Tíminn - 17.02.1940, Blaðsíða 3
75
19. blað
DÆGRADVÖL
FEBSKEYTLUB.
IV.
í síðasta laugardagsblaði Tímans
birtust allmargar sjómannavísur. Hér
eru enn nokkrar vísur aí keimlíkum
toga spunnar, hin fyrsta úr Griðku-
rímu, samlíking um skáldskap og sjó-
sókn, lltillát og afsakandi, en þó snilld-
arleg:
Yggjar sjó ég út á legg
uggandi um Dvalins kugg;
hyggjudugur dvínar segg,
duggan þegar fer á rugg.
Hér er önnur samlíking. Prú Theo-
dóra Thoroddsen lýsir svo hugarþeli
manns á för um lífsins sjó:
Gegnum brim og báruher
beiti ég iíísins nökkva.
Og ef ég hleypi á hulið sker
hlægir mig að sökkva.
í næstu vísu líkir Theodóra jarðar-
heimkynnunum við hafigirt land, sem
hið stundlega lif tengi mann við; það,
sem við tekur, þegar því líkur, er dul-
arfullt, óþekkt og seiðmagni búið eins
og blátt haf:
Förlast máttur fæti og hönd,
fúinn þáttur bindur önd.
Við heiminn sátt eg held frá strönd,
hafið blátt við sólarrönd.
Og það skyldi heldur engan furða,
þótt hafið og dauðinn séu stundum. ná-
tengd hugtök hjá íslendingum. Enginn
getur séð hvort eftirfarandi visa, sem
Guðmundur Gunnarsson í Stykkis-
hólmi hefir ort, er látlaus lýsing al-
gengrar sjóferðar eða skáldleg samlík-
ing, er túlkar hugrenningar hrjáðs
manns, sem heyrir og finnur öldurnar
á hinu dimma hafi lífsins leika við
veikbyggða fleytu sína. En þá er dauð-
anum'frekast líkt við einskonar land-
töku:
Grynnir undir knarrarkjöl,
kaldar bárur gnauða.
Aðeins skelþunn skeiðarfjöl,
skilur líf og dauða.
Indriði Þorkelsson á Fjalli í Aðaldal
orti eftirfarandi vísu um átök hafs og
yztu dranga:
Þér munu ennþá taka tak,
tryllta víkingsbára,
drangar þeir, er brutu á bak
bylgjur þúsxmd ára.
Um þá viðureign orti Sigurður Breið-
fjörð svohljóðandi stöku:
Bylgjur flasa fram um mar,
við fjöllin stæla hnúa.
Einatt þrasa þunglyndar
þær við klettabúa.
Vestur-íslenzka skáldið Kristinn
Stefánsson lýsir kvöldi á hafinu:
Geysast öldur ólguveg,
að fer kvöld með bliku.
Rán er köld og reigingsleg,
reisir tjöldin kviku.
Stephan G. Stephansson dregur upp
þessa mynd:
Mastrið syngur sveigt í keng,
seglið kringum hljómar.
Raddir þvinga úr stagi og streng
stormsins fingurgómar.
Ölínu Andrésdóttur hefir sjálfsagt
orðið hugsað til „Breiðfirðinganna
sinna“, þegar hún orti þessa stöku:
Veðraglymur ógnar önd,
olh dauðans grandi.
Nú er brim á Barðaströnd
og bára á Rauðasandi.
En hvað sem líður veðraglym og báru
sköflum, þá langar sjómennina út á
hafið; þeir eru tengdir þvl órjúfandi
böndum. Jón S. Bergmann segir:
Ekki nægir ungum svein
ástum lagin Freyja:
Frjálsan hlægir föst og hrein
faðmlög ægismeyja.
En enginn skyldi þó freistast til að
halda að sjósóknin sé leikur fyrst og
fremst. Hún er þvert á móti lífs nauð-
syn, bæði vegna þeirra sjálfra, sem sjó-
menn eru, og einnig allra annarra
þegna þjóðfélagsins. Á hafið er lifs-
björgin sótt. Á því staríi hvílir afkoma
þjóðarinnar. Sigurður Breiðfjörð yrkir
um fiskimennina, sem halda hlöðnum
skipum til lands:
Tíðum breiðum brims á gelm
bjrr þá reiða söng um,
fríðum skeiðum héldum heim,
hlöðnum veiðiföngum.
Kolbeinn.
