Tíminn - 13.01.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRAKINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTQEFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
RITSTJÓRN ARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA.
OQ AUQLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Siml 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hX
Simar 3948 og 3720.
24. árg.
Reykjavík, laugardagiim 13. jamiar 1940
5. blaö
Hversvcgna var Alþingi ekki
frestað til liausts i
Furðuleg skrif íhaldsblaðanna
um stjórnarsamvinnuna
Víðtal við forsætisráðherra
Styrjöld Itala í Abessiníu
íhaldsblöðin hafa sein-
ustu dagana gert næsta
þing og stjórnarsamvinnu
að umtalsefni á þann hátt,
að það hlýtur að vekja tals-
verða athygli. Þótt reynt sé
í blöðum að túlka málið
þannig, að Framsóknar-
flokkurinn sé óheill í sam-
vinnunni, dylst það engum,
að aðalástæðan er fyrst og
fremst sú, að eitthvað sér-
stakt stendur fyrir dyrum í
Sj álf stæðisf lokknum.
Pyrsta greinin, sem athygli
vakti í þessu sambandi, hét
..Landsfundur SJálfstæðis-
hianna“ og birtist í Vísi 10. þ.
hi- Þar segir frá því, að ákveðið
hafi verið að kalla slíkan fund
saman í næsta mánuði, og bæt-
ir blaðið síðan við:
»I*ótt þessi tími sé ekki eins
heppilegur og vorið, er margt
sem maelir með því, að fundur-
inn verði ekki látinn dragast
lengur.“
Ennfremur segir i greininni:
»Flestir munu hafa gert ráð
íyrir að tíðindalítið yrði í inn-
anlandsmálum á þessu nýbyrj-
aða ári. En það er enganveginn
ffefið að svo verði.“
Phgar nánari skýringar eru
veittar við því, hvað þetta
»marga“ sé, sem valdi því að
landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins megi ekki dragast til vors-
ins.
Næsta dag, 11. þ. m., birtir
Vísir ritstjórnargrein, er nefnd-
ist „Verzlunarfólkið og dýrtíð-
ih‘. Þar er skorað á Alþýðu-
flokkinn, sem látist velviljaður
Samtökungra Fram-
sóknarmanna 10 ára
Elzta félagið 1 Sambandi
uhgra Framsóknarmanna og
fyrsta félag ungra Framsóknar-
manna, et myndað var, F. U. F.
i Reykjavík, á tíu ára starfs að
jhinnast hinn 6. febrúar næst-
homandi. Verður þessa afmælis
hiinnst þann dag með veglegri
samkomu að Hótel Borg, útgáfu
sérstaks hátíðablaðs, og á ann-
an hátt verður leitast við að
Sora þessi tímamót eftirminni-
leg. Er fyrit nokkru hafinn
úndirbúningur að afmælishátíð-
ihni og er þess að vænta, að hún
fari skörulega fram.
Svo sem kunnugt er, er F.U.F.
i íteykjavik fjölmennasta og eitt
hið veigamesta af félögum ungra
Pramsóknarmanna og átti það
ÍQrgöngu að þvi, að Samband
úngra Framsóknarmanna var
stofnað að Laugarvatni vorið
1938, eftir langan og rækilegan
úndirbúning.
Sjálfsagt munu mörg af sam-
bandsfélögunum og einstakling-
ar innan félagssamtaka ungra
Pramsóknarmanna verða til
Þess að senda hinu fyrsta félagi,
sem ungir Framsóknatmenn
^éðust í að stofna, hjartanlegar
kveðjur á afmælisdegi þess.
Eins og gefur að skilja er til-
högun afmælishátíðarinnar enn
eigi ráðin í einstökum atriðum
°g verður slíkt auglýst síðar, eft-
h bvi sem þörf gerist.
Núverandi formaður F.U.F. í
"•eykjavík er Jóhannes G. Helga-
son, kosinn á síðasta aðalfundi
Púss, í nóvembermánuði í haust
er leið.
verzlunarstéttinni, „að ráðast
gegrn verzlunarhöftunum, til
til þess að minnka dýrtíðina í
landinu og efla atvinnu verzl-
unarstéttarinnar“. Að vanda er
svo talað um, að „verzlunarhöft-
in hafi undanfarin ár þrengt úr
hófi fram að hag verzlunar-
stéttarinnar.“
Þriðja daginn, 12. þ. m., birt-
ist Titstjórnargrein í Morgun-
blaðinu um stjórnarsamvinn-
una og er þar auðséð, að Mbl.
vill nú ekki lengur vera eftir-
bátur Vísis i þessum málum.
