Tíminn - 28.06.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.06.1940, Blaðsíða 2
262 TÍMHVN, föstndaginn 28. júní 1940 66. blað “^íminn Föstuduginn 28. jjúní Landnám - Helstu mál Islendinga Svlinn Th. Odhe, sem ritað hefir á sænsku merkilega bók um íslenzka samvinnu, furðar sig á að íslendingum skuli ekki hafa fjölgað á liðnum öldum, þar sem landrými var nóg og náttúru- gæði mikil. í stað þess hafði þjóðinni fækkað á einokunar- tímunum, og fjölgun byrjaði ekki fyr en með auknu frelsi og við- rétting. Einokunarverzlunin, siglinga- leysið og útilokun frá nýungum í verklegum framförum spenntu hungurhring um landsfólkið. Með mikilli seiglu og harðfylgi bjargaðist öld eftir öld nokkuö af þeim stofni, sem átti aðgang að hinum gömlu býlum, sum- staðar með litilsháttar stuðningi af útgerð á opnum bátum. En þeir, sem höfðu ekki þessa að- stöðu, liðu undir lok i tilverubar- áttunni. Um 1870 opnast sléttur Norð- ur-Ameríku fyrir þeim íslend- ingum, sem ekki var rúm fyrir heima. Og í nálega aldarfjórð- ung tók Ameríka við hinni is- lenzku fólksfjölgun. En þegar dró nær aldamót- unum voru íslendingar komnir það á legg, að þeir voru farnir að kunna að nota vélatæki við sjómennskuna. Þá hættu ferðir til Ameriku og landnám íslend-' inga í Vesturheimi. En í þess stað byrjaði stórfellt landnám heima fyrir. Kaupstaðir og kauptún byggðust af fólki, sem ekki komust fyrir í sveitinni. Landnámið í Ameríku og landnámið við fiski- og síldar- miðin voru hvorttveggjastórfelld nýung. Annars vegar voru hinar merkilegu byggðir íslendinga í Vesturheimi, sem halda við margháttuðum menningarskipt- um við gamla landið. Og við sjó- inn rís fjölmennur höfuðstaður og nokkrir kaupstaðir og kaup- tún. Verzlunin varð innlend. Þjóðin nam margskonar tækni. Þjóðlífið varð fjölbreyttara og ríkara, þó að margir annmarkar fygldu um stund hinni öru þróun. En með kreppu þeirri, sem hófst um 1930 stöðvaðist hinn eðlilegi vöxtur kaupstaða og kauptúna. En fólkið hélt áfram að flytja til bæjanna. Menn gættu þess ekki þá, og gæta þess ekki enn, að skilyrðin fyrir landnámi við sjóinn væru að verulegu leyti lokuð fyrst um sinn. En upp úr landnámi, sem átti sér stað á sjávarströndinni, kom hin þriðja landnámsbylgja. Þar var fylking hinna atvinnulausu og þeirra, sem ekki gátu unnið fyrir sér,og urðu að lifa að miklu eða öllu leyti af annarra brauði. Porráðamönnum kaupstaða og kauptúna hefir stórlega yfirsést, að koma ekki á byggðaleyfi til að stilla i hóf um innflutning manna, þangað, sem þeirra var ekki þörf. Hjálp Framsóknar- flokksins hefir i þessu efni stað- ið til boða síðan 1924, að Bem- harð Stefánsson bar fram frv. sitt um byggðarleyfi. En það var ekki þegið, og nú eru flest öll hin hraðvaxandi sveitar- og bæjarfélög að sligast undir byrði sveitarþyngslanna. En það voru ekki eingöngu for- ráðamenn bæjanna, sem mis- skildu tákn tímanna. Sveita- menn og leiðtogar þeirra hafa ekki heldur verið nógu glögg- skyggnir. Burtstreymið úr sveit- unum stafar af þessari vöntun á framsýni. Segjum að i landinu séu 6000 sveitabýli, flest þeirra æfagöm- ul, og tiltölulega fá ný, nema þau, sem á allra síðustu árum hafa verið reist með stuðningi byggingar- og landnámssjóðs og nýbýlasjóðs. En á fjölmörgum sveitaheimilum fæðast og al- ast upp mörg