Tíminn - 09.04.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.04.1940, Blaðsíða 4
156 j¥\, þrig|ndaglnn 9. april 1940 39. blað É dag1 er síðasti söludagur. -- Munið að endurnýja. II APPIMIÆTTIH. Kennara-menntnnln tiK BÆNIIM Fjárlögín afgreídd (Framh. af 1. síðu.J Laugarvatni og Reykjum. Auk þess fylgir nemendum kennslu- maður frá forstöðumanni kenn- aradeildar. Á þessu ári ber að þjálfa kennaraefnin í þeim í- þróttum, sem iðkaðar eru hér á landi, þar með talinn dans, og islenzk glíma fyrir pilta. Jafn- hliða íþróttanáminu skulu nem- endur vinna að allskonar garð- rækt og skógrækt og fá æfingu við að stjórna vegagerð, fram- ræslu lands og venjulegri jarða- bótavinnu. Jafnframt þessu skal nemendum kennt að stjórna bifreið, ef þeir kunna það ekki áður. Auk þess einfalt smíði, bókband og töfluteikning. Með útigöngum og skólaferðum skal kenna nemendum um jarð- myndun landsins, dýralíf þess og jurtagróður. Að loknu námi fyrsta árs taka nemendur fulln- aðarpróf í þeim greinum, er þeir hafa stundað á Reykjum og Laugarvatni. Annan og fjórða vetur stunda kennaraefnin sögu uppeldis- málanna, sálarfræði, vísinda- legar tilraunir um líkamsorku, gáfnafar, viljastyrk og þroska barna og unglinga og taka þátt í verklegum kennsluæfingum. Auk þess stunda þeir þessa vet- ur réttan framburð móðurmáls- ins, söng, bókmenntasögu þjóð- arinnar og náttúrufræði ís- lands. Nemendum skal gefinn kostur á að halda við íþróttum þeim, er þeir hafa numið. Þriðja námsárið stunda kenn- araefnin kennslu barna og ung- linga víðsvegar um land og fá goldinn dvalarkostnað sinn, eft- ir mati fræðslumálastjórnar, frá þeim aðilum, sem njóta vinnu þeirra. Nú kemur í ljós, að kennara- efni stenzt ekki fyrirskipað vorpróf að loknu námi ár hvert, eða gerir sig sekan um óreglu eða aðra þá framkomu, sem telja má ósamboðna manni, sem á að vera fyrirmynd og leiðtogi barna og unglinga, og skal forstöðumaður kennara- deildar þá, að fengnu samþykki fræðslumálastjórnar, s y n j a þeim manni um leyfi til að halda áfram námi í kennara- deild og að ljúka þar fullnaðar- prófi. Ríkisstjórnin skipar for- stöðumann kennaradeildar, og nýtur hann sömu launa og hlunninda eins og rektor menntaskóians, og einn fastan kennara, sem lokið hefir prófi í vísindalegri sálarfræði, enda njóti hann sömu iauna og pró- fessorar háskólans. Að öðru leyti ræður kennslumálaráðuneytið starfsmenn við kennaradeild, að fengnum tillögum forstöðu- manns, eftir því sem fé er veitt til deildarinnar í fjárlögum. Kolbeinn sá, er vísum raðar í Dægradvöl, biður þess getið, að Benedikt Einarsson bjó ekki að Hálsi í Fnjóskadal, heldur að Hálsi í Saurbæjarhreppi i Eyjafirði. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Stundum og stundum ekki“ í kvöld, en næsta sýníng verður annað kvöld. Kirkjumál Reykjavikur. Lög um afhendingu dómkirkjunnar í Reykjavík til safnaðarins hafa verið afgreidd af þinginu. Greiðir ríkið söfn- uðinum 300 þús. krónur til nýrra kirkjubygginga í Reykjavik. er greiðist sem 10 þúsund króna framlag í 10 ár. Söfnuðinum á að skipta í 4—6 sóknir. Umferðarfrumvarpið, sem legið hafi fyrir Alþingi, hefir náð lögfestu. Er þar meðal annars kveðið svo á, að hægri handar umferð skuli ganga 1 gildi hér á landi um næstu áramót. Gestir í bænum. Davíð Stefánsson skáld, Páll Geir- mundsson oddviti á Blönduósi. (Framh. af 1. síðu.) til, að menntamálaráði yrði fal- ið að úthluta 80 þús. kr. í þessu skyni og var það samþykkt með 25:17 atkvæðum. Á þinginu í haust var sama tillaga sam- þykkt með eins atkvæðismun. Samþykkt vax að hækka framlagið til jarðakaupasjóðs um 50 þús. kr. og framlagið til Búnaðarfélags íslands um 10 