Tíminn - 23.08.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.08.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 24. árg. Langvarandí óþurrkar á Suðurlandí og Vesturlandi I mörgum sýslnm hefir meginhluti töðumiar hrakizt og það, seni náðst heffr, verið illa hirt. Tíðindamaður Tímans átti í gær og í morgun símtal við ýmsa bændur víðsvegar um land og kynnti sér, hve horfir um heyskap í sumar. Um gervallt Suðurland og megin hluta Vesturlands hefir sumarið verið ákaflega votviðrasamt og heyskapar- tíð verri en hún hefir verið mörg síðustu ár. Á Austur- landi og um mikinn hluta Norðurlands hefir aftur á móti viðrað allvel og sums staðar verið sérstaklega á- nægjuleg heyskapartíð. Einna þrautleiðinlegust hefir tíðin til heyskapar verið um Skaftafellssýslur, Rangárvalla- sýslu, einkum eystri hreppana, og í uppsveitum Árnessýslu. Grasspretta hefir í þessum hér- uðum verið mjög nærri meðal- lagi, en taðan hrakizt mjög. Framan af júlímánuði var dá- góð tíð og náðu þeir, sem þá voru byrjaðir að slá, inn töðu með góðri verkun. En síðan um miðjan júlímánuð hefir verið óslitin rosatíð og varla komið þurr dagur. Þótt snöggvast hafi greitt úr lofti, hafa flæsurnar ávallt verið svo skammvinnar, að lítið hefir náðzt inn af heyi og mjög illa þurrt það sem hirt hefir verið. Nær alstaðar er búið að slá tún, en stöku bændur hafa tekið þann kost, að byrja engjahey- skap og láta túnin bíða í von um að geta með þeim hætti náð töðunni með betri nýtingu síð- ar. Á langflestum bæjum hefir megnið af töðunni skemmst stórkostlega, eins og gefur að skilja, og auk þess hætt við að hið illa þurra hrakningshey taki ekki góðri verkun, þótt í hlöður sé komið. Verður töðufengur á Suðurlandi mjög gæðarýr að þessu sinni og sumt af útheys- aflanum er þegar orðið velkt. Það eru hundruð þúsundir hest- burða af heyi, sem skemmst Stór skáldsaga hafa undanfarnar rigningar- vikur. Seinustu 2—3 dagana hefir verið dágóður þurrkur á þessu svæði og voru margir bændur langt komnir að hirða í gær og einstaka maður var búinn að alhirða. En nú hefir aftur brugðið til úrhellisrigninga. í héruðunum umhverfis Faxa- flóa-hefir einnig gengið báglega um heyþurrkun síðan um miðj- an júlímánuð, þótt í sumum sveitum hafi hey náðst inn yf- irleitt lítið hrakin. Fyrir fáum dögum voru þess dæmi, að tað- an lægi í einum samfelldum flekk um allt túnið á bæj- um í Borgarfjarðarsýslu, og víða um þessar sveitir hefir lítið náðst inn af heyi fram undir þetta, þótt margir hafi haft þann háttinn, að vera ekki þurrkvandir og hirða hverja tuggu, sem unnt var, heldur en að tefla á tvær hættur. Taðan hefir því stór- skemmst að mjög verulegu leyti og af útheyi er óvíða búið að hirða nokkuð að ráði áður en þessir síðustu þurrkdagar komu. E^ifa þeir mjög bætt um, eftir því sem orðið gat úr þessu. Taðan mun að magni til yfir- leitt vera í meðallagi, en ákaf- lega misj-öfn að gæðum, svo sem að hefir verið vikið, og sumt af henni lélegt fóður. Vestur um Dali og á Snæ- fellsnesi og Vestfjörðum hefir verið votviðrasamt, en tæpast sem í hinum syðri héruðum. Víðast er búið að hirða mestalla töðuna. Þurrkdagar hafa fáir verið og sjaldnast nema einn eða tveir í senn. Rigning hefir verið hina síðustu daga á Vest fjörðum og er mikið hey úti og sumt tekið að hrekjast. Um Norðurland hefir tíðar far verið mun hagstæðara en ávallt fremur kalt í veðri. í Húnaþingi hefir þó verið heldur