Tíminn - 27.09.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.09.1940, Blaðsíða 1
 RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ( ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu I D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Slmi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Slmar 3948 og 3720. 24. árg. TÍMINN, föstudaginii 27. sept. 1940 92. blað Landsnefnd allra flokka fer með töld í Færeyjnm Kristján X. sjötugur Kristján konungur tíundi átti sjötugsafmæli í gær. Af tilefni afmælisins voru skrifstofur þess opinbera lok- aðar í gær og biskup hélt guðs- þjónustu i dómkirkjunni, er var útvarpað. Fánar voru dregnir að hún um allan bæinn. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra sendi Kristjáni kon- ungi heillaóskaskeyti í nafni íslenzku þjóðarinnar og ríkis- stjórnarinnar. HAUSTMARK- AÐUR KRON Merkileg nýjung Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis byrjar mjög merkilega starfsemi í dag með opnun hins svokallaða haustmarkaðs síns í húsinu 52 við Hverfisgötu (gengið inn frá Laugavegi 39). Á haustmarkaðinum fást flestar innlendar vörur með talsvert ódýrara verði en ann- arsstaðar, og liggur verðmun- urinn aðallega í því, að megin- hluti dreifingarkostnaðarins hverfur, því að neytendur verða sjálfir að sækja vörurnar og þurfa jafnframt að kaupa í nokkru stærri stíl en venjulega. Forystumenn Kron lýsa til- gangi sínum með haustmark- aðinum á þessa leið: „Frá alda öðli hafa farið fram milliliðalaus viðskipti milli þeirra, sem búa við sjávarsíð- una og sveitamanna. Þetta við- gengst enn, þótt í smærri stíl sé en áður var, einkum í hinum smærri kauptúnum. í stærri kaupstöðum la-ndsins, og þá fyrst og fremst í Reykja- vík, hafa viðskipti með þessum hætti horfið að mestu. Afleið- ing þessa hefir orðið sú, að munurinn á þvi verði, sem framleiðendur fá fyrir vörur sínar, og því verði, sem neyt- endur greiða fyrir þær, er venjulega ískyggilega mikill. Hlutverk neytendafélaga er m. a. að lækka dreifingarkostn- aðlnn, sem á vörurnar legst, svo mikið sem unnt er. Það er því beinlínis stefnuskráratriði Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis, að leita þeirra aðferða, sem tryggja lágan dreifingar- kostnað. í beinu framhaldi af undangenginni starfsemi Kron í þessu skyni er haustmarkað- urinn stofnaður. Eins og áður var drepið á, hafa hin beinu viðskipti Reyk- víkinga við framleiðendur lagst niður að mestu og verða tæplega enduireist í sama formi. Á hinn bóginn er þörfin fyrir að afla innlendrar vöru til (Framh. á 4. síðu) Niels Juel Arge stúdent segir Sréttir frá Færeyjum Til Reykjavíkur er ný- kominn færeyskur stúdent, Niels Juel Arge frá Tórs- havn. Mun hann stunda hér háskólanám og hefir þegar verið innritaður í heimspekideildina. Er hann annar Færeyingurinn, sem leitar hingað til háskóla- náms. Níels Juel Arge kom til Vest- mannaeyja með færeysku fiski- skipi. Hann hefir einu sinni áð- ur komið til íslands, í hópi skóla barna þeirra, sem Rikard Long kom með árið 1934. Hann skilur íslenzku vel og getur einnig talað hana, þótt hann skorti enn leikni í meðferð málsins. Tíðindamaður Tímans átti í gær tal við hann og leitaði hjá honum fregna um ýmis mál- efni færeysku þjóðarinnar. — Hvernig er stjórnarfari nú háttað í Færeyjum? — Eftir hernám Danmerkur tók lögþingið í Tórsþavn sér fullt löggj af arvald og undir- ritaði hinn