Tíminn - 06.04.1940, Side 1

Tíminn - 06.04.1940, Side 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÍJSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Llndargötu 1 D. Stml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3848 og 3720. RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 24. árg. Reykjavík, laugardaginn 6. apríl 1940 38. klað §tórt viOboiarlsíii til hitaveituimar Bæjarrádið ráðgerir að taka pað í Danmörku með okurkjörum Maginotlínan er fjöldi varnarvirkja, sem er að mestu leyti neðanjarðar, og er í flestum þeirra íbúðir fyrir nokkrar þúsundir manna. Eru sum virkin í raun réttri einskonar neðunjarðarborgir, þar sem hœgt er að fd flest þau þœgindi, er nöfnum tjáir að nefna, en hvarvetna er haldið uppi ströngum aga og mikilli reglusemi. Milli virkjanna liggja neðanjarðarjárnbrautir og er því fljótlegt að flytja herlið frá einu virki til annars, ef þörf krefur og það vit- anlega án þess, að andstœðingarnir geti nokkuð fylgst með þeim flutningum. Meðfylgjandi mynd sýnir ein af þessum göngum. Hversvegna draga herstjórn- írnar sóknína á fanginn? Vegna styrjaldarinnar hef- ir efni til hitaveitunnar hækkað talsvert í verði og stendur nú ágreiningurinn um það, hvort viðbótarlán Skuli boðið út innan lands, eða tekið nýtt ókjaralán í Danmörku. Hefir Sigurður Jónasson, sem mætt hefir í bæjarstjórninni af hálfu Framsóknarflokksins, tví- vegis flutt tillögu um það, að fyrri leiðin skuh heldur farin. Á bæjarstjórnarfundl þann 22. febrúar s.l. óskaði meirihluti bæjarstjórnar eftir því, að við- bótarlán til hitaveitunnar, 1,200,000 danskar kr., yrði rætt fyrir luktum dyrum. Lánveit- andi aðalhitaveitulánsins hafði boðizt til að lána upphæðina með kjörum, sem eru, vægast sagt, mjög óaðgengileg. Vextir áttu ;að vera iy2% hærri en vextir danska þjóðbankans, en þeir eru nú 5yz%, þannig, að vextirnir verða eigi lægri en 7%, miðað við vexti danska þjóðbankans, og geta orðið hærri. Auk þess voru sett ýms önnur skilyrði fyr- ir lánveitingunni, svo sem t. d. að firmað Höjgaard og Schultz A/S skyldi leyst frá ýmsum skuldbindingum samkv. hita- veitusamningnum, sem borgar- stjóri upplýsti, að aldrei mundu nema minna en sem svaraði kr. 150,000.00 tjóni fyrir Reykja- víkurbæ. Hér skal eigi farið nánar út í einstök atriði lánstilboðsins. Það mun verða tækifæri til þess síðar hér í blaðinu. Á fyrnefnd- um bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var fyrir luktum dyr- um, bar Sigurður Jónasson fram tillögu um, að taka skyldi innlent lán í stað hins danska ókjaraláns. Bæjarstjórn vísaði þeirri tillögu þá til bæjarráðs, og var hennar hvergi getið, þar sem hún kom til um- Endurskoðun á launagreiðslum ríkisins Tillaga Irá Ijárveit- inganelnd Fjárveitinganefnd hefir lagt fram í sameinuðu þingi eftirfar- andi tillögu til þingsályktunar um launamál og starfsmanna- hald ríkisins: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að framkvæma eða láta framkvæma gagngerða end- urskoðun á launagreiðslum til embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana, og jafnframt athuga gaumgæfilega leiðir til þess að draga úr starfs- mannahaldi hjá ríkinu eða á vegum þess með hagkvæmara og óbrotnara fyrirkomulagiástarfs- tilhögun allri. Er til þess ætlazt, að endurskoðun þessi og rann- sókn, er hér um ræðir, verði lokið fyrir næsta reglulegt Al- þingi, og leggi stjórnin þá til- lögur sínar fyrir þingið. Tillögur um launagreiðslur skulu miðað- ar við eðlilegt verzlunar- og at- yinnuárferði og við það, að hverjum manni verði ákveðin föst laun fyrir starf sitt, en horf- ið frá öllum aukagreiðslum.