Tíminn - 16.08.1940, Side 4
320
TÍMIM, fostudagiim 16. ágást 1940
80. bla3S
Ylir landamærm
1. í Englandi er það fullyrt, að aldrei
sé til svo snauður íri, að hann hafi ekki
annan enn snauðari íra í eftirdragi. —
Árni Jónsson frá Múla hefir tekið Vil-
mund Jónsson landlækni upp á arma
sína.
2. í vetur sem leið tókst Vilmundi
Jónssyni að gera svo ruddalegt þing-
plagg um Pramsóknarflokkinn, að
heildsalarnir prentuðu það orðrétt upp
í blaði sínu Vísi. Stundum prenta kom-
múnistar upp hugvekjur Vilmundar, og
segja um leið, að hann sé ekki mjðg
fjarri að geta lent á hinum rauðu
furðuströndum þeirra.
3. Mbl. sagði nýlega, að Geir vega-
málastjóri hefði gert snjólausan veg
yfir Holtavörðuheiði. En á þeim vegi
gengur snjóbíll á vetrum, en það veit
Mbl. ekki um. Þá segir Mbl.,að Geir ætli
fyrir hálfa aðra miljón að leggja snjó-
lausan veg til Akureyrar. Sá vegur mun
verða góður skeiðvöllur fyrir snjóbíl
eins og Holtavörðuheiði. «
4. Út frá þessum fullyrðingum um
snjóleysið á lögðum og ólögðum fjall-
vegiun á Norðurlandi, fullyrðir Mbl., að
Geir geti líka lagt snjólausan veg aust-
ur yfir fjall um Kolviðarhól. Ritstjórar
Mbl. ætla að bera byrðar austanmanna
yfir heiðina þá tíma vetrar, þegar vörð-
urnar eru í kafi í snjó, og naumast er
hægt að halda símþráðum frá að fara
í kaf.
5. Magnús Kjaran hefir í blaði sínu
látið dylgja um að ríkisstjórn sú, sem
leyfði innflutning á karakúlfénu, bæri
ábyrgð á mæðiveikinni. Vel þakka
heildsalar Reykjavíkur Þorsteini Briem
og Ásgeir Ásgeirssyni samvinnu og
stuðning á árunum 1932—34. Mbl.menn
töldu sig þá hafa gengið af Framsókn-
arflokknum dauðum og hugðust full-
vissir um ævarandi völd í landinu með
stuðningi Þ. Briem. Vel má Akranes-
presturinn minnast hinna viturlegu
orða, er hann hugsar um þessa gömlu
félagsbræður, „að laun heimsins eru
vanþakklæti".
x+y.
Aðalfundur Loðdýra-
ræktarfélagsíns
(Framh. af 1. síffu)
skinnin fékkst til jafnaðar kr.
86,14 og 31,11 fyrir minkaskinn.
Alls var búið að selja íslenzk
loðskinn fyrir 106 þúsund krón-
ur, þegar .aðalfundurinn var
haldinn.
Af skinnum þessum þarf eng-
an toll að greiða, nema af silf-
urrefaskinnum í Bandaríkjun-
um. Nemur tollur af þeim 37,5
af hundraði, og verð það, sem
fyrir þau fékkst, að frádregnum
tollinum, því kr. 106,19.
Framan af vetri var skinna-
verðið lægra í London en
nokkru sihni hefir áður verið,
en hækkaði um 50—80 af
hundaðri í aprílmánuði. Það
kom þó innflytjendum ekki til
góða vegna gengisfallsins í
Englandi.
Hingað til hafa verið miklar
hömlur á innflutningi grávöru
til Vesturheims, en vegna þess,
að nú koma engin skinn á
markað þar frá Noregi eða Sví-
þjóð, er von til að þessar inn-
flutningshömlur verði ekki ís-
lenzkum skinnaeigendum um
sinn til baga. Verður kapp á það
lagt, að fá að selja mest af
skinnum vestan hafs næsta ár.
