Tíminn - 25.01.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.01.1940, Blaðsíða 4
40 TÍMIM, fimmtudagiim 25. jannar 1940 10. blað Yfir landamæriu 1. Mbl. heldur áfram að fjargviðrast út af þmghaldinu í vetur. Blaðið segir á sunnudaginn, „að ýmsir áhrifamenn Pramsóknarflokksins vilji koma 1 veg fyrir, að Sjálfstæðismenn geti komið fram umbótum á sviði fjármálanna". Þess vegna hafi þinginu ekki verið frestað, þvi að þá hefðu Sjálfstæðis- menn fengið meiri tíma til undirbún- ings. Þessu verður bezt svarað með því að benda á, að þinginu var frestað síðastliðinn vetur í sex mánuði til þess m. a. að fjármálaráðherra og þing- menn Sjálfstæðisflokksins fengu tóm til að athuga fjárlögin. Mbl. mim á- reiðanlega vera á sama máli um það, að árangurinn af þeirri athugun hafi ekki orðið svo stórfelldur, að vert sé að fresta þinginu í annað sinn af þeim ástæðum. 2. Morgunbl. segir á sunnudaginn, að Pramsóknarflokkm-inn hafi verið fylgj- andi þeim ákvæðum nýju framfærslu- laganna, að ríkið tæki ábyrgð á greiðsl- um bæjar- og sveitarfélaga vegna að- komandi þurfamanna og að ríkið greiddi iöfnunarsjóði sveitarfélaga ó- tiltekna upphæð, ef tekjur sjóðsins yrðu ekki nægilegar. Byggir blaðið þessa fullyrðingu sína á því, að Fram- sóknarflokkurinn hafi verið fylgjandi öðrum ákvæðum í nýju framfærslu- lögunum of? jafnvel átt upptök að sumum þeirra. Þetta er álíka rökfærsla, og ef því væri haldið fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn hlyti að vera andvíg- ur öllum ákvæðum jarðræktarlaganna, af því að hann væri á móti 17. grein- inni! 3. Skyldi kaupmennina vera farið að dreyma um gengishækkun? Árni frá Múla skrifar mikla lofgrein um fjár- málastjórn Jóns Þorlákssonar í Vísi í gær. 4. Kommúnistablaðið var öðru hvoru í haust að ákalla hjálp Rússa. ísleifur Högnason sagði að það myndi vera sama og segja Rússum stríð á hendur að reka kommúnista úr þingmanna- sambandi Norðurlanda. Nú er komm- únistablaðið farið að ákalla hjálp Þjóðverja. Það, segir að ríkisstjórnin hafi fyrirgert hlutleysi landsins með verzlunarsamningi við Breta! Geta má þess að kommúnistablaðið er alveg hætt að skamma nazista. Stalin er auðsjáanlega búinn að kenna Brynjólfi o<? Einari að þekkja sina! x+y. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu.) á spánska riddarann, sem barö- ist við vindmyllur, en hélt að hann væri að berjast við óvíg- an her. Samkvæmt frásögn Árna á Sjálfstæðisflokkurinn að hafa barizt mjög sigursælli bar- áttu gegn heilum her hækkun- artillagna á þinginu, en þegar til kemur, eru þær ekkert annað en ástæðulaus hugarburður Árna sjálfs! * * * Allt hjal Árna um „stefnu- breytingu" vekur því bros þeirra, sem til þekkja. Hinu er ekki að neita, að fyrir tilverknað flokks Árna varð nokkur stefnubreyt- ing í meðferð fjármála á sein- asta Alþingi, en hún er allt önn- ur en sú, sem Árni talar um. Þessi raunverulega stefnubreyt- ing er m. a. fólgin í því, að leggja á ríkið ótakmarkaðar á- byrgðar- og útgjaldaskyldur í hinum og þessum lögum. Áður var jafnan ákveðið hámark slíkra ábyrgða og útgjalda. Árni hefir enn ekki þakkað flokki sínum fyrir þessa stefnubreyt- ingu, enda þótt það væri full- komlega verðskuldað. Hvers vegna ekki? tí R BÆKUM Um daginn og veginn. Um Suðurgötu og Tjarnargötu togast menn nú á. Ég tel þær báðar eiga gott til vina. Og ber því fram þá tillögu, sem báðum líka má, að breikka aðra þeirra en lengja hina. Z. Árshátíð Samvinnuskólans er í