Tíminn - 28.03.1940, Blaðsíða 4
136
TÍMIM, fimmtwdagiim 28. marz 1940
34. blað
Ylir landamærln
1. Skopleg deila er risin milli Héð-
ins Valdimarssonar og fyrri samherja
hans, kommúnista. Kommúnistar ásaka
Héðin inn, að hann vilji koma landinu
undir Breta, enda hefir hann látið falla
ógætileg orð í þá átt. Héðinn ásakar
hins vegar kommúnista um, að þeir
vilji koma landinu undir yfirráð Rússa
og færir gildar sannanir fyrir máli
sinu.
2. íhaldsblöðin segja, að það sé fals-
háttur einn hjá Framsóknarmönnum,
að þeir hafi ætlað að láta tekjurnar,
sem rafveitulánasjóði voru ætlaðar,
renna í hann til langframa. Ætlunin
hafi verið sú sama og með þjóðleikhús.
sjóðinn. Koma sköttunum á undir
fögru yfirskyni, en láta þá síðan renna
til rikissjóðs. íhaldsblöðin gleyma því,
að sjóður þjóðleikhússins var lagður
undir ríkissjóð á valdatímum sam-
steypustjórnanna 1932—34 og íhalds-
menn áttu þar helzta frumkvæðið.
x+y.
Nægfr hafnbannið eitt
til að sigra Þjóðverja?
(Framh. af 1. síðu.)
1939. Tölur, sem hafa verið birt-
ar um þetta, sýna að þetta með-
altal er helmingl hærra en út-
flutningurinn var til Ítalíu 1936.
Við önnur nágrannaríki sín
hafa Þjóðverjar gert viðskipta-
samninga á svipuðum grund-
velli. Þetta mun gera þeim kleift
að tryggja sér þaðan sama inn-
flutning og fyrir styrjöldina,
þegar þeir söfnuðu birgðum í
stórum stíl.
Seinustu fjóra mánuðina hafa
Bandaríki Ameríku selt vörur til
nágrannaríkja Þýzkalands fyrir
52 milj. sterlingspunda, en sala
þeirra tii umræddra landa nam
á sama tíma í fyrra 35 milj.
sterlingspunda.
Loks kemur svo þýzk-rúss-
neska bandalagið. Rússland hef-
ir ógrynni hráefna, sem það
gæti látið Þjóðverja hafa.
Þegar þetta allt er athugað,
virðist ekki fjarri lagi, að Þjóð-
verjar geti staðizt hafnbannið.
Þess ber þó að gæta, að allar
hernaðaraðgerðir og framleiðsla
Þjóðverja hlýtur aðallega að
byggjast á tveim hráefnum:
Járni og olíu.
Járnið fá Þjóðverjar frá Sví-
þjóð. Olíuna geta Þjóðverjar
fengið frá Rúmeníu og Rúss-
landi.
Sennilega munu Rússar geta
haft úrslitaþýðingu í þeim efn-
um.
Rússar hafa að sönnu selt
minni olíu til annarra landa
seinustu árin en þeir gerðu áð-
ur. Framleiðslan hefir þó aukizt
úr 21 milj. smál. árið 1932 í 30
milj. smál. árið 1939. En árið
1942 er olíuframleiðsla Rúss-
lands áætluð 42 milj. smál.
Ef ekkert endanlegt hefir
gerzt á þessum tima þyrftu
Þjóðverjar þvi ekki að horfa
vonlitlir til framtíðarinnar í
þessum efnum. —
Niðurstaða Hore-Belisha af
öllu þessu virðist hiklaust sú, að
hafnbannið eitt nægi ekki. Til
viðbótar því verði á einn eða
annan hátt að stöðva flutning-
ana á járnmálmi eða olíu til
Þýzkalands.
Þess ber að gæta, að grein
ÚR BÆNUM
Guðspekifélagið.
Reykjavíkurstúkufundur föstudaginn
29 þ. m. kl. 8,30. Jónas Kristjánsson
læknir flytur erindi um heilbrigðismál.
Framsóknarfélögin í Reykjavík
halda skemmtun á miðvikudaginn í
næstu viku á Hótel Borg. Þar verður
meðal annars spiluð Framsóknarvist.
Dans og fleira. Þess er vænzt, að fólk
fjölmenni á skemmtunina,
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Fjalla-Eyvind í 20. sinn í kvöld.
Leiðrétting.
í grein Þorsteins Þorsteinssonar á
Daðastöðum um sextugsafmæli Björns
Kristjánssonar, hafði misprentazt, að
umsetning Sparisjóðs Norður-Þingey-
inga væri 50 þús. kr. Átti að vera
150 þús. kr.
