Tíminn - 18.05.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.05.1940, Blaðsíða 2
210 TÍMIIV1¥, laiigardaginn 18. maí 1940 53. bla« Eitir Eystein Jónsson ráðherra í desembermánuði s. 1. ritaði ég smágreinar hér í blaðið um horfur í viðskiptamálum eftir að styrjöldin skall á og lagði sérstaka áherzlu á nauðsyn þess að draga úr innflutningi og með öðrum ráðum að búa sig undir erfiðleikana í þeim málum. Þá drap ég einnig nokkuð á fjár- hagserfiðleika þá, sem þjóðin átti við að búa á síðustu styrj- aldarárum, en ætlaði mér síðar að gefa nokkur.t yfirlit um af- komu styrj aldaráranna 1914— 1918, eftir þvl sem hægt væxi af gögnum þeim, sem fyrir liggja. Hefi ég nú ákveðið að láta verða af því, að draga fram nokkrar niðurstöður frá þessum árum. Má vel vera, að við get- um eitthvað lært af því að rifja upp þessi mál. Á heimsstyrjaldarárunum 1914—18 voru viðskiptaniður- stöður íslands við útlönd þær sem hér segir, talið í þúsundum króna: Innflutt Útflutt Mismunur 1914 18.111 20.830 2.719 1915 26.260 39.633 13.373 1916 39.184 40.107 923 1917 43.466 29.715 -h- 13.751 1918 41.027 36.920 -4- 4.107 vitað, að hann hefir lagt fram svo myndarlega gjöf til að koma á fót kennarastól í íslenzkum fræðum, að framlag hans er meira en vitað er að nokkur einn maður hafi gefið af eigin fé til íslenzkra framfaramála. Fjöldi annarra áhugamanna leggja rausnarlega í þann sjóð, og sýna með því þjóðrækni sína, en Ásmundur hefir haft af meira að taka en flestir sam- landar hans. Gunnar Björnsson er Áust- firðingur, fór vestur á barns- aldri. Hann er nú á sjötugs- aldri, en hin mesta kempa. Hann gerðist ritstjóri að ensku blaði í Bandaríkjunum og síðar þingmaður í Minneapolis. Kona hans er honum mjög samhent og er heimili þeirra hið prýði- legasta. Gunnar á mikinn kost íslenzkra bóka, þar á meðal um 50 útgáfur af biblíunni. Nú munu þau Gunnar Björns- son og kona hans fá tækifæri til að dvelja hér sumarlangt, fara viða um landið, kynnast heimaþjóðinni og fræða íslend- inga austan megin hafsins um lífskjör og áhugamál bræðra og systra, sem farið hafa vestur. J. J. Það stingur fljótt í augu við athugun á þessum tölum, að fyrstu styrjaldarárin tvö, 1914 og þó einkum 1915, er afkoma landsins út á við góð, miðað við það, sem hún hafði verið áður. Þess ber þó að vísu að gæta, að með útflutningsafurðum þess- ara ára er talið óvenju mikið af síld, sem að verulegu leyti var eign erlendra manna, sem ráku síldveiðarnar við ísland. Telur hagstofan, að árið 1915 verði að draga frá útflutningnum allt að 6 milj. króna til þess að mæta þeim hluta af andvirði síldar- innar, sem ekki rann inn í land- ið. Árið 1916 fer hins vegar strax að halla undan fæti og þó miklu meira heldur en fram kemur af þeim tölum, sem nefndar eru að ofan, vegna þess, að það ár er síldarútflutningur útlendinga mjög mikill. Síldarútflutningur nemur samt. um 14.4 milj. kr. Er því enginn vafi á því, að drjúgur halli hefir verið á við- skiptunum við útlönd þegar árið 1916. Út yfir tekur þó í þessum efn- um árið 1917, þegar verzlunar- jöfnuðurinn er óhagstæður um nærri 14 milj. króna á því eina ári, og er þó í útflutningnum talið eitthvað af síld, sem er eign útlendinga, þótt það sé miklu minna en tvö næstu árin á undan. Til enn frekari skýringa á því fjárhagshruni, sem raunveru- lega varð það ár, er rétt að draga það fram, að útflutning- urinn nam þá einum 29 