Tíminn - 28.06.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.06.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (&bm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐVR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Llndargðtu 1 D. Síml 2323. PRENTSM3DJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 24. árg. TÍMIM, föstndaginn 28. júní 1940 66. blað Fylking íþróttamanna á allsherjarmóti U. M. F. I. í Haukadal siBastliOinn sunnudag. Fánaberinn heilsar. Aðalfundur S. I. S. Á 17- púsund félagsmenn í sambandskaupfélögtmum Aðalfundur Sambands ís-11939> °e sökum hækkunar á er- lenzkra samvinnufélaga var haldibn á Laugarvatni dag- ana 24.—27. júní. Á fundin- um mættu 67 fulltrúar frá 47 sambandsfélögum auk stjómar, framkvæmda- stjórnar og endurskoðenda. Á fundinum voru mættir full- trúar frá öllum sambandsfélög- unum nema einu, Kaupfélagi Vopnfirðinga. Formaður Sambandsins, Ein- ar Árnason alþingismaður, flutti skýrslu um starfsemi sam- bandsstjórnar á síðastliðnu starfsári. Skýrði hann m. a. frá því, að lífeyrissjóður S.Í.S. væri stofnaður og væri búið að stað- festa reglugerð fyrir hann. Þá skýrði formaður frá, að stjórnin hefði ákveðið og undirbúið að til starfa tæki á næsta hausti bréfaskóli samvinnumanna og myndi Ragnar Ólafsson lögfræð- ingur hafa forstöðu þessarar starfsemi. Ennfremur gerði for- maður allrækilega grein fyrir því, er S.Í.S. hefði gert til efl- ingar iðnfyrirtækja sínum, svo sem með aukningu vélakosts og stækkun húsa fyrir verksmiðjur sinar á Akureyri og fleira. Að lokum gat formaður þess, að unnið hefði verið að því á árinu, að bæta skipulags- og starfs- háttu samvinnufélaganna, svo að þau ættu nú að standa betur að vígi en áður, til þess að mæta þeim erfiðleikum, sem nú virt- ust fram undan, sökum heims- styrjaldarinnar. Forstjóri Sambandsins, Sig- ufður Kristinsson, og fram- kvæmdastjórar innflutnings- og útflutningsdeildar, þeir Aðal- steinn Kristinsson og Jón Árna- son, fluttu ítarlegar skýrslur um afkomu og rekstur S.Í.S. á síð- astliðnu ári. Verður ýmissa atr- iða úr skýrslu þeirra getið. í Sambandinu voru í ársbyrj- un 1939 46 félög, en í árslokin 47. Hafði eitt félag, Verzlunar- félag Norðúrfjarðar, gengið í Sambandið á árinu, en ekkert félag hefði gengið úr því. í Sambandsfélögunum voru í byrjun ársins 15,298 félagsmenn, en I árslok 16,287. Einu félagi var veitt innganga á aðalfund- inum. Var það Kaupfélag Suður- Borgfirðinga á Akranesi. Eru því nú í Sambandinu 48 félög. Vörusala Sambandsins nam siðastliðið ár 29. 679.209.00. Ár- ið 1938 var öll vörusala Sam- bandsins kr. 24.221.00,00 og hef- ir því vörusalan aukizt um kr. 5.458.000,00. Þessi hækkun bygg- ist þó ekki á auknu vörumagni, heldur á því, að vöruverð var miklu hærra vegna gengisbreyt- ingarinnar, sem gerð var á ís- lenzku krónunni í aprílmánuði lendum og innlendum vönnn, vegna styrj aldarinnar síðustu mánuði ársins. Sambandið hafði á hendi starf- rækslu Áburðarsölu ríkisins og Qrænmetisverzlunar ríkisins, eins og undanfarin ár. Vörusala Áburðarsölunnar nam kr. 1.138.- 000,00 og Grænmetisverzlunar- innar kr. 589.000,00. í árslok námu sameignarsjóð- ir S.