Tíminn - 05.07.1940, Blaðsíða 4
272
TÍMIM, ftisÉiidagiim 5. júlí 1940
68. blað
ÚB B/EMDM
Hjónaband.
í dag verða gefin saman í dómklrkj-
unni ungfrú Laufey Þorvarðsdóttir
(prests Brynjólfssonar frá Stað í Súg-
andafirði) og Páll Kolbeins skrifstofu-
stjóri hjá prentsmiðjunni Eddu. Bróð-
ir brúðgumans, sira Halldór Kolbeins,
framkvœmir vígsluna. Heimili þeirra
verður á Túngötu 31.
Boðhlaup
kringum Reykjavlk var háð síðastl.
þriðjudagskvöld. Pjórar sveitir kepptu,
tvær frá Ármanni og ein frá K. R. og
í. R. Keppendur i hverri sveit voru
fimmtán, hlupu átta þeirra 150 m.
hver, tveir 200 m., tveir 400 m., tveir
800 m., einn 1672 og einn 1500 m. Sveit
K. R. vann hlaupið á 18 mín. 54,4 sek.,
en A-sveit Ármanns varð 18 mín. 55
sek. Sveit í. R. 19. mín. 50 sek. og B-
sveit Ármanns 21 mín. 10,0 sek.
Ferðafélag íslands
efnir til þriggja skemmtiferða um
helgina, í Þjórsárdal, á Heklu og að
Hagavatni. Lagt verður af stað í allar
þessar ferðir kl. 4 síðdegis á morgun.
Áskriftarlistar og upplýsingar eru hjá
Kristjáni O. Skagfjörð, Túngötu 5.
Aðrar fréttir.
(Framh. af 1. síðu)
Petainstjómin franska hefir
ákveðið að gera víðtækar breyt-
ingar á stjórnarskránni og mun
þingið sennilega ekki verða
kvatt til ráða. Breytingarnar
munu stefna í einræðisátt. Talið
er að Laval sé að reyna að verða
einræðisherra í Frakklandi með
tilstyrk Mussolinis.
Þjóðverjar hafa hert kafbáta-
hernaðinn undanfarið og orðið
talsvert ágengt. Sökkti þýzkur
kafbátur nýlega undan Skot-
landsströndum farþegaskipinu
Arandora Star, sem var um 16
þúsund smálestir. Voru á því um
2000 manns, aðallega þýzkir og
ítalskir fangar, sem áttu að fara
til Kanada. Skipið sökk fljótt.
Tilkynnt er, að um 1000 manns
hafi bjargazt. — Þá segjast
Þjóðverjar nýlega hafa sökkt
brezku flugvélaskipi.
Þjóðverjar gera nú daglega
flugárásir á England, en þó ekki
í stórum stíl. Bretar endur-
gjalda með svipuðum flugárás-
um á þýzka staði og bækistöðv-
ar Þjóðverja í hinum hernumdu
löndum.
Stöðugar skærur eru milli
Breta og ítala á landamærum
L-ibyu og veitir ítölum miður.
Bretar gera oft flugárásir á
bækistöðvar ítala þar og í Abes-
siníu, en ítalir gera aðallega
flugárásir á Malta með litlum
árangri.
Þjóðskóli -
launamannaskóli
Á víðavangi.
(Framh. af 1. siðu.)
yfir. Er enn óvíst hvor leiðin
verður farin, en ágreiningurinn
um það mun ekki látinn tefja
framkvæmd málsins. Hefir
Framsóknarflokkurinn jafnan
talið það óheilbrigt að taka láns-
fé til vegargerðar og láta endur-
greiðslu þess verða til að tefja
fyrir framkvæmdum á komandi
tímum. En um afskipti Sigurðar
Eggerz er það að segja, að hann
kom ekki nálægt málinu fyr en
allt var raunverulega klappað og
klárt og er því ekki hægt að búa
til úr þessu máli einhverja
skrautfjöður handa honum.
(Framh. af 3. siðu)
ekkert hús á jarðríki fyrr verið
skreytt á þennan hátt. Innan-
vert við forhöllina er á neðri
hæð inngangur í hið mikla
bókasafn háskólans. Er þar
meðal annars safn Finns Jóns-
sonar prófessors og safn Bene-
dikts Þórarinssonar kaupmanns.