Molar
(Framh. af 2. síðuj
95, 1611—17, 1650, 1700—21, 1741—42,
1788—89 og 1808—09. Styrjöldin í Finn-
landi 1918 var ekki háð gegn Rússum,
heldur gegn kommúnistum innanlands
og rússneskum hersveitum, sem voru
eftir í landinu frá tímum keisara-
stjómarinnar og höfðu snúizt i lið með
finnskum kommúnistum.
* * *
Sami fréttaritari segist hafa séð í
einu loftvarnarbyrginu seinasta barnið,
sem var flutt frá Helsingfors. Það var
sjö ára gömul telpa, sem ekki hafði
getað farið fyrr,sökum veikinda. „t litla
rúminu sínu hafði hún orðið að vera
áheyrandi að öllum hinum mörgu loft-
varnaraðvörunum og sprengjuárásum
Rússa, og geta allir ímyndað sér áhrif
þess á taugakerfi slíks barns. Nú sat
hún við hlið móður sinnar í neðan-
jarðarbyrginu og beið eftir myrkrinu
og jámbrautarlestinnij sem átti að
flytja hana til Sviþjóðar.
,Mamma, Rússarnir mega ekki koma
fyrr en ég er komin af stað."
Það var þp ekki óttinn, sem angraði
hana mest, neldur viðskilnaðurinn við
mömmu.
„Ég vil miklu heldur vera hjá þér,
þó að það komi sprengjur."
Hversu langan tima þarf ekki til þess
að lækna í sál þessarar litlu stúlku
þau sár, sem hafa verið rist af hinum
mannúðarlausu loftárásum á varnar-
lausa borgara?"
* * *
og merkir skarpt þlna miðnæturreið
á melinn, í risalíki.
Þin fylgja hún vex og færist þér nær
þótt á flóttanum heim þú náir.
Þvi gleymskunnar hnoss ei hlotið fær
neitt hjarta, sem gleymsku þráir.
Þannig kom Einar Benedikts-
son fram á sjónarsvið bókment-
anna í fyrstu Ijóðabók sinni.
Hann hefir náð fullum þroska.
Verkefni hans eru ótrúlega fjöl-
breytt. Hann nýtur æskunnar
og orkunnar í fullum mæli.
Honum er hugstæð hverskonar
fegurð og sæmd og framtíð ætt-
landsins og þjóðarinnar.
En sá, sem er mikið gefið, vill
gjarnan neyta orkunnar. Niður-
lagsorðin í kvæðinu Undir
stjörnum eru hæfileg einkunn-
arorð fyrir ungt og framgjarnt
skáld:
Alls má freista. Eitt eg vll,
upp með taflið. — Eg á leikinn.
XXVII.
Níu árum eftir að Sögur og
kvæði birtust, kom út önnur
ljóðabók Einars Benediktssonar,
Hafblik. Það er ekki stór bók en
barmafull af snilldarkvæðum.
Skáldið hafði reynt margt á
undangengnum árum, verið
blaðstjórl, yfirdómslögmaður,
fasteignakaupmaður, þátttak-
andi í stofnun stærsta bankans
1 landinu. Hann hafði fest ráð
sitt, ferðast mikið, bæði á ís-
landi og erlendis, gerzt stór-
bóndi og sýslumaður í sveit,
skapað nýjan þjóðfána og verið
í fararbroddi um allar þjóðlegar
viðreisnarkröfur. Aldamótin
hrifu hugi þjóðarinnar. Hún var
í þann veginn að taka við stjórn
sinna eigin mála. Hannes Haf-
stein og Einar Benediktsson
túlkuðu hinar bjartsýnu draum-
sjónir landa sinna í áhrifamikl-
um aldamótaljóðum. íslending-
ar horfðu hugfangnir fram á
veginn til starfs og frelsis á
hinni nýju öld.
Mikið af beztu ljóðunum í
Hafblikum eru stemningar hins
hámenntaða, vonsæla íslend-
ings. Hann yrkir kvæðið Stjarn-
an til heitmeyjar sinnar eftir
skautaferð á Tjörninni í
Reykjavik á heiðbjörtu kveldi,
Njálsbúð skömmu eftir gifting-
una, þegar ungu hjónin gista á
Þingvöllum, Haugaelda, þegar
franski baróninn sendir skip
eftir honum til Reykjavíkur,
vegna veizlu á Hvítárvöllum.