þús. kr. Tillögu Framsóknarflokksins um 300 þús. kr. framlag til undrrbúnings nýbýla var tekin aftur, þar sem samkomulag hefir orðið um, að setja þá heimild inn í frv. um kaup á landeignum í Ölfusi, að ríkis- stjórninni sé heimilt að verja til undirbúnings nýbýla 150 þús. kr. á þessu ári og 200 þús. kr. á næsta ári. Á krossgöium. Kennarar þeir, sem útskrif- ast ' úr kennaradeild, öðlast sömu réttindi og áður eru veitt með lögum þeim mönnum, sem lokið hafa burtfararprófi úr kennaraskólanum í Reykjavík. Kennslumálaráðuneytið setur, með ráði fræðslumálastjóra, í reglugerð nánari ákvæði um inntöku nemenda í kennara- deild, nám þeirra, vinnukennslu nemenda og burtfararpróf þeirra. Ákvæði til bráðabirgða. Vorið 1940 og tvö næstu ár þar á eftir skulu engir nýir nem- endur teknir í Kennaraskóla íslands. Nemendur þeir, sem verða í 2. og 3. bekk veturinn 1940—41, ljúka námi í húsa- kynnum Háskóla íslands undir stjórn núverandi starfsmanna kennaraskólans. Að þeim tima liðnum falla úr gildi lög nr. 63 22. nóv. 1907. Ríkisstjórninni er heimilt að flytja kennaradeildina úr Há- skóla íslands á hentugan stað í sveit, þegar Alþingi veitir nauðsynlegt fé til húsabygg- inga í því skyni. Verkalaun bændanna (Framh. af 3. síðu.J faldir veggir með troð-holi, þar sem vel þurrt reiðingstorf er steypt inn í vegginn, hafa reynzt ódýrari en einfaldir veggir með innþiljum og langtum hlýrri og varalegri, rakaminni og eld- traustari. Það má segja, að hin nýju steinhús séu dýr. En dýrleikinn liggur ekki i verði steinlímsins. Öli vönduð hús með nýtizku þægindum verða dýr. Stein- (Framh. af 1. síðu.) á brjósti einvörðungu, en önnur ýmist á pelamjólk eða pelamjólk og brjósta- mjólk, en um nokkur börn vantar greinargerð um þetta atriði. 78 börn eru talin hafa verið eigi fullburða, er þau fæddust, og 10 hafa verið vansköpuð. Tvær mæður er skráð að hafi látizt við barnsburð. steypuskilrúmin innan húss eru ódýrust, en verð útveggjanna í vönduðum íbúðarhúsum er ætíð lítill hluti af öllu húsverðinu. Steinhúsin nýju eru ekki dýr vegna þess, að þau eru úr stein- steypu, heldur vegna þess, að það er krafizt vandaðri frágangs utan húss og innan en áður hef- ir verið títt í sveitum. Margir hafa þá trú, að stein- hús hljóti ætíð að vera köld og rök. Svo mun og um alla ein- falda steinveggi. En sé reið- ingnum bætt innan i miðjan vegg og hann varinn fyrir raka, sýnir reynslan, að þessi hús eru hlýjust allra húsa, sem þekkt eru hérlendis. Það mun sannast er til lengd- ar lætur, að steinhús með tvö- földum veggjum og tvöföldu gleri verða ódýrustu hýbýiin. Þar vinnur kynslóðin, sem byggir, starf, sem varir í aldir. Hún byggir í eitt skipti fyrir öll, hús fyrir komanda kynslóðir í stað þess, að áður þurfti hver bóndi að vera að byggja eða end- urreisa allan sinn búskap, og eiga þó ætíð við hrörlegar bygg- ingar að búa. Alveg hið sama gildir um út- hýsi. Steinsteypt, vönduð út- hýsi eru sparifé, sem létta störf komandi kynslóða, spara krafta þeirra frá þeirri kleppsvinnu, sem fallandi moldarveggir og sígandi torfþök hafa lagt á herðar íslenzkra bænda í þús- und ár. Framh. 226 Margaret Pedler: fagnandi í dökkbrúnt og magurt andlit föður síns. Hún tók milli fingranna lokk af dökku, liðalausu hári hans og sagði: „Hafa komið nokkur ný grá hár? Það eiglnlega að vera, þar sem þú hefir orð- ið að vera án hennar dóttur þinnar svona lnegi.“ „Alftaf erut sjálfri þér lík! Það eru miklu meiri líkur til að þeim fjölgi á næstunni, þegar ég verð alltaf að um- bera þig. En,“ bætti hann við og snéri að bifreiðinni, „komdu og heilsaðu Fjólu.