Tíminn - 06.04.1940, Qupperneq 2
150
TÍMEVIV, langardaglim 6. april 1940
38. blað
Endnrbætur
á verðlagslögiiMini
Eftir Guðjón F. Teitsson form. verðlagsnefndar
verið sent boð þangað, að allir
þingmenn væru velkomnir.
Komu margir þeirra og nokkrir
fleiri ráðsettir menn. Á hinn
bóginn höfðu sýnendur þessa
leiks illan bifur á Jóni Pálssyni
gjaldkera og sumum helztu leik-
urum félagsins, eins og t. d. frú
Soffíu Guðlaugsdóttur og Har-
aldi Björnssyni. Var af hálfu
manna, sem stóðu fyrir þessari
sýningu, reynt að halda þessum
þrem gestum frá að koma inn,
þó að fullt væri af unglingum, |
óviðkomandi starfi félagsins.
Ég þóttist vita, að leiknum
yrði breytt, og hafði því óskað
eftir, þegar mér var boðið, að
Jón Pálsson gjaldkeri yrði feng-
inn til að koma, svo að óhlut-
drægur maður gæti borið um,
hversu þessi sýning var í sam-
anburði við frumsýninguna.
Þegar sýningin byrjaði kom í
ljós,að enginn af betri eðafremri
leikendum félagsins var á leik-
sviðinu, heldur ýmiskonar lausa-
fólk. Verður að telja það tekju-
megin hjá félaginu sem heild.
Fyrsti þáttur gerist í stjórnar-
ráðinu. Eru þar nokkrir starfs-
menn til sýnis, sem gera ekki
neitt, en voru aðallega önnum
kafnir við að undirbúa stefnu-
mót á skemmtistað uppi í sveit.
Fyrra leikkvöldið var sá staður í
leikritinu kallaöur hóruhús, en
saurlífisbæli á fimmtudags-
kvöldið. Allt starfsfólkið í þess-
ari stjórnardeild, frá skrifstofu-
stjóra og til vélritunarstúlkunn-
ar, bjó sig kappsamlega undir
ástamót á þessum tilgreinda
stað. Einhleypt fólk og gift fólk
myndaði ný sambönd alla vega
eftir hendinni, með þeim létt-
leik og umbúðarleysi, sem er
algengur í dýraríkinu, þar sem
skepnur hlíta ekki varanlegri
sambúð.
Þegar fólkið úr stjórnarráðinu
er komið á þennan stað, sem
leikendurnir tákna ýmist með
orðinu hóruhús eða saurlífis-
bæli, er þeim fagnaðeinsogværi
forstaðan sú, sem gestirnir búast
við. Veitingastjórinn þekkir full-
vel, að gestirnir koma undir
fölskum nöfnum. Skrifstofu-
stjóri í stj órnarráðinu stelur
þannig nafni eins undirmanns
síns, 'enda var kona þess manns
þá fylgikona hansogþau fásama
herbergi. í framkvæmdinni
verða erfiðleikar með sambúð
fólks á þessum stað. Giftu menn-
irnir rekast á konur sínar í ó-
tilhlýðilegri aðstöðu við aðra
menn og hið sama sáu konur
um menn sína. Óánægður undir-
maður kom með lögreglumann
úr höfuöborginni til að sjá at-
ferli félaga sinna. Lögreglu-
þjónninn kom dauðadrukkinn á
staðinn og hegðaði sér eins og
fífl. Þetta sómafólk úr stjórnar-
ráðinu hitti á skemmtistaðnum
roskinn piparsvein af Vest-
urlandi. Honum hafði orð-
ið illt til kvenna heima fyrir, en
heyrt að konur væru leiðitamar
til ásta á þessum stað. Sá hann
(Framh. á 3. siðu)
Fyrir skömmu var lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga um
verðlag, sem felur í sér viðauka
og endurbætur á fyrri lögum um
þetta efni, eftir því sem reynsl-
an hefir sýnt að þörf er á.
Frumvarp þetta hefir orð-
ið til þess, að kaupmanna-
blöðin Vísir og Frjáls verzlun
hafa birt andmæli gegn því, og
jafnframt notað tækifærið til
árásar á verðlagsnefnd og fram-
kvæmd verðeftirlitsins eins og
það hefir verið að undanförnu.