börn. Eitt bam tekur við jörðinni af föður sin- um eða fyrri ábúanda. Annað barn verður þátttakandi í afnot- um jarðanna með sameign og samstarfi hjónabandsins. En þá er samt eftir mikill fjöldi, sem ekki á neinn aðgang að heimila- myndun í átthögunum. f fáein- Samtal víð unga skáldkonu Þórtmn Magnúsdóttir segír irá ritstorfum sínum Tíminn birti i haust alllangt viðtal við einn af hinum ungu rithöfundum þjóðarinnar, Guðmund Daníelsson. Að þessu sinni flytur blaðið við- tal við unga skáldkonu, ung- frú Þórunni Magnúsdóttur. En eins og flestum mun kunn- ugt hefir hún ritað allmarg- ar bækur, þar á meðal Dætur Reykjavikur, Að Sólbakka og Líf annarra, en auk þess skrif- að mikinn fjölda smásagna, er birzt hafa í ýmsum blöðum og tímaritum. Er hún tví- mælalaust í allra fremstu röð islenzkra kvenrithöfunda. Fer hér á eftir viðtal hennar við tíðindamann Tímans. — Hvað hafið þér í smíðum núna? — Heljarmikla skáldsögu, sem ég byrjaði á sumarið 1938, en hefi tafizt æðimikið frá vegna veikinda, annarra ritstarfa og ýmislegs fleira. — Um hvað fjallar sagan yðar? — Það er ekki hægt að fara nákvæmlega út I það i stuttu máli. Fyrri hluti hennar gerist í sveit að sumarlagi og bregður upp fjölmörgum myndum úr nútíma sveitalífi. Úr þessum hluta hefir birzt örstuttur þáttur í Samvinnunni, og nefnist hann: Draumurinn um Ljósaland. Þar er landnámshugsjón ungs manns ofin saman við ást hans. Síðari hlutinn gerist í Reykja- vík og lýsir margvíslegum vandamálum unga fólksins. Þar eru m. a. leiddar fram þessar tvær stefnur: Sú, að sigra, hvað sem það kostar, með góðu eða illu og öllum brögðum, og hin, að bíða heldur ósigur en breyta gegn betri vitund. Hver, sem á kjarna inni í hisminu, á ein- hvern draum um lífið, sem hann óskar af alhug að rætist. Skiptir það mestu máli I lífi hvers manns, að vera þessum draumi trúr eða eru önnur verðmæti enn dýrmætari? Þessi spuming er þýðingarmikið atrlði í síðari hluta sögunnar. Fjölda margar persónur koma fram í sögunni: Bændur og búalið, sumargestir, um sveitum, eins og Öræfum og Mývatnssveit, reynir fólkið að skipta jörðunum, heldur en að flýja. En sú tilraun er gerð af svo fáum.að hún hefir ekki veru- leg áhrif fyrir þjóðarheildina. Það er fullyrt, að mikill fjöldi karla og kvenna, sem leitar nú á mölina í atvinnuleysi og jafnvel á sveit, fer nauðugt; vildi vera heima og byggja upp sveitlna með nýju landnámi, ef þess væri nokkur kostur. En bændastéttin hefir ekki skilið réttmætar kröf- ur æskunnar í þessu efni. Oft hafa menn ámælt þvi unga fólki, sem flytur úr byggðunum. En var það sanngjarnara heldur en þegar þeim var ámælt.sem fluttu vestur um haf, heldur en að farast af fátækt heima í ætt- landinu? Ef býlum fjölgar ekki stórum á ári hverju, þá tapa sveitir út í erfiðleikum kaupstaða, sem ekki hafa skilyrði til að vaxa nú sem stendur, miklu af hraustu og efnilegu fólki. Og það verður að mega gera þá kröfu til eldra fólksins í sveitunum, að það meti meira framtíð barna sinna, heldur en þá ánægju, að halda ónotuðu feikna miklu af órækt- uðu landi. Landnám og heimilamyndun verður að gerast á skipulags- bundinn og þjóðnýtan hátt, þannig að allir, sem vilja vinna, og allir, sem geta unnið, fái að- stöðu til að starfa og mynda sjálfstæð heimili. Hér verður að byrja nýr