Tíminn - 06.04.1940, Qupperneq 3
38. blað
TÍMIM, langardaglnn 6. apríl 1940
151
Annáll
Prestshjónin á Valþjóísstað
Frú Ragnhildur Jónsdóttir frá
Valþjófsstað andaðist á Land-
spítalanum á unnudag, 17. marz
sl. og verður lögð við hlið manns
síns, séra Þórarins Þórarinsson-
ar, í kirkjugarðinum á Valþjófs-
stað nú einhvern næstu daga.
Skammt varð milli hjónanna.
Séra Þórarinn varð bráðkvaddur
3. júlí f. á.
Frú Ragnheiður var fædd á
Mosfelli í Grímsnesi 3. júní 1867.
Voru íoreldrar hennar hjónin
Þuríður Kj artansdóttir og séra
Jón Jónsson, prestur þar, síðar
prestur á Hofi í Vopnafirði og
prófastur í Norður-Múlapró-
fastsdæmi. Hún ólst upp með
foreldrum sínum á Mosfelli og
Hofi. Árið 1891 giftist hún séra
Þórarni, sem þá var nývígður
prestur til Mýrdalsþinga, en
fluttist með honum að Valþjófs-
stað vorið 1895. Bjuggu þau þar
í 44 ár, eða til siðasta vors að
séra Þórarinn lét af prestsskap,
fullkomlega hálfáttræður að
aldri. Ekki er að undra, þótt svo
langur dvalartími, á sama stað,
skilji eftir endurminningar.
Þau hjón voru svo samrýmd
og samvalin, aö mér verður eðli-
legast að hugsa um þau saman.
Fá eða engin hjón hefi ég séð
gjörvulegri. Hann hánorræn
kempa. Allra manna mestur á
velli og höfðinglegastur, svo að
athygli vakti,hvar sem hann fór.
Hreinskilinn og einarður í máli,
raungóður og tryggur. Athugull
var hann um fjárhagi sína, en
hinn mesti höfðingi heim að
sækja. Framúrskarandi gleði-
maður, bæði á heimili sínu og
utan þess. Hún var hin fríðasta
kona og drengilegasta, þíð í lund
og prúð í framkomu, nærgætin
og umhyggjusöm húsmóðir og
ástrík móðir. Þau hjón voru ást-
sæl af sóknarbörnum. Til prests-
ins var auðvitað leitað, þar sem
sorgin hafði kvatt dyra. Þótti
návist þeirra hjóna þá löngum
hinn mesti raunaléttir. En þau
þóttu einnig ómissandi á öllum
gleðimótum. Yrðu menn ekki
glaðir í þeirra návist, gátu menn
ekki orðið það.
Þá er séra Þórarinn varð sjö-
tugur og átti lögum samkvæmt
að láta af embætti, óskuðu sókn-
arbörn hans þess einum rómi,
að hann þjónaði embætti sínu
áfram. Má af því nokkuð marka
hug þeirra.
Valþjófsstaðarheimilið var í
tíð þeirra hjóna héraðsfrægt, ef
ekki landfrægt fyrir gestrisni,
glaðværð og háttprýði. Óvíða
mun vera til á íslandi fegurra
og þekkilegra bæjarstæði en á
Valþjófsstað. Þó mátti stundum
svo að orði kveða, að gesturinn
gleymdi jafnvel um hásumarið
að líta út í dýrð náttúrunnar.
Svo fullkomlega var hann á
valdi áhrifanna innan veggja.
Engan mun geri ég þeirra hjóna
i þessu efni. Átta. börn þeirra
meira eða minna uppkomin, og
öll með eitthvað af sameinuðum
kostum beggja foreldranna,
prýddu heimilið um skeið. Gest-
kvæmt var þá á Valþjófsstað og
þótti þar öllum gott að koma.
Séra Þórarinn og frú Ragnheið-
ur eignuðust níu börn. Eitt
þeirra dó ungt. Hin öll náðu full-
orðinsaldri og giftust. Þrjú
þeirra eru nú látin: Þuríður,
Unnur og Stefán. Á lífi eru: Sig-
ríður, gift Ara Jónssyni, lækni
á Brekku í Fljótsdal, Þórhalla,
gift Birni Björnssyni frá Lauf-
ási, bankafulltrúa í Reykjavík,
Bryndís, gift Árna Sigurðssyni,
fríkirkjupresti í Reykjavík, Jón,
bóndi á Skörðum í Reykjahverfi
og Þórarinn, skólastjóri á Eið-
um. Auk þess ólu þau upp dótt-
urson sinn. Mikið þarf til að ala
upp, mennta og manna vel svo
stóran barnahóp, og halda auk
þess uppi þjóðkunnri rausn.
