Tíminn - 03.09.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.09.1940, Blaðsíða 3
85. hlað TÍMIMV. liriðjwdaginn 3. sept. 1940 339 A N N Á L L Afmæli. ÍÞRÓTTIR Islandsmótið. Tílkynning Magnús Björnsson bóndi að Efri-Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu varð sjötugur 23. ágúst. Hann hefir búið að Hömrum ásamt konu sinni, Stefaníu Ásmundsdóttur, í 40 ár, og vil ég nota þenna merkis- áfanga í æfi hans til að minnast að nokkru þessa bændaöldungs. Frá aldamótum hafa þau Magnús og Stefania búið að Efri-Hömrum og hafa þau hjónin lengst af þessum tíma veitt umsvifamiklum búskap forstöðu, þar sem þau hafa eignazt 19 börn, og eru 13 þeirra enn á lífi, þar af 5 enn í föður- húsum og geta allir séð, hversu mikinn dugnað þarf til þess að ala önn fyrir svo stórum barna- hóp af eigin ramleik, þó oft hafi auðvitað verið þröngt í búi og af litlum efnum að taka, og heldur verður ekki komið tölu á alla þá gesti, sem þar hafa að garði borið og notið góðs beina og gistingar, enda er gestrisni og höfðingsskap þeirra hjóna viðbrugðið. Fátt mun þó óskiljanlegra en það, hversu miklu Magnús hef- ir afrekað í sínum búskap, enda hefir hann notið aðstoðar mjög góðrar og göfugrar húsmóður, þar sem frú Stefanía er. Þegar Magnús kom að Efri- Hömrum árið 1900 og reisti bú á hálfri jörðinni, var túnið svo þýft að margar þúfurnar náðu í mitt læri og hvergi sléttur blettur, enda gaf það þá ekki af sér nema um 100 hestburði, en að nokkrum árum liðnum keypti hann hinn helminginn af jörðinni og byggði upp í- búðarhúsið, og mun fáum geta dottið í hug, sem nú koma að Efri-Hömrum, hversu miklar framfarir þar hafa átt sér stað. Nú er túnið allt orðið slétt og gefur af sér um 400 hesta og nú hefir enn verið byggt einlyft íbúðarhús úr timbri og öll fén- Meistaramót í knattspyrnu hófst 8. ágúst s. 1. og er nú ný- lega lokið. Að þessu sinni vann Valur sæmdarheitið „bezta knattspyrnufélag íslands“. Úr- slit leikjanna á mótinu urðu í stuttu máli þessi: 1. leikur Valur — K. R. 2:1 2. — Víkingur — Fram 2:2 3. — Víkingur — K. R. 4:1 4. — Valur — Fram 3:2 5. — K. R. — Fram 4:0 6. — Valur — Víkingur 1:1 Úrslit urðu því þau, að Valur hlaut 5 stig, Víkingur 4 stig K. R. 2 stig og Fram 1 stig. Margir leikirnir voru allgóð- ir. Bezti leikurinn mun þó hafa verið milli Víkings og Fram. Hæfilegt kapp, mjög drengileg framkoma leikmanna og góð upphlaup frá beggja hálfu. Á þessu móti kom það mjög í-ljós, eins og oft áður, hve félögin vantar góða skotmenn. Fram- herjar þeirra leika vel frammi á vellinum, en þegar upp að markinu kemur, lendir allt 1 fumi og vandræðum. Þetta er aðalgallinn á sóknarliði félag- anna. Vörn þeirra er aftur á móti tiltölulega betri t. d. hjá Val, sem hafa afar sterka og vel samæfða vörn. Mörgum þyk- ir það galli við þessi mót, að á þeim skuli aðeins keppa fé- lög úr Reykjavík. Þetta er alveg rétt. Bæði væri það réttari mæli- kvarði á knattspyrnuna yfir- leitt, ef félög víðsvegar að af landinu kæmu til kappleikja með félögunum hér í Reykjavík. Víða um land eru mjög góðir knattspyrnumenn. Aðstaða til æfinga er aftur á móti slæm á mörgum stöðum, og dregur það mjög úr árangrinum. Ætti í. S. í. að athuga það rækilega, hvort ekki er fáanleg þátttaka fleiri félaga í meistaramótinu en nú er. Svo er eitt mál enn, sem óleyst er í sambandi við knatt- spyrnuna. Það er stofnun lands- liðs í. S. í. og K. R. R. ættu að koma því máli í framkvæmd strax í haust, jafrivel þótt ekki sé von neinna erlendra gesta á þessu