Í.S. kr. 1.912.914,64. Höfðu þeir hækkað á árinu um kr. 407.594,41. Stofnsjóður nam kr. 1.140.003,60. TekjuafgangurSam- bandsins, að meðtöldum óráð- stöfuðum eftirstöðvum frá 1938 að upphæð kr. 61.707,15, nam kr. 625.235,09. Var honum ráðstafað á eftirfarandi hátt: Til stofnsjóðs ........kr. 141.052,25 — varasjóðs .......... — 131.700,00 — menningarsjóðs .... — 34.500,00 — sjóðstryggingarsjóðs — 24300,00 — verksmiðj usj óðs .— 151318,04 — reksturstryggingarsjóðs gamastöðvarinnar .. — 1.720,14 — reksturstryggingarsjóðs Gefjunnar ...........— 72.672,29 — reksturstryggingarsjóðs Eltímóvínnsla á Akranesí Fyrir nokkru var stofnað á Akranesi hlutafélag, er Svörður var nefnt og hafði það markmið að hefja eltimóvinnslu og reka sölú á mó til elsneytis. Eru stjórnendur þessa félags Sigurð- ur Símonarson oddviti, Sigurdór Sigurðsson hafnarvörður og Jón Engilbert Sigurðsson. Fyrir nokkrum dögum fékk félagið allstóra móeltivél, sem nú er byrjað að vinna með. Mó- iðjan fer fram um 4 kílómetra veg frá þorpinu. Bauð formaður félagsins ýmsum mönnum í gær að kynna sér hin nýju vinnu- brögð við mótökuna, er virðast ganga að óskum. Tilhögun vinnubragðanna er í stuttu máli á þá leið, að niðri í mógröfinni eru 6 menn, er moka mónum 1 trérennu. Eftir rennunni liggur reim, sem flytur móinn að vélinni, er tætir hann í sundur og eltir. Kemur mórinn úr vélinni i lengjum, er sjálf- virkur hnífur sker í hæfilega stóra köggla. Flutningabönd færa móinn burt frá vélinni, allt að því 80 metra, þar sem menn taka við honum og setja á þurk- völl. Móvélin gengur fyrir 34 hest- afla aflvél. Má taka upp með henni 3 y2 smálest á klukkustund miðað við fullþurrkaðan mó. Daglega vinna nú 17 manns við vélina, en bráðlega verður unn- ið með henni dag og nótt. En þegar farið verður að vinna við móþurrkunina, mun 50—60 manns fá þarna vinnu. Verður þetta því mikil atvinnubót. Samkvæmt rannsóknum er mórinn á Akranesi hinn næst- bezti, er hér hefir fundizt, hefir inni að halda 4500 hitaeiningar. Gefist hagstæð veðrátta til mó- þurrkunar, þykir líklegt, að unnt verði að selja smálestina á 35 krónur. Er það mun hagstæðara verð heldur en nú er á kolum. Landakröfur á hendur Rúmenum Rússar kúga af peim Bessarabíu og Bukovinu Iðunnar ..............— 57.991,23 Yíirfært til neesta árs — 4.182,84 Samtals kr. 625235,09 (Framh. á 4. síBu) Hin seinustu dægur hafa þau tiðindi gerzt, að rússneska ráð- stjórnin hefir afhent sendiherra Rúmena í Moskva landakröfur á hendur Rúmeníu. Fór hún fram á að fá til innlimunar I Rússland héraðið Bessarabíu, sem tekið var af Rússum upp úr heimsstyrjöldinni, og hluta af Bukovínu. Auk þess heimtuðu Rússar flotastöð í Constanza við Svartahaf og aðsetursstöðvar í ýmsum öðrum borgum á Svarta- hafsströndinni. Munu þessar kröfur hafa verið bornar fram sem úrslitakostir á miðvikudags- kvöldið. Að loknum fundi Rúmeníu- stjómar og ríkisráðsins rúm- enska var tilkynnt, að Rúmenar vildu ganga til samninga við Rússa um landakröfur þeirra og aðrar ívilnanir, sem þeir heimta. Jafnhliða þessum fregnum, bárust út þau tíðindi, að mikill hernaðarlegur viðbúnaður ætti sér stað í Rúmeniu, herlið er víða á kreiki, virki eru reist og loftvarnarbyssum og vélbyssum komið fyrir. Þó virðist svo, af fregnum að dæma, að viðbúnaði þessum sé ekki fyrst og fremst stefnt gegn Rússum heldur Ungverjum. Eins og kunnugt er, hafa Ungverjar um langa hríð gert landakröfur á hendur Rúm- enum. Er það héraðið Transyl- vanía, sem þeir heimta. Þykir trúlegt, að Ungverjum finnist nú tími til þess kominn að láta til skarar skríða, þegar Rússar þrengja