Tíminn - 13.08.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.08.1940, Blaðsíða 4
316 NIV, þriðjmlagiim 13. ágnst 1940 79. blað Yiir landamærin 1. Unglingspiltur, sem skriíar í Mbl. síðastl. laugardag, telur að „höfðatölu- reglan“ sé fólgin í því, að félagsmanna- tala kaupfélaganna sé margfölduð með fjórum og þau síðan látin fá innflutn- ing í samræmi við það. Sannleikurinn er sá, að safnað er áreiðanlegum skýrsl- um um það, hvort félagsmenn í kaup- félögunum verzla fyrir sig eina eða fleiri og er þannig fundinn f jöldi þeirra viðskiptamanna, sem er á bak við fé- lagsmenn kaupfélaganna og innflutn- lngur til félaganna miðast við. Gefur þetta glögga hugmynd um, hvemig uppfræðslu unglinganna er háttað í íhaldsherbúðunum og er eðlilegt, að skoðanir þeirra séu rangar og öfga- kenndar meðan þeir njóta ekki heiðar- legri tilsagnar. 2. Einhver heildsali hefir látið Árna frá Múla halda fram sömu vitleysunni um ,,höfðatöluregluna'*. Ámi margfald- aði félagsmannatölu Kaupfélags Ey- firðinga með fjórum og fékk þannig út meiri mannfjölda en búsettur er á Ak- ureyri og í Eyjafjarðarsýslu. Niðurstaða Áma var síðan sú, að K. E. A. fengi allan innflutninginn, sem væri úthlut- aður Eyfirðingum og Akureyringum! Ámi gleymdi þvi, að enn eru starfandi allmargar kaupmannaverzlanir á Akur- eyri, er aðallega verzla með „kram“- vöru, og að þær myndu illilega hnekkja þessari útskýringu hans á „höfðatölu- reglunni" meðal þeirra, sem nokkuð þekkja til‘ Má gleggst af þessu marka, hversu ósvífnir og biræfnir heildsal- arnir eru í málflutningi sínum um verzlunarmálin. 3. Kaupmannablöðin eiga erfitt með að lofa Jóni Sigurðssyni að hafa frið i gröf sinni. Þau eru stöðugt að vitna í hann sem málsvara kaupmannastétt- arinnar. Hið rétta í þessu máli er það, að Jón var öflugasti talsmaður verzl- unarfélaga bænda eftir að þau hófu starf sitt, og taldi félagsverzlun langt um æskilegri en kaupmannaverzlun. Fengu kaupfélögin ekki betri stuðning á fyrstu árum sínum, en hina miklu og ítarlegu grein Jóns „Um verzlun og verzlunarsamtök" í Nýjum félagsritum 1872. Er vissulega sorglegt til þess að vita, að kaupmannablöðin skuli leggjast svo lágt, að reyna að bæta málstað sinn með því að rangfæra skoðanir þess manns, sem mest er virtur af íslenzku þjóðinni. Mun þetta áreiðanlega verða til þess, að auka að mun óvinsældir kaupmannamálstaðarins. 4. Íhaldsblöðín tönnlast enn á því, að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur allra stétta. Samtímis berjast þau fyrir skattfrelsi útgerðarfélaga og auknum innflutningi handa kaupmönnum. Það tvennt er nægilegt til þess að hnekkja framangreindu blekkingaskvaldri, og til þess að sanna almenningi, hvaða stéttir ráða yfir Sjálfstæðisflokknum. 