miljón- um króna, og eru þó nær 5 milj. kr. andvirði 11 togara, sem seldir voru burt úr landinu. Að vísu er ástandið nokkru skárra 1918, þar sem verzlunar- jöfnuður er þá óhagstæður um 4 milj. króna, en þó hafa vitan- lega safnazt miklar skuldir við útlönd einnig það ár. — Heild- arniðurstaða þessara £ra er því sú, að mjög verulegar skuldr söfnuðust við útlönd og það jafnvel mun meiri en hinn ó- hagstæði verzlunarjöfnuður bendir til, vegna þess meðal annars, hversu á stóð um síld- ina, og áður er gerð grein fyrir. Eins og oft hefir áður verið tekið fram, þá eru það þessar skuldir frá styrj aldarárunum og árunum eftir striðið, sem síðan hafa hvílt þyngst á íslending- um, og það af þeirri ástæðu, að á móti þessum skuldum skap- aðist svo að segja ekkert af verulegum nýjum verðmætum í landinu. Þegar leitað er að ástæðum fyrir þessum niðurstöðum verð- ur fyrst fyxir að athuga verðlag á innfluttum og útfluttum vör- um. Er þá helzt að styðjast við vísitölur hagstofunnar. Þær eru sem hér segir: Verðvísitölur. Innflutt Útflutt 1914 100 100 1915 141 175 1916 184 201 1917 286 217 1918 373 247 Það kemur glöggt í ljós af þessum tölum, að fram- an af styrjöldinni eða 1915 og einnig 1916 eru verðhlutföll út- flutnings og innflutnings sam- kvæmt skýrslum hagstofunnar hagstæðari fyrir ísland en í ó- friðarbyrjun, en 1917 og 1918 er verðlag á útfluttum vörum yfir- leitt orðið mun lægra en það var fyrir ófriðinn, í hlutfalli við verðlag á innfluttum vamingt Þessu næst er fróðlegt að at- huga hvernig viðskiptin skiptust á viðskiptalönd íslendinga á þessum árum. Innflutt Útflutt þús. kr. þús. kr. 1915: Danmörk 11.355 16.142 Bretland 8.027 5.575 Noregur 2.635 10.327 Svíþjóð 688 2.103 Þýzkaland . 1.165 Holland 518 Spánn 430 4.300 Ítalía 180 1.741 Önnur lönd í Evrópu 73 138 Bandar. N.-Ameríku 1.111 286 Ótilgréind lönd 9 Samtals 26.260 39.633 1916: Danmörk 14.973 4.002 Bretland 12.152 17.061 Noregur 4.126 6.816 Svíþjóð 2.180 4979 Holland 935 Spánn 1.487 5.762 Ítalía 133 2.230 Bandarikin 2.986 6.039 Önnur lönd 212 18 Samtals 39.184 40.107 1917: Danmörk 15.931 554 Bretland 9.088 12.185 Noregur 898 3.800 Svíþjóð 1.702 326 Frakkland 35 5.633 Portugal 801 Portugal 1.701 4.700 Ítalía 54 783 Bandaríkin 13.186 1.689 Önnur lönd 70 45 Samtals 43.466 29.715 1918: Danmörk 10.899 819 Bretland 11.724 17.852 Noregur 207 4.307 Svíþjóð 1.185 Frakkland 25 844 Spánn 3.125 6.859 Ítalía 12 683 Bandaríkln 13.639 5.548 Önnur lönd 172 8 Samtals 41.028 36920 Það er ljóst af þessu, að fram an af ófriðnum liggja viðskipt in í nokkurnveginn eðlilegum farvegum, en árið 1916 gerbreyt- ist þetta og strax 1917 hefir út- flutningurinn til Danmerkur og Norðurlanda yfirleitt horfið, en útflutningurinn til Bretlands eða öllu heldur Bandamanna fer vaxandi. Ennfremur kemur fram af því, sem nú hefir verið raklð, að verðhlutfallið á milli útfluttrar og innfluttrar vöru breytist I óhagstæðari átt fyrir íslendinga, að sama skapi sem viðskiptin færast frá þeim löndum, sem keyptu af okkur fyrir ófriðinn, og yfir til Bandamanna. Hagur þjóðarinnar þrengist á þessum árum æ meir eftir því sem viðskiptin færast úr fyrri skorðum. Aðal orsökin er sýni- lega sú, að verðið á íslenzkum framleiðsluvörum er á þessum árum langt fyrir neðan það, sem nauðsynlegt var að fá fyrir þær, ef þjóðin átti að halda í horfinu eins og verðlag á aðfluttum vör- um var þá orðið. Ennfremur