Tíminn - 25.01.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GTJÐMTJNDSSON (ábm.) ÞÓRAKINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 24. árg. Reykjavík, fimmtadagmn 25. janúar 1940 10. blað Lögin um hlutarútgerð aríélög Ákvæði þeirra um skyldur félagsmanna, rétt til þátttöku, hlutaráðningn, varasjóð, tryggingarsjóð o. fl. Á seinasta þingi voru samþykkt lög um hluta- gerðarfélög. Hafa Fram- sóknarmenn borið fram nær því samhljóða frumvarp á nokkrum undanförnum þingum, en það hefir ekki fengizt samþykkt fyrr en nú. — Lög þessi verða að teljast hin merkustu. Undanfarin ár hafa verið stofnuð nokkur samvinnu- félög um útgerð, en fæst þeirra hafa staðið á samvinnu- og hlutaskiptagrundvelli, nema að nokkru leyti. Þannig hefir iðu- lega nokkur hluti starfsliðsins verið á föstu kaupi og ekki ver- ið hafðir sérstakir tryggingar- sjóðir. Með lögum um hlutar- útgerðarfélög er byggður traust- ur grundvöllur til að reisa á fé- lagsleg samtök um fiskiveiðar og aðra starfsemi í sambandi við þau með almennri þátttöku þeirra, sem að því starfa. Lögin eru grundvöllur þess skipulags, sem áreiðanlega myndi reynast farsælast fyrir útgerðina og þá menn, sem að henni vinna. Þessi mál munu verða rædd nánar hér í blaðinu síðar, en rétt þykir að rifja upp helztu ákvæði laganna tii þess að menn geti gert sér sem ljósastan til- gang þeirra. Markmið hlutarútgerðarfé- laga er að reka fiskiveiðair á hlutaskiptagrundvelli og ann- ast í sambandi við þær innkaup á vörum, hagnýtingu afla, sölu hans o. fl. Nú vilja menn stofna hlutar- útgerðarfélag, og skulu þeir þá Tílraun til að spílla umhverfi Háskólans Átökln um Tjarnar- götn og Snðurgötn. í gær birtist sú fregn 1 dag- blöðunum, að ákveðið hefði verið að breikka Tjarnargötu og gera hana að aðalumferðargöt- unni milli Skerjafjarðar og miðbæjarins. Afleiðing þessa myndi verða sú, að leggja yrði götu um háskólalóðina og yrði það fullkomin skemmd á henni. Vakti frétt þessi því mikla athygli, því að hún sýndi alveg fádæma umhyggjuleysi bæjarvaldanna fyrir háskólan- um. Nú virðist það upplýst í mál- inu, að Valgeir Björnsson bæj- arverkfræðingúr hafi ætlað að gera þetta upp á sitt eindæmi, þvert ofan í tillögur skipulags- nefndar, og án formlegs sam- þykkis bæjarráðs. Skipulagsnefnd, en hana skipa Geir Zoéga vegamála- stjóri, Guðjón Samúelsson húsa- meistari ríkisins og Emil Jóns- son vitamálastjóri, hefir gert allt aðrar tillögur um lausn þessa máls. Er gerð grein fyrir því í eftirfarandi bréfi, sem skipulagsnefnd sendi blöðun- um síðdegis í gær: „Með skipulagslögum er á- kveðið, að skipulagsnefnd geri skipulagsuppdrætti, sem lagðir eru fyrir bæjarstjórnir og hreppsnefndir, en ráðherra síð- an staðfestir. Eftir að byrjað hefir verið að vinna að skipulagi einhvers staðar, má engar breytingar eða framkvæmdir gera, nema að fengnu samþykki skipulags- nefndar og ráðherra. Fyrir nokkru síðan voru bæj- (Framh. á 4. siOu.) kveðja til fundar á því svæði, sem félaginu er ætlað að ná yfir, og bera málið upp til umræðu og atkvæða. Ef að minsta kosti 5 menn utan kaupstaða, en 10 menn í kaupstöðum, verða ásátt- ir um stofnun slíks félags og bindast samtökum um að gerast meðlimir þess, skulu þeir, að fengnu samþykki hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarstjórnar ti! fé- lagsstofnunarinnar, setja félag- inu samþykktir í samræmi við íög þessi, og skal leita staðfest- ingar ríkisstjórnarinnar á þeim. Breytingar á samþykktum hlutarútgerðarfélags ná því að- eins gildi, að