Tíminn - 09.08.1940, Side 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
24*. árg.
Rcykjavík, föstudagim 9. ágúst 1940
78. blað
Tíllögur brezku setuliðssfjórnarínnar um
myrkvun Reykjavíkurbæjar
Yfírlít um afskíptí hennar og lögreglu-
stjóra af málinu
Innrásin í Bretland
Buizt vid henni á hverri stundu
Skipun vörumiöl-
unarnefndar
Verzlunarráðið hefir
enn ekki viljað til-
nefna mann í nefndina
í Morgunblaðinu í fyrradag
birtist grein, sem nefnist „Svik-
in í verzlunarmálunum". Auk
venjulegra blekkinga, sem áður
hafa verið marghraktar, er það
aðalefni hennar, að viðskipta-
málaráðherra hafi svikizt um
að framkvæma þá breytingu á
gj aldeyrislögunum, er gerð var
á seinasta þingi.
í tilefni af þessu hefir Tíminn
snúið sér til viðskiptamálaráð-
herra og fengið eftirfarandi upp-
lýsingar:
Á seinasta þingi var gerð sú
breyting á gjaldeyrislögum, að
skipuð yrði svokölluð vörumiðl-
unarnefnd, sem úthlutaði inn-
flutningi fjögurra vöruflokka
milli kaupfélaga og kaupmanna
í stað gjaldeyrisnefndar. Nefnd-
in átti að vera skipuð einum
manni frá verzlunarráðinu, ein-
um frá S. í. S., en formann henn-
ar átti viðskiptamálaráðherra að
skipa.
Breyting þessi var gerð til að
fullnægja að nokkru óskum
Sjálfstæðisflokksins í þessum
málum og án þess að Framsókn-
arflokkurinn teldi hennar þörf
af annari ástæðu.
í umræddri Mbl.grein eru
svikin talin vera þau, að þessi
nefnd hafi ekki verið skipuð. Er
látið í veðri vaka, að það sé sök
viðskiptamálaráðherra.
Hið rétta í þessu máli er það,
að hinn 31. maí s.l. ritaði við-
skiptamálaráðuneytið verzlunar-
ráði íslands og S. í. S. bréf, og
óskaði eftir því, að þessir aðilar
tilnefndu fulltrúa sína í nefnd-
ina. Hvorugur þessara aðila hefir
tilnefnt mann, og er því óhugs-
andi að nefndin geti verið tekin
til starfa. S. í. S. hefir ekki sent
neitt sérstakt svar við bréfi ráðu-
neytisins, en vitað er að það er
reiðubúið að nefna mann í
nefndina. Verzlunarráðið hefir
hins vegar svarað á þá leið, að
það myndi ekki tilnefna mann
af sinni hálfu fyrr en kunnugt
væri um starfsreglur þær, er
nefndin ætti að vinna eftir.
Þannig virðist verzlunarráðið
beinlínis ætla að færast undan
þeirri þátttöku í málinu, sem Al-
þingi hafði ætlað því, svo fram-
arlega sem starfsreglurnar verða
ekki í samræmi við skoðun verzl-
unarráðsins. Löggjafarnir hafa
hins vegar ekki gert ráð fyrir
neinni þátttöku viðskiptaaðila í
samningu starfsreglna nefndar-
innar. Það er beinlínis tekið
fram, að þær reglur skuli settar
af ríkisstjórninni.
Um starfsreglurnar sjálfar er
það að segja, að frumdrættir að
þeim hafa verið samdir fyrir æði
löngu og liggja þeir til athugun-
ar hjá ríkisstjórninni, sérstak-
lega hjá ráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins.
Af því sem hér hefir verið sagt,
er fyllilega ljóst, að það er sök
verzlunarráðs íslands fyrst og
(Framh. á 4. síSu)
Tryggví Kvaran |
Séra Tryggvi Kvaran að
Mælifelli í Skagafirði andað-
ist í sjúkrahúsinu á Sauðár-
króki hinn 5. þessa mánaðar.
Séra Tryggvi hafðl átt við
langvarandi vanheilsu að búa.
