Tíminn - 17.02.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.02.1940, Blaðsíða 2
74 TtMINN, langardaglnn 17. fcbr. 1940 19. hla» Forystunienn |ij»ffanna: Rickard Nandler ‘gíminn Laugurdaginn 17. febr. Stríð oá friður íslenzka þjóöin skiptist nú um ný viöhorf í tilverubaráttu sinni: Meginhluti þjóðarinnar vill hafa samstjórn lýðræðis- flokkanna, hafa glögga en gæti- lega stjórn á málum landsins út á við, og einbeita kröftunum til aö þjóðin geti sem mest og bezt lifað af framleiðslu lanúsins. Utan við þessa fylkingu standa kommúnistarnir. Þeir eru að vísu fámennir og þeir verða fámenn- ari með hverjum degi. En hópur þeirra hefir mjög ákveðna lífs- skoðun. Hinn trúaði söfnuður kommúnista stendur algerlega undir erlendri stjórn. Moskva er þeirra höfuðstaður, og valda- menn Rússlands þeirra lærifeð- ur. Einar Olgeirsson sagði í haust við einn Framsóknar- mann, þegar ráðizt var á Pól- land, að hugsjón flokksbræðra sinna væri sú, að kommúnistar utan Rússlands bæðu Rússa um vopnaða hjálp, brytu niður land- stjórn og þjóðskipulag lýðræðis- ins og settu í stað þess flokks- einræði kommúnista, sem síðan yrði að styðja með útlendu og innlendu voþnavaldi. Kommúnistaflokkur íslands hefir frá byrjun reynt að spilla fyrir landi sínu og þjóð í augum erlendra manna. Eitt sinn fundu þeir upp á því, að mála flokks- einkenni Rússastjórnar að nóttu til á hamraveggi Almannagjár, svo sem til að soramarka íslend- inga undir útlenda þjóð. Um sama leyti víssu þeir, að þýzkt skemmtiskip myndi koma á ytri höfnina og liggja þar, en ferða- menn ganga i land. Nóttina áður en skipið kom, máluðu þeir með stórum stöfum ókvæðisorð um Þýzkaland og stjórn þess utan á hafnargarðinn. Það var erfitt fyrir hina þýzku gesti að trúa öðru en að það væru yfirvöld bæjarins eða landsins, sem heils- uðu þeim á þennan hátt, enda varð þetta tiltæki á margan hátt til gremju og vandræða fyrir þjóðina. Meðan fjandskapur var milli Rússa og Þjóðverja, linnti aldrei hrakyrðum í blöðum kom- múnista hér á landi um valda- menn Þjóðverja. Var slík fram- koma algerlega andstæð skap- ferli íslenzku þjóðarinnar, sem hafði allar ástæður til að við- halda hlutlausum og velviljuð- um skiptum við hina þýzku frændþjóð, þó að hún hafi aðra stjórnarhætti en við. í vetur sem leið var vitanlegt að bæði Englendingar og Þjóð- verjar myndu láta myndarleg herskip gera hér kurteisisheim- sókn, og komu Þjóðverjar fyrr. Varð Einar Olgeirsson þá bók- staflega vití sinu fjær af hræðslu. Hann vildi að ríkis- stjórnin bæði Chamberlain og Roosevelt um hernaðarhjálp til að verja ísland fyrir hinum þýzku gistivinum. Höfðu komm- únistar þó að jafnaði haft í frammi svipuð bi;igsl um stjórn- endur Englands, eins og þeir voru vanir að hafa um forkólfa nazista í Berlin. Þessu hræðslu- fáti Einars lauk með þvl, að hann sagði að ríkisstjórnin ætl- aði að semja um mikilsverð mál við þýzka herskipið Em- den. Símuðu kommúnistar þennan tilhæfulausa þvætt- ing sinn víða um lönd, land- inu til minnkunar. Það sem forsætisráðherra sagði, var að hann ætlaði að ræða tiltekið mál við þýzka nefnd, sem hingað kom litlu síðar, á engan hátt í sambandi víð hið umrædda her- skip. Ríkisstjórnin sendi í haust, nokkra menn til að ræða um við- skiptamálefni við menn i Þýzka- landi og Englandi. íslendingar vildu geta verzlað