Skógarilmur er lofsöngur um
Vaglaskóg úr þeirri för, þegar
skáldið sýnir konu sinni æsku-
átthagana í Þingeyjarsýslu, og
víðfrægir, svo sem fyr er sagt,
fegurð Mývatns, Jökulsárgljúf-
ur og hin gullroðnu skarlats-
tjöld við Grímseyjarsund. Síðar
koma itölsku kvæðin. Suðurhaf
er Miðj arðarhafið, sem hið nor-
ræna skáld hafði dreymt um á
æskuárum. í þessum ljóðum
hans koma glögglega fram allir
meginþættir í lifsskoðun Einars
Benediktssonar: Ættjarðarást
hans og þjóðrækni, dýrkun
móðurmálsins, djúp virðing fyr-
ir hetjulund konunnar, trúin á
mátt vélanna og auðmagnsins,
en framar öllu öðru tilfinning-
in fyrir hinu órjúfanlega sam-
hengi í alheiminum:
Milli lægsta djúps og hæstu hæðar
TlMIiyiy, langardaginn 17. fehr. 1940
I THE WOR
THE WORLD'S GOOD NEWS
« will come to your home every dav through
THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR
An IntcrnaitonaL Daily Netvspaper
It records for you the world’s clean, constructive dolngs. The Monitor
does not explolt crime or sensatlon; neither does it ignore them,
but deals correctively wlth them Features for busy men and &11 the
family, lncluding the Weekly Magazine Section.
The Chrlstlan Sclence Publishing Soclety
One, Norway Street, Boston, MaBsachusetts
Please enter my subscription to The Christian Science Monltor for
a period of
1 year $12.00 8 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00
Wednesday issue, including Magazlne Section: 1 year $2.60. 6 issues 25«
Name.
Address_______________________________
Samþlw Coþy on Request
Stríð og friður
(Framh. af 2. siðu)
eins og íslendingar koma hlut-
laust fram við báðar þessar
miklu frændþjóðir, þá hafa þær
hvor um sig sýnt íslandi marg-
háttaða greiðvikni fram að
þessu, þrátt fyrir hafnbann og
ófriðarástand.
Sendinefndinni, sem til Eng-
lands fór, tókst að fá leyfi til
að koma nokkrum vörum til
Þýzkalands í haust. íslendingar
voru þar í allmikilli vöruskuld
frá fyrrihluta ársins. Með söl-
unni á þessum haustvörum sem
Bretar leyfðu að senda gegnum
hafnbann sitt, tókst að greiða
meiri hlutann af vöruskuldinni
við Þýzkaland.
Bretar leyfðu ennfremur að
lokum, fyrir langvinnan mál-
flutning viðskiptanefndarinnar
að flytja mætti hingað heim
þýzku pípurnar til hitaveitu
Reykjavíkur. Var það þýðingar-
mikil tillátssemi, því að annars
reyna Englendingar að hindra
gersamlega útflutning á þýzkum
vörum. Takist þetta, og að ljúka
við hitaveituna, er nálega þriðj-
ungi landsmanna bjargað frá
háskalegum kulda i húsum, sem
á að hita með kolum, er munu
verða torfengin eins og nú er
komið málum. Þá ber ekki síður
að minnast þess, að Þjóðverjar
hafa ekki enn skotið á nokkurt
íslenzkt skip, þó að þau hafi oft-
sinnis komið inn í þá hafhluta,
sem þeir kalla að heyri undir
hafnbann sitt.
Eins og nú horfir, getur ísland
verzlað við önnur lönd, með þeim
takmörkunum, sem leiða af hinu
gagnkvæma hafnbanni. Hitt er
annað mál, að eftir því sem ó-
friðurinn stendur lengur og bar-
áttan harðnar, má búast við
margföldum erfiðleikum við að
komast um heimshöfin fyrir svo
litla þjóð, og með jafnlitlum
skipakost eins og við íslendingar
eigum.
íslenzku þjóðinni veitist létt
að vera hlutlaus um baráttu
hinna tveggja miklu frænd-
þjóða, Þjóðverja og Englendinga.
Við eigum báðum þjóðunum ein-
göngu gott upp að unna, og við
dáumst að gáfum, dugnaði og
manndómi þeirra beggja. Kom-
múnistarnir íslenzku eru eini
hluti þjóðarinnar, sem ekki
finnur til á þennan hátt. Þeir
reyna stöðugt að haga orðum
sínum og aðgerðum á þann hátt,
sem frekast gæti oröið til að
skapa tortryggni í hugum
manna í báðum löndunum.
