Tíminn - 18.05.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.05.1940, Blaðsíða 3
53. blað TtMHVN, laggardagliui 18. maí 1940 211 A N N A L l Dánarmiimmg. Við andlátsfregn. frú Bríetar Bjarnhéð'insdóttur flugu mér í hug þessi orð: Hetjan er fallin. Dauðinn hafði kippt burtu þess- ari sterku, þrekmiklu, fluggáf- uðu konu, sem varði öllu sínu lífi í þarfir kvenréttindanna, og til þess að hjálpa öðrum konum, sem ríkari voru en hún, til þess að ná rétti sínum og verða ekki ofurliði bornar. Hún var fædd til þess að ganga í broddi fylkingar og brjóta ísinn fyrir þær, sem á eftir kæmu. En hún gerði það með því ofurkappi, að fáar höfðu hjarta til að fylgja henni. Mun það oft hafa orðið henni hugraun, sem vonlegt var. Þetta kom bezt í ljós, þegar hún tví- vegis bauð sig fram til Alþingis, en konur vildu ekki fylgja henni og kjósa hana á þing. Frú Bríet var stór kona og sterkbyggð, bæði líkamlega og andlega, — eins og hetjum sæmir. Ég býst við, að flestum hafi fundizt hún frekar ófríð kona. Ég sá eitt sinn glöggt dæmi þess á henni, hve göfug sál getur mikið breytt útliti lík- amans, gert hann aðlaðandi og fagran. Aprílhefti þessa árgangs Æg- is er komið út. Fyrsta greinin heitir Breytt viðhorf. Er þar í fám orðum gerð grein fyrir því, hvaða áhrif það hefir á út- flutningsverzlun með sjávaraf- urðir íslendinga, hversu margar þjóðir hafa nú sogazt inn í iðu styrjaldarinnar og þar á meðal allar helztu viðskiptaþjóðh ís- lendinga. Aðeins lítill hluti sjáv- arafurðanna hafa undanfarin ár verið seldar til þeirra landa, sem enn eru möguleikar á ag skipta við. Meðal annarra greina er er- indi, er norskur verkfræðingur, Notevarp, hélt í vetur um bætta hagnýtingu á fiskafla Norð- manna, og vakti mikla athygli. Þá er alllöng grein um breið- firskan sjógarp, Níels Jónsson í Sellátrum, og sagðir ýmsir þætt- ir úr svaðilförum hans á sjó. Auk þessa er grein um fyrsta íslenzka vélbátinn, er stundaði botnvörpuveiðar, skrá um skip, sem smíðuð hafa verið eða keypt síðastliðið ár. Loks eru fréttir úr verstöðv- unum og skrá um fiskafla lands- manna eins og hann var í lok aprílmánaðar. vaxa, svo að við höfum einnig á vondu árunum. nóg, Skuldaínnköllun. MEST OG BEZT fyrir krónuna með því að nota þvotta- duftið Perla Hún var gestur minn hér á Lækjamóti Ég færði henni morgundrykk, þar sem hún lá Vakandi í rúminu og var að lesa í bók. Ég settist hjá henni og hún lagði frá sér bókina og sagði mér innihald hennar. Meðan hún talaði og sagði frá, fannst mér hún breytast og verða að fagurri konu. Það var sálin, sem lýsti upp hrörlegan líkama hennar og vakti aðdáun mína. Ég var svo lánsöm að hitta frú Bríetu og tala við hana nokkrum dögum áður en hún dó, þó áður en hún veiktist af banameini sínu. Hún tók á móti mér með innilegri ástúð og spurði mig mikið um átthaga sína í Böðvarshólum í Vestur- hópi, þar sem foreldrar hennar bjuggu og hún dvaldi öll sín uppvaxtarár. — Var það eftir- tektarvert. Þegar æfikvöldið var komið, flögraði hugurinn heim til átthaganna, þar sem unga stúlkan hafði byggt sér skýja- borgir. Hún spurði mig, hvenær ég hefði þekkt sig fyrst. Jú, ég mundi vel eftir henni fyrir um 40 árum, þegar hún hafði heim- sótt móður mína og ég hlustaði á samtal þeirra. Frú Bríet var þá einsömul á ferð norður og aust- ur um land, að stofna kvenrétt- indafélög. Ég mundi líka vel eftir Kvennablaðinu, sem ávallt kom eins og góður gestur með arber. Þær berjategundir ættu að vera lang verðhæstar. Talið er, að ber muni halda öllu sinu gildi hraðfryst. Ef þetta reynist svo við þær tilraunir, sem gerðar voru í haust.