Tíminn - 18.06.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.06.1940, Blaðsíða 4
252 TfMITVN, þriðjwdaglim 18. júní 1940 63. MafJ Tordagar III. bindið I ritgerðasafni Jónasar Jónssonar, ko:n út í vetur. Bókina er enn hægt að fá með áskriftarverði, 5 krónur óbundna, en 7,50 í bandi. Pöntun má senda til Bókaútgáfu S.U.F., pósthólf 1044, Reykjavík, eða hringja í síma 2353. — Fylgi greiðsla pöntun, verður bókin send burðargjaldsfrítt, en ella gegn póstkröfu. Hafi einhverjir af umboðsmönnum bókaútgáfunnar enn eigi sent á- skriftarlista sína, eru þeir áminnir um að gera það, sem allra bráðast. — Tilgangslaust er að biðja um Merka samtíðarmenn, þar eð upplag þeirrar bókar er með öllu þrotið. — Vordagar verða einnig á þrotum næsta vetur. tiK BÆNUM Hátíðahöld íþróttamanna fóru fram í gær eins og til stóð. Gekk nær hálft fjórða hundrað íþróttafólks, karla og kvenna, í íþróttabúningum fylktu liði gegn um bæinn. Var blóm- sveigur lagður á leiði Jóns Sigurðsson- ar Við háskólabygginguna var stað- næzt og fluttu þar ræður forseti Í.SJ. Benedikt Waage, og rektor háskólans, dr. Alexander Jóhannesson. Kl. um 3.30 hófst íþróttakeppni á íþróttaveUinum, og verður síðar skýrt frá úrslitum þar. Er leið að lokum íþróttakappleikanna, flutti Sveinn Björnsson sendiherra ræðu á íþróttavellinum. Biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, hefir haft bústaðaskipti. Er hann nú fluttur í Vesturhlíð (Öldugötu 14). Viðtals- tími klukkan 1—3 daglega, sími 5015. Menntaskólanum í Reykjavík var slitið árdegis í gær. Pór skólauppsögnin fram í alþingis- húsinu, því aö Englendingar tóku menntaskólabygginguna sjálfa í vor tii sinna afnota. Að þessu sinni luku 51 stúdentsprófi. Úr máladeUd útskrif- uðust þessir: Agnar Bogason, X. eink., Anna Ólafsdóttir, ágætiseink., Ása S. Traustadóttir, I. eink., Bodil Sahn Smith, I. eink., Erla Magnúsdóttir, I. eink., Finnur Kristjánsson, II. eink., Geirþrúður H. Sívertsen, I. eink., Georg Sigurðsson, II. eink., Guðmunda Stef- ánsdóttir, II. eink., Guðni Þ. Bjarna- son, II. eink., Gunnar Gíslason, I. eink., Gunnlaug Hannesdóttir, II. eink., HaU- dór J. Jónsson, I. eink., Kristj ana P. Helgadóttir, II. eink., Oddný E. Stef- ánsdóttir., I. eink., Oswald Wathne, I. eink., Pétur Sigurgeirsson, I. eink., Ragna Kristjánsdóttir, II. eink., Sig- ríður H. Aðalsteins, I. eink., Sigrún Helgadóttir, I. eink., Skúli Hansen. I. eink., Stefán G. Svavars, II. eink., Þorst. Ólafsson, II. eink., — Utan skóla: Guðrún Stephensen, I. eink., Hannes Pálsson, III. eink., PáU Páls- son, II. eink. — Úr stærðfræðideUd luku þessir prófi: Björgvin Sigurðsson, II. eink., Brynh. Kjartansdóttir, II. eink., Egill Sigurðsson, II. eink., Eggert Thor- arensen, II. eink., Guðjón Ásgrímsson, II. eink., Guðl. Einarsson, II. eink., Gunnar Hjörvar, II. eink., Gunnar Vagnsson, I. eink., Hulda Sveinsdóttir, I. eink., Ingi Eiríksson, I. eink., Ingi G. Ú. Magnússon, I. eink., Ing. Aðal- bjarnarson, I. eink., Jón S. Ólafsson, II. eink., Jón Þórarinsson, II. eink., Ól. Guttormsson, III. eink., Ólafur Páls- son, I. eink., Sigríður Theodórsdóttir, Sig. R. Pétursson, I. eink., Sverrir Kr. Sverrisson, I. eink., Úifar Jónsson, I. eink., Þórarinn Reykdal, II. eink., Þórður Reykdal, II. eink., — Utan skóla: Jón