Afvínna Islendínga hjá brezka setu- liðínu Margt íslenzkra verkamanna hefir að undanförnu starfað hjá brezka setuliðinu hér í Reykja- vík. Samkvæmt upplýsingum, sem vinnumiðlunarskrifstofan lét Tímanum í té í morgun, eru 460—470 íslenzkir verkamenn stöðugt við vinnu hjá Bretum. Þar af eru rösklega 30 trésmið- ir og tæplega 40 múrarar. Flest- ' ir þessara manna vinna við byggingar, uppskipun og vöru- móttöku, en sumir fást við að hreinsa og lagfæra umhverfis tjaldstæði og aðsetursstöðvar herliðsins, láta sand í poka og fleira þess háttar. Hér við bætast um 20 vöru- bifreiðastjórar, sem vinna dag hvern að flutningum og öðru í þágu setuliðsins, auk 5—20, sem teknir eru i ígripum, eftir því sem þörf er á. Við ýmiskonar ígripavinnu, einkum við höfnina, hafa svo verið um 100 manns lengst af þessa viku, þó stundum fleiri og stundum færri, eftir því sem á hefir staðið. Alls hafa því um 600 Reyk- víkingar unnið hjá brezka setu- liðinu að jafnaði þessa viku. Það er ekki rétt, að nein vegagerð sé hér á vegum Breta, en vegna slits þess, er þeir valda á vegunum, munu þeir greiða nokkura fjárfúlgu, sem notuð verður til vegagerðar. Mun þessi upphæð þó ekki eins mik- il og sá benzínskattur, er þeim bæri að greiða. Utan Reykjavíkur, þar sem herliðið hefir tekið sér aðsetur, hefir einnig skapast talsverð atvinna við dvöl þess, til dæm- is í Hafnarfirði, Akureyri og víðar, en blaðið brestur full- nægjandi upplýsingar um það, hversu margir íslendingar vinni á vegum þess á þessum stöðum. vætusamt í sumar, en þurr- viðrasamara er austar dró. Hafa hey náðst með sæmilegri eða góðri verkun um allt Norður- land að kalla og munu hey þau, sem saman eru komin, vera í (Framh. á 4. síðuj Leifturstríðið gegn Bretlandi heíir enn ekki verið hafið Verða lyrstu septemberdagarnir nú jafn sögu- legir og 1914? Síðan á sunnudag hafa Þjóð- verjar ekki gert neinar stór- felldar loftárásir á Bretland. Hafa Bretar verið í meiri sókn í loftinu þessa vikuna. Flugher þeirra hefir flogið á hverri nóttu til margra hernaðar- stöðva á meginlandinu og gert víða mikinn usla. Flestum virðist koma saman um, að hinar miklu loftárásir Þjóðverja á Bretland 8.—18. ágúst séu ekki þáttur í sjálfu leifturstríðinu, sem Þjóðverj- ar ætli að heyj a gegn Bret- landi til að knýja fram skjót úrslit. Þjóðverjar hefðu þá gert miklu stórfelldari loftárásir og reynt að landsetja lið bæði með flugvélum og skipum, því að öðruvísi verður leifturstríðið ekki framkvæmt. Um þessar loftárásir Þjóð- verja ríkja aðallega tvær kenn- ingar: Fyrri kenningin er sú, að Þjóðverjar hafi verið að kynna sér til fullnustu loftvarnir Breta. Þess vegna hafi þeir gert árásir á staði, sem bezt voru varðir, eins og Portsmouth og London. Þá hafi það og verið markmið þeirra með árásunum, að reyna að neyða Breta til að hætta - öllum siglingum um Ermarsund, því að það myndi stórum létta þeim innrásina. Það fari mikið eftir þeirri reynslu, Sem þeir telja sig hafa fengið, hvort þeir hefji leiftur- stríðið að þessu sinni. Hin kenningin er sú, að Þjóð- verjar séu hættir við leiftur- stríðið, en ætli að þreyta Breta með sífelldum loftárásum og strangara hafnbanni. Er þetta m. a. byggt á því, að Þjóðverjar hafa nýlega tilkynnt að þeir ætli stórum að herða hafn- bannið gegn Bretlandi. Aðrir halda því fram, að þessi hafn- bannstilkynning Þjóðverja eigi aðeins að draga athyglina frá leifturstriðinu. En séu Þjóð- verjar horfnir frá leífturstríð- A. Úr Hnappadalssýslu. — Ungmennasamband Snæfellinga. — íslendingar í Danmörku. — Síldarverðið. — Kjötverðið lækkar. — Bátasmíði á ísafirði. Frá loftorustu viS Englandsströnd. Fimm flugvélar sjást hrapa í einu í sjó niSur. inu, er það sennilegt, að þeir haldi stöðugt uppi loftárásum á Bretland í svipuðum stíl . og dagana 8.