Tíminn - 28.06.1940, Side 3
66. blað
Reykjavík, föstndaginm 28. júni 1640
263
„Já, þetta er hínn rétti kafííilmur", sagði Gunna,
þegar Maja opnaðí „FRE YJU“-kaffíbætíspakkann
„Ég skal segja þér það, að nú fánm vfð gott kaffl, þvi að nn
höfum við „Freyju“-kaffibætinn. Ég er nú búin að reyna all-
ar hinar tegundirnar og hefi sannfærzt um, að úr „Freyju“-
kaffibæti fæst langbezta kaff ið.“
Takið eftir,
hvað stúlknrnar segja, að með þvi að
nota „Freyju“-kaffibæti fáið þið bezta
kaffið. — Kaupið þvi „Freyju“-kaffi-
bæti. Hann fæst hjá öllum kaupfélögum
og mörgum kaupmönnum á landinu.
Dánardægur.
Þann 21. aprll síðastliðlnn
lézt að heimili sonar sins í New
Westminster, B.C., Hansína Sig-
urðsson; 84 ára að aldri. Hún var
ekkja Sigurðar Jónssonar frá
Njarðvík í Norður-Múlasýslu.
Hún lætur eftir sig tvo syni í New
Westmlnster, Jón og Gunnar og
fjórar dætur; auk þess tvær
stjúpdætur, báðar í Winnipeg.
Hansína var jarðsett í Riverton,
Manitoba, 29. apríl, þar sem ein
dóttir hennar býr.
Samtal við unga
skáldkonu
(Framh. af 2. síðu)
hugsaði ég mér lífið á annan
veg. Rithöfundux ætlaði ég að
verða, það hefir alltaf verið ó-
breytanlegur ásetningur minn,
en ég hafði hugsað mér að
stimda langskólanám, Iðka síð-
an fræðimennsku. Það var dá-
lítil æskusorg, að sjá þessar
vonir bregðast. Ef til vill spegl-
ast eitthvað af mínum eigin von-
brigðum í þættinum: Una Hjalta
I Lífi annarra. Ég vil taka það
fram, að óviðráðanlegar orsakir
urðu þess valdandi, að ég varð
að gefa upp þennan bernsku-
draum minn. En hinu er heldur
ekki að leyna, að óvenjulegar
óskir og metnaður lítillar stúlku
er sjaldnast .tekið mjög alvar-
lega. Og það reynir töluvert á
litlu stúlkuna áður en hún hefir
sýnt heiminum, að henni er
fullkomin alvara.
— Hvert stefnið þér með bók-
menntastarfi yðar?
— Fyrst og fremst er það
fullnæging djúprættrar löngun-
ar, viðfangsefni, sem hægt er
áð leggja alla orku sína í. Bók-
menntastarfsemi knýr til víð-
tæks náms og athugunar, hún
kennir, að lífið er stutt en listin
löng. Fyrst er að læra lista-
mannstökin, siðan að taka list-
ina í þjónustu lífsins. — Hvert
listamaðurinn stefnir svarar
hann bezt með verkum sínum.
— Finnst yður ekki heldur ó-
glæsilegt, fjárhagslega séð, að
vera rithöfundur á þessum um-
brotatímum?
— Ojú, það verður varla sagt,
að það sé „gert upp á ábatann
að láta hann Kára róa.“
— Hvernig finnst yður, að
þjóðfélagið og samtíðarfólk yð-
ar hafi búið að yður?
— Ég bið um frest til að svara
þessari spurningu.
■ n — ii ■■ ii — n ■■ ii im ii míi —i ii —i n — ii —i n )■ n itw n t
Vinnið ötullega fgrir
Témann.
Félag SnæfeUinga og Hnappdæla.
Skemmtiíerð til Búða á Snæfellsnesi
nm Dæstn helgi.
Farið verður frá Reykjavík á skipi kl. 2 e. h. á laugardag og
komið aftur á sunnudagskvöld.
Allar upplýsingar um ferðina i Skóverzl. Þórðar Péturssonar,
Bankastræti, og í Skóbúð ReykjavíkuT, Aðalstræti.