Undanfarna daga hefir
verið rætt mjög um myrkv-
un Reykjavíkur í blöðum
bæjarins, og hafa dagblöðin
veitzt dag eftir dag að lög-
reglustjóranum í Reykjavík
fyrir það, að hann fyrir
nokkrum dögum tilkynnti,
að Reykjavík myndi verða
myrkvuð 15. þ. m. og menn
yrðu að vera við því búnir.
Þá myndu og verða gerð-
ar ráðstafanir til að loka
kaffihúsum og takmarka
skemmtanir meira en verið
hefir undanfarið.
Tíminn hefir leitað sér nokk-~
urra upplýsinga um hvernig
þessu máli er háttað. Fara þær
hér á eftir:
í sumar hefir það a. m. k. tví-
vegis komið til umræðna milli
ríkisstjórnarinnar og yfirmanna
brezka setuliðsins, hvort þörf
myndi vera á því að myrkva
Reykjavík. En eins og mörgum
er kunnugt, er myxkvun borga
og bæja ein hin fyrsta ráðstöfun,
sem gerð er, þar sem loftárásar-
hætta er talin fyrir hendi, og
hefir verið gripið til hennar víð-
ast annars staðar í herteknum
löndum.
Ríkisstjórnin var því andvíg,
að bæir hér á landi yrðu myrkv-
aðir og færði fyrir því ýms rök,
sem eru alveg sérstæð fyrir ís-
lenzka staðhætti. Lögreglustjór-
inn í Reykjavík, sem jafnframt
er formaður loftvarnanefndar,
átti einnig tal við ríkisstjórnina
um þessar mundir og lýsti sig
andvígan myrkvun, og taldi
frekar þörf að auka götulýsing-
una en að draga úr henni.
En hinn 25. júlí fékk ríkis-
stjórnin nokkrar tillögur frá yf-
irstjórn brezka setuliðsins, um
varúðarráðstafanir, er rétt væri
að gera vegna loftárásarhættu.
Þegar hefir verið slátrað dálitlum
hópi dilka hér í Reykjavík, og er nýtt
lambakjöt komið í sölubúðir. Fyrst um
sinn verður útsöluverð kjötsins kr. 3.45
hvert kílógramm, en lækkar síðar, er
meir líður á sumarið og lömbin hafa
tekið út meira af eðlilegum sumar-
þroska sínum.
t t t
Ríkisstjórnín hefir látið birta áskor-
un til garðyrkjumanna um að draga
þar til eðlilegum vaxtartíma er lokið,
að taka upp kartöflur úr görðum sín-
um og sáðlöndum. Orsakir þess, að
ríkisstjórnin sá ástæðu til að láta þetta
til sín taka, eru þrjár aðallega: Likur
eru til að kartöflur verði seinvaxnar í
ár og kartöfluuppskera minni en I
meðallagi, óvissa ríkir um möguleika
til aðdrátta á kornmeti og allmiklar
birgðir eru enn til í landinu af góðum og
óskemmdum kartöflum frá síðastliðnu
ári. Væri því mesta glapræöi að byrja
að taka upp ekki hálfvaxnar kartöflur
í ágústmánuði, vitandi að hörgull verð-
ur á kartöflum þegar út á líður næsta
vetur og vor, en láta mikið af nothæf-
um kartöflum frá liðnu hausti ónýtast.
t t t
Brezka stjórnin hefir nú veitt leyfi
til þess, að selja megi héðan saltsíld
til Svíþjóðar. Leyfi hins styrjaldar-
aðUans, Þjóðverja, er enn ekki fengið,
en telja má ólíklegt að standa muni
á því. Svíar munu vilja kaupa talsvert'
Er þar á meðal tillaga um, „að
allir húsráðendur skuli hafa i
vörzlum sínum nægileg myrkv-
unartæki til að tryggja að ör-
ugglega væri hægt að koma á
algerri myrkvun 15. ágúst, eða
þar um bil,“ Þessar tillögur voru
strax sendar formanni loft-
varnanefndar. í bréfi ráðuneyt-
isins er tekið fram, að tillögurnar
séu sendar íoftvarnanefnd „til
athugunar" og er ætlazt til að
loftvarnanefnd hafi eftir því,
sem ástæða þyki til, samráð við
yfirmenn brezka setuliðsins um
framkvæmd þessa máls.
