Tíminn - 23.01.1940, Page 4

Tíminn - 23.01.1940, Page 4
36 TÍMIM, þriSjndagiim 33. jamúar 1940 9. blaS Bnkur (Framh. af 3. síðu) hagsatriði er þó þessi fram- leiðsla ekki.heldur veldur hitt.að nokkrir örðugleikar eru á útveg- un rótargerlanna og auk þess sem þeir þola ekki langan flutning né langa geymslu, en dýrt spaug fyrir menn, ef rækt- unin mistekst af þeim sökum. Margir bændur binda miklar vonir við belgjurtaræktina. Sigurður J. Líndal á Lækja- móti ritar grein um saman- burðarsýningu á sauðfé í Rom- mehed í Dölum í Svíþjóð síðast- liðið sumar. Gerir hann þar grein fyrir eiginleikum ýmissa norrænna fjárkynja og er margt fróðlegt í þeirri frásögu. Loks eru skýrslur um verðlag á ýmsum vörum, fjárveitingar ríkisins til landbúnaðarins o. fl. Ferðasaga (Framh. af 3. síðu) í yfir 100 ár. Þar sló því oft niður á ferðamenn, en aldrei nema á einn í senn, þótt margir væru þar á ferð, en sá, er fyrir því varð, féll jafnan dauður nið- ur. En þó kom oft fyrir að menn færu um skarðið án þess að verða fyrir neinu illu. En um 1730 urðu svo mikil brögð að þessu, að helzt var álitið stafa myndi frá illum anda. Bauð þá biskup landsins Þorleifi Skafta- syni prófasti, að halda guðsþjón- ustu og bænagerð þar á staðn- um. Altari var byggt úr grjóti og guðsþjónusta haldin í viður- vist margra manna. „Þetta skeði um 1735 og frá þeim tíma hefir enginn orðið þar fyrir neinu illu“, segja þeir ferðafé- lagar. Og ekki bæta þeir neinni athugasemd við þessa sögu, þótt þeir séu því annars vanir, þegar um hjátrú og hindurvitni er að ræða. Og nú er grjótaltarið lík- lega fokið út í veður og vind. Ég leit á landabréfið snöggvast, í góða veðrinu sunnan við skarðið, hneppi svo að mér jakkanum og fer upp í óveðrið og úrkomuna. Fyrst er það slydda, en von bráðar er hún orðin að rigningu, sunnlenzkri slagviðris rigningu. En undir eins hallar undan fæti, því að skarðið er mjótt og ég tek af mér krókaleiðir og held beint niður. Eftir stundarfjórðungs bil kemur bíllinn á móti mér og kl. 2.45 er ég kominn niður til Sódóma Norðurlandsins, Siglu- fjarðar, og sezt að í áfengis- útsölu hins unga og sjálfstæða íslenzka ríkis. Þar sezt ég að hjá mínu gamla vinafólki austan úr Mýr- dal, Bjarna Kjartanssyni fyrr- um kaupfélagsstjóra í Vík og konu hans, Svanhildi, dóttur kempunnar Einars Hjaltasonar. Þeir Bjarni og Einar björguðu einu sinni lífi mínu, er ég hafði lent í snjóflóði ásamt öðrum strákum í Vík, árið 1906. En sú frásögn rúmast ekki í þessari ferðasögu, sem er orðin lang- röndótt og verður að fara að enda. Ég hefi komið 4 sinnum til Síglufjarðar, en þó aldrei séð tÍR BÆNUM Um daglnn og veginn. Nú er hann Héðinn fallinn frá formannstróninum dýra. Búið er erfitt stjómarstjá, slokknuð hans valdatýra. Var hann ætið á vorri jörð villugjarnt lamb í Stallns hjörð, öðrum þó ætti að stýra. Z. Kosningunum í Dagsbrún lauk þann veg, að B-listi, listi Sjálf- stæðismanna og Alþýðuflokksmanna, hlaut 729 atkvæði við stjórnarkosningu og 717 atkvæði við trúnaðarráðskosn- ingu og fékk alla frambjóðendur sína kjörna. Á-listinn, listi kommúnista og Héðins Valdemarssonar, hlaut 636 at- kvæði við stjórnarkosningu og 622 at- kvæði við trúnaðarráðskosningu. Fundi F. U. F. í Reykjavík, sem auglýst var i laugardagsblaðinu