Tíminn - 16.07.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.07.1940, Blaðsíða 1
RITSTJ ÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMADUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARPLOKKURINN. RITSTJ ÓRN ARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIDSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 16. júlí 1940 71. blað Söngskóli í Varmahlíð Athyglísverð tíllaga Srá Þormóði Eyfólfssyni um sðngskóla í sambandi við héraðsskólann í Varmahlið tengslum og íþróttaskólinn er við héraðsskólann á Laugar- vatni. Mér finnst vel geta komið til mála, að þessi skóli yrði tileink- aður minningu hins heilaga Jóns biskups. Og nú leyfi ég mér, að beina þeirri ósk til stjórnax Varmarhlíðarfélagsins, að hún taki þessa söngskólahug- mynd til athug-unar. — Ég efa ekki að flestir Skagfirðingar ut- an Skagafjarðar muni fúsir að veita héraðsbúum ágætan styrk við héraðsskólastofnunina, en það er sannfæring mín, að það muni verða ýmsum þeirra marg- föld hvöt að vinna fýrir málið, ef þeir sæu sig um leið vera að tryggja söngdísinni, hinni gömlu en þó síungu söngdís Skagaf j arðar, varanlegan bú- stað og góð vaxtarskilyrði í Skagafirði um aldur og ókom- inn tíma.“ — Það er víst, að þeir eru margir, sem munu vilja styðja þessa hugmynd Þormóðs. Það má t.d. benda á það, að kirkjusöngur þjóðarinnar er algerlega óvið- unandi, en hann gæti verið mik- ilvægur liður í söngmennt þjóð- arinnar. Biskup og ýmsir prestar eru nú að hefja baráttu fyrir bættum kirkjusöng. Góður söng- skóli gæti orðið mikill styrkur í þessum efnum. Prestar gætu (Framh. á 4. siðu) Jarðarför Þórólfs í Baldursheími Laugardaginn 6. júlí fylgdu Þingeyingar Þórólfi Sigurðssyni bónda í Baldursheimi til hinztu hvílu. Dagana á undan var norðan kuldatíð með rigningu og súld. Þennan morgun létti þoku af fjöllum og birti í lofti. Kom þá í ljós, að blái mývetnski fjalla- hringurinn var hvítur niður í hlíðar af nýfallinni mjöll. — (Framh. á 4. síöu) Samkvœmt vopnahléssáttmálanum fá Þjóöverjar og ítalir umráð yfir öllum hergögnum, sem tilheyröu franska landhernum. — Hér á myndinni sjást litlir bryndrekar í geymslu einnar stcerstu bryndrekaverksmiðju Frakka. Hvað geríst á Norðurlöndum? Síðan Þjóðverjar réðust inn í Danmörku og Noreg hafa litlar fréttir borizt hingað frá Norð- urlöndum. Hvernig þar muni nú ástatt verða menn helzt að dæma eftir líkum. Það er fullíjóst, að afkomu- möguleikar muni vera orðnir þar mjög erfiðir. Öll þessi lönd eru svo háð viðskiptum við um- heiminn. Danir hafa á undanförnum árum komið á fót miklum iðn- aði, sem byggist á aðfluttum efnum. Þessi innflutningur hef- ir nú stöðvazt að mestu. Afleið- ingin hlýtur að verða stórfellt atvinnuleysi. Landbúnaðurinn danski hefir haft aðalmarkað sinn í Englandi og hann bygg- ist að talsverðu leyti á inn- fluttum fóðurvörum frá lönd- um, sem nú eru engin skipti við. Það þykir fullvíst, að danskir bændur verði að stórminnka bústofn sinn í sumar, ef óbreytt ástand helzt áfram. Hrörnun iðnaðarins og landbúnaðarins hlýtur vitanlega að draga verzl- unina saman. Þá hafa fiskveið- ar Dana nær lagst niður, sökum benzinleysis. Sökum hafnbanns- ins hlýtur