“ Verður fastlega að vænta þess, að tillaga þessi nái samþykki og ekki verði lengur látið standa yið orðin tóm í þessum málum. ræðu á lokuðum fundi. Á bæjar- stjórnarfundi á fimmtudagínn var, bar Sigurður Jónasson til- löguna aftur fram á opnum fundi. Tillagan er svohljóðandi: „í stað þess að taka tilboði A/S Höjgaard & Schultz og Handelsbanken í Kaupmanna- höfn um d. kr. 1,200,000.00 aukið lán til hitaveitu Reykjavíkur, ályktar bæjarstjórnin að bjóða út, að fengnu samþykki ríkis- stjórnarinnar, innlent lán að upphæð ísl. kr. 1,500,000.00 til jafn langs tíma og með því af- borgunarfyrirkomulagi, sem þarf til þess að hægt verði að inna skilvíslega af hendi nauðsynleg- ar greiðslur vegna aukins kostn- aðar við byggingu hitaveitunn- arð, sem verður af völdum styrj- aldarinnar. Þetta lán verði með 6% ársvöxtum og sölugengi skuldabréfanna 95 hvert hundr- að.“ Samþykkt var að vísa þessari tillögu til bæjarráðs. Út af tillögunni upplýsti borg- arstjóri, að fengizt hefði leyfi gjaldeyrisnefndar fyrir yfir- færslu á þeim erlenda gjaldeyri, er til þess þyrfti, að fullnægja því, að greiðslur gætu farið fram, ef innlent lán yrði tekið, og virð- ist þá ekki eiga að vera margt því til fyrirstöðu, að þessi leið verði valin. Það verður að gera ráð fyrir, að Reykvíkingar myndu bregð- ast drengilega við, ef þannig væri til þeirra leitað, og styddu hitaveitumálið með því að kaupa slík innlend skuldabréf. Enda ættu þau sízt að vera óálit- legri en önnur skuldabréf Reykjavíkurbæjar. Borgarstjóri og bæjarráð hafa gengið mjög slælega fram í því, að undirbúa lántöku innanlands, sem er þó vitanlega miklu hagstæðara, og virðist svo, sem þeir gangi út frá því, að danska ókjaralánið verði að taka. Fjármálaráðherra mun þó vera hlyntur því, að lánið verði tekið innan lands. Tíminn hefir fregnir af því, að fram- boð á jarðnæði sé yfirleitt 1 minna lagi í vor. Hins vegar er fullt svo mikið og verið hefir af mönnum, er leita fyrir sér um jarðakaup eða leiguábúð. Mun því ýmsum, sem hafa haft i hyggju að fá jörð til ábúðar eða eignar í vor, hafa gengið það erfiðlega, þar eð fleiri vilja taka við jörðum en hinir, sem vilja láta þær af höndum. r r f Ákveðið mun nú hafa verið, að sumir togaranna fari á saltfiskveiðar, eins og venja hefir verið til undanfarin ár. Munu flestir Hafnarfjarðartogararnir vera farnir á veiðarnar eða eru að bú- ast á þær. Afráðið mun einnig, að sum- ir Reykjavíkurtogararnir fari á salt- fiskveiðar áður en mjög langt um líður. r r r Hrognkelsaveiði er nú að glæðast hér í grennd við Reykjavík. Hafa siunir, sem þessa veiði stunda hér við nesin, fengið dágóða veiði hina sein- ustu daga. Um hálfur mánuður mun vera síðan hrognkelsin byrjuðu að veiðast. Nokkur síðustu árin hefir hrognkelsaveiðin verið afar dræm hér um slóðir og til mikilla muna minni en áður var. Þó var hún skárst í fyrra vor, sem hún hefir verið um nokkurt árabil. Haldi veiðin áfram að glæðast nú sem horfir, má telja útlit fyrir sæmilega hrognkelsaveiði í ár. r r r Samkvæmt heilbrigðisskýrslum þeim, Rafmagnsmálíð rætt í bæjarstjórn Reykjavíkur Á bæjarstjórnarfundi síðastl. fimmtudag