Formaður loftvarnanefndar
mun hafa talið, og jafnvel loft-
varnanefndin öll, að svo mikil
áherzla væri lögð á umrædda
tillögu, að ekki yrði hjá því kom-
izt, að framkvæma hana. Þess
vegna taldi hann rétt, þar sem
svo stutt var til stefnu, að að-
vara bæjarbúa um það, sem í
vændum væri, svo þeir gætu ver-
ið við því búnir. Jafnframt taldi
hann nauðsynlegt, að gera ýmsar
ráðstafanir um takmörkun
skemmtana og lokun kvik-
myndahúsa og skemmtistaða.
Þessi tilkynning lögreglustjóra
hefir leitt til mikilla umræðna
um þessi mál. Hafa þær m. a.
orðið til þess að nýlega hefir
upplýsingaskrifstofa brezkasetu-
liðsins tilkynnt sumum blöðun-
um, að hún muni ekki krefjast
þess og ekki leggja áherzlu á
það, að Reykjavík verði varan-
lega myrkvuð. Hefir það sýnt sig,
að setuliðið leggur ekki þá á-
herzlu á þessa tillögu, sem lög-
reglustjóri áleit sig hafa ástæðu
til að ætla. Hins vegar leggur
yfirmaður brezka setuliðsins til,
að undirbúin verði skyndimyrkv-
un í Reykjavík, ef hætta bæri að
höndum, með því að rjúfa raf-
strauminn, og að menn hafi þá
í hverju húsi eða íbúð eitt her-
bergi, sem íbúarnir geti myrkv-
(Framh. á 4. slðu)
af saltsíld, en óvíst er hvort þeir hafa
nægan skipakost til flutninganna.
t t r
Vitamálastjóri hefir tilkynnt, að
radiovitar landsins skuli hætta útsend-
ingum 15. ágústmánaðar. Orsakir þessa
er hið óvenjulega ástand, sem nú ríkir.
Slíkir vitar eru á Dyrhólaey, í Vest-
mannaeyjum og á Reykjanesi. Loft-
skeytastöðvarnar í Reykjavík og Vest-
mannaeyj um, ísaf jarðarkaupstað, Siglu-
fiði og Seyðisfirði munu gefa miðunar-
merki þeim skipum, sem nauðsynlega
þurfa á slíku að halda.
r r r
Sænska ríkisstjórnin hefir með til-
nefningu Otto Johansson, aðalræðis-
manns, til stjórnmálaerindreka hér við-
urkennt þá breytingu, er Alþingi gerði
á stjómarháttum landsins eftir her-
töku Danmerkur í vetur.
r t r
Úr Norður-Þingeyjarsýslu er skrifað
26. júlí: — Vorið'var afbragðs gott frá
nálega 20. maí til 20. Júní, sunnanátt og
hlýindi. Síðan lengst af norðanátt, en
tíð þó í meðallagi. Allvíða búið að hirða
helming töðu (fyrri sláttar) með góðri
verkun. Afli rýr við Langanes fram eftir
vori, en dágóður undanfarið. Frystihús
Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn
tekur við miklum hluta af afla báta
þar og er hin mesta framfarastofnun
í atvinnumálum þar um slóðir. Á Rauf-
arhöfn er hin nýbyggða 5000 mála síld-
arverksmiðja tekin til starfa, og í sumar
Næstum öllum fregnum virð-
ist nú bera saman um það, að
hér eftir megi búast við innrás
Þjóðverja í Bretland á hverri
stundu. Hafa undanfarið verið
geysilegir herflutningar til
helztu hafna í Norður-Frakk-
landi, Belgíu og Hollandi. Einn-
ig hafa Þjóðverjar haft óvenju
mikinn viðbúnað í Suður-Nor-
egi,
í Englandi eru menn daglega
hvattir til að vera við innrás
búnir. í þeim héruðum, þar sem
innrásarhættan er mest, gilda
orðið strangar varúðarreglur.