—18. ágúst og mega Bretar á því marka, hvað þeir eiga í vændúm. Brezki flugmálaráðherrann tilkynnti í vikunni, að vissa sé fyrir, að Þjóðverjar hafi misst 701 flugvél dagana 1.—20. á gúst, en Bretar hafi aðeins misst 192 flugvélar og séu þá meðtaldar þær flugvélar, sem þeir hafa rriisst í árásum á meg- inlandið. Þetta jnikla flugvélatjón Þjóð- verja er ekki eins tilfinnanlegt fyrir þá og margir kynnu að halda. Bretar munu a. m. k. framleiða um 2000 flugvélar á mánuði, en þó telja þeir að framleiðsla Þjóðverja sé ennþá meiri en þeirra. Það er því ljóst, að Þjóðverjar hafa á þessu tímabili framleitt miklu fleiri flugvélar en þeir hafa misst. Það er líka viðurkennt, að þeir (Framh. á 4. síðu) eftir Davíð Stefáasson kemur út í haust í haust kemur á bókamarkað- inn ný skáldsaga, sem marga mun vafalaust fýsa að lesa. Er hún eftir Davíð Stefánsson skáld. Er þetta mikið skáldrit í tveimur bindum, sem verða um 20 arkir hvert. Heitir sagan „Sólus Islandus" og mun hinn þekkti ferðalangur og lista- maður, Sölvi Helgason, vera fyrirmynd höfundarins. Davíð mun aðallega hafa unnið að þessari sögu og leik- ritagerð undanfarið, en lagt ljóðagerðina meira á hilluna. Átti að sýna eftir hann nýtt leikrit í Noregi á þessu ári, en það mun farast fyrir, sökum styrjaldarinnar þar. Þorsteinn M. Jónsson á Akur- eyri sér um útgáfu bókarinnar. Önnur skáldsaga, sem er álika löng, er nýlega komin út á veg- um Þorsteins. Heitir hún „Á bökkum Bolafljóts" og er eftir Guðmund Daníelsson frá Gutt- ormshaga. Guðmundur hefir áður skrifað nokkrar sögur, en þetta er að allra dómi lang- bezta bók hans. Verður hennar nánar getið hér í blaðinu innan skamms. Gunnar Guðbjartsson að Hjarðar- holti í Miklaholtshreppi hefir látið Tímanum i té yfirlit um árferði, gróð- urfar, fénaðarhöld og heyskaparhorfur þar vestra. Honum sagðist svo frá: — Það voraði heldur seint og var lengi fram eftir bæði úrkomusamt og kalt um þessar slóðir. Tók heldur seint að gróa og öllum gróðri fór tregar fram en undanfarin ár. Var því seint sáð í garða, almennt ekki fyrr en í júní- mánaðar byrjun. Er því sprettan eðli- lega enn með lélegra móti og ekki farið að nota nýja uppskeru að neinu ráði. Fénaðarhöld voru yfirleitt góð, nema hvað lambahöld voru misjöfn vegna ill- viðra um sauðburðinn og sums staðar sökum dýrbits. Mæðiveikin hefir ekki enn gert vart við sig fyrir vestan girð- inguna, sem liggur frá Skógamesi í Álftafjörð. Girðing þessi er tvöföld, og var önnur línan lögð í vor. Vonast menn jafnvel til, að hún verði fjár- stofninum örugg vöm hin næstu ár gegn þessari skæðu pest. Ríkið lagði til efni í hina nýju girðingu úr annari gamalli varnargirðingu, sem lá með- fram Hítará allt í Skraumuós við Hvammsfjörð, en fjáreigendur rifu hana upp, önnuðust flutning og settu hana niður að nýju á sinn kostnað. Mun girðingarkostnaðurinn hafa numið 55 aurum á hverja kind á svæði því, er verndar nýtur af girðingunni. — Sláttur hófst í síðara lagi, víðast í miðjum júlímánuði, því að grasspretta var treg fram eftir eins og áður er