Tíminn - 06.09.1940, Qupperneq 3

Tíminn - 06.09.1940, Qupperneq 3
86. lilað TÍMIM, föstndaginm 6. sept. 1940 343 A N N A L L Afmæll. Mag-nús Guðmundsson, bóndi að Kjörvogi í Strandasýslu, átti sjötugsafmæli 18. júlímánaðar síðastliðinn. Magnús er fæddur að Finnbogastöðum í Trékyllis- vík og ólst þar upp. Faðir Magn- úsar var Guðmundur Magnús- son, bóndi að Finnbogastöðum, hákarlaformað- ur á eigin átt- æring um lang- an aldur. Magn- ús giftist árið 3.900 Guðrúnu Jónsdóttur frá Ávík og bjuggu þau fyrstu fjög- ur búskaparár sín í Stóru-Á- vík, en fluttist árið 1902 að Kjörvogi og hefir búið þar síðan. Þau hjón hafa eignazt fimm börn, eru þrjú af þeim á lífi, en tvö dóu uppkomin, auk þess hafa Magnús og Guðrún alið upp tvö fósturbörn og það þriðja að nokkru leyti. Magnús er einn í sífsékkandi hópi þeirra manna, er meginhluta æfi sinn- ar hafa stundað hákarlaveiðar. Fór Magnús fyrst á hákarla- veiðar þrettán ára gamall, á opnum bát með föður sínum, og þá strax sem fullgildur háseti. Næsta ár, fermingarárið, réri Magnús ekki, því að það ár var notað til bóklegs náms. Er það eini tími æfinnar, sem Magnús hefir stundað bóknám. Stendur hann þó jafnfætis að þekkingu mörgum hinum yngri mönnum, er setið hafa öll sín bernskuár á skólabekkjunum. En næsta ár, þegar Magnús var fimmtán ára, tók hann aftur til við hákarla- veiðarnar og stundaði þær sam- fleytt í 41 ár, svo að samtals hefir hann róið á hákarl í 42 vertíðir og tel ég vafasamt að margir hafi gert það lengur. Allmörg fyrstu árin réri Magnús sem háseti með föður sínum á opnum bát, en síðari árin með Finnboga bróður sínum, al- þekktum hákarlaformanni, á þilskipum, og var þá jafnan stýrimaður. Magnús er stór maður og sterklegur og var á sínum beztu árum einhver hinn mesti burða- maður, en er nú farinn að tapa kröftum, sem vonlegt er, þó ern megi teljast eftir aldri. Er Magnús prúðmenni hið mesta og góðmenni, enda vinsæll með afbrigðum. Á afmælisdaginn komu allmargir vinir og frænd- ur Magnúsar saman á heimili hans til þess að árna honum heilla í tilefni af tímamótunum. Mæltu margir þeirra, að þeim degi loknum, að hann hefði ver- öxl á innrásarferð í landið. Bretar virðast hafa kunnað allra þjóða bezt að verjast fimmtu herdeildinni í sínu eig- in landi. Þeir hafa tekið og sett í gæzlu, meðan stríðið stendur, alla þá menn, karla og konur, sem telja mátti líklega til að greiða götu útlendra valdhafa. í þessum hóp eru menn af öllum stigum, lávarð- ar, herforingjar, kaupsýslu- menn, fræðimenn og rithöfund- ar. í einræðislöndunum og al- veg sérstaklega í Rússlandi, eru þess háttar' menn sviftir lífi þegar í stað. Bretar gera það ekki. Þetta fólk er einangrað meðan stríðið stendur og fær frelsi sitt að þeim tíma liðnum. Einn af kunnustu mönnum í sveit hinna einangruðu manna, er íhaldsþingmaðurinn Ram- say. Hann var svo ferlegur Gyðingahatari, að hann setti útrýmingu Gyðinga úr Englandi ofar öllum öðrum áhugamál- um. Til að ná því marki, vildi hann unna Hitler að vinna Eng- land. Það þarf ekkí að efa, að Rússar hefðu tafarlaust skotið þess háttar stjórnarandstæðing. Bretar unna honum lífs, en svipta hann tækifærinu til að sýkja út frá sér og veita óvin- um ríkisins liðsemd móti sínu eigin landi, vegna sjúkrar og þroskalausrar lífsskoðunar. IV. Ef athuguð er aðstaða íslend- inga og Dana meðan á hersetn- ingunni stendur, kemur í ljós, að í báðum löndum hafa þjóðin og ið einhver sá ánægjulegasti, er þeir hefðu lifað, enda var ekk- ert tilsparað, hvorki af hendi náttúrunhar né mannanna til að gera daginn sem ánægjuleg- astan, veður milt og bjart, hús- rúm gott 'og notalegt í hinu rúmgóða og myndarlega húsi, sem Magnús ásamt syni sínum, Guðjóni, hefir