að yrði haldinn i kvöld.er af sérstökum ástæðum frestað til næsta kvolds, mið- vikudagskvölds. Verður hann þá hald- inn i Sambandshúsinu, eins og ráð- gert hafði verið, og hefst klukkan 8,30. Dagskrá er eins og áður hefir verið augl’"’st: Stjórn félagsins skýrir frá undirbúningi þeim, sem gerður hefir verið vegna 10 ára afmælis félagsins. Til umræðu verða: Uppeldisáhrif sveita og bæja, framsögumaður Karl Sveinsson; launamál, málshefjandi Jón Helgason blaðamaður. — Þátttak- endum á stjórnmálanámskeið S. U. F. boðið á fundinn. Árshátíð Samvinnuskólans verður haldin í Oddfellowhúsinu næstkomandi föstudagskvöld. Núver- andi og eldri nemendur ættu að fjöl- menna. Samkoman hefst klukkan 9. hann, því það hefir alltaf verið að kvöldi eða nóttu til. Og eins fór nú. Ég sit í ró hjá Svanhildi og Bjarna það sem eftir var dagsins og nóttina með, til morguns, þegar klukkan var að ganga 7. Þá fór mjólkurbátur- inn til Akureyrar. Við erum fáir farþegarnir, ólgan óx því meir sem við fjar- lægjumst kaupstaðinn. Við ber- um okkur karlmannlega og sá yngsti tekur munnhörpuna og hásetaklefinn fyllist af hljómum — nýjustu danslögin draga at- hyglina frá veltingnum. Einn eftir einn skríður samt 1 rúm- fletin hásetanna og þegar við er- um á móts við Helluna, þá hættir hljómlistin skyndilega. Og síð- an ekki söguna meir, þá sjó- ferð. Eftir 4—5 tíma erum við komnir á Dalvík, þar förum við í land, fáum okkur bíl inn til Akureyrar. Þaðan slapp ég eftir tvo daga, með síðustu hraðferðinni til Reykjavíkur. Ragnar Ásgeirsson. Á víðavangi. (Framh. af 1. síOu.) stæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn ættu að mynda stjórn, án þátttöku Alþýðu- flokksins. — Framsóknarflokk- urinn tók þetta mál síðan upp á næsta þingi á þeim grund- velli, sem forsætisráðherra hafði lagt með framangreindum um- mælum, þar sem ástandið var þannig í alþjóðamálum að full nauðsyn virtist fyrir slíka stjórn. Þurfti að bíða alllengi eftir þeirri ákvörðun Sjálfstæðis- flokksins, að hann tæki þátt í samstarfinu, og greiddu 8 af 17 þingmönnum flokksins atkvæði gegn því. Verðlag og viðsklpta- ráðstafanir innanlands (Framh. af 2. siðu) öllum helztu nauðsynjum. Þann- ig hefir nefndin komið í fram- kvæmd, og beitt sér fyrir með samkomulagi við innflytjendur, víðtækum verðjöfnunarsamn- ingum um kol, olíu og nokkrar fleiri vörur. Er starf nefndar- innar því orðið afar umfangs- mikið, og fylgir því mikil á- byrgð. Fer því alls fjarri, að æskilegt sé, að þurfa að hafa svo víðtæk afskipti af þessum málum, en hjá því verður alls ekki komizt. Yfirleitt má segja, að kaup- menn, kaupfélög »g iðnrekend- ur, sem eiga að búa við starf- semi verðlagsnefndar, hafi tek- ið afskiptum hennar af skiln- ingi, — þótt auðvitað séu ein- stakar undantekningar frá því, eins og gerist og gengur. Það er merkilegt, og full ástæða til að geta þess hér, að á íslandi hafa verið sett lagaákvæði um það með samþykki allra aðal- flokkanna, að eldri vörubirgðir mætti ekki hækka í verði nema með sérstöku samþykki verð- lagsnefndar, en um svipuð laga- ákvæði hafa orðið hinar hörð- ustu deilur í nágrannalöndum okkar. Má sjálfsagt fyrst og fremst þakka það stjórnmála- samstarfinu hér, að svo ágrein- ingslaust hefir orðið um lausn þessara mála. Nú