að Rúmeníu úr annarri átt. En Rúmenar munu ætla að halda sínu á vesturlandamær- unum, þótt þeir sjái sér ekki annars úrkostar en að beygja sig fyrir hótunum Rússa. Ungverska stjórnin situr held- ur eigi aðgerðalaus. Hún hefir meðal annars snúið sér til þýzka og ítalska sendiherrans i Búdapest, og sennilega leitað hófanna hjá þeim um afstöðuna til landvinningafyrirætlananna. Hið þriðja ríki, sem haldið hefir uppi landakröfum á Rú- meníu, er Búlgaría. Það er hér- aðið Dobrudja, sem Búlgarar á- sælast. Þykir það að vonum, að peir láti bráðlega á sér kræla, úr því að aðrar þjóðir, sem svip- aðar kröfur hafa fram að færa, hafa látið til skarar skriða. Síðustu fregnir af atburðun- um á Balkanskaganum eru þær, að Rúmenar hafa látið að kröf- um Rússa. Hefir rússneskt herlið legar farið inn í Bessarabíu og Svartahafsflotinn verður sendur á vettvang. Sumir ráðherranna I Rúmeníu hafa lagt niðuT völd. Tyrkir hafa allmikinn viðbún. að, bæði á sjó og landi, og önnur nágrannaríki búast sem bezt gegn því, er að höndum kann að bera. A. KROSSGÖTUM Nýr búnaðarráðunautur. — Tollhafnir. — Ungmennasamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. — Kolaveiði við Breiðafjörð. — Mýrdalsfréttir. Búnaðarsamband Austurlands hefir nýlega ráðið nýjan starfsmann i þjón- ustu sína. Er það Edvald B. Malmquist. Hefir hann gerzt ráðunautur búnaðar- sambandsins. Edvald hefir stundað nám við landbúnaðarkennaraskólann að Sem í Noregi og lauk þaðan burt- fararprófi um siðastliðin áramót. Áður hafði haun lokið námi í Hólaskóla. i t r Fjármálaráðuneytið hefir gefið út reglugerð, þar sem svo er kveðið á, að öll skip og flugför, sem koma til landsins eða fara héðan, skuli fyrst taka land og siðast láta úr höfn i Reykjavik eða Akureyri, nema leita verði annarra hafna I nauðum. Eru þessi ákvæði upptekin til að auðvelda tollgæzluna og vegna þess ástands, er nú ríkir af styrjaldarvöldum, Reglu- gerðin er sett samkvæmt lögum, er samþykkt náðu i vetur; ásamt bráða- birgðalögum er sett hafa verið. r r r Héraðsþing ungmennasambands Snæ- feUsness-. og Hnappadalssýslu var hald- ið í Stykkishólmi, sunnudaginn 26. maí s. 1. Innan héraðssambandsins starfa 10 félög, með tæplega 300 félagsmönn- um. Héraðssambandið hefir liðlð starfsár staðið fyrir einu sumarmóti, og styrkti síðastllðinn vetur iþrótta- kennslu hjá félögum á sambandssvæð- inu, og hafið undirbúning að bygg- ingu sundlaugar á heitum stað í hér- aðinu. — Stjórn sambandsins skipa nú: Kristján Jónsson Snörrastöðum, forseti, Magnús Sigurðsson, verzlunar- maður, Stykkishólmi, gjaldkeri og Gunnar Guðbjartsson á HjarðarfeUi, ritari. Ákveðið var að halda iþrótta- mót og héraðshátið að þessu sinni 14. júlí að Hofgörðum i Staðarsveit. r r r í lok maímánaðar hófst kolaveiði með dragnót hér við Breiðafjörð. Frá Stykkishólmi og Gnmdarfirði ganga nokkrir bátar, sem flestir leggja upp afla sinn í hraðfrystihús Kaupfélags- Stykkishólms. Nokkrir ungir menn i Eyrarsvelt hafa myndað hlutaútgerð- arfélag og keypt vélbátinn Sindra frá Seyðisfirði og gera hann út frá Grund. arfirði, en leggja upp afla sinn í Stykkishólmi. Nokkur undirbúningvu- var haflnn að byggingu hraðfrystihúss í Grundarfirði, en vegna stríðsástands- ins verður framkvæmdum frestað. — Ef vel aflazt hafa hraðfrystihúsin i Ólafsvík og Stykkishólmi nóg að starfa á „kola-vertíðinni“ og hyggja nú margir gott tU