ættu öll hraðfrysti- hús landsins að helga berjun- um dálitla kompu. Öll þau ber, sem ekki er hægt að selja ný til neyzlu eða iðnaðar, ættu að hraðfrystast. Þá gæti fólk í kaupstöðum og grennd við frystihúsin fengið þaðan ný ber, alveg eins og nýtt kjöt eða fisk. Kaupstaðabúar og forráða- stéttir! Sumarið 1940 á að safna öllum þeim berjum, sem auðið er. Þið, sem tízkunni ráðið, eigið að koma berjunum í tízku! Ber í stað erlendra ávaxta! Ber í ábætisrétti í samkvæmum og á matsölustöðum. Matreiðslufólk og garðyrkjumenn eiga að kepp- ast um að tilreiða berin á ýms- an hátt. Það mun ekki standa á fólki til að safna berjum og rækta ber í görðum, ef sú vinna borg- ar sig eins vel og önnur. Berja- tínsla er talsvert erfitt verk og kulsamt og reynir alveg sér- staklega á iðni og þolinmæði. Konur munu vera þar drýgri en karlar. Það er misskilningur, að börn geti tínt einhver ósköp af berjum. Nytjun berjanna veltur öll á því, að það fólk, sem vill og getur, fái tryggan og sæmilegan markað. En það verður því að- eins, að berin komist í tízku. IX. Garðrækt hefur farið vaxandi hverjum pósti, og var lesið frá upphafi til enda. Hún talaði um elskulega dótt- ur sína, Laufeyju, sem alltaf hafði verið á heimili hennar og starfað með henni. Hún hafði þá nýlega átt fimmtugsafmæli. Fjöldi kvenna hafði heimsótt hana og fulltrúar margra fé- laga. Frú Bríet var mjög glöð yfir þessum afmælisfagnaði dóttur sinnar og sagðist af þessu mega marka vinsældir hennar. Hún talaði líka um litlu stúlk- una, sonardóttir sína, sem héti Bríet, og vildi láta kalla sig Bríet og engu öðru nafni. Loks spurði hún mig, hvort ég þekkti ekki neinar efnilegar ungar stúlkur. Það er ekki mik- ill vandi núna fyrir ungar stúlk- ur að komast áfram. Þeim eru fleiri leiðir opnar nú en þegar ég var ung. Mér finnst samt ég hafa verið lánsöm og komizt vel áfram. Hafa fengið að ferðast út um heim sem fulltrúi ís- lenzkra kvenna. Ég sagði við hana: Þú hefir mikið gert fyrir okkur konurn- ar. Hún svaraði: „Ég hefi reist grindina í húsið“ en ekki meir. Hvað er þá okkar hlutverk, þeirra, sem eftir lifa? J. S. L. CJtbreiðið TÍHANN frá ári til árs. í haust sem leið var i fyrsta sinn framleitt nóg af jarðeplum, svo að nú er sölu- tregða. En þó þarf jarðeplarækt mjög að vaxa, svo að nægi, þeg- ar uppskera er í meðallagi eða minni. Og neyzlan þarf að vaxa. Hér er hægt að framleiða alveg ótakmarkað af jarðeplum. En ef að við ræktum nægan forða, þegar illa sprettur, kemur nýtt vandamál. Hvað á að gera við uppskeruna, sem eigi þarf beint til manneldis, þegar sprettan er í bezta lagi? Eitt vandamálið er geymslan. Margir bændur, sem rækta tals- vert umfram eigin þörf, eiga mjög örðugt með geymslu. Hún þarf að vera bæði vel þur, mjög vel loftræst, en þó með jöfnum og hæfilegum hita allan vetur- inn, hvernig sem viðrar. Á þessu vill verða misbrestur,þótt byggð- ir séu sérstakir smágeymslukof- ar hjá bændum.Miklu léttara er að fullnægja öllum skilyrðum á markaðsstöðunum, með stórum geymslum, þar sem hægt er að tempra hita og loftrás. Hin stærri samvinnufélög bænda þurfa að vera í nánu samstarfi við grænmetisverzlunina um geymslu og sölu. Er ekki hugsanlegt að nota jarðepli til einhvers