Tíminn - 07.06.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.06.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 24. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. júní 1940 60. blað Samb. ungra Framsóknar- manna kaupir Dvöl Fegurð lífsins, sem er þriðja bindið af rit- gerðasafni J. J., kemur út í haust. Samband ungra Fram- sóknarmanna hefir fyrir nokkru fest kaup á tíma- ritinu Dvöl, og mun gefa það út framvegis. Dvöl hóf göngu sína sem viku- legt fylgirit Nýja dagblaðsins, en þegar blaðið hætti að gefa hana út, keypti Vigfús Guðmundsson í Borgarnesi útgáfuréttinn og gaf hann Dvöl út í tímaritsformi og var sjálfur ritstjóri hennar. Var það að samkomulagi milli hans og stjórnar S. U. P. á síðastliðn- um vetri að hann seldi S. U. P. Dvöl og tæki það við útgáfu hennar og ritstjórn. Dvöl hefir frá upphafi helgað smásögunum, innlendum og út- lendum, aðalrúm sitt. Hefir hún birt meira af stuttum úrvalssög- um en nokkurt annað tímarit. Jafnframt hefir hún birt mikið af kvæðum og nokkuð af stutt- um fróðleiksgreinum. Hefir Dvöl verið bezti vettvangur ungra manna, sem hafa lagt fyrir sig smásagnagerð, ljóðagerð eða söguþýðingar. Stjórnmál hefir hún jafnán látið afskiptalaus. Það er markmið hinna nýju eigenda, að Dvöl verði haldið í sama formi og verið hefir. Hún mun verða ópólitísk og aðalrúm hennar helgað sögum og kvæð- um. Litur stjórn S. U. P. svo á, að með útgáfu slíks tímarits sé unnið þýðingarmikið menning- arlegt hlutverk, er sé fólgið í því að kynna þjóðinni hinar beztu smásögur heimsbókmenntanna og að gefa ungum mönnum, sem vilja leggja stund á smásagna- gerð eða ljóðagerð, tækifæri til að koma verkum sinum fyrir al- Aðaliundur KaupS. Norður-þíngeyínga Aðalfundur Kf. Norður-Þing- eyinga hófst í skólahúsi Núp- sveitunga þ. 26. apríl síðastl. og endaði að kveldi næsta dags. Mættir voru 33 fulltrúar frá 10 deildum, auk félagsstjórnar, endurskoðenda og nokkurra fé- lagsmanna annara. Öll vöruvelta félagsins á síð- astliðnu ári nam II66V2 þús. kr. Rekstrarafgangur, að frádregn- um afskriftum og tillögum til sameignarsjóða var kr. 20.421,00 og var samþykkt að greiða til fé- lagsmanna 10% af ágóðaskyldri vöruttekt þeirra. Sameignarsjóðir, að meðtöld- um Sambandsstofnsjóði, námu í árslok 198 þús. kr. og höfðu hækkað á árinu um 26,3 þús. Inneignir félagsmanna í stofn- sjóði og viðskiptareikningum voru i árslok 234.4 þús. kr. Á síðastl. ári kostaði félagið 29 þús. kr. til að auka og bæta frystikerfið í frystihúsi sínu á Kópaskeri. Til bryggjugerða á Kópaskeri og Raufarhöfn, var varið um 11 þús. kr. Samþykkt var á fundinum að kaupa jörðina Bakka í Keldu- hverfi, en í landi þeirrar jarðar er jarðhiti á nokkurra hektara svæði og hafa verið gerðar þar tilraunir með jarðeplarækt með góðum árangri. Næsta dag eftir að aðalfund- inum lauk, var að tilhlutun stjórnar menningarsjóðs K. N. Þ. haldin á sama stað allfjölmenn skemmtisamkoma. Voru þar flutt erindi og urðu um þau fjörugar umræður. Síðar var sýndur sjónleikur, flutt frum- samin kvæði, sungið og að lokum dansað til kl. 3 um nóttina. Hús- fyllir var og þótti þetta góð skemmtun. Þórir BaLdvinsson. jmenningssjónir. Með þessum hætti hefir Dvöl rækt alveg sér- stakt hlutverk í bókmenntalífi þjóðarinnar og það er trú hinna nýju eigenda, að henni muni auðnast það áfram. Það er einn- ig sjónarmið þeirra, að engum sé það nær að rækja þetta hlut- verk en unga fólkinu. Ritstjóri Dvalar verður Þórir Baldvinsson byggingameistari. í skilnaðarorðum sínum í Dvöl lætur Vigfús Guðmundsson svo ummælt, að „sér sé kunnugt um að hann sé maður smekkvís og fróður um erlendar bókmenntir og maður, sem óhætt sé að treysta.