5. Mbl. heldur áfram baráttunni gegn snjólausa veginiun meðfram suður- ströndinni. í þessu sambandi má minna á það, að Eiríkur Einarsson hefir lagt til að gerður yrði vegur úr Ölfusi í Selvog, en Pétur Magnússon hefir lagt til, að gerður yrði vegur úr Hafnarfirði í Krísuvík. Það eru því fleiri en Fram- sóknarmenn, sem hafa lagt til að þessi vegur yrði gerður, og samkvæmt fram- ansögðu bera þeir ekki einir ábyrgð, nema á vegarkaflanum, sem verður úr Krísuvík í Selvog. Munu kjósendur Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi á- reiðanlega hjálpa Framsóknarmönnum til að þetta verk verði unnið, hvað sem ritstjórar Mbl. segja. x+y. Dráttarvél óskast keypt gegn staðgreiðslu. Má vera í slæmu ástandi (mót- or) ef grind og hjól eru góð. Verðtilboð ásamt lýsingu á á- standi og lýsingu meðfylgjandi verkfæra sendist í bréfi merkt „HERKÚLES", Pósthólf 775, Reykjavík. tR BÆNUM Lögreglustjóri hefir lagt það tU, að bætt verði í lög- reglusamþykkt bæjarins ákvæði, er veiti lögreglunni vald tU þess að banna kvenfólki, sem ekki á brýnt erindi, að fara að næturlagi um borð í skip, sem í höfn liggja. Bæjarráð hefir tillögur lögreglustjórans til athugunar. Myndasýning. Sigurður Thoroddsen hefir efnt tU myndasýningar í Austurstræti, þar sem áður var hattabúð Gunnlaugar Briem. Á sýningu Sigurðar eru um 235 skop- teiknimyndir af ýmsum mönnum, þar á meðal mörgum, er flestir bæjarbúar þekkja. Myndir þessar eru yfirleitt vel gerðar. Sýningargestir, sem þess óska, geta látið Sigurð teikna myndir af sér gegn smávægilegu gjaldi. Viðeyjarsund. . Ung stúlka, Ásdís Erlingsdóttir Páls- sonar yfirlögregluþjóns, synti nýlega frá Vatnagörðum hjá Kleppi út í Viðey. Tókst henni sundið vel og var hún þó ekki undir það búin, og hafði ekki fyrirfram ráðið að synda út í eyna, heldur var að baða sig þama í sjónum, er henni hugkvæmdist að freista þessa. Bókaútgáfa Menningarsjóðs biður þess getið, tU leiðréttingar frá- sagnarskekkju hér í blaðinu, að áskrif- endur í Reykjavík eigi að vitja útgáfu- bókanna í anddyri Safnahússins. Ferð að Kleifarvatni. Félag ungra Framsóknarmanna efnir til skemmtifarar að Kleifarvatni og í Krísuvík um næstu helgi, ef veður leyf- ir Væntanlegir þátttakendur leiti upp- lýsinga í síma 2323 eða 2353 í síðasta lagi fyrir kl. 6 á föstudag. Ferðin verður kostaðarlítil. Til leiðréttingar mishermi í Tímanum, er skýrt var frá starfsemi héraðsskólanna, skal þess getið, að dagfæði að Eiðum kostaði að. eins kr. 1.58 fyrir pUta og kr. 1.48 fyrir stúlkur síðastliðinn vetur. Templarar efndu til skemmtiferðar um helgina oít var farið austur Hellisheiði, austan við Þinevallavatn og Mosfellsdal tU Reykjavíkur. Þátttakendur voru yfir 400, úr Reykjavík, Hafnarfirði, Akra- nesi, Höfnum, Garði og Sandgerði. — Þetta er ein hin fjölmennasta hópferð, sem farin hefir verið hér. Skógræktln (Framh. af 1. siðu) und plöntur síðastliðið vor, og vonandi fást allt að því helmingi fleiri næsta ár, þrátt fyrir skemmdir, sem urðu á plöntun- um í ofviðri í júnímánuði í vor. Nokkuð af útlendum trjáplönt- um hefir. verið gróðursett und- anfarin vor í Hallormsstaðar- skógi. Hafa plöntur þessar dafn- að ágætlega, en sums staðar hafa þær orðið fyrir ágengni nautgripa, geldneyta og kúa, sem eru í eign húsmæðxaskól- ans á Hallormsstað, og spilla eðlilegum þroska nýgræðingsins í Hallormsstaðarskógi. Ef allt gengur með eðlilegum hætti, á ég von á að fá allmikið af sitkagrenifræi frá Alaska í haust. Um þá trjátegund geri ég mér beztu vonir, eins og ég hefi oft skýrt frá áður, og tel líklegt, að hún geti náð mjög góðum þrifum hér á landi. Innan skamms mun ég leggja af stað í nýja ferð og þá til Vest- fjarða. Mun ég