nýlokið við að byggja, og síðast en ekki sízt hinar rausnarlegu veitingar þeirra hjóna. Var fyrst lengi setið undir boröum og margar ræður fluttar, en að lokum stig- inn dans fram yfir miðnætti. Kvöddu þá flestir gestanna öldunginn, sem hafði -verið manna gláðastur og brosið ekki horfið af allan daginn, en sum- ir hugðust enn um stund njóta gestrisni þeirra hjóna og gista næturlangt. Ófeigur Pétursson. Málefni Reykja- víkurbæjar (Framh. af 2. síSu) til síldveiða í sumar! Þeir, sem græddu í fyrra og áttu peninga, hugsuðu sem svo, að gróðavonin væri meiri annarsstaðar en á síldveiðum. T. d. væri arðvæn- legra að leggja 1 húsakaup eða eiga peningana í sparisjóðsbók. Bankarnir sögðu við ríkisstjórn- ina: Það verður engin síldar- útgerð í sumar hjá þeim, sem græddu í fyrra og eiga peninga, heldur aðeins hjá þeim, sem fá allt rekstrarféð lánað. Afleið- ingin varð sú, að gengið var lengra í sumar en nokkru sinni fyrr í þeirri stjórnarstefnu síð- ustu 6 ára, að láta ríkið rétta hjálpandi hönd til þess að fá einstaklingsframtakið til að fara af stað. Síldarverksmiðjum ríkisins var leyft að lofa 12,00 kr. fyrir hvert síldarmál. Þá fyrst fór einstaklingsframtakið af stað. Alveg sama átti sér stað með síldarsöltunina. Þeir sem áttu peninga vildu ekki salta síld á sína ábyrgð. Einstaklingsfram- takið lét ekki á sér bæra. Ríkið varð að taka á sig ábyrgð á vissu verði hverrar síldartunnu. Þá hófst starfrækslan. Enn eitt dæmi, sem snertir Reykjavíkurbæ, og þar sem hann hefði sjálfur átt að vera fyrr að verki. Ríkisstjórnin út- vegaði nokkrum opnum vélbát- um úr Reykjavík aðstöðu til útgerðar út á landi. Eigendum bátanna var síðan hjálpað til að flytja bátana. Einstaklings- framtakið var enn vakið. Marg- ir þessara báta hafa stundað veiðar með góðum árangri í sumar víðsvegar um land. Stefna landsstjórnarinnar, að hjálpa mönnum til sjálfsbjarg- ar, heitir á máli þeirrar bæjar- málastefnu, er ríkt hefir í aðkomuherinn sameiginlegra hagsmuna að gæta meðan þetta ástand varir. Ef danskir menn kæmu sér upp leynilegum loft- skeytastöðvum og hefðu sam- band við ensku flugmálastjórn- ina í því skyni, að benda þeim á, hvar hægt væri með flugárásum að vinna Þjóðverjum tjón í Dan- mörku, þá myndi herstjórn Eng- lendinga fús að nota þessa vitn- eskju. Hitt er aftur á móti eðli- legt,að þýzka herstjórnin í Dan- mörku myndi kunna þessu illa og það má telja vafalaust að hver sá danskur maður, sem starfaði að þessháttar málefnum myndi verða tekinn undan rétt- arfarsvaldi danska ríkisins inn í hið þýzka herveldi og látinn týna þar lífinu. En ef dönskum loft- skeytamönnum tækizt að halda áfram iðju sinni með leynd, svo að þeir gerðu greiðar göt- ur enskra loftárása, sem bitnuðu öllu meira á dönskum borgum heldur en aðkomuhernum, þá sannaðist hve skaðlegir slikir menn eru þjóð sinni. Þess- vegna hlýtur stjórn Stau- nings I Danmörku nú að beita allri orku til að láta danska menn ekki gefa óvinum Þjóð- verja nokkra vitneskju, sem gerir auðveldara að ráðast á Dan- mörku, meðan hún er hersett. Alveg á sama hátt er aðstaða okkar íslendinga. Ef andstæð- ingar Breta ráðast á þá hér á landi verður ekki lið Breta eitt fyrir tjóni af árásum. íslenzkir menn og eignir íslendinga myndu að öllum líkindum verða harðar úti. Það þarf ekki að eyða Auéiýsiné um kennslu og einkaskóla. Berklavarnarlögin mæla þannig fyrir, samkvæmt 9. gr. þeirra: „Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við kennslu í skólum, heimiliskennslu né einkakennslu. Engan nemanda má taka til kennslu á heimili, þar sem sjúklingur með smitandi berklaveiki dvelur“. Allir þeir, sem stunda œtla kennslu á komanda hausti og vetri, eru því beðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir sig og nemendur sína á skrifstofu mína, hið allra fyrsta, og mega þau ekki vera eldri en mán- aðar gömul- Þá er ennfremur svo fyrirmælt í ofangreindum lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þess skriflegt leyfi lögreglustjóra, og skal það leyfi eigi veitt nema héraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað full- nægja heilbrigðiskröfum, enda liggi fyrir tilskilin læknis- vottorð um að hvorki kennari eða aðrir á heimilinu né neinn nemendanna séu haldnir smitandi berklaveiki". Þeir sem hafa í hyggju að halda einkaskóla, eru því áminntir um að senda umsóknir sínar til lögreglustjórans í Reykjavík hið allra fyrsta, ásamt tilskildum vottorðum. Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einkaskóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum. Umsóknir um slíka einkaskóla utan lögsagnarum- dœmis Reykjavíkur, en inn takmarka lœknishéraðsins, má senda á skrifstofu mína. Matreiðslubék eftir frk. Helgu Thorlacius, með formála eftir Bjarna Bjarnason lækni, er komin út. Frk. Helga Thorlacius er löngu orðin þjóðkunn fyrir fram- úrskarandi þekkingu á sviði matgerðarlistarinnar og hefir á undanförnum árum beitt sér af alefli fyrir aukinni græn- metisneyzlu og neyzlu ýmissa innlendra jurta, t. d. skarfa- káls, hvannar, heimulunjóla, hófblöðku, Ólafssúru, sölva, fjallagrasa, berja o. s. frv. í bókinni er sérstakur kafli um tilbúning drykkja úr inn- lendum jurtum. Húsmæður! Kynnið yður matreiðslubók Helgu Thorlacius áður en þér sjóðið niður fyrir veturinn. Bókin kostar aðeins kr. 4,00 í fallegu bandi. Tilkynning Srá ríkísst j órninni um umferðahöít. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 2. september 1940. Magnús Pétursson. Verðlag á kartöflum er ákveðið þannig á tímabilinu 15. september til 31. október 1940: Heildsöluverð Grænmetisvexzlunar ríkisins skal vera kr. 34,00 pr. 100 kg. Smásöluálagning — við sölu í lausri vigt — má ekki vera hærri en 35% miðað við heildsöluverð Grænmetisverzlunar ríkisins. Verðið er miðað við 1. flokks vöru. Það er ákveðið svo til ætlazt, að framleiðendur, eða þeir að- ilar, er annast sölu fyrir þá, selji ekki 1. flokks kartöflur undir hinu ákveðna verði, krónur 34,00 hver 100 kiló. 4. september 1940. Verðlagsnefnd Grænmetisverzlunar ríkistns. Fyrir hernaðaraðgferðir Breta er umferð háð eftirlíti á svæði við Kaldaðarnes í Árnessýslu, par sem Bretar hafa komið upp flugvelli og hafa að öðru leytí bækistöðvar. Verður ó- viðkomandi fólki ekki leyfður aðgangur að þessu svæði, en menn, sem eiga heímili á svæðinu eða purfa að sinna þar samningsbundnum störf- Reykjavík, „sletturekuskapur" við atvinnulífið, „afskiptasemi“, „skipulagning“, o. s. frv. En það, sem er að ríða Reykjavík að fullu, er andstæða þeirrar stefnu, sem hefir ráðið í lands- málunum, — aðgerðarleysið. Stjórn Reykjavíkur hefir staðið kyrr og ekki áttað sig á straumi tímans. Hún hefir ákallað frjálsa samkeppni, frjálsa verzl- un, — hugtök, sem eru dauð, í 1 orðum að því, að hver sá íslend- ingur, sem greiðir nú götu þeirra, sem telja sér hag af að hefja hernaðaraðgerðir móti íslandi, er sérstaklega hættulegur mað- ur fyrir íslenzku þjóðina. Það er enginn vafi á að hér á landi er til fólk, sem kalla má góðan efnivið í fimmtu herdeild, ef nokkur vildi nota þá. Al- þýðublaðið fékk fyrir skömmu nafnlaust hótunarbréf, þar sem aðstandendum blaðsins var ógn- að með hefnd útlendrar þjóðar. Eina nótt var hakakrossinn þýzki skorinn bæði á grasflöt í garði og á útidyrahurð á húsi eins af kunnustu starfsmönnum sam- vinnufélaganna hér í bænum. Á hurðinni var ennfremur tilkynn- ing um að húsráðandinn skyldi verða