þeirrar atvinnu, bæði á landi og sjó. Afkoma manna 1 sveit- um við Breiðafjörð er yfirleitt hag- stæð eftir hinn mUda vetur. Mæði- veikin herjar þó á fjárstofn bænda á Skógarströnd og tvo syðstu hreppa Hnappadalssýslu, Kolbeinsstaðahrepp og Eyjahrepp, en fer þó fremur hægt yfir enn. Hefir nú verið ákveðið að tvöfalda fjárpestargirðinguna úr Skóg- amesi í Álftafjarðarbotn, og ennþá er ekki vitað að veUdn sé komin vestur fyrir þá girðingu Sjór var mjög sóttur úr Mýrdal i vetur, en afli mjög tregur, og virðist fiski. gengdin við suðurströndina fara minnkandi ár frá ári. Mestur afli varð vlð Jökulsá á Sólheimasandi, um 130 í hlut, annars staðar miklu minna. Fýla- tekja heflr löngum verið Mýrdælingum mikils virði, en nú kvað vera búið að banna að nytja þá atvinnugrein og mæUst misjafnlega fyrir, þar sem eng. in vissa virðist liggja fyrir um það, að sýkingarhætta sé af fýlnum. Jarð- ræktarframkvæmdir verða með minnsta mótt í ár, en þó fjölgar þeim, þeim, er kornræktartUraunir gera, og fer áhugi fyrir kornækt mjög vaxandi. Rjómabúið við Deildará starfaði lengi og oftast með góðum árangri, en breyt lngar þær, sem bættar samgöngur hafa valdið, hafa orðið til þess, að búið hefir ekki getað starfað hin síðustu ár enda þótt smjörframleiðsla hafi ekki minnkað. Nú hefir búið verið endan- lega lagt niður, en eignir þess gagna tU búnaðarfélaganna, með þeim skUyrð- um, að þeim verði varlð til styrktar kornræktinni, og er í ráði að koma upp myllu í rjómaskálanum, sem knúin verði með vatnsafli því, er vélar rjóma- búsins gengu fyrir.en smjörgerðartæk- in fær kaupfélagið í Vík og mun nota tU að fullvinna smjör það, er bændur leggja þar inn, og mun þá brátt mynd- ast hjá þvi smjörsamlag fyrir félags svæði þess, og er þá vel séð íyrir þeim málum úr þvl sem komið er. r r r S k ógræktarf élag íslands 10 ára Skógræktarfélag íslands varð tíu ára í gær, stofnað í Almanna- gjá á alþingishátiðinni 27. júní- mánaðar 1930. Voru hvatamenn að þeirri félagsstofnun einkum Sigurður Sigurðsson, fyrverandi búnaðarmálastj óri, Maggi Júl. Magnúss, læknir, og H. J. Hólm- járn, en ýmsir fleiri áhugasam- ir menn áttu drjúgan þátt í þvi, að í þetta var ráðizt. Félagsstarfið gekk fremur örðuglega fyrst í stað, og eigin- leg. starfsemi var eigi hafin fyrr en haustið 1932 og vorið 1933. Þótt oft hafi mætt á móti, hefir hefir félagið sinnt verkefnum sínum ötullega síðan. Eitt helzta starf Skógræktar- félagsins hefir verið gróðursetn- ingin í trjáræktarstöðinni Fossvogi. Haustið 1932 gaf Reykjavíkurbær félaginu 9 hektara lands í Fossvogi. Var þegar byrjað að gróðursetja þar skógviðarplöntur vorið eftir. Síðan hefir nokkuð verið gróð- ursett þar á hverju vori og nú er búið að gróðursetja plöntur í 1VZ hektara alls. Árið 1935 beitti félagið sér fyr ir því, að Bæjarstaðaskógur Skaftafellssýslu var girtur og friðaður og forðað frá eyðilegg- ingu. Vorin 1937, 1938 og 1939 hefir félagið útvegað barnaskólunum Reykjavlk, Hafnarfirði og Akureyri trjáplöntur til gróður setningar, einkum barrplöntur frá Norður-Noregi. Hefir félag ið með því viljað glæða áhuga barnanna fyrir skógrækt. Loks hefir félagið gefið út Skógræktarritið. Mörg . verkefni bíða félagsins (Framh. á 4. síBu) Prestastefnan Hin árlega prestastefna hófst í gær með guðsþjónustu 1 dóm- kirjunni. Sigurgeir Sigurðsson biskup framkvæmdi altarisþjón ustu ásamt séra Ólafi