danski amtmaður í Færeyjum, Hilbert, samþykkt þingsins. Var síðan skipuð landsnefnd, einskonar ráðu- neyti, er fer með málefni þjóð- arinnar. Landssjóðurinn er í vörzlu amtmannsins, sem hefir samvinnu við landsnefndina um fjárreiðurnar. Hefir amt- maðurinn heitið þinginu og fulltrúum þess lipru samstarfi. — Hvað er að frétta um fána- baráttuna? — Tíu dögnm eftir að brezka herliðið kom til Færeyja voru kröfugöngur miklar í Tórshavn dag eftir dag. Heimtuðu bæjarbúar, að fær- eyski fáninn yrði löggiltur. Síðla kvölds hinn þriðja dag, 25. aprílmánaðar, var tilkynnt í Tórshavn, að færeyskur siglingafáni hefði verið löggilt- ur. Var þá kröfugöngunum breytt í skrúðgöngur, er farnar voru um bæinn, meðal annars að bústað brezka ræðismanns- ins. Síðan voru þjóðdansar dansaðir á Vaglinum, torgi í miðbænum, framan við þing- húsið. Þegar dagur rann hinn 26. apríl, voru fánar dregnir að hún um allan bæinn og höfn- ina, út um gluggana í íbúðum fólks voru lagðar litlar stengur með blaktandi fánum. Nú hafa þingmenn Fólka- flokksins flutt frumvarp þess efnis, að færeyski fáninn skuli tekinn í lög sem þjóðfáni, jafnt á landi sem sjó. En ekki veit ég, hversu því frumvarpi muni reiða af. — Hvaða peningar og frí- merki eru notuð? — Enn sem kornið er eru not- uð dönsk frímerki, en þau munu senn á þrotum. Danskir peningar eru einnig notaðir í viðskiptum. En á alla seðla hef- ir verið stimplað, að þeir gildi einungis í Færeyjum. —1 Hvernig er flokkaskipting nú í Færeyjum? — Fyrir tveim árum klofnaði gamli Sjálfstæðisflokkurinn, sem Jóannes Patursson kóngs- bóndi í Kirkjubö veitti for- ystu. Hefir sá hluti hans, sem fylgdi Jóannesi Paturssyni, sameinazt Vinnuiflokknum. Nefnist nú þessi flokkur Fólka- flokkurinn. Hefir hann 7 þing- menn. Hitt Sjálfstæðisflokks- brotið gekk til samvinnu við j afnaðarmenn, nú er lögþingið kom saman 3. septembermán- aðar. Hefir sú samsteypa níu þingmönnum á að skipa. Loks Niels Juel Arge, fœreyski stúdentinn, sem nú stundar hér háskólanám. er svo Sambandsflokkurinn, sem hefir átta þingmenn. — Hvernig er landsnefndin skipuð? — í landsnefndinni eiga sæti Thorsten Petersen bankastjóri úr Fólkaflokknum nýja, Peter Mohr Dam, ritstjóri jafnaðar- mannablaðsins, Louis Zacha- riassen verkfræðingur úr þeim liluta Sjálfstæðisflokksins, er hneig til samstarfs við jafnað- armenn, og úr Sambands- flokknum Andreas Samuelsen sýslumaður í Fuglafirði og Kristian Djurhuus sýslumaður í Suðuroy. — Hvaða blaðakost hafa þess- ir flokkar? — Fólkaflokkurinn gefur út Dagblaðið; það kemur út þris- var í viku. Sömuleiðis styður Tingakrossur, sem er vikublað, flokkinn. Jafnaðarmenn gefa út Föroya social demokrat einu sinni í viku og Sambandsflokk- urinn Dimmalætting þrisvar í viku. En heldur er pappírsöflun örðug vegna stríðsins. — Hafið þið haft mikið af hernaðaraðgerðum að segja, að öðru leyti en því, sem við- kemur hertöku Danmerkur? — Brezkt herlið kom fyrst til Færeyja 13. apríl. Kom það engum á óvart, því að Churchill hafði gefið þessa ákvörðun Breta til kynna tveim dögum áður. Sama daginn og Þjóðverjar (Framh. á 4. síSu) Verður næsta skre! öxulríkj anna sóknvið Miðjarðarhaí? Afslada Spánverja getur ráðíð úrslitum í ræðu, sem Francisco Franco, einræðisherra Spánar, flutti 18. júlí síðastliðinn í tilefni af því, að fjögur ár voru liðin frá upp- hafi spönsku borgarastyrj ald- arinnar, lét hann m. a. um- mælt á