drepinn við fyrsta hentugt tækifæri. Lögreglan hefir ekki talið sig hafa minnstu hugmynd um, hvaða vel uppaldir efnis- piltar hafi staðið að þessum næt- urverkum. Efniviðurinn í fimmtu her- deildina er til hér á landi, svo sem vænta mátti um ungt þjóð- félag, þar sem flestum venjum í uppeldi og daglegum störfum hefix verið safnað með hrað- fara þróun á minna en einum mannsaldri. Það er eitt sjálf- sagðasta sjálfstæðismál þjóð- árinnar að uppræta á þann hátt, sem við á hér á landi, ill- gresið úr akri þjóðlífsins. Ekki með því að byrja hér bræðravíg að rússneskum sið, heldur með öðrum mildari en þó áhrifamikl- (Framh. á 4. siSu) hinni eldri mynd, eins og að- stæðurnar eru nú. Og afleiðing- in verður þá oftast þessi sama, að sá, sem ekki skilur hvert alda timans stefnir, verður að láta sér lynda að verða undir henni. Framh. *** um, verða látnir fá sérstök skilríki hjá eftírlitsmönnum. 3« september 1940. Innheimtumenn! Gjalddagi Tímans var 1. júlí. Nú er því kominn tími til að hefjast handa. Vinnið ötullega að innheimtu Tímans í sumar og haust, eins og að undanförnu, og sendið innheimtu blaðsins skilagrein við fyrstu hentug- leika. INNHEIMTAN. Revkjavík - Ákurevri Hraðferölr alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. 8 Robert C. Oliver: í dag, hafði skolfið ofurlítið, og í aug- um hans hafði hún lesið eitthvað, sem líktist ótta eða leyndum kvíða — en skyndilega flaug Lucy það í hug, að einu sinni áður, fyrir langa löngu sið- an, hafði hún séð þetta sama í augum hans — já og oftar en einu sinni. Átti Reginald frændi leyndarmál? Lucy hló með sjálfri sér — já, Sir Regin- ald Spencer var áreiðanlega mjög sér- kennilegur maður. Maður gat ekki séð á ytra útliti hvaða mann hann hafði að geyma. En hvað gat hann óttast? Lucy drakk teið, án þess að borða kökuna með, vegna þess, að hún vildi varðveita sinn granna vöxt, borgaði og fór niður í lyftunni. Úti i sólskinsflóðinu, sem helltist yf- ir götur heimsborgarinnar með hinni geysilegu umferð, gleymdi hún fljótt öllum áhyggjum og óánægju út af því að fá ekki að fljúga til Parísar, og henni fannst að jafnvel London gæti verið skemmtilegur staður á vorin. Kjóllinn hafði kostað svo mikla pen- inga, að hún var viss um, að frændi hennar, sem átti að borga hann, mundi ógna henni með vísifingrinum, þegar hann sæi reikninginn, — en kjóllinn var líka hreinasti „draumur.“ Lucy hélt áfram niður að Piccadilly og brosti með sjálfri sér í sólskininu, Æfintýri blaðamannsins 5 að máta kjólana, án þess að hugsa um hvað hún sagði. „Það eru hættulegir tímar, sem við lifum á.“ „Já,“ samþykkti afgreiðslustúlkan, og þagði svo um stund meðan hún vár að laga kjólinn, sem þær voru með. „Hér höfum við annað snið — einnig nýkom- ið — afar fallegt — en hann er ofur- lítið dýrari. Hann kostar 30 púnd.“ „Það gerir ekkert. Aðalatriðið er, að það sé eitthvaö sérstakt. Það hefir ekk- ert að segja hvað það kostar. Lucy Spencer var ekki vön að spyrja um verð á neinu, og hún hafði aldrei þurft að neita sér um neitt. Og hún gerði það ekki. Þegar hún sagði: „Það gerir ekkert til hvað það kostar", var röddin alveg laus við yfirstéttarreiging eða oflátungshátt. Lucy meinti það aðeins, að hún hefði efni á þvi að borga það hvað sem það kostaði. Og hún vissi að svo var. En irún vissi ekki um það djöfullega ráðabrugg, sem á þessu augnabliki var um milljónirnar, sem í framtíðinni áttu að veita Lucy Spencer áhyggjulaust líf með voxtum sínum. Afgreiðslustúlkan í hinni deild tízkuhússins, sem hafði franskar nýj- ungar á boðstólum, hjálpaði Lucy úr kjólnum. Þegar hún leit á hin dýru silkinærföt hennar, sem kostuðu meira

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.