En fram að þessu hefir fram-
ferði þeirra ekki komið að sök.
Stjórnarvöld Englands og Þýzka-
lands vita, að þessi litli stjórn-
málflokkur á íslandi er óábyrgur
gerða sinna, og að islenzka þjóð-
in stendur á ailt öðrum grund-
velli. íslendingar óska báðum
frændþjóðunum, sem nú eru að-
ilar í heimsstríði, að þær megi
sem fyrst njóta blessunar friðar-
ins og vera það, sem þeim er af
forlögunum áskapað, forustu-
þjóðir í heimsmenningunni.
J. J.
heimssál ein af strengjum þætti vindur.
í upphafs og lokaerindum
kvæðisins Skógarilmur kemur
fram fögnuður skáldsins yfir
lífinu og örygginu um óunnin
fremdarverk:
Erlendar fréttir
Milli 40—40 þúsund hermenn
frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi
hafa verið fluttir til Palestinu og
annara hernaðarlega þýðingar-
mikilla staða á þessum slóðum.
Voru hermennirnir fluttir á
mörgum skipum, sem fóru sam-
flota, og var Anthony Eden
samveldismálaráðherra kominn
til Suez, þegar hermennirnir
fóru þar um nú í vikunni, og
flutti hann þeim boðskap frá
Georgi konungi. Herflutningar
þessir hafa vakið mikla athygli
og telja ýmsir að Bandamenn
óttist árás frá Rússum og Þjóð-
verjum á þessum slóðum.
Sömu kuldarnir haldast enn í
Danmörku og eru þeir búnir að
valda feikna tjóni. Eyrarsund er
nú ísi lagt og ganga menn á
milli Svíþjóðar og Danmerkur.
í Suðaustur-Evrópu, einkum
Rúmeniu, ganga nú miklar stór-
hríðar og hafa margir menn
orðið úti.
Hollenzka verkalýðssamband-
ið hefir skorað á öll verkalýðs-
félög landsins að hafa hvorki
kommúnista eða nazista innan
sinn vébanda.
f lok marzmánaðar er áætlað
að Stóra-Bretland hafi 1.750 þús.
manna undir vopnum.
Tordagar
III. bindið í ritgerðasafni Jónasar Jónssonar, kom út í
vetur. Bókina er enn hægt að fá með áskriftarverði, 5
krónur óbundna, en 7,50 í bandi. Pöntun má senda til
Bókaútgáfu S.U. F., pósthólf 961, Reykjavík, eða hringja
í síma 2353. — Fylgi greiðsla pöntun, verður bókin send
burðargjaldsfrítt, en ella gegn póstkröfu. Hafi einhverjir
af umboðsmönnum bókaútgáfunnar enn eigi sent á-
skriftarlista sína, eru þeir áminnir um að gera það, sem
allra bráðast. — Tilgangslaust er að biðja um Merka
samtíðarmenn, þar eð upplag þeirrar bókar er með öllu
þrotið. Sennilega verða Vordagar einnig á þrotum um
• þetta leyti næsta ár.
JÖRÐ TIL SÖLU.
Jörðin Fellsaxlarkot í Skilmannahreppi fæst til kaups og á-
búðar í næskomandi fardögum.
Tún jarðarinnar gefur af sér um 150 hestburði árlega, nokkr-
ar útheyisslægjur. Góð ræktunarskilyrðL Lax- og silungsveiðL
Samgönguskilyrði ágæt.
Semja ber vð undirritaðan, sem gefur allar nánari upp-
lýsingar.
Stóra-Lambhaga 11. febrúaúr 1940.
Sigurðnr Sigurðsson.
*• & Sjö árgangar, sjö hæíi-
lega stórar bækur. —
Merkilegt safn og góð
eign. Fáeinum eintökum hefir tekizt
að safna saman af Dvöl frá byrjun,
O" fást þau á kr. 39.00. Adressa: DVÖL,
Reykjavík.
Vinnið ötullega iyrir
Tímann*
Hreínar léreítsfuskur
kaupir
Prentsroíðjan Edda,
Lindargötu 1 D.
Eg byrgist við runnalimið lágt.
í lognkyrrð öll hlíðin glitrar.
Sólin sér hallar frá hádeglsátt.
Eg hlusta á skógarins andardrátt
og ilmbylgjan um mig titrar.
Margaret Pedler:
Hún streymir og ber á brott minn hug
til baka, til liðinna daga.