við báðar þjóðirnar eins og aðrar Norður- landaþjóðir. En á þessu voru þau vandkvæði, að Bretar telja sig hafa lagt siglingabann á Þýzka- land, og Þjóðverjar á Bretland. Var sízt að furða, þó að íslend- ingum gengi ekki vel að breyta þeim meginákvörðunum þeirra. Niðurstaðan er sú, að ekki tókst að gera verzlunarsamning við þessar þjóðir, einmitt vegna hafnbannsins og afleiðinga þess. Hitt má telja ánægjuefni, að (Framh. á 3. slSu) Nýlega fóru fram umræður 1 sænska þinginu, sem vöktu at- hygli um allan heim. Aðalmenn- imir i þeim voru hinir fornu samherjar Per Albin Hansson forsætisráðherra og Rickard Sandler fyrv. utanrikismálaráð- herra. í þetta skipti voru þeir á öndverðum meiði. Sá skoðana- munur hafði valdið því, að Per Albin gegndi áfram æðsta emb- ætti landsins, en Sandler hafði orðið að hverfa af hátindi vald- anna. Honum hefði ekki verið neitt auðveldara en að halda hinu virðulega embætti áfram, en það hefði kostað hann að sveigja verulega frá skoðun sinni. Sandler kaus heldur að fylgja sannfæringunni en að halda embættinu. Rickard Sandler er fæddur 1 janúar 1884. Faðir hans var skólastjóri vlð lýðháskólann í Hola, maður vel menntaður og frjálslyndur í skoðunum. Hann lét son sinn ganga menntaveg- inn. Gat Sandler sér mikið orð sem námsmaður og þótti jafn- vígur á allar námsgreinar. Árið 1905 lauk hann námi við háskól- ann í Uppsölum, þar sem hann hafði aðallega lagt stund á landafræði. Á Uppsalaárum sinum komst Sandler fyrst í veruleg kynni við skoðanir Jafnaðarmanna og gerðist brátt fylgjandi þeirra. Tók 'hann m. a. verulegan þátt í stofnun og störfum félagsins Laboremus, en það var bæði skipað menntamönnum og verkamönnum og átti með fyrir- lestrastarfsemi, smáritaútgáfu, sérstökum greinaflokkum í blöð- um o. s. frv. að vinna að aukinni þekkingu almennings á social- ismanum. Árin 1904—09 vann Sandler ýmist við kennslu eða var í fyr- irlestraferðum fyrir samband ungra jafnaðarmanna, en hann átti sæti í stjórn þess 1907—12. Árið 1909 réðist Sandler sem kennarl við hinn nýstofnaða verkamannaskóla i Brunnsvík, sem verkalýðssamtökin höfðu stofnað. Sandler kenndi aðal- lega hagfræði og viðskipta- landafræði og varð fljótt einn bezti kennslukraftur skólans. Hið mikla álit, sem skólinn vann sér á þessum árum, mátti að verulegu leyti þakka honum. Sandler vann annað þrekvirki á þessum árum. Hann átti einn drýgsta þáttinn 1 stofnun Arbe- tarnas Bildningsförbunds, sem nú er ein merkasta og sérstæð- asta menningarstofnun Svíþjóð- ar. Arbetarnas Bildningsförbund var stofnað af ýmsum félags- samtökum verkamanna og var markmið þess, að auka mennt- XXVI. Þegar Einar Benediktsson gaf út fyrstu ljóðmæli sin 1897, var hann 33 ára. Á næstu 33 árum gaf hann ný ljóð út fjórum sinnum. Hafblik komu út 1906, Hrannir 1913, Vogar 1921 og Hvammar 1930. Með því að bera saman þessar fimm bækur er tiltölulega auðvelt að fylgja þró- unarferli skáldsins frá því að hann kemur fyrst fram á sjón- arsviðið, sem þjóðskáld, og þar til hann hefir ráðið skipi sínu til hlunns og hættir að vera starfandi að íslenzkri ljóðagerð. í fyrstu bók sinni, Sögur og kvæði, er Einar Benediktsson fullur af lífsmóði og baráttuhug. Hann yrkiT þá herhvöt þjóðar- innar, íslands Ijóð og baráttu- söng höfuðstaðarins, þar sem rakin er saga Reykjavíkur frá landnámsöld