“ „Ég beið eins og þolínmæðin holdi klædd að eftir mér væri tekið,“ sagði Fjóla brosandi, um leið og hún laut á- fram til þess að kyssa stjúpdóttur sína. Þau lögðu af stað upp tröppumar og frú Dave kom fram úr fylgsni sínu. Hún var dálítið feimin þegar hún heilsaði húsbóndanum og nýju konunni hans. Frayne heilsaði henni með sínum drengjalega innileík, sem þrautum lið- inna ára hafði ekki tekist að ræna hann. Vegna þessa eiginleika hafði honum ávalit verið fyrirgefið allt, — óþjált skap, hrokakennt stolt og helzt til mikil og auðsæ sjálfselska. „Kondu nú blessuð Davie mín!“ hróp- aði hann upp yfir sig, tók utan um hana, án frekari formála, og rak að henni rembingskoss. „Ég gæti svarið, að þú Laun þess liðna 227 sýnist ekki deginum eldri, hvað þá meir,“ bætti hann við þegar hann var búinn að láta hana aftur lausa. „Ég gæti sagt það sama um yður, herra, og það án þess að segja nema satt,“ svaraði hún. Yfir gömlu, góðlegu augun hennar lagðist einhver grunsam- leg móða. Hún hafði setið með Frayne og dillað honum þegar hún var seytján ára. Síðar hafði hún hækkað í tigninni og orðið ráðskona. Þá hafði hún séð hann vaxa úr skóladreng í fullorðinn mann, kvænast og njóta sinnar stuttu hjónabandshamingju, og séð hann að lokum flýja frá Aabbey undan minn- ingunum. Þessi dagur var henni þess- vegna litlu minna gleðiefni en honum sjálfum. Allt í einu ómaði hin skæra rödd Fjólu: „Mér þætti vænt um, ef ég fengi að heilsa frú Dave þegar þið eruð búin að hrósa hvort öðru nægilega fyrir unglegt útlit.“ sagði hún og leit á frú Dave með sínu blíðasta brosi, um leið og hún rétti fram smáa og fagra höndina. „Ég hefi heyrt svo oft minnzt á yður, að mér finnst ég þekkja yður,“ hél hún áfram. „Ég vona þessvegna, að þér séuð reiðu- búnar að breiða verndarvængi yðar yfir mig, ekki síður en manninn minn? Ef þa ðskyldi fara á annan veg, þá vil ég Frystlhúsm. (Framh. af 2. síðu.J stríðinu loknu, þá eru alltaf möguleikar fyrir hendi að fjölga frystihúsunum. Verð á frosnum þorskflökum er sem stendur lágt, þegar það er borið saman við verð á ísuð- um þorski, sem nú er seldur á brezkum markaði, og það er hætt við, að þegar Bretar eru búnir að koma fiskveiðum sin- um í gang að stríðinu loknu, þá verði reynt að leggja hömlur á freðfiskinnflutninginn, þótt um það sé vitanlega ekkert hægt að fullyrða. Það er reyndar engum vafa bundið, að frosni fiskurinn, sem fluttur er út frá íslandi, er miklu betri vara en ísaður fiskur, sem seldur er í Bretlandi. Og það eru vörugæðin, sem gefa okkur íslendingum nokkra von um, að frosni fiskurinn muni halda velli á brezkum markaði í samkeppni við ísfiskinn, og byggist þessi von einnig á því, að svipuð þróun hefir átt sér stað um frosið kjöt. Hins vegar er hér að framan á það bent, að í þessu efni hafa menn aðeins á lauslegum vonum að byggja, og þess vegna virðist áhættan mjög mikil fyrir þá, sem nú ráð- ast í frystihúsabyggingar. Ef að því ráði yrði horfið, að hamla byggingu margra nýrra frystihúsa, sem ráðgert er að byggja í sumar, er athugandi, hvort ekki væri hægt að greiða fyrir sölu á fiski, sem framleidd- ur er af smábátaútgerðarmönn- um víðsvegar um land, og sem nú setja vonir sínar aðallega á þessi nýju frystihús. Virðist mér þá helzta leiðin sú, að ef ísfisk- markaðurinn í Englandi verður sæmilegur, þá sé reynt að halda uppi sem mestum útflutningi á ísfiski, líka um síldveiðitímann, og sé þá skipaflotanum dreift á verstöðvarnar, einkanlega á þá staði, þar sem menn eiga ekki aðgang að frystihúsum, og að öðru leyti óhægt með að koma fiskinum í verð. En það er eink- um á sunnanverðum Austfjörð- um, í kring um Langanes — að Þórshöfn undanskilinni — og á sunnanverðum Vestfjörðum. Er enginn vafi á því, að hægt er að létta mjög fyrir