þessa leið: — Stjórn mín telur það skyldu sína, að koma í fram- kvæmd þeirri erfðaskrá ísabellu Spánardrottningar, að gera Gibraltar aftur að spönsku landi, auka veldi Spánverja í Afríku og skapa sterka þjóðar- einingu ... Við höfum 2 millj- ónir hermanna til að berjast fyrir réttindum Spánar. — Sama dag voru verkamenn látnir ganga um götur Madrid í‘ stórri hópgöngu, sem hafði fyrir kjörorð: Vér viljum að Gibraltar verði spánskt land. Spönsk blöð hafa í sumar haldið kröfunni um Gibraltar mjög til streitu. í amerískum blöðum hefir í sambandi við þetta verið bent á það, að það stæði Spánverj- um ekki að neinu leyti fyrir þrifum, þótt þeir réðu ekki yfir Gibraltar. En Mussolini þarfn- ast Gibraltar til þess að geta orðið sá drottnari Miðjarðar- hafsins, sem hann vill verða. Mussolini vissi.hvað hann gerði, þegar hann studdi Franco til valda og gerði hann sér háðan. Brezka stjórnin gerði sér hins- vegar ekki ljóst, hvað hún var að gera, þegar hún vildi ekki hjálpa spönsku lýðveldisstjórn- inni. Amerísku blöðin benda á það, að ummæli Francos um „tvær miljónir hérmanna“ séu trauðla annað en hreystiyrði. Spánn sé enn flakandi í sárum eftir borg- arastyrjöldina. Hernaðarstyrk- ur þjóðarinnar sé nauðalítill. En fengju þýzkar hersveitiT að fara allra sinni ferða um Spán, gegnir þáð öðru máli fyrir Breta. Spánski foTsætisráðherrann, Suner, hefir undanfarið dvalið í Berlín. Suner er foringi spánska fasistaflokksins, sem vill að Spánverjar segi Bretum stTíð á hendur. Franco hefir hinsvegar verið tregur til þessa. En talið er, að Þjóðverjar og ítalir muni bjóða Spánverjum riflegan hluta af nýlendum Frakka í Afríku og ætli með þvl a. dsrossg-otttim: Úr Vík í Mýrdal. — Húsnæðisskortur og vatnsekla. — Kvennaskólinn í Hveragerði. Einar Erlendsson í Vík í Mýrdal hefir tjáð Tímanum eftirfarandi tíð- indi: — Slætti er hér lokið. Heyskap- artíð var mjög stirð framan af, en brá til þurrviðris, þegar á leið, og hélzt það út sláttinn. Heyskapur mun fylliiega í meðallagi að vöxtum og gæðum. Slátr- un sauðfjár er nýlega byrjuð í slátur- húsunum í Vík. Virðist allt benda til þess, að dilkar muni vera nærri í með- allagi til frálags. Hjá Sláturfélagi Suð- urlands í Vik lagði Pétur Jakobsson, bóndi á Rauðhálsi, inn tvævetlutví- lembinga með 19 % og 20 kg. falli. Mun það einsdæmi, að hér hafi komið svo þungir tvílembingar. í fyrra var sama ærin, þá veturgömul, einlembd, og var kroppurinn af lambinu þá einnig lagð- ur inn hjá Sláturfélaginu í Vík og vóg 21 kg. Ær þessi missti móðurina þegar hún var unglamb og var gerð að „heimagangi". Dafnaði hún vel og hefir síðan gengið í túninu á sumrin með lömbin, og enda komið við og við heim að fá sér mjólkursopa. Er þessi kropp- þungi lambanna ótrúlegur, þegar þess er gætt, að meðalþungi einlembinga hér um slóðir mun vera 13—14 kg. — Upptekningu kartaflna hér er víða langt komið og sumstaðar þegar lokið. Reynist uppskera með allra minnsta móti og víða svo léleg, að ekki hrekkur nærri til heimilisnota. Sama er að segja um aðrar matjurtir, nema gulrætur, sem vlða hafa sprottið sæmilega. t r t Sökum þess, hve mjög hið brezka setulið þrengir að bæjarbúum, er nú talsverður hörgull á húsnæði í Reykja- vík. Er það miklum erfiðleikum háð, að fá hvort heldur er íbúðir eða húsnæði til iðju eða annars atvlnnurekstrar. Sömuleiðis hefir það einnig komið I ljós, að hörgull er á vatni í sumum