urðu talsverðar um- ræður um rafmagnsmálið, sem nú liggur fyrir Alþingi. Umræður hófust með því að kommúnistar báru fram svo- hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur mótmælir harðlega 3. gr. frum- varps til laga um raforkuveitu- sjóði, eins og það liggur nú fyrir Alþingi eftir 3. umræðu í neðri deild, og skorar á Alþingi að taka ekki upp neinar þær tekjuöflun- arleiðir fyrir sjóðinn, er íþyngi starfandi eða nýjum raforku- veitum umfram það, sem þegar er orðið með verðfellingu ís- lenzkrar krónu. Jafnframt skorar bæjar- stjórnin á þingmenn kjördæm- isins að beita sér eindregið gegn hverskonar skattlagningu á raf- orkuveitur, sem framleiða raf- orku til almenningsþaTfa." Eins og áður hefir verið skýrt frá, var frumvarpið um rafveitu- lánasjóð fellt í neðri deild, en Sj álf stæðismenn höfðu borið fram annað frumvarp, þar sem aðeins var lagt til að ríkið legði árlega nokkuð gjald í slíkan sjóð. Við meðferð þessa frv. í þinginu hefir tekizt að koma því ákvæði inn í 3. gr. þess, að leggja skuli nokkurn skatt á starfandi raf- veitur (að smárafveitum undan- teknum) til þess að styðja að auknum tekjum sjóðsins. Björn Bjarnason mælti með tillögu þeirra kommúnista og fór mörg- um hörðum orðum um alþingis- fulltrúa hinna dreifðu byggða, og nefndi þar til einkum Fram- sóknarmenn, sem hefðu um mörg ár rekið einskonar ný- lendupólitík gagnvart Reykjavík og reynt að ofsækja Reykjavík með sköttum og álögum. Har- aldur Guðmundsson bar síðan fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi að fella úr frumvarpi til laga um raforku- veitusjóði ákvæði 3. gr. um skattgjald af raforkuveitum.“ Kommúnistar lýstu þá yfir, að þeir myndu geta fylgt tillögu (Framh. á 4. síðu.) er landlæknir hefir látið gera eftir upplýsingum héraðslækna, hafa geð- veikir menn á öllu landinu utan Reykjavíkur verið taldir 107 árið 1937. Fávitar eru í skýrslum þessum sagðir 169 talsins, daufdumbir 44, málhaltir 69 heyrnarlausir 42 og blindir 334. Deyfi- lyfjaneytendur eru skráðir 10. En eins og áður er frá greint, fjalla þessar töl- ur einvörðungu mn íbúa landsins utan höfuðstaðarins, en um tölu fólks í Reykjavík, sem bagað er á þenna hátt, eða haldið geðveiki, eru eigi til hlið- stæðar skýrslur. Eftir kynjum skiptist svo, að í hópi geðveikra eru mun fleiri konur en karlar, þær alls 64. Af fávit- um eru karlmenn í meirihluta, þeir alls 72. Nokkru fleiri konur eru heyrn- arlausar og daufdumbar heldur en karlmenn, en miklu fleiri karlmenn eru málhaltir. Af blinda fólkinu eru karl- menn 199, en konur 133 og 2 börn. Meg- inþorri blinda fólksins er yfir sextugt, aðeins 19 eru yngri. Hinir heyrnarlausu eru einnig langflestir aldraðir. r r r Samkvæmt greinargerð sjúkrahúsa þeirra, sem rekin eru í landinu, hafa legudagar sjúklinga alls verið 212753 og er þá átt við almenn sjúkrahús ein- göngu. Alls eru sjúkrahús þessi 37. Flestir eru legudagar sjúklinga 1 Lands spítalanum, alls 50562, sjúklingar alls 1438, en 43951 legudagar á Landakots- spitala, sjúklingar alls 1137. Við árslok 1937 er tala sjúklinga í öllum almenn- Þegar rætt er um styrjöldina kemur iðulega fram undrun yf- ir því, hversvegna annarhvor striðsaðilinn skuli ekki vera bú- inn að hefja stórfellda sókn til þess að knýja fram endanleg úr- slit. Franski hershöfðinginn Chau- vineau hefir nýlega ritað bók, sem skýrir þetta að