Þar er því dróttað berum orð-
um að Framsóknarflokknum, að
hann sitji á svikráðum við
stjórnarsamvinnuna, og er eink-
um notað það tilefni, að næsta
þingi skyldi ekki frestað til
hausts. Segir blaðið um þetta
m. a.:
„Eina skýringin, sem fekkst á
þessum óskiljanlegu vinnu-
brögðum, kom frá ráðamönn-
um í Framsóknarflokknum.
Þeir létu svo um mælt, að svo
kynni að fara, að slitna myndi
upp úr stjórnarsamvinnunni og
þá væri betra, að samvinnuslit-
in yrði í vetur eða vor, heldur
en næsta haust, því að kosning-
ar gætu þá farið fram í byrjun
næsta sumars.“
Síðar þennan sama dag end-
uTprentar Vísir þessi ummæli
Mbl. og leggur út af þeim á svip-
aðan hátt. Jafnframt skýrir
blaðið frá því, að Björn Ólafs-
son hafi sagt sig úr gjaldeyris-
og innflutningsnefnd og segir
blaðið í því sambandi, að það
færi deiluna um verzlunarmál-
in á nýtt stig og verði bráðlega
úr því skorið „hvort friður tekst
um verzlunarmálin, svo sem
flestir óska, eða baráttan held-
ur áfram hálfu verri en áður.“
Tímanum þykir sérstök á-
stæða til að vekja athygli á
Útsöluverð á mjólk hér í Reykjavík
hefir nú hækkað um fjóra aura og
verð á rjóma um tuttugu aura. Áður
kostaði mjólk á flöskum 42 aura hver
líter, en kostar hér eftir 46 aura. Rjómi
kostar nú kr. 2.80 hver líter, en var
áður seldur á 2.60. Verðbreytingar
þessar gengu í gildi í dag. Verðlag á
skyri verður hlð sama og verið heflr.
t t t
í gærmorgun varð vart nokkurra
jarðskjálftakippa norðan lands, eink-
um við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslu.
Fundust allmargir kippir á milli kl. 6
og kl. 9 um morguninn. Að þvi er frétzt
hefir, voru kippirnir einna snarpastir
á Húsavík, svo að þar hrundu munir
úr hillum. Á Akureyri fundust einnig
allmargir kippir og hrikti í húsum.
í Dalvík gætti landskjálftakippanna
litið sem ekki. Jarðskjálftamælar hér
í Reykjavík sýndu einn kipp á níunda
klukkutímanum, og virðist hann hafa
verið allharður.
t t t
Þrír nýir vélbátar, eign hlutafélags-
ins Njörður, bættust i fiskiflota ís-
firðinga nú upp úr áramótunum. Þeir
eru hvor um sig um 15 rúmlestir að
stærð, með 45—50 hestafla vélum. —
Heita þeir Bryndís, Hjördís og Valdís.
Bátarnir voru smíðaðir á ísafirði, í
skipasmíðastöð Bárðar G. Tómassonar.
t t t
í hagtíðindum nýútkomnum eru
skýrslur um manndauða árið 1938. 644
hjónavígslur fóru þá fram á öllu land-
samhengi þessara blaðaskrifa.
Það er fyrst eftir,
að Vísir er búinn að segja að
ekki sé hægt að fresta lands-
fundinum til vors, „þótt það sé
heppilegri tími“,
að Vísir er búinn að bjóða Al-
þýðuflokknum upp á sameigin-
lega baráttu gegn Innflutnings-
höftunum,
að Björn Ólafsson er búinn að
segja sig úr gjaldeyris- og inn-
flutningsnefnd,
sem íhaldsblöðin fara að tala
um, að Framsóknarflokkur-
inn sitji á svikráðum við
stjórnarsamvinnuna og hafi
því ekki viljað haustþlng. En
það er vitað mál, að stjórn-
arsamvinnan er nú mjög vin-
sæl, og þess vegna æskilegt
fyrir þann flokkinn, sem kynni
að vilja rjúfa hana, að geta
kennt öðrum um það.