Hins vegar er eðlilegt, að eftir-
spurn eftir vörum sem loð-
skinnum, sé minni á stríðstím-
um en ella, hvort sem það vegur
tJ R BÆNUM
Skemmtiferð
verður farin á vegum F. U. F. í
Reykjavík, að Kleifarvatni og í Krísu-
vík um helgina, ef veður leyfir. Lagt
verður á stað á laugardagskvöldið.
Ferðin verður mjög ódýr. Þátttakendur
láti vita í síma 2353 eða 2323 hið fyrsta.
íslandskvikmyndin,
sem S. í. S, hefir látið gera, verður
sýnd í Iðnó næstkomandi mánuda*.
Mun myndin síðan verða send út á land
til sýningar þar.
Nefnd sú,
er annazt hefir að koma Reykjavík-
urbörnum til sumardvalar í sveitum,
hefir tjáð stjórn bæjarins, að hún muni
sækja um 30 þúsund króna styrk til
að greiða þann kostnað, er í hefir verið
laet. Á bæjarstjómarfundi í gær var
hins vegar samþykkt að leggja 10 þús.
krónur úr bæjarsjóði til þessara þarfa,
en það er, eins og frásögn. þessi ber með
sér, aðeins þriðjungur þess fjár, er með
þarf.
Lítill drengur,
sex ára gamall, beið bana í fyrradag
með þeim hætti, að hann féll niður um
lyftuop. Var rafmagnsumbúnaður til-
heyrandi lyftunni bilaður, svo að hurð-
in að lyfturennunni laukst upp, þótt
sjálfur lyftuklefinn væri þar eigi. —
Drengur bessi var sonur Marteins Ein-
arssonar kaupmanns, og gerðist slysið
i húsi hans á Laugavegi 31.
Skemmtiför karlakóranna.
Fyrir forgöngu Sambands ísl. karla-
kóra fara Reykjavíkurkórarnir og
„Þrestir" í Hafnarfirði skemmtiför til
Þingvalla næstkomandi sunnudag. Kór-
arnir munu syngja nokkur lög sameig-
inlega í Almannagjá.
til fulls á móti minnkandi
framboði á skinnum, meðan
Norðurlönd hafa ekki aðstöðu
til að selja skinnaframleiðslu
sína.
Samkvæmt upplýsingum fé-
lagsstjórnarinnar áttu lands-
menn 6800 silfurrefi, eigendur
600, áður en lógun hófst síðast-
liðið haust, 1480 blárefi og 230
hvítrefi, eigendur 170, og 4750
minnka, eigendur 96.
Stjórn félagsins var falið að
vera á verði um öflun refafóð-
urs, fé lagt til útrýmingar villi-
minka og ákveðið að refasýn-
ingar skyldi halda í haust á
líkan hátt og áður hefir tíðkazt,
svo og refamerkingar.
Gagngerðar breytingar voru
gerðar á lögum félagsins, í sam-
bandi við væntanlega stofnun
félagsdeilda víðsvegar um land-
ið, en þeim er ætlað m. a. að
ráðstafa merkingum og sýning-
um á deildarsvæðunum, og er
þess vænst, að með því móti
geti þessar framkvæmdir orðið
ódýrari fyrir loðdýraeigendur,
en þó jafn gagnlegar sem áður,
enda hafi félagið sjálft og loð-
dýraræktarráðunauturinn yfir-
stjórn framkvæmdanna eins og
verið hefir og landslög mæla
fyrir. Einnig voru samþykkt lög
fyrir félagsdeildir, til leiðbein-
ingar þeim, er fyrir stofnun fé-
lagsdeildanna . gangast heima-
fyrir.
Vílhjálmur Þór
(Framh. af 1. siffu)
giftudrjúgur í störfum sínum og
búið vel í haginn fyrir eftir-
mann sinn. Því mun áreiðan-
lega fagnað, að hann skuli taka
við bankastjórn við Landsbank-
Á krossgötmn.