sagt. í sláttarbyrjun voru tún eigi enn full- sprottin, en þurrkar gengu hér um slóð- ir um miðjan mánuðinn, svo að það náðist inn nýtt og vel þurrkað, sem fyrst var slegið af töðunni. Útengjar eru vel sprottnar, en óþurrkar hafa verið það sem af er ágústmánuði og þess vegna lítið búið að hirða á engj- um. Víða er einnig úti nokkuð af töðu, og er hún farin að skemmast. Lítur þvi heldur illa út um heyöflun, þótt tekizt hafi að ná nokkru af heyinu í sæti, þegar flæsudagar hafa komið, og varna þannig stórskemmdum. t t t Fyrir nokkru var endurreist héraðs- samband ungmennafélaganna í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu. Hefir síðan lifnað mjög yfir starfi þeirra. Nýtur hið nýja héraðssamband nokk- urs styrks til íþróttakennslu frá U. M. F. í. og starfaði Helgi Júlíusson íþrótta- kennari frá Leirá á vegum þess mikinn hluta síðastliðins vetrar. t t t Það mun nú fullvist, að á þriðja hundrað íslendinga í Danmörku hafa sótt um heimferðarleyfi. íslenzka ríkis- stjómin hefir undanfarið haft viðbúnað til að láta sækja þá til Petsamo. Þjóð- verjar munu fyrir sitt leyti hafa veitt l'eyfl til ferðarinnar, en hins vegar mun ekki vera fengið leyfi hjá Bretum Ríkisstjómin mvm gera sitt ítrasta til þess að fá þessu máli kippt í lag og er ekki vonlaust um, að þetta fólk verði sótt í næsta mánuði. Aðstandendur þessa fólks hér heima vænta þess áreiðanlega, að Bretar geri sitt til að greiða fyrír því, að það geti komizt heim. t r t Sildarverksmiðjurnar ákváðu síðastl. þriðjudag að kaupa sild til bræðslu, énda þótt óvíst sé um sölu þeirra síld- arafurða, sem framleiddar verða hér eftir. Jafnframt ákváðu þær að greiða fyrst um sinn 9 kr. fyrir málið í stað 12 kr áður. Skipin munu því halda áfram veiðum. Um miðja þessa viku var lélegt veiðiveður, en veðrið hefir nú batnað aftur. Síld virðist enn jafn mikil og verið hefir fyrr í sumar. t t t Kjötverðið var lækkað í þessari viku og kostar nú hvert kílógramm kjöts kr. 2.70 í heildsölu Slátrun mun vera byrj- uð á þessum stöðum: í Reykjavík, Siglufirði, Seyðisfirði, Vestmannaeyj- um, Akureyri og Flateyri við Önundar- fjörð. t t t Fyrir nokkru var hafið smíði á 15 smálesta vélbát í vinnustöð Marselíusar Bemharðssonar skipasmíðameistara á ísafirði. Bátur þessi er smíðaður handa nýju útgerðarfélagi á Þingeyri við Dýrafjörð, og á hann að vera búinn til fiskveiða í byrjun nóvembermánaðar. Vélin, sem í bátinn á að láta, er 44 hestafla. Aðrar frélílr. Leon Trotski, annar aðalmað- ur rússnesku kommúnistabylt- ingarinnar 1917, lézt af sátum síðastl. miðvikudag í Mexíco. Maður nokkur, sem um skeið hafði látist vera fylgjandi hans, hafði fengið að koma inn í skrifstofu hans og töluðust þeir við einslega. Allt í einu heyrðu varðmennirnir neyðaróp Trot- skis. Hafði þá aðkomumaður- inn barið hann i höfuðið með exi og reyndist það banasár. Það er nú upplýst, að maður þessi var í þjónustu rúss- nesku leynilögreglunnar. Síðan Troski fór í útlegð, eftir að Stalin hafði flæmt hann frá völdum, hafa honum verið sýnd fjölmörg banatilræði. Tilefni þeirra er vafalaust það, að hann hefir gagnrýnt rússnesku stjórnina óvægilega og meðal rússneskrar alþýðu hefir hann jafnan átt miklum vinsældum að fagna. Stalin hefir með réttu lagi talið hann aðalkeppinaut sinn. Það var Trotski, sem skipulagði rauða herinn í borg- arastyrjöldinni. Er það talið að þakka skipulagsgáfum hans, óvenjulegum dugnaði