Magnús- syni og séra Marinó Kristins. syni, en sérá Hermann Hjartar- son prédikaði. Klukkan 4 í gær flutti biskup- inn prestum ávarp. í morgun hófst starf dagsins með guðræknisstund í kapellu háskólabyggingarinnar, en síð- an hafa verið fundahöld, erindi flutt og umræður farið fram um málefni kirkjunnar. Síðdegis á morgun mun dr. Jón Helgason, fyrrverandi bisk- up, ávarpa prestana, en laust fyrir klukkan 7 mun Sigurgeir Sigurðsson biskup slita presta- stefnunni. Á víðavangi MANNÚÐ. Það er vafasamt, að þorra fólks sé Ijóst, hversu mjög mannúð hefir eflzt hér á landi seinustu mannsaldra. Það gildir að kalla einu hvert litið er. Uppeldi barna, kjör þurfalinga, aðhlynning og vinnuskilyrði erfiðismanna, meðferð á skepn- um og fóðrun búpenings vitnar allt .á hina sömu lund um ger- breytingu í þessum efnum. Ný sjónarmið og rýmri lífskjör hafa mildað hug manna. Umbreyt- ingar í atvinnuháttum hafa af- hjúpað grimmdina og miskunn- arleysið í. ýmsum venjum, sem áður var engin eftirtekt veitt og sjálfsagðar þóttu, og voru sum- ar óhj ákvæmilegar fyrr á tím- um. Horfellir, átakanlegar að- ferðir við aflífun dýra og geld- ingar, þrælslegt hátterni við fuglaveiðar, þrælkun á hestum og allskonar hrottaskapur í um- gengni við skepnur þykir nú á dögum ámælisvert í meira lagi, pótt fyrr á tímum viðgengist sumt af þessu á hverjum bæ, en annað víða. Samt er enn allvíða pottur brotinn, og fjarri því, að vanans skýla sé fallin frá aug- um fólks sem skyldi. Það má nefna mörg dæmi um ljótar venjur, sem enn tíðkazt. Enn er alsiða að binda „snörful“ á hesta, sem eru ókyrrir við járn^ ingu, oft er dráttarhestum og plóghestum ofboðið, mörgum hættir við að hundbeita skepn- ur að óþörfu, oft verður fé að þola hungur og þarflaust hnjask í réttum, það eru mikil brögð að því, að illa sé búið að fé, sem flutt er á bifreiðum um mis- jafna vegi, enn eru misjafnlega mannúðlegar aðferðirnar, þegar dýr eru vönuð, vanfóðrun er al- þekkt, margir skeytingarlausir um það, þótt þeir særi fugla hópum saman, þegar þeir fara ao fuglaveiðum með byssu, og þannig mætti lengi telja. En vonandi munu ýmsir slíkir ósið- ir og vanhugsuð grimmdar- verk halda áfram að þverra í landinu. Vonandi mun mildi og mannúð festa dýpri rætur á ís- landi, þrátt fyrir alla grimmd- ina, sem á sér stað í umheim- inum. En vitaskuld mun ávallt verða til nokkuð af fólki, sem vegna áskapaðra skaplasta skeytir lítið um heiður og dreng- lund í samskiptum við menn og (Framh. á 4. siBu) Sigursœlasti keppandinn á iþrótta- mótxnu í Haukadal var Axel Jónsson frá Hvítanesi í Kjós úr ungmennafé- laginu Drengur. Hann hlaut alls 8 stig, og verSlaun i þrem íþróttagreín- um. í þrístökki og langstökki varB hann hlutskarpastur, en annar í 100 metra spretthlaupi. Axel er 18 ára gamall. Hann keppti fyrst i íþróttum á sameiginlegu móti ungmennafélaganna i Kjalarnesþingi sumarið 1938, en varð ekki sigursœll. f fyrrasumar keppti hann tvívegis, meðal annars í 7 'íþróttagreinum á drengjamóti í Fauskanesi í Kjós, og náði þá allgóðum árangri. Axel hefir ekki notið neinnar til- sagnar íþróttakennara, en þjálfað sig sjálfur, eftir þvi sem tök hafa verið á, i tómstundum frá daglegri erfiðis- vinnu. í vor hefir hann til dœmis lennst af verið i vegamnnu og ekki átt þess kost að œfa sig, nema á kvöldin að loknum vinnutima.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.