væntanlega fara héðan laust eftir miðjan ágúst- mánuð. í haust fer ég austur í Bæjarstaðaskóg til eftirlits og athugunar. Gjaldeyrismálin (Framh. af 2. síðu) legt það er, að þurfa að kaupa allar þessar vörur framan af ári, í skuld. En yfirleitt hefir það verið svo nú, um langt skeið, að þessar vörur hefir orð- ið að kaupa í skuld. Annaðhvort hafa einstakir innflytjendur fengið lán til vörukaupanna, eða bankamir hafa fengið svokölluð rekstrar- lán til greiðslu varningsins. — Þannig hafa bankarnir um langa hríð skuldað um hver áramót um og yfir 10 millj. kr. Af þessu leiðir, að ef verulega ber út af með framleiðslu eða sölu, fer fljótt að bera á yfir- færsluerfiðleikum og vanskil- um, sem þeim fylgja. Hlýtur slíkt að hafa í för með sér margskonar örðugleika fyrir viðskipti þjóðarinnar, einkum þó við þá, sem ekki þekkja nægi- lega mikið til staðhátta hér og hafa ekki fullkomið yfirlit um heildarhag þjóðarinnar. Það er þessi skortur á reiðufé, sem er undirrót gjaldeyrisvand- ræðanna, og það er hægar sagt en gert að bæta úr því í landi, þar sem segja má að allt sé ó- gert og þar sem fjármagn vant- ar tilfinnanlega til þess að gæði landsins verði notuð. En er ekki einmitt nú að koma tækifærið til þess að breyta þessu ástandi til nokkurrar frambúðar, svo framarlega sem þjóðinni auðnast að halda framleiðslu sinni áfram og selja vörur sínar sæmilegu verði? Ég álít, að ef við verðum svo gæfusamir að geta stundað at- vinnu okkar og selt afurðirnar sæmilega, þá geti skapazt tæki- færi til þess að bæta úr þessu ástandi,ef við sjálfir höfum for- sjálni til, og ég legg áherzlu á, að til þess að þetta sé mögulegt, þarf ekki neinn óeðlilegan stríðsgróða. Þjóðin verður hins vegar að hafa staðfestu til þess að eyða ekki í óeðlileg vörukaup þeim fjármunum, sem á venju- legum tímum hefðu notazt til þess að skapa varanleg verð- mæti í landinu. Það verður fyrst og fremst að keppa að því, að aðstaða bank- anna breytist, þannig, afí' í stað þess að þeir skuldi um hver ára- mót, þá eigi þeir allverulegar inneignir erlendis um hver ára- mót, er séu tiltækilegar þegar hefja þarf innkaup á hráefnum til framleiðslunnar og annarra nauðsynj a. í öðru lagi finnst mér vel geta komið til mála, ef gjaldeyris- ástandið leyfir, að stofnaður sé sértakur gjaldeyrissjóður, sem sé einskonar sameign ríkisins og bankanna, og sem ekki væri leyfilegt að snerta, nema alveg sérstaklega stæði á. Væri það einskonar varasjóður lands- manna til þess að koma í veg fyrir að greiðsluvandræði þurfi að verða, þótt óvanaleg óhöpp bæri að höndum. Þá verður að sjálfsögðu að gæta þess, að leggja til hliðar fé til greiðslu þeirra viðskipta- skulda, sem ógreiddar eru í 382 Margaret Pedler: Laun þess liðna 383 að losna úr hjónabandinu, engu síður en til að komast í það. En það er ekki nema ein leið til þess að gefa Blair aftur mannorð sitt, og hún er sú að segja sannleikann. Og það verðið þér að gera.“ „Ég get það ekki,“ hrópaði Fjóla skrækróma. „Ég get það hreint og beint ekki! Hvers vegna ætti ég að eyðileggja bæði mitt líf og mannsins míns, að eins til þess að þóknast yður?“ „Hvers vegna? Vegna þess, að með yðar lífi eyðileggið þér líf annara, líf mannsins míns.