ríkisstjórnin stað- festi þær. Félagar hlutarútgerðarfélags geta þeir einir orðið, sem ráðast hjá félaginu, á skip þess eða í landi. Með samþykki lögmæts félagsfundar má auk þess taka inn í félagið menn, sem styrkja vilja það með þátttöku sinni, þótt eigi séu þeir ráðnir starfs- menn félagsins. Óheimilt er að ráða fasta starfsmenn hjá félaginu í landi eða skipverja á skip þess, nema þeir um leið gerist félagar og undirriti yfirlýsingu um, að þeir hlýði lögum félagsins eins og þau eru á hverjum tíma. Und- antekningu má þó gera frá þessu að því er snertir ráðningu skip- verja í forföllum annarra, ef brýn nauðsyn krefur. Inngangseyrir sé iO krónur frá hverjum félagsmanni, er renni í varasjóð. Sérhver meðlimur hlutarút gerðarfélags ber takmarkaða á byrgð á skuldbindingum félags- ins, að upphæð 300 krónur. Félagsmaður, er fer úr félag inu, eða bú þess, sem deyr, ber ábyrgð samkvæmt þessari grein á skuldbindingum félagsins, er á því hvíldu, er hann gekk úr, þó eigi lengur en tvö ár frá næstu áramótum eftir úrgöngu, nema risið hafi mál út af skuld, (Framh. á 4. síðu.) Enskir flugmenn koma saman til aO óska hverir öðrum gæfu og gengis áSur en þeir leggja af staS f könnunar- flug yfir vesturvígstöðvarnar og aSra hernaSarlega þýðingarmikla staði' í Þýzkalandi. En bak viS víglínur ÞjóSverja biða þýzkar skyttur á loftvamarstöSvum, sem eru faldar á bak viO skógarrunna eða á öðrum ólíklegum stöðum, og eru reiOubúnar á nótt og degi að veita hinum óvelkomnu gestum varmar við- tökur. — Hér á myndinni sést ein slik loftvamarstöð. Það er raunar óþarfi að geta þess, aö Bandamenn hafa líka fiölda af slikum loftvarnarstöðvum á bak við viglinur sínar. A. Ný skólpveita á Vatneyri. — íslenzkur læknir ráðinn til starfa í Finnlandi. — Úr Dölum. — Atvinnulíf á Eyrarbakka. Séra Einar Sturlaugsson, prestur í Patreksíirði, er á ferð hér í bænum. Tíðindamaður Tímans hefir átt tal við séra Einar og spurt hann um helztu framkvæmdir þar vestra. Skýrði hann blaðinu svo frá: — Skolpveita hefir verið lögð á Vatnseyri í haust og er það hreppsfélagið, er gengst fyrir þeim framkvæmdum. Var unnið að því í tæpa þrjár mánuði. Nær skolpveitan neðan frá bryggjuhúsunum og nokkuð upp í brekkuna. Er sá hluti skolpvelt- unnar, sem unnið var að í haust, fullgerður, en síðar á að færa út kví- arnar og stækka veitukerfið. Áður var engin sameiglnlega skolpveita í þorp- inu, heldur aðeins skolpleiðslur frá ein- stökum húsum, eftir því sem við var komið. Hefir hreppsfélagið því hér ráð- izt í allþýðingarmikla umbót á þorp- inu. Nær sk umbót, eins og áður er sagt, til þess hluta þorpsins á Vatns- eyri, þar sem flest hús standa. I t t Eitt það, er Finna skortir í frelsis- stríði sinu, er læknar til að sinna særðum og sjúkum mönnum. Einn íslenzkur læknir, Snorri Hallgrims. son frá Dalvík, hefir, að því er frú er skýrt í blaðinu Degi á Akureyri, ráðizt til læknisstarfa í Finnlandi. Snorri Hallgrímsson er ungur maður og mjög álitlegur læknir, Hann stundaði nám i menntaskólanum á Akureyri og lauk háskólanámi 1 læknisfræðum á fjórum árum. Síðan hvarf hann til framhalds- náms í Danmörku og hefir meðal ann- ars haft þar með höndum vísindaleg rannsóknarstörf og getið sér hróður fyrir. Nú hefir hann horfið frá þessari glæsilegu framabraut til læknisþjón- ustu í Finnlandi. t t r Sigurður Jóhannesson frá Giljalandi í Haukadal skrifar Tímanum: Síðast- liðið ár hefir, hvað veðráttu og afkomu snertir, verið mjög happasælt. Vorið með afbrigðum gott og fénaðarhöld þess vegna