Oddfellowhúsinu annað kvöld og hefst klukkan 9. Jarðarför Einars Benediktssonar. Lík Einars Benediktssonar verður jarðsett á Þingvöllum á laugardaginn kemur. Útfararathöfn fer fram í dóm- kirkjunni hér í Reykjavík á morgun og hefst hún klukkan 2. Verður öllum op- inberum skrifstofum og skólum í bæn- um lokað þann dag. Bæjarráð hefir ákveðið að opna ljóslækninga- stofu í Miðbæjarskólanum. Áður hefir slík lækningastofa verið starfrækt í Austurbæj arskólanum. Leikfélagið sýnir leikritið Dauðinn nýtur lífsins í kvöld kl. 8. Nú fer að fækka sýningum á þessum leik, því í byrjun næsta SkriSstofum Stjórnarráðsins verður lokað allan dagínn á morgun. kostnaður, kol, olía og salt greið- ist af óskiptum afla. í varasjóð hlutarútgerðarfé- lagsins greiðist 1% af óskiptum ársafla. í varasjóð skal greiða árlegan tekjuafgang félagsins, og skulu ársvextir lagðir við höf- uðstólinn. Tekjuhalli, sem verða kann hjá hlutarútgerðarfélagi, greiðist úr varasjóði. Fé varasjóðs má nota sem veltufé í þarfir félagsins. í samþykktum hlutarútgerð- arfélags skai vera ákvæði um tryggingarsjóð, er hafi það markmið að tryggja félags- mönnum, sem vinna hjá félag- inu, lágmarkstekjur, eftir nán- mánaðar eða 2. febrúar verður frum- ari ákvæðum í reglugerð, sem sýning á Fjalla-Eyvindi. Kvikmyndahúsin. Gamla Bíó sýnir ameríska mynd, sem fjallar um líf austuríska tón- skáldsins Johans Strauss yngra og hina frægu valsa hans. Þrjú tónskáld, sem bera nafniö Strauss, hafa hlotið heims- frægð. Pyrstur var Johann Strauss (1804—49). Hann samdi alls um 250 danslög, aðallega valsa, og náðu þau útbreíöslu víða um lönd á þessum tím- um Annar var sonur hans, Johann Strauss yngri, 1828—1899). Hann náði enn meiri frægð en faðir hans, aðal- lega fyrir valsa sína (Wienerblut, An der sehönen blauen Donau o. s. frv.). Þriðji var Þjóðverjinn Richard Strauss, sem hefir samið margar heimsfrægar óperur. Myndin er skemmtileg og vel til hennar vandað. — Nýja Bíó sýnir franska mynd, sem gerð er eftir einni af þekktari sögu rússneska skáldsins Alexanders Puschkin, sem er einn af mestu skáldsnillingum allra Finna og töluvert var skrifað um í íslenzk blöð og tímarit fyrir 3 árum síðan (þá voru liðin 100 ár frá dauða hans). Franskar kvikmyndir þykja nú taka fram kvik- myndum annara landa, hvað listgUdi snertir, og þykir það m. a. koma fram í þessari mynd. Bréfaskipti samvinnumanna. MUli 20 og 30 ungir samvinnumenn hafa óskað eftir bréfaskiptum við unga samvinnumenn í Minnesota og Wis- consin, samanber gi’ein Ragnars Ól- afssonar í Tímanum í nóvembermán- uði í haust. Nöfn og heimUisfang þeirra hafa, þegar verið send vestur. Ef fleirei óska eftir slíkum bréfaskipt- um, ættu þeir að senda tilkynningu um það tU Ragnars Ólafssonar c. o. S. í. S. Reykjavík. Lögin um hlutar- útgerðarfélög (Framh. af 1. siðu.) er stofnuff var á meðan hann var í því, er bíði úrskurðar dóm- stólanna. í hlutarútgerðarfélagi skulu skipverjar og aðrir fastir starfs- menn ráðnir gegn ákveðnum hluta af afla, og skal hlutur vera full greiðsla fyrir vinnu þeirra. Fyrirkomulag hlutaskiptanna skal ákveðið í samþykktum fé- lagsins. Veiðarfæra- og beitu- félagið setur. Skal sú reglugerð samþykkt af bæjar- eða sveitar- stjóm, þar sem félagið á heima, og staðfest af ríkissjórninni. Tekjur sjóðsins skulu vera þær, er hér segir: 1. Árlegt gjald, 1% af óskiptum ársafla félagsins, miðað við verð afla upp úr skipi. 