að verða skortur ýmsra venjulegra neyzluvara, en birgðir voru ekki svo miklar, að þær geti enzt lengi. í Noregi hafa allar djúphafs- veiðar stöðvast og verzlunar- flotinn færir nú ekki heim hin- ar miklu tekjur, eins og hann hefir gert undanfarið. Það má því segja, að tvær einna þýðing- armestu atvinnugreinar Noregs hafi lagst niður. Ýms iðnaðar- fyrirtæki hætta líka störfum, sökum hráefnaskorts. Hafn- bannið verður Norðmönnum sennilega enn tilfinnanlegra en Dönum, þar sem þeir kaup enn meira af neyzluvörum og munu hafa átt minni birgðir. í Svíþjóð hefir stöðvast að verulegu leyti útflutningur ýmsra helztu útflutningsvar- A. Ráðningarskrifstofa landbúnaðarins. — Síldveiðin. — Þýzk flugvél grandar enskum togara. — Eldur í Grábrókarhrauni. — Slys. — Eigandaskipti á ----------- Bessastöðum. ----------- Á vorhátíð Varmahlíðar- félagsins, sem haldinn var að Varmahlíð 23. f. m., reifaði Þormóður Eyjólfs- son ræðismaður þá tillögu, að sérstakur söngskóli yrði starfræktur í sambandi við hinn væntanlega héraðs- skóla í Varmahlíð. Þessari hugmynd Þormóðs var mjög vel tekið af þeim, sem þarna voru staddir og hefir stjórn Varmahlíðarfélagsins í Skagafirði lýst sig henni fylgj- andi. í ræðu þeirri, sem Þormóður flutti á skemmtuninni og þar sem hann gerði grein fyrir þess- ari tillögu, fórust honum m. a. orð á þessa leið: „Þó að héraðsskólarnir séu að fyrirkomulagi um margt líkir, þá hafa þeir þó nokkuð til síns ágætis, hver á sinn hátt. — í sambandi við Laugarvatnsskól- ann er rekinn íþróttaskóli, sem hefir nú þegar alið upp allálit- legan hóp íþróttakennara, sem víðsvegar um landið vinna nú með góðum árangri að hollum og fögrum íþróttaiðkunum. Það- an breiðast út listrænar íþróttir. Ég minntist áðan á söng- hneigð Skagfirðinga. í Skaga- firði má með sanni segja, að vagga íslenzkrar sönglistar hafi staðið. í Hólaskóla mun fyrsta söngkennsla hafa farið fram hér á landi, undir handleiðslu Jóns biskups Ögmundssonar. Sjálfur söng hann svo fagurlega, að sænski erkibiskupinn hugði þar vera engilsrödd frekar en manns, eins og sagan segir, og afburða vel lék hann á hörpu. Hjá okkur íslendingum er mjög tilfinnanlegur skortur góðra söngkennara og reyndar ekki vansalaust að þeir, sem þá kennslu vilja stunda, skuli ekki eiga þess kost, að afla sér söng- menntunar hér á landi. Söng- kennsla hefir t. d. aldrei verið tekin upp sem námsgrein í tón- listarskólanum í Reykjavík. Það þarf að koma á fót góðum söng- skóla, þar sem söngkennaraefhi geti átt kost á góðri og fullkom- inni söngmenntun. Slíkur skóli vona ég að öllum Skagfirðing- um sé metnaðarmál að komizt á í sambandi við héraðsskólann í Varmahlíð, með svipuðum DE GAULLE Charles de Gaulle hershöfð- ingi er formaður frönsku stjórnarnefndarinnar, sem ný- lega hefir verið mynduð í Lon- don og berst áfram fyrir frelsi Frakklands. Stjórnarnefnd þessi hefir ákveðið að koma upp frönskum her og hefir þegar gefið sig fram fjöldi Frakka í Englandi, Ameriku, í frönsku nýlendunum og víðar. Grein um de Gaulle birtist á öörum staö í blaðinu. Ráðningarskrifstofa landbúnaðarins, sem undanfarið hefir starfað á vegum bjargráðanefndar og Búnaðarfélags ís- lands og