hefir verið horfið að því ráði, að ákveða kaupgjald fyrir líðandi ár í hlutfalli við hækk- un framfærslukostnaðar. Eins og nú er komið eiga framleið- endur því jafnvel mest allra undir því, að hægt verði að halda verölaginu á neyzluvör- um innanlands á eðlilegum grundvelli. Ég efast ekki um, að verðlagsnefnd mun gera það sem hún getur, en þó mun það ekki reynast einhlítt, þarf hún mjög að styðjast við þegnskap þeirra, sem undir eftirlitinu eiga að búa, og viðskiptin annast. Jafnframt verður hún að njóta aðstoðar alls almennings, ef starf hennar á að ná tilgangi sínum. Þótt eigi geisaði ófriður nema fjóra síðustu mánuði ársins 1939, þá má víst segja það með full- um rétti, að stríð og stríðsótti hafi sett svip sinn á allt við- skiptalíf þess árs. Framan af árinu bjuggust menn hálft í hvoru við styrjöld, — en þó lögðu margir naumast trúnað á, að svo myndi fara, fyrr en ófrið- urinn var orðin staðreynd. Allt viðskiptalíf var háð í kveljandi óvissu. Áttu menn að vænta þess, að friðsamleg lausn fengist á deilumálum þjóðanna, dregið yrði úr vigbúnaði og verðlækk- un yrði almenn? — Eða áttu menn að búast við stríði og verðhækkun? Áttu menn að leggja áherzlu á innkaup eða áttu menn að draga þau eins og fært var? Ríkisstjórnin taldi rétt, að vera við öllu búin eftir því sem föng stóðu til, og miðaði ráð- stafanir sínar við það, að til ófriðar kynni að koma. Stjórn- inni var það að vísu Ijóst, að óhugsandi var að ríkissjóður keypti nokkuð að ráði af varningi til þess að liggja með, til öryggis, ef ófrið bæri að höndum. En þrátt fyrir það taldi hún rétt að gera ráðstaf- anir til þess að hraðað yrði inn- kaupum á brýnustu nauðsynja- vörum. í maímánuði athugaði ríkis- stjórnin, í samráði við nefnd þá, er skipuð hafði verið til þess að gera tillögur um undirbún- ing ef til ófriðar drægi, hvaða nauðsynjar yrði óhjákvæmilegt að kaupa vegna síldarútvegsins og annarrar framleiðslu sum- arsins. Hafði nefndin og ríkis- stjórnin samband við innflytj- endur og hvatti til þess að hrað- að yrði innkaupum þessa varn- ings svo sem unnt væri. — Um mánaðamótin júlí og ágúst byrjaði ríkissjórnin að athuga um innkaupin til vetrarins, og var þá haft samband við inn- flytjendur helztu útgerðarnauð- synja, einkum kola, — og svo bankana. Hvatti ríkissjórnin til þess að kaup yrðu gerð þá þegar, og kynnti sér, að möguleikar voru þá fyrir hendi til þess að fá lengri gjaldfresti en venjulega, og myndu því kaupin ekki þyngja gjaldeyrisverzlunina þótt þau væru gerð strax. Er hér ekki hægt að rekja áhrif þessara ráðstafana í ein- stökum atriðum, en þegar stríð- ið skall á, s. 1. september, voru birgðir hér af sumum nauðsynj- um með meira móti, miðað við þann árstíma. * Eftir að stríðið skall á, var þessu starfi haldið áfram í samráði við innflytjendur, og unnið að útvegun þeirra vara, sem mest reið á. Hafði áður far- ið fram athugun á birgðum ýmsra helztu útgerðarnauðsynja og hráefna, og voru skýrslur um það efni tilbúnar í stríðs- byrjun, og hafðar til hliðsjón- ar. í stríðsbyrjun gerðist vöru- afgreiðsla í Bretlandi mjög örð- ug nema á kolum, og var þá þegar brugðið við og byrjað á viðskiptum við Ameríku, og hafa þar verið keyptar reglulega síð- an nokkrar þýðingarmiklar vörutegundir, s.s. sykur, korn- vörur, smjörlíkisolíur o. 