(Framh. af 1. siffu)
voru síöan hljómleikar. Frú Anna Ing-
varsdóttir söng, en Jónas Tómasson
söngstjóri lék á orgelið og sonur þeirra
tólf ára, Ingvar, er nú stundar nám í
Tónlistarskólanum, lék á fiðlu. Helgi
Helgason, fyrverandi stórtemplar, las
upp sögu. — Þá undu menn sér um
stund við að skoða hinn fagra garð,
Skrúð. Eftir hlé það, er þá varð, flutti
Kristinn Guðlaugsson oddviti ræðu fyr-
ir minni íslands, Guðmundur Ingi
Kristjánsson skáld las nokkur frum-
samin kvæði og bróðir hans, Halldór
Kristjánsson, flutti ræðu. Síðan var
dans stiginn til miðnættis. Allfjöl-
mennt var og gott veður og fór sam-
koma þessi í alla staði vel fram.
Erfiðleikar Þjóðverja
(Framh. af 1. síffu)
egi, Hollandi og Belgíu meðan
styrjöldin geisaði þar, og hefir
enn ekki nema að litlu leyti
verið bætt úr þeim. í öllum her-
teknu löndunum, nema Dan-
mörku, hafa hernaðaraðgerðir
valdið miklu tjóni á ökrum og
dregur það stórum úr uppsker-
unni, auk hinnar óhagstæðu
veðráttu í vetur og vor.
í mörgum frönskum borgum
er sagður mikill skortur á ýms-
um matvælum og öðrum nauð-
syn j a vörum. Petainst j ór nin
franska hefir nýlega snúið sér
til ensku stjórnarinnar og beðið
um leyfi til að flytja matvæli
til landsins. Enska stjórnin mun
hafa svarað á þá leið, að ekki
myndi standa á leyfi hennar, ef
Þjóðverjar flyttu her sinn burt
úr Frakklandi.
í Frakklandi virðist nú risið
upp deilumál, sem getur valdið
misklíð milli Hitlers og Musso-
lini. Það hefir verið ákveðið, að
Laval skuli vera eftirmaður
Petains, en þessu una Þjóðverj-
ar illa. Laval er mikill vinur
Mussolini og hjálpaði honum
dyggilega í Abessiníudeilunni.
Hefir verið uppi nokkur orða-
sveimur um það, að katólska
kirkjan vilji mynda einskonar
latínskt bandalag, þar sem ít-
alía, Spánn og Frakkland yxðu
þátttakendur, og ætti þetta
bandalag að hamla fullkomnum
yfirráðum nazismans í Evrópu.
Þjóðverjar eru taldir óttast
þetta og vilja því ekki, að Laval
verði eftirmaður Petains. Er
talið, að þeir vilji láta Flandin
verða eftirmann hans. Flandin,
sem er einn helzti áhrifamaður
hægri flokkanna og var forsæt-
isráðherra Frakklands um
skeið, er mikill aðdáandi Hitl-
ers og sendi honum heillaóska-
skeyti, þegar Sudetahéruðin
voru innlimuð í Þýzkaland.
Það þykir líklegt, að þessi átök
kunni að valda Frökkum miklu
tjóni, því að Þjóðverjar muni
ekki samningaliprir við frönsku
stjórnina meðan þeir hafa ekki
tryggt, að eftirmaður Petains
verði fyrst og fremst fylgjandi
þeirra.
ann, sem er tvímælalaust eitt
allra vandasamasta og ábyrgð-
armesta starfið hér á landi.
386 Margaret Pedler:
andann á lofti. Myndi hann nokkurn-
tíma framar líta þannig til hennar,
þegar hann hefði fengið að heyra allan
sannleikann? Allt í einu varð henni
Ijóst að hið eina, hreina og óflekkaða í
lífi hennar, var ást hennar á Candy, og
ást hans á henni var það eina, sem
verulegu máli skipti fyrir hana, þegar
á reyndi. Var sú ást hans nægilega sterk
til að standast þá raun, sem nú beið
hennar. Eða átti refsing hennar að verða
meiri en hún væri fær um að þola?
