Tíminn - 27.08.1940, Page 4

Tíminn - 27.08.1940, Page 4
332 Yfiir landamærm 1. Vísir segir síðastl. föstudag. að Tíminn skammi Ólaf Thors fyrir það, „að hann hafi ekki komið fram stefnu- máium Sj álfstæðisflokksins" í sjávar- útvegsmálum. Þetta er algert, rang- hermi. Lesendur Tímans munu áreið- anlega minnast þess, að það er ekki langt síðan að Ólafi var þakkaS fyrir það hér í blaðinu, að hafa fylgt úrræð- um fyrirrennara sinna í stað þess að fara að reyna að koma afurðasölumál- um sjávarútvegsins aftur á grundvöll frjálsrar samkeppni. 2. Annars eru þessir dómar Vísis og Mbl. talsvert lærdómsríkir. Mbl. segir að velgengni sjávarútvegsins seinustu mánuðina sé að þakka „úrræðum Ólafs Thors“. Vísir segir að „stefnumálum Sj álf stæðisf lokksins hafi ekki verið komið i framkvæmd". Þetta er alveg í samræmi við umsögn Tímans: „Úrræði Ólafs Thors“ eru fólgin í því,' að hann hefir fylgt stefnu Framsóknarmanna, en ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins. æ+2/. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu) og skutu á þær úr loftvarnar- byssum. Bretar telja að skemmdir hafi orðið miklar á hergagnaverksmiðjum, en Þjóð verjar gera lítið úr þeim. Ber linarbúar dvöldu í loftvarnar byrgjum mikinn hluta nætur- innar. Enskar flugvélar flugu einnig um líkt leyti yfir Leipzig, þar sem nú stendur yfir mikil kaupstefna og flúði fólk þar einnig í loftvarnarbyrgi. Brezki flugherinn hefir eins og undan- farið haldið uppi næturárásum á ýmsar hernaðarbækistöðvar Þjóðverja á meginlandinu. Þjóðverjar hófu aftur loftá- rásir á Bretland í stórum stíl síðastliðinn laugardag og hafa haldið þeim áfram síðan. Hafa þeir einkum ráðizt á Portmouth og London og umhverfi þessara borga. Þjóðverjar hafa nú breytt um aðferð. Áður komu þýzku flugvélarnar í fáum stór- um hópum, en nú koma þær í mörgum smáhópum. Þá eru þeir einnig byrjaðar á næturárás- um. Þjóðverjar telja að skemmdir hafi orðið miklar, en Bretar gera lítið úr þeim. Bret- ar segjast hafa misst 32 flug- vélar á laugardag og sunnudag, en Þjóðverjar hafi misst 105 flugvélar á sama tíma. Þjóð- veTjar segja aftur á móti, að flugvélatjón Breta hafi verið fimm sinnum meira en tjón þeirra undanfarna daga. Ekkert samkomulag hefir enn náðst milli Ungverja og Rúm- ena um landkröfur þeirra fyr- nefndu. Eru samningaumleitan- ir hættar i bili og er mikill hernaðarviðbúnaður í báðum löndunum. Ungverjar hafa þó boðið Rúmenum til nýrra við- ræðna og talið er að Þjóðverjar reyni sitt ítrasta til að miðla málum. Rúmenski bændaflokk- urinn og nazistaflokkurinn beita sér eindregið gegn öllu landafsali og telja rétt af Rúm- enum að leita stuðnings Breta. ítalir og Grikkir hafa nú mik- inn viðbúnað við landamæri Albaníu og Grikklands. ítölsk blöð halda uppi stöðugum tí R BÆNUM Leikfélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn í gærkvöldi. For- maður félagsins, Gestur Pálsson, gerði grein fyrir leikstarfinu síðastliðinn vet- ur. Alls voru sýnd sex leikrit, þrjú ís- lenzk og þrjú eftir erlenda höfunda. Voru það Brimhljóð eftir Loft G^- mundsson, Á heimleið eftir Lári“s gjg. urbjömsson, samið samkvær-^ gkáld- sögu móður hans, og Fj+t'Ua-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjóhsson. Útlendu leikritin voru Sherlock Holmes, Dauð- inn nýtur lífsins og Stundum og stund- um ekki. Loks var byrjað að æfa sjö- unda leikritið í fyrra vor, Logann helga eftir Sommerset