Þá er fólki almennt bannað að
flýja, þótt eitthvað óvenjulegt
komi fyrir, þar sem slíkt geti
valdið alvarlegum truflúnum
á samgöngukerfinu og torveldað
herflutninga,
Fregnritarar, sem hafa fengið
að kynnast viðbúnaði Breta,
telja hann mjög fullkominn.
Fallbyssuhreiðrum hefir verið
komið fyrir með stuttu milli-
bili með ströndum fram, allar
hafnir eru varðar af skipum
og eru víða notuð gömul skip,
sem ekki eru fær til siglinga
lengur. Úti fyrir ströndinni eru
herskip stöðugt á verði. Flugvél-
ar eru dreifðar meðfram strönd-
inni og geta því verið komnar á
vettvang eftir örstutta stund, ef
þörf krefur, Traustur vörður er
meðfram öllum helztu sam-
gönguleiðum, einkum á öllum
þýðingarmiklum vegámótum.
Fjölmargar varnarlínur, sem
ógerningur er að glöggva sig á
fyrirfram, hafa verið myndað-
ar. Þannig mætti lengi telja.
Bretland má nú heita eitt sam-
fellt vígi.
Mjög er um það rætt, hvernig
Þjóðverjar munu haga innrás-
inni. Eru spádómarnir mjög á
reiki, eins og að líkum lætur.
Þó virðist flestum bera saman
um, að þeir muni treysta mjög
á flugflotann, bæði til árása
og herflutninga. tjóðverjar
hafa fyrir nokkru byrjað smíði
herflutningaflugvéla, sem geta
flutt 45 hermenn sæmilega
vopnum búna, en eldri vélar
þeirra hafa getað flutt 30—35
Hefir þar verið mikið að starfa síðustu
mánuðina og það svo, að stundum hefir
verið erfitt að fá fólk í uppskipun, þeg-
ar á hefir þurft að halda. En eftirleiðis,
þegar byggingarframkvæmdum er lokið,
verður atvinnan auðvitað miklu minni.
Ekki hefir síldin látið á sér standa við
Langanes og Sléttu, það sem af er
sumrinu. í sumar er unnið af kappi að
veginum kringum Sléttu, með bæjum.
Má gera ráð fyrir, að Raufarhöfn og
Austur-Slétta komist í samband við ak-
vegakerfi landsins nú með haustinu. í
sumar er og unnið nokkuð að nýrri
vegagerð í Kelduhverfi og Öxarfirði, en
næsta sumar verður byrjað að ryðja
veg yfir Öxarfjarðarheiði. Þegar þeim
vegi er lokið, komast Þistilfjörður og
Langanes í samband við akvegakerfið.
Er mikilsvert, að því verki verði hraðað.
— Sunnudaginn 23. júní var haldin
héraðssamkoma í Ásbyrgi. Veður var
ágætt, og fór samkoman hið bezta fram.
Um morguninn, áður en samkoman
hófst, gaf séra Páll Þorleifsson á
Skinnastað saman brúðhjón þar i
byrginu, við bjarkailm og „þrastanna
mjúka mál“. Ungmennasamband Norð-
ur-Þingeyinga gengst fyrir héraðssam-
komunum í Ásbyrgi, og er í þann veg-
inn að láta gera þar iþróttavöll i sam-
ráði við stjórn skógræktarinnar. Skóg-
arvörður í Ásbyrgi er nú Erlingur Jó-
hannsson I Byrgi, ungur maður og á-
hugasamur.
hermenn. Þá hafa þeir flug-
vélar, sem geta flutt 4 smál.
skriðdreka, en þær fljúga mjög
hægt og mega heita varnarlaus-
ar, ef þær verða á vegi brezkra
árásarflugvéla. Þessir litlu
skriðdrekar eru sagðir mjög
fullkomnir og hættulegir fyrir
andstæðingana.
Lið það, sem ÞjóðVerjar
munu flytja í flugvélum, mun
fá svipað hlutverk og vélaher-
sveitirnar í styrjöldinni 'um
Frakkland. Það verður fram-
varðaliðið. Því verður sennilega
dreift j smáhópum um allt
landið, aðallega þar sem þýð-
ingarmiklar samgönguleiðir og
flugvellir eru fyrir. Flugvöll-
unum mun það reyna að ná á
vald sitt og halda þeim opnum
fyrir áframhaldandi herflutn-
inga, en samgönguleiðirnar,
járnbrautir og bílvegi, mun
það reyna að eyðileggja til að
trufla flutninga brezka hersins.