sumri. Það er illt til þess að vita, ef satt er, að svo mik- il óvild og rígur sé á milli knattspyrnufélaganna hér í Reykjavík, að af þeim sökum sé óframkvæmanlegt að koma upp landsliði. Slíkt lýsir litlum íþróttaanda. aðarhús eru undir járnþaki og heyhlöður hjá hverju þeirra. Gestur. írá ríkísstjórnínni um umíerðahöft. Fyrír hernaðaraðgerðir Breta er nmferð á svæði á Seltjarnarnesi og á Hvaleyri sunnan Hafnarfjarðar háð eftirliti, oji verða þau svæði afgirt með gaddavír. Eftirlitið nær sérstaklega til þeirra er ekki eiga heimili Iniian hins afgirta svæðis, og verður þeim ekki leyft að víkja af aðalvegunum, nema þeir eigi til þess brýnt erindi, enda geri þeir varðmönnuin grein fyrir erindi sínu. Reykjavík 30. ágúst 1940. Tilkynniiis lil húseígenda í Reykjavík. Að gefnu tilefni eru húseigendur minntir á það, að samkvæmt lögum um húsaleigu nr. 91 frá 1940, er leigusölum óheimilt að segja upp leigu- samningum um húsnæði, nema þeir þurfi á húsnæðinu að halda fyrir sjálfa sig eða vanda- menn sína. Þá eru húseigendur alvarlega áminntir um það, að leggja fyrir húsaleigunefnd til samþykktar alla leigumála um húsnæði, sem gerðir hafa verið síðan 4. apríl 1939 og enn hafa ekki verið lagðir fyrir nefndina. Vanræksla í þessu efni getur varðað sektum. Nefndin er til viðtals í bæjarþingstofunni alla mánudaga og miðvikudaga, kl. 5—7 síðdegis. Reykjavík, 28. ágúst 1940. Húsaleígfuuefnd. Húðir og skínn. Ef bændur nota ekk! til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN tU útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — Revkjavík - Ákurevri Hraðferðir alla daga. ef allir leggjast á eitt, þá má að mestu leyti koma kjötverkun- inni þannig fyrir, ef tíðarfar er hagstætt meðan stendur á slátr- uninni, að allt kjötið að henni lokinni verði þannig verkað, að hægt verði að selja það, og við þetta hefir kjötverðlagsnefnd nú miðað öll sláturleyfi. í sambandi við þetta vil ég enn taka tvent fram: Fyrst er það, að mjög margir slátur- leyfishafar, bæði kaupmenn og kaupfélagsstjórar, telja sig hafa ákveðna kaupendur að svo og svo miklu saltkjöti, og þykir þeim mikil meinbægni að lofá sér ekki að salta handa gömlum viðskiptamönnum. Nú sjá allir, af því sem sagt er hér á undan, að það er ekki hægt, með þá, sem aðstöðu hafa til annars, ef það saltkjöt, sem óumflýj anlega verður að salta, á að hafa nokk- urn veginn öruggan markað. Þetta vildi ég vona að menn skildu, og hættu að gera kröfu til þess að fá að salta svo eða svo mikinn hluta af kjötinu. Sumir segja, að með því að fá það ekki, missi þeir fasta kaup- endur. Þetta þarf ekki að verða. Þeir kaupfélagsstjórar, er van- ir eru að selja ákveðnum mönn- um saltkjöt, geta sagt S. í. S. hverjir það eru, og meðan það ástand helzt, að þeir ekkert saltkjöt geta selt, lætur S. í. S. þá hafa kjöt, en þegar tímarnir breytast aftur, taka þeir við sínum gömlu kaupendum. Á sama hátt gætu kaupmenn t. d. afhent verzlunarráðinu nöfn þeirra manna, er þeir hver og einn væru vanir að láta hafa saltkjöt, og verzlunarráðið síð- an útvegað þeim kjöt frá þeim kaupmönnum, sem nú verða að salta meira en þeir áður eru vanir að selja innanlands, og því vantar kaupendur. Á þenn- an hátt væri hægt, ef menn vildu, að komast hjá því að gömul verzlunarsambönd þyrftu að rofna, nema um skeið, meðan þörfin krefst þess. Hitt er það, að kaupendur verða í þetta sinn að sætta sig við að fá saltkjötið frá þeim stöðum, sem þurfa að salta, enda þó þeir séu vanir við að fá það annars staðar frá. Alls