Er talið að safn Benedikts sé að
fjölbreytni og öllum frágangi
fullkomnasta safn íslenzkra
bóka, sem nokkur einstakur
maður hefir myndað. Á efri og
neðri hæð í forhöllinni eru fer-
strendar súlur, andspænis inn-
ganginum, úr fægðri hrafn-
tinnusteypu. Sannast þar í
fyrsta sinn í íslenzkum bygg-
ingum hin skáldlega lýsing Jón-
asar Hallgrímssonar um spegil-
skyggd og ljómandi hrafn-
tinnuþök. Á efri hæð, við inn-
gang í hátíðasalinn, er lítil for-
höll, innan við gljáandi hrafn-
tinnusúlur. Veggir hennar eru
allir klæddir fægðu, rauðbrúnu
lipariti. í kapellu háskólans á
öðru lofti, er altari og prédik-
unarstóll, klætt með skínandi
silfurbergssteypu og á efri brún
altarisins raðað tilhöggnum
silfurbergskrystöllum, en á bak
við þunn gylling. í gluggum
kapellunnar er mislitu gleri
raðað svo haglega, að þar mynd-
ast nálega allar tegundir af
kristnum krosstáknum. Eitt af
því, sem veldur jafnan miklum
erfiðleikum í stórum stein-
steypubyggingum, er að þær eru
framúrskarandi hljóðnæmar, og
er hið sifellda bergmál þreyt-
andi fyrir líkama og sál. Guð-
jón Samúelsson hefir gert mik-
ið til að forðast þetta í há-
skólabyggingunni. í steinsteypu
í gólfum hússins er timburlag í
miðju, til að brjóta leiðslu
hljóðsins. Nálega öll skilrúm í
húsinu eru klædd íslenzkri vik-
ursteypu, og síðan leitast við að
hafa veggina lítið eitt hrjúfa til
að draga úr hljóðnæmi. Hin
löngu göng á öllum hæðum frá
forhöll út að göflum, voru sér-
staklega hættuleg i þessu efni.
Húsameistari lét mjög grófan
striga á gangveggina, rúmlega
mannhæðar hátt, og mála síðan
strigann gulleitan. En ofan við
strigaklæðninguna vaT jafn stór
flötur sléttur. í stað þess að
mála efri hluta gangsins fjórum
sinnum með ærnum kostnaði, lét
Guðjón Samúelsson mála þenn-
an veggflöt og loft einu sinni og
síðan blása á veggina fíngerðu
steindusti, sem festist í máln-
ingunni, og lítur út eins og fín-
gert hraun. Gólfið í þessum
löngu göngum er lagt með mis-
litum korkplötum. Er þeim rað-
að þannig, að gólfið verður
langröndótt og sýnist miklu
lengra en það er í raun og veru.
Þessi skreyting á göngum bygg-
ingarinnar er í einu mjög ein-
föld, mjög ódýr, mjög smekkleg
og listræn og hindrar nálega
alla bergmálsmyndun.
Kapella háskólans er ekki stór
en mjög fögur. Það vekur eftir-
tekt hve snilldarlega hún er
máluð. Veggirnir eru bláleitir
neðst en lýsast smátt og smátt,
þannig, að hvelfingin er hvít.
Hún endurkastar birtu frá ó-
sýnilegum rafljósum. Hin fín-
gerðu blæbrigði á bláleitum
kapelluveggjunum njóta sin
aldrei betur en í slíku ljósi.
XVI.
Það mætti halda mun lengur
áfram að lýsa byggingarnýjung-
um húsameistara ríkisins í há-
skólabyggingunni, en hér verð-
ur numið staðar að sinni. Því
einu skal bætt við, að þessar nýj -
ungar eru svo þýðingarmiklar og
margbreyttar, að þeirra mun
um langan aldur gæta beinlínis
eða óbeinlínis við allar meiri
háttar byggingar hér á landi.
Til skamms tíma héldu menn, að
á íslandi væri ekki annað hús-
gerðarefni til en torf, svartur
sandur og grá möl. Nú hefir
Guðjón Samúelsson sýnt í verki,
að ættjörðin er auðug að fögr-
um og litsterkum bergtegund-
um og að úr þeim má byggja
hús og hallir, sem þola saman-
burð við samskonar byggingar í
stórum og auðugum löndum. En
þegar litið er á reynslu eins
byggingafræðings við eina stór-
byggingu, hvarflar hugurinn ó-
sjálfrátt að því, hve mikið verk-
efni muni vera hér á landi fyrir
húsameistara framtiðarinnar í
sambandi við mörg óunnin stór-
virki. Einn maður hefir rutt
brautina. Hér eftir er gatan
greiðfær öllum, sem kunna að
notfæra sér fengna reynslu.