hverfum bæjarins. Hefir verið birt á- skorun til bæjarbúa um að fara spar- lega með vatn, svo að til alvarlegs vatnsskorts komi eigi. Samskonar orð- sendingu mun hafa verið beint til út- lendu hermannanna, sem að sjálfsögðu nota mjög mikið vatn. r r r Kvennaskóli Árnýjar Fllippusdóttur í Hveragerði verður settur um miðjan næsta mánuð. Hafa húsakynni hans verið aukin og bætt, svo að þar er nú heimavist fyrir tuttugu stúlkur. Árný Filippusdóttir hefir nú starfrækt skóla sinn um fjögurra vetra skeið. Er gert ráð fyrir eins vetrar námi í skólanum. að tryggja sér þátttöku þeirra í styrjöldinni. Suner er enn ekki farinn heimleiðis. ítalir hófu sókn inn í Egipta- land um miðjan þennan mán- uð. Þeir hafa tekið hafnarbæ- inn Sidi Barani, sem er um 90 km. frá landamærum Libyu. Lengra hafa þeir ekki haldið. Þeir mættu engri mótspyrnu á þessari leið. Varnarlína Breta liggur talsvert austur, enda er það land, sem ítalir hafa tekið, eyðimörk. Bretar hafa nýlega sent aukið lið til Egiptalands, bæði frá Englandi og Ástralíu. Það virðist einsýnt, að þótt lið ítala sé fjölmennara, vilji þeir ekki leggja til úrslitabaráttu við Breta að svo stöddu. Ribbentrop utanríkisráðherra Þjóðverja fór til Rómar í sein- ustu viku og ræddi við Musso- lini og Ciano greifa. Engar til- kynningar hafa verið birtar um niðurstöður fundarins, en gefið í skyn, að rætt hafi verið um nýskipun Afrikumálanna. Lík- legt þykir, að Þjóðverjar vilji hraða sókninni í Egiptalandi. ítalir munu hinsvegar ekki gera sér vonir um sigur, nema þeir fái miklu meiri liðsafla. Sökum herskipa Breta á Miðjarðarhafi, geta ítalir nú ekki flutt her að ráði til Libyu. Öðru máli gegndi, ef Spánverjar kæmu þeim til hjálpar. Þá væri hægt að flytja herlið frá Spáni til Marokko og þaðan yfir nýlendur Frakka til Libyu. Slíkt lið mætti m. a. flytja loftleiðina eins og í borg- arastyrjöldinni. Ef Bretar misstu Gibraltar myndi það líka veikja trú Egipta á þeim og gera þeim örðugra fyrir með flutninga til Egiptalands, enda þótt þeir láti yfirleitt ekki nema herskip sín sigla nú um vestanvert Miðjarðarhaf. Þátttaka Spánar í styrjöld- inni eT þvi vissulega þýðingar- mikil fyrir öxulríkin. Afstaða Egipta vekur mikla athygli. Þeir slitu stjórnmála- sambandi við ítali, þegar þeir sögðu Bretum stríð á hendur. Þeir tilkynntu það líka fyrir alllöngu, að þeir myndu verja land sitt, ef á það yrði ráðizt. Þeir hafa þó enn ekki sagt ítöl- um stríð á hendur. Nýlega gengu fjórir ráðherrar úr stjórninni í mótmælaskyni út af þessu. Egiptar hafa þó allan her sinn viðbúinn og þeir hafa handtekið þúsundir ítala, sem voru búsettir í Kairo og þóttu tortryggilegir. Afstaða Egipta virðist sú, að bíða og sjá hverju fram vindur. Virðist af því mega ætla, að þeim þyki úrslit- in vafasöm, ef öxulríkin fá Spánverja sér til aðstoðar. Seinustu fregnir herma, að Ciano greifi sé kominn til Þýzkalands og muni hann, Hitler, Ribbentrop og Suner setjast á ráðstefnu um helgina. Er þaðan vænst mikilla tíð- inda. Aðrar fréttír. í Noregi hafa Þjóðverjar ný- lega gert víðtækar breytingar á stjórnarfarinu. Mun þeirra at- burða getið nánar í næsta blaði. De Gaulle hefir horfið aftur frá Dakar með herskip þau, sem hann hafði með sér þangað. Honum hafði borizt fréttir um, að Frakkar þar myndu snúast til liðs við hann, en þegar reyndin varð önnur og nýlendu- stjórnin lét hefja skothríð á skip hans, kaus