og brugðið á loft mynd af glæsilegri framtið borgarinnar. Hann er þá eins og faðir hans, i opinberum ó- friði við Dani: En — gáfum gædda þjóð! Gleymdu ei hver svefni þeim þig svæfði, sérhvert lifsmark íslands deyddi og hungursár þín, [kæfði, tjón þitt, tár þin tíndi i maurasjóð. Skildu rétt, hvar skórinn að þér kreppir, skildu hver i bönd þig hneppti og Engu að gleyma [hneppir. í Höfn né heima — Heil, mín ættarslóð. Með þessari hvatnlngu hafði RICHARD SANDLER. Mynd þessi er tekin af honum í Firm- landi fvrir stuttu síðan. un og þekkingu alþýðunnar með fyrirlestrastarfsemi, bókasöfn- um, námshringum o. s. frv. Deildir þess eru nú starfandi á annað þúsund stöðum í Svíþjóð og starfsemi þess hefir hlotið slíka viðurkenningu, að það hef- ir haft styrk frá ríki og bæjar- félögum um iangt skeið. Sand- ler mun sennilega meira en nokkur maður annar hafa ráðið starfsháttum þessara félagssam- taka, vali viðfangsefna, hvernig þau væru lögð fyrir almenning o. s. frv., enda hefir hann um langt skeið verið einn helzti forystumaður þeirra og leið- beinandi. Þess heyrist oft getið, að sænskir verkamenn séu félags- legar þroskaðri en stéttarbræð- ur þeirra eru yfirleitt annars- staðar. Hið farsæla starf verka- lýðssamtakanna 1 Svíþjóð virð- ist sanna þetta. En orsakanna til þessa má áreiðanlega fyrst og fremst rekj a til Brunnsvíkur- skólans og Arbetarnas Bild- ningsförbunds. Þessar tvær menntastofnanir hafa veitt verkamönnum ómetanlega fé- lagslega tilsögn. Það er ekki nóg að hóa verkamönnum saman í verkalýðssamtök og stjórnmála- félög. Þeir verða að skilja hina þjóðfélagslegu afstöðu sína, þekkja hin mikilvægustu fjár- hagslegu lögmál, vita hvað sam- tökum þeirra reynist gagnlegt og kleyft og hvað ófært og hættulegt. Það hefir verið eitt helzta hlutverk þessara stofn- ana að veita verkamönnum, einkum forystuliði þeirra, slíka leiðsögn og í þeim efnum hefir hann lokið fyrsta þætti íslands- ljóða. Þar var samandregin og rétt skýrð hörmungasaga þjóð- arinnar undir stjórn erlendra manna, sem gerðu sér fátækt og varnarleysi landsmanna að fé- þúfu. Fyrstu strandferðir við ísland voru farnar af dönskum skipum. Þó að Danir séu heima fyrir og gagnvart stærri þjóðum manna kurteisastir í framkomu, þá gætti mikils ruddaskapar og yf- irlætis frá þeirra hálfu gagnvart íslendingum, sem fóru með skipum þeirra, þar til Eimskipa- félagið var stofnað og landið átti sjálft skip til strandferða. Einar Benediktsson túlkaði í kvæðinu Strandsigling sárs- aukatilfinningu þjóðar sinnar yfir réttleysinu á dönsku skip- unum. Hér er lýst haustferð að norðan suður um land. Lestin er full af fólki: Þessa slðast ársins ferð þelr fóru — fólkið hana rækir bezt. Drukknir menn og krankar konur vóru kvíuð skrans í lest. Allt var fullt af frónska þarfagripnum. Fyrirlitning skein af danska svipnum. í augum skáldsins var undir- gefnin hinn frónski þarfagrip- ur. Einhver landi fór höndum um streng við borðstokkinn. Danskur yfirmaður kom að: Ýtti úr vegi hart og hrakorð lagði, hinn fór undan, beygði sig og þagði. Sandler verið mikilvirkasti og áhrifamestí starfsmaðurinn. Sandler hafði veruleg afskipti af pólitískum málum á þessum árum. Hann átti sæti í neðri þingdeildinni 1912—17 og síðan 1919 hefir hann átt sæti í efri þingdeildinni. Hann hefir átt sæti í stjórn