'fl. Um sama leyti var ákveðið að ráða Vilhjálm Þór sem viðskiptafull- trúa ríkisstjórnarinnar í New York. Um það leyti, sem ófriðurinn brauzt út, varð það ljóst, að nokkrir örðugleikar myndu verða á því að koma við aðdrætti helztu neyzluvara, þar sem mik- ill fjöldi innflytjenda starfaði að þessum málum. Gengu kaup- menn þeir, sem unnið höfðu að innflutningi helztu nauðsynja, í félag og stofnuðu innflytj enda- samband kaupmanna. Starfar það eins og nú standa sakir, að innflutningi þess varníngs, er skömmtunin nær til, t. d. kaffi, sykurs og kornvara, og má vera að það færi út starfssvið sitt síðar. Er því það fyrirkomulag á kaupum þessara vara nú, að Samband íslenzkra samvinnu- félaga og innflytjendasamband kaupmanna annast þau að lang- samlega mestu leyti og standa þessar stofnanir í sambandi við ráðuneytið og skömmtunarskrif- stofu þess. Skömmtunarskrif- stofan fylgist með birgðum þessa varnings á hinum ýmsu stöðum á landinu og þörfinni fyrir þær. Síðan eru kaup ákveð- in af innflytjendum í samráði við skrifstofuna, en Eimskipa- félag íslands hleður skip sín þessum vörum eftir samkomu- lagi við þessa aðila. Ennfremur fylgist ráðuneytið með birgðum og innkaupum á ýmsum öðrum nauðsynjavörum. Hefir skrif- stofa innflutnings- og gjald- eyrisnefndar haft með höndum skýrslusafnanir í þessu skyni þegar ekki er um skömmtunar- vörur að ræða. í byrjun stríðs bar á því, að krafizt var staðgreiðslu fyrir ýmsar vörur, sem áður höfðu verið keyptar með gjaldfresti. Gerði þetta og gerir enn mjög mikla greiðsluerfiðleika. Hefir því verið þörf hinnar nánustu samvinnu á milli bankanna og ráðuneytisins til þess að sjá um að gjaldeyrir sá, sem inn hefir komið, fari íyrst og fremst til greiðslu þeirra nauðsynja, sem brýnastar voru og að þeir sætu fyrir, sem mesta hafa þörfina. Hafa að þessu unnið fulltrúar þessara stofnana, sem starfað .OAMla Btó--— Valsakóngurínn Johann Strauss. Amerísk kvikmynd um tónskáldið fræga og hina ódauðlegu valsa hans. Aðalhlutv. leika: LUISE RAINER, FERNAND GRAVEY og MILIZA KORJUS. hafa síðan 1938 að samræmingu gj aldeyrisverzlunarinnar. Með samstarfi innflytjenda, bankanna og ráðuneytisins og þeirra stofnana, sem starfa í umboði þess, hefir tekizt þrátt fyrir allt að afla hinna brýnustu nauðsynja, og ekki enn sem komið er orðið tilfinnan- legur skortur á neinu, sem þurft hefir til framleiðslunnar, en oft hefir reynzt örðugt og snún- ingasamt að sinna þessum mál- um. Munu birgðir helztu nauð- syna hafa aukizt allverulega frá því, sem þær voru i stríðs- byrjun. Hefir jafnan verið hin bezta samvinna milli ráðuneyt- isins og hinna opinberu stofn- ana annarsvegar og innflytj - endanna hinsvegar. Fyrir alllöngu síðan var það ljóst, að ekki myndi verða kom- izt hjá því að setja á skömmtun helztu lífsnauðsynja aðfluttra, ef til ófriðar kæmi. Hafði verið unnið að undirbúningi þessa máls í viðskiptamálaráðuneyt- inu, og um það leyti, sem ófrið- urinn byrjaði, lágu fyrir full- gerðar áætlanir um fyrir- komulag þessara mála. Hinn 1. september var gefin út reglugerð um það fyrir- komulag, er gilda skyldi til bráðabirgða. Var augljóst, að óhugsandi myndi að koma því fyrirkomulagi á þá strax, er við- unandi væri til frambúðar. Um leið og