Tíminn - 15.02.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.02.1940, Blaðsíða 3
18. Jriað TÍMINIV, fimmtudaginn 15. fehr. 1940 71 íslendingar! Gerist áskrifendur að bókum Menningarsjóðs og: Þjóðvinafé- lagsins. Þér Sáið 7 valdar bœkur. NOTIÐ ÞESSI KOSTAKJOR. SkriEstola Bókaútgáfu MenningarsjóSs, Austurstræti 9. Opin daglega kl. 10—7. Sími 4809. 4 N N Á L L Dánardægur. Nýlega er látin sveitakona, sein teljast verður merkari en svo, að það hlýði, að hennar sé ekki að nokkru minnst í blöðun- um — ekkjan Valgerður Gunn- arsdóttir, búandi í Hlíð í Skaft- ártungu. Valgerður heitin varð hálf- sjötug að aldri, en hafði hálfa æfina búið við bilaða heilsu; var þó öðrum röskari og fjörmeiri. Hún var fædd að Flögu í Skaftártungu, systir hins glæsilega bónda, Vigfúsar Gunnarssonar, sem nú hefir bú- ið þar rausnarbúi í 40 ár með konu sinni Sigríði, dóttur sr. Sveins heitins Eiríkssonar í Ás- um (föður Gísla sýslumanns). Um þrítugsaldur giftist Val- gerður Guðjóni bónda Jónssyni í Hlíð, manni vel gefnum og mjög hugumstórum. Er Hlíðar- ættin einhver helzta grein af- komenda Sveins læknis Páls- sonar i Vík, sem alkunnur er. Bjuggu þau Guðjón lengst á hálflendu á móti foreldrum hans, merkishjónunum Jóni, bróður sr. Sveins, og Guðnýju Jónsdóttur. Eftir hjónaband í áratug, eða svo, dó Guðjón og skildi ekkj'u sinni eftir mikil mann- virki, en fátt fénaðar. Fjögur börn áttu þau: 3 dætur og 1 son, hið yngsta. Valgerður hafði þá þegar sýnt það, að óvenju- mikíð var í hana spunnið, en nú varð það lýðum ljóst. Bú hennar var í stöðugum uppgangi og var hún tvo síðustu áratug- ina með efnuðustu, ef ekki allra efnaðasti búandinn í búsældar- sveitinni Skaftártungu. Kært mjög var með henni og börnum hennar, og eru þau öll heima í Hlið (eitt gift) nema ein dótt- irin, sem er gift í Reykjavík. Auk þess hafði hún fóstrað son fátækra hjóna sem eigið barn og er hann nú í gagnfræðaskóla. Sóknarprestux Þykkvabæjar- prestakalls var árum saman heimilismaður Valgerðar heit- hmar. Allt, sem hún „gerði“, gerði hún svo rausnarlega, að af bar. Og það var öðru nær, en að það væri fátt, sem hún gerði af því tagi. Hún var einhver hín ókvíðnasta manneskja og varð að trú sinni. Yfirleitt voru lífs- kraftar þessarar heilsubiluðu konu fágætir. Það er sjónar- sviftir að fráfalli hennar í fá- B Æ K L R Hvöt, málgagn Sam- bands bindindisfélaga I skólum. Hvöt kom út 1. febr. nú eins og að undanförnu. Er hún mynd- arlegt rit og aðstandendum sin- um í alla staði til sóma. Ritið hefst með ávarpsorðum forseta sambandsins, Björgvins Sighvatssonar. Guðlaugur Rós- inkranz yfirkennari ritar um Norræna samvinnu. Lýsir hann þýðingu hennar og gildi fyrir þjóðir þær, er Norðurlönd byggja. Helgi Sæmundsson rit- ar grein, er hann nefnir: Hin tvíþætta sjálfstæðisbarátta. Rekur hann þar í stuttu máli sögu sjálfsæðisbaráttu íslend- inga og lýsir þýðingu frelsis og fullveldis íslenzkra lýða. Hvetur hann til fullkominnar endurheimtingar hins stjórn- arfarslega sjálfstæðis þjóðar- innar. En jafnframt tekur hann það fram, að frelsið sé marg- þætt í fullkomnun sinní. Telur hann baráttu bindindismanna einn veigamikinn þátt barátt- unnar fyrir sannri mennt og og menning. Ágúst H. Péturs- son ritar grein um æskuna