jafnaðarmanna- flokksins síðan 1911 og gegnt ýmsum fleiri störfum innan flokksins. Árið 1917 fór Sandler til Gautaborgar og gerðist þar að- alritstjóri ,,„Ny Dag“, málgagns jafnaðarmanna þar. Því starfi gegndi hann þó skamma hríð, því að hann var nokkru síðar kvaddur til að gegna þýðingar- miklu embætti í fjármálaráðu- neytinu. Þegar jafr.aðarmanna- foringinn, Hjalmar Branting, myndaði fyrstu ríkisstjórn sína 1920 varð Sandler ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar og fjármálaráðherra nokkrum mánuðum seinna. Þessi stjórn Brantings varð skammlíf, en hann myndaði aftur stjórn á næsta ári og varð Sandler þá aftur ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar. í þriðju stjóm Brantings, sem hann myndaði haustið 1924, varð Sandler verzl- unarmálaráðherra. í janúar 1925 varð Branting að láta af stjórnarstörfum, sökum heilsu- brests, og varð Sandler þá for- sætisráðherra. Því starfi gegndi hann þangað til um mitt sum- arlð 1926. Jafnaðarmenn í Svíþjóð komu aftur til valda haustið 1932. Per Albin Hansson varð þá forsætisráðherra og Sandler ut- anríkismálaráðherra. Hafa þeir síðan gegnt þeim störfum óslitið þangað til þjóðstjórnin var mynduð í haust, nema nokkra mánuði sumarið 1936. Þegar Sandler varð utanrík- ismálaráðherra, vakti það tals- vert umtal 1 Svíþjóð. Stjórnar- andstæðingar töldu hann of ein- litan alþjóðasinna, en ýms- um samherjum hans fannst að hann hneigðist að sumu leyti í íhaldsátt. Það virðist nú sam- hljóða álit allra, að Sandler hafi rækt þetta starf með miklum skörungsskap og haldið vel á málum Svíþjóðar. Framkoma hans á fundum Þjóðabanda- lagsins vakti mikla athygli. Hann ferðaðist mikið og heim- sótti ýmsa helztu stjórnmála- menn álfunnar. Hefir sennilega enginn stjórnmálamaður Norð- urlanda verið jafnþekktur með- al stórþjóðanna og helztu for- vígismanna þeirra á þessum tímum og Sandler. Ástæðan. til þess að Sandler tók ekki þátt i þjóðstjórninni var afstaða hans til Finnlands- málanna. Það er nú ljóst orðið, að Sandler hefir verið í hópi þeirra manna, sem vildi að nor- ræn samvinna væri meira en nafnið tómt, fallegar skála- Einari Benediktssyni kemur ekki til hugar að áfella yfirþjóð- ina eina fyrir yfirlætið. Hann vill fyrst og fremst afmá úr lund íslendingsins þann undir- lægjuhátt, sem honum þótti margra alda kúgun hafa mótað í sál landans. Beggja í öllu þekktust þjóðarmerki, þeirra ólík kjörin tvenn; hroki á aðra hönd með orku i verki, á hina bljúgir menn. Og enn segir skáldið: Inn á sömu stöðvar stefnið horfðl, stýrði hönd af sömu þjóð, sem þá fyrr hjá búðarherrans borðl barnamaður stóð, og dauðableikur blóðskuld ranga leysti, blóðpeninginn siðsta 1 höndum kreisti. Hér var engin auðmýkt og ekkert undanhald. Einar Bene- diktsson þekkti samvistarsögu Dana og íslendinga. Hann þótt- ist sjá merkin um þau viðskipti í ávirðingum beggja, hroka á aðra hlið en auðmýkt og van- mátt á hina. Ályktunin var auð- sæ. íslenzka þjóðin áttí að vakna til meðvitundaT um for- tíð sína, mátt sinn og framtíð- arskilyrði á íslandi. Strandsigl- ing með dönsku skipi varð að herhvöt fyrir ungan, djarfan ís- lending. í kvæðinu Vestur kemur fram skoðun skáldsins á Ameríku- flutningunum. Sonurinn flytur til ókunna landsins, en faðir og dóttir eru eftir. Ættjarðarbönd- in tengja þau við ísland og reynslan