Vegna ummæla íhaldsblað-
anna um þinghaldið í vetur
hefir Tíminn snúið sér til Her-
manns Jónassonar forsætisráð-
hera og átt við hann eftirfar-
andi viðtal:
„Ég vil fyrst taka það fram“,
segir hann, „að það er misskiln-
ing-ur, að það hafi verið þing-
menn Framsóknarflokksins að-
eins, sem ekki vildu fresta
þinghaldi þessa árs. Ýmsir þing-
menn úr Sjálfstæðisflokknum
og öðrum þingflokkum, voru
mjög ákveðið þeirrar sömu
skoðunar, að ekki bæri að fresta
þinginu.
„Er ekki ákveðið 1 stjórnar-
skránni að Alþingi skuli háð
15. febrúar?“
„í stj órnarskránni er svo fyrir
mælt, að Alþingi skuli háð eigi
síðar en 15. febrúar ár hvért —
en að breyta megi þessu með
lögum. Margir þingmenn töldu
ekki ráðlegt, svo ískyggilegt sem
ástandið nú er, að setja lög um
frestun þinghalds, þótt það sé
að vísu ljóst, að kalla hefði
mátt Alþingi saman hvenær sem
þörf gerðist, þrátt fyrir heim-
ildarlög til frestunar. En ýmis-
legt annað kom hér og til álita.“
„Og hvað helzt?“
„Alþingi hefir stundum verið
frestað til haustsins til þess að
frá fjárlögum yrði gengið sem
(Framh. á 4. síðu.J
Inu, eða sem næst 5,4 hjónavigslur á
hvert þúsund landsmanna. Hafa hlut-
föll þessi verið svipuð þrjú undanfar-
ín ár, en mun hæiTi árin 1916—1935,
6,4—6,9 á hvert þúsund landsmanna.
r t r
Árið 1938 fæddust hér alls 2326 lif-
andi börn, eða 19,7 á hvert þúsund
landsmanna. Er það lægri hlutfallstala
heldur en nokkru sinni áður um mjög
langan aldur. Hefir fæðingum æ farið
hlutfallslega fækkandi hér á landi um
langt skeið. Þannig fæddust árin 1916
—20 að jafnaði 26,7 lifandi börn á
hvert þúsund landsmanna. Benda
þessar tölur ískyggilega mikið til þess,
að mannfjölgunin muni í framtíðinni
eigi verða jafn hraðfara og verið hefir.
Meira hefir fæðzt af sveinbörnum en
meybörnum, þannig að á móti hverjum
1000 meybörnum eru 1071 sveinbarn.
Andvana fæddust 62 börn árið 1938,
en 58 árið áður. Af öllum bömum, er
fæddust árið 1938, voru 563 óskilgetin,
eða um 23,6 af hverju hundraði fæddra
barna. Er það hærri hlutfallstala
heldur en nokkru sinni áður hér á
landi í heila öld. Hefir hún sifellt farið
hækkandi síðari ár, var árin 1916—1920
til jafnaðar aðeins 13,1%. Alls dóu hér
á landi 1204 menn árið 1938, eða 10,2
af hverju þúsundi landsmanna. Er það
lægri hlutfallstala heldur en verið
hefir um skeið, var áður lægst 1933; þá
dóu 10,3 af hverju þúsundi lands-
manna. 66 börn innan eins árs aldurs
dóu á árinu, eða 2,8 af hverju hundr-
í vor eru liðin þrjú ár síðan
ítalir náðu höfuðborg Abessiníu,
Addis Abeba, á vald sitt og aðal-
styrjöldinni þar var lokið. Þá um
sumarið bárust fregnir um
minniháttar skærur milli ítala
og smáflokka Abessiníumanna
víðsvegar í landinu. Næsta vetur
gerðist sá atburður í Addis
Abeba að átta sprengjum var
kastað að ítalska varakonungin-
um, er hann var viðstaddur há-
tíðahöld. Síðan hafa litlar
fregnir borist frá Abessiníu og er
Ijóst að ítalir gera sér far um,
að láta sem minnst fregnast
þaðan.