Þá er talið, að Þjóðverjar
muni mjög treysta á flutninga-
bátana, sem notaðir eru á
fljótum og skurðum í Hollandi
og Belgíu. Þessir bátar eru
margir flatbotnaðir og því illa
færir til sjóferðar, nema í góðu
veðri. En þeir hafa mikið burð-
armagn, geta margir hæglega
flutt 30—40 brynvarða bíla eða
hina öflugu 100 smál. skrið-
dreka Þjóðverja, er reyndust
frábærlega vel í Frakklands-
styrjöldinni. Uppskipun er mun
auðveldari úr þessum bátum en
venjulegum skipum, en þeir eru
mjög hægskreiðir. Munu þeir
verða látnir fara í smáhópum,
enda mun það markmið Þjóð-
verja að setja á land lið og
vopn á sem flestum stöðum.
í þýzkum blöðum og útvarpi
er lögð áherzla á það, að undir-
búningur Þjóðverja sé slíkur,
að innrásin í England muni
verða ótrúlega hröð og skjót-
virk.
Þótt enska þjóðin telji full-
víst, að hinir ægilegustu at-
burðir séu í vændum, er hún
mjög róleg að vanda. Svo að
segja hver maður virðist reiðu-
búinn að gera skyldu sína, hvað
sem það kostar. Sum ensku
blöðin leggja áherzlu á það, að
Hitler hafi látið ala hina þýzku
hermenn þannig upp, að þeir
eigi ekki sína jafningja, hvað
snertir harðfengi og grimmd.
Það sé aðdáunarvert, hvað þeir
geti á sig lagt. Þeir verði því að-
eins sigraðir, að þeir mæti and-
stæðingum, sem séu jafn fífl-
djarfir og vægðarlausir og meti
minna lífið en málefnið.
Aðrar fréttir.
ítalskar hersveitir hafa sótt
frá Abessiníu inn í brezka Som-
aliland, sem er við Rauðahaf.
Bretar hafa þar lítið lið til
varnar. Hefir enn aðeins komið
til smáskæruhernaðar og hefir
ítölum því orðið vel ágengt.
Brezka Somaliland er ekki talið
hafa verulega hernaðarlega
þýðingu. Þar eru þó tvær góð-
ar hafnarborgir og hafi ítalir
náð þeirri minni á vald sitt. En
til þess að geta notað þær til
fullnustu, vantar ítali herskip,
sem þeir gætu notað til árásar
á Rauðahafi.
Stórfelldir loftbardagar voru
háðir mest allan daginn í gær
yfir Ermarsundi. Gerðu Þjóð-
vrejar margar árásir á enskar
skipalestir og ollu talsverðu
tjóni. Tóku hundruð þýzkra
flugvéla þátt í sumum árásun-
um. Brezkar orustuflugvélar
fylgdu skipunum eftir og voru
til varnar. Telja Bretar, að
Þjóðverjar hafi misst yfir 50
flugvélar, en þeir sjálfir 16. Það
er auðsjáanlega tilgangur Þjóð-
verja, að reyna að hrekja Breta
burt með öll skip af Ermarsundi
áður en innrás bjrrjar.
*
A viðavangi
SÍLDARMJÖLIÐ
Útlit er fyrir að heyfengur
verði víða í minna lagi að þessu
sinni. Grasspretta hefir í ýmsum
héruðum verið með lakara móti
og alllangur óþurrkakafli hefir
verið sunnan og vestan lands
undanfarið. Þetta hefir þá af-
leiðingu í för með sér, að bændur
munu vafalaust hafa meiri þörf
fyrir síldarmjölskaup en oftast
áður. Nú er síldarmjölið, sem fer
til útflutnings, í háu verði, miðað
við undanfarin ár. Ef bændur
geta ekki fengið hagstæðara
verðlag, mun síldarmjölið verða
mjög þungur baggi á búum
þeirra. Annað hvort verður þetta
til að skerða mjög kjör þeirra
eða þeir verða að fá hærra verð
fyrir afurðir sínar, einkum þær,
sem eru seldar innan lands. Er
þá það síðarnefnda langtum
eðlilegra, þar sem kaupgeta í
bæjum fer stórvaxandi. Heppi-
legasta leiðin fyrir alla aðila
væri þó vitanlega það, að ríkis-
valdið hefði frumkvæði að því,
að útvega bændum síldarmjöl
með lágu verði. Eru til ýmsar
leiðir til að ná því marki og gerir
ríkisstjórnin vonandi sitt bezta
í þeim efnum.