Grein Alexanders Jóhannessonar
um háskólabygginguna verður svar-
að við hentugleika. •
Kvöldvöku
heldur blaðamannafélagið að Hótel
Borg næstkomandi laugardagskvöld.
Verður þar fjölbreytt skemmtiskrá að
vanda.
Dansk-íslenzka félagið
heldur skemmtifund að Hótel Borg
á fimmtudagskvöldið M. a. flytur dr.
Jón Helgason biskup þar erindi um
minningar sínar frá námsárunum í
Danmörku.
Karlakór Reykjavíkur
efnir til kirkjuhljómleika í fríkirkj-
unni næsta föstudagskvöld. Nokkurlög
verða flutt með aðstoð drengjakórs og
útvarpshljómsveitarinnar. Einsöngvar-
ar verða Hermann Guðmundssonar,
Gunnar Óskarsson (12 ára) og Gunnar
Pálsson. Einnig aðstoða við undirleik
Guðríður Guðmundsdóttir. Fr. Weiss-
happel, Björn Ólafsson og Páll ísólfs-
son.
Áheit og gjafir.
Til Laugardælakirkju: frá G. 50 kr.,
G. 50 kr, í. 50 kr., frá konu í Reykja-
vík 5 kr. Þökk fyrir. Guðjón Tómasson.
Aðalfundur Friðarfélagsins
er nýlega afstaðinn. Formaður ’ fé-
lagsins, Guðlaugur Rósinkranz yfir-
kennari, skýrði frá störfum félagsins á
árinu. Þrír menn höfðu gengið úr fé-
laginu á árinu, eða verið strikaðir út
vegna vanskila, og einum manni, Ein-
ari Olgeirssyni ritstjóra, hafði stjórnin
vikið úr félaginu. í þvl eru nú 29 ein-
staklíngar, og fjögur félög og félaga-
sambönd, U. M. F. í., Frestafélag ís-
lands, Félag róttækra stúdenta, og
U. M. F. Flateyjar. Aðalstörf félagsins
voru ýmiskonar fyrirgreiðslur vegna
erlendra flóttamanna. Safnað var sam-
skotum handa mjög nauðstöddum er-
lendum hjóniun. Félagið hefir látið
ríkisútvarpinu í té íréttayfirllt, er það
hefir fengið hálfsmánaðarlega frá
skrifstofu aðalfélagsins í Stokkhólmi.
Allir félagsmenn hafa fengið tímaritið
„Mellanfolkligt samarbete". Stjórnin
skoraði á félagsmenn að styðja Finn-
landssöfnunina. Að lokinni skýrslu
sinni leitaði formaður atkvæða um
brottvikningu Einars Olgeirssonar, og
var hún samþykkt með samhljóða at-
kvæðum. Stjórn var kosin: Guðlaugur
Rósinkranz formaður, og meðstjórn-
endur Aðalbjörg Sigurðardóttir, Friðrik
Á. Brekkan og Matthías Þórðarson, öll
endurkosin, og Daníel Ágústinusson, i
stað Aðalsteins Sigmundssonar, er
baðst undan kosningu.
Hore-Belisha er skrifuð til að
knýja Bandamenn til meiri að-
gerða. Hann málar þvi senni-
lega ástandið nokkuð dekkra en
ella.
En stjórnarskiptin í Frakk-
landi og fyrirhuguð stjórnar-
breyting í Englandi virðist
benda í þá átt, að Bandamenn
Ó, bara ef ég í happdrættinu háan vinning fengi,
svo hjartanlega ánægff ég verffa mundi þá.
Ég hrópa skyldi af gleffi og hlægja dátt og lengi.
Svo heimsækti ég staði, sem mig langar til aff sjá.
Ég skyldi ekki þreytast á aff skemmta mér og njóta
skógarilms og fuglasöng í byggffum Norffurlands.
Á bifreiðum ég skyldi yfir blómleg héruff þjóta,
Og bærinn mundi gleymast og lystisemdir hans.
Og upp um allar heiffar ég skyldi þarnæst skálma,
þótt skýin tækju aff dökkna og veffriff yrffi svalt.
Því heimskulegt mér þykir aff hræffast farartálma,
ef hugur minn er léttur, mér finnst ég geti allt.
Ég tjald mitt vildi reisa á blárrar tjamar bakka,
og blunda þar og dreyma í sumarnætur friff,
unz sál mín fylltist gleffi og þrá til þess að þakka
þeim, sem hafa fundiff upp blessað happdrættiff. —
En hvað er ég aff hugsa? Ég hefi engan vinning!