Þau nýmæli samkvæmt frum-
varpinu, sem nefnd blöð eru
fyrst og fremst óánægð með eru
þessi:
1. Að verðlagsnefnd á að fá
heimild til að ákveða taxta fyrir
viðgerðir, smíði, saumaskap o.
s. frv., ef slíkir taxtar koma fram
í sambandi við sölu á vörum, og
byggjast að nokkru leyti á á-
lagningu á efnivörur og vinnu-
laun.'
2. Með bráðabirgðalögum dags.
6. okt. 1939 var bannað, nema
með samþykki verðlagsnefndar,
að hækka hundraðshluta álagn-
ingar á vörum umfram það, sem
tíðkaðist fyrir 1. sept. 1939.
í hinu nýja frumvarpi var því
bætt við, að ennfremur bæri að
haga verðlagningunni þannig,
að nettóágóðinn yrði ekki vegna
verðhækkunar vörunnar meiri
að upphæð en tíðkaðist á áður-
nefndum tíma við sölu á sama
vörumagni, að viðbættu hæfi-
legu álagi vegna aukinnar á-
hættu og kostnaðar við sölu eða
framleiðslu vörunnar, og er það
þessi viðbót, sem óánægjuna
hefir vakið.
Nefnd blöð taka það fram í
öðru orðinu, að þau séu ekki á
móti verðeftirliti, og segja jafn-
vel, að það sé nauðsynlegt og
sjálfsagt. í hinu orðinu er að
heyra, að þau telji verzlunar-
stéttina svo góða og grandvara
yfirleitt, að hverskonar eftirlit
eða takmarkanir við hana beri
nánast að skoða sem ofsókn.
Göngum út frá, að einhver al-
vara liggi á bak við það tal blað-
anna, að eitthvert eftirlit sé
nauðsynlegt. Geta blöðin þá ekki
verið sammála mér um það, að
slíku eftirliti eigi fyrst og fremst
að beina að þeirri tegund verzl-
unar og viðskipta, sem mest
snerta afkomu almennings í
landinu.
Töluvert af þessum nauðsynj-
um fara nú í gegnum hendur
innlendra iðnaðarmanna, sem
margir hverjir hafa stóran at-
vinnurekstur og verzlun með
þessar vörur. Sýnist mér vera
sjálfsagt, að verðlagsnefnd hafi
fullan rétt til afskipta af verð-
lagi þessa iðnaðar, ef ástæða
þykir til. En í áliti því, sem
Verzlunarráð íslands og Lands-
samband iðnaðarmanna hafa
sameiginlega sent Alþingi út af
framangreindu frumvarpi, og
sem prentaður er kafli út í Vísi
30. f. m., er það talið algerlega
óviðeigandi, að verðlagsnefnd
hafi heimild til að skipta sér af
þessum hlutum. Er talað um, að
í frumvarpinu sé verið að fara
inn á þá braut, að taka eina
stétt, iðnaðarmennina, út úr, og
láta verðlagsnefnd skammta
þeim kaup.
En ég vil aðeins benda á það
í þessu sambandi, að segja má,
að öll verðlagsákvæði, sem miða
að því að halda niðri verðlagi á
vörum, byggist á því að tak-
marka kaup. Kaupmaðurinn
tekur kaup sitt í ágóða verzlun-
arinnar, og sé ágóðinn minnk-
aður með verðlagsákvæðum, er
það skerðing á kaupi kaup-
mannsins.
Það hefir hvergi verið véfengt,
að réttlátt hafi verið að tak-
marka eitthvað álagningu á
vefnaðarvörum, þ. e., það hefir
þótt réttlátt að takmarka kaup
eða hagnað verzlunareigenda í
þessari verzlunargrein.
Nú verður það með ári hverju
meira og meira af innflutnings-
leyfum fyrir vefnaðarvöru, sem
ganga til iðnfyrirtækja, en að
sama skapi minnkar hlutur
verzlana. Innflutningsleyfin
hafa lengi verið svo takmörkuð
á þessari vöru, að heita máiiað
allt hafi selzt jafnóðum. Þýðir
þetta það, að maður, sem hefir
áður keypt skyrtuefni í verzlun,
og látið sauma úr heima hjá sér,
verður nú að kaupa skyrtuna
tilbúna, ef verzlunin hefir misst
innflutningsleyfi sitt yfir til iðn-
fyrirtækisins.