mönnum, ef reynt er að skipuleggja flutn- inga þannig, að sem flestir gætu haft aðstöðu til að selja nýjan fisk í flutningaskipin, og að skipin lentu ekki óhæfilega mörg á sömu slóðum og spilltu þannig hvert fyrir öðru. Til þess að þetta megi verða, virðist óhjákvæmilegt, að stjórnarvöld landsins hafi forgöngu um það, að skipa þessum málum svo, að sem jafnastur og almennastur aðgangur geti orðið að ísfisk- útflutningnum, og gæti þetta líka orðið til að sætta menn við það, að fresta byggingu nýrra frystihúsa með þeim óhemju- kostnaði og áhættu, sem því er nú samfara. Jón Ámason. Ensliarbætur á verð- lagslögnnnm. (Framli. af 2. síðu.) um. Niðurskurðurinn er geysi- mikill, og það er líklegt, að þeir, sem fyrir honum urðu, séu óá- nægðir og kunni að tala um of- sókn af hálfu verðlagsnefndar. En vilja nefnd blöð taka undir með þeim? Vilja blöðin taka upp þykkjuna út af því, að verð- lagsnefnd vill ekki hafa 38% heildsöluálagningu á rúgmjöli, eins og eitt dæmi var þó um, þegar nefndin fór að athuga á- lagningu á þessari vöru síðast- liðið haust? Ég hefi fleiri dæmi lík þessu, og er reiðubúinn að ræða málið, ef óskað er. Guðjón F. Teitsson. , Nokkuð margir kaup- endur Tímans munu hnkakaunfiga árB- Dvalar. DOKaKaup f 0g 3. árg. eru samtals 58 hefti og i þeim m. a. yfir 100 stuttar skáldsögur. Þeir sem senda 10 kr. til afgr. fá 2. og 3. árg. burðar- gjaldsfrítt til baka. Líka sendir ef ósk- að er gegn póstkr. Adr.: Dvöl, Rvík. (IthreMHS TÍMA3VM 'GAMLA BÍÓ NÝJA BÍÓ Hnefaleíkurínn Spennandi og skemmtileg Metro-kvikmynd, er lýsir æfiferli amerísks hnefa- leikara. Aðalhlutverkin leika: ROBERT TAYLOR og MAUREEN O’SULLIVAN. Lítla prinsessan I Stærsta, fegursta og til- jj komumesta kvikmynd, sem Iundrabarnið SHIRLEY TEMPLE hefir leikið. Myndin gerist í Englandi á þeim tímum, er Búastyrjöldin geisaði. i Myndin er tekin í eðlileg- j| um litum. Ráðningarstofa í'yrir landbúnaðinn, verður, að tilhlutun ráðuneyltisins, opnuð í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu (í húsnæði Vinnumiðlunarskrif- stofunnar) þriðjudaginn 9. þ. m. Sími 1327. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 6—7 og 8—9 síðdegis, alla virka daga, nema laugardaga. Fjöldi ágætra vista í sveit, um lengri eða skemmri tíma, er á boðstólum, fyrir karla, konur, unglinga og hjón. Komið og leitið upplýsinga. Félagsmálaráðuneytíð. B æ n d u r l Ljósi og yl veitið þér inn á heimili yðar með því að útvega yður WINCHARGER VINDRAFSTÖÐ. Stærðir frá 120 til 1200 wött. — Upplýsingar um verð og leið- beiningar um val á hæfilegri stærð á rafal og rafgeymi, gefur aðalumboðsmaður WINCHARGER á íslandi, GUÐMrNDUE MARTEOÍSSON verkfræðingnr, Reykjavík. Sími 1929. EMSEIPAFÉLAGID ÍSAFOLD H.F. W1.&. EDDA hlcðnp stykkjavöru í Gcnoa, Livorno og Nea- pel dagana 1.—10. næsta mánaðar til Reykjja- víknr. Allar upplýsingar hjjá: GUMARI GLÐJÓIMSSYNI, skipamiðlara. Símar 3301 og 5306. Polychrome-lítír (Bckorationslitir). Endingargóðlr vatnslitir fyrir allskonar innanhússskreytingar, gluggaauglýsingar o. fl. Fyrirliggjandi I öllum helztu litum i 100 gr. dósum. Karlakórinn Fóstbræður. Samsöngur í Gamla Bíó mánudaginn 8. og miðvikudaginn 10. apríl kl. 7.15. Söngstjóri: Jón Halldórsson. Einsöngvarar: Arnór Halldórsson. Daníel Þorkelsson Garðar Þorsteinsson Aðgöngumiðar að samsöngnum á miðvikudag seldir í bókaverzl- unum Eymundsson og ísafoldar- prentsmiðju. Leikfélag lleykjavíkur ,Stnndum ogstundum ekki{ Sýuing í kvöld kl. 8 Fáein sæti seld eftir kl. 1. Næsta sýning annað kvöld (miðvikudag) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Auglýsið i Tímanum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.