- lega. „Frú Jennings, kona kjötkaup- mannsins, eignaðist fyrsta barn sitt um daginn og var alveg komin í dauðann, en blessaður unginn liggur kaldur og stirðnaður í kistunni. Svo er nú stúlkan á pósthúsinu, sem aldrei hefir orðið misdægurt áður. Hún hefir legið í fóta- meini þessa tíu daga, sem dr. Suther- land hefir verið fjarverandi. Og------.“ „Ó, hættu, hættu,“ hrópaði Elizabet skellihlæjandi. „Það hefir áreiðanlega Jane hafði í fyrstu mótmælt þegar Elizabet vildi fá eitthvað að starfa. „Ég bað ekki um þig, góða mín, til þess að vinna fyrir mig. Ég bað aðeins um þig til þess að hafa þig heima hjá okkur.“ En Elizabet sat föst við sinn keip. Hún hafði ekki dvalið meira en dag á Brownleaves, þegar hún var orðin sann- færð um, að Jane hafði meira en nóg að gera. Störf hennar voru mörg við búskapinn, bæði utan húss og innan, svo voru hestarnir og síðast Colin, en ekki sízt. Hann var vitaniega jafn ó- sjálfbjarga og aðrir karlmenn í öllu því, sem snerti þj ónustubrögð. Þess vegna lét Elizabet mótmæli hennar ekki aftra sér, heldur sótti því fastar. „En mig 1 a n g a r til þess að verða að einhverju gagni, og ég bið þig að lofa mér það.“ Jane varð að láta undan, þótt hún væri bæði sjálfstæð og ákveðin. Eliza- bet var ekki búin að vera á Brown- leaves nema hálfan mánuð, en hún var þegar búin að taka að sér dálítinn hluta hinna daglegu starfa. Hún undi vel þessu nýja lífi, einmitt vegna þess, að það var bein mótsetning þess, sem hún hafði átt að venjast. Enda gat hún ekki að því gert, að henni varð á að bera saman hina sístarfandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.