var það viðurkennt af öllum, sem þá tóku þátt í viðskiptum, að fyrir vörurnar fékkst ekki það verð, sem hefði getað fengizt á frjálsum markaði, enda virðast engar líkur benda til þess, að eðlilegt geti verið, að útflutningsvöxur íslendinga hækki minna í vexði á ófriðar- tíma en vörur þær, sem þeir þurfa að kaupa. Fyrstu viðskiptasamningarnir við Bandamenn voru gerðir 16. mai 1916. Þá var Norðurlanda- markaðinum að mestu leyti lok- að fyrir íslendingum, og strax samið um verð á þeim vörum, sem Bandamenn kaupa af okk- ur. Síðan er gerður verzlunar- samningur 1917 á svipuðum grundvelli, en verðlag hækkat þó. Loks 1918 er gerður verzlun- arsamningur, sem gefur Banda- mönnum forkaupsrétt að þeim vörum, sem frá íslandi eru fluttar, með nánar ákveðnum skilyrðum og tilteknu verði. Fyrsta árið eftir heimsstyrj- öldina, árið 1919, verður mjög mikil breyting á viðskiptaniður- stöðu landsins til batnaðar. Það ár hækkar verðvisitala útfluttr- ar vöru úr 247, Sem hún var 1918 og upp í 333, og er þá orð- in nærri því eins há og verð- vísitala innlendrar vöru, m. ö. o., að þá hefir náðst það jafn- vægi í verðlaginu, sem var fyrir stríðið. Þá verður verzlunarjöfn- uðurinn hagstæður um 12 milj- ónir króna. Að vísu má ekki taka þá tölu alveg bókstaflega vegna þess, að það ár hefir •sennilega verið flutt út töluvert af framleiðsluvörum ársins 1918, en verðvísitalan ein út af fyrir sig sýnir hvaða áhrif það hafði á viðskiptaaðstöðu okkar, þegar verðhömlurnar á útfluttum vörum voru úr sögunni í stríðs- lokin. Eins og drepið hefir verið á hér að framan, þá voru gerðir á þessum árum samningar við Bandamenn um kaup á veruleg- um hluta af íslénzkri fram- leiðslu og þá um leið samið um verðið. Það kemur glöggt fram af verðvísitölunum og af öllu því, sem hér hefir verið rakið, að verð það, sem við fengum fyrir vörur okkar þá, var alls ekki fullnægjandi, miðað vlð það á- stand, sem þá var orðið. Engin ástæða er til þess að líta svo á, að Bandamenn hafi með þessum verzlunarsamningum, sem þá voru gerðir, ætlað sér að þröngva kosti okkar eða verða þess valdandi, að við yrðum að selja vörur okkar undir því verði, sem nauðsyn bar til að við fengjum. Hins vegar er það ljóst, að á þessum árum hafa ó- friðaTþjóðirnar allar að sjálf-r sögðu átt í vök að verjast í við- skiptum. Af þeim hefir verið heimtað hátt verð fyrir þær vörur, sem þær þurftu að nota. Hafa þær óefað stundum átt að venjast óbilgjörnum kröfum í því efni, og þeir, sem haft hafa samninga með höndum á þeirra vegum, því álitið það skyldu sína fyrst og fremst, hvað sem öðru liði, að koma í veg fyrir, að aðrar þjóðir hefðu ó- eðlilegan gróða af þeirri vöru- þörf hjá ófriðarþjóðunum, sem styrjöldin skapaði. Af þessu hefir það tvímæla- laust leitt, að ófriðarþjóðirnar hafa haft tilhneigingu til þess að líta björtum augum á af- komumöguleika þeirra þjóða, sem ekki tóku þátt í stríðinu, sjálfsagt oft bjartari augum en ástæða var til, og einnig til þess að draga meira í efa réttmæti þeirra krafa um vöruverð, sem fram hafa verið settar en ástæða hefði verið til. Þá er þess og að geta í þessu sambandi, að við íslendingar höfum í þessum málum nokkra sérstöðu. Sennilega draga fáar þjóðir að sér sjóleiðis hlutfalls- lega jafn mikið af nauðsynjum til framleiðslu og neyzlu og við verðum að gera. Af þessu leiðir það, að styrj aldarástandið, sem fyrst og fremst hækkar öll flutningsgjöld, hefir í för með sér hjá okkur meiri hækkun á framleiðslukostnaði og fram- færslukostnaði en hjá flestum öðrum þjóðum og til þess verður að taka fullt tillit. í þessu sambandi er fróðlegt að geta um að eins eitt atriði til (Framh. á 4. síðu.) Jón Sígfurðsson, Yztaielli: .