staðar eru kjötsmatsmenn, og séu þeir samvizkusamir við starf sitt, er munurinn á saltkjötinu ekki mikill, og því nokkuð sama hvaðan það er fengið. Að endingu vildi ég mega vona, að menn skildu þörfina á því að tryggja það, að allt kjötið verði í seljanlegu ástandi, að sláturtíð lokinni. Og ef menn skilja hana, þá vildi ég vona, að mérin ynnu að því að hjálpa til þess að svo megi verða. Ég vona, að þeir sláturleyfishafar, sem nú fá sláturleyfi, en er fyrirlagt að selja kjötið nýtt eða frysta það, verði sér út um kaupendur eða fTystirúm, og hætti að kref j - ast þess að fá að salta svo og svo mikið af kjötinu. Sömuleiðis vona ég, að þeir, sem geta flutt kjötið til annarra frystáhúsa, verði sér út um samninga um frystingu kjötsins, og sjái að það er vegna brýnnar þarfar, sem þeir er gert að skyldu að frysta, og að það er þeim sjálfum fyrir beztu. Og ég vænti þess, að þeir, sem umráð hafa yfir frystihúsa- rúmi, verði ljúfir og samnings- liprir, svo ekki þurfi að verða ónotuð frystihús, og það að verða til þess, að gera yrði eitthvað af kjötframleiðslu ársins óseljan- lega með því að salta meira en nokkrar líkur eru fyrir að hægt sé að selja. Loks vona ég, að saltkjöts- kaupendur skilji orsakir þess, að þeir geta nú ekki fengið kjöt hjá ýmsum, sem þeir eru vanir að fá það frá, og láti það ekki verða til þess að þeir minnki við sig saltkjötskaupin, heldur sætti sig við að fá kjötið hjá þeim, sem neyðast til að salta, en eng- an markað hafa, annan en þann, sem í landinu er. Verði allir samtaka, og verði tíðarfarið meðan á slátrun stendur þannig, að bll- og sjó- flutningar geti haldizt, ætti það ekki að þurfa að koma fyrir, að meira þurfi að salta, 'fen hægt er að selja í landinu. Og þannig skulum við öll vona að það fari. Páll Zóphóniasson. Innheímtumenn! . Gjalddagi Tímans var 1. júlí. Nú er því kominn tími til aff hefjast handa. Vinniff ötullega aff innheimtu Tímans í sumar og haust, eins og aff undanförnu, og sendiff innlieimtu blaffsins skilagrein viff fyrstu hentug- leika. INNHEIMTAN. MUNIÐ að taka meff yffur VASASÖNGBÓKINA aff öllum mannfagnaði. Hún vekur hvarvetna gleffi. Bóndi 4 Rdbert C. Oliver: Fólksfjöldinn stóð á öndinni. Og þarna þaut fimmta bifreiðin eftir dauð- þögulli götunni, þar sem miðdegisum- ferðin hafði stöðvast svo skyndilega. Nú varð þögn í nokkrar sekundur, en til frekara öryggis hélt lögreglan fólkinu kyrru um stund. Brátt komu tveir sjúkrabílar með rauðum krossi á kælinum og dyrun- um og við stýrin sátu menn í einkenn- isbúningi Rauða krossins. „Þetta hlýtur að hafa verið ógur- legt“, stundi mannfjöldinn. Nýr sjúkrabíll — ennþá einn. — Flautuhljóðið bergmálaði milli húsa- raðanna og dyrnar á húsunum fylltust af forvitnum og óttaslegnum augum. „Sex sjúkrabílar“, hvísluðu menn. „Tveir læknabílar — — — þetta hlýtur að hafa verið eitthvað stórkost- legt---------stórslys.“ „Hvað skyldi hafa komið fyrir?“ spurði ung stúlka, sem var að velja sér dýrindis kvöldkjól í einni fínustu tízkubúðinni. „Ég veit ekki, ungfrú Spencer,“ svar- aði afgreiðslustúlkan, „það er sennilega eitt slysið. Nú á tímum þurfa allir að flýta sér, og svo aka þeir saman — eða þá á einhverja nýbygginganna, sem alls- staðar rísa upp. „Já“, anzaði unga stúlkan, sem var Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. Kaupir |»ú búuaðarblaðið FREY? ROBERT C. OLIVER: ÆFINTÝRI BLAÐ AMANNSINS NEÐANMÁLSSAGA TÍMANS EGILL BJARNASON ÞÝDDI \ Reykjavík 1940 — Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.