og áfengið, Árelíus Níelsson um æskuna og frelsið, Guðmundur Sveinsson ritar grein, er nefn- ist: Hvert stefnir? Daníel Á- gústínusson skrifar hugleiðing- ar undir fyrirsögninni: Það er svo bágt að standa í stað. — Kvæði er eftir Óskar Þórðarson frá Haga. Kastalafangarnir, eftir Johan Runeberg, í þýðingu M. M. L., Hamíngjan yfir dyrun- um, eftir Hasse Z, og Johan Söderman, eftir Albert Eng- ström, i þýðingu Helga Sæ- mundssonar nefnast smásögur, er birtast einnig í ritinu. Hvöt þurfa allir bindindis- menn og fróðleiksfúsir bókles- endur að lesa. Nokkur blaðaummæli (Framh. af 2. síðuj þjóðarheildina, að verðlagið á kjötinu innanlands fylgi hinu erlenda stríðsverði, eða þá hin leiðin er farin, að nota erlenda strríðsverðið til þess að bæta upp innlenda verðið, og reyna á þann hátt að halda dýrtíðinni í landinu eitthvað í skefjum“. mennri sveit, þó að góðmenn sé. Hlýr hugur allra kunnugra fylgir henni. Kunnugur. J.'ÞWH =4 :171 i 11 '.y^-rrm Esja fer aukaferð til Austfjarffa næstkomandi mánudag kl. 6 síðdegis. Á austurleiff kemur skipiff á eftirgreindar hafnir: Vest- mannaeyjar, Hornafjörff.Djúpa- vog, Stöffvarfjörff, Fáskrúffs- fjörff, Reyffarfjörff, Eskifjörff, Norfffjörff og Seyðisfjörff. Snýr þár viff og fer beint til Reykja- víkur meff viffkomu í Vest- mannaeyjum. Flutningur óskast tilkynntur sem fyrst. Ss.Bergenhus hleður n. k. föstudag til Kaup- mannahafnar, Færeyja og Vest- mannaeyja. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Farþegar sæki farseðla fyrir hádegi á föstudag. Vér leyfum oss aff vekja at- hygli heiðraffra viffskiptavina vorra á þvf, aff ef um vörur er að ræða, sem nauffsynlega þurfa aff komast meff næstu ferff skips- ins frá Kaupmannahöfn, mun heppilegast aff panta þær sím- leiffis. Sktpaafgreiðsla Jes> Zinasen ? Tryggvagötu. — Sími 302b. Hallbjörg Bjaniadúííir N æíurhlj ómleikar kl. 11.40 FÖSTUDAGSKV. í GAMLA BÍÓ. Sala aðgöngumiffa í dag í Hljóff- færahúsinu. — Símapöntunum ekki hægt aff sinna vegna mik- illar affsóknar fyr en eftir kl. 4. Ný söngskrá. búnu Iangskip sín. Honum varð oft vel til fanga. Hann hafði alla jafna mikið fé milli handa vegna hlutafélaga sinna, og þegar bezt lét, um það bil sem friður var saminn, hafði hann stundum upphæðir sem námu hundruðum þúsunda á banka- reikningi sínum. En þarfir hans voru miklar og honum tamt að hafa mikla risnu og fjáreyðslu, bæði til eigin þarfa og vegna félaga þeirra, er hann stofnaði í sambandi við auðlindir íslands. Einar Benediktsson lét oft orð falla um það, að hann væri í tveirri heimum, fjáraflamaður- inn og skáldið. Sennilega hefir honum þá líka komið til hugar, að ef fésýslumaðurinn hefði yf- irgefið skáldið og snúizt ein- göngu að auðsöfnun, þá myndi sá maður hafa getað safnað miklum auði. En í raun og veru var skáldið óhjákvæmilegt við fésýslu gróðamannsins. Það að Einari Benediktssyni tókst í tuttugu ár að vekja áhuga fjöl- margra áhrifamanna í nokkrum helztu menntaiöndum heimsins fyrir nýjum og stórfelldum framleiðsluskilyrðum á íslandi, var að þakka hæfileikum Ein- ars Benediktssonar öllum sam- an: Glæsimennsku hans, gáf- um, vandvirkni, mælsku og hrífandi ímyndunarafli. Skáld- gáfan var dýrmætasti eiginleiki þessa sérkennilega manns. Hún var vopn hans