“ Þeir, sem þekkja Þóri, vita að þetta er ekki ofmælt. Ritgerðasafn Jónasar Jónssonar. Samband ungra Framsóknar- manna mun í haust gefa út þriðja bindið af ritgerðasafni Jónasar Jónssonar. Kallast það: Fegurð Iífsins, og verða þar rit- gerðit hans um bókmenntir og listir. Meðal þeirra eru ritgerðirn ar um Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson, er vafalaust má telja það bezta, er Titað hefir verið um þessi höfuðskáld ís- lendinga. Fyrri bindin, Merkir samtíðar- V0RM0T Framsóknarmanna á Suðarlandi Eins og auglýst er annars staðar í blaðinu í dag, verður vormót sunnlenzkra Framsókn- armanna háð að Þjórsárbrú sunnudaginn 16. þessa mánaðar. Eru það Pramsóknarfélögin í Reykjavík, sem fyrir mótinu gangast í samvinnu við Fram- sóknarmenn austan fjalls, í Vestmannaeyjum og suður með sjó. Gert er ráð fyrir, að mótið hefjist kl. 2 eftir hádegi. Verður þá settur stjórnmálafundur og tekin til umræðu 2 stórmál. Munu þeir hafa framsögu Jón- as Jónsson og Hermann Jónas- son og gera stuttlega grein fyr- ir málunum, en bera síðan fram tillögur til fundarályktunar. Er ætlazt til, að fundurinn verði stuttur, standi aðeins yfir eina klukkustund, en síðan hefj- ist skemmtisamkoma. Leikur þá lúðrasveit, en síðan flytja stutt- ar ræður þingmenn Árnesinga og Rangæinga og væntanlega ýmsir fleiri. Söngur verður á milli ræðanna og fleiri skemmti- atriði eru Táðgerð. Þá er ætlazt til að reiptog fari fram milli Árnesinga og Rangæinga, en í öðru lagi keppi Vestmannaey- ingar og Suðurnesjamenn. Að síðustu verður svo vitan- lega dansað. Um farkost til mótsins er þetta að segja: Austanfjalls munu þingmennirnir aðstoða við útvegun bíla fyrir viðráðan- legt gjald. Reykvíkingar gefi sig fram við afgreiðslu Tímans og mun fargjaldið báðar leiðir ekki (Framh. á 4. síðu) STý sókn Þfóðverja Churchills Styrjöldin heldur áfram pótt Þjóð- verjar vinni Bretlandseyjar menn og Vordagar, hafa náð miklum vinsældum. Merkir sam- tíðarmenn eru uppseldir og mun eins verða um Vordaga áður en langt um tiður. Skorar S. U. F. sérstaklega á unga Framsóknar- menn, sem enn hafa ekki keypt þetta bindi, að tryggja sér það í tíma, því að þar er að finna merkustu heimildirnar um að- dragandann að starfi og stefnu Framsóknarflokksins. Þjóðverjar hófu aðfaranótt miðvikudagsins stórfellda sókn á vígstöðvunum í Frakklandi. Byrjuðu þeir með ógurlegri fallbyssuskothríð og sóttu fót- gönguliðssveitir fram í skjóli hennar. Þeirri sókn þeirra var hrundið og hófu þeir þá skrið- drekaáhlaup með aðstoð flug- véla. í tilkynningum Frakka seint í gærkvöldi, var sagt að sókn Þjóðverja hefði hvarvetna verið hrundið, nema á tveimur stöðum. Hefir ÞjóðveTjum tek- izt að brjótast yfir Somme- fljótið,skammt frá ósum þess, og yfir hæðirnar Chemin des Dam- es. Á fyrri staðnum beinist sókn Þjóðverja til borgarinnar Rouen, en á síðari staðnum til Parísar. Sókninni hafa Þjóðverjar haldið uppi á 160 km. langri víglínu og hefir þeim orðið mest ágengt við enda hennar, bæði að austan og vestan. Það er þar, sem skörðin hafa verið rofin í hin nýju varnarsvæði Frakka. Bandamenn telja, að Þjóð- verjar noti í sókninni um 40 herfylki fótgönguliðs (í herfylki eru 15—20 þús. manns) og auk þess a. m. k. fimm herfylki bú- in vélknúnum farartækjum. Þeir telja ennfremur, að Þjóð- verjar noti um 2000 skriðdreka í sókninni og tefli þeir fram um 200—300 skriðdrekum á hverj- um