2. Árlegt tillag frá hlutaðeig- andi bæjar- eða hreppsfélagi, er nemi jafnhárri upphæð og gjald samkvæmt tölulið 1 verður ár- lega. Heimilt er að ákveða, að tillög í sjóðinn skuli vera hærri en að framan greinir, ef þurfa þykir, enda sé það samþykkt af hlut- arútgerðarfélaginu og viðkom- andi bæjar- eða sveitarstjórn. Tryggingarsjóður skal ávaxt- aðir í banka eða annarri tryggri peningastofnun, og skulu vextir af hanum lagðir við höfuðstól- inn um hver áramót. Hlutarútgerðarfélag eða stjóm þess getur ekki ráðstafað inn- stæðu tryggingarsjóðs, og ó- heimilt er að skerða sjóðinn til lúkningar skuldum félagsins, en hætti félagið störfum, skal sjóð- urinn ávaxtaður áfram á nafni hlutaðeigandi bæjar- eða sveit- arfélags, sem getur notað inn- stæðu hans til að greiða tillög í tryggingarsjóði annarra hlutar- útgerðarfélaga, sem þar starfa. Önnur ákvæði laganna fjalla um fyrirkomulag funda, stjórn, reikningshald, endurskoðun, samþykkt reikninga, úrgöngu eða brottrekstur félagsmanna, skrásetningu félaganna, félags- slit o. fl. Eru þessi ákvæði svip- uð og þau, sem gilda um annan samvinnurekstur. Þá er ákveðið að lokum, að hlutarútgerðarfélög skuli und- anþegin tekjuskatti af því fé, sem þau leggja í tryggingar- og varasjóð. Jafnframt er svo fyr- irmælt að félögin skuli háð eft- irliti ríkisstjórnarinnar, sem getur falið fiskiveiðasjóði fram- kvæmd þess. 114 Margaret Pedler: Laun þess liðna 115 út að þjóðveginum. Hún brosti að sjálfri sér, þegar hún gerði sér í hugarlund undrun dyravarðarins yfir því að þurfa að hleypa út vegfaranda, sem engan rétt hafði til þess að ganga um landar- eignina. Hann yrði samt að hleypa henni út, þar eð hann hlaut að hafa gleymt að loka hliðinu. Elizabet gekk hratt á- fram niður hallann, milli runnanna, og hljóp í spretti seinasta spölinn niður að hliðinu. Allt í einu steyptist hún á höfuðið. Hún lá kyrr sem snöggvast, lömuð af hinu snögga falli, reyndi svo að standa upp, en sárkenndi þá til í öðrum fætin- um. Henni tókst að setjast upp með erfiðísmunum, en hún náfölnaði af sárs- auka við áreynsluna. Hvað gat hún nú tekið til bragðs? Hún hlaut að hafa snúizt mjög illa í öklaliðnum við fallið. „Þér hljótið að hafa meitt yður mikið? Ég var á gangi eftir akbrautinni og sá yður detta.“ Það var gróf konurödd, sem þetta sagði. Elizabet leit upp og undraðist hvað útlit konunnar, sem hafði talað þessi orð, var í miklu ósamræmi við röddina. Hjá henni stóð ung stúlka og horfði á hana, en hún var svo fögur, að Elizabet gleymdi í fyrstu að svara, og horfði bara á hana. Hún var heldur lítil vexti og grönn og ósmekklega klædd, en það duldist ekki, að hún var kornung og mjög vel vaxin. Hárið var dökkrautt og sló á það brúnni slikju, hatturinn var grænn og slútti fram á ennið, augna- brúnirnar voru bogadregnar og dökkar, augun voru ljósbrún og I þeim virtist sami^ldlegi bjarminn og lék um hárið. Andlitið var óvenjulega fagurt og sam- ræmt, eins og vöxturinn, hörundið var áberandi slétt og bjart, eins og stundum fylgir rauðu hári. „Get ég ekki eitthvað hjálpað yður?“ hélt stúlkan áfram. „Ég skal reyna að hjálpa yður á fætur.“ Aftur varð Elizabet undrandi yfir ósamræminu milli raddar og útlits. Hún rétti fram hendurnar og beit á jaxlinn. Með erfiðismunum tókst henni að standa upp, með aðstoð hinnar stúlk- unnar. En hún gat alls ekki stigið í slasaða fótinn, og varð að styðja sig við hina stúlkuna, til þess að geta staðið upprétt. _,Ég held, að ég geti ekkert gengið,“ sagði hún lágt. „Nei, þér virðist ekki geta það,“ svar- aði stúlkan. „Þér hlupuð í spretti niður brekkuna, var það ekki? Já, þér hljótið að hafa stígið ofan I kanínuholu. Ég skal hlaupa eftir hjálp, en ég verð fyrst að Leihfélug Reykjavíhur DAUÐINN NÝTUR LÍFSINS Sýning I kvöld kl. 8. Hljómsveit aðstoðar undir stjórn Dr. Urbantschitsch. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. »Dettifoss« fer í kvöid ki. 10 til Vestmanna- eyja. l-l'll M.s. Helgí fer frá Reykjavík á morgun tU ísafjarðar. Kemur við í suður- leið á Bíldudal og Tálknafirði. Flutningi veitt móttaka til hádegis á morgun. Tilraun til aö spilla umhverfi Háskólans (Framh. af 1. síðu.) arráði Reykjavíkur sendar til- lögur um skipulag Grjótaþorps- ins í Reykjavík, sem gerðar höfðu verið á teiknistofu nefnd- arinnar. í tillögum þessum fólst sú niðurstaða nefndarinnar, að að- alumferðaæð til suðurs úr mið- bæ, skyldi liggja um Suður- götu en ekki um Tjarnargötu. Ástæðan til þess var fyrst og fremst sú, að nefndinni þótti sjálfsagt að vernda Tjarnargötu sem mest fyrir mikilli umferð vagna úr miðbæ, enda fengizt um Suðurgötu hagkvæmara samband við miðbæ og hafnar- svæðið. Skipulagsnefndin hefir hugs- að sér, að Tjarnargata verði í framtíðinni friðsöm braut, með grasbelti, breiðum gangstígum og trjágróðri, en að henni verði forðað frá vöruvagnaumferð og strætisvögnum, sem óhjákvæmi- lega hlyti að rýra fegurðar- verðmæti þessa staðar. Þar sem Tjarnargötu sleppir, taka við lóðir háskólans, sem eiga að fylgja honum til gagns fyrir stúdenta og prýði fyrir skólann, — en hinsvegar eru skemmtigarðar bæjarins í Vatnsmýrinni og við suðurenda Tjarnarinnar. Væri mjög óviðeigandi að skera þetta hverfi í sundur með breiðri umferðaæð, sem aðallega mundi notað til þungaflutn- ings“. Tíminn telur ekki ástæðu til að ræða þetta mál nánara að svo stöddu. Mun því ekki trúað að óreyndu, að bæjarstjórnar- meirihlutinn ætli að hlíta þeirri handleiðslu bæjarverkfræðings, að eyðileggja umhverfi há- skólans. Síðustu fregnir. (Framh. af 1. síðu.) almaður republikana, stjórnar söfnuninni Enn berast daglega fréttir um skipatjón af völdum tundur- dufla eða kafbáta. Bitnar það ——-.QAMLA. BÍÓ"e—— Valsakóngurínn Johann Strauss. Amerísk kvikmynd um tónskáldið fræga og hina ódauðlegu valsa hans. Aðalhlutv. leika: LUISE RAINER, FERNAND GRAVEY og MILIZA KORJUS. r*0—"NÝJA » Dóttlr póstaf- greiðslumannsins Frönsk afburða kvikmynd gerð eftir samnefndri sögu rússneska stórskáldsins Al- exanders Puschkin. Aðal- hlutverkið leikur einn af mestu leiksnillingum nú- tímans HARRY BAUER, á- samt Jeanine Crispin, Ge- orges Rigaud o. fl. Mynd- in gerist í St. Pétursborg og í nánd við hana á keis- aratímunum í Rússlandi. Kynnist franskri kvik- I myndalist. Börn fá eki aðg. Skipakaup — TVýbyggmgar ®g skipaleiga. Þeir, sem hafa beðið mig um að útvega sér tilboð I skip, ný- byggingar og leiguskip erlendis frá, eru beönir að hafa tal af mér hið allra fyrsta. Herra skipasmíðameistari Sigurður Guðmundsson verður mér til aðstoðar við samninga um nýbyggingar, og skoðun á þeim bátum erlendis frá, sem kunna að verða keyptir til landsins’ á mínum vegum. Óskar Malldórssoa. Viðskiptaskráin 1940. p * R E N T U N Viðskiptaskrárinnar 1940 stendur nú yfi’r. Þeir, sem enn hafa ekki tilkynnt breytingar á skráningu í síðustu Við- skiptaskrá eða tilkynnt ný fyrirtæki, eru beðnir að gera það hið bráðasta. Útgáfan 1939 náði yfir 10 stærstu kaupstaði og kauptún á landinu, auk