Sænskur blaðamaður, Axel
Svensson.fékk leyfi til að ferðast
1 Abessiníu siðastliðið sumar, en
hann hafði áður ferðast þar fyr-
ir 10 árum síðan. Eftir heim-
komuna skrifaði hann bók um
stjórn ítala í Abessiníu og fer
hér á eftir stutt yfirlit um efni
hennar, lauslega þýtt úr sænska
vikuritinu „Nu“:
— Heildarsvipurinn á þeim
breytingum, sem orðið hafa í
Abessiníu seinustu árin, virðast
ekki geðþekkar A. Svensson, en
hann lætur eigin skoðanir þó yf-
irleitt lítið í ljósi. Hann reynir
að sýna ítölum fulla sannsýni
og viðurkennir margt það, sem
þeir hafa vel gert.
Þýðingarmesta starf ítala tel-
ur hann vegarlagningarnar. Þeir
hafa lagt vegi, sem eru samtals
5000 km. eða álíka og vegalengd-
in milli Parísar og New York.
Er þetta mikill árangur, þegar
miðað er við það, sem gert hefir
verið í ýmsum hliðstæðum ný-
lendum.
Næst kemur landnám ítala í
Abessiníu. Reynslan hefir sýnt,
að erfitt hefir verið að fá hvíta
menn til búsetu í löndum með
svipuðum náttúruskilyrðum og
veðurfari og eru I Abessiníu.
Einkum hafa hvítir menn ekki
viljað vinna erfiðisvinnu á slík-
um stöðum. Landnámi ítala er
ætlað að brjóta þessa venju og
Mussolini hefir eitt sinn sagt, að
flmm milljónir hvítra manna
skyldu vera í Abessiníu I árslok
1940. Fyrir rúmu ári síðan voru
um ein millj. ítala í Abessiníu.
Innflutningur ítala þangað fer
eftir ákveðinni áætlun og eru
aði. Er það minni barnadauði en verið
hefir áður og hefir þó barnadauði ver-
ið minni hér heldur en í flestum lönd-
um álfunnar. Mismunurinn á tölu
barna, er fæðst hafa lifandi, og dá-
inna er 1122. Er það meiri munur held.
ur en árið 1937, en minni en flest und-
angengin ár. Þessar tölur sýna þó ekki
fólksfjölkunina í landinu, þar eð á ári
hverju flytur talsvert af fólki úr landi
og aðrir til landsins. Árið 1938 virðist
74 manns hafa flutzt til landsins um-
fram þá, er brott hafa flutzt. En alls
voru landsmenn taldir vera 118.290
árið 1938.
r t r
Nú á næstunni verða bændanáms-
skeið haldin á um 20 stöðum austan
lands. Er það Búnaðarsamband Aust-
fjarða og Búnaðarsamband Norður-
Þingeyinga, sem eiga hlut að nám-
skeiðum þessum. Frá Búnaðarfélagi ís-
lands mimu Pálmi Einarsson, Halldór
Pálsson, Ragnar Ásgeirsson og Gunnar
Bjarnason flytja erindi á námskeiðum
þessum og leggja þeir af stað héðan
með Lagarfossi um miðja næstu viku.
Verða fyrstu námsskeiðin haldin í Fá-
skrúðsfirði og Norðfirði. Auk þeirra
manna héðan úr Reykjavík, er flytja
erindi á námsskeiðinu mun í ráði, að
búnaðarsamböndin leggi til einn fyrir-
lesara. Flest námsskeiðin standa 2—3
daga. Er þetta einn umfangsmesti
námsskeiðsleiðangur, sem efnt hefir
verið til hér á landi.
menn valdir með' tilliti til þess,
að þar verði nægt vinnuafl til
hinna ólíkustu starfa. (Þeir
munu margir, sem engan veginn
fara sjálfviljugir, og er hér því
um einskonar sveitarflutninga
að ræða. Aðrar nýlendur hafa
menn yfirleitt byggt af frjálsum
vilja).