Og heima bíffa miðar, sem endurnýja þarf. —
Já, þannig er af lífinu löngum þeirra kynning,
sem litil hafa efni og tóku ei neitt í arf.
Ég er samt aff vona, aff minn vökudraumur rætist,
ég vinni næsta sumar og fái að skemmta mér.
Því þeirrar trúar er ég, aff úr böli þeirar bætist,
sem bara reyna aftur, — á ný ef illa fer.
Ó S K.
Á víðavangi.
(Framh. af 1. síðu.)
Hinn nýi biskup hefir beitt sér
fyrir því, að frumvarp kæmi
fram um fjölgun presta í
Reykjavík. Telur biskup að ekki
geti verið um æskilegt safnaðar-
iíf að ræða í bæ með 37 þúsund
mönnum, ef ekki séu nema 2
fastráðnir þjóðkirkjuprestar. Og
víst er um það, mun fleiri lækn-
ar gæta að heilsu höfuðstaðar-
búa, því að þeir munu vera allt
að 50 og margir á ósmáum laun-
um. Sennilega verður þetta mál
nokkurt deiluefni í þinginu. Það
á meðhaldsmenn og andstæð-
inga í öllunx lýðræðisflokkum. En
hver sem málalokin verða að
þessu sinni, þá mun þjóðin fagna
þeim áhuga og fjöri um efling
kirkjulífsins, sem hvarvetna
kemur fram í starfi hins nýja
biskups.
Dvöl
sem til
sögum. -
Eignist, meðan þess er
kostur, stærsta og
skemmtilegasta safnið,
er á íslenzku af úrvalsskáld-
- Eignist Dvöl!
Auglýsfð I Tímanum!
ætli að auka aðgerðir sínar, þar
sem þeim sé að verða ljóst, að
núverandi ráðstafanir þeirra séu
enganveginn nægar til að
tryggja þeim sigur.
Leihfélutf íleykjjavíhur
„Fjalla-Eyvíndur“
20. sýning í kvöld kl. 8.
Affgöngumiffar seldir eftir kl.
1 í dag.
NB. Að þessari sýningu verffa
nokkrii- aðgöngumiffar seldir á
1.50 stk.
Nkip
hleður hingað t Kaup-
mannahöin 8. og 9.
apríl.
Sklpaafgrelðsla
Jes Zimsen
Tryggvagötu. — Sími 3025.
Vinnið ötullega fyrir
Tímann,
206
Margaret Pedler:
Laun þess liðna
207
ar það eitt gerir mann og konu ham-
ingjusöm að vera saman, þá er afar erf-
itt aö leyna því fyrir umhverfinu. Að
vísu tekur sumt fólk ekki eftir neinu
fyrr en því er beinlínis þrýst inn í höf-
uðið á því. Það segir stundum, þegar
það heyrir sagt frá trúlofun, sem hefir
haft sinn eðlilega og auðsýnilega að-
draganda rétt við nefið á því: „Ja, ég
er nú svo hissa! Þetta hefði mér nú
dottið seinast í hug.“
En svo er einnig til annað fólk, sem
er sérstaklega lyktarnæmt á þessa hluti.
Það virðist undir eins finna það á sér,
ef þessi dularfulli eldur, — sem hvorki
verður kveiktur né slökktur af ásettu
ráði, — hefir kviknað í hjarta einhvers,
sem það þekkir, hvað þá ef það er ein-
hver, sem það elskar. Þannig gerð var
hin eðlisnæma, tilfinningaheita og
frumstæða kona, Poppy Ridgway.
Hún var undir eins sannfærð um, að
þau Blair og Elizabet elskuðust, kvöld-
ið sem hún mætti þeim á leið frá Lone
Edge og flýði frá þeim út í rökkrið, eins
og elt skógardýr. Hún gerði Maitland
forviða strax morguninn eftir, með því
að spyrja hann blátt áfram, hvort „þessi
kvenmaður“ breytti noklcru milli þeirra.
„Breytir nokkru, Poppy,“ endurtók
han undrandi. „Hvað átt þú við, barn?“
„Ég á við, að þér þurfið ef til vill
ekkert á mér að halda héðan af, úr því
að þér elskið ungfrú Frayne?“
„Ertu ekki helzt til tilætlunarsöm?“
svaraði Blair. „Ég hefi aldrei sagt þér,
að ég elskaði ungfrú Frayne.“
„Huh!“ Poppy setti fyrirlitningarstút
á rauðar varirnar. „Ég þarf ekki að
heyra neinn segja það; það veit ég án
þess!“
Allt í einu þaut hún að hlið hans og
læsti fingrunum um handlegg hans.