bráðabirgðafyrirkomu- lagið var sett á laggirnar, var unnið að endanlegu skipulagi þessara mála. Hinn 16. september, eða hálfum mánuði eftir að stríð- ið skall á, voru skömmtun- arseðlar, ásamt fyrirmælum um skömmtunina komnir út um allt land, og byrjaði skömmtunin frá þeim degi að telja. Þess er að vænta, að alltaf eigi sér stað nokkur óánægja með vöruskömmtun. Þarfir manna eru svo misjafnar og venjurnar svo ólíkar, að sitt hentar í rauninni hverjum. Þegar menn svo neyð- ast til að setja öllum sömu regl- ur, þá verða hinir verstu árekstr- ar við venjur manna. En hjá slíku verður ekki komizt. Ef ekki væri vöruskömmtun, ættum við sífellt yfirvofandi, að hinir bet- ur megandi keyptu upp vöru- birgðir, en hinir sætu eftir með sárt ennið, og fengju litið sem ekkert. Þessi hætta er alltaf fyrir hendi þegar vænta má verðhækkunar, og meðan óvissa rlkir um aðflutninga til lands- ins og enginn veit nema sigl- ingar teppist þegar minnst var- ir. Ég hefi oft orðið þess var, að menn langar til þess að vita, hve mikið muni sparast vegna skömmtunarinnar. Ráðuneytið hefir reynt að gera sér grein fyrir þessu með aðstoð skömmt- unarskrifstofu ríkisins, en það liggja þó ekki fyrir þær upp- NÝJA BÍÓ Dóttir póstaf- greiðslumaimsiiis Frönsk afburða kvikmynd gerð eftir samnefndri sögu rússneska stórskáldsins Al- exanders Puschkin. Aðal- hlutverkið leikur einn af mestu leiksnillingum nú- tímans HARRY BAUER, á- samt Jeanine Crispin, Ge- orges Rigaud o. fl. Mynd- in gerist í St. Pétursborg og í nánd við hana á keis- aratímunum i Rússlandi. Kynnist franskri kvik- myndalist. Börn fá eki aðg. lýsingar um neyzluna síðan skömmtun hófst, að unnt sé að svara þessu nákvæmlega. En ef við miðum annarsvegar við inn- flutning þessara vara undan- farið og hinsvegar við það, að menn noti að fullu skömmtun- arseðla sína, sem þó verður að sjálfsögðu ekki, þá mun láta nærri, að með núverandi verð- lagi á skömmtunarvörum, komn- um hér á höfn, sparist um 1 miljón og 350 þúsundir króna á skömmtunarfyrirkomulaginu. Gert er þó ráð fyrir að sparnað- urinn verði meiri,, þar sem sumir munu ekki nota til fulls skömmtunarseðla sína, eins og áður er sagt. Er sparnaðurinn langmestur á sykri, eða 1370 smál. Þá getur þótt fræðandi að geta þess, að ef sykurskammt- urinn væri lækkaður úr 2 kg. á mánuði í 1,5 kg., þá myndi spar- ast á því um hálf miljón króna, miðað við núverandi verð á sykri, komnum hér í höfn. Ef að sama skapi yrði dregið úr hveitiskammtinum, virðist það myndi spara 600 þús. kr. Sam- tals yrði sparnaðurinn á þess- um tveimur liðum um. 1,1 milj. kr., ef skammturinn yrði lækk- aður um 25%, frá því sem nú er. Áður en skilist er við að gera grein fyrir þeim ráðstöfunum í sambandi við verzlunina, er sér- staklega hafa verið gerðar í sambandi við ófriðinn, er rétt að geta þess, að með sérstökum lög- um hefir verið á fót sett út- flutningsnefnd. Þarf nú að fá útflutningsleyfi fyrir öllum vör- um, sem úr landi eru fluttar. Er þetta fyrst og fremst gert til þess að hindra, að vörur séu seldar fyrir lægra verð en fáan- legt er fyrir þær. Áður en þetta fyrirkomulag var upp tekið, heyrði útflutningur sjávaraf- urða að mestu leyti undir 3 að- ila: Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, fiskimála- nefnd