nokkru. Að- alefni þessarar bókar er ádeila á það, sem hann kallar „oftrúna á sókn“. Petain marskálkur, sem er frægur úr heimsstyrjöldinni, hefir ritað formála bókarinnar og lýsir hann þar þeirri skoðun um sjúkrahúsum landsins 513, en alls hafa legið á sjúkrahúsum það ár 5780 manns. Við ársbyrjun voru sjúkiingar er í sjúkrahúsum lágu, 479. — í berkla- hælum landsins, að Vífilsstöðum, Reykjum, Kristnesi og í Kópavogi, voru sjúklingar í ársbyrjun 283 í árs- lok 287, en alls voru þeir á árinu 571, og verudagar þeirra samtals 108624. í farsóttahúsinu í Reykjavik voru legu- dagar alls 12421, en á sóttvarnahúsi ríkisins 1726, í Laugarnesspítala 6692, og á Kleppi eru verudagar sjúklinga 71090. r r r Skógræktarfélag Eyfirðinga hélt að- alfund sinn í síðastl. mánuði. Hinar helztu framkvæmdir þess á liðnu ári voru, samkvæmt yfirliti stjórnarinnar: Girðingin í Garðsárgili var lengd rnn 300 metra og friðreitur sá, er félagið hefir þar í sinni umsjá, stækkaður nokkuð. Hafa sjálfsáðar skógarplöntirr frá skógarleifum í árgilinu dafnað vel innan girðingarinnar. í skógargirðing- unni í Vaðlaheiði voru gróðursettar 8000 birkiplöntur og 3000 barrplöntur, birkið allt úr Vaglaskógi. 1000 barr- plöntur fékk félagið að gjöf frá Jónasi Þór á Akureyri og 1000 birkiplöntur frá Gunnari Thorarensen. Sáu þeir einnig um gróðursetningu þessara gjafa- plantna. Að öðru leyti var gróðursetn- ing trjáplantnanna unnin félaginu að kostnaðarlausu að mestu, af sjálfboða- (Framh. á 4. síðu.) sinni, að hann sé höfundinum alveg sammála. Samkvæmt útreikningi Chau- vineaus verður árásarherinn, þegar hann þarf að brjótast yf- ir þrautbyggð virkjasvæði eins og Maginotlínuna eða Sigfried- línuna, að vera a. m. k. þrisvar sinnum mannfleiri, hafa sex sinnum fleiri fallbyssur og tólf sinnum meiri skotfæri. í blaða- ummælum um bók Chauvineaus er bent á, að það sé haft eftir Gamelin, sem er yfirhershöfðingi Bandamanna, að velheppnuð sókn á vesturvígstöðvunum muni tæplega kosta minna en líf einnar millj ónar hermanna. í bók sinni ræðst Chauvineau harðlega á herstjórn Banda- manna í heimsstyrjöldinni. Einkum deilir hann á Joffre fyr- ir að hafa haft alltof mikla trú á árangri sóknar og hafi hundruð þúsundum mannslífa því verið fórnað að þarflausu. í heims- styrjöldinni hafi varnartæki og víggirðingar þó verði stórum ó- fullkomnari en nú. Chauvineau segir, að ýmsir haldi því fram, að auknar bif- vélasveitir geri sóknina nú miklu auðveldari en áður fyrr. Þetta telur hann rangt, nema því aðeins að varnaraðilinn hafi engum slíkum her á að skipa. Sé hans hinsvegar vel búinn í þessum efnum sé það miklu meiri styrkur fyrir hann en á- rásarherinn, þar sem hann geti þá fljótlega flutt nauðsynlegt (Framh. á 4. síðu.) Ifírar fréttlr. Brezka stjórnin hefir ákveðið, að stofna verzlunarfélag, sem á að taka í sínar hendur öll við- skipti brezka heimsveldisins við Búlgaríu, Grikkland, Rúmeníu, Ungverjaland, Jugoslavíu og Tyrkland. Ríkið mun leggja fé- laginu til fjármagn og þýðir þetta því í raun og veru, að brezka ríkið hafi tekið viðskipti við þessar þjóðir í sínar hendur. Ætlast enska stjórnin til, að hægt verði að auka verulega viðskiptin við þessar þjóðir eftir að þau eru komin í hendur eins aðila. Sá orffrómur færist stöðugt í aukana, að Bandamenn séu að m A víðavangi Allsherjarnefnd sameinaðs nngs hefir haft til athugunar lingsályktunartill. um „flokks- starfsemi, sem ekki samrýmist öryggi landsins“. Hefir orðið samkomulag í nefndinni um að flytja breytingartillögu og kalla hana „þingsályktun um ráð- stafanir til verndar lýðræðinu og öryggi ríkisins og undirbún- ing löggjafar í því efni.