Bergmann, III. eink., Þorst. Þorsteinsson, III. eink. Vorhátíð Framsóknarmanna, sem fyrirhuguð var að Þjórsártúni á sunnudaginn, var aflýst sökum ó- veðurs víða um Suðurland árdegis á sunnudaginn. Leikfélag Reykjavíkur sýndi skopleikinn Stundum og stund- um ekki síðastliðinn sunnudag fyrir troðfullu húsi. Næsta sýning verður annað kvöld og hefst sala aðgöngu- miða í dag. Hjálmari á Hofi svarað „Skagfirðingur" hefir sent Tímanum eftirfarandi vísur til andsvars stökum Hjálmars á Hofi á Kjalarnesi í Morgunblað- inu 15. þessa mánaðar: Þó visur Þuru virði á ný, það vill ei dóm minn hrekja. En Hjálmars veiku holdi í, þær heita löngun vekja. Varla skilja víf né menn, hvað veldur slíkri hylli. — Það er eitthvað annað en ást á kvæðasnilli. CTtbrelSið TÍMANN Frá héraðsskólunum (Framh. af 1. síöu.) síns, Björns Jakobssonar. Fá þeir þannig mikla æfingu í kennslu við vornámskeið þessi, auk þess sem þeir kenna nem- endum héraðsskólans að meira eða minna leyti að vetrinum. Gistihússtarfsemi verður rek- in að Laugarvatni í sumar með svipuðu fyrirkomulagi og vant er og er hún nýhafin. Þó hefir verið nokkur gestakoma allt vorið. í Reykholtsskóla voru í vetur 110 nemendur og starfaði skól- inn frá miðjum októbermánuði til miðs aprílmánaðar. Þar var fæðiskostnaður pilta kr. 1.71 á dag, en stúlkna 1.43, og eru þá meðtaldar hreinlætisvörur, er til skólans þurfti. Nam dvalar- kostnaður þvi alls, að meðtöldu kennslugjaldi og húsaleigu, rösklega 400 krónum fyrir pilta, en rösklega 350 krónum f yrir stúlkur. Undanfarin ár hafa verið haldin námskeið í Reykholts- skóla að vorlaginu, en að þessu sinni féllu þau niður, sökum gagngerðra endurbóta, sem verið er að gera á sundlaug skólans. Gistihús verður rekið i Reyk- holti í sumar að venju og er það að byrja starfsemi sína um þess- ar mundir. í Núpsskóla í Dýrafirði voru 48 nemendur síðastliðinn vetur. Hann starfar frá miðjum októ- ber til miðs aprílmánaðar. Fæð- iskostnaður nam kr. 1.50 á dag fyrir pilta, en 1.30 fyrir stúlkur. Dvalarkostnaður í heild nam 370 krónum fyrir pilta, en 320 krónum fyrir stúlkur. Greiða stúlkur lítið eitt lægra kennslu- og húsnæðisgjald í Núpsskóla heldur en piltarnir. Héraðsskólinn i Reykjanesi starfar um þriggja mánaða skeið, frá áramótum til apríl- loka, en aðra tíma vetrar er þar barnaskóli. Nemendur héraðs- skólans voru 33 í vetur. Fæðis- kostnaður á dag var 1.50 fyrir pilta, en 1.30 fyrir stúlkur, en skólagjald er þar 3J5 krónur og dvalarkostnaðurinn því um 170 krónur fyrir pilta, en 150 krónur fyrir stúlkur. . Tvö sundnámskeið hafa verið haldin í Reykjanesi í vor. Sóttu annað 18 fullnaðarprófsbörn úr Sléttuhreppi, en hitt um 30 börn úr ísafj arðarkaupstað. Ýmsar endurbætur verða gerðar að Reykjanesi í sumar. Á þar meðal annars að byggja ný heimavistarhús í stað þeirra gömlu, sem mjög eru léleg. Voru fest kaup á húsum á Langeyri við Álftafjörð og á að nota við- inn úr þeim i hina nýju bygg- ingu, sem síðan verður múrhúð- uð að utan. í Reykjaskóla í Hrútafirði voru í vetur 50 nemendur. Dval- arkostnaður nam 390 krónum fyrir pilta, en 345 krónum fyrir stúlkur, en fæðiskostnaður á dag 1.60 og 1.35. Skólinn starfaði frá fyrsta vetrardegi til síðasta vetrardags. Mikil alúð var lögð við handavinnukennslu og voru stúlkum kenndar hannyrðir