kapí- tuli í sögu landsmanna. For- eldTar í sveit verða að sætta sig við að skipta jörðum sínum milli barna sinna og styðja að myndun nýrra heimila. Og ríkið verður að kaupa ræktanlegt land í öllum helztu byggðum landsins, undirbúa það til land- náms og láta af hendi land og aðstöðu til nýbyggðaT, en ein- göngu fyrir þá ungu menn og ungu konur, sem hafa sýnt í verki, með því að vinna að land- námi ríkisins, að því sé trúandi til að verða reglusamir og dug- legir nýbyggðamenn. J. J. verkamenn, iðnaðarfólk, út- gerðarmaður, listafólk, blaða- menn o. s. frv. — Hvemig hagið þér vinnu- brögðum yðar? — Ef þér eigið við, hve oft ég umskrifi sögur mínar, þá er því að svara, að um það gildir engin föst regla. Sumar hugsanir verð- ur að færa í hvern búninginn eftir annan til þess að finna þann, sem bezt fellur að. Aðrar valda minni erfiðleikum. Ég umskrifa ekki heila kafla fyrir nokkrar breytingar. Það gerir minnst til, þó að blaðsíðutalið verði dálítið skrítið í fyrstu handritum, ástæðulaust er að eyða meiri tíma I skriftir en nauðsyn ber til. Frumsamningin er vitanlega mjög erfið, alloft- ast, en sé lögð alúð við hana verður endursamningin auð- veldari, fyrra verkið vinnur þá hið síðara. — Hvenær byrjuðuð þér að skrifa? — Eitthvað lítilsháttar innan við fermingaraldur, en ég vildi ekkl fyrir nokkum lifandi mun láta neinn verða þess varan, að ég, barnið, fengist við skáldskap. Einverustundirnar votu tak- markaðar og vildi þvi verða lítið um skriftir. — Hafið þér alizt upp I sveit eða kaupstað? — Hvorttveggja. Fyrstu ár æf- innar átti ég heima í Reykja- vik, en dvaldi þó nokkra sumar- mánuði í Borgarfirði syðra; þaðan er ég ættuð. Siðan flutt- ist ég norður í Öxarfjörð og var þar í sjö ár, en eftir jsað hefi ég lengst af verið í Reykjavík. Ég hefi orðið þess vör, að ýmsir telja mig Þingeying, og í fyrsta ritdóminum, sem um mig var skrifaður, var ég kölluð fóstur- dóttir Reykjavíkur. — Hvað hefir svo drifið á dag- ana síðan þér urðuð Reykja- víkurstúlka á ný? — M.a. það, að ég hefi skrifað fimm bækur, en á þó líklega annað eins í handriti. Margt af því hefiT að vísu verið birt í blöðum og tímaritum eða verið lesið upp í útvarpinu. -r- Hvaða atvik í lífi yðar hafa valdið því, að þér gerðust rit- höfundur? — Það liggur við að mér finn- ist allt, sem hefir hent mig — bæði höpp og óhöpp — hafi beinlínis stuðlað að því, en þeg- ar ég hugsa mig betur um, er mér þó nær að halda, að hneigð mín til ritstarfa hafi verið svo sterk, að ekkert hafi megnað að brjóta hana á bak aftur. Og varla held ég, að neitt geti kom- ið mér í þess stað, að hafa frjálsræði og hentuga aðstöðu til að skrifa, a.m.k. á meðan ég lít á ritstörfin sem íþrótt, sem launi mikla þjálfun með meiri leikni. En því er mér engin launung á, að þegar ég var barn, (Framh. á 3. síðu) Þriðja íþróttamót U. M. F. I. Árið 1911, 17. júní, á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, hélt U.M.F.Í. sitt fyrsta landsmót i íþróttum og var það um leið fyrsta allsherjarmót í íþrótta- keppni, sem háð var hér á landi. Annað íþróttamót sitt hélt U.M. F. í. vorið 1914. Þetta var á því árabili, þegar bjart var yfir og ónotaðiT möguleikar blöstu alls staðar við. Margt hefir tekið breytingum síðan og viðhorfin orðið önnur á ýmsan hátt, og sennilega mun árið 1940 aldrei verða talið ár gróanda og velmegunar í land- inu. En á þessu ári, tíma skelf- inga og blóðsútheilinga, þegar fólk er fullt kvíða um framtíð- ina, hélt U.M.F.