Það er því sýnt, að sú vefnað-
arvara, sem iðnaðarfyrirtækin
selja, er alveg jafn brýn nauð-
synjavara og hin, sem seld er í
verzlunum, og það væri meira en
lítil gloppa á verðeftirlitinu, ef
það ætti ekki að ná til þessa iðn-
aðar. Einnig væri það hróplegt
ranglæti gagnvart verzlunum, ef
álagningin væri skorin niður
hjá þeim, en iðnaðarfyrirtæki,
sem verzluðu með hliðstæðar
vörur, mættu leggja á eftir vild.
Vísir hefir það úr áðurnefndu
áliti Verzlunarráðsins og Lands-
sambands iðnaðarmanna, að
ekkert það hafi komið fram í
starfi verðlagsnefndar, sem gefi
tilefni til þeirra breytinga á gild-
andi lögum, sem farið er fram
á í nefndu frumvarpi. Þessu vil
ég mótmæla. Ýmislegt hefir
komið fram við starf verðlags-
nefndar, sem gefur tilefni til
breytingar á lögunum. Skal ég
nefna dæmi um þetta.
Klæðskerar hafa verið taldir
háðir gildandi hámarksálagn-
ingu á vefnaðarvörum á þann
hátt, að dúkarnir í fötin liggja
frammi í búðum þeirra með
ákveðnu verði, sem verður að
vera innan takmarka hámarks-
álagningarinnar. Menn vita,
hve þeir þurfa mikið efni í
fötin, og er þá dæmið auðreikn-
að, hvað fötin kosta tilbúin, því
saumalaun og tillegg hefir verið
reiknað með ákveðnum taxta.
Fram til 30. marz 1939 var
taxti klæðskera í Reykjavík fyr-
ir saumalaun og tillegg til karl-
mannafata 95 kr. fyrir fötin. En
þennan dag samþykkti stjórn
klæðskerameistara að hækka
nefndan taxta upp í 115 kr. Svo
einkennilega vildi til, að sam-
þykkt þessi var gerð einmitt
sama dag eins og firma for-
manns klæðskerameistarafé-
lagsins átti, fyrir afskipti verð-
lagsnefndar, að lækka verð á til-
búnum fötum, úr allmörgum
efnum, um allt að 20 kr. á fötin.
Verðlagsnefnd leit því svo á,
að hér væri verið að sniðganga
verðlagsákvæðin, og krafðist
þess að ^dæðskerarnir lækkuðu
taxtann aftur. En þeir neituðu
því, og bentu á, að þó að tillegg-
ið, sem innifalið væri í taxtan-
um.heyrði undir verðlagsákvæð-
in, þá væri það ekki nema lítill
partur, hitt væru vinnulaun,
sem verðlagsnefnd hefði enga
heimild til afskipta af. Málið
var síðan kært til lögreglustjóra,
en hækkun taxtans hefir samt
ekki fengizt hnekkt. Síðan hafa
klæðskerar á yfirstandandi ári,
án samþykkis verðlagsnefndar,
hækkað umræddan taxta upp í
130—140 kr. fyrir fötin.
Álít ég, að hvergi nærri nægi-
legt tilefni hafi verið fyrir þess-
um hækkunum, og sýnist
það gera þeim, sem vefnaðar-
vöruna selja, í meira lagi mis-
hátt undir höfði, ef einstökum
aðilum, sem þó selja verulegan
hluta af vefnaðarvörunni, á að
haldast uppi að sniðganga
þannig verðlagsákvæðin. Og ég
get ekki séð, að blönduð álagn-
ing á efni og vinnulaun, eða á
vinnulaun út af fyrir sig, eigi
nokkuð fremur að vera undan-
þegin takmörkunum en álagn-
ing á innfluttar vörur.
Til samanburðar við það, sem
að ofan greinix um taxta klæð-
skera í Reykjavík, vil ég geta
þess, að tilsvarandi taxti sam-
bærilegra klæðskera á Akureyri
var allt árið sem leið 65 kr. fyrir
fötin, en eftir síðustu áramót
sóttu þeir um leyfi verðlags-
nefndar að mega, vegna aukins
kostnaðar, hækka taxtann upp
í 75 kr., og er sá taxti nú í gildi.