‘jgíminn Luugurdaginn 18. maí Vestmenu .Eftir því, sem menn vita bezt, komá bráðlega hingað til lands nokkrir góðir gestir frá Ame- ríku. Meðal þeirra mun vera ræðis- maður frá Bandaríkjunum, sem ætlar að setjast að hér í bæn- um. Það er afleiðing atburðanna 10. apríl. íslenzka stjórnin skip- aði þá ræðismann í New York fyrir sína hönd, og fyrir sérstaka góðvild Bandaríkjastjórnar mun hann eiga að greiða götu til að finna að máli yfirvöldin í Was- hington. Það er mikil sanngirni frá hálfu Bandaríkjastjórnar.að taka tillit til þess, að það hent- ar okkur ekki að hafa tvo starfsmenn vestra, annan í New York til að sinna atvinnu- og verzlunarmálum, hinn í Was- hington vegna stjórnmálaer- inda. íslendingar hafa lengi óskað, að hér væri fulltrúi frá Banda- ríkjunum, en það hefir ekki fengizt. Viðskiptin hafa til skamms tíma verið litil, en nú hraðvaxandi. Þátttaka íslands i sýningunni, hið fjölþætta menningarstarf landa í Ameríku og síðast en ekki sízt bók Vil- hjálms Stefánssonar um að ís- land sé fyrsta lýðveldið í Ame- ríku, hafa orðið til að opna ís- landi margar dyr vestan hafs. Koma hins ameríska ræðis- manns hingað er þess vegna þýðingarmikill þáttur í viðleitni íslendinga til að rétta aðra hönd til Ameríku og halda þar um ó- komnar aldir margháttuðum viðskiptum. En auk þessa ræðismanns er talið, að um sama leyti muni koma hingað þrír af fremstu mönnum í fylkingu hinna eldri íslendinga í Vesturheimi. Það eru þeir Árni Eggertsson, Ás- mundur Jóhannsson og Gunnar Björnsson. Auk þess er hugsan- legt, að hugvitsmaðurinn Hjört- ur Þóröarson komi með þessu skipi eða einhverjum hinna næstu. Eimskipafélagsstjórnn bauð í vetur þrem af þekktustu stuðn- ingsmönnum félagsins í Vestur- heimi að koma á aðalfundinn í vor og minnast þannig 25 ára afmælis félagsins. Var þeim öll- um boðið með konum sínum. Jón Bíldfell gat ekki komíð í þetta sinn, með því að hann er ráðinn til starfs fyrir Kanada- stjórn norður í Baffinlandi. Menn vænta, að þau hjón komi næsta sumar. Árni, Ásmundur og Bíldfell lögðu á sig afarmikil ferðalög og vinnu við að safna hlutum vegna Eimskipafélagsins nokkru áður en hin fyrri heimsstyrjöld brauzt út. Lögðu landar þá fram mikið fé, ekki sér til ágóða, heldur eingöngu af ræktarsemi við ísland. Voru þessi framlög mjög almenn og sýndu stórhug og ræktarsemi íslendinga vestra. Sumir þessara manna lögðu þá eftir íslenzkum mæli- kvarða stórfé fram til hluta- bréfakaupa. Jón Bíldfell kom heim á stofnfundinn og sýndi mikinn áhuga um að stofnun félagsins væri sem tryggilegast undirbúin. Ásmundur Jóhanns- son hefir langoftast komið heim á aðalfundi félagsins, og jafnan kostað för sína sjálfur, þótt hann eigi sæti I stjórn félagsins. Mun enginn íslendingur hafa í tíð núlifandi manna lagt fram meira fé, úr eigin vasa, í ferða- lög vegna íslenzkra alþjóðar- málefna heldur en Ásmundur Jóhannsson. Bæði Árni og Ásmundur hafa verið meðal hinna starfsömustu og áhrifamestu manna í þjóð- ræknisbaráttu fslendinga, auk þess sem þeir hafa rækt vel skyldur við sitt nýja föðurland. Árni var um mörg ár í bæjar- stjórn