ÖLÆÐIN G ARNIR
Lögreglustjórinn í Reykjavík
hefir ákveðið, að láta taka alla
menn, sem sjást ölvaðir á al-
mannafæri, til sérstakrar
geymslu meðan þeir eru að ná
sér. Mun þessi ráðstöfun áreið-
anlega mælast vel fyrir, þar sem
slíkir menn geta verið til óþæg-
inda fyrir aðra og setja mjög
leiðinlegan svip á bæjarlífið.
Er það því næsta furðulegt, að
Alþýðublaðið og Morgunblaðið
skuli rísa gegn þessari ráðstöfun
og halda því fram að ekki megi
það sama ganga yfir alla. Það
eigi aðeins að taka þá ölæðinga,
sem gera óskunda. Samkvæmt
sömu reglu ætti lögreglan að láta
mann óáreittan, sem hún sæi
vera að stela, og mætti ekki
snerta á honum fyrr en hann
væri búinn að framkvæma
þjófnaðinn! Nei, í þessum efnum
er ekki til nema ein regla, og
hún er sú, að láta það sama ná
til allra. Þessi ráðstöfun lög-
reglustjóra verður strax að engu,
ef farið verður að gera einhverj-
ar undantekningar. Verði henni
hins vegar fylgt út í yztu æsar,
mun það fljótlega sjást, að ölæð-
ingar hætta að láta sjá sig á al-
mannafæri. Lögreglustjóri lætur
vonandi hin heimskulegu blaða-
skrif sem vind um eyrun þjóta.
Blöðin munu líka heimta undan
þáguna sökum þess, að nokkrir
menn, sem líta á sig sem meiri-
háttar fólk, hafa lent í „stein-
inum“ og vilja láta annað gilda
fyrir sig en „barrónana“.
VERÐLAUNAVÍSUR
þær eftir Friðgeir H. Berg, sem
birtar eru í auglysingu á öðrum
stað í blaðinu, munu vekja at-
hygli. Mörgum þeim, er ferðast
norður í land í bifreiðum Stein-
dórs Einarssonar, þykir ein-
kennilegt, að þeir hafa ekki
fengið að stanza á fegursta stað
leiðarinnar, sem margir telja að
sé umhverfis Hreðavatn. Á þessu
hafa verið gefnar ýmsar skýring-
ar, og er sú talin einna sennileg-
ust, að Vigfús Guðmundsson, sem
er eigandi Hreðavatnsskála, hefir
verið bæði í skipulagsnefnd
fólksflutninga með bifreiðum og
í nefnd, er gerði tillögur um
hverjir fengju bifreiðar þær, er
fluttar væru inn í landið. í báð-
um þessum nefndum hefir V. G.
beitt sér fyrir því, að fleiri menn
en Steindór Einarsson mættu
eignast bifreiðar og fengju leyfi
til þess að aka þeim um landið.
Bannið, sem Steindór leggur á
Hreðavatn, er því talið líklegt að
eigi að vera hefndartilraun fyrir
að V. G. hefir gegnt starfi sínu
samvizkusamlega, og án tillits
til sérhagsmuna Steindórs Ein-
arssonar.
A KROSSGÖTTTM
Slátrun hafin. — Kartöfluuppskeran. — Leyfi til síldarsölu í Svíþjóð. —
Radiovitar haetta útsendingum. — Svíar viðurkenna sjálfstæði íslands. —
Úr Norður-Þingeyjarsýslu. --------
er þar unnlð að dýpkun hafnarinnar.