stað. Frakkar tilkynna, að Wey- gand yfirhershöfðingi hafi tekið upp nýja varnaraðferð. í stað þess að hafa samfellda varnar- línu, er vörnunum dreift á stærra svæði og eru smærri her- sveitir, vopnaðar vélbyssum og skriðdrekabyssum, látnar vera á stöðum, þar sem andstæðing- arnir eiga þeirra sízt von, og tekst iðulega á þennan hátt að umkringja skriðdrekasveitirnar og ráða niðurlögum þeirra. Telja Frakkar sig hafa eyðilagt hundruð skriðdreka fyrir Þjóð- verjum undanfarna daga og þakka það einkum þessari varn- araðferð. Segja þeir að tjón Þjóðverja sé orðið mjög mikið. Þá segjast Frakkar nota flug- A. KROSSGÖTTJM Síldveiðihorfur. — Nýja Raufarhafnarverksmiðjaji. — Aukning verksmiðjanna á Siglufirði. — Tilraun með moldsteypu. — Verðlag í Reykjavík. — Veðrátta ----- í Skaftafellssýslu. — Byggingar í Rvík. — Sælgæti. - Bátar, sem stundaS hafa rekneta- veiðar frá Dalvík, Ólafsfirði og Húsa- vík, hafa undanfarið fengið ágætan afla og hefir síldin verið stór og feit. Torfur hafa viða sézt vaða uppi, og telja sjómenn veiðihorfur óvenjulega góðar. Annars er enn ríkjandi mikil óvissa með sildveiðarnar, þar sem enn er ekki neitt öruggt á að byggja með söluna. Enn munu engar fyrirfram- sölur hafa átt sér stað og engin á- kvörðun hafa verið tekin um, hvort ríkisverksmiðjumar kaupi sild fyrir ákveðið verð. Menn munu þó gera sér vonir um, að eitthvað glöggvist í þess- um málum á næstunni. t t t í vor hefir verið unnið kappsam- lega að byggingu nýju sfldarverksmiðj- unnar á Raufarhöfn, og hafa oft verið um 100 manns i vinnu. Vélum tókst að ná til landsins í tæka tíð í vetur. En gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði fullbúin eftir miðjan mánuðinn, og geti tekið sfld til vinnslu um mánaða- mót. Mun hún geta unnið úr 5000— 6000 málum á sólarhring. Gamla verk- smiðjan, sem verður starfrækt áfram, vinnur úr rúmum þúsund málum á dag. t t r Á Siglufirði hefir verið unnið að hinni fyrirhuguðu stækkun á rikis- verksmiðjunum þar, en ákveðið var að auka vinnugetu þeirra um 2500 mál á sólarhring. Var búið að festa kaup á vélum á Norðurlöndum, en tvær þeirra voru ekki komnar, þegar inn- rásin varð í Noreg og Danmörku, og mun þvi vonlítið að þær fáist á næst- unni. Verður því aukningin að þessu sinni minni en ætluð var. Búið var að fá inn efni til byggingar birgðahúss, sem samsvaraði þessari stækkun, og mun það reist á næstunni. t t t Búnaðarbanki íslands mun i sum- ar láta byggja íbúðarhús úr mold- steypu í tilraunaskyni í nánd við Reykjavík. Mun Þórir Baldvinsson byggingameistari annast framkvæmd- ina. Slík tflraun var reynd á vegum Búnaðarfélags íslands 1929 og ann- aðist hana norskur maður. Sú til- raun misheppnaðist, enda var ekkert gert til að verja útveggi ágangi vatns og veðra. Mun nú vera hafður sér- stakur útbúnaður í þvi skyni. Mold- steypa gefst vel í suðrænum löndum, en gefst ekki eins vel í norðlægari löndum, þar sem úrkoma er meiri. t t t Samkvæmt útreikningi hagstofunn- ar um smásöluverð í Reykjavlk, hefir verðlag á matvörum verið litið eitt hærra í maimánuði síðastl. en það var í næsta mánuði á undan. Mest hefir hækkunin orðið á kaffi og sykri, eða um 6%. í maí síðastl. var vísitalan á matvörum 261, í aprflmánuði 257, og i maímánuði í fyrra 198. Vísitala á eldsneyti og ljósmeti var hin sama báða mánuðina eða 359, en hún var 183 í maímánuði í fyrra. Vísitala á fatnaði var í maímánuði 351, í april- mánuði 345 og í maímánuði I fyrra 283. Hefir því ekki orðið stórfelld hækkun á vefnaðarvörum síðan i fyrra, og má