tvær stundir daglega. í vor hafa verið haldin nám- skeið að Reykjum. Voru þar kenndar íþróttir og sund, auk verklegs náms, handavinnu, sauma, smíða og jarðyrkju- starfa. Nemendur voru alls 80, en námskeiðin stóðu í þrjár vikur. Gistihússrekstur er byrjaður að Reykjum. Nemendur alþýðuskólans að Laugum i Þingeyjarsýslu voru 63 í vetur. Skólinn þar starfar frá 12. októbermánaðar til 12. aprílmánaðar. DvalaTkostnaður pilta var alls 380 krónur, en stúlkna 335, en dagfæði pilta, ásamt hreinlætisvörum, 1.57 og stúlkna 1.27. í smíðadeild Lauga- skóla voru í vetur 11 nemendur. íþróttanámskeið var haldið í vor og sóttu það alls 48 manns, flest úr nágrenninu. í lok nám- skeiðsins sýndu 11 piltar, allt gamlir nemendur úr Laugaskóla, leikfimi á Akureyri og Húsavík við stjórn kennara síns, Þorgeirs Sveinbj arnarsonar. í Eiðaskóla voru í vetur 53 nemendur og það í flesta lagi. Starfaði skólinn frá 20. október- mánaðar til fyrsta sunnudags í sumri. Nemendur Eiðaskóla greiða eigi kennslugjald. Fæði kostaði 1.68 á dag fyrir pilta og 1.58 fyrir stúlkur og varð dval- arkostnaður pilta sem næst 300 krónur, en stúlkna 280 - krónur. Að Eiðum er búið að steypa sundlaug og er fyrirhugað að hita vatnið með rafmagni. Enn er eftir að ganga frá hitaleiðsl- um og vegna erfiðleika um út- vegun á því, er til þarf, er búizt við, að hlé verði á framkvæmd- um í sumar, svo að laugin kemur ekki að tilætluðum notum að vetri. Flestum héraðsskólunum hef- ir nú þegar á miðju sumri bor- izt eins mikið af umsóknum um skólavist og þeir geta sinnt, eða því sem næst, en sumir geta eigi tekið á móti öllum þeim æsku- mönnum, sem þegar hafa óskað eftir skóladvöl. Smíða trúlofunarhringa o. fl. Jón Dalmannsson Grettisgötu 6, Rvík. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dág og eftir kl. 1 á morgun. Liður uð stríðslukum? (Framh. af 1. síðu.) skálkur frönsku þjóðina og lýsti yfir því, að bardögum yrði hætt af hálfu Frakka. Orustur milli FTakka og Þjóðverja voru þó enn háðar á öllum vígstöðv- um í gær og veitti franski her- inn það viðnám.sem föng voru á. í gær svaraði Hitler friðarum- ieitunum frönsku stjórnarinnar og kvaðst mundu leita hófanna við Mussolini um væntanlega friðarkosti, er Frakkar skyldu sæta. Munu þeir hafa hitzt og átt viðræður í nótt eða i morgun. Hinn nýi utanríkismálaráð- herra Frakka, Baudouin, lýsti yfir því í ræðu í gær, að Frakk- ar myndu ekki fallast á smánar- leg friðarskilyrði. Brezka stjórnin hefir sífellt setið á fundum síðan atburðir þessir dundu yfir. Verður eigi annað ráöið af þeim fregnum, sem af þeim fundum eru fengn- ir, en að Bretar muni halda styrjöldinni áfram, hversu svo sem málefnum Frakklands skipazt. Því er haldið fram, að Bretar séu þess umkomnir að brjóta Þjóðverja á bak með her- veldi sínu á sjónum og hafn- banninu, sem beitt verði til hins ítrasta, og geti reist rönd við kafbátahernaði og loftárásum Þjóðverja. Þó hefir komið fram, bæði í þingi og blöðum, vantrú á hafnbannið og áhrifamátt þess. í gær tilkynnti brezka stjórn- in, að hún hefði sent Frökkum tilboð um það, að „Bretar og Frakkar undirrituðu á þessum alvarlegustu tímum, sem komið hefðu yfir heiminn á siðaTi ár- um, hátíðlegan sambandssátt- mála (solemn act of union)“. í þessum sáttmála sé ákveðið, að þessi tvö