Jens Hólmgeirsson hefir veitt forstöðu, er nú hætt störfum. Vinnu- miðlunarskrifstofa Reykjavíkur og Ráðningarskrifstofa Reykjavíkur munu í náinni framtíð annast þau störf, sem hún hefir unnið. Ráðningarskrifstofan starfaði í rúma þrjá mánuði og réði alls um 425 manns í sveitavinnu. Skipt- ist það þannig: Um 30 stúlkur innan 16 ára aldurs voru ráðnar í vor- og sum- arvinnu, 212 stúlkur eldri en 16 ára voru ráðnar í vor- og sumarvinnu og 3 í ársvist, 65 karlmenn yngri en 16 ára voru ráðnir í vor- og sumarvinnu og 6 í ársvist, 79 karlmenn eldri en 16 ára voru ráðnir í vor- og sumarvinnu og 10 í ársvist. Þá var þrennum barn- lausum hjónum útveguð ársvist og þrennum hjónum vor- og sumarvinna. Auk þessa telja vinnumiðlunarskrif - stofan og Ráðningarskrifstofa Reykja. víkur sig hafa ráðið fleira fólk í sveita- vinnu en undanfarin vor. Virðist þetta benda til að fleira fólk hafi fengið sér vinnu í sveit en áður. Þó ber að taka tillit til þess, að bændur munu áður hafa gert meira að því að útvega sér vinnufólk, án aðstoðar ráðningarskrif- stofanna. — Þá hafði ráðningarskrif- stofa landbúnaðarins samvinnu við vinnumiðlunarskrifstofurnar í bæjun- um utan Reykjavíkur, en verulegur ár- angur mun ekki hafa orðið af störfum þeirra, nema á Akureyri og í Vest- mannaeyjum. í Vestmannaeyjum var vinnumiðlunarskrifstofan búin að ráða um 40 manns í sveitavinnu fyrir nokkru síðan. Á Akureyri hefir vinnumiðlunar- skrifstofan líka útvegað mun fleira fólki vinnu í sveit en áöur. — Það mun ekki ráðið, hvórt ráðningarskrifstofa landbúnaðarins verður látin halda á- fram störfum næsta vor. Mun það verða borið undir álit búnaðarþings í vetur. f f r Hin mikla síldveiði á auðsturmiðun- um helzt enn og veiðiveður hefir yfir- leitt verið gott undanfarið. Hins vegar hefir enn sama og engin síld veiðzt vestan Mánáreyja. Samkvæmt yfirliti Fiskifélagsins var síldaraflinn 13. þ. m. orðinn 378.498 hl. bræðslusíldar, en var í fyrra 15. júlí 408.367 hl. og 16. júlí 1938 153.437 hl. Miðað við skipastól og veiðitíma er aflinn nú meiri en nokkru sinni áður á þessum tíma. Allar súdar- verksmjðjurnar eru nú teknar til starfa, nema Krossanesverksmiðjan. Togarar Alliancefélagsins og tveir togarar úr Hafnarfirði munu stunda síldveiðar í sumar fyrir Djúpuvíkurverksmiðjuna. Enn mun ekki fullráðið um fleiri tog- ara. t t t Aðfaranótt föstudagsins síðastliðins sökkti þýzk flugvél togara frá Grimsby sem mun hafa verið staddur milli 20— 30 sjómílur út af Kambanesi, sem er milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Kom flugvélin úr vesturátt og varpaði hún tveimur sprengjum á skipið. Önn- ur hæfði það ekki, en hin lenti mið- skips, á brúnni, og olli svo miklum skemmdum, að skipið byrjaði að sökkva. Við sprenginguna hrukku skip- stjóri og stýrimaður, sem voru á brúnni, útbyrðis. Hásetar höfðu strax tekið yél- byssu skipsins í notkun og skotið nokkr- um skotum á flugvélina. Þau munu þó ekki hafa sakað hana, og flaug hún, er flugmennirnir sáu hvernig komið var frá skipinu í norðurátt. Hásetar kom- ust klakklaust í björgunarbátinn og fundu stýrimanninn í sjónum eftir nokkra.leit, en skipstjórann ekki. Var stýrimaður