„Heyrðu!" sagði hún, andstutt af
ákefð. „Ég veit, að ég gæti aldrei gifzt
þér, af því að þú ert heldri maður, en
ég er — er úrkast. En ég skyldi gefa
þér------allt, sem þú vildir----allt! “
Orðin komu í ójöfnum, hamrandi
rykkjum.
Poppy var ekki dul. Það var ekki hægt
að misskilja þessa villtu dýrkun og und-
irgefni, sem birtist í fallegu, kafrjóðu
andlitinu. Hún horfði stórum augunum
í andlit honum og mjúkur, ungur og
heitur líkaminn þrýstist upp að honum
í taumlausri þrá og fullkominni upp-
gjöf. Á einni svipstundu varð Maitland
þess áskynja, að Poppy bar ekki í brjósti
til hans neina hundslega undirgefni,
sprottna af þeirri þakkarskuld, sem hún
stóð í við hann fyrir að hann hafði
bjargað henni, og fyrir allt, sem hann
hafði fyrir hana gert. Heldur bar hún
GarSSyrkjufélag
fslands.
(Framh. af 1. siðu.)
bókasafni til afnota fyrir félags-
menn.
Að sjá um, skipuleggja og
styrkja fræðsluferðalög félags-
manna.
Að stuðla á allan hátt að auk-
inni menntun garðyrkjumanna,
t. d. með námsstyrkjum, eftir
því sem fjárhagur leyfir á hverj-
um tíma.
Að stofnaðar verði deildir úr
félaginu, víðs vegar um landið.“
Ársgjald félagsmanna verður
fimm krónut. Hlunnindi skuld-
lausra félagsmanna verða öll rit
og ritlingar, er félagið kann að
gefa út.
Á fundinum voru kosnir í
stjórn: Unnsteinn Ólafsson
skólastjóri (formaður), Sigurð-
ur Sveinsson, Reykjum, ÓlafuT
Gunnlaugsson, Laugabóli, Ingi-
mar Sigurðsson, Fagrahvammi,
og Jóhann Schröder, Fossvogi.
— Niels Tyberg, sem verið hefir
formaður félagsins, skoraðist
undan endurkosningu.
Er það fyrirætlun stjórnar-
innar að reyna að auka störf
félagsins verulega frá því, sem
verið hefir, en fyrstu skilyrði
til þess er fjölgun félagsmanna.
Ætti að mega vænta, að þeirri
málaleitun hennar yrði vel tekið,
þar sem efling garðyrkjunnar
er nú eitt stærsta og brýnasta
nauðsynjamál þjóðarinnar og
slíkur félagsskapur ætti að geta
verið því gagnleg lyftistöng.
GAMLA BÍÓ
NÝJA BÍÓ
Frou-Frou
tJTLAGINN
JESSE JAMES
Tilkomumikil amerísk stór-
mynd.
Aðalhlutverkin leika:
LUISE RAINER,
Melvyn Douglas og
Robert Young.
Sýnd kl. 9,20.
Y alsakóngnr inn
Eftir áskorun, sýnd kl. 7,30
Söguleg stórmynd frá Fox
um frægustu og alræmd-
ustu útilegumenn Ameríku,
bræðurnar Frank og Jesse
James og félaga þeirra, er
hraktir voru með ofbeldi
frá búum sínum og i hefnd-
arskyni gerðust ræningjar.
Aðalhlutverkin leika:
Tyrone Power, Nancy Kelly
og Henry Fonda.
Myndin er tekin í efflileg-
um litum.
Böm fá ekki affgang.
Tek að mér
skípulaguíngu skrúðgarða
klippi trjáplöntur, ásamt leiðbeiningum í garðrækt.
EDVALD B. MALMQUIST
búfræðikandidat,
Bjarnarstíg 9. Sími 2644.
Matreiðslunámskeið í
Austurbæjarskólanum
Stúlkur, sem hafa sótt um pátttöku í næsta
matreiðslunámskeiði í Austurbæjarskólanum,
mæti í skólaeldhúsinu kl. 7 e. h. í dag.
BORGARSTJÓRINN.
Bökunardropar
Á. V. R.
Rommdro par
Vanilludropar
Citrondropar
Möndludropar
Cardemommudropar
Smásöluverff er tilgreint á hverju glasi.
öll glös ern metS áskrúfaðri hcttn.
Áíengísverzlun ríkisíns.
TBREIÐIÐ TÍMANN •