Maugham, en tími vanst ekki til að sýna það. Leiksýning- arnar voru alls 100 og hafa þær aldrei verið svo margar áður. Fjárhagsafkoma félagsins var góð á þessu leikárinu. Stjómarkosning fór fram á aðalfund- inum og voru kosnir í stjóm Indriði Waage, formaður, og Hallgrimur Bach- mann og Brynjólfur Jóhannesson með- stjórnendur. Flug-félag íslands hefir sótt um leyfi til bæjarráðs til að byggja flugskýli við Skerjafjörð. Bæjarráð hefir falið bæjarverkfræðingi málið til íhugunar. T01ÍW, þrfgj.id»»^iim 27. ágúst 1940 83. blað Sundkennsían ag (Framh. af 1. sif u) fjandskap í garð Grikkja. Beaverbrook lávarður til- kynnti í gær, að flugvélafram- leiðslan hefði aldrei verið meiri i Bretlandi en í síðastliðinni viku. Virðist þetta sýna, að á- rásir Þjóðverja á enskar flug- vélaverksmiðjur hafi ekki borið mikinn árangur. Þýzkar flugvélar gerðu í gær loftárásir á fjórum stöðum í Eire. Stjórn Eire hefir látið mótmæla árásunum við þýzku stjórnina. Þetta eru fyrstu loft- árásirnar, sem gerðar hafa ver- ið á Eire. Enskar fréttir segja, að Sib- bentrop hafi í undirbúningi tillögur um nýtt Stór-Þýzka- land, þar sem m. a. verði gert ráð fyrir innlimun Hollands og nokkurs hluta Belgíu í þýzka ríkið. Bretar hafa nýlega samið um kaup á 4000 skriðdrekum í Bandaríkjunum fyrir 50 milj. sterl.pd. Skriðdrekarnir eiga að vera frá 25—30 smál. að stærð. Framleiðsla þessara skriðdreka er þegar hafin. Tyrkneska blaðið ,Cumburiyet‘ hefir nýlega verið bannað. Blað- ið hvatti tyrknesku þjóðina til að fallast á fyrirætlanir Þjóð- verja um nýskipulagningu ríkja og atvinnumála á Balkanskag- anum. Bandaríkjastjómin hefir ný- lega sent tvö vopnuð skip til Grænlands og hefir þetta gefið amerískum blöðum tilefni til að rifja upp þau ummæli Roose- velts forseta, að Bandarikin myndu láta sig miklu skipta, að Grænland komizt ekki und- ir yfirráð stórvelda utan Am- eríku. Oliver Lodge, einn frægasti vísindamaður Breta, lézt 22. þ. m. Var hann kominn hátt á ní- ræðisaldur. Gaulle hershöfðingi hefir skýrt frá því, að Vichystjórnin hafi látið flytja 800 hernaðar- flugvélar frá nýlendum Frakka og afhenda þær Þjóðverjum. 398 Margaret Pedler: engu, — þið kastið lífi hennar á glæ .... Poppy kastaði ekki lífi sínu á glæ, — hún gaf það.“ Allt í einu sá Blair skært ljós gegn um það myrkur, sem hafði umlukt þau, ljós hinnar hreinustu ástar og göfugustu fórnar, og hann skildi að hamingja þeirra Elizabetar var vaxin upp af þjáningum og afneitun, eins og dögunin sem leiðir af myrkrinu. Hann snéri sér að Elizabet og sá í hinum mikla al- vörusvip á andliti hennar, að hún hafði einnig skilið þetta. Að lokum stóðu þau saman í sólskini þess frelsis, sem var gjöf konunnar, er hafði unnað svo heitt. Bæði minntust þau orða hans, sem þekkti til hins ýtr- asta verðmæti ástar, lífs og dauða, hans, sem skildi allt og myndi fyrirgefa allt: „Enginn hefir borið í brjósti meiri ást en þá, að fórna lífi sínu fyrir það, sem hann unni.“ ENDIR. Wl S !