ákjósanleg. Dilkar haust með alvænsta móti, eftir þvi sem ger- ist hér í Dölum. Veturinn, sem af er, mjög blíður, þótt sumir séu uggandi um að herða muni að, er fram á dregur. Hinn alvarlegasti skuggi, sem hvílir yfir afkomu bænda nú sem stendur, er mæðiveikin. Reyndar virð- ist hún fara miklu hægar yfir en fyrst í Borgarfirðinum. Má vera, að nokkuð geri þar um girðingar og ýmsar varn- arráðstafanir. Þó er veikin að koma i ljós á bæjum á takmörkum eða utan hins áður sýkta svæðis. Nýl. kom i ljós á Smirlhóli í Haukadal einkennileg og áður óþekkt veiki I sauðfé. Lýsti hún sér meðal annars i því, að féð virðist verða lamað og missa sjón á öðru aug- anu og drepst venjulega á skömmmn tíma. Settu sumir þetta í samband við hina svokölluðu riðuveiki, en engin vissa var fyrir þvi fengin, og dýralækn- ar þeir, er til var símað, gáfu ekkert fullnaðarsvar þar um. — Áhugi manna hér fyrir fjársöfnun til Finnlands, hef- ir verið með einsdæmum mikill og svo almennur, að flest heimilismanna gaf venjulega eitthvað og margir einstak- lingar 20—25 kr. Rausnarlegust var gjöf írá Guðbrandi Magnússyni bónda á Gunnarsstöðum, 100 kr., og ýms fé- lög gáfu annað eins. t r r Þórður Jónsson á Eyrarbakka skýrir svo frá atvinriulífi Eyrbekkinga: Tún þorpsbúa ofan við þorpið, þar sem áður voru fen og forarmýrar, eru nálægt 100 hektarar að stærð. En vegna þess, hve erfitt er um framræsluna, er þó enn langt i land að þessi nýræktarlönd verði að góðu túnl. Þótt þegar sé búið að leggja mikið fé í framræsluna, brestur mjög á að hún sé fullnægjandi. En annars lands eiga Eyrbekkingar ekki völ til túnræktar, en blautra og hallalítilla mýra. Garðræktin er mik- ilsverð atvinnugrein á Eyrarbakka, og fer vaxandi með ári hverju. Það, sem helzt Virðist geta orðið hemill á vax- andi garðrækt þorpsbúa, er skortur á áburði. Þang og þari, sem er heppi- legur áburður, er að verða ónógur í grennd við þorpið, síðan garðræktin færðist svo mjög í aukana. En útlendur áburður of dýr og reynist misjafnlega í hinn sendna jarðveg. — Frá Eyrar bakka er slæmt útræði, sem kunnugt er og brimasöm og hættuleg sund um að fara. Nú í vetur mun sennilega engin flfeyta sækja sjó frá Eyrarbakka. — Ein meginstoð i lífsafkomu Bakka- manna er vinna hjá Kaupfélagi Ár- nesinga. Lætur kaupfélagið skipa upp mestöllum vörum sínum á Eyrarbakka. 1 t t Seinustu erlendar fréttir Á vígstöðvunum í Finnlandi hafa engar breytingar orðið. Rússar hafa gert mikil áhlaup beggja megin Ladogavatns, en þau hafa engan árangur borið Á Sallavlgstöðvunum hafa Rúss ar enn hörfað undan. Loftárásir Rússa hafa aldrei verið ákafari en síðastl. þriðju- dag. Gerðu þeir þá loftárásir á flesta bæi í landinu. í Helsing fors fórust 30 manns af völdum loftárásanna. í smábæ, Nurmis. lenti sprengja á loftvarnarbyrgi og fórust 19 manns. Hefir mann- tjón Finna af völdum loftárása aldrei orðið eins mikið á einum degi og má geta þess til saman burðar, að í seinustu viku vörp uðu Rússar niður 6700 sprengj- um en aðeins 18 manns fórust, í gær var verra veður og voru því litlar loftárásir. — Rússar virðast leggja mikið kapp á að eyðileggja sjúkrahús og hefir tekizt að eyðileggja nokkur. — Flugvélatjón þeirra er jafnan mjög verulegt. Á þriðjudaginn tókst einum finnskum flug manni á 4y2 mínútu að skjóta niður sex rússneskar flugvélar af sjö, sem hann átti í höggi við. Er þetta talið einstakt af rek í sögu lofthernaðarins. Finnum berast miklar gjafir hvaðanæfa. Norðmenn hafa d. sent finnska hernum 50 þús, bakpoka. í