“ Poppy þagnaði, en spurði svo allt í einu: „Hvað hafið þér verið lengi giftar?“ Fjóla horfði undrandi á hana. „Tíu ár,“ svaraði hún. „Tíu ár! Þá hafið þér þegar fengið yðar skerf. Þér hafið átt tíu hamingju- söm ár. Nú er yðar tími útrunninn. Nú er röðin komin að Blair og ungfrú Frayne. Ef þér segið ekki sannleikann núna, þá njóta þau aldrei neinnar hamingju, — aldrei!“ „En Candy!“ hrópaði Fjóla í örvænt- ingu. „Það er ekki aðeins mín eigin' hamingja —.“ „Herra Frayne hefir einnig fengið sinn skerf,“ sagði Poppy köld og vægð- arlaus. „Hann hefir ekki yfir neinu að kvarta. Guð minn góður! Getið þér ekki sjálfar séð óréttlætið í þessu, — grimmdina?“ Fjóla horfði á hana með auðsærri vanþóknun. „En þetta snertir yður ekki neitt. Hvers vegna viljið þér endilega vera að skipta yður af þessu?“ „Vegna þess að ég elska Blair, vegna þess og einskis annars. Og ég elska hann svo mikið, að ég ætla að sverta sjálfa mig i hans augum, ef þörf krefur. Ég ætla að bregðast trausti hans og segja herra Frayne allan sannleikann, ef þér gerið það ekki, — þótt ég viti, að Blair vildi aldrei líta mig augum framar, ef ég gerði það. Ég ætla samt að gera það. .... Það kemur bara ekki til þess. Þér ætlið að segja honum það. Einu sinni á æfinni ætlið þér að sýna heiðarlega og réttláta breytni. Guð minn góður! Þér haldið þó ekki, að þér getið haldið hinu ímyndaða mannorði yðar og hamingju á kostnað þeirra Blairs og ungfrú Frayne? Svei! Það væri, — væri eins og að vita ógeðslegan orm éta hin ungu, grænu laufblöð. Þér hafið hlotið yðar skerf, og nú skal því vera lokið, svo sannarlega!“ Smátt og smátt gufaði sú von Fjólu upp, að henni tækist að þoka Poppy frá ákvörðun sinni. Hún ýmist grátbað eða skipaði með harðri hendi, en allt kom Danmörku, Þýzkalandi og öðr- um löndum, sem ekki hefir ver- ið unnt að hafa viðskiptasam- bönd við vegna ófriðarins, svo og fyrir afborgunum og vöxtum af lánum, sem ef til vill verður ekki hægt að koma til skila á meðan á ófriðnum stendur. Þá ber og að hafa vakandi auga á því, hvort möguleikar kunni að skapast til þess að borga af hinum erlendu ríkis- lánum með því að kaupa inn ríkisskuldabréfin. Má vel vera að fjárhagur ríkissjóðs leyfi ekki slik kaup en þeim væri þó auðvelt að koma fyrir með samvinnu bankanna og rikisins, ef gjaldeyrir væri fyrir hendi. Höfuðatriðið er, að allt verði gert, sem unnt er til þess að létta skuldum af þjóðinni og bæta gj aldeyrisástandið. Það eiga að gefast tækifæri til þess og það án þess að um stríðs- gróða sé að ræða, ef við getum haldið áfram framleiðslunni og selt hana sæmilega og við höfum manndóm til þess að leggja eitthvað að okkur, vegna fram- tíðarinnar. Við erum ekki minnug bar- áttu undanfarinna ára, ef við ekki reynum nú að nota þau tækifæri, sem kunna að gefast, til þess að bæta úr greiðsluerf- iðleikunum. Við erum ekki minnug afleið- inganna af verðfalli ársins 1920 og skuldasöfnuninni þá og næstu ár á eftir, ef við ekki reynum að búa okkur undir að mæta slíkum atburðum í lok þessarar styrjaldar. Við bregðumst hrapallega skyldu okkar, ef við notum það fé, sem að eðlilegum hætti ætti að ganga til nauðsynlegra framkvæmda og til þess að byggja upp ný atvinnutæki, til þess að kaupa