til sóknar og varnar í fjármálabaráttunni, og hennar vegna lifa listrænar hugsjónir hans í heimilum list- menntaðra íslendinga löngu eftir að allur þorri þjóðarinnar hefir gleymt baráttu hans og ósigrum við að flytja auðmagn inn í landið. En þó að skáldgáfan væri fjöregg Einars Benediktssonar, þá verður hinu ekki neitað, að hún átti meginþátt í að hann gat aldrei unnið varanlega sigra í fjármálum. Hann var fullur af hugmyndum og skáldadraumum. Nýjar hug- sjónir fæddust og kröfðust lífs- skilyrða, áður en búið var að tryggja öryggi eldri viðfarigs- efna. Einar Benediktsson sá allt af fleiri draumsýnir heldur en hann gat komizt yfir að gera að veruleika eða að yrkisefnum. Þar við bættist fjáreyðsla hans sjálfs, sem oft var lítt stillt í hóf. Skáldið 'settist við herfang víkingsins og fylgdi fordæmi Egils Skallagrímssonar og tók ekki fulla gleði fyrr en honum var réttur gullhringurinn á sverðsoddi yfir langeldinn í höll viðskiptamálanna. XXV. Einari Benediktssyni heflr vafalaust verið fullljóst all- mörgum árum áður en hann hætti fésýslustörfum, að hann hafði beðið ósigur í hinu mikla baráttutafli manndómsáranna. Hann hafði ásett sér að leiða gullstraum hinna ríku landa til íslands. Hann hafði dreymt stóra drauma um að gerbreyta aðstöðu þjóðarinnar með tröll- brotum eims og raforku. Nýjar hafnir, járnbrautir, verksmiðjur og námuvinnsla áttu að rísa fyrir atbeina auðfélaga þeirra, er hann stofnaði. En engin af „Já, þetta er hinn rétti kaifiilmur", sagði Gunna, þegar Maja opnaði „FRE YJlT-kaffibætíspakkann „Ég skal segja þér það, að nú fáum við gott kaffi, því að nú höfum við „Freyju“-kaffibætinn. Ég er nú búin að reyna all- ar hinar tegundirnar og hefi sa nnfærzt um, að úr „Freyju“- kaffibæti fæst langbezta kaffið.“ Takið eftir, hvað stúlkurnar segja, að með því að nota „Freyju“-kaffibæti fáið þið bezta kaffið. — Kaupið því „Freyju“-kaffi- bæti. Hann fæst hjá öllum kaupfélögum og mörgum kaupmönnum á landinu. þessum hugsjónum varð að veruleika, nema stofnun ís- landsbanka, sem hann vann mikið að á þeim árum, þegar hann var ritstjóri Dagskrár. Snemma á skáldabraut sinni hafði hann lýst átakanlega til- finningum manns, sem endur- metur örlagaákvarðanir æfinn- ar. í kvæðinu: Að Elinarey, lýsir Einar Benediktsson hug- arangri Napoleons, er hann sér eimskip sigla fram hjá herskipi Breta, er flutti hann sem fanga til Elínareýjar. Keisarinn minn- ist þá þess, að á ógæfustund hafði hann neitað boði Fultons um að taka eimvélina í herskip sín móti flota Englendinga, og sér nú um seinan, að sú nýjung hefði getað snúið gæfuhjólinu honum í vil: , „Bitrast sker þó hershöfðingjans lundu minningin um eina stóra stundu, stjarna gæfu hans þá bjartast lýsti — er hann fleygði lífs síns láni að grundu." Einar Benediktsson hefir vafalaust lifað þvílík augnablik, þegar hann leit 1 endurminn- ingunni yfir sína viðburðaríku æfi. Hann hafði unnið marga og glæsilega sigra. Oft hafði gæfu- sólin skinið bjart á æfintýra- brautir hans. En hann hafði þó að lokum beðið fullkominn ó- sigur I fjármálabaráttunni. í kvæðinu til móður sinnar segist hann hafa siglt sinn sjó fram á haust þar til hin suðlægu lönd voru horfin sjónum. Hann vissi, að ættlandið beið, enda var þangað stefnt: Hér á að draga nökkvann f naust. Nú er ég kominn af hafl. (Framh. d 4. aiðu.J GÁffc Nokkuð margir kaup- endur Tímans munu bókakauD?igo á,re- Dvalar- P í 2. og 3. árg. eru samtals 58 heftl og í þeim m. a. yfir 100 stuttar skáldsögur. Þeir sem senda 10 kr. til afgr. fá 2. og 3. árg. burðar- gjaldsfrítt til baka. Lika sendir ef ósk- að er gegn póstkr. Adr.: Dvöl, Rvík. Vinnið ötullega fgrir Tímann. Kaupendur Tímans Tllkynniff afgr. blaffslns tafar- laust ef vanskil verffa á blaffinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess aff bæta úr því. Blöff, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verffa send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. Hrein ar léreítstuskur kaupir Prentsmíðjan Edda, Líndargötu 1 D, 144 Margaret Pedler: Laun þess liðna 141 þetta bros. „Hvað er að frétta af snúna öklanum?“ spurði Maitland um leið og hann settíst. Hann bar hvorki fram skýringu né afsökun á þvl, að hann hafði aldrei kom- ið allan þennan tima, sem hún hafði verið að vonast af og til eftir honum. En þetta gerði lítið til núna. Hann var þarna, horfði á hana með sama glettnis- lega vináttuglampanum 1 augunum og forðum í Villa Felice. Henni fannst allt í einu að einhver hindrun, sem hefði rísið upp á milli þeirra, væri horfin. Hún gat ekki gert sér grein fyrir 1 hverju þetta lá, eða af hverju henni fannst þetta. Maitland var alls ekki kaldur og fjarlægur, eins og hann hafði verið, þeg- ar þau voru að borða hádegisverðinn hérna á Brownleaves, daginn sem hún meiddi sig. Elízabet fann, að þetta gladdi hana innilega. „Ó, öklinn,“ svaraði hún. „Hann er miklu betri. Ég hefi mátt haltra um her- bergið síðan í fyrradag, og Jack læknir sagði mér í dag, að ég mætti fara út i garð á morgun, ef ég gengi við staf og færi varlega." „Það var ágætt,“ sagði Maitland inni- lega. „Ég hefi eiginlega alltaf verið að hugsa um yður síðan, af þvi að það var ein af kanínuholunum mínum, sem ó- gæfunni olli.“ að leita sér neinnar einkahamingju, meðan hann þurfti hennar með. Jane var alveg ágæt í alla staði. Hún hafði oft talað við Elízabet um Irene, móður hennar. Það var auðskilið af frá- sögn hennar, að hún hafði reynzt þess- ari vinkonu sinni trú, bæði 1 bliðu og stríðu. Elízabet fannst það samt ennþá dásamlegra, að henni hafði, þrátt fyrir þetta, tekizt að vera áfram vinur föður hennar. Elízabet þekkti föður sinn vel, hið ákafa stolt hans og ósveigjanlega skapstífni. Henni fannst þess vegna, að Jane hefði tekizt það, sem mátti heita ómögulegt, með því að reynast vinkonu sinni trú, án þess að slíta með því vin- áttunni við hann. Elízabet hugsaði aftur um þetta dag- inn eftir, og komst þá að þeirri niður- stöðu, að Jane hefði tekizt þetta aðeins vegna þess, hvað hún var hjartagóð og hrein og bein. Elízabet spurði sjálfa sig að því, hvort sér myndi takast, — ef til þess kæmi að hún og Candy kæmust í beina andstöðu hvort við annað í ein- hverju þyðingarmiklu máli. — að halda fast við sína skoðun án þess að eyði- leggja hinn góða félagsskap, sem var þeim báðum svo mikils verður. Hún fann kvíðagust fara um sig, eins og þegar sagt er að maður „finni einhvern ganga yfir gröf manns“. Henni varð hugsað til sið-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.