Mörg ár eru liðin síðan Guð-
jón Samúelsson lauk prófi við
listaháskólann i Kaupmanna-
höfn. Hann valdi sér þá að við-
fangsefni háskólabyggingu í
Reykjavík. Engan gat þá grunað
að einmitt þessi maður fengi
aðstöðu til að hrinda áleiðis
slíku byggingarmáli, enn síður
að honum myndi auðnast að
standa fyrir framkvæmd verks-
ins. Ef Guðjón Samúelsson hefði
trúað á launamannastefnuna,
hefði hann aldrei staðið fyrir
háskólabyggingunni. Hann hafði
fjölmörg önnur verkefni með
höndum í daglegri skylduvinnu.
Hann varð að sækjast eftir að
gera þetta verk, þó að hann vissi
að hann fengi engin laun fyrir
starf sitt, og um langa stund
ekkert nema erfiði, ónæði og
fyrirhöfn.
Háskólabyggingin er svo full-
komin frá listrænu sjónarmiði
af því hún er frá hálfu bygging-
armeistarans gerð í anda Jóns
Sigurðssonar, fyrir þjóðina,
sæmd hennar og metnað, án
fjármunalegs endurgjalds. Ein-
ar Jónsson myndhöggvari full-
yrðir, að enginn maður geti
skapað mikið listaverk nema
hann leiði hugann algerlega frá
þeim möguleika, að það verði
nokkurntíma metið til fjár.
Aths.
Niðurlag þessa greinaflokks
um það, hversu háskólinn megi
verða að þjóðskóla, kemur hér í
blaöinu eftir heimkomu J. J.
norðan úr landi.
Ritstj.
«--1’H-J.yh im J3
in'j'i-fm
í STRANDFERÐ vestur um
land mánudaginn 8. þ. m. kl. 9
síðdegis. Vörumóttaka á föstu-
dag. Farseðlar óskast sóttir fyrir
hádegi á mánudag.
1 GAMLA BÍÓ“
DREGIÐ var í sundlaugar-
happdrætti Ungmennafélags
Hrunamanna 2. þ. m. og komu
upp þessi númer: 1599 reiðhjól,
1872 saumavél, 2979 skíði með
stöfum, 496 myndavél, 2288
værðarvoð, 1825 bakpoki, 1279
skautar, 2521 10 kr. í peningum,
2747 10 kr. í peningum, 2520 10
kr. í peningum. — Vinninganna
sé vitjað til undirritaðs.
F. h. U. M. F. H.
Galtafelli 3. júlí 1940.
Magnús Ögmundsson.
342
Margaret Pedler:
Laun þess liðna
343
stundum næstum ómótstæðileg, einkum
þegar ýmislegt smávegis í fari Fjólu
varð til þess, að minna sérstaklega á
það, sem Elizabet vissi um hana. Fjóla
hafði til dæmis barnslega tilhneigingu
til þess að halda ákaflega fast við ýmsa
dutlunga, sem hún tók í sig, og eins að
drotna yfir manni sínum og öllum á
Abbey. Elizabet ætlaði oft að verða það
ofraun að koma eðiilega fram við stjúp-
móður sína, og þó vissi hún, að hún yrði
að gera það, ella færi Candy að gruna
margt. Og sú nauðsyn að látast þannig
daglega, varð henni meiri og meiri raun.
Elizabetu fannst það, að Fjóla hafði
tekið perlurnar, lítilsvert og hverfandi
hjá þeirri miklu og miskunnarlausu
sjálfselsku, sem kom fram í því að
þiggja lífshamingju manns sem fórn
fyriT sjálfa sig. Stundum fannst Eliza-
betu að hún hataði Fjólu, hataði hana
fyrri fegurð hennar og yndisþokka, hat-
aði hana fyrir að hafa unnið ást Candys
og fyrir að halda henni með blekking-
um. Á slíkum augnablikum var það að-
eins minningin um skipbrot föður henn-
ar fyr á æfinni og vitundin um núver-
andi hamingju hans, sem gat fengið
Elizabetu til þess að halda sér í skefj-
um. „Mér datt það aldrei í hug, ungfrú,
fyrir fimmtán árum, að ég fengi að lifa
það, að sjá húsbóndann jafn stoltan og
hamingjusaman og hann er nú.“ Þessi
orð frú Dove urðu Elizabetu einskonar
verndargripur, sem ávallt minnti hana
á, að hún var að vernda. hamingju
Candys með þögninni. Hún var alls ekki
að vernda Fjólu, en þó varð að vernda
hana, vegna þess, að með öðru móti var
ekki hægt að tryggja hamingju Can-
dys.