orðinn mjög þrekaður. Reru þeir síðan til lands og höfðu róið í átta klst., þegar trillubátur frá Stöðvarfirði hitti þá og dró hann björgunarbátinn til lands. Voru hinir ensku sjómenn orðnir mjög þreyttir, er þeir náðu landi, og einn þeirra særður af vélbyssuskot- um frá flugvélinni. Veittu Stöðfirðingar þeim góðar viðtökur. Særði maðurinn var fluttur með flugvél á sjúkrahús i nálægum kaupstað og eru sár hans ekki talin hættuleg. t t r Snemma á sunnudag urðu menn þess varir, að eldur hafði kviknað við Hreðavatn, fyrir sunnan Grábrók. Á þessu svæði eru gisnir runnar og mik- ill mosi, sem var orðinn skrælþurr. Vatn var ekki við hendina til að hindra útbreiðslu eldsins, og mynduðu því sumargestir á Hreðavatni einskonar „slökkvilið" og var rudd þriggja metra braut umhverfis allt svæðið, hema að norðanverðu, en þar stöðvaði vegurinn (Framh. á 4. síðu) anna, þar sem Þjóðverjar geta komið í veg fyrir alla flutninga þeirra til Bretlands, en Bretar geta hindrað alla flutninga Svía sjóleiðina til þeirra landa, sem eru undir yfirráðum öxulrikj- anna, að Noregi og Danmörku undanskildu. Þegar athuguð eru fyrri viðskipti Svía við þessi lönd má gleggst marka, hversu óheppilegar afleiðingar þetta muni hafa fyrir atvinnulíf þeirra og afkomu. Það má því hiklaust gera ráð fyrir, að styr j aldarástandið muni skapa verulegan skort og atvinnuleysi á Norðurlöndum. Er það athyglisvert í þessu sam- bandi, að norskum blöðum mun hafa verið fyrirskipað að birta engar fréttir um erfiðleika at- vinnuveganna, en þau hinsvegar hvött til að segja itarlega frá öllu því, sem stefndi í viðreisn- arátt. Þá er í Oslóarútvarpinu lögð mikil áherzla á fjandskap Breta við norsku þjóðina, er sjá megi á því að þeir séu að reyna að láta hana verða hungur- morða. Sennilega eru það þó ekki þrengingar atvinnulífsins og af- komuvandræðin, er valda þess- um þjóðum mestum áhyggjum um þessar mundir. Hitt mun þeim þykja skipta enn meira máli, hvaða fyrirætlanir Þjóð- verjar hafa um stöðu þeirra í framtíðinni. Eftir fregnum frá Noregi að dæma munu Þjóðverjar hafa í undirbúningi að láta setja Nor- egi nýja stjórnarskrá og þykir ekki ósennilegt, að reynt verði að láta þá þingmenn, sem ekki (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttir. Churchill forsætisráðherra flutti ræðu í brezka útvarpið síðastliðið sunnudagskvöld. — Lýsti hann því eindregið, að Bretar væru ákveðnir í því að halda áfram baráttunni og þjóðin yrði að búa sig undir langvinna styrjöld. Bretland væri nú betur vígbúið en nokk- uru sinni fyr og myndu Þjóð- verjar hljóta verðskuldaðar viðtökur, ef þeir gerðu tilraun til árásar. í Bretlandi væri nú undir vopnum iy2 milj. æfðra hermanna og 1 milj. manna í heimavarnarliðinu. Flugárásir Þjóðverja undanfarið hefðu sýnt, að loftvarnir Breta væru traustar. Annars staðar hefði Þjóðverjum heppnast að sigra með lævíslegum áróðri, sem hefði brotið mótstöðuþróttinn niður, en slík meðul hefðu ekki áhrif á brezku þjóðina,- Hún væri einhuga og samhent. Þá lýsti hann yfir því, að þrátt fyrir sjóhernað Þjóðverja væri bæði herskipafloti og kaup- (Framh. á 4. síöu) A víðavangi FURÐULEG AFMÆLIS SKRIF. Bjarni Benediktsson prófessor