Hún gekk hægt inn yfir gólfið. Núna
elskaði hann hana, — elskaði hana og
bar traust til hennar. Áttu næstu mín-
útur að nema það burt, — þurrka það
út, sem bar hamingju hans uppi, —
hamingju þeirra beggja?
„Candy, ég þarf að segja þér dálítið,"
sagði hún.
XXX. KAFLI.
Eftir öll þessi ár —
Blair lagði frá sér bréfið, sem hann
var nýbúinn að fá, og starði sem stein-
gerfingur beint fram fyrir sig. Innihald
þess gerði hann ringlaðan og lamað-
an. í öll þessi ár hafði hann borið
synd annarrar manneskju, — öll þessi
löngu ár —, og nú var hann allt í einu
hreinsaður af henni, — sýknaður! Það
Laun þess liðna 387
var honum ofviða. Og það sem meira
var, sýknunin kom þaðan, sem hann
hafði sízt af öllu getað vænzt hennar,
— hún kom frá konunni, sem upphaf-
lega hafði hengt . myllnusteininn um
háls hans. Og bréfið, sem færði honum
heim sanninn um þetta, kom frá manni
hennar.
Candy hafði skrifað bréfið sama dag
og Fjóla sagði honum alla söguna. Hann
skrifaði blátt áfram, hreint og beint,'
dvaldi sem minnst við þá sneypu og
þann sársauka, sem þetta hlaut að valda
honum sjálfum, — lét í ljós aðdáun sína
á þessari „göfugu en gálausu breytni,“
og bað hann fyrirgefningar. Bréfið var
glæsilegt, hvert einasta orð bar merki
hinnar hreinu, riddaralegu sanngirni.
Blair fann til djúprar samúðar með
þessum manni. Hugsjónir hans og
traust höfðu í einu vetfangi verið troðn-
ar í duftið, og því gat hann tekið með
slíkri karlmennsku.
Lífið hafði smátt og smátt kennt
Frayne umburðarlyndi og þolinmæði,
án þess að hann gerði sér Ijósa grein
fyrir því. En hann þurfti á öllu þessu
að halda og öllu sínu hugrekki í þokka-
bót, þegar hann fékk að vita um hlut-
töku konu sinnar. Fjóla hafði sett alla
sína von á ást manns síns, en hún undr-
aðist það með sjálfri sér, hvernig hann
Ljós
MILLERS
dynamóar
og 1 u k t i r,
ljósmiklar, sterkar, fallegar.
Ö R N I N N
Laugaveg 8 og 20.
Dvöl
Gerist áskrifendur að
þessu vinsæla og sér-
staka tímariti. 8. árg.
er að byrja að koma út og kostar að-
eins 6 krónur. Engin hækkun þótt allt
hækki í verði. Áritun: Dvöl, Rvík.
„A publlc j*entleman“.
(Framh. af 3. siðu)
valdi miklu tryggingarbákni á
laggirnar. En til hinnar handar
var værugirni hansogþrekleysi,
að ógleymdu fullkomnu hiröu-
leysi hans um útgjöldin við
þetta nýja fyrirtæki. Honum
var ljóst, að ef hann reyndi að
skapa nýtt kerfi í baráttu við
þann hluta þjóðarinnar, sem var
mótfallinn tryggingunum, þá
hlaut sú barátta að mæða á
honum. Þá fórn vildi hann ekki
leggja á sig. Skrifstofusýki hans
var fullnægt með því að koma
löggjöfinni á. Eftir það lét hann
sér í léttu rúmi liggja hvað yrði
um framkvæmdina. Heitustu
andstæðingar málsins mættu
stjórna því, ef þeir vildu. Og af
almannafé ætti að taka þá fjár-
muni, sem með þurfti til að her-
fangið yrði aðgengilegt fyrir
andstæðinga landlæknis, sem
leystu hann nú úr öllum vanda
með framkvæmd málsins.
xvn.