í Winnipeg og barðist þá fyrir hinni miklu rafstöðvar- byggingu við Þrælafossana. fEr sú stöð eitt hið mesta fyrirtæki Winnipegborgar. Árni Eggerts- son var í fyrri styrjöld einn verzlunarfulltrúi, íslands í Ame- ríku og kom um það leyti oft heim. Hann á vini og kunningja um allt land. Um Ásmuttd Jóhannsson er (n r ó 011 b* FRAMHALD. Bláber eru algeng víða um land, og mikið tínd. Mikil ára- skipti eru að sprettunni, en þó spretta oftast mikil bláber ein- hverstaðar á landinu. Þau eru mesta sælgæti. En þau spretta seint, þola illa frost og falla því snemma. Þau þola einnig mjög illa geymslu. Á síðastliðnu sumri voru bláber verzlunarvara í á- gústmánuði, og gáfu verzlanir kr. 1.30 fyrir kilóið. En í sept- ember var markaðurinn yfir- fullur hér nyrðra. Ógrynnin öll af bláberjum urðu úti, þó meira væri tínt en nokkuru sinni fyrr. Bláber eru ágæt til átu ný, og á- gæt til sultunar. Við geymslu í sykri rennur safinn úr berjun- um, og má fá mikið af „sjálf- runninni“ saft, en berin sjálf rýrna, en verða þó mjög góð til átu. Aðalbláber eru miklu sjald- gæfari en bláber, og til eru heilar sýslur, þar sem þau finn- ast varla. Þau vaxa aðeins í djúpum, vel þurrum jarðvegi, helzt í bröttum fjallahlíðum og gilbörmum, sem bezt horft við sólu. Öllum þykja þau miklu brágðbetri og ljúffengari en bláber. Þau hafa sterkari húð, þola miklu betur næturfrost og má tína þau lángt fram eftir hausti eftir margar frostnætur. Þau þola mjög vel geymslu og flutning, hafá ■ komið alveg ó- jarðar skemmd eftir vikugeymslu og flutning í kössum á bílum norð- an úr Þingeyjarsýslu til Reykja- víkur. Víða má tína mjög mikið magn af aðalbláberjum á stór- um samfelldum hlíðarflákum. En þó er miklu seinlegra að tína þau en bláber og krækiber. Þau eru strjál og falin undir lauf- blöðunum. í haust eð var voru þessi ber allmikið tínd í ágúst. Verðið var sama og á bláberjum og markaðinn þraut um sama leyti. Mjög mikið varð úti af að- albláberjum, sem mundu hafa verið tínd, ef makaður hefði verið. Aðalbláber ættu að vera sökum margra kosta og sjald- gæfis lang verðmest þeirra berja sem hægt er að safna í stórum stíl. Sennilegt er, að þau séu auðugust af bætiefnum. Þau vaxa aðeins þar, sem er allra sólríkast, þurrast og hlýjast. Hrútaber vaxa allmikið inn- an um víðra og skóga. Þau eru í stórum og þéttum fagurrauð- um klösum, sem skera vel af við hin stóru grænu blöð á lyng- inu. Þau eru allra berja fegurst. Þó óvíða sé mikið til af hrúta- berjum, getur vel borgað sig að tína þau, hinir stóru klasar eru auðfundnir og fljótteknir. Þau þykja allra berja bezt i sultu, sultan bæði sérlega litfögur og bragðgóð. En ekki eru þau séT- stákt sælgæti ný. Jarðarber vaxa villt hér og þar, þar sem bezt nýtur sólar, I skjóli við runna, sunnan 1 vallendis- brekkum. Ekki verða ávextirnir fullþroska nema í sólríkustu sumrum, og falla í fyrstu frost-- um. í sumar voru tíndir hér nokkrir pottar af villtum j arðar- berjum. Ekki mun villtum jarð- arberjum verða safnað svo nyt- semd sé að, heldur sem sælgæti og fágæti. En þau vaxa mjög vel, bæði af erlendum og innlendum stofni, I görðum og bæjarskjóli, og mætti rækta þau til stórra muna, því að þau eru ljúffeng- ust allra ávaxta, er hér vaxa. Einiber eru víða algeng í skóg- um og kvistlendi. í Aðaldals- hrauni er ógrynni af einiberjum. Þeim er fljótsafnað. Þau standa óskemmd á lynginu allan vetur- inn. Einiber