Reykjavíkur, og var 446 bls. að stærð. — Verður nú bætt við enn fleiri kaupstöðum og kauptúnum. Verður þá skammt að bíða þess, að Viðskiptaskráin geti gefið upplýsingar um hvert og eitt einasta iðnaðar- og verzlunarfyrirtæki á landinu. Viðskiptaskráin birtir allar þessar upplýsingar ókeypis með grönnu letri, en birtir auglýsingar og tilkynningar með feitu letri gegn vægu gjaldi. Vér viljum vekja athygli á því, að í næstu útgáfu Viðskipta- skrárinnar verður prentuð skrá yfir allan skipastól íslands, allt frá stærstu gufuskipum niður í 12 tonna mótorbáta. í Nafnaskrá Viðskiptaskrárinnar 1939 má finna á þ r i ð j a þúsund nöfn og í Varnings- og starfsskrá á sjötta hundrað starfs- og vöruílokka, með samtals 5447 nöfnum, heimilisfangi og síma- númeri. Þar má einnig finna upplýsingar um opinbera stjórn kaup- staða og kauptúna, sem í skránni eru, og skrá yfir félagsmál þeirra. í næstu útgáfu munu allar þessar tölur hækka að mun. Viðskiptaskráin hefir verið send ýmsum fyrirtækjum erlendis, er hafa viðskipti við ísland. Ennfremur á heimssýninguna í New Yo'rk. Sem sýnishorn af viðtökum bókarinnar erlendis prentum vér hér í þýð. útdrátt úr nokkrum bréfum; — en Viðskiptaskránni hefir borist fjöldi bréfa af slíku taki. Vogel-Verlag, Export-Market, Pössneck, Þýzkaland: Vér höfum meðtekið hina nýju og prýðilegu Viðskiptaskrá yðar fyrir árið 1939 og erum yður mjög þakklátir fyrir hana.- Þegar þýzk verzlunarfyrirtæki spyrjast fyrir hjá oss um góðan íslenzkan viðskiptaleiðarvísi, munum vér að sjálfsögðu með ánægju mæla með bók yðar. Hambros Bank Limited, London E. C. 2: Vér höfum meðtekið frá yður Viðskiptaskrána 1939, sem vér þökkum fyrir. Vér höfum nú þegar litið yfir skrána, og líst þannig á hana, að vér erum vissir um að hún verði bönkunum að miklu gagni. Það er mjög áríðandi fyrir íslenzka verzlun að Hambros Bank geti gefið góðar og áreiðanlegar upplýsingar um íslenzk við- skipti. Deutscher Drucker, Verlag Emst Böhme, Berlin: Vér þökkum yður fyrir Viðskiptaskrána 1939. Hún hefir vakið óskipta athygli vora, og gert oss kleift að fullkomna adressu- safn vort yfir íslenzk fyrirtæki.- Vér viljum að lokum láta yður vita, að vér munum skrífa um bók yðar í aðalútgáfu tfmarits vors. Tekið er á móti auglýsiiignm í Sfeindórsprent h.f. Aðalstrætí4. Símí 1174 Utboð. Með því, að í ráði er að selja mótorbátinn, „SKAFT- FELLINGUR", óskast hér með eftir tilboðum í hann með öllu tilheyrandi, eins og hann liggur á Reykjavíkurhöfn. Skaftfellingur er 60 brúttó-smálestir að stærð, með 90 hestafla hráolíuvél. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Skipaútgerðar ríkisins í Reykjavík, mánudaginn 5. febrúar n. k. kl. 2 eftir hádegi og áskilja seljendur sér rétt til að taka hverju tilboðinu sem er, eða að hafna þeim öllum. Nánari upplýsingar og lýsing af bátnum fást hjá H elg a B er g s á skrifstofu Sláturfélags Suðurlands. mun meira á hlutlausum þjóð- um en Bretum, enda hafa flest skip þeirra herskipavernd. Eink- um hafa Norðurlandaþjóðirnar orðið fyrir miklu tjóni. Svíar eru t. d. búnir að missa 26 skip og mun þó tjón Norðmanna og Dana meira. Enskur tundurspillir „Ex- mouth“ sökk síðastl. þriðjudag og fórst öll áhöfnin, 175 manns. Óvíst er hvort skipið rakst á tundurdufl eða skotið var á það tundurskeyti. Bretar misstu annan tundurspilli „Grenville" á sunnudaginn. Hafa þeir alls misst fimm tundurspilla síðan stríðið hófst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.