Frá löggjafarstarfsemi land-
læknis er stutt leið að því,
hversu honum hefir tekizt að
búa að landsmönnum um mál-
efni læknishéraðanna. Sú saga
er sorgleg og kemur þar þá mest
til greina getu- og hugkvæmd-
arleysi landlæknis, fremur en
vöntun á vilja að verða fólki í
dreifbýlinu að liði.
Mesta mein heilbrigðismál-
anna hér á landi er tvíþætt.
Annarsvegar er hinn mikli fjöldi
lækna, sem þjóðin veitir ókeypis
kennslu og oft nokkurn náms-
styrk í læknadeild háskólans.
Að jafnaði eru í læknadeild
fleiri nemendur heldur en þarf
til að fylla öll læknaembætti í
ríkisþjónustu á íslandi. Mikill
hluti af þessum læknum fer til
annara landa og leitast við að
verða sérfræðingar. Mikill hluti
þessara manna fær ekki utan-
lands aðstöðu til að nema sér-
Ereinar, svo að það fullnægi
röfum- stærri þjóða. Einstakir
læknar setjast að í framandi
löndum, en flestir hyggja á að
koma heim, setjast að í kaup-
stöðum og kauptúnum og lifa á
sjúkrasamlögum. Ef stéttarfélag
lækna semur um kjörin bæði
fyrir mannfélagið og sjálfa sig
er leiðin einföld. Allir læknarnir
þurfa að lifa, og úr því þeir vilja
vera í þéttbýlinu, þá er ekki um
annað gera en þyngja álögin,svo
að jafnvel minnstu bræðurnir
hafi lögmannsframfærslutekjur,
sem forkólfar stéttarinnar telja
viðunanlegt. Þetta ástand er nú
að koma í Reykjavík og hlýtur
að stórversna, ef sjúkrasamlag-
ið á að sjá öllum læknum far-
borða, sem þar vilja setjast að.
Sjúkratryggingarnar, eins og
þær eru framkvæmdar, hafa
stórspillt aðstöðu bændanna að
fá lækna, og þarf það sízt að
undra. Fólk í mörgum héruðum
lifir við sífelld læknaskipti, og
stundum verður að fylla í skörð-
in með háskalegum viðvaning-
um. Einn slíkur maður fékk um
stund jafnmikið af lífefnum
handa sínu héraði, eins og allir
aðrir héraðslæknar til samans.
Aðstaða læknahéraðanna er
meir og meir að verða óviðun-
andi og því verri sem yfirstjórn
heilbrigðismálanna hleður meir
undir keppinaut byggðanna,
sjúkrasamlagið í Reykjavík.
Landlæknir hefir ekert gert,sem
vitað er til, að bæta úr þessu
meini dreifbýlisins.Því meir sem
vandinn vex í þessu máli, því
fastar vefur hann að sér værð-
arvoðum skrifstofumennskunn-
ar. Frh. J. J.
NÝJA BtÓ
GAMLA BÍÓ
ÆFINTÝRIÐ A
HAWAII
(Wakiki Wedding).
Bráðskemmtileg og fjör-
ug amerísk söng- og gam-
anmynd.
Aðalhlutverkin leika:
BING CROSBY,
SHIRLEY ROSS,
MARTHA RAYE,
BOB BURNS.
Aukamyndir:
TALMYNDAFRÉTTIR OG
SKIPPER SKRÆK.
HIN SAMA
FÓMFÝSI.
Fögur og hrífandi ame- |
rísk kvikmynd, samkvæmt ?
hinni víðlesnu skáldsögu f
„White Banners“, eftir |
Lloyd C. Douglas. j
Aðalhlutv. leika: j
CLAUDE RAINS, *
FAY BAINTER, í
JACKIE COOPER
og
BONITA GRANVILLE.
Aukamynd:
TALMYNDAFRÉTTIR.