sýnir, að þau hafa á réttu að standa. Vesturfarinn þráir ættland sitt, en getur ekki snúið við. ræður og annað ekki. Afskipti hans af alþjóðamálum og skarp- skyggni hans hafa vafalaust sannfært hann um það fyrir löngu, að eins og nú er högum háttað væru „orðin ein“ Norð- urlandaþjóðunum lítil vörn, ef á þær væri ráðizt. Þess vegna studdi hann það eftir megni, að Finnar fengju að víggirða Á- landseyjar og að Sviar veittu þeim strax virka aðstoð, þegar Rússar Téðust á þá. Per Albin hefir hins vegar valið hlutleys- isstefnuna. Það mun sjást á sín- um tíma, hvor hefir á réttara að standa í þessum efnum, Per Albin eða Sandler. í þýzkum og rússneskum blöð- um hefir oft verið deilt harð- lega á Sandler undanfaTið. Sandler hefir stundum verið nefndur „mestur hugsuður“ sænska jafnaðarmannaflokks- ins og mun það vera orða sann- ast. Hann hefir skrifað allmörg pólitísk smárit, sem hafa mynd- að einskonar undirstöðu í túlk- uninni á stefnu flokksins og viðhorfi hans í ýmsum málum. Eitt það helzta þeirra „Þjóðfé- lagið eins og það er“, kom út 1911, vakti þá mikla athygli og mun hafa haft varanlega þýð- ingu. Auk þess hefir hann skrifað talsvert af lengri eða styttri ritgerðum um þjóðfélags- mál. Hann hefir þýtt hið mikla ritverk Karl Marx um fjár- magnið á sænsku. En mestra áhrifa hans á stefnu og störf flokksins mun þó mega rekja til kennslunnar við Brunnsvíkur- skólann og skipulagningar- Innar á félagslegri fræðslu Arbetarnas Bildningsförbunds. Það, sem er eitt gleggsta ein- kenni Sandlers í ræðu og riti, er óvenjulega skýr framsetning og rökrétt hugsún. Ritstíll hans er laus við allt skraut, en skýr og fágaður, og ræðumennska hans er mótuð sömu einkennum. Hann hefir góðan málróm og talar viðstöðulaust. Er hann meðal beztu ræðumanna Svía. Sandler er ekki mikill fyrir mann að sjá, tæplega meðal- maður á hæð og grannvaxinn. Andlitið er gáfulegt og fram- koman viðfelldin. Hann hefir mikið yndi af hljómlist og iðkar hana í tóm- stundum. Hefir hann um langt skeið átt sæti í ýmsum þekkt- ustu hljómlistarsamtökum Sví- þjóðar. Um það leyti, sem Sandler varð kennari í Brunnsvik, gift- ist hann kennslukonu, Maja Lindberg. Hún er kona dugmik- il eins og sjá má á því, að síðan Finnlandsstyrjöldin hófst hefir hún unnið að hjálparstarfsemi meðal kvenna í Finnlandi og hefir maður hennar heimsótt hana þangað. _______________________Þ. Þ. CtbreiíSið TÍMANK Fjölhæfni Einars Benedikts- sonar kemur fram í efnisvalinu. Skútahraun er mannfélagsá- deila í þeim þunga búningi, sem skáldið tamdi sér einkum á seinni árum. Ásbyrgi og Norður- ljós eru ógleymanleg ástarjátn- ing til íslenzkrar náttúru. Hvarf Odds í Miklabæ er tröllaukin mynd af þeirri myrkfælni og sektartilfinningu, sem þjóðtrú- ín hafði skapað á mörgum þján- ingaöldum. Snjáka er hin ís- lenzka kvenhetja. Skútahraun var ort i ferð í Mývatnssveit. Fyrsta visan er þannig: Blíkna rindar. Röðll hallar. Rökkvar að um drang og sprungur. Reifast úfið risaklungur rifnum stakki fyrstu mjallar. Síðan heldur skáldið áfram. Hann sér ótal mannlífsmyndir i kynjamyndum hraunklett- anna. Hér eT ein vísan um Ásbyrgi: Ásbyrgi, prýðln vors prúða lands, perlan við straumanna festi, frjótt elns og óðal hins fyrsta manns, fléttar hér blómin 1 hamranna krans. Standbjörgin kveðjunni kasta á gesti, krlngd eins og