vafalaust þakka það störfum verðlagsnefndar að talsverðu leyti. r t r Samkvæmt símtali við tíðlndamann blaðsins i Vík 1 Mýrdal, hefir verið ágæt gróðrartið þar eystra undan- farið, og eru ágætar horfur með gras- sprettu. Sauðburður hefir gengið vel. Svipaðar fréttir hefir blaðið einnig haft úr Öræfum. t r t Samkvæmt ársskýrslu Landsbank- ans voru byggð hér í bænum á síðastl. ári 149 hús, fyrir samtals 5.7 millj. kr. Af þessum húsum voru 76 ibúðarhús, með 208 íbúðum. Árið 1938 voru byggð hús í Reykjavík fyrir 5.8 millj. kr. t r t í ársskýrslu Landsbankans fyrir 1939 er að vanda yfirllt um iðnaðar- framleiðsluna. Samkvæmt þelrri heimild hefir framleiðsla á sælgæti á síðastl. ári verið sem hér segir: Súkkulaði 92 smál., brjóstsykri 47 smál., karamellum 16.9 smál., kon- fekti 14,5 smál., og ávaxtasultu 54 smál. Framleiðsla þessara vara var þó talsvert minni en árið áður. t r r vélar miklu meira í vörninni en áður. Flugárásir á borgir hafa auk- izt mjög seinustu dagana. Hafa Þjóðverjar gert stórfeldar árás- ir á ýmsar franskar borgir og einn daginn vörpuðu 300 þýzk- ar flugvélar sprengjum yfir París. Fórust um 300 manns, en 600 særðust. Brezkar og fransk- ar flugvélar hafa í hefndarskyni varpað sprengjum yfir ýmsar borgir í Vestur- og Suður-Þýzka- landi. Orustum lokið í Flandern. Dunkerque féll í þendur Þjóð- verjum síðastliðinn þriðjudag og var orustunum í Flandern þar með lokið. Sýnir það bezt hinn gífurlega hraða og frábæra skipulagningu Þjóðverja, að þeir skuli hafa á sama tíma haldið uppi sókninni í Flandern og undirbúið hina stórfeldu sókn, sem þeir hafa nú hafið í Frakk- landi. Hitler fyrirskipaði að fagna sigrinum í Flandern með því að hafa fána á stöng og hringja kirkjuklukkum hvarvetna í Þýzkalandi í alllangan tíma. Þj óðverjar telja sig hafa tekið um 1.2 millj. fanga í orustunum í Hollandi, Belgíu og Flandern, auk ógrynni hergagna og vista. Þeir segja að mannfall andstæð- inganna hafi orðið gífurlegt. — Geta má þess að sú tala her fanga, sem Þjóðverjar tilgreina, er litlu meiri en tala hermanna í belgiska og hollenzka hernum. Bandamenn telja að mann- tjón Þjóðverja í þessum orust- um sé á milli 400—500 þús., auk fjölda særðra. Hergagnatjón þeirra sé mjög mikið, einkum á flugvélum og skriðdrekum. Hafi þeir alltaf misst á 3. þús. flug- véla og sé flugvélatjón þeirra a. m. k. ferfalt meira en Banda manna. Bandamenn viðurkenna að ó- sigur þeirra í Flandern sé geysi- legur. Þeir hafi misst öll vopn og vistir hersins þar, en andstæð- ingunum komi það ekki að veru- legu gagni, þar sem reynst hafi verið að eyðileggja þetta hvort- tveggja eftir megni. Hinsvegar muni það taka margra mánaða starf að bæta upp hergagnatjón- ið. Þeir segja að um 30 þús. brezkir hermenn hafi fallið, særst, eða verið teknir til fanga, en manntjón Frakka mun hafa orðið margfalt meira. Þá sé það mikill skaði að hafa misst belg- iska og hollenzka herinn og yfir- ráð Þjóðverja yfir Ermasunds- höfnunum sé þeim mikill á- vinningur. Til Mið- og Suður-Frakklands eru komnir 3 milj. flóttamanna frá Flandern og 2 milj. frá Belgíu. Auk þess nokkrir tugir þúsunda frá Hollandi og Luxem- berg. í Englandi eru margir flóttamenn frá Hollandi og Belgíu. Hinsvegar telja Bandamenn það raunverulega sigur að þeim tókst að flytja herliðið frá. Flandern. Beri það ljósan vott um yfirráð Bandamanna á haf- inu og að flugher sé ekki eins skaðlegur flota og ætla mætti. Skipatjón Bandamanna hafi orðið miklu minna en vænta hefði mátt. Um skeið hafi litið svo út, að allt þetta