Þess er vænst, að Snæfellingar og aðrir fjölmenni i ferð þessa,
til að skoða þessa unaðslegu staði (Búðir, Arnarstapa, Breiðuvík,
Staðarsveit og ef til vill ganga á jökulinn).
Þriðja ípróttamót
U.M.F.I.
(Framh. af 2. siBu)
Það er næsta ótrúlegt, að hægt
sé undir þeim skilyrðum, sem
þetta unga fólk á við að búa,
að æfa fimleikaflokk, en að
fá jafngóðan flokk og hér kom
fram, það er þrekvirki. Senni-
lega skilur ekki fólk, sem býr í
þéttbýli, hve mikið átak þetta er,
en fólkið í sveitinni, sem býr
við sömu skilyrði, finnur
það betur. Hér er ekki um að
ræða menn, sem þurfa að liðka
sig og styrkja eftir kyrrsetur
dagsins. Þetta eru menn, sem
ganga að algengri sveitavinnu,
erfiðisvinnu, allan daginn og
koma saman til æfinga í sin-
um litla hvíldartíma. Flokkurinn
sýndi, auk samæfinga, erflð á-
haldastökk og framúrskarandi
dýnuæfingar. Árangur æfing-
anna sýndi sig á piltunum sjálf-
um. Þeir voru fallegir, beinir,
mjúkir og vöðvastæltir. Þessi
flokkur getur sýnt sig hvar sem
er á þessu landi og er vonandi,
að hann geti tekið því boði,
nú eru nógu margir læknar full-
lærðir til að mæta þörfum
þjóðarinnar í næsta aldárfjórð-
ung.
XI.
Þegar búið var að undirbúa
háskólabygginguna í nokkur
missiri, og fullgera teikningar,
gerði einn af kennurum lækna-
deildar, Niels Dungal, tilraun til
að breiða hettu úrættaðrar kot-
ungsmennsku yfir háskólann og
framtíð hans. Dúngal byrjaði
áróður innan háskólans fyrir
því, að kljúfa bygginguna í
tvennt, flytja annað brotið yfir
á baklóð Landspítalans, og nota
það þar vegna læknakennslunn-
ar, en skilja hitt brotið eftir á
háskólalóðinni, handa guðfræð-
ingum, norrænu mönnum og
lögfræðingum. Um tíma varð
Dungal lítilsháttar ágengt með
áróður sinn, en brátt var hann
algerlega kveðinn niður innan
háskólans og áttu þeir Alexánd-
er Jóhannesson og Guðjón Sam-
úelsson mikinn þátt í því. Var
öllum sæmilega menntuðum
mönnum ljóst, hvílíkur ófarn-
aður það væri, í landi, sem átti
sárfáar merkilegar byggingar til
almennra þarfa, ef nú ætti að
sýna svo litinn þjóðarmetnað, að
gera tvö smáhýsi sitt í hvorum
bæjarhluta fyrir það fé, sem
Alþingi hafði veitt með svo
mikilli rausn. En í þessu fram-
ferði Dungals kom fram lífs-
stefna launamennskunnar.
Hann leit ekki á háskólann eins
og Jón Slgurðsson, svo sem væri
það ein stofnun, fyrir eina þjóð,
þar sem hver styddi annan í
gagnlegum verkum þjóðinni
allri til sæmdar og metnaðar.
Sókn Dungals miðaði að því, að
slíta læknaefnin úr kynningar-
og menningartengslum við hin-
ar deildir háskólans og nemend-
ur þeirra. Var tæplega hægt að
vinna háskalegra verk á hinum
unga og vanmáttuga háskóla,
heldur en það, sem Dungal
stefndi að með hinni þröngu og
klíkubundnu launamannapóli-
tík, sem sundrungartillagan
byggðist á.