“ Til- lagan hljóðar á þessa leið: „Alþingi ályktar að lýsa því yfir, að það væntir þess, að ríkis- stjórnin og önnur stjórnarvöld hafivakandi auga á landshættu- legri starfsemi þeirra manna og samtaka, sem vinna að því að kollvarpa lýðræðisskipulaginu með ofbeldi eða aðstoð erlends valds, eða að því að koma land- inu undir erlend yfirráð, svo og hverra þeirra annarra, er ætla má, að sitji á svikráðum við sjálfstæði ríkisins, enda beiti ríkisstj órnin öllu valdi sínu til verndar gegn slíkri starfsemi. Jafnframt ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að láta fara fram athugun á því, hvernig hið íslenzka lýðræði fái fest sig sem bezt í sessi og varizt með lýð- ræðisaðferðum jafnt áróðri sem undirróðri ofbeldisflokka og annarra andstæðinga lýðræðis- ins. Ennfremur láti ríkisstjórnin endurskoða ákvæði íslenzkrar löggjafar um landráð. Athugun- um þessum verði lokið fyrir næsta Alþingi og svo frá þeim gengið, að þær geti orðið undir- sta'ða löggjafar um þessi efni.“ Tillagan hefir enn ekki verið tekin til endanlegrar afgreiðslu. * * * Það veldur húseigendum hér í bænum miklum áhyggjum að horfur eru fyrir að tilkostnaður þeirra vegna hitaveitunnar virð- ist ætla að verða mjög mikill. Mun þetta mál m. a. hafa borið á góma í hinu nýstofnaða fast- eigendafélagi. Þetta viðhorf hlýtur að ýta undir það, að bæj- arstjórnin Teyni heldur að fá sæmilegt viðbótarlán til hita- veitunnar innan lands en að taka það í Danmörku með okur- kjörum. Mun hitaveitan reyn- ast nægilega dýr, þótt ekki sé kostnaðurinn aukinn með ó- hagstæðari lántökum en þörf krefur. * * * Á öðrum stað hér í blaðinu birtist grein eftir formann verðlagsnefndar. Þar koma m. a. fram þær upplýsingar, að taxti klæðskera í Reykjavík fyrir saumalaun og tillegg til karl- mannafata sé orðinn milli 130 —140 kr., en á Akureyri sé hlið- stæður taxti ekki nema 75 kr. Er þetta glöggt dæmi um eina meinsemd dýrtíðarinnar hér i bænum. Væri það hreinasta furða, ef deilur yrðu um það á Alþingi, hvort rétt sé að veita verðlagsnefnd heimild til að ráða bót á þessari og hliðstæð- um orsökum dýrtíðarinnar. * * * Sú tillaga Jónasar Jónssonar, sem hann kom með fyrir nokkru hér í blaðinu, að fullgera þjóð- leikhúsið til að koma þar á kvik- myndasýningum og verja tekj- unum af þeim m. a. til þess, að aðrir landsmenn geti orðið þess- arar nýju menningarlindar, kvikmyndanna, aðnjótandi, hef- ir óefað vakið mikla athygli. Dreifbýlið þarfnast góðra skemmti- og fræðsluatriða ekki síður en kaupstaðirnir. Þess- vegna mun þetta mál áreiðan- lega fá mikinn byr strax og að- stæður leyfa. undirbúa stöðvun á siglingu þýzkra skipa um norska land- helgi. Frá Þýzkalandi hafa hins- vegar borizt þær fréttir, að Þjóðverjar myndu reyna að setja her á land í Suður-Noregi, ef Bandamenn gripu til þessa ráðs, í þeim tilgangi að koma sér þar upp bækistöðvum fyrir flugvélar og kafbáta. A. KROSSGÖTTJM Hörgull á jarðnæði. — Saltfiskveiðar togaranna. — Hrognkelsaveiðin. — Geðveikir menn og bagaðir. — Legudagar sjúklinga í sjúkrahúsum. — Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.