Járn undan hesti. Lofsöngurinn um norðurljós- ín hefst með þessum orðum: Veit duftslns son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga. Og þetta eru niðurlagsorð fyrsta erindis: Við útheimsins skaut er allt eldur og af iðandi norðurljósum. [skraut En fyrir ungt skáld er stutt Nebelspalter, Sviss. Hinn litli Göbbels getur ekki spillt vináttu Maríönnu (Frakklands) og Jóns Bola (Bretlands). * * * Þaö þykir nauðsynlegt í hemaSi, aö geta látið hermennina hafa sér sem mest til dœrastyttingar í tómstundum sinum, og er þvl jafnan reynt aS hafa sem mestan gleSskap í hermannabúS- um. Fyndni- og kímnisögur eru jafnan vel þegnar. MeSal finnskra hermanna gengur nú mikill fjöldi af slíkum smá- sögum. Ein þeirra er t. d. á þessa leiS: Þegar Paasikivi var i Moskva i haust, spurði Stalin hann einu sinni: ,Jlvað hafiö þið marga hermenn?“ „300.000.“ „Þá sendum við bara helmingi fleiri." Paasikivi gekk þá að símatólinu og Stalin spuröi hvað hann œtlaði að gera. „Hringja heim og segja að hver her- maður þurfi að hafa tvœr patrónur," svaraði Paasikivi. * * * Ein skopsagan, sem gengið hefir meSal finnskra hermanna, hljóðar þannig: Molotoff kallaði nýlega japanska sendiherrann á fund sinn og spurði mjög áhyggjufullur: ,JIvers vegna eruð þiö að auka liðs- kost ykkar við landamœrin? Rússland hefir ekki hina minnstu löngun til að ráðast á Japan." Það er heldur ekki gert ykkar vegna,“ svaraði sendiherrann. „Það er öryggis- ráðstöfun vegna Finna. Þeir kynnu ekki slður að vilja ráðast á Japan en Rúss- land." * * * önnur skopsaga, sem gengið hefir í Finnlandi, er á þessa leið: „Getur þú sagt mér, hver er munur- inn á Indlandi og Rússlandi?" ,flei." „í Indlandi sveltur einn maður fyrir allt fólkið, en í Rússlandi sveltur allt fólkið fyrir einn mann." * * * Danskur fréttaritari i Finnlandi segir að Finnar hafi háð stríð gegn Rússum sem hér segir: 1240, 1323, 1495, 1570— (Framh. á 3. siðu) leið frá fegurð Ásbyrgis og norðurljósanna til hinnar fögru konu: Ljúf er röddin, líkt og vaki ljóð við streng í óði dýrum. Stuðlar falla 1 hlátrum hýrum, hendingar í fótataki. Þessi kona er ímynd skáld- legrar fegurðar. Hann minnist líka Grettis, skáldsins í útlegð- inni: En eínkum er mér sem ég heyri hljóm af hreinum og djúpum karlmannsróm, í dýrri og dulri bögu. Þau orð og þau svör—þeim ann ég mest, öflug og köld — þau virði eg mest I Grettis göfugu sögu. En þegar móðurlausi sýslu- mannssonurinn frá Héðinshöfða er á ferð i héraði föður síns, Þingeyjarsýslu, er hann jafn myrkfælinn og Grettir. Hann má sig hvergi hreyfa einn, eftir að fer að skyggja. í hvarfi Odds á Miklabæ lýsir hann öllum hörmungum myrkfælninnar: Þegar ljósið deyr er allt dapurt og svart, með deginum vangi bliknar. Nú vaknar af rökkurmoldum margt, í minningum dauðum kviknar. Þótt beri þig fákurinn frái ótt, svo frosnum glymur í brautum, þú flýr ekki hópinn.sem þyrpir sér þétt, þögull í hvilftum og lautum. Ódæmdar sakir frá andvöku- nóttunum segja til sín í nátt- myrkrinu: í lifandi myndum þig einblina á með augum tærandl köldum, og svipinn þeim harmar liðnir ljá frá lífs þins einverukvöldum. Draugar vilja gjarnan að tungl vaði i skýjum: En hálfur máni af himinleið slær helbjarma á mannanna ríld, I^AAS JÓIVSSOIV: Einar Benedikisson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.