iðnað, þegar svo vel sprettur, að engin ráð eru að torga öllu á annan hátt? Þó lægra verð fengist á þann hátt, mætti jafna verðið á líkan hátt og verð er jafnað á vinnslu- mjólk og neyzlumjólk. En hvað um það. Jarðeplaræktin þarf að X. Á seinni árum hefir garðyrkj- an orðið fjölbreyttari. Kálteg- undir ýmsar, einkum hvítkál og blómkál, hafa verið ræktaðar nokkuð en þó’ ekki meir en það, að engin sala hefir verið brott úr sveitunum. í sumar varð bæði blómkál og hvítkál fullþroska í ágúst, en fór sumstaðar að springa af ofvexti í september. Þetta var nú etið eins og hægt var á bæjum, þar sem það óx. En sala var alveg ómöguleg hér í kaupstöðum, hversu lágt verð sem var boðið. Geymsluráð út- varps og blaða reyndust fánýt og allmikið af káli varð ónýtt. Aðeins sumir íslendingar kunna að meta kál eða annað grænmeti. Ennþá ver kunna menn geymsluaðferðir, sem ein- hlítar eru. Hér þarf aðgerða við. Nú er kál að vísu komið í matartízku efnafólksins. En þar sem geymsluráð vanta og samband milli framleiðenda og neytenda, geta fáir ræktað kál svo um' muni. Eru ekki til örugg geymsluráð? Má ekki t. d. hrað- frysta kálið? Gæti ekki græn- metisverzlunin tekið kál og ann- að grænmeti af kaupfélögum út um land og haft íslenzkt græn- meti allt árið til sölu í Reykja- vík? Þetta þurfa bændur að vita strax í vor. Um öll matvæli úr jurtaríki, sem hér er hægt að rækta eða safna, gildir hið sama: Neyzlan þarf að vaxa. Örugg geymsluráð þurfa að finnast, svo þau verði nothæf allt árið. Leiðin milli framleiðenda og neytenda þarf að vera sem greiðust og króka- minnst, hækka vöruna sem allra minnst í verði í heildsölu og smásölu. Takmarkið er, að hver sem vill, geti framleitt þessar vörur með sæmilegum hagnaði, og allir geti fengið þær keyptar, hvenær sem er á árinu með sæmilegu verði, hvar svo sem menn eru staddir á landinu. Að ráðstöfunum til þessa þarf að vinda hinn bráðasta bug. Þetta þarf að komast í sem bezt lag fyrir næsta haust. Kínverjar segja, að hvíti mað- urinn sé heimskur að ala hest, sem eti tuttugu manna mat. Á bak við þetta liggur sá sann- leikur, að öll húsdýr eru dýr milliliður milli jarðargróðurs og manns og skila aldrei í mannamat eða öðrum afurðum nema' litlum hluta af þeirri næringu, er þau taka við. Mat- jurtaræktin er miklu beinni og ódýrari leið til að framleiða mat — þar sem henni veröur við komið. Á tvennan hátt eigum við ó- notaða möguleika til matjurta- ræktar. Vermihúsaræktun við jarðhita á mikla framtíð. Ef til vill fer svo einhvern tíma, að suðræn aldini verði framleidd til sölu erlendis uppi á íslenzk- um öræfum, við jökulrætur, t. d. á Hveravöllum og við jökul- hveri Kerlingarfjalla. Korn- ræktin er að leggja land undir Þcir, sem telja sig eiga kröfur á Samband meistara í bygginga- iðnaði í Reykjavík, sem slitið var þann 18. júlí 1939, lýsi þeim skriflega fyrir undir- rituðum fyrir þann 1. júní næstkomandi. Reykjavík, 16. maí 1940. EGGFJtT CLAESSEIV, hæstaréttarmálaflutningsm. fót, og er að sögn Klemensar á Sámsstöðum og Ólafs Jónsson- ar á Akureyri árvissari en jarð- eplarækt. Mest stendur van- kunnátta bænda í vegi hennar, svo sem von er til, fyrst í stað. Ég hygg, að flýta mætti mjög mikið fyrir útbreiðslu korn- ræktar með þvi að senda korn- ræktarmenn á vorin, sem leið- beindu um ræktun eins akurs eða svo í hreppi hverjum. Ættu þessir frumakrar hreppanna helzt að vera eign búnaðarfélag- anna, svo