Hlutskipti landnemanna er
langt frá því eftirsóknarvert að
dómí Svenssons. Það má telja
næstum fullvíst, að flestir þeirra
verða að dvelja í Abessiníu alla
æfi, en heimþráin gerir vitan-
lega vart við sig. Flestur aðbún-
aður er líka yfirleitt mun verri
en hann er hjá fátækasta sveit-
arfólki í Ítalíu. Svensson segir
m. a. frá viðtali, sem hann átti
við einn landnemann. Hann
skýrði frá þeim glæstu vonum,
sem landnemarnir hefðu gert
sér um náttúruauðlegð Ítalíu
áður en þeir komu þangað.
Reyndin hefði hinsvegar orðið
sú, að útflutningur frá Abessiníu
hafði minnkað síðan ítalir komu
þar til valda, og frá Ítalíu, sem
er illa aflögufær, verður að
senda meira og minna af mat-
vælum og annari nauðsynjavöru
tií hersins og landnemanna í
Abessiníu.
Svensson telur harðstjórn ítala
ekkl nærri eins mikla og orð sé
á gert. Abessiníumenn hafa t. d.
fengið að halda hinum gömlu
dómstólum sínum, en þeir eru
þó raunar ekki lengur annað en
einskonar undirréttir, og er
hægt að vísa úrskurðum þeirra
til yfirdómstóla ítala, þar sem
dæmt er eftir ítölskum ný-
lendulögum. Hinsvegar dæma
dómstólar Abessiníumanna eft-
ir hinum gömlu lögum og sið-
venjum þjóðarinnar. Engin höft
hafa verið lögð á trúarbragða-.
frelsi í landinu, en öðrum en ít-
ölum er bannað að stunda þar
trúboð. Þrælahaldinu reyna ít-
alir smásaman að útrýma, en
nota þó ekki gegn því róttæk-
ari aðgerðir en Abessiníukeis-
ari gerði. í afskekktustu héruð-
um landsins viðgengst enn
þrælaverzlun. í heilbrigðismál-
um hefir ástandið heldur batn-
að síðan ítalir komu til valda.
Andstaða Abessiníumanna
gegn ítölum er ennþá hvergi
nærri sigruð til fulls og ýms
torsótt fjallahéruð eru enn á
valdi Abessiniumanna, sem
sýna ítölum fullan fjandskap.
ítölum myndi vafalaust vera í
lófa lagið að brjóta þessa and-
stöðu á bak aftur, en það myndi
hafa mikinn kostnað og fyrir-
höfn I för með sér. ítalir hafa
því heldur valið þá leið, að
reyna að hindra alla flutninga
til þessara staða og láta nauð-
synj askort og skotfæraleysi
neyða uppreisnarflokkana til
uppgjafar. En þetta verður
hægra sagt en gert, því að upp-
reisnarflokkarnir eiga öruggt
fylgi meðal Abéssiníumanna í
þeim landshlutum, sem ítalir
hafa á valdi sínu, og þeir reyna
að hjálpa þeim eftir megni.
Heildarmyndin, sem _ bók
Svenson dregur af stjórn ítala
í Abessiníu, er samsett af all-
miklum andstæðum. Sumt hefir
verið gert til bóta, annað gagn-
stætt. En það, sem mestu skipt-
ir fyrir ítali sjálfa, er þetta:
Abessiniu-æfintýrið hefir þegar
kostað þá geysilegar fórnir og
fjármuni, sem enn hafa ekki
gefið neinn arð og enginn veit,
hver árangurinn verður. Ef til
vill skýra þessar þrengingar ít-
ala það að nokkru leyti, hvers-
vegna þeir vilja vera hlutlausir
í Evrópustyrjöldinni. Þeir hafa
samt nóg á sinni könnu.
Aðrar fréttir.
Það hefir verið opinberlega
tilkynnt, að 25 þús. manns hafi
farizt af völdum jarðskjálft-
anna í Tyrklandi um jóla-
leytið og 80 þús. manna særst.
Um 30 þús. hús eyðilögðust í
jarðskjálftunum.
Á víðavangi
Skrif íhaldsblaðanna undan-
farið um samvinnu stjórn-
málaflokkanna vekja að vonum
talsver'ða athygli. Allir Sjálf-
stæðismenn, sem nokkuð þekkja
til, vita að Framsóknarflokkur-
inn stendur heill og óskiptur að
núverandi stjórnarsamvinnu.