Vaninn er voldugur lærimeistari og
mikilvirkur. DagarniT og vikurnar þok-
uðust áfram, og smátt og smátt vandist
Elizabet byrði sinni, byrði, sem hún
hlaut að bera ein, og þorði ekki að trúa
neinum öðrum fyrir, jafnvel ekki Jane
Wentworth. Jane unni henni, dóttur
Irene, — mjög, og jafnframt bar hún
stranga réttlætiskennd í brjósti. Þetta
hlyti að leiða til þess, að hún kvæði
einhverntíma upp úr með sannleikann,
ef hún aðeins vissi um hann, hvort sem
hamingja Candys hrindi við það í rúst,
eða ekki.
Vorið kom, hinir fyrstu vekjandi
vordagar í apríl, þegar Ijósgræn blöðin
tóku að gægjast út úr brumum trjánna
og loftið fylltist smátt og smátt hlj óma-
angan og fuglasöng. Þá hvíldi byrðin
jafnvel enn þyngra en ella á herðum
Elizabetar. Þetta nýja vakandi líf og
hið vekjandi loforð þess um sumar og
blómgvun, virtist hræða hana og minna
Oirægjandi ádeilur
(Frttmh. af 2. síðu)
um tekjum, þar sem hún hins-
vegar hefir verið byrði fyrir
stóran hluta bænda. Útflutn-
ingsgjaldi af sj ávarafurðum var
aflétt, í stórum stíl, svo að
hundruðum þúsunda nemur.
Sköttum og útsvörum var létt
af útgerðarfyrirtækjum, svo að
miljónum nemur, aðflutnings-
gjald af útgerðarvörum var
lækkað, svo hundruðum þús-
unda nemur a. m. k., og margt
fleira má telja þessu líkt. — En
samtímis þessum ráðstöfunum
leggur fj ármálaráðherra Sjálf-
stæðisflokksins til að skera nið-
ur flesta styrki til landbúnaðaT-
ins, jarðabótastyrkinn, bygg-
ingarstyrkinn, styrkinn til húsa-
bóta, — til jarðakaupasjóðs, -
nýbýla o. fl., svo að nemur rúm
um 900 þús. krónum á ári. —
Þetta eru staðreyndirnar, og séu
þær „ófrægjandi ádeilur", þá
hafa þeir samið þær, sem verkin
gerðu, en ekki ég, sem segi
kunningja mínum frá þeim. -
Hin ósannindin eru þau, að
ég hafi gengið út af þingi, er
greitt var atkvæði um að greiða
ekki dýrtiðaruppbót á laun, sem
eru yfir 8 þús. kr. á ári. — Sann
leikurinn er sá, að ég vann mest
að því, að tillagan kom fram og
flutti hana m. a. Ég held, að
enginn hafi beitt sér meira fjrrir
því, að fá frumvarp þetta um
dýrtíðaruppbót breytt á þann
veg, að það komi hinum 1 ægst
launuðu að meira liði en þeim
sem hæst hafa launin, eins og
fjármálaráðherra útbjó það. Og
þegar sú lagfæring fékkst ekki
greiddi ég atkvæði á móti því í
heild, og hafði áður marglýst
því yfir, að fylgi mitt við frum-
varpið ylti alveg á því að þessar
breytingar fengjust fram. Þeg
ar atkvæðagreiðslan fór fram,
var ég ekki kominn, er byrjað
var. Kemur slíkt ekki ósjaldan
fyrir þingmenn, að þeir tefjast
ýmsra hluta vegna frá að mæta
stundvíslega, og hygg ég þó, að
ef þingtíðindin væru athuguð,
væri þar aðrir sekari en ég í
þeim efnum. — Þessi eina breyt-
ingartillaga var afgreidd þegar
ég kom inn í salinn. — En vilja
menn ekki athuga hverjir það
voru, sem felldu hana? Mig
minnir, að flestir séu þeir ísa-
foldarmenn að trú, og ferst þeim
því sízt að deila á, að einn þing-
maður hafi verið fjarverandi við
atkvæðagreiðslu þessa. Ég þori
vel að láta taka upp samanburði
á því, hvað ég sé oft fjarverandi
atkvæðagreiðslu í þingi, við
hvaða ísafoldarmann sem er.
Hitt er ósatt, að ég hafi geng
ið út, til þess að þurfa ekki að
taka þátt í atkvæðagreiðslunni
Þeir, sem þekkja mig, trúa mér
sennilega til annars fremur en
þess, að ég þori ekki að láta í
ljós skoðun mína, hvort sem
það er með orði eða í athöfn.