og síldarútvegsnefnd. En öll þessi fyrirtæki starfa undir yfirumsjón atvinnumálaráðu- neytisins. Viðskiptamálaráðu- neytið hafði hinsvegar eftirlit með útflutningi upp í „clear- ing“-viðskipti. Það þótti því rétt að útflutningsnefnd starfaði á vegum atvinnumálaráðuneytis- ins, og mun atvinnumálaráð- herra væntanlega gera grein fyrir störfum hennar í yfirliti því er hann flytur, eftir því sem hann telur ástæðu til. Þá hafa verið rakin aðalatriði þessara innanlandsráðstafana vegna ófriðarins. M.s. Helgi fer frú Reykjavík til Vest- mannaeyja miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 8 síðd. Flutningi sé skilað fyrri kl. 3 sama dag. 110 Margaret Pedler: ekki út fyrir það og talaði heldur ekki þannig, ekki einu sinni þegar hann var með óráði, en það var hann dögum sam- an.“ „Þetta verður flóknara og flóknara,“ sagði Colin. „Já, nú er ég til dæmis farin að hugsa um það, hvers vegna hann hafi gengið í herinn undir fölsku nafni,“ sagði Jane glaðlega. „Falskt nafn var ennþá óþarf- ara í stríðinu en endranær.“ „Hvað var hann gamall, Jack?“ spurði Colin. „Hann var barnungur þá, hann er ekki meira en svo sem þrjátíu og þriggja ára núna.“ „Þá liggur eitthvert óhappaverk á bak við, eða eitthvað svoleiðis," sagði Colin. „Máske að kærastan hans hafi snúið baki við honum og hann svo þotið í her- inn undir nafninu Smithers, með höf- uðið fullt af draumórum um það að losna við fortíðina fyrir fullt og allt. Þið hljótið að kannast við slík uppátæki." Sutherland kinkaði kolli. „Ef til vill hefir þú á réttu að standa, þetta hljómar að minnsta kosti senni- lega,“ sagði hann blátt áfram. En hann var íhugandi og alvarlegur á svipinn. „Skýrði hann nokkuð fyrir þér hvernig á því stæði að hann héti ekki lengur Smithers?" spurði Jane. Laun þess liðna 111 „Já, og það mjög sennilega. Hann sagði, að hann hefði fengið nafnið með arfi, sem honum hefði tæmzt.“ „Þar finnst mér, að hann hafi verið heppinn," sagði Colin. „Það munar um minna en að losna við annað eins nafn og Smithers og fá fullar hendur fjár samtímis." Þau töluðu enn saman nokkra stund um hitt og þetta, en svo kvaddi Suther- land og fór. Elizabet sá ekki lengur eftir því, að skemmtigangan fórst fyrir. Hún hafði eignazt nýjan vin. VII. KAFLI. Rauðhærða stúlkan. Morguninn var fagur og sólbjartur. Himininn var skýlaus og hafið og blá heiðríkjan runnu saman í eitt úti við sjóndeildarhringinn. Loftið var ferskt og tært, þrátt fyrir sólskinið og heið- ríkjuna, enda var komið fram í septem- bermánuð og farið að hausta, þó sunn- anveður væri. Elizabet hafði gengið inn fyrir fjarðar- botninn og inn á heiðina, handan við Wain Scar. Hún leit á úrið sitt og sá, að hún yrði að hafa hraðann á, ef hún ætti að ná heim til hádegisverðar. Hún sneri við og fór hratt yfir, hljóp jafnvel við fót, ~ ~T - ¥1111 — I — II I — ■ II I ■! — 11 ■« 11 IIII ■ ilaltkjöt. Við höfum íil söIei nokBírar 1/1 og 1/3 tn. af stórhöggnu dílkakjöti. Með þeirri verkunaraðferö er tryggt, að kjötið g’eymist aigjörlega jafngott fram á sumar. Og þó að þaS þurfi töluverða út- vötnun, er ekki í það liorfandi, þegar VISSAER FYRIR AÐ VARAA ER GÓÐ OG GEYMIST EFTIR ÞORFIJM. Samband ísLsamvínnuiélaga Sími 1080.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.