Enda urðu þau hjón aldrei auð-
ug.
Ég kom síðast að Valþjófs-
stað á björtum og brennheitum
júlídegi. Aldrei sá ég Valþjófs-
stað fegurri. Þar var þá saman-
komið mikið fjölmenni. Menn
voru að kveðj a Þórarin og fylgj a
honum til hinztu hvílu. Mátti
þar sjá þess glögg merki, að vin-
áttan við Valþjófsstaðarhjón
var ekki uppgerð. Börn þeirra, er
þá voru á lífi, voru þar öll, svo
og tengdasynir. Viðmót og við-
tökur allar voru með sama blæ
sem fyrr. Séra Þórarinn hafði
beðið bana svo sem honum
sæmdi vel, og hann lagðist til
hinztu hvílu, þar sem honum var
kærast, í angandi jurtailm og
blikandi sumardýrð Valþjófs-
staðar, umkringdur vinahóp.
Aðeins eitt fannst mér að. Ekkj -
an bar harm sinn vel. En hún
sat þó hnípin eftir.
Vafalaust var frú Ragnheiði
heimil dvöl hjá hverju bama
sinna, er hún kaus. Myndi þeim
öllum jafn kært að hafa hana
hjá sér, njóta samvistanna við
hana og endurgjalda henni eitt-
hvað af þeirri skuld, sem góð
börn vita jafnan að þau standa
í við góða móður. Á sl. hausti
settist hún að hjá Þórarni syni
sínum á Eiðum. Þar fór vel um
hana á allan hátt. Og hollt hefði
það verið ungmennahópnum
þar, að umgangast slíka konu,
ef notið hefði heilsu.
Frú Ragnheiður hefði óefað
tekið ást og umönnun barna
sinna með þökkum og unað þar
hag sínum vel. Það var henni
líkt. En þó held ég, að alltaf
hefði hún á vissan hátt átt
heima á Valþjófsstað. Svo sam-
gróin var hún þeim stað og fólk
inu í því umhverfi. Valþjófs-
staðarhjón verðskulduðu að
þurfa ekki að skilja til lengdar.
Nú finnst mér ekkert að. Nú er
húsfreyjan komin aftur heim að
Valþjófsstað, alkomin.
Páll Hermannsson.
Endurbætur
á verðlagslögunum
(Framh. af 2. síðu.)
mismunar, sem á taxtanum er,
Taxtar klæðskera í öðrum kaup-
stöðum landsins eru líka allS'
staðar miklu lægri en í Reykja^
vík.
Ég hefi nefnt hér eitt dæmi,
sem sýnir, að full þörf er á að
auka valdsvið verðlagsnefndar
til eftirlits og afskipta af verð-
lagi, ef starf nefndarinnar á að
geta tekið til hinna almennustu
nauðsynja. Fleiri hliðstæð dæmi
mætti nefna, þar sem virðist
geta skort á um vald til nefnd-
arinnar, samkvæmt núgildandi
lögum, þótt ástæða kynni að
þykja til afskipta. Má t. d. nefna
skóviðgerðir, sem eru tilfinn-
anlegur útgj aldaliður fyrir mörg
heimili.
Og loks skal á það bent, að ef
lögin væru ekki aukin og end-
urbætt, þá gæti hugsast, að bók
staflega öll iðnaðarfyrirtæki í
landinu gætu smeygt sér undan
verðlagsákvæðum með því að
láta það heita svo, að þau seldu
vínnuna við framleiðsluna sér
staklega. Framh.
Góð
NokkuS margir kaup-
endur Tímans munu
bókakaupf'í
samtals 58 hefti og í þeim m. a. yfir
100 stuttar skáldsögur. Þeir sem senda
10 kr. til afgr. fá 2. og 3. árg. burðar-
gjaldsfrítt til baka. Líka sendir ef ósk.
að er gegn póstkr. Adr.: Dvöl, Rvík.
Hefnd Leikfélagsíns
enga konu í friði í forhöll gisti-
hússins og var albúinn að beita
valdi, ef ekki hefði jafnan vilj-
að svo til, að hinir óleyfilegu
ástmenn giftu kvennanna komu
ieim til hjálpar.