Í. þriðja lands- mót sitt í íþróttum, íþróttamót, sem að undanskildu fyrsta í- þróttamóti sambandsins á ekki sinn líka i íþróttasögu landsins, og hlýtur að valda straumhvörf- um í þessum málum á sama hátt og mótið 1911. Mótið vaT haldið á hinum fornfræga stað, Haukadal I Biskupstungum, þar sem um margar aldir var eitt mesta menntasetur þjóðarinnar og á friðaTtímum er fjölsóttasti stað- ur landsins utan Reykjavíkur. Nú starfar þar Iþróttaskóli og komu einmit áhrif þess skóla greinilega í ljós á þessu móti. Héraðssambandið Skarphéð- inn, sem er fjölmennast ung- mennasambandanna innan landssambandsins, hafðl á hendi framkvæmd mótsins fyrir sam- bandsstjórn U.M.F.Í. Formaður þessa sambands er Sigurður Greipsson, og þar sem hann um leið er húsbóndi í Haukadal, hlaut allur undirbúningur að lenda mest á honum, og þótt margir legðu hér hönd að, bera honum mestar þakkir fyrir skipulag mótsins og framkvæmd og var hinn mikli undirbúning- ur allur með ágætum og aðilum til sóma. Áður hefir verið getið hér í blaðinu þess, sem fram fór, og verður það ekki rakið nánar hér, en aðeins drepið á einstök atriðl. íþróttamenn, sem þátt tóku í mótinu voru 72 talsins, frá 5 héraðssamböndum, og skiptist þátttaka þannig: U.M.S. Borgarfjarðar 12 kepp- endur, U.M.S. Dalamanna 1 keppanda, U.M.S. Kjalarness- þings 23 keppendur, Héraðssam- bandið Skarphéðinn 32 kepp- endur og fimleikamenn, U.M.S. Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 3 keppendur. íþróttalegur árangur mótsins felst mest í því, hve þátttaka er mikil og almenn, og sýnir hún það, að ungmennafélögin stefna að þvi, að gera sem flesta þátttakendur í þeirri hollustu, Sigurður Qreipsson, er sá um aUan undirbúning mótsins. sem íþróttirnar veita. Hitt er í rauninni minna um vert, þótt einstök afrek væru ekki jafn- góð og bezt þekkist nú hér, enda stendur það til bóta með aukn- um lærdómi í hinum ýmsu í- þróttagreinum, þrátt fyrir mik- inn aðstöðumun til æfinga. Tvennt er sérstaklega athyglis- vert í þessu sambandi. Annað er það, að víða eru það forgöngu- menn, stjórnendur, félaganna, sem skara fram úr í íþróttun- um, og hitt er það, að Ung- mennasamband Kj alamessþings, sem ekki teluT nema 3 félög innan sinna vébanda og sendi keppendur aðeins frá tveim, að vísu tiltölulega fjölmennum fé- lögum, á næst flesta þátttak- endur í mótinu og eru þeir að tölunni til 1/5 hluti félagsmanna úr þessum félögum. Þetta sam- band vann mótið og er vel að sigrinum komið. Eftir mótið hafði verið sett, hafði Sigurður Greipsson hóp- sýningu með ungum piltum víðsvegar að af sambandssvæð- inu. Um leið og hann skýrði frá þessari sýningu, gat hann þess, að flokkurinn hefði aðeins haft 3 samæfingar, en að hann vildi með þessarl sýningu fá menn til að skilja hvað hægt væri að gera, ef viljinn er góður. Mótið allt bar þess vitni, hvað gera má með góðum vilja, en ekki sízt þessi fimleikasýning pilta, sem ekki höfðu haft tækifæri til þess að ná saman fyrr en tveim dögum áður. Fyrst voru sýndar staðæfingar og síðan erf- iöustu dýnuæfingar og voru þær gerðar á hinum mjúka moldar- velli. Piltarnir voru í