lið yrði ger- sigrað af Þjóðverjum, en fyrir atbeina flotans hefði tekizt að koma því undan. Þrátt fyrir þennan ósigur virðast Bandamenn hafa aldrei verið ákveðnari í því að berjast til þrautar en nú. Churchill for- sætisráðherra lýsti því yfir ræðu á dögunum, að styrjöldinni yrði haldið áfram, jafnvel þótt (Framh. á 4. slðu) A víðavangi RANGINDI. Það velduT geysilegri gremju sambandi við útsvarshækk- unina, að einu fyrirtækin, sem nokkuð verulega hafa grætt á styrjöldinni, skuli nú sama og komast hjá öllum útsvars • greiðslum. Eru það útgerðar- fyrirtækin.Þau lög votu sett fyr- ir tveimur árum, að útgerðar- félög þyrftu ekki að greiða um nokkurt árabil hærra útsvar en árið 1938, en þá greiddu þau mjög lág útsvör. Síðan er að- staðan alveg breytt. Öll útgerð- arfyrirtæki hafa stórgrætt und- anfarið. Sum þeirra voru skuld- laus undir og önnur eru búin að greiða skuldir sínar. Það eru því hin verstu rangindi, að þessi fé- lög skuli sama og sleppa hjá út- svarsgreiðslum meðan önnur atvinnufyrirtæki, sem búa við versnandi hag, verða að taka á sig þyngri byrðar. Framsóknar- menn reyndu að kippa þessu í lag í þinginu, en þingmenn Sj álfstæðisflokksins munu hafa hótað samvinnuslitum, ef málið yrði knúið fram. En satt að segja mun almenningi finnast, þótt hann óski eftir friði og samstarfi flokkanna, að sá frið- ur sé meira en dýru verði keypt- ur, þegar vissar stéttir geta tryggt sér mikil friðindi á kostnað annara. Þjóðstjórnin brýtur i bága við tilgang sinn, ef hún ætlar að halda verndarhendi yfir rangindum eins og þessum. En það ámæli getur hún rekið af sér með því að gefa út bráðabirgðalög um afnám þessara sérréttinda út- gerðarfyrirtækja og láta þann- ig það sama ganga yfir alla eins og hún setti sér sem markmið í upphafi. KOLAVERÐIÐ OG MÓVINNSLAN. Undanfarna daga hefir geng- ið orðrómur um væntanlega lækkun kolaverðsins og virðist hann j afnvel hafa dregið úr fyr- irhugaðri móvinnslu. Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefir fengið, mun ekki hægt að treysta þessum orðrómi. Kolaverðið hef- ir að vísu lækkað nokkuð und- anfarið, sumpart venga lækkun- ar sterlingspundsins og sumpart vegna lækkunar farmgjalda. Mun þessi farmgjaldalækkun stafa af því, að skip, sem áttu að fara til hafna, er lokuðust skyndilega af styrjaldarástæð- um, losnuðu i taili og ókst því framboðið. En þetta mun tæp- ast geta orðið nema bráða- birgðaástand, þar sem Banda- menn verða nú að sækja þær vörur, sem þeir fengu áður frá Norðurlöndum, Hollandi og Belgíu, miklu lengri leið. Eins getur þaö hæglega komið fyrir að sterlingspundið hækki fljót- lega aftur. Útlitið virðist engan veginn benda til þess, að hægt sé að treysta á lækkun kola- verðsins. Bæjar- og sveitafélög eða einstaklingar, sem hafa að- stöðu til móvinnslu eða hafa haft einhvern undirbúning í þeim efnum, ættu því ekki að láta þennan orðróm draga úr framkvæmdum sínum. Og það verður að teljast alveg sjálfsagt, að Reykjavíkurbær kviki ekki frá fyrirætlunum sínum um mó- vinnslu, enda mun ekki veita af þeirri atvinnuaukningu.sem hún myndi skapa. BREZKA SETULIÐIÐ. Samkvæmt tilkynningu frá brezku setuliðsstjórninni hér hefir brezkur hermaður orðið uppvís um ósiðlegt athæfi í garð stúlkubarns. Setur hann nú í varðhaldi og bíður réttarhalds fyrir herrétti. Hefir íslenzku rík- isstjórninni verið boðið að hafa þar fulltrúa viðstaddan. — Þótt hér sé um einstakt atvik að ræða og meginþorri ensku her- mannanna hér séu mjög prúðir (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.