En hitt er von, að ritstjórum
ísafoldar detti þetta í hug, þeg-
ar þingmaður er fjarverandi frá
atkvæðagreiðslu, því að slíkt
mun vera algengt ráð 1 þeim
herbúðum, sem þeir þekkja bezt
til. Skal ég nefna þess nokkur
dæmi, ef ritstjórarnir óska þess
Ég vil svo að lokum þakka
ísafold þetta tvennt, þrátt fyr-
ANDY HARDY
er ástfanginn!
Ný gamanmynd um
hina skemtilegu Hardy
fjölskyldu. Aðalhlut-
verkin leika
Mickey Rooney og
Lewis Stone,
og hin unga söng-
stjarna
Judy Garland.
i
‘.—.-NÝJA BlÓ°—*°-°—
SPBLLT ÆSKA
(Dead End).
Amerísk stórmynd frá
United Artists, sem talin
var ein af eftirtektarverð-
ustu stórmyndum, er gerð-
ar voru í Ameríku síðast-
liðið ár.
Aðalhlutv. leika:
JOEL MCCREA,
SYLVLA SIDNEY,
HUMPHREY BOGART
og CLAIRE TREVOR.
Aukamynd:
Ornstan við INarvik
Börn fá ekki aðgang.
Signrðnr Signrðsson
fyrverandi búnaðarmálastjóri
lést 1. júlí að heimili dætra sinna, Hringbraut 66, Reykja-
vík. AÐSTANDENDUR.
Inniiegar þakkir til allra hinna mörgu, sem
auðsýndu mér vináttu á sextugsafmœli mínu
2. júlí.
SIGURÐUR KRISTINSSON.
Þakka auðsýnda vináttu á sextugsafmæli
mínu 26. júní.
Hafnarfirði 3. júlí 1940
GUNNLAUGUR KRISTMUNDSSON.
Smásöliiverð
á ensku neftóbaki má eigi vera hærra en hér segir:
Kendal ISrown Snuff í 1 lbs. dósnm
í Reykjavík og Hafnarfirði . kr. 14.40 dósin
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar . — 14.85 —
Athygli skal vakin á því, að háar sektir geta legið við að brjóta
ákvæði tóbakseinkasölulaganna um útsöluverð í smásölu.
TÓBAKSEEVKASALA RÍKISEVS.
Tilboð ó§kaii
í 150 hektara jörð, ca. 100 km. frá Reykjavík, fast að þjóðvegin-
um. Ekkert íbúðarhús er á jörðinni, en 4 hektara tún.
Jarðhiti, til upphitunar húsa, getur fylgt.
Tilboð, merkt „10“, sendist afgreiðslu blaðsins.
Svknr til snltngeríar.
Heimiluð hefir verið úthlutun á sykri til sultugerðar,
til forráðamanns hvers heimilis, allt að 2 kg. handa hverj-
um manni, sem er í föstu fæði á heimilinu.
Þessi úthlutun fer aðeins fram til þeirra, sem fram-
vísa stofni af núgildandi matvælaseðli, enda lýsi forráða-
maður heimilisins því yfir, að þessi aukaskammtur af
sykri verði að öllu leyti notaður til sultugerðar á yfir-
standandi sumri eða í haust.
Skömmtunarskrifstofa rikisins.
Bóndi — Kaupir þn búnaðarblaðið FREY?
ir allt, sem áfátt er, i fyrsta lagi
að hún hefir skilað vbréfinu,
sem hana hafði langað svo að
hnýsast i fyrst, og í öðru lagi, að
hún hefir gefið ástæðu til að
halda uppi umræðum um fjár-
lagafrumvarpið, eins og ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins lagði
það fram í vetur. — Um það
þarf að ræða áfram og skýra
betur, því að það er ein ógrímu-
klæddasta og óskammfeilnasta
árás, sem á bændastéttina hefir
verið gjörð, og gætir þar þó sitt
af hverju. — Jafnvel „mosinn“
hefir verið notaður sem skot-
vopn, og annað álíka smekklegt
og vingjarnlegt. — Ég er reiðu-
búinn til að halda áfram um-
ræðum við ísafold um þetta efni.
En ég neita, að halda mér að
öðru en því, sem fullar heim-
ildir eru fyrir. — Ósannindi og
annan slíkan óþverra mega ísa-
foldarritstjórarnir eiga fyrir sig,
og mun enginn væna þá um, að
þeir fyrirverði sig fyrir.
Sveinbjöm Högnason.