Þó að Níels Dungal hefði tek-
izt að fleka stéttarbræður sina
í byggingarnefnd, svo að þeir
hefðu viljað láta að óskum hans,
myndi hafa verið kippt í taum-
ana annars staðar. Háskólalög-
in frá 1932 bundu byggingar-
nefnd við þá lóð, sem bærinn
gaf og stjórnarráðið hafði sam-
þykkt. Auk þess varð ríkisstjóm-
in að samþykkja teikningu há-
skólans. Og um langan aldur
hefir ekki verið í ríkisstjórn á
íslandi nokkur maður nógu lltil-
sigldur til að vega að metnaði
og framtíð þjóðar sinnar á
þann hátt, að samþykkja að
brjóta í mola þá uppeldisstofn-
un, sem. Jón Sigurðsson hafði
viljað skapa til að sameina alla
þjóðina og lyfta henni til auk-
ins vegs eða menningar.
Frh. J. J.
Gerist áskriíendur
I IVfH þessu vinsœla og sér-
m staka tímariti. 8. &rg.
er að byrja aB koma út og kostar »5-
eins 6 krónur. Engin hœkkun þótt allt
liœkki í verði. Aritun: Dvöl, Bvik.
sem honum var gert þennan d? 'T,
um að koma til Reykjavíkur inn-
an tíðar.
Þrátt fyrir það, þó á þessu
móti væri á annað þúsund
manns og margt af því ung-
mennafélagar, þyrfti boðskapur
þess að ná miklu víðar, því hann
er svo þýðingarmikill og upp-
örfandi fyrir öll ungmennafélög
í landinu. Hann færir sönnur á
það, hverju félagsmátturinn
fær áorkað I dreiíbýlinu og
hvert menningarstarf félags-
skapurinn vinnur, þar sem hann
er vel ræktur. Boðskapurinn,
sem þriðja íþróttamót U. M. F.
í. flytur, er sá, að ungmennafé-
lögunum er ekki ofvaxið neitt
það félagslegt átak, sem gera
þarf á hverj.um stað.
Fyrir þá, sem sóttu mótið,
verður margt eftirmlnnilegt.
Gifta okkar var svo mikil, að við
fengum fyrstu sumardagana,
sem komið hafa í þessum lands-
hluta, og fyrir það kom glæsi-
leiki þess fram. Framkoma I-
þróttamannanna, bæði þeirra,
sem sýndu, og hinna, sem
kepptu, var látlaus og blátt á-
fram og öll bar samkoman svip
sannrar menningaT og frjáls-
ræðis. Mun það og elnsdæmi,
þar sem haldið er svo stórt mót
sem þetta, að ekki sjái vín á
nokkrum manni, og að öllu, sem
fram fer, sé fylgt með þeim á-
huga og ánægju, sem þarna kom
fram. Þekktur íþróttaleiðtogi,
sem sótti þetta mót, lét svo um
mælt, að hánn hefði 1 þessari
samkomu séð rætast þær óskir,
sem hann átti um ungmennafé-
lögin, þegar hann starfaði í fé-
lagsskapnum.
Eftir að úrslit voru komin í
öllum íþróttagTeinum, afhenti
sambandsstjóri sigurvegurunum
verðlaun og mælti síðan til
þeirra nokkrum orðum. Þá sleit
Sigurður Greipsson mótinu og
beindi því um leið til ungmenna-
félaga, að minnast þess, að
frelsi þjóðarinnar byggist fyrst
og fremst á fólkinu sjálfu, en
ekki á neinu erlendu valdi. Að
lokum bað hann menn að taka
höndum saman í merkingu þess,
að vilja vinna einhuga fyrir
land og þjóð og stóðu menn
tengdum höndum meðan lúðra-
sveitin lék lag.
Ef til vill hafa sumir, sem
þarna voru staddir, lifað á
þessari stund eitt stærsta
augnablik æfi sinnar, og vist er
um það, að hún gaf fögur fyrir-
heit um framtlð þeirra, sem
iega að erfa landið, og af þessu
móti gat enginn farið öðruvisi
en fullur vonar og vissu um
það, að öllu er borgið í höndum
þeirrar æsku, sem þarna tók
höndum saman. Hún verður ekki
af velli hrakin á meðan íslenzk-
ur stofn lifir í landinu. R.Þ.
330 Margaret Pedler:
sagði þetta dálítið hvasst. Hún lét nauð-
ug undan. Rödd hans var skipandi og
hún var vön að hlýða möglunarlaust.
Hún gekk yfir gólfið hægt og treglega,
og leit illu auga til Fjólu um leið og hún
fór út.