ritaði greinarstúf í Mbl. um Jakob Möller fjármálaráðherra á sextugsafmæli hans 12. þ. m. ■ • grein þessari segir Bjarni m. a.: „Það er eigi létt verk að taka við fjárstjórn hér á landi, þegar svo stendur á, að hinir gömlu valdhafar verða að leita til fornra andstæðinga, vegna þess að í slíkt öngþveiti er komið, að einir ráða þeir ekki við neitt, en hafa þó eftir sem áður meiri- hluta á Alþingi og í ríkisstjóm“. Sýnir þetta vissulega, að Bjarni Benediktsson er einn þeirra í- haldsmanna, sem eiga erfitt með að sitja á strák sínum, þar sem hann getur ekki skrifað afmæl- isgrein um umræddan ráðherra Sjálfstæðisflokksins, án þess að læöa inn í hana rógi um and- stæðingana og að reyna að koma af stað illdeilum um myndun þjóðstjórnarinnar, þar sem hann má vita, að slíkum Gróuburöi verður ekki tekið þegjandi. Er það mála sann- ast, að Framsóknarflokkurinn gekkst ekki fyrir myndun þjóð- stjórnarinnar vegna þess, að hann teldi sig skorta úrræði. Það úrræði, sem var valið til hjálpar sjávarútveginum, var líka siður en svo undan rifjum Sjálfstæðisflokksins runnið, þar sem átta þingmenn flokksins greiddu atkvæði möti því. Á- stærðurnar til þess, að Fram- sóknarflokkurinn beittist fyrir myndun þjóðstjórnarinnar,voru einkum tvær: í fyrsta lagi ótt- inn við yfirvofandi styrjöld og þá erfiðleika, sem þá myndu ganga yfir þjóðina, og í öðru lagi óttinn við hina ofstækis- fullu baráttu stjóxnarandstöð- unnar, sem hæglega gat spillt árangri gengislaganna og hlið- stæðra umbótaráðstafana, ef hún héldi áfram undangengn- um vinnubrögðum. Var og ekki annars verulegs árangurs að vænta af Sjálfstæðisflokknum, ef hann gengi til samstarfs, en að hann hætti hinni skaðlegu stjórnarandstöðu. Neinna úr- ræða eða hagsýnna ráða var vitanlega ekki að vænta hjá þeim mönnum, sem höfðu stjórnað Reykj avíkurbæ eins og raun gaf vitni, og ekkert annað höfðu aðhafst í landsmálunum í meira en áratug en að deila á aðra. VERKASKIPTING RÁÐHERRA. Ritstjóra Vísis hefir þótt þessi viðleitni Bjarna til að reyna að spilla sambúð flokkanna svo eftirbreytnisverð, að hann reyn- ir að fylgja í slóð hans, enda hefir það jafnan verið mesta á- hugamál Vísis, að eyðileggja stjórnarsamvinnuna. Er Vísis- ritstjórinn m. a. með dylgjur um það, „að fjármálageni Fram- sóknar hafi orðið að víkja fyrir Jakob Möller úr stöðunni og farið þaðan, að almannarómi, við lítinn osðstír“. Verður það að teljast alveg furðulegt, að í- haldsblöðin skuli ganga svo langt í árásarskrifum sínum á þessum tímum, að þau skuli reyna að hefja deilur um verka- skiptingu ráðherranna. En al- menningi mun það ljóst, að ekki gátu ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins farið í ríkisstjórnina án þess að fá einhver ráðuneyti til umsjónar og urðu því ráð- herrar Framsóknarflokksins að láta þeim eftir eitthvað af þeim ráðuneytum, er þeir höfðu áður haft. Um það getur Vísisrit- (Framh. á 4. siðu) Óþekkt flugvél sést frá Ólafsflrði í nótt sást frá Ólafsfirði mjög stór flugvél, sem menn þóttust vissir um að ekki væri ensk. Flaug hún í vesturátt. Brezk skip munu hafa verið á sveimi á Eyjafirði í nótt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.