Vinnulaun hjá klæðskerum á
Akureyri eru að vísu miklu lægri
en í Reykjavík, en þetta gefur
þó hvergi nærri tilefni til þess
(Framh. á 3. siðu)
Aðalbförg Sigurdardóitir s
FÖFiimeun 11
‘gíminrt
Laugardaginn 6. apríl
Hefnd Leíkfélagsíns
Tveir atburðir hafa gerzt á
síðari árum, sem snerta mikið
framtíð islenzkrar leikmenning-
ar. Hér hefir verið byrjað á þjóð-
leikhúsi og svo vel vildi til, að
þeim húsameistara, sem stýrt
hefir byggingunni, hefir tekizt
að gera það fegurst af öllum
norrænum leikhúsum, svo að
ekki sé meira sagt.
En fyrir átta árum greip Al-
þingi til þess óyndisúrræðis, að
taka af byggingarsjóði leikhúss-
ins allar tekjur hans og nota
þær til daglegra þarfa ríkisins,
en húsið stendur ófullgert hið
innra. Leikendur í Reykjavík
hafa boðið list sína undir erfið-
ustu kringumstæðum, en þó ekki
gefizt upp. Þrátt fyrir alla erfið-
leika, eru í Leikfélaginu margt
dugandi manna, karla og
kvenna, en að sjálfsögðu tölu-
vert af lélegu liði. Hin ytri að-
staða, sem leikstarfsemin hefir
átt við að búa, var miklu betur
fallin til að brjóta niður kraft
og manndóm leikendanna, held-
ur en að efla þá í starfinu.
Nú varð sú breyting á fyrir
fáum dögum, að Alþingi tók
vel í að skila aftur hinum
illa fengnu tekjum frá leikhús-
byggingunni. Helztu leikarar
bæjarins og allmargir alþingis-
menn voru að hefja nýja sókn
til viðreisnar leikmenntinni í
landinu.
Þá kemur það fyrir, að nokkr-
ir af Leikfélagsmönnum, aðal-
lega hinir yngri og reynsluminni,
tóku að æfa leikrit, sem var svo
lélegt að efni og formi, að það
myndi ekki í neinu landi hjá
menntuðum þjóðum hafa verið
nefnt í sambandi við aðalleikhús
höfuðborgar. Ekki hefði það
Jreldur þótt frambærilegt í
einkaleikhúsum, sem gera ráð
fyrir að fá sæmilegt fólk sem
áheyrendur. En það er hugsan-
legt, að leikrit eins og þetta,væri
sýnt í allra lélegasta hluta stórra
hafnarborga.
Þegar haldin skyldi lokaæfing
var barnaveTndarnefnd bæjar-
ins boðið að sjá leikinn. í henni
eiga sæti nokkrir nafnkenndir
menn, þar á meðal frú Guðrún
Jónasson, Jón Pálsson gjaldkeri,
dr. Símon Ágústsson, Maggi
Magnúss læknir og ef til vill
fleiri. Þeir álitu leikinn svo auð-
virðilegan, að ekki kæmi til mála
að leyfa börnum aðgang. Frá
þeim mun auk þess hafa komið
aðvörun til lögreglunnar eða
sakadómara um að ástæða væri
til athugunar, hvort hæfilegt er
að leikfélag, sem stutt er af ríki
og höfuðbæ, sýndi slíkan sjón-
leik. Lögreglustjóri var að fara
út bænum austur að Laugar-
vatrii, þar sem hann þjálfar
nokkurn hluta lögreglunnar um
stund. En þegar hann varð var
við, að hér væri athugunarmál
á ferðinni, bað hann fulltrúa
sinn að biðja barnarverndar-
nefnd um skýrslu og banna síð-
an leiksýningar þessar, ef á-
stæða þætti til. Lögreglufulltrú-
inn gerði þetta. Barnaverndar-
nefnd fór mjög hörðum orðum
um leikritið og taldi það ósam-
boðið leikhúsinu og höfuðbæ
landsins. Jafnframt fékk full-
trúinn eintak af leikritinu, og
bar textinn mjög vel sam-
an við dóm barnaverndarnefnd-
ar. Síðan bannaði fulltrúinn
leiksýninguna, en gekk inn á,
til samkomulags við Gest Páls-
son, formann leikfélagsins, að
leikurinn yrði sýndur fáeinum
tilkvöddum mönnum og ekki
öðrum. Boðnir voru tveir starfs-
menn úr stjórnarráðinu, einn úr
þinginu, sakadómarinn, fulltrúi
lögreglustjóra og einn nefndar-
maður úr menntamálaráði. Hér
var ekki um neina nefnd að
ræða. Ábyrgðin á sýningunni
hvíldi eingöngu á lögreglustjóra.