eru þur og vökva- laus, með sterku, frekar þægi- legu kryddbragði, en fáir munu geta etið nema lítið af eini- berjum. Áður voru þau eftirsótt sem krydd í brennivín. Sum- staðar væri auðvelt að safna miklu af einiberjum, ef hægt væri að hagnýta þau á einhvern hátt. Mýrarber eru lítil, rauð ber, sem vaxa á mosaþúfum í mýr- arflákum. Lyngið er skylt blá- berjalyngi, mjög fíngert og drúpa lynggreinarnar og berin ofan í mosann, svo fáir veita jurt þessari eða berjum hennar eftirtekt, þótt hún sé sennilega algeng um allt land. Berin eru vel æt en varla mun borga sig að safna þeim, þar sem nægð er annarra berja. Auk þessara villtu berja hafa ýmsir berjarunnar verið rækt- aðir í görðum. Ætti að gera miklu meira að því, einkum þar sem lítið er um villtu berin. Algengastir eru ribsrunnar en nokkur misbrestur mun vera á að ber þeirra séu hirt. Ribsrunn- ar eru að breiðast villtir út sem undirgróður í Hallormsstaða- skógi, að sagt er. Efalaust ætti að sá ribsi víðar í friðaða skóga. VIII. Berin eru einu ávextirnir, sem þrífast hér undir berum himni. Þeirra má neyta ósoðinna með öllum fjörefnum sólríkra fjalla- hlíða og frjórrar moldar. Ávext- ir, sem frá útlöndum berast, eru oft skemmdir, eða eyðilagðir með geymsluaðferðum. Líkur benda til að ávextir séu eftlr því ríkari af fjörefnum, sem þeir eru norðar sprottnir og njóta lengri sólargangs um vaxtartímann. Ættu þá berin okkar að vera allra ávaxta bezt og hollust, sem völ er á. En þrátt fyrir allt fjörefna- skrafið og óróleika „appelsínu- læknanna" um heilsu þjóðar- innar, eru þó tugir smálesta af þessum ágætustu ávöxtum látin grafast undir snjóinn á hverju hausti. Hér í Þingeyjarsýslu er eitt- hvert mesta og fjölbreyttasta berjaland. í sumar var hér tínt mikið af berjum og höfðu sum- ir góðar tekjur af berjatínslu, þar sem bezt var sprettan. Hús- freyjur söfnuðu miklum vetrar- forða af sykruðum berjum. En i ágústlok, þegar grynnka fór á heyskaparannríkinu, virtist berjamarkaðurinn alveg yfir- fullur. Eins mánaðar hjáverk nokkurra kvenna og barna á ör- fáum heimilum virtist hafa full- nægt ársþörf allra landsmanna fyrir ber eða ávexti!! Þetta má ekki lengur svo til ganga. Næsta haust verður að hafa viðbúnað til þess að nota berin, hvar sem þau spretta á landi, miklu betur en nokkru sinni áður. Liggja að því mörg rök. Frá heilsufarslegu sjónar- miði er berjaneyzlan mikilsverð. Erlendra ávaxta er engin þörf meðan hinar beztu berjabreiður liggja vanhirtar út um móa, og ætti að banna innflutning þeirra. Væri það talsverður sparnaður á erlendum gjaldeyri. Að berjatínsla gæti orðið all- mikil atvinnubót og tekjustofn fyrir fólk, sem örðugt á, er vafa- laust. Hið fyrsta, sem gera þarf, er að vekja almenning til vitundar um hvílíkt hnossgæti berin eru og heilnæmi, sennilega jafn- gildi beztu erlendra ávaxta. Það ættu læknar og heilsufræðing- ar að gera. Þá þarf að leiðbeina almenningi um notkun berja og geymslu. Sennilega þarf sykur- skammturinn í september að vera hærri en venjulega. Þá þarf að skipuleggja markaðinn, á- kveða hámarksverð og lág- marksverð á líkan hátt og á öðr- um landafurðum. Eðlilegast væri að Grænmetisverzlun rlk- isins tæki berin undir sinn verndarvæng. Sumar tegundir berja eru bezt fallnar til iðnaðar, aðrar til matar og sælgætis óbreyttar, eins og t. d. aðalbláber og jarð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.