Bandaríkjunum hefir safnazt ein miljón dollara til hjálparstarfsemi í Finnlandi. Hoover, fyrv. forseti og einn að- (Framh. á 4. siöu.) w A viðavangi Til frekari skýringar á grein J. J. um þjóðargrafreit á Þing- völlum þykir rétt að taka þetta fram: Þihgvallanefnd bauð Má Benediktssyni, að faðir hans yrði jarðsettur á Þingvöllum. Tók hann boðinu. Ríkisstjórnin hafði áður boðið að útförin færi fram á kostnað ríkisins, og sam- jykkti fyrir sitt leyti vilja sonar skáldsnis. Þar til Alþingi hefir samþykkt lög um þjóðargrafreit á Þingvöllum er gröf Einars Benediktssonar í heimagrafreit á vegum Þingvallanefndar. * * * Tímanum hefir nýlega borizt bréf fr& bónda, þar sem segir m. a.: „fhaldsblöðin eru að tala um stefnubreytingu í sambandi við fjárlögin. Hinsvegar skýra þau mjög óglöggt, hver þessi stefnu- breyting sé. Þingið hvarf að því ráði, að lækka ýms framlög til landbúnaðarins. Þetta var gert með tilliti til styrjaldarinnar og álít ég það rétt ráðið. Það er ekki rétt að hvetja menn til verulegra framkvæmda meðan verðlagið er jafn hátt og full- víst má telja, að það lækki eftir stríðið. Framsóknarflokkurinn hefir hvað eftir annað lýst yfir 3ví, að hann álíti þetta aðeins bráðabirgðaráðstöfun, sem ekki eigi að gilda lengur en meðan núv. ástand varir. Hins vegar liggur ekki fyrir nein yfirlýsing frá Sjálfstæðisflokknum um jetta efni. Er það kannske skoð- in Sjálfstæðisflokksins, að jessi niðurskurður á framlög- um til landbúnaðarins eigi að vera varanlegur? Er það stefnu- breytingin, sem íhaldsblöðin eru að japla á, en vilja ekki skýra nánar?“ * * * Sami bóndi skrlfar blaðinu: „Ég heyrði í útvarpinu, að nokkrir jingmenn hafi lagt til að keypt yrði land undir nýbýli austur í Ölfusi. Þetta er áreiðanlega framtíðarmál. Hitt dreg ég mjög í efa, að þar sé bezti staðurinn fyrir nýbýli. Ég gæti vel hugsað mér, að Búðir á Snæfellsnesi og Reykhólar, en rikið á báðar þessar jarðir, væru betri staðir. Það eru hlunnindi, sem seint verða fullmetin, að bændur geti sjálfir aflað sér sjávarfangs, og það þarf alls ekki að verða á kostnað búskaparins. Það á að velja nýbýlunum stað, þar sem afkomuskilyrðin eru einna fjöl- breyttust. Þess vegna held ég, að staðirnir, sem ég nefndi, séu hinir ákjósanlegustu fyrir ný- býli“. * * * Tilburðir Árna frá Múla til að sanna „stefnubreytinguna", sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi á- orkað við afgreiðslu fjárlaganna á seinasta þingi, eru orðnir næsta broslegir. Hann getur ekki nefnt eitt dæmi þess, að hinir stjórnarflokkarnir hafi stöðvað sparnaðartillögur fyrir Sjálfstæðisflokknum, en svo hefir hann viljað vera láta. Hann verður að játa með þögn- inni, að hækkun fjárlaganna stafi ekki nema að litlu leyti af stríðinu og gengislækkuninni. Þau hefðu hækkað hvort sem var. Þar með eru fallin um sjálft sig hin ofsafengnu skrif íhaldsblaðanna á undanförnum árum um óhófseyðslu, hæstu fjárlög og að auðvelt væri að lækka fjárlögin um 3—4 milj. kr. * * * Seinustu dagana heldur Árni sig aðallega við þá fullyrðingu, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi knúið fram stefnubreytingu á þann hátt, að hann hafi hindr- að hækkunartillögu frá hinum flokkunum. Ef hann hefði ekki verið með í ríkisstjórninni hefðu fjárlögin því hækkað miklu meira! Þrátt fyrri itrekaðar á- skoranir hefir Árni þó aldrei getað nefnt eina einustu slíka tillögu, er Sjálfstæðisflokkur- inn hafi stöðvað. Þessi frásögn Árna frá Múla minnir því mjög (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.