og eld- móði, að rauða hernum tókst að sigra. Lenin óskaði þess, að (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi HAGNÝTING SÍLDARAFLANS. Það hefir komið tvívegis fyrir í sumar, að stöðva hefir orðið síldveiðarnar sökum þess, að meiri síld hefir borizt á land en verksmiðjurnar höfðu undan að vinna úr. Hafa því verið ýmsar bollaleggingar um það, hvað gera skuli til þess að láta slíkt ekki henda aftur og hafa nokkrir hampað þeirri hug- mynd Gísla Halldórssonar verk- fræðings, að byggja kæliþró, iar sem hægt væri að geyma síld, er síðar yrði tekin til vinnslu, í 1—2 mánuði. Blaðið Einherji á Siglufirði vekur hins- vegar athygli á því í þessu sam- bandi, að dýrara yrði að byggja slíka kæliþró en að stækka rík- isverksmiðjurnar á Siglufirði. Hefir blaðið til samanburðar í þeim efnum hina margumtöl- uðu þró, sem Gísli lét ríkis- verksmiðjurnar byggja 1937. Sú þró kostaði 250 þús. kr. Hún tekur 23 þús. mál af saltaðri bræðslusíld, en mundi ekki taka full 20 þús. mál af kældri síld, því að snjórinn tekur talsvert af rúminu. Aukning á S. R. á Siglufirði, sem nemur 2500 mál- um, myndi kosta 650 þús. kr. Á meðal veiðisumri myndi sú aukning bjarga 125 þús. málum síldar. Kæliþró fyrir þetta verð, 650 þús. kr. (miðað við þró Gísla) myndi bjarga 52 þús. málum. Með öðrum orðum 650 þús kr. lagðar í afkastaaukningu S.R. myndi auka móttökugetuna um 125 þús., en 650 þús. kr. lagðar í þró G. H. um 52 þús mál. Auk þessa kæmi svo auka- kostnaður við kælinguna. Má gleggst á þessu marka, hvort ekki sé hyggilegra á þessu stigi málsins að vinna frekar að aukningu verksmiðjanna en að byggj a kæliþró. VILMUNDUR OG LÝÐRÆÐIÐ. Maður vestan lands skrifar Tímanum: Mér þykja kynleg skrif Vilmundar landlæknis um Jónas Jónsson. Þau hefi ég reyndar ekki lesið, en mér hefir verið sagt talsvert úr þeim. Vil- mundur mun leggja á það aðal- áherzlu, að J. J. sé alveg stór- hættulegur lýðræðinu. Þetta finnst mér ekki ómaklegri ásök- un um annan en J. J. Skal ég reyna að rökstyðja mál mitt. Til þess að lýðræðið geti heppnast legg ég áherzlu á tvennt: Ann- arsvegar þurfa að vera fram- sýnir og einarðir stjórnmála- menn, er láta ekki stjórnast af tilliti til kjósendadekursins, hinsvegar þroskaðir kjósendur, sem hafa aðstöðu og vilja til að athuga málin, en láta ekki leið- ast eins og viljalaus þý að kjör- borðinu. Um fyrra atriðið er það að segja, að ég held að enginn efist um framsýni J. J. og ég hefi ekki fylgst með öðrum stjórnmálamanni, er mér finnst einarðari en hann. Mér hefir virzt, að J. J. hafi jafnan sagt álit sitt, án tillits til þess, hvort einum eða öðrum líkaði betur eða ver. Hann hefir deilt á of- ríki og arðrán atvinnurekenda, spillingu embættismanna, okur kaupmanna, háar kaupkröfur verkamanna og hann hefir ekki hikað við að ganga fram fyrir skjöldu, þegar bændum hafa verið boðin glæsileg boð og sagt að þau væru óframkvæmanleg. Má í því sambandi benda á við- ureignina við Bændaflokkinn. J. J. hefir vissulega ekki látið ótta við andúð einnar eða ann- arrar stéttar aftra sér frá að gera það, sem hann áleit rétt undir hinum ýmsu kringum- stæðum. Lýðræðið krefst slíkra stjórnmálamanna. Annars fær það ekki staðizt eins og reynsl- an hefir líka sýnt í Frakklandi. Um síðara atriðið er það að segja, að enginn íslenzkur stjórnmálamaður hefir unnið meira verk en J. J. til að auka (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.