Hástig leiksins í þessum
iætti er það, að veitingastj ór-
inn hleypir hinum ástleitna
ferðamanni að vestan inn i her-
bergi til kvenfrelsiskonu, sem er
iar ein. Húsráðandi lokar síðan
að utan og lætur gestina eiga
sig. Þegar leikritið var sýnt
vegna barnaverndarráðs heyrð-
ist út úr þessum klefa óp og
angistarhljóð konunnar fram
um allt áheyrendasvæðið, og
iegar vörðurinn opnaði að lok-
um, kom konan æðandi út með
föt sín öll sundurtætt undan á-
tökum karlmannsins. Á fimmtu-
daginn heyrðist ekki hljóð til
konunnar, henni hafði tek-
izt að gefa karlmanninum glóð-
arauga, og rífa af honum fötin.
Að loknum þessum vikuloka-
fagnaði safnast starfsfólk
stjórnarráðsins heim á skrifstofu
sína. Ekki þó til að vinna, held-
ur til að tryggja yfirhylmingu
gerða sinna. Undirmaður sá, sem
þóttist hjásettur um embættis-
veitingar, hafði yfirmenn sína í
hendi sér. Þeir keyptu hann til
að senda ekki skýrslu um fram-
ferði þeirra með því að gera
hann að fulltrúa fyrir eina yfir-
hylmingu og skrifstofustjóra
fyrir aðra. Þó er rétt að geta
þess, að kona þessa manns hafði
aðstoðað við forfrömun manns-
ins í annað skiptið, með því að
vera ástmey eins af yfirmönn-
um hans.
Nú víkur að mesta veraldar-
manni þessa æfintýris, og það
er hinn óheppni, ógifti maður,
sem kom rifinn og með glóðar-
auga úr viðureigninni við kven-
mann á skemmtistaðnum. Hann
er skyndilega orðinn siðfexðis-
málaráðherra, og úr þeirri
stjórnardeild, sem hann átti að
stýra, var sama fólkið, sem
hafði leikið lífsferil hinna
skipulagsminni húsdýra í sam-
býli við hann á skemmtistaðn-
um. Þegar nýi ráðherrann er að
taka við embættinu er einhver
fyrsti gesturinn, sem heimsækir
hann á skrifstofunni, kona sú,
sem hann hafði flogið á, þegar
veitingamaðurinn var búinn að
loka hann inni í herbergi henn-
ar. Hún kom í góðri trú að finna
ráðherrann og sá þá þennan
mann. Leikurinn endar með því,
að viðvaningur sá, sem bjó leik-
inn til, er búinn að leiða sín rök
að því, að hjónabandið sé gagn-
kvæmur hórdómur. Lögreglan
siðspillt og vesöl svo sem mest
má vera. Æðsta stofnun ríkis-
ins sé vinnulaus, og áhugamál
starfsmanna í heilli deild að
flýta sér þangað, sem leikrit-
ið kallar saurlífishús. Embætta-
forfrömunin gerist á þann hátt,
að hver sigur er keyptur með
yfirhylmingu vegna yfirboðar-
anna.
Menn munu nú spyrja: Hvers-
vegna getur nokkur hluti af
leikfélaginu lagt sig svo lágt, að
hafa gaman af að sýna á leik-
sviði svo lágan og auðvirðilegan
samsetning? Því er fljótsvarað.
Þetta er hefnd leikfélagsins á
þjóðfélaginu. í átta ár hefir ver-
ið tekið með fullum rangindum
framlög þjóðarinnar til að koma
sér upp glæsilegri byggingu yfir
sanna list á leiksviði. Ef slíkt
hús væri nú fullgert, myndi
Reykjavík nú þegar vera á því
þroskastigi, að enginn maður
væri í leikflokki þess húss svo
lítill fyrir sér, að honum kæmi
til hugar að bera á borð fyrir
landa sína dreggjar þeirrar sið-
spillingar, sem stórþjóðirnar
eiga í neðstu undirdjúpum skril-
mennskunnar. J. J.