fallegum, hvítum búningum og voru allaT hreyfingar þeirra léttar og fagrar. Síðari dag mótsins sýndi fim- leikaflokkur Umf. Skeiðamanna fimleika undir stjórn Jóns Bj arnasonar frá Hlemmiskeiði. Þetta félag telur um 40 félagsmenn, og það eitt sýndi þarna ágætan 10 manna flokk. (Framh. á 3. siðu) JÓNAS IÓNSSON: Þjóðskóli - launamannaskólí FRAMHALD. IX. Þegar Guðjón Samúelsson byrjaði að vinna að liðsdrætti vegna happdrættis til háskóla- byggingar, var vitanlegt, að einn af prófessorunum, Sigurð- ur Nordal, hafði glöggan skiln- ing á málinu, og vildi fá happ- drættisfé til þessara fram- kvæmda. En hann var lítt hneigður tU baráttu og félags- málaframkvæmda, og var von- laust um forstöðu úr þeirri átt. Alexander Jóhannesson hafði sýnt hneigð til framkvæmda i verklegum efnum, þó að þar hefði stundum gætt meira kapps en forsjáT. Hann einn af kenn- urum háskólans gat orðið for- ustumaður málsins í sinni eigin stofnun. Guðjón Samúelsson þekkti hann vel frá langjri kynn- ingu. Svo er að sjá sem Alex- ander hafi í fyrstu þótt meir en óvænt um stuðning heima fyrir. En þó fór svo eftir ítarlegar um- ræður, að hann tók að sér að beita sér fyrir málinu meðal stallbræðra sinna. Heldur mun hafa gengið erfiðlega með fúnd- arsókn, bæði í byrjun og síðar. Er það mál manna, að allmarg- ir af kennurum háskólans hafi verið tiltölulega ókunnugir hinni nýju byggingu, þegar hún var vígð. Að lokum kom þó þaar, að frumvarp var samið og flutt inn í þingið. Um það íeyti mætti ég 1 stiga þinghússins eina full- trúa háskólans í þinginu, Magn- úsi Jónssyni guðfræðiprófessor, og lét orð falla um, að nú yrði að koma happdrættismálinu gegnum þingið. En Magnús var þá enn eins vantrúaður og hinn efagjarni postuli, þó að stuðn- ingur hans yrði siðar að góðu gagni. Framsóknarflokkurinn studdi-málið, auk margra manna úr bæjarílokkunum. En frá hin- um upprennandi „bændaflokki", sem þá var í náinni samvinnu við sjálfstæðismenn, kom fram allmikil tregða, og var að þeirra tilhlutun skorin sneið af bygg- ingartekjum háskólans. Var þeirri þrengingu þó hætt og skaðinn bættur, þegar Fram- sóknarmenn áttu aftur fulltrúa i ríkisstjórn eftir 1934. Magnúsi Jónssyni hafði þótt sennilegt, að ómögulegt væri að tryggja háskólanum happdrætt- isféð, en líkur til að féð jrrði gripið til annarra hluta. Myndi svo hafa farið, ef Framsóknar- menn hefðu ekki staðið óhvikul- ir með málinu, eins og meðan verið var að leggja grunninn með byggingarlögunum. X. Kennarar háskólans höfðu vorið 1933 fengið heimild til að starfrækja happdrætti vegna byggingarmálsins. Þeir urðu nú að kjósa framkvæmdanefnd til að stýra verkinu. Þeir völdu til þess fimm menn. Þrlr af þeim báru hita og þunga verksins, en það voru þeir Alexander Jó- hannesson, Sigurður Nordal og Magnús Jónsson. Eftir að Alex- andeT hafði tekið málið að sér, vann hann með elju og áhuga að rekstri happdrættisins, bygg- ingarframkvæmdum og lántök- um til að fullgera húsið. Sig- urður Nordal þekkti bezt af prófessorunum til háskólabygg- inga, og mun hafa haft heppi- leg áhrif á margar úrlausnir um smekkvísa tilhögun og innra skipulag. Alveg sérstaklega lét hann sér annt um bókasafnið, og er einkar vel og haglega gengið frá þeim framkvæmdum. Magnús Jónsson er sjálfmennt- aður málari og mun listhneigð hans