lönd verði eitt franskt- brezkt sambandsríki með sam- eiginlegum ríkisborgararétti, einu þingi og sameiginlegu stríðsráðuneyti. Auk þess skuli utanríkismál, fjármál og at- vinnu- og viðskiptamál vera sameiginleg. Endanlegt svar Frakka við þessu tilboði er enn ókomið. Aðrar fréttir. Ítalía hefir enn komið lítið við sögu í styrjöldinni. Hefir á báða bóga aðeins verið um að ræða loftárásir á borgir og her- stöðvar. Hafa Englendingar varpað sprengjum á nokkrar ít- alskar borgir og herstöðvar í Libyu og Abessiníu, en ítalir hafa beint loftárás gegn Malta og setuliðsstöðvum í grennd við Suezskurðinn og Rauðahaf. Rússar hafa síðustu dagana þjarmað mjög að Eystrasalts- ríkjunum. Smetana, forseti Lit- hauens og ríkisstjórnin, eru flúin úr landi og rússneskt her- lið hefir tekið sér þar aðsetur, en ný stjórn verið mynduð, sem boðið hefir landsmönnum að hlýðnast Rússum. Jafnframt hafa Rússar einnig fært sig upp á skaftið gagnvart Eistlandi og Lettlandi og samkvæmt seinustu fregnum hefir rússneskt herlið hafið innrás í þessi lönd, en ríkisstjórnir beggja landanna hafa svo fyrir mælt, að engin mótspyrna skuli veitt. Nýtt kvennablað hefur göngu sína á morgun, 19. júni. Konur, gerist áskrifendur. Utanáskrift: NÝTT KVENNABLAÐ Pósthólf 613. Reykjavfk. 322 Margaret Pedler: og sakir standa. Ég get jafnvel ekki trúað því að þú elskir mig, ef þú neitar mér um þetta.“ Hún lagði hendurnar á axlir hans og horfði í augu honum. Hún lagði alla sína sálarkvöl í augna- tillitið, og hann stóðst ekki mátið. Það var ef til vill betra, þegar á allt var litið, að hún vissi sannleikann heldur en að hún kveldist í blindni. Það var betra að hún vissi um ástæðuna, hindrunina, sem var á milli þeirra og mundi ávalt verða. „Ef þú endilega vilt, þá verð ég að segja þér það,“ ságði hann hægt og dræmt. „Konan, — sem tók hálsmenið — er Fjóla, — en hún var hálfgert barn þá.“ „Fjóla. “ „Já. Nú hlýtur þú að sjá, hvað það er gersamlega ómögulegt að hreinsa mig í augum föður þíns?“ Elizabet starði á hann þrumu lostin. „Fjóla,“ endurtók hún ósjálfrátt. „Fjóla!“ Elizabet stóð hreyfingarlaus, eins og hún væri haldin martröð. Limir hennar virtust þungir, óhreyfanlegir, eins og þeir væru dauðir. En heili hennar var hræðilega lifandi. Hún var gagntekin hinu helkalda vonleysi og í hug hennar ómuðu aftur og aftur orðin: „Það var Fjóla! Það var Fjóla!“ Fjóla, sem öll hamingja Candys var Laun þess liðna 323 bundin við! Væri komið upp um Fjólu, og hún sýnd í sínu rétta ljósi, þá yrði Candy aftur rændur trúnni á lífið, sem honum hafði smátt og smátt tekist að öðlast eftir hið mikla áfall. Og ætti að þyrma Fjólu áfram, — eins og henni hafði verið þyrmt með því að Blair tók á sig afbrot hennar og tók út hegningu fyrir það, — þá jrrði að fórna hamingju Elizabetar. Elizabet var nú sannfærð um, að Blair myndi aldrei giftast henni,, nema þvi aðeins að skugginn, sem hvíldi á heiðri hans, yrði máður burt. Þeim skugga varð ekki rutt úr vegi, nema með því að koma honum á konuna, sem hann í Taun og veru bar. Það var því aðeins um tvennt að velja, hamingju hennar sjálfr- ar, eða hamingju Candys. Og hún átti í raun og veru ekkert val. Hún hafði ávalt unnað Candy af heilum huga og skilið til fullnustu hvílíkt skipbrot hann hafði beðið í sambandi við