„Já, þetta er hinn rétti kaffiilnmr", sagðí Gunna,
þegar Maja opnaði „FRE YJU“-kaffibætispakkann
5?1
,Ég skal scgja þér það, að nú fáum við gott kaffi, því að nú
höfiun við „Freyju“-kaffibætinn. Ég er nú búin að reyna all-
ar hinar tegundirnar og hefi sannfærzt um, að úr „Freyju44-
kaffihæti fæst langbezta kaffið.44
Takið eftir,
hvað stúlkurnar segja, að mcð því að
nota „Freyju44-kaffibæti fáið þið bezta
kaffið. — Kaupið því „Freyju44-kaffi-
bæti. Hann fæst hjá öllum kaupfélögum
og mörgum kaupmönnum á landinu.
— ■ Iyjí,, ■ vkijbÁ'
Það mnn
ágreiningslaust
að skyrið sé einhver sú allra
ódýrasta fæðutegund, sem hér
er völ á. Og öllum ber saman
um að pað sé nú alveg sérstak-
lega gott.
ÚTBREIÐIÐ TÍMANN
224
Margaret Pedler:
Laun þess liðna
221
Kaupendur Tímans
Tilkynnið afgr. blaffsins tafar-
Iaust ef vanskil verffa á blaffinu.
Mun hún gera allt, sem í hennar
valdi stendur til þess aff bæta
úr því. Blöð, sem skilvísa kaup-
endur vantar, munu verffa send
tafarlaust, séu þau ekki upp-
Hreinar
léreftstnskur
kaupir
Prentsmiðjan Edda
Lindargötu 1D.
hingað alltaf, þegar þér dettur í hug. Þú
mátt vita, að hér verður enginn gestur
velkomnari.“
Elizabet virti fyrir sér framhlið hins
gamla húss, sem var hlýlegt og vinalegt,
jafnvel þennan skuggalega vetrardag.
Víðiþaktir veggirnir og rautt tígulsteins-
þakið voru veðurbitin og ellileg, en
minntu samt á fáséð, fíngert blóm.
„En það verður aldrei eins og að búa
hérna,“ sagði hún angurvær.
Nei, það vreður ekki alveg eins,“ sagði
Colin stuttaralega.
Svo steig Elizabet inn i bifreiðina til
Maitlands, sem ætlaði að aka með hana
til Frayne Abbey, — og barst hratt til
síns óþekkta framtíðarheimilis.
Nú var Blair jafnvel farinn og Eliza-
bet var alveg ein, nema hvað frú Dave
gekk ýmist út eða inn um anddyrið,
iðandi af eftirvæntingu af þvi að hún
átti að fá að sjá húsbóndann aftur. Hún
var í fallegasta kjólnum sínum og grátt
hárið gægðist fram undan nýrri húfu,
sem hún hafði sett upp aðeins vegna
þessa sérstaka tækifæris.
„Það er langur tími, fimmtán ár,“
sagði hún einu sinni við Elizabet er hún
nam staðar við hlið hennar úti á dyra-
þrepunum. „Húsbóndinn var ungur
maður, þegar ég sá hann síðast.“ Röddin
tiraði lítið eitt.
fyrr en seinasta daginn, hvað henni
þótti í raun og veru mikið fyrir því að
fara frá Brownleaves. Hún hafði kunnað
þar svo vel við sig, aðstaðurinn hafði orð-
ið hennar annað heiuili. Mánuðina, sem
hún hafði dvalið þar, hafði hún eignazt
mikla nýja vináttu og margar yndis-
stundir, — og síðast en ekki sízt, þar
hafði hún kynnzt Blair.
Það var þessvegna ekkert undarlegt
þó hún væri döpur í bragði þegar hún
kom á fætur, morguninn, sem hún ætl-
aði alfarin til Frayne Abbey. Hún varð
heldur ekki fyrir neinum hressandi
áhrifum frá hinu fólkinu. Jane og Colin
voru bæði sýnilega hrygg yfir að missa
hana, og Söru var jafnvel svo brugðið,
að hún gat ekki dulið það. Hún var stöð-
ugt að snippa og snýta sér, og öðru
hvoru lét hún skap sitt bitna á hinni
vinnustúlkunni. Hún kom upp, stað-
næmdist við opnar dyrnar á svefnher-
bergi Elizabetar og horfði á hana láta
ýmislegt niður í tösku. Hún var rauð-
eyg og nefið var rautt og gljáandi af
sífelldum snýtum.
„Mér datt aldrei í hug, að mér myndi
þykja svona mikið fyrir, að þér færuð,
ungfrú,“ sagði hún hreinskilnislega..
„Ég sagði svona við Jane, þegar von var
á yður, að ung stúlka, sem kæmi utan
úr heimi, yrði áreiðanlega til mikils erf-