Þegar ég kom í leikhúsið, eins
og einn af hinum fáu tilkvöddu
boðsgestum, sé ég, að húsið er
nálega fullt af öðru fólki. Sá
hluti leikfélagsins, sem stóð að
þessari sýningu, hafði því með
fullkominni brigðmælgi við lög-
reglufulltrúann, sent boð eftir
kunningjum sínum, í því skyni
að þeir skyldu klappa fyr-
ir afrekum þeirra. Fundur
var í þingi og mun hafa
Förumenn II, Efra-Ás-
ættin, eftir Elinborgu
Lárusdóttur. 284 bls.
Verð kr. 8.50 ób., 10.00
í bandi.
Frú Elínborg Lárusdóttir las
upp í útvarpinu nýlega
kafla úr hinni nýju bók sinni,
öðru hefti „Förumanna“, sem
ber nafnið Efra-Ásættin. Kafl-
inn sem hún las upp var um
Bóthildi frá Efra-Ási, og er hann
táknrænn fyrir þetta hefti. —
Skuggi Bóthildar, sem er löngu
dáin, hvílir enn yfir ættinni, í
sögunni um hana koma fram öll
einkenni Efra-Áskvennanna,
kostir þeirra og hin mikla skap-
harka, sem er þó vaxin upp af
djúpri réttlætiskennd. Þetta
hefti verður því einskonar ætt-
arsaga, en þó svo að segja ein-
göngu i kvenlegginn.
Ég skrifaði nokkur orð um
fyrsta bindi Förumanna, sem
út kom í haust. Mér þótti það
bæði skemmtilegt og fróðlegt
og skrifað af hinum næmasta
skilningi um þann sérkennilega
flokk manna, sem nefndir hafa
verið förumenn. Þetta hefti ber
þó langt af sem skáldsaga. Sögu-
þráðurinn og samhengið er
miklu fastara og þó förumenn-
irnir séu ennþá mjög áberandi
persónur, þá er öllu fremur
brugðið upp af þeim myndum,
svo að þeir í sambandi við þann
aldaranda, sem lýst er, mynda
einskonar ramma utan um aðal-
persónurnar.
Aðalpersónurnar og þunga-
miðja þessa heftis eru konur frá
Efra-Ási, sem í meðferð höfund-
arins verða tákn íslenzkra, vel-
ættaðra hefðarkvenna í sveit, frá
upphafi íslandsbyggðar og allt
fram á vora daga. Frú Elinborg
hefir með þessu hefti reist ís-
lenzku húsfreyjunni í sveit fagr-
an minnisvarða og að mínu á-
liti sannan,þegar kringumstæð-
urnar leyfðu henni að njóta sín.
Ef til vill kann einhverjum að
þykja undarlegt, að hinar stór-
látu Efri-Ás-heimasætur láta
kúga sig til giftingar eftir því,
sem foreldrunum býður við að
horfa, þar sem þær verða svo
ríkilátar húsfreyjur strax eftir
giftinguna, og láta þá á engan
hátt í minni pokann, hvorki fyr-
ir mönnum sínum né tengdafor-
eldrum. Þó mun þetta vera rétt.
Eftir því, sem mér hefir verið
sagt af heimili afa míns og
ömmu, finnst mér amma mín
hafa verið einskonar drotning
á sínu heimili. Hún ákvað þau
siðgæðislögmál, sem heimilið
laut, og réði eftir því, sem hún
vildi yfir börnum sínum og hjú-
um. Þó hefi ég heyrt, að hún
hafi verið heitin afa mínum,
þegar þau voru bæði börn að
aldri, og hvorugt þeirra að spurt.