Þegar hún var komin út fyrir dyrnar,
leit hún vandræðalega í kring um sig.
Enginn var í anddyrinu. Innan úr her-
berginu heyrðist rödd Fjólu, há og dá-
lítið skræk. Poppy tók ákvörðun á svip-
stundu. Hún kraup hljóðlaust og mjúk-
lega á annað knéð og lagði eyrað þétt
að skráargatinu. Hreyfing hennar var
jafn mjúk og hljóðlaus og hreyfingar
kattar, sem læðist. Hún varð að vita
hvers vegna þessi kona kom að heim-
sækja Blair.
Hún heyrði ekki allt. Stundum urðu
raddirnar inni svo lágar, að hún heyrði
ekki hvað þær sögðu. En hún heyrði
nóg til þess, að hin skarpa, óskólaða en
eðlisnæma skynsemi hennar gat sér til
um öll aðalatriði.
Fjóla hafði ekki skilið hvers vegna
Maitland kom aftur til Waincliff, ótt-
aðist það, og var til þess komin að fá
hjá honum endurtekið loforð um þögn.
Elizabet hafði komið snöggvast til Ab-
bey daginn áður, og þá sá Fjóla eitthvað
I svip hennar, sem gerði henni órótt.
Elizabet var allt öðruvísi en hún átti
Laun þess UBna 333
snerti, þá tjóðraði þetta hann, — batt
hann fastan. Einstök augnlablik nær
linkindin ávallt tökum á manni. Ef til
vill myndi hann, á slikum augnablik-
um, iðrast þess, að hann hafði haft
nægilegt viljaþrek til þess að neita
Elizabetu að giftast henni, vegna henn-
ar sjálfrar. Það hafði verið rétt gert, og
ef hann gerði þetta, þá væri honum ó-
mögulegt að taka þá neitun aftur.
Auk þess var hann hræðilega óham-
ingjusamur og einmana. Þessi bams-
lega einmanakennd er falin í brjósti
hvers einasta karlmanns og gerir ávallt
vart við sig gagnvart hinu móðurlega í
fari konunnar.
„Lofaðu mér að tilheyra þér,“ hvisl-
aði Poppy aftur. Hún kraup við hlið
hans, hélt handleggjunum um hálsinn
á honum og dróg höfuð hans að öxl sér.
„Lofaðu mér að elska þig, — þó ekki sé
nema einstöku sinnum, — þegar þú
æskir mín. Ég skyldi alls ekki þreyta þig,
— ekki vera þér til ama, ef þú vildir mig
ekki.“
Innileiki hennar, mýkt og bliða, vafð-
ist um hann og loksins lét hann undan.
„Myndi það gera þig mjög hamingju-
sama, Poppy?“ spurði hann.
„Hamingjusama!“ Rödd hennar titr-
aði af gleði. „Það væri himneskt!"
„Mér finnst þú hafa lélegar hug-
Eftirtaldar vörur
höfum við venjulega til sölu:
Frosið kindakjöt af
dilkum - sauðum - ám.
Nýtt og frosið nautakjöt
Svínakjöt,
Úrvais saltkjöt,
Ágætt hangikjöt,
Smjör,
Osrtar,
Smjörliki,
Egg,
Harðfisk,
Fjallagrös
Samband ísl samvínnufélaga.
Uppboð
verður haldið í Sundhöllinni
miðvikudaginn 3. júlí kl. 2 e.h.
Seldir verða gleymdir munir,
svo sem: handklæði, sundföt,
sundhettur, úr, peysur, húfur
o. fl.
Grelðsla fari fram við ham-
arshögg.
Reykjavík 26. júní 1940.
Sundhöll Reykjavikur
Útbreiðið TÍMANN
§másoluyerð
á neftóbaki
má ekki vera hœrra en hér segír
Anchor Stockholm Snus
í R vík og Hafnaríirði kr. 1,50 dósin
Annars staðar á landinu 1,55 —
Athygli skal vakin á því, að háar sektir geta
legið við að brjóta ákvæði tóbakseinkasölulaganna
uni útsöluverð í smásölu.
Tóbakseínkasala ríkísíns.