Mnpsskóli
starfar í 2 deildum fyrir pilta og stúlkur, frá miðjum október, í
C mánuði. Allar venjulegar námsgreinar kenndar, svo og handa-
vinna, sund, leikfimi og skíðaíþróttir.
Sérstaklega er óskað að nemendur frá fyrra ári tilkynni um
framhaldsnám sitt fyrir ágústlok. Aðrar umsóknir séu komnar
til skólastjóra fyrir 15. september.
ISjjörn Guðmundsson.
Einsóngnr
GDNNAR PÁLSSON
P£LL ÍSÓLFSSON við hljóðfæriff.
í Gamla Bíó í kvöld kl. 7.15 e. hád.
Á söngskránni eru ÍSLENZK, ENSK og AMERÍSK lög.
Aðgöngumiðar seldir í Bókav. Sigf. Eymundssonar, Hljóð-
færahúsinu, Hljóðfæraverzlun Sigr. Helgadóttur og Bókaverzlun
Snæbjarnar Jónssonar (The English Bookshop).
Menn greiiiir á
um gildi og tilverurétt einstakra greina hins innlenda
iðnaðar. Um eitt hljóta þó allir að vera á einu máli:
að sú iðjustarfsemi, sem notar innlend hráefni til
framleiðslu sinnar, sé ÞJÓÐÞRIFA FYRIRTÆKI.
Verksmídjur vorar á Akureyri
Gefjun oj* Iðunn,
eru einna stærsta skrefið, sem stigið hefir verið í þá
átt, að gera framleiðsluvörur landsmanna nothæfar
fyrir almenning.
G e S j u n
vinnur úr ull fjölmargar tegundir af bandi og dúkum
til fata á karla, konur og börn og starfrækir sauma-
stofu á Akureyri og í Reykjavík.
Idunn
er skinnaverksmiðja. Hún framleiðir úr húðum, skinn-
um og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til
skógerðar, fataskinn, hanskaskinn, töskuskinn, loð-
sútaðar gærur o. m. fl.
Starfrækir fjölbreytta skógerð og hanskagerð.
í Reykjavík hafa verksmiðjurn-
ar verzlun og saumastoSu við
Aðalstræti.
Samband ísl. samvínnuíélaga.
A víðavangf.
(Framh. af 1. síffu)
sem fellur í hlut þeim gærueig-
endum, er ekki seldu gærur til
Þýzkalands síðastliðið haust.
Eins og skýrt var frá fyrir
tæpu ári síðan, tókst ríkis-
stjórninni og brezku viðskipta-
nefndinni, að fá leyfi Breta til
að selja allmikið af gærum til
Þýzkalands síðastliðið haust og
fékkst þar fyrir þær mun betra
verð en annarsstaðar. Var jafn-
framt ákveðið að höfð skyldi
verðjöfnun, þar sem allir gæru-
eigendur gátu ekki notið þýzka
markaðarins. Munu það vera
milli 700—800 þús. kr., er þann-
ig koma til verðjöfnunar. Hefði
fyrir löngu síðan verið hægt að
ganga endanlega frá reglunum
um fyrirkomulag verðjöfnunar-
innar, ef 2—3 gærukaupmenn
Aðrar frétéir.
(Framh. af 1. síffu) .
ítölsk blöð eru harðorð í garð
Grikkja og Júgoslava um þessar
mundir og segja að þeir æsi Al-
bani gegn ítölum. Krefjast þau
að þessi ríki afhendi ítölum
nokkur héruð, þar sem Albanir
eru búsettir.
Transylvania, 17 þús. smál.
brezku beitiskipi, var nýlega
sökkt á Atlantshafi með tund-
urskeyti.
hefðu ekki verið með ósann-
gjarnar kröfur og atvinnumála-
ráðherra viljað taka tillit til
þeirra. Eftir því, sem Mbl. skýr-
ir nú frá, hefir loksins tekizt
að fá endanlega ákvörðun um
tilhögun verðjöfnunarinnar.