Mér gleymast árin mín tug eftir tug,
mér tíminn finnst horfinn sem
örvarflug,
og allt sem ein augnabliks saga.
En nú er minn hugur þó heill og frjáls,
esr hlusta þá náttúran þegir.
Eg veit hvað stenzt eyðingu axar og báls.
Minn andi er vaknaður til sín sjálfs
og vængirnir vaxnir og fleygir.
Þetta var orð að sönnu. Einar
Benediktsson hafði mikið væng-
fang og var orðinn óvenjulega
vel fleygur. Nú byrjaði dvöl hans
utanlands með þrotlausri bar-
áttu við að gera drauma að
veruleika. Eftir sjö ár sendi
skáldið löndum sínum næstu
ljóðabókina, með nýju viðhorfi
og mjög breyttum yrkisefnum.
Frh. J. J.
Kaupendur Tímans
Tilkynnið afgr. blaðsins tafar-
laust ef vanskil verða á blaðinu.
Mun hún gera allt, sem í hennar
valdi stendur til þess að bæta
úr því. Blöð, sem skilvísa kaup-
endur vantar, munu verða send
tafarlaust, séu þau ekki upp-
gengin. i '
undirbúi niðurlægingu Samsonar. Ég
ætla að sýna hana sem sigurvegara, þar
sem hún hrósar happi yfir því, sem
henni hefir tekizt.“
„Er Poppy Ridgway fyrirmynd yðar
að Delilah?"
„Já. Ég hefi aldrei aðra fyrirmynd.
Hún er af fyrirmyndum komin, að
minnsta kosti i móðurættina. Tom Ridg-
way giftist ítalskri konu, sem hafði verið
ágæt fyrirmynd. Móðir hennar og faðir
höfðu einnig starfað sem fyrirmyndir."
„Það er rétt eins og þetta sé ættgengt,“
sagði Elízabet.
„Það er það líka í raun og veru,“ svar-
aði Maitland. „Vissuð þér það ekki? Á
Ítalíu lífa heilar fjölskyldur af þvi að
vera fyrirmyndir, bæði foreldrar og börn,
og stundum heldur þetta áfram kynslóð
fram af kynslóð. Það eru lika beztu fyr-
irmyndirnar, þetta virðist liggja i blóð-
inu. Þau sitja með sama svip og í sömu
stellingum eina klukkustundina eftir
aðra, ef þau aðeins fá að hvíla sig í tíu
minútur I milli. En auðvitað þurfa þau
lengri hvíld ef stillingin er mjög erfið.“
„Ég geri þá ráð fyrir að Poppy sé góð
fyrirmynd?“
„Næstum of góð stundum. Þótt ég
verði svo niðursokkinn í vlnnuna að ég
gleymdi hvíldartímanum, þá mlnnir hún
mig aldrei á hann. Hún hnígur heldur
Laun þess liðna 145
„Einmitt það?“ Elizabet leit á Maitland
með skrítnum undrunar- og alvörusvip.
Leiðindin og óhugurinn, sem áður höfðu
setzt að henni, voru alveg horfin núna,
þegar Maitland sat hjá henni. Hún var
ánægð og örugg án þess að vita af hverju.
„Þér flýttuð yður ekki beinlínis hingað
til þess að vita hvernig mér liði, var
það?“
„Nei,“ svaraði hann blátt áfram. „Það
gerði ég ekki. Ég þurfti að ákveða, hvort
ég ætti yfirleitt nokkurn.tíma að fara.“
„Hvort þér ættuð yfirleitt nokkurn
tíma að fara, — ég skil yður ekki,“ svar-
aði Elízabet undrandi. „Langaði yður þá
ekkert til þess að fara?“
„Ó, jú, mig langaði til þess, en það er
ekki alltaf hyggilegt að gera allt sem
mann langar til i þessum heimi.“
„Teljið þér það með því óhyggilega að
afla sér nýrra vina,“ spurði Elízabet
brosandi.
„Já, sannarlega. Með hverjum nýjum
vini færir maður örlögunum upp í hend-
urnar nýjan möguleika til þess að særa
mann, og ég sé enga ástæðu til þess að
efla áhrifavald þess illa af sjálfsdáðum."
Elízabet undraðist ennþá einu sinni
hvað þessi maður gat verið ákaflega bit-
ur í skoðunum og svartsýnn.
„Þér virðist hafa sérkennilegar skoð-
anir á vináttunni," sagði hún.