fyrir lítt nauð- synlegar vörur með uppsprengdu verði. Sjálfsagt munu margir lands- menn fagna því, þegar sá dagur kemur, að fjárhagur þjóðarinn- ar og ástæður allar leyfa veru- legar tilslakanir eða afnám inn- flutningshaftanna. Þessir menn verða að gera sér það ljóst, að því meir sem þjóðin neitar sér um, til þess að bæta gj aldeyrisástandið, þeim mun fyrr á að mega vænta þess að til tilslökunar eða afnáms inn- flutningshaftanna geti komið. Varla getur það verið vafa undirorpið, að þegar innflutn- ingshöftin verða afnumin, jafn- vel þótt það verði ekki gert allt í einu, þá eykst innflutningur- inn mjög verulega af mörgum vörum, sem takmarkaðar hafa verið undanfarin ár. Þess vegna er stórum bætt gjaldeyrisástand aðalskilyrði þess, að vænta megi meira frelsis í viðskiptum i framtíð- inni en verið hefir nú um nokk- urt árabil. Séu innflutningshöftin af- numin, eða verulegar tilslakan- ir gerðar, án þess að á undan hafi farið sú breyting á gjald- eyrisástandinu, sem ég hefi tal- að um hér að framan, mun það verzlunarfrelsi, sem fæst, ekki verða til frambúðar, og það af þeirri einföldu ástæðu, að rás viðburðanna mun undir þeim kringumstæðum brátt knýja menn til þess að grípa til haft- anna á ný. Reynslan mun jafnan verða sú, að þegar allvel lætur í ári og ekki þarf að leggja i stórkost- leg og kostnaðarfrek nýmæli, þá er hægt að komast af án inn- flutningshafta — þó auðvitað því aðeins að frjáls verzlun eigi sér yfirleitt stað ríkja á milli — en þegar versnar í ári og þegar óhöpp koma fyrir, þá verða menn að grípa til innflutnings- takmarkana, hvort sem það lík- aT betur eða verr. E. J. „A public ííentleman“. (Framh. af 3. síðu) ar komið. Skýringin er auðsæ. Vilmundur Jónsson var formaður í stjórnarnefnd atvinnudeildar og kom aldrei á fund. Hann átti að vera stjórnandi Landspítalans og kom þar nálega ekki nema í persónulegum erindum. Hann á að líta eftir lyf jabúðum landsins, og hefir því eftirliti verið áður lýst. Það þarf ekki mikla verald- arreynslu til að sjá, að ef lækni eða lækna langar til að stunda fóstureyðingar, bæði til að verða við almennum óskum og til tekjubóta, þá er hættan á eftir- liti Vilmundar Jónssonar sýni- lega ekki mjög tilfinnanleg. 1■,--GAMU BlÓ—*—*-—■ MORÐ I VÆNDUM! (This Man Is News). Skemmtileg og spennandi leynilögreglutnynd. Aðalhlutv. leika: BARRY K. BARNES, VALERIE HOBSON og ALASTAIR SIM Böm fá ekkl aðgang. NÝJA BÍÓ°*“°~°~°"' HEV SAMA FÓRNFÝSl. Fögur og hrífandi ame- rísk kvikmynd, samkvæmt hinni víðlesnu skáldsögu „White Banners“, eftir Lloyd C. Douglas. Aðalhlutv. leika: CLAUDE RAINS, FAY BAINTER, JACKIE COOPER og BONITA GRANVILLE. Aukamynd: TALMYNDAFRÉTTIR. Ædardúnn Erum kaupendur að 500 pd. af 1. fl. æðar- dún. Þarf að vera í góðum umbúðum tll út- flutnings. Gudmnndur Ólafsson & Co Austurstræti 14. Simi 5904. Eitirtaldar vörur höfum viö venjulega til sölus Nýtt ogfrosið nautakjöt Svínakjöt, Úrvals saltkjöt, Ágætt hangikjöt, Smjör, Ostar, Smjörlíki, Egg, Harðfisk, Fjallagrös Samband ísl. samvínnufélaga. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu) skamma finnsku stjórnina hatramlega. ÞykiT þetta ills viti. Roosevelt forseti hefir fyrir nokkru undirritað tilkynningu, þar sem bannaður er útflutn- ingur á flugvélabenzíni og gömlu járni. Bretar kaupa sára- lítið af flugvélabenzíni í Banda- ríkjunum, en Japanir kaupa þar megnið af því flugvélaben- zíni, sem þeir nota. Hefir ráð- stöfun þessi vakið mikla gremju í Japan, en fögnuð í Kína. Blað norskra nazista hefir nýlega kvartað yfir því, að út- varpshlustendur þar í landi hlustuðu meira á norsku út- varpsfréttirnar frá London en fréttirnar frá stöðinni í Osló. Japanska stjórnin hefir fyrir nokkru látið handtaka nokkra Breta og eru þeir áfelldir fyrir njósnir. Brezka stjórnin hefir einnig látið handtaka nokkra Japani fyrir njósnir. Hefir þetta orsakað harðorð blaðaskrif á báða bóga. Beaverbook lávarður, hinn frægi blaðakonungur, hefir fengið sæti i brezku stríðs- stjórninni. Þegar Churchill varð forsætisráðherra, var Beaverbook skipaður yfirmaður flugvélaframleiðslunnar og heldur hann því starfi áfram. Leopold Belgíukonungur er fangi Þjóðverja, segir belgiska sendiherraskrifstofan í London. Hann er hafður í haldi í kastala og hefir ekkert fengið að ferð- ast um landið eða að hafa af- skipti af innanlandsmálum. Einskonar barnahátíð var haldin á rauða torginu í Moskva 21. f. m. Viðstaddir voru Stalin og önnur helztu stórmenni Sovétríkjanna. Hátíðahöldin voru nær eingöngu fólgin í því, að láta þúsundir barna sýna ýmsar hernaðarlistir. M. a. voru nokkur hundruð drengir látnir gera árás á virki, sem áttu að tákna Mannerheimlínuna finnsku. Fór sú athöfn fram eftir ströngustu hernaðarregl- um og biðu Finnar algeran ó- sigur. í skrúðgöngu, sem börn- in gengu, var borinn fjöldi merkja, þar sem börnunum var innrætt ást til hinnar sósíalist- isku ættjarðar og „hins ómiss- andi leiðtoga Stalins.“ Landlæknir getur vitanlega sagt, ef hann treystir sér til, að hann sé sivakandi um þessi mál- efni og engir óleyfileg fóstureyð- ing gerist í landinu, en menn munu í því efni trúa því, sem þeim þykir ' úlegt. En um aðra hlið málsins, sem er undirstaða allra skynsamlegra aðgerða, verður ekki deilt, athafnaleysi Vilmundar Jónssonar. Hann hef- ir bókstaflega alls ekkert gert til að fræða fáfróða menn í landinu, og þeir eru áreiðanlega margir í þessu efni, um hina gífurlegu andlegu og líkamlegu hættu, sem stafar af fóstureyðingunni. Ef gáfaður og vel menntur læknir, sem hefði hjartað á réttum stað, hefði varið nokkrum tíma og orku til að fræða almenning í þessu landi, með blaðagreinum, bókum og útvarpsræðum, um andlegar og líkamlegar þjáning- ar mæðra, sem lent hafa í því ó- láni að láta eyða fóstri, þá hefði slík vinna getað forðað mörgu heimili frá ógæfu. Enn önnur hlið málsins, að vekja þjóðina til meðvitundar um að ánægjulegra sé að hjálpa mæðrum til að ala bömin upp, fremur en að tor- tíma þeim um meðgöngutímann, væri líka gott og virðulegt mál- efni. Mér liggur við að fullyrða, að það hefði verið betur sæm- andi fyrir Vilmund Jónsson að rita sjö neðanmálsgreinar í Al- þýðublaðið til að fræða þjóðina um skynsamleg heilbrigðismál- efni, fremur en að verja þessu mikla rúmi í blaði verkamanna til að láta í ljósi gremju sína yfir því, að erlendur læknir sendi honum ekki gjöf til Landspítal- ans. Frh. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.