móður henn- ar. Candy hafði öðlast nýja trú á lífið með Fjólu, og þessi trú hlaut að ganga fyrir öllu öðru. Elizabet fann, að hún yrði að láta hamingju sína og Blairs víkja, fremur en rjúfa þessa trú. Hún gat ekki orðið þess völd, að líf föður hennar hryndi aftur í rústir. Hún gat aldrei notið þeirrar hamingju, sem - GAMLA BÍÓ— Leikskólínn (Dramatic School). Hrífandi og listavel leikin amerísk kvikmynd. Aðalhlutv. leika: LUISE RAINER, PAULETTE GODDARD og ALAN MARSHALL. — NÝJA BÍÓ°—— FLÓTTINN FRÁ SPÁNI Spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd frá FOX. Aðalhlutv. leika: LORETTE YOUNG og DON AMECHE. I myndinni spilar hin heimhfræga munnhörpu- hljómsveit „Borrah Minevitch“. Tímarít Þjóðræknísfélags Islendínga er vandað og fróðlegt. Árg. kostar kr. 4.50. Kynnist lífi og menn- ingu Vestur-íslendinga með þvi að kaupa og lesa tímarit þeirra. TJm leið leggið þér skerf í „brúna yfir hafið.“ Safnið kaupendum og gerist sjálfir áskrifendur. - Umboðsm. Eg'511 Bjarnason, Sími 2323. Edduhúsinu, Reykjavík Sandsteinnínn (Framh. af 1. siðu.) láta sprengiefni í rifurnar. Losnar sandsteinninn þá, án þess að molna um of. Nauðsynleg áhöld til að vinna steininn eru enn eigi til að Hól- um, en Kristján hefir hug á að útvega sér sög, hentuga til slíkrar iðju. Brottflutningur grjótsins eT talsverðum erfiðleikum bundinn, þar sem það er tekið hátt upp i Hólabyrðu, um 400 metra yfir sjávarflöt. Fyrst í stað ætlar Kristján skólastjóri að nota sandsteininn til að reisa úr honum útihús eða aðrar byggingar að Hólum, en sýni reynslan, að slíkar bygging- ar gefist vel, er líklegt að svara muni tilkostnaði að efna til aukins grjótnáms í fjallinu og flytj a sandsteininn brott og nota hann í byggingar víðar í nær- liggjandi sveitum eða jafnvel á fjarlægum stöðum. Aðalftmdur (Framh. af 1. siOu.) ast hjúkrun sjúkra á heimilum í héraðinu. Er það ungfrú Sig- ríður Sigvaldadóttir frá Brekku- læk í Miðfirði, sem til þessa starfs var valin. Þessi starfsemi er styrkt með dálítlilli fjárveit- ingu úr sýslusjóði, þannig að greiddur er hluti af föstu kaupi hjúkrunarkonunnar. Þótt aðalfundur Kvennabands- ins væri svo fjölsóttur, urðu eigi vandræði um húsnæði, því að hjónin á Illugastöðum, Guð- mundur Arason og Jónína Gunn- laugsdóttir, hafa reist stórt og vandað steinhús að bæ sínum. Sýndu þau fundarkonum mikla gestrisni. Meðal annars voru þeim sýnd varplönd æðarfugls- ins, sem þar eru við túnfótinn. Hafa sumar fundarkonur tjáð Tímanum, að það hafi verið Leikfélafi Reyhjavfkur ,Stundum ogstundum ekkí Sýning annað kvöld kl. 8V2. Aðgöngumiðar frá 1.50 seldir frá kl. 4 til 7 i dag. H’H =1:1.1 §úðin vestur um land í staff Esju miff- vikudaginn 19. þ. m. k. 9 síffd. til ísafjarffar, heldur svo áfram meff viffkomu á venjulegum á- ætlunarhöfnum til Akureyrar. Þar snýr skipiff viff og fer beint til Reykjavíkur meff viffkomu á ísafirffi. Flutningi veitt móttaka eftir þvi sem rúm leyfir til hádegis báffa dagana, mánudag og þriffjudag. Pantaffir farsefflar óskast sótt- ir fyrir þriffjudagskvöld. Vinnið ötulleffa fyrir Tímann. þeim ógleymanleg skemmti- ganga að ganga um varplandið, þar sem sumar æðarkollurnar voru svo gæfar og spakar, að það mátti strjúka þeim í hreiðr- unum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.