Sjálf mun hún líka hafa viljað
hafa eitthvað að segja um gift-
ingar barna sinna.
Frú Elinborg telur siðgæðis-
þrótt og réttlætiskennd íslenzku
þjóðarinnar fyrst og fremst hafa
varðveitzt í gegnum kvenlegginn.
Stundum verða þó þessir eigin-
leikar að hörku og j afnvel mizk-
unnarleysi, því að oft er erfitt
að sigla á milli skers og báru.
Lesandanum þykir að minnsta
kosti nóg um, þegar móðir Bót-
hildar í Efra-Ási neitar því, að
lík hennar mætti hvíla í vígðri
mold, þegar stúlkan fyrirfer sér,
til þess að komast hjá sambúð
við gamlan, ríkan mann, sem
foreldTar hennar hafa valið
handa henni. En enginn skal
geta sagt, að Efra-Ás-konurnar
bregðist skyldu sinni; þær víkja
ekki frá því rétta, þótt þeirra
eigin börn eigi í hlut.
Það eru þó álög á ættinni, að
einstöku sinnum fæðast henni
konur, sem virðast vera af öðru
bergi brotnar. Þær eru svart-
hærðar og draumlyndar, en vilja
fá að fara sínar eigin götur, án
þess að miða allt sitt líf við
fornar ættarvenjur. Ættin ótt-
ast þessar konur, og á milli
hennar og þeirra verða sífelld
átök, þar sem einstaklingurinn
vitanlega bíður ósigur. Ein þess-
ara kvenna er Bóthildur. Henni
finnst sjálfri, að líf sitt minni
á vængbrotinn lóuunga, sem
varð hér eftir, þegar félagar
hans flugu suður til sólhlýrra
landa. Unginn deyr og Bóthild-
ur fylgir honum, hún treystir
sér ekki til að taka upp barátt-
una við hið harða líf, þar sem
hún á ekki heima.
Arftaki Bóthildar er Þórgunn-
ur frá Bjargi. Hún er lík henni
í útliti og skapgerð. En hún tek-
ur lífsbaráttuna upp með alvöru
og festu Efra-Ásættarinnar,
þegar hún er nauðug gift rík-
um manni og unnusti hennar
hverfur henni til Vesturheims.
Það sýnist eiga að verða hlut-
verk hennar að sameina í lífi
sínu það bezta í þvi gamla og
nýja, því augsýnilega er það
nýi tíminn, sem hér er á ferð-
inni. Hún slær engu af kröfum
sínum um ást í hjúskapnum,
sem hinu einasta sanna sam-
tengingarlið á milli manns og
konu, en hún gegnir húsfreyju-
skyldum sínum að sið ættar
sinnar, sem bezt má verða. Þyk-
ir mér ekki ólíklegt, að aðalvið-
fangsefni þriðja heftis Fötu-
manna fjalli um lausnina á því,
hvernig bæði þessi stórmál fái
sameinast í lífi Þórgunnar, enda
þótt ekki væri giftusamlega til
hjúskaparhamingjunnar stofn-
að frá hálfu ættarinnar.
Eins og hið fyrsta hefti Föru-
manna, er þetta hefti hreinasta
gullnáma, að því er snertir ís-
lenzka þjóðhætti og siði, hjá-
trú og þjóðsagnir, sem er nú að
„Hétaðamótin*
í grein, sem birtist í blaðinu
„Tíminn“ laugardaginn 23. marz
s.l. undir nafninu „Héraðamót-
in“, kemur fram mjög villandi
umsögn um héraðamótin yfir-
leitt. Umrædd grein er undir-
rituð af „Borgfirðingi", sem
virðist hafa fundið ástæðu til
að gagnrýna samkomu sveit-
unga sinna í höfuðstaðnum.
En þar sem greinarhöfund
virðist skorta hugrekki og skap-
festu til beinnar gagnrýni á
umræddu móti sveitunga hans,
reynir hann (í samúðarskyni
við sveitunga sína?) að svipta
héraðamót vor (sem hann ekki
þekkir!) þeirri almennu viður-
kenningu, sem þau hafa hlotið.