hafa komið honum að góðu haldi. Eftir því sem leið á byggingarstarfið óx áhugi hans, ekki sízt í sambandi við hina fögru kapellu, sem á að verða æfingasalur þeirra ungu kenni- manna, sem vilja feta í spor Jóns Vídalíns og Haralds Níels- sonar. Einhver fyrsti vandi á leið byggingarnefndar var að velja sér húsameistara, til að standa fyrir byggingarverkinu. Ef nefndin hefði verið hlutlaus og haft glögga yfirsýn, myndi hún hiklaust hafa valið Guðjón Samúelsson. Hann hafði þá, auk margra annarra afreka í bygg- ingarmálum, sýnt ágæti sitt með smíði Landakotskirkjunnar og þj óðleikhússins. Þá átti for- ganga hans um málið líka að vekja traust, þar sem vitað var, að hann myndi engin laun fá fyrir staTfið, en eingöngu erfiði og sennilega vanþakklæti fá- vísra og lítt menntra manna. í byggingarnefndinni mun Sigurði Nordal hafa verið full- Ijóst, að nefndinni væri heppi- legast að snúa sér til húsameist- ara ríkisins. Alexander Jóhann- esson var hikandi. Hann var ein- lægur sjálfstæðismaður, og frá mörgum áhrifamönnum úr þeim flokki hafði um mörg und- anfarin ár verið sótt fast að Guðjóni Samúelssyni með eldi og járnum. Gekk sumum til af- brýðisemi og minnimáttar- kennd. Aðrir sögðu, að þótt húsameistari ríkisins væri eins og flestir listamenn utan við stj ómmálabaráttuná, þá mætti telja sennilegt, að hann kastaði atkvæði á Framsóknarmenn við kosningar, og þóttu það ekki meðmæli. En mikið af mót- hygðinni gegn Guðjóni Samú- elssyni kom af vanhyggju og vanþroska þeirra, sem hlut áttu að máli. Þó fór svo um síðir, að bygg- ingarnefnd bað Guðjón Samú- elsson að taka að sér forustuna um verkið. Á hann mátti leggja vandann án nokkurs endur- gjalds, þar sem hann var starfs- maður ríkisins. Nefndinni mun hafa hrosið hugur við að borga 100 þús. kr. til útlendra eða innlendra húsameistara fyrir forstöðu við verkið, eins og þó hefði orðið að gera, ef leitað hefði verið tilboða á frjálsum markaði, eins og ýmsa aðstand- endur háskólans langaði til. Byggingarnefndin ákvað sjálfri sér nokkra árlega þóknun af happdrættisfé, þó að nefndar- menn væru allir á föstum laun- um við háskólann. Aftur á móti er ekki vitað, að þeir hafi boð- ið húsameistara ríkisins nokkra þóknun fyrir hans starf. Hann var að vísu á ríkislaunum, og það voru prófessorarnir líka. En erfiði hans og ábyrgð var hundraðfallt meiri en nefndar- mannanna allra saman. Sýndi byggingarnefnd í þessu mlnni þegnskap en nefnd sú, er und- irbjó Alþingishátíðina 1930 með fjögra ára vinnu og 150 fundum, en tók ekkert kaup fyrir starf sitt. En eftir að þessari byrjun var lokið, tókst hið bezta sam- starf með húsameistara og nefndinni. Komu þeir fram með kröfur og þarfir hinna ein- stöku deilda. Húsameistari leit- aðist síðan við að samræma þessar kröfur, á fagran, hag- sýnan og listrænan hátt. Tals- menn norrænumanna, guð- fræðinga og lögfræðinga virðast hafa stillt mjög í hóf um sér- kröfur sinna deilda, en það verður ekki sagt um læknana og má heita, að þeir vilji leggja undir sig og sína menn hálft meginhúsið. Hafa þeir þó auk þess til sinna afnota mikið af rannsóknarstofu Dungals, og nokkurt húsrúm í rannsóknar- stofu atvinnuveganna. Ekki bætir það aðstöðu þeirra lækna, sem mestu ráða í þessu efni, að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.