að alla bændur skipti nokkru hvernig gengi. í þessu sem flestu öðru þarf að færa manninum heim sanninn. XI. Það mundi margur ætla, að íslendingar hlytu að vera úr- kynja að líkamsatgerfi, líkt og beinagrindur sýna hina slðustu íslendinga í Herjólfsnesi á (Framh. á 4. síðu.J HAVNEM0LLEN KAUPMAMAHÖFN mælir með sínu viðurkennda RtGMJÖU OG HVEITI. Meiri vörngæði úfáanleg. S. f. S. skiptir eingöngu við okknr. Yfirlýsing Að marg gefnu tilefni, leyfi ég mér hér með að mót- mæla algerlega rógburði þeim, sem um mig hefir geng- ið, að ég kærði og léti sekta þá viðskiptamenn, sem í vinsemd við verzlun mína koma með fataefni á karla eða konur til sauma. Ég mælist fastlega til, að þeir, sem eru svo auðtrúa að trúa slíkum sögum, leiti upplýsinga hjá lögreglu bæj- arins um þetta. Verða þeir hér eftir látnir sæta ábyrgð, sem halda uppi slíku níði. Mun ég hér eftir ,sem fyr taka fataefni á karla og konur til vinnslu eftir því sem við getum annað. Fyrir hönd Klæðaverzlunar Andrésar Andréssonar h.f. ANDRÉS ANDRÉSSON. • ÚTBREIÐIÐ TÍMANN • 284 Margaret Pedler: fyrirgefið er, að þú sagðir mér þetta aldrei, — trúðir mér aldrei fyrir því .... Það var synd gegn ást okkar.“ Hann starði þegjandi á hana og komst smátt og smátt í skilning um hennar afstöðu. „Svo að því er lokið.“ Hún sagði þetta af innilegri hryggð. „Þarf það að vera, Elizabet? Þarf það endilega að veTa? Ef þú getur fyrir- gefið---------.“ „En ég get það ekki! Ég vildi að guð gæfi að ég gæti það!“ Hún néri saman höndunum í örvæntingu. Skilur þú það ekki, að ef ég hefði vitað þetta, ef þú hefðir að eins sagt mér það, þá hefði ég getað staðið með þér. Þá hefði ég getað sagt Candy, að mér væri sama um for- tíð þína, — að ég bæri fullt traust til þín. Get ég sagt það núna? Nú hefir þú blekkt mig, látið mig vera í óvissu um það, sem ást mín á þér gaf mér fullan rétt til að fá að vita.“ „Nei,“ sagði hann. „Sennilega getur þú það ekki.“ „Þú meinaðir mér það. Þú hefir rænt mig, — jafnvel trúnni á traust þitt á mér. Það var aldrei til eins og ég hélt, ég ímyndaði mér það aðeins. Þú barst ekki traust til mín.“ Elizabet þagnaði. Beizkjan náði valdi yfir Maitland. Laun þess liðna 281 un. Hann segir —- hann sagði mér — „Já, hvað sagði hann þér?“ „Ó, Blair! Ég get ekki sagt það, — það er svo hræðilegt, — og svo fárán- legt. Hann, — hann sagði að — að þú hefðir verið settur í fangelsi fyrir — fyrir þjófnað!“ Hún bar ótt á og sagði þetta allt án þess að draga að sér and- ann. Svo vaTð þögn. Elizabet stóð með hálfopinn munninn og brjóst hennar gekk upp og niður. Hún beið, — beið eftir þeirri neitun, sem aldrei kom. „Blair!“ Rödd hennar var há og titr- andi. „Heyrðir þú til mín? SkildÍT þú mig?“ Hún hafði borið takmarkalaust traust til þessa manns og þetta traust hafði haldið óttanum í skefjum, en nú brauzt hann fram og heyrðist greini- lega í hárri og óstyrkri röddinni. Loksins svaraði hann. „Já, ég skil þig,“ sagði hann hægt. „Ég er þess samt ekki umkominn að neita því, sem faðir þinn sagði þér.“ Svipur Elizabetar breyttist, hún ná- fölnaði. Þeirri hugsun skaut nú fyrst í alvöru upp í hug hennar, að ef til vill gæti verið einhver fótur fyrir því, sem Candy hafði sagt. „Þú átt við —■, þú átt við —“. Hún þagnaði, en tók sig svo á aftur. „Þú — þú getur ekki átt við, að það sé satt, Bláir? Það satt, að þú hafir stolið —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.