Hann hagar máli sínu í um-
ræddri grein á þá lund, að skilja
beri þannig, að héraðamótin séu
yfirleitt „skrallsamkomur" með
„leirhnoðssöngli og skrípadöns-
um“, að það, sem um héruðin sé
sagt á þessum mótum, sé „inn-
antómt og alvörulaust orða-
glamur“, að þar sé jafnvel „boð-
ið upp- á ýmislegt það til
skemmtunar, sem svívirði ekki
eingöngu þá, sem þátt taka í
þeim, heldur líka héraðið, sem
mótið er kennt við“, að þau sam-
anstandi af allskonar fólki (!)
o. s. frv.
Vegna þessara ómaklegu um-
mæla og þess tóns, sem þau eru
skrifuð í, viljum vér lýsa því yf-
ir, að þau geta ekki átt við mót
samsýslunga vorra, því að þau
hafa ekki farið fram með þeim
hætti, sem greinarhöfundur gef-
ur í skyn. Hinsvegar hafa þau,
að dómi allra, er til þekkja, orð-
ið til þess að auka kynni meðal
samsýslunganna hér í höfuð-
staðnum, treysta heit þeirra og
sambönd við æskustöðvarnar og
sum þeirra heita þegar borið
sýnilegan árangur.
Vér viljum því vísa hinum
niðrandi ummælum, að því er
okkar héraðamót snertir, til
föðurhúsanna með þeim tilmæl-
um, að framvegis verði þeim
ekki blandað inn í nábúakrit eða
persónulegar erjur.
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík, 28. marz 1940.
F. h. Árnesingafélagsins,
Guðjón Jónsson.
F. h. Skaftfellingamótsins,
Jóhannes G. Helgason.
F. h. Vestfirðingamótsins,
Jón Halldórsson.
.. F. h. Skagfirðingafélagsins,
Pálmi Hannesson.
F. h. Fél. Snæf. og Hnappdæla,
Ásg. Ásgeirsson frá Fróðá.
F. h. Breiðfirðingafélagsins,
Guðm. Jóhannesson.
F. h. Rangæingafélagsins,
B. Óli Pálsson.
Ofanritaða grein hefi ég séð
á ritstjórnaTskrifstofu Tímans
og tel, af tveim ástæðum, rétt að
láta fylgja henni fáein orð. Önn-
ur ástæðan er, að ég hefi orðið
(Framh. á 4. síðu.)
miklu leyti gleymt nútímafólki.
Unglingarnir á heimili mínu
hafa lesið Förumenn og haft af
þeim mikla ánægju og fræðslu,
lesturinn hefir verið þeim til-
efni til þess að leita frekari
upplýsinga um lifnaðarhætti og
lífsvenjur þeirra kynslóða, sem
bókin segir frá. Sýnir það bezt,
að frásögnin hefir náð tökum á
þeim. Sagan hefir einnig orðið
til þess að auka þeim áhuga og
ást á sveitinni og því lífi, sem
þar er lifað. Tel ég því, að bók
þessi geti átt erindi jafnt til
eldri sem yngri.
Fyrir mitt leyti þykir mér ef
til vill mest varið í frásögnina
af brúðkaupsveizlunni. Þar er
brugðið upp augnabliksmyndum
af fjölda fólks, og það er gert á
þann hátt, að flest stendur það
manni lifandi fyrir hugskots-
sjónum. Slíkt útheimtir ekki
litla frásagnarlist. Hálfráðnum
örlögum bregður fyrir og sjálfur
fær maður að botna. Það þykir
mér allt af gott, því ég vil helzt
ráða rúnirnar sjálf að einhverju
leyti. Skáldleg tilþrif eru víða
mikil, því að þjóðsagnir, munn-
mæli og hjátrú er vafið í blæju
skáldlegra líkinga, hljóðandi
upp á mannlífið og fær við það
mjög aukið gildi. Er eiglnleg
saga Bóthildar og prestsins öll
í þeim stíl, mitt á milli þess að
vera líkingafullt æfintýri og
veruleiki. Geri ég ráð fyrir, að
margur bíði þriðja bindis með
eftirvæntingu.
Aðalbjörg Sigurðardóttir.