■ Wl * = •m Wl k wsS £ 3 ð O 1 s* i B | “S b s Fylgir há+ kafli úr préfi As- geirs: X ,’i^igar í fyrsta skipti var efnt sundkennslu að Núpi,- voru sendir þangað fjórir piltar héð- an og voru þeir reiddir yfir Klúkuheiði, því að ekki var ,þá annar farkostur á landi. Piltar þessir voru: Eiríkur Ásgeirsson, Ebenezer Ásgeirsson, Flateyri, Sveinbjörn Jónsson, Hvilft og Önundur Ásgeirsson, Sólbakka. Árið eftir að ofanritaðir drengir lærðu sundið, sökk farartæki undir bræðrunum Eiríki og Ebenezer fram við marbakka, undan húsi mínu, um háflóð. Eiríkur synti í land, en Ebenezer synti að flakinu og hékk þar, unz bátur kom og tók hann. Hefðu drengir þessir ekki lært sund einmitt á þessum tíma, væru þeir báðir hér uppi í grafreitnum. Sveinbjörn Jónsson, sem í fyrsta sinn í sumar er sjómað- ur, datt útbyrðis úti á hafi, ér hann var að ná í fisk, er losnaði af lóð. Varð hann viðskila við bátinn og varð eigi strax náð, því veður var ekki gott. Á meðan hélt Sveinbjörn sér uppi á sundi, en varð að taka af sér stígvélin. Þessi piltur hefir að- eins notið þess sundnáms, er hann fékk að Núpi. Fjórði drengurinn, Önundur, hefir aldrei þurft á því að halda, að bjarga lífi sínu úr slíkum háska. Mér finnst þetta svo merki- legt, að ég get ekki látið hjá líða að koma því til þín, sem ég veit að munir gleðjast af svo þýðingarmikilli starfsemi, og hinsvegar veit ég, að þú munir, til hvatningar öllum lands- mönn, ekki sjá eftir því, að láta þessa getið á prentuðu máli, svo sem flestir geti sannfærzt um gildi sundnámsins.“ — Nú, þegar lögboðið er orðið, að öll börn 14 ára séu sund- lærð, er mér það gleðiefni, seg- ir Björn, að hér að Núpi skuli vera skilyrði til að fullnægja þesssu fyrir héraðið, ef áhugi og skilningur á þessu nauðsynja- máli væri fyrir hendi. Bækur (Framh. af 3. síðu.) vandasöm viðfangsefni, er snerta hin dýpstu rök tilver- unnar, líf og dauða, og kenn- ingar guðfræðinga og andatrú- armanna og ýmissa heimspek- inga. Mjög er þar rætt um skoð- anir dr. Helga Péturss og boð- skap hans, sem höfundur styður með miklum sannfæringar- þrótti. Á víðavan((I. (Framh. af 1. síðu) Valtýr sjaldan hent heimsku- legra tiltæki, því að þetta rifjar að eins upp, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir verið og er að miklu leyti nazistiskur. Margir áhrifamenn Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, Akureyri, Siglufirði og í fleiri bæjum, munu heldur ekki fara dult með það, að þeir telja betur farið, að nazistar sigri í styrj- öldinni. Gera þeir sér vonir um, að það myndi hafa áhrif, sem væri æskileg að þeirra dómi, á stjórnarfarið hér. Einn bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, Brynleifur Tobias- son, starfrækir meira að segja nazistiskan leynifélagsskap. Sjálfur hefir Valtýr lofsungið nazismann meira en nokkur annar íslenzkur blaðamaður, þó að hann virðist nokkurs annars sinnis síðan Bretar komu hing- að. Má í því sambandi minna á, að fyrst þegar nazistar byrj- uðu starfsemi sína hér, kallaði Valtýr þá í Morgunblaðinu „lög- hlýðna og þjóðholla íslend- inga“! í bæjarstjórnarkosning- unum 1934 hafði Sjálfstæðis- flokkurinn líka opinbert banda- lag við nazista. Þau ósannindi Valtýs, að Framsóknarmenn séu nazistar, munu ekki koma að neinni sök, en þau munu vekja aukna athygli á því, hvar leita megi hinnar „fimmtu her- deildar“ hér á landi. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. ♦♦♦♦ Starl Dýraverndun> arfélagsíns (Framh. af 1. síðu) og litið eftir, hvort umbúnaði í sláturhúsunum sé svo háttað, að viðunandi sé, skepnunum ekki lógað að öðrum ásjáandi, tæki í vel nothæfu ástandi og svo framvegis. Dýraverndunar- félagið hefir hug á að auka þetta eftirlit og bæta og er meðal annars í ráði, að senda mann þessara erinda til Aust- fjarða í haust. Fjárrekstrar á hinum helztu samgönguleiðum verða að þessu sinni miklu erfiðari en nokkru sinni fyrr, svo torveldir sem þeir hafa þó löngum verið. Veldur því hin stóraukna um- ferð bifreiða á öllum vegum, sem leiðir af dvöl útlenda setu- liðsins hér. Sérstaklega mun þessa gæta á vegum í grennd við Reykjavík og Akureyri, ein- mitt á þeim slóðum, þar sem nær alstaðar eru girðingar með- fram öllum vegum-, svo nærri þeim, að skepnurnar eiga ekkert undanfæri utan sjálfrar bif- reiðabrautarinnar. Hér við bæt- ist, að hætt er við, að hina út- lendu bifreiðarstjóra bresti þann skilning, sem flestir ís- lenzkir bifreiðastjórar hafa, vegna kunnugleika á landshög- um, á þeim miklu erfiðleikum, sem rekstrarmennirnir eiga við að etja, og nauðsyn þeirra á að komast leiðar sinnar, sem hrakningaminnst með fé sitt. Það verður því að viðhafa meiri varúð í haust en nokkru sinni áður við fjárrekstrana til kaup- staðanna, manna þá betur og hyllast til að fara um fjölförn- ustu leiðarkaflana, þegar bif- reiðaumferðin er minnst, ef slíku verður við komið. Dýraverndunarfélagið mun fara þess á leit, að ríkisstjórn- in eigi hlut að þvi við brezku herstjórnina, að hún reyni, meðan aðalsláturtíðin stendur yfir, að draga úr umferð bif- reiða sinna um þá vegi, sem fjárrekstrarnir verða að fara um. Jafnframt verði komið að máli við yfirmenn flutninga og samgangna af hálfu herliðsins og mælzt til, að þeir leggi fyrir þá, sem farartækjum þeirra stjórna, að viðhafa ítrustu var- úð og þolinmæði, er þeir mæta fjárrekstrum. En jafnvel þótt þessar mála- leitanir mæti æskilegum skiln- ingi hjá ensku herstjórninni, mun hin aukna umferð ávallt verða til þess að torvelda fjár- rekstrana gífurlega mikið. Afmælí (Framh. af 2. síðu) skapinn,“ sagði hann. „En allt hefir blessast vel og ég alltaf verið gæfumaður. Ég hefi ávallt orðið að vinna mikið, enda verið heilsugóður. Vinnan hefir orðið mín æðsta gleði, og þótt ég hafi oft orðið að leggjast til hvíldar þreyttur að kvöldi, hefi ég ávallt hlakkað til starfsins að morgni.“ Árrisull og vinnugefinn, gæt- inn í orðum og eyðslu, hefir Rögnvaldur ávallt verið, enda fjárhagur hans jafnan góður. Tal okkar barst að landsmál- um og framtíðarhorfum. „Ég hefi alltaf verið Framsóknar- maður,“ segir Rögnvaldur, „síö- an sá stjórnmálaflokkur fór að starfa í landinu. Ég vona, að mér endist lif og heilsa til þess að geta enn einu sinni Komizt að kjörborðinu. Ég vona einnig, að land okkar og þjóð komizt án stórvandræða fram úr erfiðleik- um tímanna. Vitanlega verður þjóðin að neita sér um margt og vinna mikið — ef vel á að fara, en umfram allt að lifa i trú og trausti á handleiðslu forsjónarinnar. Þetta hefir ver- ið mín lífsstefna og lífsskoðun og reynzt mér vel.“ Og nú þegar gestinn ber að garði að Kvíabekk, hittir hann húsbóndann glaðan og gest- risinn — kvikan á fætl, grann- vaxinn og beinvaxinn, sem ungur væri. Með hlýju og ástúð, býður hann gestinn velkominn, og með hinni sömu hlýju er gesturinn kvaddur. Dg það hefir hefir margan borið að garði Rögnvalds í rás áranna, og margur er sá nær og fjær, sem beinir hlýjum árnaðaróskum til hins aldraða afmælisbarns. S. Þ. ■GAMLA BÍÓ ' Drottnarar hafisins (RULERS OF THE SEA) Amerísk Paramountkvik- mynd um ferð fyrsta gufuskipsins, er sigldi yfir Atlantshafið. — Aðalhlut- verkin leika: Douglas Fairbanks yngri, og Margaret Lookwood. Sýnd klukkan 7 og 9. ~~“~'“°—NÝJA BÍÓ11— Flugfkonurnar TAIL SPIN Amerísk kvikmynd frá FOX, er sýnir á spenn- andi hátt baráttuviðleitni ungra kvenna til frægðar og frama. — Aðalhlut? verk leika: ALICE FAYE, CONSTANCE BENNETT og DANBY KELLY. Sýnd klukkan 7 og 9. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við frá- fall og jarðarför Runólfs bónda Arasonar frá Hálsum í Skorradal. Ingibjörg Pétursdóttir, börn og tengdabörn. Vélbátur til sölu. Vélbáturinn Jón formaður B A 64 á Bíldudal, um 7 smálestir að stærð, er til sölu. Báturinn er 5 ára gamall, smíðaður af hin- um góðkunna skipasmið, Gísla Jóhannssyni á Bíldudal. Efni: Kjölur, stefni og bönd úr eik, súðin úr 1” furu. Lengd 32 fet, breidd 9 fet, dýpt 4 fet. Hásetaklefi rúmgóður, með 4 kojum og eldstó. Lestin tekur 16 skp. saltfiskjar, auk þess er afturlest (skott). Vélin er „Drott“-mótor 20 hk. Ganghraði 7y2—8 sm. Bátnum fylgir dragnótaútvegur, svo sem: spil, afdráttarvél, 8 tóg ný og kolanót. Þá fylgir ennfremur línuútvegur, 120 lóðir, ásamt öðru tilheyrandi, þar með lóðaspil. Báturinn er raflýstur. Enn- fremur grunnfæri, keðjur og tvö akkeri, auk ágætra hafnar- grunnfæra. Auk þess nokkrir varahl. til vélarinnar. Söluverðið er kr. 14000.00. Nánari upplýsingar gefur seljandinn Jens Hermannsson, Bíldudal. Flösknr og Við kaupum daglega fyrst um sinn allar algengar teyundir af tómum flöskum og ennfremur tóm glös af öllum tegundum, sem frá okkur eru komin, svo sem undan bökunardropum, hárvötnum og ilmvötn- um. — Móttakan er í IVýborg. Áfengísverzluii ríkísíns. Rítsaín Jónasar Jónssonar Nýtt bindi af ritsafni Jónasar Jónssonar kemur út í haust. Það heitir Fegurð lífstns og fjallar um bókmenntir og listir og ýms fremstu skáld og listamenn þjóðarinnar. Þetta bindi verður hátt á þriðja liundrað blaðsiður að stærð í sama broti og liin fyrri, og mun kosta 5 krónur óbundið, en 7,50 i shirtingsbandi. Verðið er því hiö sama og á fyrri bindunum, þótt pappírsverð hafi hækk- að og prentkostnaður aukizt. Fet/urð lífsins verður merkasta bókin, sem gefin verður út á þessu ári. Það er bók, sem ætti að vera í hvers manns eigu. Þeir, sem vilja gerast áskrifemlur, snúi sér til umboðsmanna bókaiitgáfu S. U. F., eða sendi pantanir sínar til Jóns Helgasonar, pósthólf 1044, Reykjavík, eða hringi í slma 2353. A krossgötum. (Framh. af 1. síðu) skipssmíðinni og er smíðavinnan talin hafa verið öllu meiri en við byggingu stærsta skipsins, er smíðað hefir verið hér á landi, vélskipsins Helga úr Vest- mannaeyjum. Skipsskrokkurinn er úr eik, en yfirbygging úr stáli. Tvær vélar eru í skipinu. Það hefir og tvær skrúf- ur og mun vera fyrsta íslenzka fiski- skipið, sem svo er útbúið. Hið nýja skip ísfirðinga heitir Richard og er í eigu hlutafélagsins Björgvin. t t t Tveir af Þjóðverjum þeim, sem Eng- lendingar handtóku hér og höfðu á brott, fórust er hafskipinu Arandora Star var sökkt við strönd Skotlands í byrjun júlímánaðar. Voru það dr. Rudolph Leutelt og Karl Petersen. Leutelt kom hingað í fyrrasumar á vegum Fjallamannafélagsins og starf- aði í vetur að skíðakennslu hjá í. R. Hann var Austurríkismaður að upp- runa. Karl Petersen hafði dvalið hér í nær tvo áratugi og var kvæntur ís- lenzkri konu. Hann var lengst af starfs- maður hjá Braunsverzlun, en rak sjálf- ur verzlun hin seinustu ár. KAUPUM kanínuskinn, lamb- skinn, selskinn, kálfskinn. Verksmiðjan Magmi h.f., Þingholtsstræti 23. FERMD TELPA frá góðu sveitaheimili, óskast á Grettis- götu 22. Sími 4120.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.