Þeir vita það jafnframt, að eins
og nú er ástatt, er óvinsælt að
slíta samstarfinu. Sá flokkur,
sem eyðilegði samstarfið með
óheilbrigðum kröfum til sam-
starfsflokkanna, myndi hljóta
óungán áfellisdóm þjóðarinnar.
* * *
Það er alkunnugt, að Sjálf-
stæðisflokkurinn var upphaf-
lega og er enn klofinn í tvennt,
með og móti samstarfi. Sá orð-
rómur gengur, aö innan þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins hafi
áttmenningarnir aukið liðstyrk
sinn, þar sem kaupmennirnir
hafi tangarhald á sumum ní-
menningunum. Það dylst engum,
sem les ritstj órnargreinar í-
haldsblaðanna seinustu dagana,
hvor armurinn það er, sem
stjórnar pennanum um þessar
mundir. Það er boðaður lands-
fundur íhaldsmanna í næsta
mánuði og sagt, að „þótt þessi
tími sé að sumu leyti ekki eins
heppilegur og vorið, er þó margt
sem mælir með því, að fundur-
inn verði ekki látinn dragast
lengur.“ Hvað er þetta „marga“,
sem veldur því, að ekki má
fresta fundinum til vors? Næsta
dag er Alþýðuflokkurinn beðinn
um hjálp til að afnema inn-
flutningshöftin. Hversvegna
þessi liðsbón til Alþýðuflokks-
ins? Þriðja daginn er svo Fram-
sóknarflokkurinn ásakaður fyrir
að sitja á svikráðum við stjórn-
arsamvinnuna, án þess að
nokkur minnstu rök séu til-
greind. Hvers vegna þessar til-
efnislausu aðdróttanir?
* * *
í Vísi í gær eru allar þessar
gátur ráðnar. Þar segir um
brottför Björns Ólafssonar úr
gjaldeyxisnefndinni: „Virðist
það benda til þess, að deilan um
skipulag innfiutnings- og gjald-
eyrismála sé komin á það stig,
að verzlunarstéttin viiji engan
þátt eiga i framkvæmd þessara
mála, ef nauðsynlegar og sjálf-
sagðar breytingar ná ekki fram
að ganga. Úrsögn Björns úr
nefndinni sýnir ótvírætt, að
fyllsta alvara er á bak við kröf-
ur þær, sem settar hafa verið
fram.“ Ennfremur segir: „Úr-
sögnin er mikilvæg að því ieyti,
að hún markar áfanga á langri
deilu og úr því hlýtur að vera
skorið mjög bráðlega, hvort
friður tekst um verzlunarmálin,
svo sem flestir óska eða baráttan
heldur áfram hálfu verri en
áður.“
* * *
Það eru m. ö. o. kaupmanna-
hagsmunirnir, sem hér eru að
verki. Nú eins og fyrr valda þeir
andstöðu nokkurshluta íhalds-
ins gegn stjórnarsamvinnunni.
Það er auðsjáanlega geigur í
íhaldsblöðunum við það, að þessi
umbrot innan Sj álfstæðisflokks-
ins geti leitt til óvinsælla sam-
vinnuslita af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins og þessvegna er reynt
að koma af stað þeim orðrómi,
að Framsóknarflokkurinn ætli
að stofna til kosninga. En þessi
blekking íhaldsblaðanna er svo
augljós, að hún mun áreiðan-
lega ekki villa neinn.
* * *
Fjandskapur kaupmannaliðs-
ins gegn stjórnarsamvinnunni
sést glöggt á skrifum Vísis um
fjárlögin. Blaðið reynir stöðugt
að vekja deilur um afgreiðslu
þeirra á seinasta þingi. T. d.
skrifar Árni frá Múla í gær:
„Sjálfstæðismenn sættu sig við,
að fjárlögin væru afgreidd með
hærri útgjöldum en verið hefði,
ef þeir hefðu fengið einir að
ráða. Og hinir gömlu stjórnar-
flokkar sættu sig fyrir sitt leyti
við, að útgjaldahækkanirnar
(Framh. á 4. slðu.J
A KROSSGÖTUM
Mjólkurverðið. — Landskjálftakippir norðan lands. — Nýir fiskibátar. —
Hjónavígslur 1938. — Fæðingar og manndauði 1938. — Búnaðarnámskeið
austanlands.