hann heldur að hverfa í burtu en að láta Frakka fara að berjast innbyrðis. Talið er þó, að atburður þessi hafi veikt álit de Gaulle. A viðavangi „BJARGIÐ FÉNU“. Nýlega birtist ritstjórnar- grein í Mbl. undir þessu nafni. Er þar gert að umtalsefni mjög kyndugt „plagg“, sem stjórn svokallaðs Samvinnufélags síld- veiðiskipa sendi frá sér i sum- ar og hafði undirritað, ásamt 18 mönnum öðrum. í „plaggi“ þessu er lýst þeirri fyrirætlun að hefja samskot til byggingar 10 þús. mála síldarverksmiðju fyrir næsta sumar og er gert ráð fyrir að hún muni kosta 4 milj. kr. í bréfinu er gert ráð fyrir að hamra það í gegn hjá löggjafarvaldinu, að öll fram- lög til verksmiðjunnar verði undanþegin tekju- og eignar- skatti og útsvari. Og svo er sagt: .Fyrir skipstjóra og aðra þá, er þessi lántaka því alveg sérstakt tækifæri til þess að bjarga fénu frá því að vera uppétið af skattanefndum og , niðurjöfn- unarnefndum.“ Af vísdómi sín- um bætir Mbl. síðan við: „Er þetta ekki ágæt lýsing af á- standinu, sem nú ríkir í okkar skattamálum.“ Já, hugsið ykk- ur annað eins, vesalings menn- irnir verða að byggja síldar- verksmiðju í þeirri von að geta komið gróða sínum undan skatti! „Svona er ástandið,“ heldur Mbl. áfram, „en á þetta svona til að ganga áfram?“ Þarna er stefna Sjálfstæðis- flokksins í skattamálum ná- kvæmlega rakin. Undanþágur og sérréttindi handa þeim, sem græða mest, en að koma byrð- unum með auknum tollum á þá, er sízt megna nokkurs. Þetta skjal, sem að mörgu öðru leyti er kátbroslegt, er sýkt af þess- um hugsunarhætti. Sjálfstæðis- flokkurinn og Mbl. aumkast yf- ir þá menn, sem eru svo dæma- laust báglega staddir, að þeir þurfa að reisa verksmiðju til að koma fé sínu undan lögboðnum gjöldum. En umfram allt, segir blað fjármálaráðherrans við þá tekjuhæstu, bjargið fénu frá skatta- og niðurjöfnunarnefnd- um. Svona má það ekki lengur ganga áfram! Það vantar svo sem ekki þegnskapinn og rétt- lætið i skattamálunum! Er JÓN ÞORLÁKSSON GLEYMDUR? Utanbæjarmaður skrifar Tímanum: „Sú var tíðin, að naumast kom út blað af ísa- fold, án þess að þar birtist grein um Jón Þorláksson, þar sem hann var lofsunginn fyrir að hafa látið greiða skuldir meðan hann var ráðherra. Nú er Jón yfirleitt aldrei nefndur á nafn 'í íhaldsblöðunum og ennþá síður er þar minnst á skuldagreiðslur. Nú virðist ein- mitt ágæt aðstaða til að lækka skuldir þjóðarinnar. En í stað þess að ræða um það, heimta íhaldsblöðin, að gjaldeyrisinn- eignunum erlendis verði varið til að auka innflutninginn, enda þótt verðlag sé nú óvenjulega hátt. Það má vissulega segja um þetta: Nýir siðir með nýjum herrum.“ SKRÍTIN ÓÁNÆGJA. í sama bréfi segir ennfrem- ur: „Árni frá Múla er stundum að skrifa í nöldurtón út af því, að stefnu Sjálfstæðisflokks- ins skuli ekki hafa verið fylgt i hinum og þessum málum. Þetta finnst áreiðanlega fleirum en mér skrítin óánægja. Það hefir alls ekki verið hægt að hafa neina hugmynd um það í mörg ár, hver væri hin eiginlega stefna Sjálfstæðisflokksins. For- ráðamenn flokksins hafa sagt sitt á hvað — alveg eftir því hvort þeir töluðu viö atvinnu- veitendur eða launþega, fram- leiðendur eða neytendur o. s. frv. Mér finnst, að til þess að geta sannað þessa óánægju sína, ættu íhaldsblöðin að birta stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins, ef hún er á annað borð til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.